Everton 0 – Liverpool 2

Jæja! Okkar menn fóru á Goodison Park í dag og unnu gríðarlega óverðskuldaðan sigur 0-2 á Everton. Everton menn voru betri nánast allan tímann, en aldrei þessu vant þá var heppnin algjörlega okkar megin.

Rafa stillti upp sama liði og gegn Debrecen.

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascheran – Lucas
Kuyt – Gerrard – Aurelio
Ngog

Bekkurinn: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Riera, El Zhar, Skrtel, Kyrgiakos

Leikurinn byrjaði jafnt. Liverpool var talsvert meira með boltann, en fyrstu mínúturnar einkenndist leikurinn af miðjuþófi og mikilli baráttu. Á 9 mínútu komst Liverpool þó yfir nokkuð óvænt.

Insúa var með boltann vinstra megin, hann gaf hann á **Mascherano**, sem skaut boltanum. Í stað þess að slasa einhverja áhorfendur einsog vanalega þá fór boltinn í Yobo og þaðan í markið. Mikið heppnismark, en það taldi og Mascherano tók svakalegan sprett til Liverpool aðdáendanna. Frank Lampard hefði verið stoltur af þessu marki.

Eftir það var leikurinn algjörlega Everton manna. Þeir voru miklu meira með boltann, áttu miðjuna með húð og hár og sköpuðu sér talsverðan slatta af færum. Rússinn á vinstri kantinum klúraði dauðafæri og Jo skoraði heil tvö mörk, sem voru bæði dæmd réttilega af vegna rangstæðu.

Spil Liverpool var dapurt. Ekkert kom útúr köntunum. Aurelio virkaði einsog hann væri ekki inná og ekkert kom upp hægri kantinn, nema þegar að Glen Johnson fór uppað endamörkum og gaf fyrir á Insúa, sem að skallaði að marki og Tim Howard varði glæsilega. Okkar eina færi í fyrri hálfleiknum. Ég var búinn að öskra á Kuyt að drulla sér uppað endamörkum í stað þess að keyra alltaf inná miðjuna, en það gerði lítið gagn.

0-1 fyrir okkar menn í hálfleik.

Ég var vongóður um að Rafa myndi messa yfir mönnum í hálfleik og þeir myndu koma og sýna Everton hvernig á að spila knattspyrnu. En svo fór ekki. Everton var eina liðið á vellinum og þeir áttu leikinn í seinni hálfleik líka. Ég sat nánast í fósturstellingunni á sófanum og beið bara eftir því að þeir myndu jafna. Á stundum voru þeir lygilega nálægt því. Reina grein nokkrum sinnum frábærlega inní leikinn, hvað stórkostlegast frá þeim Cahill og Fellaini. Hvernig belginn með afróið skoraði ekki úr því færi mun ég seint skilja. En Pepe Reina er jú snillingur.

Rafa gerði svo öllur að óvörum breytingar á liðinu þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Hann skipti út báðum kantmönnunum. Nákvæmlega það sem ég hafði verið að öskra á hann að gera allan tímann því að þeir Kuyt og Aurelio voru viðurstyggilega lélegir á köntunum. Í stað þeirra komu Riera og Yossi og Kuyt fór fram í staðinn fyrir Ngog. Við það breyttist spil okkar manna og þegar að tíu mínútur voru eftir þá náðu okkar menn að tryggja sér sigurinn. Gerrard vann boltann inní vítateig, gaf hann á Riera sem skaut mjög góðu skoti á marki sem að Howard varði beint til **Dirk Kuyt** sem að skaut boltanum í autt markið.

Og enn ótrúlegra þá héldu okkar menn leikinn út án þess að fá á sig mark. Í fyrsta skipti sem það gerist í deildinni síðan **TÓLFTA SEPTEMBER!**


?**Maður leiksins**: Ég hef varla séð ósanngjarnari sigur hjá Liverpool í marga mánuði. Everton var miklu betra lið í leiknum en við unnum. En hverju er ekki fokking sama? Það hefur ekkert gefið okkur neitt að vera betri í leikjum að undanförnu og ná ekki að vinna. Við áttum þetta alveg inni.

Liðið var slappt. Ngog sýndi lítið og Aurelio, Kuyt og Gerrard voru arfaslakir. Gerrard lítur út einsog algjör miðlungsleikmaður þessa dagana. Hann verður einfaldlega að drulla sér til að byrja að spila einsog maður. Lucas og Mascherano voru sæmilegir, en það hjálpaði þeim ekki að hafa svona gjörsamlega vonlausa framlínu fyrir framan sig sem tapaði boltanum í hvert skipti sem þeir fengu hann. Það var ánægjulegt að sjá Mascherano loksins skora og Lucas átti að fá víti í seinni hálfleik.

Vörnin var í lagi, hún hélt allavegana hreinu.

En það að við héldum hreinu í fyrsta skipti síðan í byrjun september var **Pepe Reina** að þakka (uppfært EÖE: ég gleymdi víst að við héldum hreinu gegn Man U. Það er svo lítið afrek að ég hafði gleymt því). Hann varði nokkrum sinnum ótrúlega og var öruggur í teignum. Hann var bjarti punkturinn í dag ásamt varamönnunum, sem gerðu meira á korteri en hinir gerði hinar 75 mínúturnar.


Núna erum við allt í einu komnir uppí fimmta sætið, fyrir ofan Aston Villa, Manchester City og Sunderland, sem að töpuðu öll stigum um helgina.

Þessari hrinu án sigurleiks hlaut að ljúka einhvern tímann. Við höfðum ekki unnið á útivelli í deildinni síðan gegn West Ham um miðjan september.

?Mér var nokk sama hvernig okkur tækist að vinna. Ég sagði það fyrir Birmingham leikinn að ég myndi þiggja eitt núll heppnis-sigur og það sama átti við í dag. Okkar menn þurftu á sigri að halda, hverju ljótur og fullur af heppni sem hann var. Ég átti aldrei von á því að við myndum ná okkur útúr þessari hrinu með 6-0 leik þar sem að allir léku vel. Það var ágætt að fá loksins heppnis-sigur. Núna verða okkar menn að nýta þetta búst sem að derby sigur gefur og setja saman hrinu af sigurleikjum í deildinni. Það hjálpar okkur lítið að horfa á töfluna þessa dagana, en ef menn sigra nokkra leiki í röð þá getum við vonandi farið að bera höfuðið aðeins hærra en undanfarið.

YNWA

90 Comments

  1. Fyrstur! Kominn tími til að heppnin félli okkar megin. Meira af þessu, takk fyrir!

  2. Virkilega mikilvæg stig, og alltaf gaman að vinna Everton. En mér fannst við ekki sannfærandi í þessum leik. Heppnin var með okkur, sem er mjög jákvætt. Því miður hefði þessi leikur alveg getað dottið Everton megin, ef það hefði ekki verið fyrir mann leiksins Pepe Reina. Gerrard var bara áhorfandi í þessum leik og það er nokkuð ljóst að hann er ekki fullkomlega match fit. Það hefði átt að skipta honum út af um miðjan seinni hálfleik. En þetta er nóg af neikvæðni, 3 dýrmæt stig og það sást á leikmönnunum hvað þetta skipti þá miklu. Brilliant.

  3. Fáum eina leikskýrslu sem nær að slá ryki í augu þeirra sem halda að allt sé í góðu lagi og nú sé þetta komið….

  4. Er það ekki lykilatriði í þessari umræðu að það skiptir engu máli hvernig við vinnum Everton svo lengi sem við vinnum þá. Jákvætt líka að klára leik með sigri , fá ekki á sig mark og drepa leikinn loks með marki númer tvo. Það er hægt að byggja á þessum sigri.

  5. geggjuð 3 stig, en ég hef aldrei séð Liverpool jafn ósannfærandi og í dag. En loksins unnum við leik sem við vorum klárlega lakari aðilinn.

  6. vorum heppnir að fá nokkuð úr þessum leik. en 3 stig kærkomin… og heppnin líka, langt síðan hún hefur kíkt í heimsókn.
    Verst þykir mér þessi varnarsinnaða miðja, en þrátt fyrir það á everton hellings færi, líklega af því við erum ekki að stjórna leiknum. En það kom þó með skiptimönnum, gott að fá þá inn. Tók annars varla eftir Agger í leiknum, er það ekki góðs viti, því hann er jú varnarmaður

  7. Vissulega hefði Everton getað skorað mörk í þessum leik og Reina varði stórkostlega en markvarslan hinum megin var líka mögnuð þegar Insúa skallaði í fyrri hálfleik. Þar hefði staðan verið 0-2 ef ekki væri fyrir markvörslu Howard. Svo áttum við að fá víti þegar brotið var á Lucas, þar hefði staðan geta orðið 0-3. Svo var mögnuð blokkering þegar Kuyt lagði boltann á N’gog sem var í dauðafæri – 0-4 !

    Það gengur ekki að telja bara upp sóknarfæri andstæðinganna en sleppa því sem Liverpool gerði.

  8. Sælir allir saman

    Mér fannst Everton ekkert skapa. nema einstaka aukaspyrnur. Heilt yfir var Liverpool með góð tök á þessum leik….
    Góður útisigur og 3 stig. Leiðinn liggur aftur upp. Það er ég sannfærður um.
    En það er staðreynd að Gerrard var hreint út sagt arfaslakur. Alveg hreint. Við getum það ekki til langframa. Gerrard verður að fara að stimpla sig til leiks.

    Góðar stundir

  9. Gerrard hlýtur að hafa verið meiddur/veikur. Hann hreyfði sig ekki, rölti bara um. Sjaldan séð hann svona dapran.

  10. Geir E

    Þroskað, áætla að þroskastig þitt varpi nokkuð góðu ljósi á þekkingu þína og skilning á knattspyrnu.

    Punktur

  11. Útisigur, 3 stig, höldum hreinu, og skorum. Mér er alveg sama hvernig við vinnum leiki, á meðan við potum inn einu marki, eða meira, og höldum hreinu, þá er ég ánægður 😉

    Takk Reina,maður leiksins, hélt okkur á floti í þessum leik.

    Næsta leik takk, annar útileikur, vill það sama þar, plús Torres og Aquilani.

    YNWA

  12. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hvað Liverpool geta spilað leiðinlega knattspyrnu, góð 3 stig en þetta verður mjög erfitt, tel okkur vera heppna ef við náum í evrópukeppni yfir höfuð á næsta ári.

  13. Nú gerðu everton liðið það sem Liv hefur verið að gera að undanförnu,,,, verið betri aðilinn en tapað,,þannig er nú það

  14. Sigur er sigur og gegn Everton eru það 3 stig sem skipta ÖLLU máli.

  15. Unnar Oddur:

    Ég sagði bara nákvæmlega það sem ég var að hugsa.

    Kemur skilning mínum á knattspyrnu ekkert við. Ætla ekki að ræða við þig um fótbolta því að greinilegt er að sama hvaða rök ég myndi mögulega koma með þá myndirðu soga þau ofan í svartholið sem neikvæðnin og svartsýnin þín er.

  16. Góður sigur á erfiðum útivelli!

    Í fyrsta skiptið í nokkrar vikur kíkti ég á stigatöfluna. Það segir ýmislegt um tímabilið okkar.

  17. Þetta var bara nákvæmlega það sem við þurftum á þessum tímapunkti. Það var enginn að fara að búast við áferðafallegum leik í dag. 3 stig er það sem skiptir öllu máli og vonandi meira búst en eftir Man Utd. sigurinn. Það er þó öllum ljóst að vandamálin eru svo sannarlega til staðar í leik okkar manna en það er samt möguleiki á að komast á beinu brautina. Með Aquilani. Með Torres. Með Gerrard í formi. Ef þeir fara að detta inn á næstunni þá verður hægt að ná rönni.

    Unnar Oddur: Ég held að engum hérna dyljist vandamálin sem Benítez og Liverpool standa frammi fyrir. Kíktu á umræðuna hérna undanfarnar vikur og prófaðu að meta það út frá því. Það er ekki þarmeð sagt að við getum ekki glaðst yfir einum scrappy sigri á erkifjendunum.

  18. Í dag er ég svo glaður, þvílík þjáning að horfa á leikinn, og þvílík gleði að leik loknum. Mér er sama þó að Liverpool muni spila svona út leiktímabilið, bara ef sömu úrslit verða alltaf.

  19. Hey Matti # 10, ekki vera að slá ryki í augun á okkur, því samkvæmt sumum þá er það alveg sama hvernig leikirnir fara hjá Liverpool þá erum við samt ömurlegir 🙂

    Annars segir leikskýrslan allt sem ég vildi segja 🙂

    Svo að lokum smá snilld frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni blaðamanni á visi.is

    “Javier Mascherano átti stóran þátt í fyrra marki Fylkis á 12. mínútu leiksins en skot hans breytti um stefnu á Joseph Yobo, varnarmanni Everton”

    Gaman að sjá að íþróttafréttamenn eru með hlutina á hreinu 🙂

  20. Það er mjög ánægjulegt að vinna leiki, þar sem liðið spilar illa. Sérstaklega Everton. Ætla ekki að kommenta frekar á leikinn, en það væri gaman að vita af hverju Benitez eyðir 20 kúlum í einhvern Ítala sem fær svo aldrei að spila.
    Hann hefði allt eins geta sleppt því að kaupa hann …

  21. fyrir mér var Masch og reina bestu menn liðsins, gaman að sjá masch spila með hjartanu í fyrsta sinn á tímabilinu.
    Lucas var fínn
    glen johnson fínn framávið en hleypi alltof oft framhjá sér í vörninni
    Carra & Agger sæmilegir, meiga þakka reina fyrir að fá ekki mörk á sig

    Gerrard var alveg týndur og var á gönguhraða um völlinn 80 % af leiknum í Derby leik!!
    ngog er langt frá því að vera nógu physical í svona leik
    Aurelio útá túni!!

  22. Fa cup draw

    Reading vs LIverpool

    þetta verður athyglisvert, 3 íslendingar hjá reading

    það verður gaman að sjá Gylfa sem hefur verið góður með reading í vetur

  23. Lucas var fínn og Mascherano góður en mér fannst samt Leifur Garðarsson bestur.

  24. Kærkominn sigur þrátt fyrir dapran leik. Verst þykir mer að allir bestu menn leiksins fyrir utan Reina voru í Everton liðinu. Væri alveg til í að fá Fellaini yfir enda leikmaður sem við þörfnumst sárlega, þó ekki væri nema fyrir það eitt að hafa einn mann í liðinu sem er að vinna einhverja skallabolta. Það vantar sárlega 3 öfluga skallamenn í þetta Liverpool lið enda er liðið i eilifum vandræðum i föstum leikatriðum.

    En vonum að þetta sé upphafið að langri sigurhrinu okkar manna.

  25. Fannst við gera það sem þurfti vinna Everton sem voru brjálaðir og ættluðu að sanna sig eftir tapið gegn Hull!!

    Margir menn frá hjá okkur og fannst við ná tökum á leiknum um leið og Kuyt fór á topp. Sannkallað counter-atack sigur sem var gameplanið og virkaði 100%

    Skíta veður erfið vika og við klárum Neverton og það var nánast aldrei í hættu.

    Flottur sigur og vonandi fær Ítalinn að spreyta sig næst,er svakalega spenntur fyrir honum 🙂

  26. STOLTURYFIR BARÁTTU OKKAR MANNA!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  27. Sigur er sigur … og hey: hver var það sem spáði Mascherano sem markaskorara??? He he he 🙂 Og svo hafði ég hinn markaskorarann nokkuð réttan … ergo: ég er hræðilegur í leikurinn.is – en ágætur stundum hér! 🙂

    Áfram Liverpool!

  28. Ég las það áðan að það mætti ekki nota íalann af því að hann er keyptur með lítilli útborgun og rest eftir því hve mikið hann leikur og hvernig hann stendur sig, og þar með vitum við það að það er ekki til peningur fyrir næstu útborgun og þá er ekki annað að gera en að láta drenginn bara horfa á Liverpool á tréverkinu. En mikið gott að landa þessum sigri og ekki skal ég gera lítið úr honum, en það er nokkuð ljóst að stigataflan lýgur ekki frekar en fyrri daginn og liðið er þar sem það á að vera í dag.En það er mikið eftir og ef hægt verður að byggja á þessum sigri (sem ég er alls ekki viss um) þá ætti leiðin að liggja upp á við.
    Maður leiksins var Reina og svo fannst mér leikur liðsins batna mikið við innáskiftingarnar.

  29. Tommi: ,,Ég las það áðan að það mætti ekki nota íalann af því að hann er keyptur með lítilli útborgun og rest eftir því hve mikið hann leikur og hvernig hann stendur sig, og þar með vitum við það að það er ekki til peningur fyrir næstu útborgun og þá er ekki annað að gera en að láta drenginn bara horfa á Liverpool á tréverkinu.” Finnst þér þetta líklegt? Þá hefði verið betra að kaupa manninn ekki!:-)

    Leikurinn var hefðbundinn ,,derby”leikur, endalaus barátta og lítið um merkilegt spil. En þetta hafðist og yfir því er sjálfsagt að gleðjast. Gerrard er augljóslega ekki í nægilega góðri leikæfingu efti meiðslin og hann átti ekki góðan leik. Það var hins vegar mjög jákvætt að meiðslapésarnir eru nú allir að verða leikfærir einn af öðrum og nú getur þetta bara verið uppávið hér eftir. En Reina var algerlega frábær!!!!

  30. Vá hvad vid vorum steingeldir sóknarlega, lágum alltof aftarlega og hreinlega budum Everton ad koma og sækja á okkur. Reina og Masch menn leiksins og Gerrard og Johnson skúrkarnir. Loksins komu alvöru skiptingar, Kuyt gerdi meira uppi á topp í 13 min heldur en N’gog allan leikinn. Gaman ad fá Riera aftur. Svo gladdist ég mjög ad sjá Masch kyssa Liv merkid eftir markid. Hann vill ekkert fara. Byggjum á thessu.

  31. Held að stöð2 sport geti sýnt aðeins meiri metnað en það að koma með Leif Garðarsson í stúdíó. Það hlýtur að vera ansi hæpið að fá inn mann sem á að kallast sérfræðingur í knattspyrnu en hefur samt ekkert annað gert á sínum þjálfaraferli en að eiðileggja bæði Fylkir og Víking + það að ver klappstýra fyrir Óla Jó hjá FH. Nú veit maður hver það var sem dældi öllum þessum kommentum inn Gras.is á sínum tíma, ég hélt í alvörunni að það hefðu verið krakkar að kítast. Maður á jú svona samtöl við félagana annað slægið en það er annað ákveðin vinakýtingur.

  32. Djöfulsins snilld var þetta. Allt annað að sjá liðið og allir að rífa sig upp! 🙂 Svo var ekkert verra að hafa Leibba Garðars og sjá fýluna í honum þegar leikurinn var búinn.
    Nú er Liverpool-sigurhrina að byrja. Við endum ekki neðar en þriðja sæti. Þið heyrðuð það hérna fyrst. 😀

    Ooooooog BERJAST!!!

  33. Gummi nr 32. Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því hvernig þetta er með ítalann . Þessi skýring er samt ekki neitt verri en aðrar sem maður hefur lesið t.d hér á þessu bloggi.

  34. LOKSINS féll eitthvað með okkur. Ég er enganvegin sammála því að þetta hafi verið ósanngjarn sigur. Everton voru vissulega betri aðilinn en ekkert eitthvað mikið betri samt. Tölfræðin var nokkurnveginn 50/50 þannig að það er ekki hægt að staðfest svona sisona !!

  35. Tommi það eru engin leyndarmál í tengslum við þessi kaup þar sem Roma er skráð á markað á Ítalíu. Þetta var þannig að Liverpool greiddi 17 milljónir út og svo getur þetta hækkað upp í 20 milljónir, en ef ég man rétt þá var það alfarið tengt árangri Liverpool á næstu árum og hefur ekkert með leikjafjölda hans að segja. (spurning hvort að næsta samsæriskenning sé þá að Rafa sé að spila svona illa því við höfum ekki efni á að borga bónusa fyrir góðan árangur 🙂

  36. Ömurlegur leikur hjá okkar mönnum en góður sigur engu að síður, Pepe Reina maður leiksins og Einar Örn, ekki ertu búinn að gleyma að við héldum hreinu gegn Man.Utd 25 október ?

  37. Svona eru þessar auka upphæðir varðandi Aquilani (umfram 17.1 M)

    • £255,000 for each time LFC reach the Champions League from 2010/11 – 2014/15.
    • £212,000 after Aquilani plays 35, 70, 105 and 140 games.
    • £850,000 if LFC win the Premier or Champions League before 2014.

    Mér fannst Mascherano standa uppúr í dag, átti nokkrar langar fínar sendingar út á kantana og braut niður ófáar sóknir Everton með stæl. Reina átti einnig frábæran leik og bjargaði vel þegar Cahill skallaði á rammann.

    Fannst Alan Wiley dómari ekki hafa nóg góð tók á leiknum, Fellanini átti klárlega að fá gult ef ekki rautt þegar hann skellti olnboganum í andlit Lucas. Cahill var einnig mjög heppinn að fá ekki gult og Heidinga átti fyrir lifandis löngu að vera búinn að fá gult spjald þegar hann loksins fékk spjaldið 5 mín fyrir leikslok.

  38. Ég ætla að vera sammála Mumma, því mér fannst Mascherano allt annað en þokkalegur í þessum leik. Hann var bara mjög góður og þetta er með betri leikjum hjá honum, það sem af er þessum vetri. Hann fær mitt stig í vali á manni leiksins. Það verður þó ekki tekið af Reina að hann stóð sig virkilega vel, og ég hef lengi verið á þeirri skoðun, að ég myndi ekki vilja hafa neinn annan markmann á milli stangana hjá okkur.

    En Gerrard er að valda mér talsverðum vonbrigðum þessa dagana, því miður.

    Insjallah…Carl Berg

  39. Góður sigur hjá okkar mönnum. Áttum hann kannski ekki skilið en svona er fótboltinn. Vorkenni Leifi Garðarssyni. Gerði sig að algjöru fífli með ummælum sínum eftir leikinn. Hann virkar á mig sem lítill kall.

  40. það er klárt mál að leikurinn í dag var ekki fallegur. hins vegar finnst mér óþarfi að segja að við höfum ekki átt neitt skilið úr leiknum. ekki fannst mér everton vera svona stórkostlegt að þeir ættu sigurinn skilinn. everton voru fannst mér lítið að ógna búrinu og það sem slapp í gegnum vörnina át reina. sumir hérna tala eins og everton hafi átt stjörnuleik en því fer fjær. leiðindaleikur þar sem okkar menn náðu að troða inn tveimur mörkum á meðan það markverðasta hjá everton strandaði á besta markmanni deildarinnar.

    djöfull er ljúft að taka sigur…maður var búinn að gleyma þessari tilfinningu!

    svo má geta þess að við erum taplausir í fjórum leikjum í röð:)

  41. …og já, ég er sammála ummælum hérna um leif garðarsson. eftir leik var þetta hreinlega óþægilegt. en óli kristjáns svaraði honum vel og hitti naglann á höfuðið með ýmislegt um gengi liverpool undanfarnar vikur.

  42. jæja
    til lukku með sigurinn.
    Það er ss búið að bjarga jólunum fyrir Benitez aðdáendur. Nú verðið þið saddir fram yfir áramót. Liðið má núna tapa því sem eftir er af árinu án þess að það hafi nein áhrif. Hann verður alltaf rétti maðurinn í starfið?
    Verði ykkur að góðu.

  43. Ótrúlegt alveg hreint að þegar United og Chelsea rétt merja sigra er það vegna þess að þeir eru með svo mikla breidd og hafa gæðin sín megin, en þegar það fellur í skaut Liverpool eru þeir bara heppnir aular sem duttu niður á sigurinn. Og jú auðvitað má ekki gleyma vonlausa stjóranum þeirra …

    Þessi “umfjöllun” eftir leikinn var auðvitað bara til skammar. Leifur Garðars gerði sig hreinlega bara að fífli, nánast með tárin í augunum. En flottur sigur og nákvæmlega það sem liðið þurfti. Smá trú á að heppnin getur vel fallið þeirra megin og gefur vonandi andlegt boost fyrir komandi átök því ekki má gleyma að næsti leikur gefur líka 3 stig

  44. Í dag unnum við erkifjendur okkar Everton 0-2, maður myndi halda að það væri ástæða til að gleðjast yfir sigrinum og jafnvel hélt ég að menn myndu hópast hérna inn til að fagna þessum langþráða sigri, en nei nei ,ekki aldeilis.

    Þegar ég er að skrifa þetta eru liðnir u.þ.b. 6 klt frá því að flautað var til leiksloka og nú eru komin 43 comment, 43! 🙂

    Í leiknum á undan leiknum í dag unnum við leik í CL en sá leikur dugði því miður ekki til að okkar elskaða kæmist uppúr riðlinum, menn eðlilega pirraðir þrátt fyrir sigurleik, aðeins 3 tímum eftir að þeim leik lauk voru komin hér á síðuna 73 comment, svo kom nótt og lítið var skrifað af commentun en skrifin héldu áfram morgunin eftir. Þegar þetta er skrifað eru komin 97 comment við leikskýrslu Debreceni og Liverpool.

    Þar áður var leikurinn sem fór Liverpool 2-2 Man City.
    6 tímum eftir þann leik voru komin 56 comment, og þegar þetta er skrifað stendur commentafjöldinn í 108!

    Fyrir leikinn gegn Man City var landsleikjahlé, en áður en það kom var leikur sem fór Liverpool 2–2 Birmingham. Það var eitthvað vesen á kop.is þannig að leikskýrsla kom seinna upp en vanalega og commentin eftir því.
    En 3 tímum eftir leikskýrsluna voru komin 61 comment svo kom nótt og en svo tóku menn aftur við sér um morguninn og núna stendur commenta talningin í 128!

    Tek einn leik í viðbót svo nenni ég ekki meiru 🙂

    Lyon 1–1 Liverpool
    3 tímum eftir leik voru komin 77 comment! Síðasta commentið um nóttina var skrifað kl 03:02! Það var comment # 87 sem er einmitt skrifað c.a 6 tímum eftir leik 🙂 Svo halda commentin áfram að berast strax um morguninn eftir og langt fram á næsta kvöld, alls 144 comment!

    Ég get auðvitað ekki sagt til um núna hversu mörg comment munu koma við þessafærslu á endanum en ég er nokkuð viss um að þau verða í færri kantinum.

    Ég ætla að láta þetta duga, en sorglega staðreyndin er sú að það væri hægt að rekja þetta til baka öll árin sem þetta frábæra Liverpool blogg hefur verið starfandi og undantekninga lítið ætti að sjást að þegar Liverpool vinnur þá er frekar rólegt hér í commentum, yfirleitt þessir sömu sem skrifa eitthvað í gleði sinni yfir góðum úrslitum.

    En hvað gerist svo þegar harðnar á dalnum, jú þá rjúka úr fylgsnum sínum stór hópur manna sem virðast þurfa að tjá tilfinningar sínar með því að úthrópa liðið sem þeir “styðja” svo heitt. Furðulegt helvíti alveg.

    Sad but true.

  45. Hafliði #48
    Varðandi þetta með komment eftir sigur- og tapleiki. Ég held það séu nokkrar eðlilegar skýringar á þessu. Helst t.d. sú skýring að menn finna oft frekar fyrir þörf til að tjá sig þegar þeim mislíkar e-ð. Maður er t.d. líklegri til að kvarta í afgreiðslustráknum á Bónus ef hann gerir mistök en að hrósa honum fyrir að stimpla allt rétt inn. Sumir eru kannski ósáttir við ansi margt, þrátt fyrir sigur (t.d. eins og þennan í dag) og vilja kannski ekki spilla gleðinni með því að benda á neikvæðar hliðar eða þá að taka þátt í henni og þykjast líða öðruvísi en þeim líður. Almennt er bara líklegra að menn tjái sig þegar þeim er heitt í hamsi, það gerist oftar þegar allt fer til fjandans. Ekkert skrítið eða óeðlilegt við það. Mér finnst helst kjánalegt að menn fárist yfir þessu, alltaf litið á það sem eðlilegan hlut að menn tjái hug sinn eftir eigin þörfum, frekar en þörfum annarra. Það er það sem aðgreinir okkur á þessari síðu, menn tjá sig mismikið, við mismunandi aðstæður og á misjafnan hátt. Er það ekki bara jákvætt? Kommentafjöldi einstkaklings á Kop.is segir svo ekkert til um hve mikið hann styður (gæsalappir óþarfar) sitt lið.

    En að leiknum. Sammála vali á manni leiksins. Pepe Reina var frábær í þessum leik. Mascherano fannst mér líka nokkuð góður, besti leikur hans í vetur að mínu mati. Aðrir voru minna áberandi góðir eða lélegir, fæstir að gera eitthvað minnisstætt á hvorn veginn sem var. Þó fannst mér Lucas alveg einstaklega lélegur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Og er ég ekki einn þeirra sem hef haft allt á hornum mér hvað hann varðar, hef trú á honum en í dag var hann bara verulega slakur.
    Everton fannst mér miklu betra liðið í fyrri hálfleik, en mér fannst þeir ekki betri í þeim seinni. Þá fannst mér þetta nokkuð jafnt bara og frekar að Liverpool væri í bílstjórasætinu, þó að aksturinn gengi bæði hægt og skrykkjótt.

    En sigur er alltaf verðskuldaður að mínu mati. Ef everton hefði skorað fleiri mörk en Liverpool, þá hefði sannarlega verið óréttlátt að skrá sigurinn okkar megin. En þeir gerðu það ekki. LFC vann sumsé verðskuldað, þó að liðið hafi verið lélegt megnið af leiknum.

  46. Ég heyrði nú ekki þessi ummæli eftir leik hjá Leifi Garðarssyni, né hvernig honum var svarað… getur einhver frætt mig um, hvað þar var í gangi, og hvað var sagt ?

    Carl Berg

  47. Ætli við fáum að sjá Aquilani eitthvað í næstu leikjum ?
    Þetta var kannski of hættulegur leikur fyrir hann að mati Benitez en það var líka leikurinn þar á undan þar sem að grasið var ekki 100% slétt.
    Og svo eigum við Blackburn næst og þeir eru þekktir fyrir grófan leik og þá eigum ekki von á honum heldur, kannski hann fái nokkrar mín á móti Fiorentina.
    Ég hefði viljað fá Aquilani inná í dag eftir að Kuyt kláraði leikinn fyrir okkur en það eins og Benitez hreinlega þori ekki að spila drengnum. Ef að hann er ekki tibúinn þá hefur hann ekkert að gera á bekkinn heldur.
    En ég er virkilega sáttur með þessi 3 stig í dag og vonandi að þeir byggi eitthvað upp núna.

  48. Afskaplega mikilvægur sigur í dag og eftir leiki helgarinnar finnst mér hlutirnir vera að detta á réttan veg.

    1. Okkar menn hafa nú haldið hreinu tvisvar í röð. Pepe Reina er náttúrulega stórkostlegur markmaður en ég var ósáttur við hann bæði gegn Birmingham og City. Markmenn eru til að bjarga svona baráttuleikjum og hann hefur fengið mikið “boozt” út úr deginum. Auðvitað öll varnarlínan líka! Everton spilar minnsta fótboltann af öllum liðum í deildinni, fara allt á skrokknum og geðveikinni og ég taldi algerlega ljóst að við yrðum í vandræðum gegn þeirra “hlaupa og djöflast” taktík. Auðvitað fengu þeir færi en við fengum þau líka.

    2. Aston Villa, Tottenham og City tapa öll stigum þessa helgi og við erum að færast að hlið þeirra. Margir hafa látið að því liggja að LFC bara verði himinn og haf á eftir þessum liðum. Ég hlakka bara til þegar við komum til baka og skiljum þau eftir.

    3. Grínið um að Arsenal eigi séns á að vera meistarar er hætt að verða fyndið. Auðvitað spila þeir á köflum fínan fótbolta, en eins og gegn City og United áður eiga þeir ekki séns í líkamlega sterka andstæðinga og það hlýtur að hafa verið mikið áfall á Emirates í kvöld. Við erum 2 stigum á eftir þeim. Nú hlýtur að koma bylgjan á Wenger. Eða?

    4. Everton er að komast á sinn rétta stað, neðan við miðja deild. Undanfarin ár hafa liðin átt erfitt með að ráða við liðið út af einum leikmanni, Mikel Arteta og reyndar átti Lescott einhvern þátt í þessu. Þegar eingöngu eru ruddar inná verður úr því ruddafótbolti. Ég viðurkenni alveg að ég var skíthræddur fyrir þennan leik vegna þess hve “léttir” við erum gegn þeim, en gott mál að verið er að koma blámönnunum aftur á sinn stað.

    Mig langar að gera athugasemd við gagnrýni á Gerrard karlinn. Hann er augljóslega að láta fara illa með sig fyrir málsstaðinn. Hann er “icon” í liðinu og það er meira sjálfstraust í því þegar hann er með. Hann er í mikilli meðferð milli leikja og mér finnst fullkomlega ósanngjarnt að krefjast þess að hann fari á kostum á verkjalyfjasprautum. Hann veit hver staðan er og mikilvægi þess að hann fari fyrstur inná völlinn. Það met ég við hann, mikils.

    Svo vill ég lýsa ánægju minni með Mascherano í dag. Vonandi fann hann Liverpool-hjartað sitt í dag, því hann er frábær leikmaður þegar þessi gállinn er á honum, líka gleðilegt að sjá Kuyt á réttum stað og klára það – hann þurfti á því að halda.

    Fyrst og fremst frábær sigur sem gleður mig afar mikið, mikilvægur uppá sjálfstraustið hjá okkar mönnum, svo er bara að taka Blackburn úti um næstu helgi og komast upp fyrir öll þessi “wannabe” lið og skilja þau eftir í rykinu þaðan frá!

    Svo er ekki til neins held ég að pirra sig á neikvæðni. Þeir sem eru pirraðir með að hafa unnið Everton á þennan hátt (hreinn viðbjóður að tapa leikjum þar sem maður telur sig hafa átt meira skilið) verða bara að lifa með því!

    Ég er þvílíkt himinsæll í kvöld!

  49. Svo hef ég áður rætt fréttaflutning Stöðvar 2 Sport 2 varðandi liðið okkar, það er í besta falli kjánalegt að láta Leif Garðarsson vin minn sitja í settinu eftir svona leiki.

    Gerir honum ekkert gott og auðvitað átti hann ekki að láta pirringinn fara svona með sig. En trúið mér, það verður alveg gaman að minna hann á þennan leik næst þegar ég rekst á hann, ekki síst í kjölfar gremjunnar sem var svo augljós!

  50. Ég missti líka af því sem Leifur sagði eftir leik, endilega fræðið okkur um það sem misstum af !

  51. Ragnar #54, Leifur sagði svo margt heimskulegt, enda brjálaður eftir tap sinna manna. Eitt af því sem hann sagði var að Liverpool myndi enda neðar en Everton í deildinni þetta tímabilið, þar sem Liverpool væri svo hrikalega slappt fótboltalið. Hann spáði Everton 5. sætinu í vor og okkur að mig minnir 7. eða 8. sætinu. Hvað svo sem verður, þá verðum við alla vega fyrir ofan Everton, það er ljóst!!!

    En Everton mega eiga það, þeir spiluðu betri fótbolta en við í dag, en það telur víst ekki.

  52. í mjög stuttu máli sagði leifur að liverpool hefði verið ömurlegt í leiknum og ekki átt neitt skilið. einnig sagði hann að andstæðingar liverpool ættu að óska þess heitt að rafa benitez yrði áfram stjóri því hann væri lélegur stjóri sem væri að keyra stórveldið í kaf. að lokum sagði hann að everton myndi enda í 5. sæti í vor en liverpool í 7.-8. sæti. þetta gerði hann allt með tárin í augunum og auðsjáanlega mjög pirraður.

    en leifur á samt sína góðu spretti í “settinu”. hann hefði þó aldrei átt að vera boðaður í þennan leik. það var glórulaust.

  53. Leifur og Óli voru bara fínir. það nennir engin að hlusta á eitthvað ástarhjal eftir svona leiki.

  54. Til hamingju með sigurinn !
    En hvað er að ykkur varðandi Leif Garðarsson, hefðuð þið verið sáttari ef hefðu mætt 2 Liverpool menn að ræða um leikinn.
    Afhverju má enginn koma með aðra skoðun og sýn á leiknum en það sem henntar ykkur Liverpool mönnum ?
    Ég sá leikinn og Everton voru miklu betri og fannst mér Liverpool spila illa og vera heppnir í leiknum, enn sýndu styrk að vinna leikinn.
    Liverpool er sjálfsagt næst vinsælasta lið í heimi í dag á eftir United þannig að Liverpool hefur marga málsvara bæði á svona síðum og svo líka innan íþróttafréttamanna.
    Mér fannst Leifur koma með skemmtilega sýn á leikinn og hann benti á að vissulega eru veikleikar í Liverpool, hann spáði Everton fyrir ofan Liverpool , ég er ekki sammála honum en skil ekki hvernig ykkur fynnst hann verða sér til skammar með því ?
    Gerið þið eitt fyrir mig ekki verða eins og United aðdáendur þar sem enginn má opna munninn til að hallmæla ykkar liði.
    Fótbolta snýst mikið um mismunandi skoðanir og þær ber að virða saman frá hverjum þær eru

  55. Leifur hefur nú hingað til verið þekktur fyrir allt annað en fagmennsku og raunsæi þegar kemur að “sérfræðiáliti” hans á stod2sport. Hann hefur hingað til gert lítið annað en að hampa Everton og drulla yfir Liverpool við hvert tækifæri sem býðst. Þetta þarf því ekki að koma mikið á óvart. Um leið og þeir félagar komu í mynd eftir leikinn var hann með mikinn reiðisvip og ég vissi að hann myndi segja eitthvað heimskulegt. Hann sagði m.a. að hann vonaði að Rafa myndi vera sem lengst áfram með Liverpool því undir hans stjórn myndi liðið einungis sökkva í skítinn. Svo spáði hann því að Liverpool myndi enda í um áttunda sæti í deildinni en Everton ekki neðar en fimmta. Sérlega málefnalegt og greinilegt að Leifur er ekki með neina minnimáttarkennd, og sannarlega maður sem kann að tapa sem sæmd! Þetta var bara allt saman mjög kjánalegt, en ekkert nýtt svosem svo ég skil ekki af hverju menn eru hissa yfir þessu.

    Það er afskaplega lítið um fagmennsku á stod2sport. Eini maðurinn sem eitthvað vit er í að mínu mati er Gummi Ben. Það er fyrir löngu búið að gefa út veiðileyfi á Rafa, og það er ótrúlegt að sjá hvernig þeir ná að troða honum inn í alla umræðu. Það geta verið upphitanir í gangi fyrir einhverja leiki sem koma Liverpool ekkert við, en einhvernveginn ná menn oft að blanda því inn í málið hvað Liverpool eru ömurlegir. Það er engu líkara en að menn séu með Liverpool á heilanum þarna. Á sama tíma virðist Wenger vera með friðhelgi þrátt fyrir að Rafa hafi náð betri árangri en hann undanfarin ár. Merkilegt. Ég hef það á tilfinningunni að ef Liverpool myndi vinna PL þá yrðu allir þarna svo miður sín að stod2sport yrði bara lögð niður.

  56. cityfan # 58 ég held að það séu allir sammála um það að leifur var ekki beint málefnalegur í útsendingui í dag langt í frá !!! hann varð sér bara til skammar og ekkert annað !!!! þegar maður borgar háar upphæðir fyrir áskrift til að geta horft á liðið sitt spila fótbolta þá vill maður helst vera laus við einhvern minnimáttar rembing í manni sem er greinilega ekki mikið fótbolta séní þó svo að hann vilji meina annað .. það að everton hafi verið betra liðið í dag skal ég samþykkja með öllu !! en það var annað sem maðurinn sagði sem á ekki heima í beinni útsendingu . svo einfalt er það bara !!

  57. cityfan – 58

    það má svo sannarlega hallmæla liverpool í beinni útsendingu. óli kristjáns benti á ýmsa vankanta hjá klúbbnum og það er í fínu lagi. þetta er hins vegar spurning um smá fagmennsku finnst mér. rúnar kristins og heimir guðjóns töluðu líka um liverpool í vikunni (eftir debrecen leikinn) og sögðu liverpool vera í bölvuðum vandræðum. ég sá ekkert að því og dettur ekki í hug að væla yfir því. þráðurinn í leifi er hins vegar frekar stuttur og ég skil hann í raun vel að hafa verið pirraður eftir leikinn í dag. everton átti meira skilið þrátt fyrir að eiga sigurinn ekkert endilega skilinn. hins vegar hefði verði rétt að telja upp á tíu og sitja aðeins á sér. en það er nú bara mín skoðun.

  58. City fan, fair point þó ég sé bara alls ekki sammála í tilviki Leifs Garðars. Hann er langt í i frá að tapa sér svona í bullinu í fyrsta skipt á stöð2sport. Leifur verður greinilega heitur hvort sem hans lið í íslenska eða enska er um að ræða og honum er ákaflega illa við að tapa sem oftar ekki skemmir fyrir honum.

    Það er svo varla ætlast til þess hér á Liverpool bloggsíðu að við förum að hrósa einhverjum Everton manni með minnimáttakend dauðans fyrir sitt innlegg í beinni útsendingu á fjölmörgum Liverpool leikjum (og ekki einu sinni Liverpool leikjum) þegar hann gerir lítið annað en að drulla þreyttu bulli út úr sér um liðið og klárlega þolir bara ekki Liverpool. Versti “spekingur” S2S að mínu mati.

    Annars ber Gummi Ben af þarna inni og ég væri til í að sjá Kidda Kærnested fá fleiri leiki (ef hann er þarna ennþá).

  59. Vel gert hjá liðinu að klára þennan leik og enn sannar Dirk Kuyt að hann kann að skora mörk þegar mikið liggur við. Það er alltaf gleðiefni að sigra Everton á útivelli.

    Ég bið samt um meira. Nú þarf að taka upp um sig brækurnar fyrir jólatörnina.

  60. Jæja !
    Ég er bara að reyna að benda á að hann Leifur sem ég by the way Þekki ekki neitt, sagði að honum fyndist Liverpool liðið slakt í þessum leik,
    og að hann spáði því að Everton yrði ofar en þeir í töflunni.
    Ég missti af því að hann hafi tapað sér í beinni útsendingu , einnig missti ég af því sem hann sagði og á ekki heima í beinni útsendingu.
    Ég get vel skilið að Leifur hafi sent út smá pílu til ykkar Liverpool manna ef þetta eru viðbrögðin, hversu margar einhliða umræður um Liverpool vs Everton leiki haldið þið að hann hafi hlustað á.
    Már finnst ekki málefnalegt að draga inn í umræðuna dómaraferil manns og dæma hann þannig óhæfann til að tjá sig um fótboltaleik í sjónvarpi, þá hljótið þið lang flestir og ég líka að vera ómarktækir í okkar skoðunum.
    Ef Liverpool kemst ekki í meistaradeildina að ári þá spái ég því að stod2 sport fari á hausinn svo margir eru Liverpool menn á landinu, þannig að ekki reyna að halda því fram að Liverpool fái ekki sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta er business bæði hér á landi og svo nátturulega Sky á Englandi.
    Manchester United,Arsenal og Liverpool eru nauðsyn að hafa í meistaradeildinni fyrir fjölmiðlana út um allt vegna áskrifta og þess vegna get ég fullyrt að flest allir íþróttafréttamenn séu á bæn í dag að byðja þess að Liverpool nái alla vegana 4 sæti í vor svo þeir haldi nú vinnu sinni.
    Púkinn í mér hefði rosalega gaman af því ef þessi 3 lið kæmust ekki í meistaradeildina og þá til að sjá hvernig yrði fjallað um það og hvernig aðdáendur liða eins og Liverpool myndu þrauka veturinn.
    Slagurinn um þessi 4 efstu sæti verður harðari en nokkru sinni fyrr spái ég og aldrei þessu vant eru all nokkur lið sem gætu blandað sér í báráttuna.
    Þið kæru Liverpool menn verðið bara að þola það að einhverjir rífi smá kjaft og talið niður ykkar lið, um það snýst þetta allt saman ekki satt . Trúið mér ef ykkur finnst Leifur hafa talað niður til Liverpool í gær hversu oft hefur þá verið trullað yfir og gert lítið úr liðum á borð við Everton og City á spjallborðum.
    Er þetta minnimáttarkennd já hugsanlega að einhverju leiti en allir hljóta að eiga rétt á sínum skoðunum og ættu alveg að geta staðið og fallið með þeim ekki satt ?

  61. Sælir félagar

    Ég ætlaði að segja aðeins meira en þetta í fyrri meldingunni en rak mig í einhvern takka og og ávarpið eitt og sér birtist.

    En að leiknum – ehum. Einhver ópsanngjarnasti stórsigur okkar manna sem ég hef orðið vitni að. En vonandi kemur það andlegu hliðinni í lag og svo hélt vörnin loksins þó það væri ömurlegt að horfa uppá hvað taugaveiklunin var mikil í henni.

    Loksins fékk Carra að spila meira en einn leik með sama miðverði og haldi Agger sér heilum þannig að einhver festa komist í vörnina fer hún að halda. Þá fara líka leikir að vinnast.

    Ég er helsáttur við niðurstöðu leiksins en frammistaða leikmanna var vægast sagt ömurleg og skáru sig engir þar úr nema Carra og Reina.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  62. Af hverju eru menn svona sannfærðir um að þetta hafi verið hrikalega ósanngjarnt? Getur verið að menn séu búnir að sökkva sér of mikið í neikvæðni?

    Þetta var vissulega ekki fallegur leikur og Everton fékk færi. En Liverpool fékk líka færi og tölfræði leiksins er ekki jafn einhliða og halda mætti af yfirlýsingum hér fyrir ofan.

    Hvort liðið haldið þið t.d. að hafi verið meira með boltann? Júbb, Liverpool 54.6%. Skot á rammann voru 6 á móti 5, Everton með einu fleira. Everton fékk sex hornspyrnur, Liverpool fjórar.

    Þetta var ekki sanngjarnasti sigur sögunnar, en þetta var heldur ekki sá ósanngjarnasti.

  63. City fan gott og vel, þú hlítur samt að átta þig á því að ef þú (Leifur) ætlar að vera með svona ómálefnalegar pillur (vera svona tapsár í beinni) þá færðu mjög eðlilega á þig gagnrýni á stöðum eins og þessum! Eins og þú bendir réttilega á þá höfum við nægan mannskap til að svara svona barnalegum pillum.

    Að fara út í að tala um feril hans sem dómari er auðvitað ekki rétt enda minnir að mig að hann hafi verið dómari í körfu (og hverjum er ekki sama um körfubolta!). Þess utan veit ég ekki betur en að sá ferill hafi verið mjög glæsilegur, þó það skipti auðvitað ekki máli þegar talað er um knattspyrnuleik milli Everton og Liverpool!

  64. Amen, Matti Nr. 67

    Það hefur þvílíkt verið talað upp þennan leik Everton og eins lítið gert úr leik okkar manna og hægt er! Þetta var leiðinlegur leikur og ekki góður hjá okkar mönnum, það féll loksins eitthvað með okkur sbr. fyrra markið, en come on þetta var ekki svona hræðilegt og hvað þá svona ósanngjarnt.

    Everton er með fínt og líkamlega sterkt lið og ansi upp fírað þegar þeir fá Liverpool í heimsókn á sinn heimavöll, sérstaklega Liverpool lið sem hefur ekki unnið í nokkrar vikur og m.a. tapað fyrir sundbolta. Samt vinnum við þetta 0-2 á útivelli, áttum að fá víti og að mínu mati var fautinn Felliani heppinn að klára leikinn. Everton skoraði tvö ólögleg mörk og Reina varði einu sinni á heimsmælikvarða… en lítið er talað um Howard er hann varði stórglæsilega frá Insúa.

    Við vorum verri aðilinn í leiknum, það gerist ekki mjög oft, en guð minn góður við vorum ekki svona voðalega heppnir.

  65. Babu !
    bara til að vera með eitt alveg á hreinu ég er ekki Leifur enda veit ég ekki hvað Manchester City kemur Leif Garðarsyni og Everton við annað er að ég meinnti þjálfaraferil ekki dómara.

    • Babu ! bara til að vera með eitt alveg á hreinu ég er ekki Leifur enda veit ég ekki hvað Manchester City kemur Leif Garðarsyni og Everton við annað er að ég meinnti þjálfaraferil ekki dómara.

    Ég hef ekki lesið öll ummælin og tók þetta sem svo að einhver hefði farið að draga dómaraferilinn hans inn í þetta, sem væri auðvitað rangt. Eins veit ég ekki hvar ég setti City inn í þessa umræðu og hvað þá hvenær ég sagði að þú værir Leifur!

    ahhhh

    • City fan gott og vel, þú hlítur samt að átta þig á því að ef þú (Leifur)

    haha skil þig núna, var alls ekki að meina þetta sem þig persónulega. Hefði líklega komið betur út hjá mér hefði ég sagt maður (Leifur)

  66. Sáu þið vítið sem Giggs fékk á móti munni hafnarinnar?
    Var þetta svipað eða alveg eins og þegar Lucas var felldur inn í teig?

  67. jæja ætli maður noti ekki bara gömlu klisjuna til að klára þetta 🙂 það er alltaf talað um að sterku liðin geti spilað illa og samt unnið þannig að þá flokkast liverpool sem sterkt lið 🙂 góðir tímar framundan jíhaaaaaaaaa !!!!!!

  68. 72: Gæti verið útskýringin á lélegu formi í vetur að hann sé einfaldlega 12. andstæðingurinn :)/15. andstæðingurinn gegn United því dómaratríóið er auðvitað á þeirra bandi.
    En tek undir með fólki að þetta var góður sigur og alls enginn heppni. Fengum á okkur 2-3 óásættanleg færi en við eigum eitt stk Reina og hví ekki að nýta okkur það. Vona innilega að þetta verði upphafið að góðu tímabili sem endar í 2-3 sæti, FA og UEFA plastdollunum. Fá svo Aquilani í gang, langar að sjá hann spila í 90 mín.

  69. Ég verð að spurja af því að ég finn þetta hvergi. Hvað var það sem Leifur sagði í þessu viðtali? Er að drepast úr forvitni!

  70. Er alveg aaaaagalega sáttur með að hafa lagt þetta bláa #%&$/%$ að velli og enn sáttari að heyra það að leifur garðars hafi tekið fýlukast í beinni (sem betur fer þó missti ég af því, nóg fyrir mig að vita af því). Hann hefur aldrei getað verið professional þegar kemur að “sérfræðiáliti” í settinu og því kemur þetta akkúrat ekkert á óvart.

    Varðandi leikinn sjálfan, þá vorum við bara einfaldlega ekki að spila vel, reyndar einn af okkar slakari leikjum á tímabilinu. En það skiptir mig persónulega alls engu máli þegar kemur að leikjum gegn þessu liði. Sigur er númer 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 fyrir mér. Ég hreinlega ÞOLI EKKI þegar við vinnum þá ekki og því var ég í skýjunum eftir leik.

    Það breytir þó ekki að það er ennþá margt að hjá okkar mönnum. Ekki margir sem komust vel frá leiknum og mér fannst til að mynda Lucas, eiga einn sinn allra slakasta leik á tímabilnu. Það var þó enginn slakari en fyrirliðinn okkar, og þó hann eigi svo sannarlega margt inni hjá okkur, þá vil ég fara að sjá drápseðlið aftur í honum. Við einfaldlega megum ekki við því að hafa hann bara á röltinu í leikjum og það kom mér mjög á óvart að sjá hversu áhugalaus hann var oft í leiknum, og þetta var fokkings derby leikur.

    Masch var frábær, sem og Reina. Það var alveg vitað mál fyrir leikinn að hann yrði erfiður. Útileikur á Goodison er sjaldnast auðveldur og við eigum oft í ströggli með svona lið, mun hávaxnara en okkar lið og beita endalaust háum boltum á belgíska undrið og þann ástralska (sem btw. er sá leikmaður sem kemur næst í röðinni fyrir aftan Drogba sem ég þoli hreinlega ekki).

    Ég held að markið sem Dirk skoraði í restina gæti gert honum hrikalega gott. Hann hefur verið slakur undanfarið og hann þurfti hreinlega á því að halda að setja hann loksins. Nú erum við loksins að komast á þann stað að geta stillt upp okkar besta liði. Ég hef trú á því að í næstu leikjum munum við sjá æ meira af Aquilani, sem og mönnum eins og Riera. Mér fannst leikurinn breytast mikið við að fá þá Yossi og Riera inn á völlinn í gær. Vandamál okkar lengstum þessa leiks var að geta ekki haldið helvítis boltanum innan liðsins, og það eru fáir jafn góðir á boltanum og þessir tveir síðast nefndu.

    Blackburn úti næst, svo Fiorentina og þar á eftir Arsenal. Nú er að byggja upp momentum og sjálfstraust fyrir leikinn gegn Arsenal, og þá er bara allt hægt í þessu (nema kannski að velta Chelsea úr sessi). Ég hef fulla trú á verkefnunum sem framundan eru. Sigrar gegn grönnum okkar gefa moral boost, ekki spurning. Nú er bara að nýta það og komast á gott “rönn”. Stóra breytingin núna er að við höfum haldið hreinu í heila 2 leiki, það er lykillinn að frekari sigrum.

  71. Sælir félagar

    Ég er sammála SSteini að það er ömurlegt að tapa fyrir Everton. En að öðru leyti er mér ekkert illa við nágrannana. Ég kynntist því þegar ég var nokkrar vikur úti í Liverpool að það eru fylgismenn beggja liða í flestum fjölskyldum. Enda sjáum við ekki ósjaldan á leikjum liðanna að saman sitja bláir og rauðir alstaðar nema í endastúkunum. Sem sagt ég hata ekki Everton en ég hata að tapa fyrir þeim.

    Einu liðin sem ég hata í ensku deildinni eru MU og Chel$$$$. Ég hata þau lið frá toppi til táar og ég vil ekki sjá leikmenn sem hafa spilað með þessum liðum í búningi Liverpool. Samanber Paul Ince, ég þoldi hann aldrei.

    Hvað okkar menn varðar þá stóðu þeir sig vel að vinna þennan leik. Ef það er rétt sem Maggi segir að Gerrard hafi fórnað sér meiddum til að gefa liðinu móralskan stuðning þá finnst mér það flott. Ef til vill er rétt að segja að þetta hafi verið taktískur sigur hjá Rafa. Og aldrei þessu vant þá gengu sérkennilegar skiptingar hans upp núna.

    Það sem gladdi mig þó mest var að miðverðirnir og Reina slógu varla feilpúst í leiknum og það var það (ásamt mörkunum auðvitað) sem skóp þennan sigur. Ef Carra og Agger halda áfram að spila saman (les. ef Agger helst heill) þá munu sigrar liðsins koma á færibandi því sigur byggist á því að skora fleiri en andstæðingurinn og þar kemur vörnin sterklega tilskjalanna.

    Hitt er svo annað að leikur Johnson var frámunalega lélegur, bæði í vörn og sókn. Veit einhver hver ástæðan var. Er hann hálfmeiddur, er hann veikur eða var þetta bara einfaldlega ekki hans dagur? Gaman væri ef einhver vissi þetta.

    Annars bara þetta: Ef við getum spilað sömu vörn nánast án breytinga það sem eftir er tímabils þá mun okkur ganga vel. Enginn hluti liðs má eins illa við stöðugum mannaskiptum og vörnin.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  72. Sælir,

    góður sigur. Strákar það sést langa leið að Gerrard er að spila á miklum verkjalyfjum og gengur ekki heill til skógar. Hann sýnir þvílíkan karakter og ósérhlífni að spila þessa leiki að það hálfa væri nóg. Bara það að hann sé inni á vellinum, gerir það að verkum að mótherjinn leggur upp leikinn töluvert öðruvísi en ef hann væri þar ekki. Þetta veit drengurinn og fórnar sér fyrir liðið. Sannur fyrirliði og það er svo mikil synd ef hann nær ekki að vinna BPL-titilinn. Hann er að berjast við nárameiðsli og þó að maður hafi tekið eftir því í byrjun leiks að eitthvað var ekki í lagi að þá fór allur bati út um gluggann (þori ég að fullyrða) þegar honum skrikar til fótur eftir ca.15-20min. Vinsamlegast ekki leggja meira á herðar hans aðrir verða að fara stíga upp, og gerðu það með sóma í þessum leik, Captain Fantastic kemur dýrvitlaus til leiks þegar hann hefur jafnað sig á þessum meiðslum.

  73. Sælir.

    Ég sá ekki leikinn og er hálf lélegur að finna upplýsingar á netinu. Getiði sagt mér hvort Aquilani hafi spilað og hvort að maðurinn hafi verið sprækur..!
    Takk.

  74. Það er svo sem alveg skiljanlegt að sumir menn hafi ekki átt stórleik fyrir okkur enda rétt að skríða úr meiðslum.

    Gerrard played a full 90 minutes once again despite a lack of training in recent weeks due to a groin problem.

    Yossi Benayoun, Glen Johnson, Albert Riera, Daniel Agger and Fabio Aurelio also all featured following injuries.

    Benitez said: “Gerrard has found it hard. He has played three difficult games in a row without training for three weeks prior, and that is tough.

    “People have to understand that some players are trying very hard to help the team when they are not really fit. But they want to play, and their attitude is very positive.

    “Now we have a week of training, and I hope we will see a lot more of them fitter for the next game.”

    The boss added: “There are several players who maybe should not be out there at the moment. They are not fully fit, they are not training and they have injuries.

  75. Hérna er ágætisgrein um þetta mál

    How RAFA BENITEZ contradicted himself over ALBERTO AQUILANI’S fitness levels

    In an interview prior to the Everton game, the ever-cautious Rafa Benitez explained how the physical nature of the Premiership was the main reason Alberto Aquilani was persistently warming the bench. In the same interview, he blatantly contradicted himself over the state of the player’s fitness, something that arguably sheds light on the real reason the Italian is being held back.

    In the interview with the Liverpool Post, Benitez was asked about the level of Aquilani’s fitness, to which he declared:

    “The player is fit. He is training”.

    The player is FIT.

    It seems ridiculous to examine the meaning of unambiguous words, but I think it’s safe to assume that if Benitez says he’s fit, then he’s fit, right? What else does ‘the player is fit’ mean? It doesn’t mean he’s unfit, does it? In a footballing context, saying ‘the player is fit’ means he is strong enough to play football.

    Later in the interview, Benitez was asked whether Aquilani would feature in the Merseyside Derby, to which he replied:

    “The derby game is a physical one and everyone knows that when you are not fully fit they can be difficult to manage so you have to think about what’s best for the player and the best for the team.

    “He hasn’t played for months so he has to be ready and fully fit if he is to be able to play at the level that he can play in England”.

    So, in one breath Benitez says Aquilani is fit; in the next, he backtracks and suggests he’s not fully fit.

    Which one is it? Is Aquilani fit or not?!

    LFC superfans and the pro-Benitez brigade are trying their best to shout down anyone who questions the manager’s excessive caution over Aquilani, using excuses like ‘Benitez talks to the physios – you don’t’ and ‘He was rushed back by Roma so Liverpool are not making the same mistakes’.

    Liverpool fans have a right to question the club’s stance over Aquilani for the following reasons:

    • The constant moving of goal-posts re his recovery time.

    • The large fee being paid out for the player’s services.

    • The fact that Aquilani has been out of action for almost 9 months now.

    • The fact that almost 4 months into the season he is yet to make a league appearance.

    • The fact that Benitez’s decision to sign an injured player left a huge hole in the team, something that has contributed to the club’s horrible run of form over the last 3 months.

    • The fact that players who are seemingly MORE injured that Aquilani gets time on the pitch.

    Benitez’s contradiction concerns me because it suggests that:

    a) He is either not being entirely upfront about the nature and extent of Aquilani’s injury, or more likely:

    b) The player is fit and able to play but is not doing so because Benitez is being his usual ultra-cautious self, arguably to the detriment of the team.

    In the same interview, Benitez stated:

    “Why have I not been playing him? Because the games are so close that if you put a player on the pitch who is not physically ready [then] maybe he cannot settle down in time”.

    Another contradiction. If he is ‘not physically ready’ then how can he be fit?!

    Benitez added the following:

    “If it is 1-0 like it was the other day and they are attacking a bit more and you changed Lucas, Gerrard or Mascherano to play him, maybe you are making a mistake because you will lose the control. If we were winning 3-0 in the first half of every game he would be playing because it would be easier for him to settle down”.

    So – If it’s 1-0 and we are attacking more then it would be mistake to replace Lucas with Aquilani because Liverpool might ‘lose control’?!

    And the only time Aquilani is guaranteed playing time will be on the extremely rare occasions that Liverpool is winning 3-0 IN THE FIRST HALF of a game?!

    Does this make any logical sense to anyone? Of course, the pro-Benitez brigade will regale us with all kinds of convoluted reasons why this all makes sense, but the reality is clear to see: Aquilani’s continued absence from the team has nothing to do with his fitness levels and everything to do with Benitez’s ultra-cautious sensibilities.

    If Benitez was so worried that an injury-prone player like Aquilani might not be able to cut it physically in the Premiership, WHY DID HE SIGN HIM IN THE FIRST PLACE?

    Read more: http://www.liverpool-kop.com/2009/11/how-rafa-benitez-contradicted-himself.html#ixzz0YMqVevEg

  76. ÞHS 79, ég vil bara benda þér á það að orðatiltakið “að ganga ekki heill til skógar” þýðir að viðkomandi sé veikur á geði, það orðatiltæki á ekki að nota um meidda menn…allavega ekki Liverpoolmenn 😉

  77. Varðandi athugasemd 83.

    Aquilani er ómeiddur (hann er fit).
    Aquilani er ekki í neinu leikformi (hann er ekki fit).
    Það hefði verið brjálæði að byrja með hann á vellinum á móti Everton. Í stöðunni 1-0 í leik sem var ansi harður var ekkert vit í að segja hann inn á – nema fyrir Gerrard – og hvað hefðu menn sagt þá?

    The fact that almost 4 months into the season he is yet to make a league appearance.

    Þetta er rangt, hann kom inn á í leiknum á móti Birmingham. Gerði fátt af viti, leikurinn koðnaði eiginlega niður þegar Lucas fór útaf og Aquilani kom inn.

    Benitez added the following:

    “If it is 1-0 like it was the other day and they are attacking a bit more and you changed Lucas, Gerrard or Mascherano to play him, maybe you are making a mistake because you will lose the control. If we were winning 3-0 in the first half of every game he would be playing because it would be easier for him to settle down”.

    BINGÓ þetta er kjafni málsins.

    So – If it’s 1-0 and we are attacking more then it would be mistake to replace Lucas with Aquilani because Liverpool might ‘lose control’?!

    Hvenær hefur þetta gerst síðasta mánuðinn? Hvenær hefur Liverpool verið 1-0 yfir og með fulla stjórn á leiknum?

    Þessi grein er algjört sorp eins og svo margt annað sem skrifað er um Liverpool þessa dagana.

  78. 84

    “ÞHS 79, ég vil bara benda þér á það að orðatiltakið “að ganga ekki heill til skógar” þýðir að viðkomandi sé veikur á geði, það orðatiltæki á ekki að nota um meidda menn…allavega ekki Liverpoolmenn “

    Dóri Stóri; Þá vil ég bara benda þér á, að þetta er bara alls ekki rétt hjá þér. Því fer fjarri að ég ætli að breyta kop.is i einhverja íslenskufræði síðu, en rétt skal vera rétt og þetta orðatiltæki nær ekki eingöngu um þá sem eru veikir á geði.. bara alls ekki. Nánar er hægt að lesa um þetta svar eftir Guðrúnu Kvaran prófessor og forstöðumann orðabókar háskólans hér http://visindavefur.is/svar.php?id=6035 . Samkvæmt þessu er alveg tilvalið að nota þetta orðatiltæki um meidda eða slasaða menn.

    Insjallah…Carl Berg

  79. Matti, alveg rétt hjá þér, þessi grein er sorp eins og svo margt annað sem birtist á liverpool-kop.com þessa dagana, þar er fókus-inn hjá viðkomandi fyrst og fremst neikvæðni og aftur neikvæðni.

    Það er því ekki af ástæðulausu að pistlar eins og þessi eru farnir að birtast.

  80. Þessi liverpool-kop síða er eins og Mummi segir algjört sorp, bara það eitt að þessi bloggari virðist ekki hafa fyrir því að fara með rétt mál og ítrekað beygir hluti til og lýgur eða kýs að horfa framhjá staðreyndum, hefur gert þessa bloggsíðu að alverstu Liverpool FC tengdri síðu síðan Duncan Oldham var upp á sitt versta.

  81. Ég skil ekki menn þegar þeir eru að gagnrýna Gerrard fyrir að vera slappur í undanförnum leikjum. Þið verðið að taka með í dæmið að hann er alls ekki í 100% leikformi.

    Undarlegt, en Benitez skýrði frá því í dag að margir leikmenn LFC ættu frekar heima hjá sjúkraliðunum en inná velli.

    Það segir margt um ástandið.

    YNWA

  82. Smá þráðrán, ég vona að þið fyrirgefið það.

    Ég er augljóslega sammála öllum um að LFC séu ekki að standa sig eins vel og við vonuðum, eða eins vel og þeir ættu að gera. Ég skoðaði hins vegar síðustu 5 leiki í úrvalsdeildinni hjá þeim liðum sem ég tel okkur vera í samkeppni við. Hér eru tölurnar.

    Chelsea: 15

    Arsenal: 9

    United: 9

    Liverpool: 8

    Tottenham: 7

    Aston villa: 6

    Man city: 5

    Eins og sjá má erum við ekki bestir, og Chelsea eru á langbesta runninu. En við erum alls ekki lélegastir, og stöndum ekki nema stigi frá ManU og Arsenal, og ofar en Tottenham, Villa og City. Eins mikið og gagnrýni á liðið á rétt á sér akkúrat núna, getur verið að hún sé talsvert úr hófi, og ekki kannski í samræmi við gengi liðsins undanfarið?

Liðið á móti Everton

Stöð 2 Sport + spekingar