Fagnið hans Bullard

Fyrir þá sem hafa ekki séð þetta þá er þetta besta fagn sem ég hef séð í langan, langan tíma:

27 Comments

 1. hehe þetta er mesta snilldin, þeir voru búnir að plana þetta fyrir leikinn og sá sem hefði skorað jöfnunarmarkið eða sigurmarkið átti að halda fyrirlesturinn.

 2. Klárlega besti karakter ensku deildarinnar og eflaust allra deilda í heiminum, youtube-a Bullard best of er eithvað sem allir ættu að gera 😀

 3. Er ekki hægt að fá hann til LFC. Myndi örugglega róa þá sem heimta að Rafa fagni meira 😀

 4. Bullard er bara snillingur. Ekkert annað. Fyrir tímabilið var ég reiðubúinn að veðja íbúðinni minni að Hull færu beinustu leið niður, svo viss var ég, og framan af vetri virtist ekkert benda til annars en að það yrði raunin. Svo kom Bullard inn úr meiðslum, og nú eru þeir rétt fyrir neðan miðja deild og nokkuð fyrir ofan fallsætin.

  Bullard er ekki nógu góður til að halda niðri föstu sæti í byrjunarliði Liverpool en mikið væri ég til í að eiga hann sem kost á bekknum (og sem móral í búningsklefanum). Við þurfum fleiri svona gæja í boltann.

 5. Jimmy Bullard er auðvitað klárlega besti leikmaður deildarinnar. Allt sem hann kemur nálægt verður að gulli (eða amk. bronsi, við erum að tala um Hull hérna). Að þetta lið hafi unnið 2-3 leiki er auðvitað bara kraftaverk en þeir byrjuðu allavega að spila eins og menn um leið og hann kom, sem er líka kraftaverk því þetta var rosalega lélegt fótboltalið.

  Fá gæjann til Liverpool, held að við náum þá dollunni loksins heim, hann er amk. töluvert betri en Lucas og fleiri gæjar sem spila í þeirri rauðu

  • Jimmy Bullard er auðvitað klárlega besti leikmaður deildarinnar.

  Róum okkur kannski aðeins 😉

 6. Snillingur sem hefur nóga hæfileika til að spila með jvaða varaliði toppliða sem væri… en væri velkominn (að mér sýnist) í hvaða pepp-up klefa sem væri…

  Snillingur af guðs n´sð

 7. ég hef alltaf haft dálæti á þessum manni og væri til í að fá han ná Anfield, ef ekki bara til að gera Liverpool leiki skemmtilegri

  • Reina & Bullard saman í búningsklefa … það væri nú meira bull teymið 🙂

  Yrði skíthræddur við það. Þeir færu aldrei út!

 8. Alger snillingur. Mættu alveg vera fleiri svona karakterar í deildinni í dag, voru töluvert fleiri fyrir 10-15 árum síðan.

 9. Ég veit það varla Daði. Þetta er frábært hjá nafna mínum úr FH og mikið ævintýri fyrir hann, en við FH-ingarnir hefðum getað notað hann talsvert meira en Liverpool næstu árin. Þannig að þessi hagsmunaárekstur flokkast undir missi FH, frekar en auðgun Liverpool. 😉

  Vona samt að honum gangi vel. Tilhugsunin um leikmann sem fagnar fyrir framan The Kop í FH-treyju innanundir yljar mér eeeeendalaust … 🙂

 10. Flott hjá þessum unga FH-ingi.
  Á þessari mynd sem fylgir fréttinni virkar hann svona 45 kíló, er hann öflugur?

 11. er þetta ekki gæjinn sem var svo cocky að hafna Man Utd ? hahahha… þvílíkur meistari

  • er þetta ekki gæjinn sem var svo cocky að hafna Man Utd ?

  Nei hann heitir Ingólfur og er núna á mála hjá KR. Það er svo ekki neitt cocky, bara merki um efnilegan og rétthugsandi strák sem veit hvað hann vill ekki 😉

 12. Þetta sýnir bara að allir scoutarnir eru á Íslandi þannig að Benítez á að taka alla ábyrgð á Íslenska bankahruninu =)

 13. Já rétt er að FH hefði vissulega getað notað svona hæfilekaríkan strák. Ég hef hinsvegar þó nokkra trú á því að hann fái að spila með aðalliði Liverpool um 18 ára aldurinn. Hann hefur allavegana efniviðinn í það.

Stöð 2 Sport + spekingar

Blackburn á morgun