Viðtal: Ryan Babel hatar allt og alla

Í dag birtist í Liverpool Echo viðtal við Ryan Babel og það verður að segjast, ef þetta viðtal er ekki útúrsnúningur eða illa þýtt frá öðru tungumáli, þá var Ryan Babel einfaldlega að innsigla endalok sín sem leikmaður Liverpool.

Um Rafa Benítez segir Babel:

“I have tried to talk to the manager but it isn’t of any use [..] I couldn’t really do anything with the feedback Benitez gave me.”

Strike one.

Um loforð Rafa segir Babel:

“We have to trust he is telling the truth. Saying it is different to showing it. We have agreed to look at my situation during the winter break. If there’s no improvement then, I have to be honest, I want to play somewhere else.”

Strike two.

Um sjálfselsku hinna sóknarmannanna segir Babel:

“Normally I would pass the ball – now I take the shot myself more often. I see how they look at me with a face that says; ‘Hey I am free!’ [..] But I’m not going to explain it any further because they don’t give me any explanation when I ask for the ball.”

Lygi. Babel er einn eigingjarnasti leikmaður sem ég hef séð og hann fær mig aldrei til að trúa að hann sé örlátur leikmaður en Kuyt, Benayoun, Gerrard og hinir séu eigingjarnir. Strike three, you’re out!

En Babel er ekki hættur. Um Kuyt og spænskumælandi klíkuna segir Babel:

“Dirk Kuyt? I don’t really hang out with him. Dirk got accepted in the group of the Spanish-speaking players. He is very friendly with them and it looks as if he understands their jokes.”

Eitthvað pirraður út í Dirk, Ryan?

Allavega. Þetta viðtal er massíft. Ekki bara pirringur yfir því að fá ekki að spila heldur sakar hann Benítez um ýmislegt, sakar samherja sína um að vera eigingjarnir á velli og klikkir svo út með að lýsa því hvernig leikmennirnir skiptast í vinagrúppur og meira eða minna gefa í skyn að spænskumælandi leikmennirnir og Kuyt séu saman í klíku, eins og það útskýri hvers vegna Dirk fær að spila reglulega en hann ekki.

Ég skal þýða þetta viðtal yfir á íslensku mjög snögglega fyrir ykkur. Þýðingin er svona: Ryan Babel spilar ekki fleiri leiki í rauðri treyju og verður seldur eða lánaður í janúar.

Ótrúlegt. Ég held að Babel geti með réttu kallast stærstu vonbrigði Rafa á leikmannamarkaðnum.

70 Comments

 1. Ég skil sjálfur ekki af hverju Jerk Kuy fær að spila hverja einustu mínútu?

 2. Ekki saknar maður hæfileikana hans, annað mál um aurinn sem hverfur sem hefði getað nýst í einhvern mann sem actually kann að spila þá liðsíþrótt sem fótbolti er.

 3. Þetta viðtal er svo mikið bull. Það myndi enginn leikmaður koma fram og segja svona hluti. Hann hefur fengið nokkur tækifæri og fékk 2 leiki í röð núna og hefði eflaust fengið 3 ef hann hefði ekki meiðst. Babel er ekki svona heimskur.

 4. Ég vona að það reynist rétt að þetta sé bull, en á meðan það er ekki staðfest verðum við að taka viðtalinu sem staðreynd. Og ef það er staðreynd að Babel hafi gefið þetta viðtal á þessum tímapunkti segir það allt sem segja þarf, að mínu mati.

 5. Hann er aldeilis flottur á því.

  Hann getur bara sjálfum sér um kennt fyrir hans getuleysi. Hann varð snemma pirraður á að vera hent á bekkinn eftir sæmilegar frammistöður og hefur verið skugginn af sjálfum sér síðasta árið.

  Finnst samt sem áður ótrúlegt að leikmaður geti verið svo vitlaus að tala svona um liðið sitt og liðsfélaga við fjölmiðla.

 6. Ég vona svo sannarlega hans vegna að hann hafi ekki gefið þetta viðtal og að það sé uppspuni, en þar sem þetta er í The Echo, þá efast ég um að þetta sé bara bull. Maðurinn væri að skjóta sig í tánna með fallbyssu. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las þetta:

  “I still want to stay at Liverpool. I just have the feeling, for many people, I still have to prove myself. I think that is unjustified and a pity. I have shown I can do it plenty of times. I know I could be further in my career but if nobody helps you, if they don’t make it easier for you then it is difficult.”

  Skrítið að hann þurfi að sanna sig fyrir fólki. Spilandi leik eftir leik með hangandi haus, takandi kolrangar ákvarðanir og góðir leikir hans fyrir félagið eru ekki margir, hægt að telja þá með puttunum. Enginn að hjálpa greyinu, af hverju hjálpar hann sér ekki sjálfur með því að koma í leikina með rétt hugarfar.

 7. Ég er á því að það hefði vel verið hægt að fá meira úr þessum strák, af hverju fær hann ekki að spila 5-6 leiki í röð og annað hvort sanna sig sem leikmaður eða ekki.
  Þú aðlagast liðinu ekki ef þú spila 1-2 leiki í mánuði og jafnvel ekki heila leiki. Ég skil gremju hans ágætlega.

 8. Miðað við að það er menn í liðinu sem fá að spila alla leiki og gera ekki neitt. Tek Kuyt sem dæmi hann er virkilega duglegur en það kemur ekkert frá honum og ég vil fá inn betri kantmann í staðinn fyrir Kuyt.

 9. Ótrúlegt viðtal þetta.

  Fyrir mér var Babel líka notaður kolvitlaust, alltaf á vinstri kantinum?
  Ég held að allir hér hafi séð að það gengur ekki eftir nokkur tækifæri þar, hann fer alltaf bara inn í pakkann, inn í miðjuna, þar sem ALLIR eru. Meiðslin hans í síðasta leik komu eftir svipað moment þó tæklingin hjá De Jong hafi verið klárt brot. Einföld skæri, labba fram hjá hægri bakverðinum og krossa með vinstri frá endalínunni er miklu hættulegra en að rekja bara inn í varnarmennina og djúpu miðjumennina hjá andstæðingunum.

  Ef hann hefði spilað á hægri kantinum hefði hann frekar getað komið sér upp að endamörkum og krossað, man eftir einu þannig marki sem við skoruðum eftir að hann kom inn hægra megin. Hann er nefnilega það kraftmikill og á auðveld með að fara framhjá mönnum.

 10. Ég fórnaði mér á heimasíðu S*un og þar er hvorki sérstaklega merkt að hann hafi talað við snepilinn og ekki heldur sagt, “Babel told the Sun,” sem gjarnan er gert.

  Aftur á móti stendur þar: “RYAN BABEL last night rocked Liverpool by telling them: If things don’t improve, I’m off in January.

  Þetta “last night” finnst mér benda til að hann hafi verið í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð eða eitthvað slíkt. Þetta hefur svo vonandi verið þýtt þaðan í gegnum eitthvað rugl og algjörlega tekið úr samhengi, ekki í fyrsta skipti. Vonandi.

 11. Annars var Babel ógnandi þar til hann meiddist í síðasta leik, og eins og Andri segir þá er hann réttfættur en er reglulega notaður á vinstri kantinum, sem mér finnst nokkuð skrýtið.

 12. Eins og Hjalti fann ég að lokum EXCLUSIVE viðtalið við The Sun á heimasíðu þeirra. Linka ekki á það hér, en þar er m.a. að finna þennan gullmola sem er ekki nefndur í The ECHO:

  Blue isn’t the colour at Anfield – it is banned because of its association with city rivals Everton. And Babel finds the rule petty.

  He explained: “As a Liverpool player I can’t play in my blue Nike boots. They strongly discourage me from doing that.”

  “Blue is Everton’s colour and Liverpool and Everton are rivals in everything.”

  Sem sagt, ofan á allt annað sem er sagt í þessu viðtali er Babel nógu tillitslaus til að gefa The Sun einkaviðtal og skilur ekki hvers vegna það þarf að vera sjálfsögð regla að leikmenn Liverpool spili ekki í bláum skóm.

  Eins og ég sagði, ótrúlegt. Verst af þessu öllu eru þó ekki skórnir eða það sem hann segir um Rafa og samherja sína, heldur það að hann TALAÐI VIÐ THE SUN.

  Bless, Babel. Don’t let the door hit you on the way out …

 13. Maðurinn er bara að segja það sem hann þarf að segja til að komast í burtu… hef enga trú á þessum leikmanni…. hefðum átt að selja hann fyrir löngu síðan!

 14. Tek undir það að hann mætti fá 5-6 leiki í röð til þess að sanna sig. Kuyt, Lucas, Mascherano, Riera og fleiri hafa verið að spila með hausinn uppí rass……en hljóta endalausa þolinmæði frá Benitez.
  Ég skil virkilega vel að Babel sé orðinn pirraður á Benitez. Það skiptir engu máli þó hann hafi verið að koma inná og skora mörk. Hann er jafnharðann settur á bekkinn. Ég get alveg verið sammála að hann hefur ekki staðið undir væntingum og verið gríðarlega mistækur en ég minni á að leikmenn eins og Ronaldo, Henry og Adebayor voru að gera fullt af mistökum á sínu fyrsta ári í PL. Hver man ekki eftir ótrúlega tilgangslausum skærum Ronaldo, leikaraskap, eigigirni og hve lengi hann hékk á boltanum. Málið var að Ferguson leyfði honum að læra af mistökunum og braut hann ekki massivt niður líkt og Benitez hefur gert við Babel.

  Ég er alls ekki að segja að það sé rétt hjá Babel að fara þessa leið og væla opinberlega en ég get hins vegar skilið gremju hans. Hann kýs að fara þessa leið og með því er hann væntanlega að skrifa lokakafla sinn hjá Liverpool. Hins vegar ef þessi frétt á upptök sín í The Sun ber vissulega að taka þetta með fyrirvara.

 15. Þetta kemur frá sorpblaðinu The Sun og er en eitt dæmið um hvernig þeir reyna að hræra upp í stuðningsmönnum og eyðileggja stemninguna í kringum Liverpool og leikmenn þess þegar við erum að spila erfiða leiki, upp á líf og dauða!
  Sorglegt hvernig þessi breska pressa fær að vaða áfram og gjörsamlega taka leikmenn af lífi án þess þó að hafa nokkrar staðreyndir á bak við það.
  Þó svo að Babel virðist ekki allveg ganga á öllum er hann ekki svona skemmdur!

  YNWA

 16. Ég einfaldlega trúi varla orði af því sem fram kemur í þessu viðtali. Ég hef alltaf viljað sjá meira af Babel og er einn af þeim sem t.d. botna ekkert í því hvernig hægt er að hnoðast á Kuyt leik eftir leik en ekki einu sinni prufa Babel.
  En ef það er eitthvað satt í þessu viðtali þá er hann einfaldlega búinn. Fyrst sá ég þessa sögu reyndar vera komna úr viðtali við The S*n og það eitt og sér ætti að vera nóg fyrir menn sem vilja fara frá klúbbnum.

 17. Eins og ég nefndi um daginn, þá má ekki gleyma andlega þættinum í þessu, fótboltanum. Sumir tala um að gefa Babel fleiri sénsa, nokkra leiki í röð og svo framvegis. Við erum ekki með þessum manni á hverjum degi að æfa og miðað við það sem ég hef lesið núna og áður þá er þessi maður einfaldlega ekki með hausinn í lagi. Gæti það ekki spilað inn í? Held það.

  Held að það efist enginn um hæfileika Babel, en hausinn verður að fylgja með til að menn nái árangri.

 18. The SUN = Bull, rugl og algjört kaftæði

  Mín spá er að þetta viðtal sé uppsuni frá rótum. Væri ekki í fyrsta skiptið. Þeir vita að Babel er pirraður og spinna sögu í kringum það. Rusl blaðamennska.

 19. Ég mun ekki kveðja Babel með neinum sérstökum tárum, einnig mun ég ekki sakna þess að sjá hann valhoppa með boltann beint í skrokkinn á mótherjanum. En það verða auðvitað mikil vonbrigði að þessi stórefnilegi leikmaður nái ekki að sýna það sem búist var við af honum. En það mun halda áfram að gerast á meðan Rafa stýrir skútunni.

 20. Ef rétt er má gagnrýna manninn fyrir þetta. Hinsvegar er einn punktur sem mér þykir áhugaverður. Hann talar um spænsku klíkuna, ef að leikmenn eru farnir að skiptast niður í klíkur þá er ekkert skrítið að illa gangi að spila sem lið. Í hópastarfi þá er ekkert jafn eyðileggjandi eins og klíkur innan hópsins. Auðvitað er eðlilegt að sumir tali meira við aðra leikmenn og sérstaklega ef þeir tala sama tungumál og koma frá sama landi. Ef menn eru hinsvegar farnir að eiga mest samskipti við ákveðna leikmenn og ræða jafnvel lítið sem ekkert við aðra þá er voðinn vís. Þetta þekkja allir sem hafa upplifað svona stemningu.

 21. Það sem ég vildi sagt hafa. Í stuttu máli: Menn eiga að þjappa sér saman allir sem einn og vinna saman, sem HÓPUR ekki sem margir hópar.

 22. Nánast alltaf þegar Babel hefur komið inná í leikjum og skorað mark fær hann sér sæti á bekknum í næsta leik, það sama gerði Benitez við Robbie Keane. Skoraði Keane ekki 2 mörk í einhverjum leik og var svo ekki í hóp í næsta leik eða á bekkunm man það ekki. Ég tel að með öðrum þjálfara þá hefði Babel blómstað hjá Liverpool. Af hverju að hafa réttfættan mann á vinstri kantinum ? Ég hef séð Riera á hægri kantinum og það var örugglega sá versti sem ég hef séð hjá honum.
  Ég myndi vilja sjá Benitez prófa 4-4-2 með Babel og Torres saman frammi með Riera og Yossi á köntunum og Gerrard og Aquilani á miðjunni.
  Babel er ekki kantmaður heldur framherji en er aldrei notaður frammi nema í brot úr leikjum.

 23. Liverpool Bloggið
  íslensk aðdáendasíða besta liðs í heimi

  Þið verðið nú að hafa e-h annað slagorð fyrir síðuna ykkar þetta er ekki alveg að virka og hefur aldrei verið satt.

 24. Ef þetta viðtal er rétt er það dapurt og þá sérstaklega fyrir Babel sjálfan, “Það er oft betra að þeigja og vera álitin vittlaus, heldur en að tala og taka af allan vava”. Það er búið að tönglast á því hvað hann sé efnilegur, víst er að hann hefur átt góða spretti en hann hefur oftar en ekki ollið vonbrigðum. En svo er bara að bíða og sjá hvort þetta sé rétt.

 25. Það kemur allt fram í þessari umræðu sem þarf að koma fram…

  Skil ekki munin á því að spila Kuyt leik eftir leik … eftir leik …. eftir leik , þegar móttaka hans er verri en hjá bílskúrshurð og hann getur bókstaflega ekki neitt. En svo skiptir engu máli hvort Babel spilar vel eða illa (þó að góðu frammistöðurnar hans séu vissulega fáar), hann fær aldrei nokkra leiki í röð.

  Ef það er eitthvað til í þessu viðtali , sem ég held að það sé þar sem Echo er að birta þetta, þá er sú feita að syngja í þessum töluðu orðum. Vonandi fáum við sem mest af þessum peningum til baka.

 26. Sporti, ég get tekið undir með þér með að þarna ætti auðvitað að standa félag en ekki lið. Vertu annars úti.

 27. Ef þetta viðtal byggir á sannindum þá er það ekki til fyrirmyndar en væri kannski réttlætanlegt eftir að leikmaður er hættur. Að allt öðru tengt Babel kallinum. Mér finnst 18 og 27 með góða punkta varðandi hann. Hann hefur aldrei fengið almennilegt run og það hefur aldrei verið gert neitt til að byggja upp sjálfstraust hans, er það? Þegar hann hefur átt góða innkomu þá hefur hann undantekningarlaust verið kominn á bekkinn í næsta leik. Og athugið líka að það er misjafnt hvernig menn tikka, sbr. sumir virka sem squad players (dæmi Yossi), sumir sem super sub o.s.frv. Hvernig tikkar Babel? Er það ekki á ábyrgð Benitez að finna út úr því? Allavega, ég hef ekki heyrt neinn sálfræðing né alvöru þjálfara mæla því bót að byggja mann upp og finna út úr styrkleikum og veikleikum hans með því að láta hann spila eins og Babel hefur gert.

  Hinsvegar, ef Benitez telur hann óhæfan, þá ætti það að vera ljóst fyrir löngu og þá ætti að vera búið að selja hann eða lána fyrir löngu síðan. Það er síðan sér dæmi út af fyrir sig að láta leikmann spila sína bestu stöðu. Það besta sem við höfum séð frá Babel er þegar hann fékk að vera hægra megin á miðjunni…það versta þega hann er vinstra megin. Og hvar setur Benitez hann undantekningarlaust?

 28. Þessar athugsmendir eru út í hött hjá stráknum, ef sannar eru. Skulum samt ekki gleyma því að Babel hlýtur að vera þokkalega súr með að hafa meiðst snemma í síðasta leik, loksins þegar leit út fyrir að langþráð tækifæri um að fá að byrja nokkra leiki í röð leit út fyrir að vera að fara að rætast. Menn geta sagt ýmislegt þegar þeir eru fúlir……..viðurkenni reyndar að þetta lýtur út fyrir að vera soldið yfir strikið.

 29. Ef Babel sagði eitthvað annað við The Sun en “fuck off” þá skal hann æfa með unglingaliðinu þangað til hann verður seldur í janúar. Og hann fær ekki að spila eina sekúndu með aðal eða varaliðinu þangað til.

 30. Ég skil að vissu leyti þennan kór um að Babel hafi ekki fengið næg tækifæri og allt það. En málið er að hann hefur líka síðustu ár verið að spila fyrir hollenska landsliðið. Ef hann er svona ótrúlega vanmetinn leikmaður þá hljóta hollensku landsliðsþjálfararnir að sjá hversu mikill snillingur hann er og setja hann beint inní liðið þar sem hann brillerar.

  Nema að það hefur ekki gerst.

  Ekki frekar en það að Gerrard brilleri fyrir landsliðið eða að Torres nái sömu hæðum fyrir Spán og hann gerir fyrir Liverpool. Gæti það ekki líka þýtt að Benitez viti actually hvað hann er að gera? Allavegana stundum?

  Hefur Babel fengið færri tækifæri en aðrir? Já. En gæti það ekki verið einfaldlega vegna þess að hann er með lélegt attitude og á meðan menn einsog Kuyt gefa sig allavegana alla fram (hann hefur verið vara, vara fyrirliði sem segir væntanlega eitthvað um hans attitude) þá er Babel alltaf með hangandi haus ef eitthvað bjátar á.

 31. Loksins fékk maður að vita afhverju Kuyt er alltaf í liðinu sama hversu illa hann spilar! En hitt er nátturlega bara bull og vitleysa. Babel er kannski vitlaus en hann talar ekki svona illa um liðsfélaga sína. Ég bara neita að trúa því. Og þú hérna fyrir ofan, fótbolti snýst ekki um attitude. Þú þarft að vera góður í fótbolta og Dirk Kuyt er ekki góður, hann rétt slefar í að vera meðal leikmaður! En hann talar víst spænsku og þá fær hann að vera vara vara fyrirliði og spila alla leikina. frábært attitude hjá Benitez eða?

 32. Og að þú skulir að að Babel sé alltaf með lélegt attitude, veit nú ekki betur en að hann hafi verið kallaður super sup á síðustu leiktíð, kom yfirleitt alltaf inná af bekknum og skoraði. Svo var nú ekkert lélegt attitudið hjá honum í síðasta meistaradeildarleik á móti Lyon, kom af bekknum og skoraði! Rólegur á að alhæfa svona Einar Örn.. þú getur ekki bara sagt að hann sé alltaf með lélegt attitude!

 33. Babel spilaði 27 deildarleiki í fyrra. Skoraði 3 mörk. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að nokkrum manni hafi dottið í hug að kalla hann super sub…

 34. Þetta viðtal öskrar…,,lélegt attitude” Þannig að það sé á hreinu.

  Annars hef ég lengi viljað losnað við þennan leikmann og er alls óhræddur við að dásama Kuyt við hvert tækifæri.

  Babel er að mínu mati klassískt tilfelli um leikmann sem þjáist af ,,Cissé syndrome”. Þessi kvilll hefur plagað nokkra af okkar leikmönnum.

  Hann hefur fullt af líkamlegum hæfileikum, hraða og sprengju þá helst. En að sama skapi virðist leikskilningur og ákvarðanataka á vellinum vera í besta falli hlægileg. Með höfuðið límt í bringuna hleypur Babel sig inní öll vandræði sem hægt er að finna á fótboltavellinum. Þeir hafa verið nokkrir svona, Baros t.d. og svo auðvitað Cissé sjálfur, sem var stútfullur af líkamlegum hæfileikum.

  Ég er langt frá því að vera stuðningsmaður Rafa nr. 1. Reyndar held ég að hann sé komin á endastöð með liðið. En það hefur aldrei hvarlað að mér að gagnrýna Benitez fyrir að nota ekki Babel meira. Hann er að mínu mati bara alls ekki nóg og góður leikmaður. Ef eitthvað er þá mætti gagnrýna Rafa fyrir að hafa keypt þennan leikmann á 11 milljónir en ég ætla mér ekkert að gera það. Ég held að það sé erfitt að spotta ,,Cissé syndrome” og manni verður það ekki ljóst strax að leikmaður þjáist af þessum kvilla.

 35. Skrýtið að þú skulir minnast á Cisse, en má ég benda þér á það að þegar að Cisse sem sóknarmaður var hent á hægri kantinn þá skoraði hann samt um 20 mörk það tímabilið en var samt seldur, ætli hann líkt og Babel séu ekki nægilega góðir í vörn að mati Benitez ?

 36. Í það minnsta virðist Babel ekkert flýta sér að bera þessi ummæli til baka…

  Stóra fokkið í þessu er náttúrulega það að, Babel skuli tala við the fokking S**

  Og allur samanburður við Kuyt er náttúrulega út úr öllu korti. Kuyt hefur sýnt það og sannað hvernig hans attitud er inn og út.
  Babel hefur sáralítið sýnt nema hangadi haus, og einstaka tilburði til að reyna að labba í gegnum menn.

  Grellir 37# og #38
  Ég held að menn geti vel fullyrt um attítjútið hjá Babel. Ef það var nokkurn tíma vafamál, þá tekur hann af öll tvímæli með þessu viðtali.

  Annars finnst mér vælið um bláa bannið það allra besta 🙂
  Ef hann á í erfiðleikum með jafn einfalda reglu. Hvernig gengur honum þá með flóknari hluti?

  Að lokum vil ég taka dýpra í árina en Mummi #35.
  Babel á ekki að koma nálægt unglingaliðinu, varaliðinu né kvennaliðinu. Það á að taka svona menn og tjarga þá!!!!

 37. Já Cissé hafði gríðarlega líkamlega hæfileika og komst mjög oft í færi vegna þess. Hann var mjög fljótur og hafði ótrúlega sprengju. Ég var lengi mjög hrifinn af honum sem leikmanni. En það kom fljótlega í ljós að Cissé gat ekki unnið markmann einn á einn. Hann talaði um það í nær öllum viðtölum hvað hann leit upp til Henry og að hann reyndi sitt besta til að líkjast honum.

  Eitt aðalsmerki Henry einn á móti markmanni var að leggja boltan með öryggi framhjá honum. Cissé reyndi yfirleitt að myrða markmenn. Með augun límd við boltann hamraði hann af öllum lífs og sálar kröftum beint á markmanninn sem barðist við að ná aftur andanum eftir að hafa varið skotið.

  Auðvitað er ég að grínast pínulítið en samt ekki… Cissé gerði margt gott en var að um leið takmarkaður framherji.

 38. Grellir, þú þarft nú eitthvað að endurskoða skilgreiningar þínar á því hvað meðal leikmenn eru …

  Kuyt lék 51 leik í fyrra, skoraði í þeim 15 mörk, lagði upp önnur 10 og hefur á síðustu þremur heilu tímabilum með Liverpool aldrei skorað minna en 11 mörk á tímabili. Og notabene, síðustu árin hefur hann fyrst og fremst leikið sem hægri kantmaður. Mér þykir þetta bara vera hin fínasta tölfræði fyrir slíkan leikmann.

  Mér segir sá grunur að Kuyt séa vara vara fyrirliða fyrst og fremst vegna hans viðhorfs á vellinum, hann er alltaf á fullu, gefur 120% í hvern einasta leik. Slíkt er að sjálfsögðu til fyrirmyndar fyrir aðra leikmenn liðsins og er eitthvað sem Babel mætti endilega átta sig á.

 39. Er þetta ekki vandamál Liverpool? Klíkumyndanir og lélegur liðsandi? Liðið sýnir í það minnsta hroðalega tilburði innan vallar og lítið leikgleði í gangi.

  Þegar stórt er spurt……

  • Cissé gerði margt gott en var að um leið takmarkaður framherji.

  Cisse var hreint út sagt afskaplega takmarkaður framherji og mjög óheppninn með meiðsli hjá okkur. En vandamálið með hann var að hann er og hefur aldrei nokkurntíma verið nálægt því að vera nothæfur á hægri kanti. Hann hefur alltaf slysað inn mörkum sem framherji

 40. nokkur hræsni í nokkrum kommentum hérna.
  Menn kommenta hérna endalaust um vangetu helming liðsins, svo kemur Ba(re)bel og segir það sama þá er hann útskúfaður.
  En að sama skapi hlýtur maðurinn að átta sig á því að svona ummæli hjálpa honum ekki neitt… nema á transfer listann.
  Annars mætti kyut fara með honum þangað… eða bara í frjálsar íþróttir

 41. Júlían Dicks #40 og #43 er með þetta fyrir mig.

  Hef allar götur síðan Babel kom ekki þolað hugarástandið á kauða. Hann hefur aldrei haft Liverpool hjarta. Því miður… og það er búið að eyðileggja fyrir honum þvílíkt.

  Bless Babel.

  • nokkur hræsni í nokkrum kommentum hérna. Menn kommenta hérna endalaust um vangetu helming liðsins, svo kemur Ba(re)bel og segir það sama þá er hann útskúfaður.

  Eflaust, en það verður nú að teljst ansi mikið stór munur á því að vera stuðningsmaður og að vera leikmaður. Svona segir maður bara ekki og ég reyndar trúi því ekki ennþá að hann hafi sagt þetta.

 42. Ryan Babel er búinn með ALLA sénsana sína fyrir margt löngu síðan.
  Hann virkar alltaf ofur stressaður þegar hann kemur inná. GEFUR ALDREI BOLTANN og þá sjaldan hann reynir að gefa þá er það of seint og boltinn lendir á mótherja. Hvað Kyut snertir þá er hann búinn að skora örlítið meira, eiga fleiri stoðsendingar, spilað betur, og komið heilt yfir betur út en Babel. Hann er loyal og talar ekki illa um félagana í viðtölum, Þó að þeir hafi ekki gefið á hann. Bottom line: Babel virkar ekki fyrir Liverpool. Hann er ekki þess verður að fá að spila meira. Maður baktalar ekki þjálfarann og félagana í viðtali á Sun. Nema maður vilji losna strax.

 43. 50

  Hvað Kyut snertir þá er hann búinn að skora örlítið meira, eiga fleiri stoðsendingar, spilað betur, og komið heilt yfir betur út en Babel.

  Halló, Kuyt spilar allar mínútur á meðan Babel spilar sama sem ekki neitt. Lágmark að maðurinn skori þá meira og sendi fleiri stoðsendingar.

 44. Babel er eins og helmingurinn af Liverpool liðinu ekki mjög góður í fótbolta,en hann er greinilega líka alveg kolruglaður ef þetta viðtal er rétt eftir honum haft og þess vegna ætti hanni því líka að hafa leikið sinn síðasta leik fyrir LFC.
  Mér finnst samt eins og fleirum sem hér hafa tjáð sig að það er eitthvað það versta sem skeður í fótboltaliði ef að menn fara að mynda einhverjar klíkur og telja sjálfa sig á einhvern hátt betri en félagana . Það er greinilega eitthvað mikið að hjá okkar klúbbi , en það er bara einn sem ber ábyrgð á liðinu og hann heitir Rafa Benitez og vonandi að honum takist að laga ástandið og það væri ekki svo slæmt að byrja á því í kvöld !

 45. Babel er mjög hæfileikaríkur. Benitez nær ekki því besta úr honum því hann er alltaf á bekknum!
  Hvernig á leikmaður að ná upp sjálfstrausti ef hann fær ekki að spila reglulega?
  Þessi drengur mun brillera í öðru liði sjáiði bara til.

 46. Algerlega ljóst í mínum huga að lið eins og Liverpool getur ekki tekið til sín menn og “spilað þeim í stand”. Þegar þú færð tækifærið félagi, sannaðu þig þá!

  Insua og N’Gog nýjustu dæmin um menn sem hafa einfaldlega unnið vinnuna sína og sýnt fram á það að þeir eru þess virði að fá möguleika.

  Fótboltaþjálfun er ekki geimvísindi. Þú stjórnar æfingum, metur frammistöðu leikmanna þar og hugarfar. Velur svo það lið sem vinna á leikina.

  Ryan Babel hefur frá því hann kom fengið fleiri sénsa til að byrja með en t.d. Yossi Benayoun. Umræða um bestu leikstöðuna hans er líka sérstök. Hann spilaði vinstri framherja hjá Ajax og er að gera það með hollenska landsliðinu. Muniði t.d. át hans á Grétari frænda mínum Steinssyni? Á þá Liverpool að spila honum annars staðar?

  Til að ná meira frá honum?!?

  Bara alls ekki. Ljóst mál að leikmaður sem fer í The Sun og segist ekki skilja bann á bláum lit á æfingum LFC veit EKKERT hvar hann er og á að kveðja. Hins vegar held ég að það sé ekki hollt að láta hann stjórna þessu, legg til að hann verði sendur til Kirkby að æfa með unglingaliðinu fram á sumar eða þar til fæst almennilegt verð fyrir hann.

  Er kominn á stall með kjóum eins og El Hadji Diouf í mínum huga eftir daginn. Þvílíkur pappakassi!!!

  Eins og ég hef áður sagt sérðu best þegar illa gengur hverjir eru menn í að vinna sig í gegnum vandann. Carragher og Gerrard hafa síðustu daga talað um sína ábyrgð sem leikmenn og það hversu staðráðnir þeir eru í því að snúa dæminu við.

  Svoleiðis menn byggirðu liðið þitt á og losar þig við þá sem telja sig sjálfa mikilvægari en liðið. Dossena og Voronin augljóslega farnir að vinna í að fara til Ítalíu og Þýskalands, veri þeir sælir.

  En að mínu viti á að setja Babel sem fordæmi. Ef hann spilar aftur á Anfield mun hann fá stærsta baul í sögu félagsins sem heimaleikmaður….

 47. Þetta eru vissulega mjög fáránleg ummæli frá Babel og það við þetta ógeðis slúðurblað. Þetta bara hlýtur að vera tekið úr samhengi og smurt alveg rækilega á það til að láta Babel líta illa út og mynda klofning á milli liðsins sem er að fara í mjög erfiðan leik og jafnvel stuðningsmanna sem grípa þetta á lofti og vilja væntanlega hengja Babel (einhverjir).

  Ekki gleyma því strákar að The Sun er algjört viðbjóðs, ógeðis og ömurlegt sorp blað sem er ekki einu sinni lengur SELT Í LIVERPOOL BORG. Blaðið hefur ekki verið selt í Liverpool borg síðan að einhverjir blaðasnápar skrifuðu um að aðdáendur Liverpool liðsins höfðu hlaupið að þeim látnu eftir Hillsborough slysið og rænt þá af peningum, skartgripum og öllu lauslegu. Eftir það hefur blaðið ekki verið selt í borginni, The Sun hefur margoft sent afsökunarbeiðni og reynt að malda í móinn en sem betur fer hefur það ekki verið tekið gilt. Gjörsamlega viðbjóðslegt blað og enn og aftur eru þeir að skrifa skít um okkar ástkæra félag.

  Drasl.

 48. Babel er búinn að spila 105 leiki á tveimur og tæplega hálfu tímabili. 105 leiki!!! Þótt vissulega sé stór hluti þeirra sem varamaður, þá er það bara alveg sama, það er engan veginn hægt að segja að Babel sé ekki að fá sénsa. Málið er bara að þegar hann hefur fengið sénsana hefur hann verið að jafnaði hörmulegur.

 49. Kiddi (#56 og ofar) og fleiri hafa bent á það sem er aðalatriðið í þessu að mínu mati: Ef þið berið Babel saman við unga stráka eins og Insúa, Ngog og Lucas sjáið þið hvers vegna hann er ekki að slá í gegn. Þessir byrjuðu allir sem varaskeifur fyrir e-a aðra, komu inná í stöku leikjum og þess háttar, en hafa unnið vinnuna sína, sýnt rétta attitjúdið og eru fyrir vikið komnir verðskuldað í stærri rullu innan liðsins. Kannski væru Lucas og Insúa ekki að spila alla leiki ef Aquilani og Aurelio væru búnir að vera alveg heilir en samt, þeir hafa samt unnið sér inn sístækkandi rullu.

  Babel hefur spilað rúmlega 100 leiki, marga sem varamaður en marga sem byrjunarmaður líka, og eins og SSteinn segir eru frábærar frammistöður hans teljandi á fingrum annarrar handar þessi rúmlega tvö tímabil.

  Berið hann svo saman við Benayoun sem var eiginleg varaskeifa Babel og fleiri þegar þeir félagar komu á sama tíma til félagsins. Á meðan Babel nýtti ekki leikina sem hann fékk og virðist hafa sýnt lélegt hugarfar hefur Benayoun tekið sína sénsa, fyrst sem varaskeifa, svo sem super-sub og nú loks sem mikilvægur hlekkur í okkar sterkasta byrjunarliði. Menn geta ekki talað um að Benítez gefi aldrei varaskeifunum séns eða breyti aldrei um skoðun á leikmönnum þegar Benayoun er skýr sönnun þess andstæða.

  Berið Babel svo saman við meira og minna alla aðra leikmenn Liverpool í dag, menn sem hefðu vit á því að tala aldrei við The Sun eða reyna að fá að leika fyrir Liverpool í fokking bláum skóm. Þá ætti dæmið að liggja augljóst fyrir.

  Hæfileikaríkur leikmaður, eins og Cissé. En ekki með rétta attitjúdið fyrir LFC og því verður lítill söknuður af honum.

 50. Sælir félagar

  Ég trúi ekki að rétt sé eftir Babel haft. Ef svo er samt má hann fara til fjandans fyrir mér. Maður sem talar svona er í besta falli fífl og í versta falli fullkomið og óbjarganlegt fífl og hálviti. Ég veit ekki. Ef til vill er Babel annað hvort þó ég eigi erfitt með að trúa að menn geti verið svona vitlausir. Og þó 😉

  Það er nú þannig.

  YNWA

 51. Það er ótrúlegt þegar fólk kemur hérna inn og fer að rakka Kuyt. Hann var einn besti vængmaður deildarinnar í fyrra og algjör burðarás í okkar liði. Hann er þriðji markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeildinni frá upphafi, og er mjög nálægt því að komast fram úr Rush og í annað sætið. Hann gefur alltaf allt í leikina, meiðist sama og ekki neitt, aðlagar sig að breyttum aðstæðum og svona gæti ég lengi talið. Hann er ekki búinn að vera uppá sitt besta í vetur, en alls ekki lélegur, og ef út í það er farið þá eru þeir ekki margir leikmenn liverpool sem eru búinir að vera upp á sitt besta í vetur. Hann er og mun alltaf vera miklu betri leikmaður en Babel.

 52. Eru menn virkilega að halda því fram að það sé nóg fyrir stórklúbbinn okkar Liverpool að menn leggi sig 110% fram í leikjum til að halda sæti sínu? Eru hæfileikar virkilega engin krafa? Dirk Kuyt og Ryan Babel eru eins og svart og hvítt, annar er með hausinn í lagi en skortir hæfileika, hinn er með hæfileika en skortir hausinn. Það er bara bæði jafn slæmt!

  Burt með þá báða og málið er dautt. Fáum eins og einn í staðinn sem er bæði með hæfileika OG hausinn í lagi, ok?
  Og já já, komið með ræðuna hvað Dirk Kuyt er mikill vinnuhestur og ble fle bla blú. Hann er búinn að vera hörmulegri en Hr. Hörmulegur á þessu tímabili og menn lifa ekki á fornri frægð! Hananú!

  Áfram KS

 53. Sammála #59, ósammála #61

  Mér finnst Kuyt vera einn mikilvægasti maður í okkar liði og að MÍNU mati fásinna að halda því fram að hann sé hæfileikalaus. Ég held að Liverpool myndi fljótt finna fyrir því ef hann færi

 54. Óli B. (#61) – 15 mörk og 10 stoðsendingar á síðasta tímabili. Hugsaðu um það áður en þú kallar Kuyt aftur hæfileikalausan. M’kei?

 55. Þeir sem sjá ekki hversu mikilvægur leikmaður Kuyt er orðinn fyrir Liverpool hafa ekki hundsvit á fótbolta og ættu að einbeita sér að einhverju öðru eins og t.d keilu eða bingói í Vinabæ!

  Þetta viðtal við Babel bara hlýtur að vera uppspuni frá rótum, hef lengi talið hann hauslausan en hann er ekki svona heimskur, kannski svaraði Itjande spurningunum fyrir vin sinn Babel í þessu viðtali.
  Synd með svona leikmenn eins og Babel að hafa ekki meiri haus í þetta með svona mikla hæfileika og líkamlegt atgervi.

 56. Kristján Atli, það var á síðasta tímabili, á hann að fá að lifa á því endalaust? Þú veist það jafnvel og ég að hann er búinn að vera gjörsamlega ömurlegur í vetur. Það er frekar leiðinlegt að þurfa að gagnrýna hann svona því hann hefur gert margt fyrir Liverpool, ég vona svo sannarlega að hann skori þrennu í kvöld og troði þessu ofan í kokið á mér en í vetur hefur hann ekki getað neitt, það er staðreynd.

 57. Jæja með leiknum í kvöld er Aquilani búinn að fá 3 leiki til að sanna sig enn ekkert gert!!!*

  *þetta telst leikur hjá honum ekki satt?

 58. Lét mig hafa það að horfa á þessa hörmung. Guð minn góður þvílík lákúra. Og inn á skiptingarnar hjá Benitez. Nú myndi ég segja Bæ bæ Benitez,þó fyrr hefði verið.

  En áfram Liverpool!!!!!!!!!!!

 59. Vææl Puntur. Ég held að hann sé að reyna að lækka verðmiðan á sér svo hann geti farið heim. Það hefði verið gaman að sjá hvernig Shakley hefði tæklað þetta. Mín vegna má hann fara.

  Ég hef tekið eftir því að það vantar allt kemstrí í leikmenn í dag (fyrir utan Gerrard og Torres). Það er kannski fyrir þær orsakir að það er alltof mikið af allra landakvikindum sem tala ekki sama tungumálið.

  En það sem þeir verða að sjá að í fótbolta snýst þetta meira um að lesa leikinn og spila saman heldur en að rífa kjaft. það sem Alonso tók með sér að hann gat lesið leikinn mjög vel og gaf boltan út frá því, á menn í opnum svæðum, en ekki útaf því að Gerrard átti að taka boltan upp.

Debrecen á morgun!

Liðið komið – Johnson og Agger byrja!