Debreceni 0 – Liverpool 1

Þetta var stórskrýtin kvöldstund. Okkar menn fóru til Búdapest í Ungverjalandi og unnu **0-1 útisigur á Debreceni** í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar. Það var þó ekki allt sem þurfti til því Lyon þurftu einnig að gera okkur greiða og ná jafntefli eða sigri gegn Fiorentina á Ítalíu. Svo fór þó ekki, Fiorentina unnu 1-0 sigur og tryggðu sér fyrir vikið áframhald í Meistaradeildinni ásamt Lyon, á kostnað Liverpool.

Fyrst að leik okkar manna. Hann var dreplélegur. **David Ngog** (maður leiksins, sá eini sem ógnaði að einhverju viti) skoraði eina markið strax á fjórðu mínútu úr fyrstu sókn okkar manna en eftir það datt leikurinn niður í algjöran göngubolta. Debreceni-liðið var grútlélegt og gerði lítið annað en að hanga á þessari stöðu allan leikinn. Okkar menn stjórnuðu öllu úti á velli en voru svo steingeldir uppi við vítateig andstæðinganna að það hálfa væri nóg. Það var því nánast grátbroslegt þegar Debreceni voru næstum því búnir að refsa okkar mönnum fyrir sofandaháttinn undir lokin en Pepe Reina varði í tvígang – fyrst bylmingsskot (sem átti örugglega að vera fyrirgjöf) utan af hægri kanti og svo dauðadauðadauðafæri af vítapunktinum. Lokatölur 0-1 fyrir okkar menn.

Ef frammistaðan var skrýtin hjá okkar mönnum voru innáskiptingar Rafa ekki síður undarlegar. Ég hafði orð á því fyrir leikinn að bæði byrjunarliðið og bekkurinn væru frekar varnarsinnuð hjá Rafa og það kom á daginn. Aurelio var á vinstri kanti, og þótt hann sé góður bakvörður sem getur spilað á miðjunni er hann engan veginn sókndjarfur og því kom ekki mikill sóknarþungi þeim megin. Hinum megin hafði Johnson sig lítið í frammi og Kuyt gerði það sama og í undanförnum leikjum (les: ekki neitt) og því voru þetta á köflum bara Ngog og Gerrard að reyna eitthvað einir. Virkaði ekki.

Svo komu innáskiptingarnar. Rafa setti eina sóknarmanninn á bekknum, Benayoun, inná … en öllum að óvörum tók hann eina framherja liðsins, Ngog, útaf í staðinn! Ekki jókst sóknarþunginn við það. Svo undir lokin tók hann Aurelio útaf … fyrir Dossena. Alberto Aquilani var klár á bekknum og fékk svo heilar 40 sekúndur undir lokin, kom inná fyrir Gerrard (enn og aftur varnarsinnuð skipting).

Rafa setti þennan leik einfaldlega upp: stjórna honum, komast yfir snemma og halda svo hreinu. Eftir að við lentum yfir virtist liðinu ekki liggja mikið á að sækja, sóknarþunginn var enginn og allar þrjár skiptingar Rafa voru varnarsinnaðar og miðuðust að því að halda fengnum hlut. Kannski skiljanlegt í ljósi þess að þetta var í fyrsta sinn í ellefu eða tólf leikjum sem liðið heldur hreinu en engu að síður get ég ekki annað en lýst frati á svona hugsunarhátt. Við vorum í þeirri stöðu, ef Fiorentina hefðu bara gert jafntefli í kvöld, að fara fram úr þeim ítölsku í markatölu með 4-0 sigri eða stærra og gegn þessu dreplélega Debreceni-liði átti það klárlega að vera stefnan. En ekki hjá Rafa. Hann vildi stjórna þessu og vera varkár. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála um það, ég og Rafa.

Höfum það samt á hreinu að þessir tveir drepleiðinlegu 1-0 sigrar gegn Debreceni voru ekki það sem gerði út af við liðið í þessum riðli. Né heldur 1-1 jafnteflið á útivelli gegn Lyon. Það var svekkjandi að missa þann leik niður í jafntefli en það er engin skömm að ná aðeins einu stigi þar. Þessi riðill tapaðist í Flórens og svo þegar við létum Lyon rúlla yfir okkur á Anfield. Ef við hefðum bara náð jafntefli í þeim tveimur leikjum ættum við möguleika á því að vinna þennan riðil í dag. Hrikalega svekkjandi.

Hvað er næst? Úrslit kvöldsins þýða að Debreceni geta ekki náð okkur í þriðja sætinu og við komumst ekki upp í tvö efstu sætin. Það er því ljóst að Evrópudeildin bíður okkar manna eftir áramót, lokaleikur riðilsins gegn Fiorentina á Anfield er lítið annað en æfingaleikur úr þessu. Við erum s.s. úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, og það í nóvember. Eftir sitja baráttan um 4. sætið í deildinni, Evrópudeildin og enska bikarkeppnin. Fyrir áramót verður deildin hins vegar núna í 100% forgangi, vonum að það skili betri árangri en undanfarið.

Vonandi fær Aquilani að spila í Evrópudeildinni en áhugasamir geta njósnað um væntanlega mótherja okkar þegar leikið er þar á fimmtudagskvöldið.

Ég held ég grípi mér frekar bók að lesa.

97 Comments

 1. Evrópudeild! Here We Come. Ereggi allir ánægðir?

  Hvað er samt fokking málið með Aquilani, er hann ennþá meiddur og ef svo er hvað er hann að gera á bekknum eða er hann bara 20 milljón bunda bekkjardýr?

 2. Jæja nú hlýtur Benitez að fjúka, ennþá einn leikur eftir í riðlakeppni meistaradeildarinnar og við dottnir út…erum við etv. lenntir í sömu sporum og Leeds Utd forðum……………

 3. Hvernig er það ? Fer Liverpool inní 16 liða úrslit UEFA cup á þessu timabili þá eða hvernig virkar þetta?

 4. Vona svo sannarlega að menn reyni ekki að verja Benitez og kenna óheppni um árangurinn í Meistaradeildinni. Liðið er bara ekki nógu vel undirbúið og samansett. Það hefur verið talað um það í áraraðir að hann væri snillingur í Meistaradeildinni en kynni ekki á ensku deildina, virðist vera búinn að missa þetta á báðum stöðum núna,…

 5. Jæja drengir !!!!
  Sigur er sigur en Liverpool áttu lítið meira skilið úr þessum leik. Fannst frammistaða liðsins alls ekki til eftirbreytni. Alltof hægar sóknaruppbyggingar og lítið sem ekkert hugmyndaflug í sóknarleiknum okkar. Kuyt skemmdi allar hröðu sóknirnar okkar með því að hanga á boltanum og vera alltof alltof alltof lengi að senda hann frá sér. Er sammála mönnum að nú má hvíla hann í svona 2 leiki. Kuyt, Insua og Lucas voru arfaslakir í leiknum í kvöld og ollu mér svakalega miklum vonbrigðum. Enn og aftur sjáum við hvað Lucas er sóknarheftur. Daniel Agger gerði meira sóknarlega heldur en Lucas í þessum leik og sá síðarnefndi alltof lengi í öllum sínum aðgerðum og er lélegur sóknarlega séð. Nú er ég líka farinn að skilja menn með þetta skiptikerfi hjá Benitez. Hann gerði nákvæmlega ekkert til að reyna slátra þessum leik. Átti að mínu mati að taka út Insua, setja inn Benayoun og færa Aurelio í bakvörðinn. Hvað er það svo að gefa Aguilani 30 sekúndur ???? Vá hvað Insua er slakur fram á við, sæææææææææll. Ég held svei mér þá að N’gog hafi verið besti maður vallarins.

 6. 5 Ómar.

  Liverpool mun núna fara beint inní 32-liða úrslit Europa League ásamt hinum 7 liðunum sem lenda í þriðja sæti riðils síns. Sem er auðvitað bullandi kjánalegt og ósanngjarnt fyrir hin liðin í Europa League.

 7. Sælir félagar

  Ég er einn af þeim sem hafa alfarið neitað því að reka eigi Rafael Benites. Ég stend við það ennþá en ég verð að viðurkenna að eftir þennan leik sækja á mig efasemdir.

  Þegar L’pool var komið yfir mátti segja að jafnræði væri með liðunum nema smá part í upphafi seinni hálfleiks. Og svo í lokin var það einskær heppni að ungverjarnir jöfnuðu ekki.

  Manni er spurn. Hvað er að í motiveringu liðsins og stjórn þess. ‘a móti liði sem á að vera mörgum klössum neðar en L’pool detta okkar menn í vörn og algjöran skítaleik. Menn eins og Insua sem getur ekki blautan framávið er látin hanga inn á vellinum liðinu og sjálfum sér og Rafa til skammar. Lucas Leiva er fullkomlega sóknarheftur og gæti ekki skorað mark þó hann stæði einn á marklínu og enginn á vellinum nema hann. Miðjan fulkomlega ónýt framávið og ítalski sparibollinn kemur inná á 91. mínútu. Glæsileg sóknarhugsun hjá meistara Rafa.

  Skiptingar og þá pólitík alla er ekki ástæða til að ræða eina ferðina enn. Hún er fullkomlega óskiljanleg öllum, ég endurtek ÖLLUM nema ef til vill Rafa sjálfum og ég fullyrði að getur ekki útskýrt hana fyrir nokkrum manni.

  Sem sagt, þetta var skítaleikur. Ílla leikinn af okkar mönnum, fullkomlega karakterlaus spilamennska og mótivering og stjórn liðsins ömurleg.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Johnson bestur í slöku liði. Hvað er málið með að geta ekki sótt hratt upp völlinn??? Ég verð svo pirraður á þessum einnar snertingar sendingum til baka í stað þess að taka við helvítis boltanum og keyra á helvítis vörnina!!!! Er enginn annar sem tekur eftir þessari fáránlegu sóknaruppbyggingu?? Af hverju hlaupa menn ekki í svæðin?? það er engin hreyfing heldur er eins og menn bíði eftir því að vörnin stígi feilspor og ætla þá að gera eitthvað.

  Djöfull, helvíti og andskoti….

 9. OK, held við eigum þá smá möguleika á titli í uefa cup frekar en hinum sem eru í boði…..
  En það er hægt að horfa á það að við töpuðum 3 stigum á móti Lyon í uppbótatíma, þar fór meistaradeildin

 10. bæði Fiorentina og Lyon slátruðu þessu liði 4-0, við vorum ótrúlega heppnir að hafa náð sigri.

  Við áttum bara engan veginn skilið að fara áfram:/

 11. 13 algjörleg 100% sammála.

  Ótrúlegt hvað menn eru passívir og hreyfa sig lítið án bolta. Maðurinn með boltan hefur litla sem enga möguleika. Mætti halda að menn séu sektaðir um vikulaun fyrir að tapa boltanum sbr. allar sendingaranar afturábak.

 12. Ég er ekki frá því að ég deili reynslu minni af þessum leik með Lamba nr # 9. Svona spilamennska er ekki uppá bjóðandi.

  Masch, Lucas og Kuyt gætu ekki skapað mark þó þeir væri þrír gegn einum…. jafnvel þó þessi eini væri varnarveggurinn á hjólum sem maður æfir sig með í aukaspyrnum. Þvílík hörmung.

  Hægasti sóknarleikur frá upphafi fótboltans, þori að fullyrða það.

 13. Félagar

  Þetta lið á ekki séns í eitt né neitt eins og það er að spila núna. Við verðum bara að horfast í augu við það.

  Með menn eins og Insúa, Kuyt og Lucas spilandi af sömu gæðum og í kvöld mun étta lið varla hanga i efstu 10 í ensku. Hvað þá að’ það fari að gera einhverjar rósir annars staðar.

  Að horfa uppá leik liðsins í kvöld var kvöl og pína, full af skömmustutilfinningu og sárindum. Hvað er orðið af liðinu sem var í öðru sæti á síðustu leiktíð. Hvað er orðið af karakternum, leikgleðinni baráttunni sem kom þeim upp í annað sætið á fyrri leiktíð. Andskotinn sem maður bara skammast sín fyrir framistöðuna að öllu leyti.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Bara eitttttttt……

  Ég kenni RAFA ekki um þennann leik, við unnum jú 😀 …held því fram hér og nú að Fiorintina hafi mútað Lion!!!!! kæmi ekki á óvart!!!

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://www.kop.is

 15. Burt með Benites Burt með dirk kuyt Burt með Lucas Leiva Burt með Voronin Burt með Ryan Babel og þá getur endurreisnin byrjað

 16. Hólí móses hvað Dirk Kuyt var lélegur. Ætla menn í alvöru að verja þennann mann fram í rauðan dauðann af því hann var góður í fyrra? Það vantaði einhvern veginn allann hraða í sóknirnar hjá okkur og dóu þær flestar þegar meistari Kuyt fékk boltann. Þetta með Aquilani er eitthvað skrítið, sko Riera er frá í mánuð, um leið og hann er búinn að ná sér er hann settur í byrjunarliðið. Var Babel kannski ekkert að bulla með þessa “spænsku klíku” í LFC?

 17. Hvað er samt fokking málið með Aquilani, er hann ennþá meiddur og ef svo er hvað er hann að gera á bekknum eða er hann bara 20 milljón bunda bekkjardýr?

  Ég skil að mörgu leyti að Aquilani hafi ekki spilað í kvöld á þessum velli, sem leit vægast sagt hrikalega út. Þetta voru svo sem ekki slæm úrslit, en þessi riðill tapaðist á síðustu fimm mínútunum í leikjunum báðum gegn Lyon. En annars lékum við ekki vel í einum leik í Meistaradeildinni í ár og áttum svo sannarlega ekki skilið að komast áfram.

  Annars nenni ég varla að pirra mig lengur á þessu. Ég held að ég hafi tekið út mesta pirringinn í síðustu umferð. Þetta tímabil er einfaldlega algjörlega glatað. Það er ekki einu sinni gaman þegar að okkar menn vinna.

  Ég er að reyna að finna eitthvað jákvætt við það að detta útúr Meistaradeildinni núna, en ég get það bara ekki. Hefði þetta gerst í fyrra þá hefði maður horft á þetta sem semi-jákvæðan hlut því þá hefðum við getað einbeitt okkur að deildinni. En núna er hreinlega ómögulegt að finna eitthvað jákvætt við þetta.

  Best-case scenario: 3. sæti í deild og FA Cup. Worst-case: ég vil ekki einu sinni hugsa almennilega útí það. En þetta tímabil mun enda illa, verulega illa ef menn fara ekki að spila saman einsog lið.

 18. Spurning hvort að við getum ekki selt Aquilani í janúarglugganum, hann er jú stiginn upp úr meiðslum og ætti að vera meira virði þá?:Þ

 19. Nota bene, ég vissi ekki einu sinni að Aqilani hafði komið inná – var bara að lesa það núna í skýrslunni hjá KAR, var búinn að skipta yfir á Lyon leikinn á þeim tíma.

 20. Sorglegt að sjá Aqualani á bekknum leik eftir leik,hversu mikið þarf eiginlega að hvíla manninn…tek undir með sumum og segi að við áttum bara enganveginn skilið að fara áfram og er mér bara nokkuð létt…nú er ekkert eftir nema halda sér í deildinni 🙂

 21. Jess! Við unnum loksins leik! 2 sigar í síðustu 11 núna, þetta er að snarlagast!

  Það má redda þessu tímabili með að vinna FA og UEFA Cup og ná 2-3 sæti í deildinni. Ég held að liðið myndi snarlagast ef að Aquilina myndi actually fá að spila smá fótbolta með Liverpool! Ekki væri verra ef Torres myndi halda sér heilum 2 leiki í röð. Gerrard, Torres, Aquilani, Johnson Marcherano, Riera, og Yossi, ef þessir menn ná að spila saman nokkra leiki þá komumst við á gott skrið og reddum þessu tímabili.

  Við gerum bara betur í CL á næsta ári. Höfum staðið okkur mjög vel þar undanfarin ár, en því miður fórum við ekki langt í þeirri keppni í þetta sinn. Þá er bara að hysja upp um sig brækurnar og einbeita sér að þeim keppnum sem eftir eru, PL, FA og svo UEFA Cup sem er töluvert flottari en CL.

 22. Ég gæti sent þér margar hugmyndir að bóklestri, Kristján Atli. Tíminn fram að næstu Meistaradeild hljómar eins og fangelsisdómur. Og tíminn fram að næsta titli á Englandi – er það lífstíðardómur? Allir Púllarar eru brjálaðir, en svaka sælir þegar talið snýst að þjálfaranum, góða gæjanum Rafa sem hefur ekki THE KILLER INSTINCT sem þarf.

 23. Óttast að þetta hafi verið næst síðasti leikurinn hjá Liverpool í Cl í mjög langann tíma. Sé liðið ekki ná einu af 4 efstu þetta tímabilið sem hefur svo margvíslegar aukaverkanir. Það liggur við að maður taki sér frí frá fótboltaglápi þar til að við fáum alvöru mann í brúna er algjörlega búinn að fá ógeð á hr. Benitez. Það er nú þannig (þessi setning er stolin)

 24. Við skulum nú ekki segja að allir púllarar séu sælir þegar talið snýst að Benitez…eru það ekki aðalega þeir sem stjórna þessari síðu:)

 25. Ég get skilið að Benitez hafi ekki teflt fram Aquilani í þessum leik þar sem völlurinn var þungur og blautur. Ég ómögulega skilið af hverju hann setti hann inná í 40 sek. og tel það frekar niðurlægjandi fyrir viðkomandi leikmann. Hverju átti hann að breyta eða hvað átti hann að gera á 40 sek? Hefði verið betra að sleppa þessu eða henda inná einhverjum kjúkling í svona hlutverk.

  Annars bar þessi leikur þessa merki að það er ekki snefill af sjálfstrausti fyrir hendi í liðinu. Leikmenn þora ekki að halda boltanum eða taka frumkvæði. Óttinn við mistök er leikmönnum óyfirstíganlegur og menn geta þakkað fyrir að sóknarmaður Debrecen skaut í löppina á Reina undir lokin. Það frusu gjörsamlega allir í teignum síðustu sekúndurnar. Enginn þorði að fara uppí boltann sem datt innfyrir vörnina. Minnti óneitanlega á momentið þegar Lyon jafnaði gegn L’pool í Frakklandi.

  Stærsta verkefni Benitez á næstu vikum verður að blása sjálfstrausti í mannskapinn og það kemur ekki nema með sigrum. Það er mikið verk fyrir höndum.

 26. Kristján Atli.

  Ég er að lesa The Forest of the Hanged Foxes eftir finnska rithöfundinn Arto Paasilinna. Alveg brálæðislega fyndin bók…eftir Finna. Passar vel að klára hana í kvöld með viskíi án klaka. Ég mun síðan

 27. Ég er ekki mikill Rafa maður, og fer hann frekar í taugarnar á mér heldur en hitt. Þó er ég ekki á því að það egi að reka hann. Ég meina ef satt er að Liverpool þurfi að borga manninum svaðalegar upphæðir ef þeir reka hann. Þá held ég nú að það sé betra að hafa hann áfram, svei mér þá. Svo er það með spænsku klíkuna hún gæti farið með og ekki viljum við sjá á eftir Torres eða hvað? En svo ég komi mér að efninu, ein ástæðan fyrir því að ég hef efasemdir á manninum (og það er ekki að hann fagni ekki mörkum, þó mér finnist reyndar hjákátlegt að hann geti ekki sýnt að hann sé ánægður með sína menn) þá heyrði ég vital við hann sem var tekið eftir einhvern af fyrri leikjum í riðlakeppninni, og þar var hann að segja að fótbolti sé bara stærðfræði… STÆRÐFRÆÐI! djísus kræst, það er ekki nema von að leikur okkar manna sé svona rúðustrikaður.

  Æhhj ég lenti í því sama og Lambi hér að ofan.

  En að Evrópubikarnum, þá er það bikar og finnst ekkert að því að einbeita sér að honum úr þessu. Svo er séns á FA Cup líka þannig að reynum að finna ljósið þó að það sé frekar dauft.
  Lifið heilir.

 28. Bíddu, ef við vinnum UEFA cup þá erum við sigursælasta lið þeirra keppni! Það er nú jákvætt, það er eitthvað sem Arsenal, Chelsea og United geta ekki sagt!

 29. L´pool er einfaldlega að spila hundleiðinnlegan fótbolta og eiga ekki skilið að vinna neitt með þessari spilamennsku.

  Leikmennirnir virðast áhugalausir og hreyfigetan á liðinu er enginn.
  Að hlaupa í einfalda þríhyrninga og í eyður er ekki til staðar í dag (Houllier syndrom)
  Lucas og Masch geta ekki spilað framar á vellinum, hvort sem það er í hausnum á þeim eða í hausnum á Benítez veit ég ekki. Það má vel vera að Benítez stilli þessu einfaldlega svona upp, að þeir eigi ekki að taka meiri þátt í sóknarleiknum. En að vera með tvö varnarsinnaða leikmenn á miðjunni getur ekki verið vænlegt til árangurs. Þeir áttu báðir fleiri sendingar til baka heldur en fram á völlinn í kvöld.

  Debrecen lágu svo neðarlega á vellinum að það voru yfir 20 tækifæri til að hlaupa í eyður sem sköpuðust fyrir framan vörn þeirra en Lucas, sérstaklega, var ekki að nýta sér þetta og það var átakanlegt að sjá stundum frítt 10 metra radíus svæði milli varnar og miðju og engan Lucas til að taka við boltanum, ef að hann hefði 7,8% leikskilning þá væri kannski séns að hann nýtti sér þetta.

  Það er að koma betur og betur í ljós hvað þessir leikmenn eru ekki spilarar, þeir eru battar eða stopparar. Ég geri passlega ráð fyrir því að bæði Lyon og Fiorentína eru með spilara á sinni miðju og þar af leiðandi slátruðu þau þessu liði.

  Þetta var síðasti L´pool leikurinn sem ég horfi á í bili, það er bara hund helvíti LEIÐINNLEGT að horfa á þetta lið “spila” bolta í dag og ég hef margt annað betra við minn tíma að gera.

  Gangi mínum mönnum betur það sem eftir lifir af tímabilinu og góða skemmtun þið sem ætlið að láta bjóða ykkur uppá þennan gamlingja bolta.

 30. Ef menn eru að spá í þetta andleysi og hugmyndasnauðan sóknarleik og svo framvegis hjá okkar mönnum, þá er að það mín kenning að þetta hljótist af of miklum pælingum, útreikningum og taktík hjá Benítez. Gamli fótboltinn sem við þekkjum fær ekki að njóta sín. Læt þetta duga.

 31. Þjálfari = leikmenn = taktík : STÆRÐFRÆÐI.
  Stærðfærði = stuðningsmenn = áhorfendur: LEIÐINDI

 32. Var ekki búinn að commentið frá Kalla Ingólfs nr. 34. Stærðfræði etc. Þar liggur hundurinn grafinn og önnur útgáfa af því sem ég var að segja.

  Gleðin er farin úr boltanum hjá Poolurum og þá er þetta sjálfdautt.

  Auðvitað munum við vinna leiki þó að Rafa haldi áfram en come on…þetta er bara ömurlegt.

 33. Og má ég endilega gera því skil hér að við erum dottnir út úr Meistaradeildinni og búnir að missa af lestinni í baráttu um toppsætið í Úrvalsdeildinni.

  OG FOKKING NÓVEMER ER EKKI LIÐINN!!!

 34. “We’ve played fantastically well tonight and deserved the three points, so it’s disappointing that we won’t progress in the Champions League.”
  “Tonight’s performance was encouraging and we can build on that. We’ve got a lot of players coming back from injury so hopefully it’s onwards and upwards from here.”
  Actual quote frá Gerrard af opinberri heimasíðu LFC
  http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N166587091124-2221.htm

  Þetta kallast algjör afneitun og sorglegt ef Gerrard lítur á þetta sem góða frammistöðu. Þá er ekki mikill metnaður til staðar. Einnig kommentið frá Carra fyrr í dag að það væri enginn heimsendir (ca. skilaboðin) þó við dyttum út úr keppninni. Svo eru leikmenn og Benitez farnir að tala um að tryggja 4. sætið. Man einhver eftir umræðunni hjá leikmönnum fyrir tímabil um að stefnan væri sett á titilinn. Þetta er nánast uppgjöf. Fyrir utan það að við erum ekkert að fara vinna eitt né neitt með svona hugarfari og spilamennsku.

 35. Við áttum hvort er eð ekki séns í helv að vinna meistaradeildina. Frekar vil ég vinna evrópukeppni félagsliða en að detta út á mót Chelsea eða ManU í 16 eða 8 liða úrslitum.

  Held að þetta sé bara ágætt fyrir liðið. Við gætum auðveldlega endað tímabilið með fleiri titla en td ManU eða Arsenal.

 36. Sammála Einari Erni með það að leikur kvöldsins var ekki sá sem pirraði mann mest, við klúðrum þessu í uppbótartímum gegn Lyon.

  Hins vegar ítreka ég áðurnefndar skoðanir mínar um það að CL er ekki upphaf knattspyrnu og endir. Það skiptir mjög miklu máli að átta sig á því að það að spila ekki í Meistaradeildinni fram í maí hlýtur að þýða það að við sjáum hvers við söknum og mun þá gera það að verkum að allir hjá félaginu, þjálfarar, leikmenn og eigendur átta sig á því að til þess að ná árangri í þeirri keppni þarf mun sterkari hóp en er í dag. Því miður hefur árangur í Meistaradeildinni stundum blekkt menn í hugsun, þ.e. það að komast í 8 liða úrslit eða undanúrslit, því þá hafa seðlar komið í vasana.

  Fótbolti og peningar fer illa saman, eins og sést á öllum mútumálunum sem nú dynja á okkur!

  Annars fannst mér liðið í kvöld vera gott dæmi um lið sem ekki er með sjálfstraustið í lagi, byrjuðu fínt en fjöruðu út. Að því leytinu til var jákvætt að halda hreinu og vinna, þó ekki hafi það verið fallegt. Agger og Carragher klárlega hafsentaparið okkar nr. 1 held ég. N’Gog heldur svo áfram að sýna það að þar fer leikmaður sem mun nýtast. Fimmta mark félagsins í röð sem hann leikur aðalhlutverkið í og það er farið að líta út sem gjafverð sú milljón sem við greiddum fyrir hann.

  Svo vill ég nú bara benda JGS í #29 á að hann ætti nú kannski bara að lesa það sem við pennarnir hér skrifum um liðið okkar og stjórann, áður en að hann setur okkur í þann hatt að telja Rafael Benitez mikilvægari en Liverpool.

  Viðurkenni fúslega að það þreytir mig að þurfa stöðugt að verja það að ég telji það ekki liðinu til heilla á þessum tíma að róta upp öllu þjálfarateyminu, ég er ekki að hamast á mönnum hér að þeir séu haldnir hugsanavillu með því að vilja reka Rafa, þó ég sé því ekki sammála í dag.

  Hann verður auðvitað að sýna mér það á næstu dögum að hann snúi sjálfstrausti liðsins við og svo vill ég að eigendurnir sýni lit í janúar og hann versli rétta menn.

  Ef það virkar ekki er það sjálfgefið að leita þarf annað. Ég hef ekki oft séð það að lið græði ofboðslega mikið á því til lengri tíma að reka þjálfara á miðju tímabili, hef t.d. séð könnun þar sem það kom í ljós að þjálfari sem tekur við á slíkum tímapunkti nær í um 15% tilvika betri árangri, í 20% tilvika sama árangri en í 65% tilvika versnar árangur slíkra liða. Enda um að ræða þá leikmenn sem fyrri stjóri fékk til liðsins út á sína skoðun á knattspyrnu og inn í þann leikstíl.

  Í dag tel ég Benitez, Sammy Lee og Pellegrino nái því mesta út úr þeim hóp sem á Anfield spilar.

  Þannig að fyrir mína parta er ég að hugsa um Liverpool en ekki Rafa Benitez þegar ég lýsi þessari skoðun. Það að halda að ég sé haldinn einhverri blindri “Rafa-dýrkun” er bara helv***** kjaftæði sem ég pirra mig mikið á að þurfa að svara!

  Las viðtalið við Jamie Carragher fyrr í dag og hann nákvæmlega talaði eins og ég hef hugsað, þar fer maður sem er Liverpool hreinn í gegn og ég tel vita algerlega hvað félagið snýst um og er!

 37. Auðvitað er þetta hundfúllt, en þessi eru örlög Liverpool þetta seasonið, meiðsli leikmanna eru að mínu mati klárlega það sem hefur dregið úr okkur vígtennurnar. Að halda því fram að Rafael Benitez sé ónýtur þjálfari er heimskuleg fullyrðing að mínu mati, það skiptir ekki máli hvort þjálfarinn heitir Ferguson eða Wenger já eða Rafa Benitez, þegar svona meiðsla uppsöfnun slær hópinn þá er bara ekki von á góðu.

  Ef að lykilmenn okkar ná ekki að jafna sig að fullu af þessum meiðslum þá er ég ekki að sjá Liverpool fara langt í UEFA Cup því miður, því sú dolla er auðvitað alveg heilmikils virði.

  Svo verð ég að furða mig á þeim sem hingað koma og hneykslast á því að Liverpool skyldi ekki rúlla upp andstæðingnum, sem b.t.w. lá í vörn allan leikinn og svo í þessi örfáu skipti sem þeir komust upp að endamörkum virtist dagskipunin vera sú að reyna að fiska víti. Vallaraðstæður voru vægast sagt ekki góðar, mígandi rigning allan tímann, völlurinn rennandi blautur og mjúkur, og þess vegna virkuðu menn þungir og seinir (áhugalausir eins og sumir vilja kalla það).

  Og að lokum vil ég persónulega biðja ykkur sem hafa sagst vera hættir að fylgjast með Liverpool til lengri eða styttri tíma, að sleppa því þá líka að koma hingað og deila skoðunum ykkar með okkur hinum (auðvitað tala ég samt bara fyrir mig 🙂

  YNWA!

 38. Var ekki fúll yfir því að detta úr CL, ég var ógeðslega fúll yfir hreinlega ömurlegri spilamennsku okkar manna, var hrikalega pirraður yfir seinum og varnarsinnuðum skiptingum, pirraður yfir því meiri hluti sendinganna hjá okkar mönnum var í átt að markinu okkar!

  Ég hef alla tíð stutt Dirk kuyt, en hann var alveg hrikalegur, smella honum á bekknum og hugsanlega reyna eitthvað sókndjarfara! Þar sem við getum ekki treyst á það að fá á okkur engin mörk þá kannski reyna að skora aðeins fleiri!

  Annars er ég alveg sammála 42# þetta viðtal við Gerrard er alveg stórfurðulegt

 39. Vá hvað er ömurlegt að vera Púllari í dag! Væntingarnar fyrir leiktíðina hafa á undanförnum vikum verið traðkaðar svo svakalega niður í svaðið og niðurstaðan er hreinlega mestu vonbrigði mín sem Púllara helvíti mörg ár! Ég nenni ekki að tjá mig meira um liðið eða leikmenn þess enda eiga þeir það ekki skilið!

 40. Hvað er furðulegt við þetta sem Gerrard segir má ég spyrja?

  Liverpool algerlega yfirspilaði andstæðinginn og áttu sigurinn fyllilega skilið, var með milli 60-70% posession (hef það ekki alveg á hreinu) og svo segir hann að margir leikmenn séu að koma til baka úr meiðslum.

  Hvað af þessu er ekki rétt hjá fyrirliðanum?

 41. Skil samt ekki hvað menn eru að pirra sig á því sem gerðist á hliðarlínunni. Ég er mun pirraðri á því sem gerðist eða gerðist ekki inná vellinum!!!!!! Einhverjar skiptingar til eða frá breyta bara engu og sér í lagi þar sem við unnum leikinn.

 42. Hafliði,setur þú samasem merki milli þess að yfirspila lið og að vera með 60-70% posession ???

 43. Að vera með boltann í 60-70% og endalausar sendingar á milli manna aftarlega á vellinum hefur ekkert með góðan fótbolta eða yfirspila andstæðinginn að gera. Liverpool er svo steingelt fram á við að það er orðið vandræðalegt á að horfa. Liverpool er búið að vera með boltann þessi 60-70% í mörgum leikjum í vetur, það hefur bara ekkert að segja um getu liðsins til að vinna leiki. En það er gaman að sjá hvað menn geta fundið endalausar afsakanir fyrir lélegri spilamennsku:). Ég er allavega hættur að geta fundið afsökun fyrir þessari hörmung. Það er orðið ansi hart þegar félagarnir geta ekki æst mann lengur upp yfir tali um enska boltann. Maður er bara gjörsamlega orðlaus:(

 44. Eru menn ekki að fatta að skiptingin á Aguilani var til þess að tefja! Hann vildi ekki eiga hættu á að missa leikinn niður í jafntefli eins og svo oft áður á þessari leiktíð. Auk þess voru vallaraðstæður í kvöld stórhættulegar fyrir mann sem er búinn að kljást við öklameiðsli.

  En djöfull er lífið ljúft núna fyrir united menn 😉

 45. http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-tell-Rafa-Benitez-Your-job-is-safe-article232055.html

  Ekki til að nugga einu eða neinu, einfaldlega ljóst hvar línan liggur og á hreinu að CL er ekki endapunktur fótboltans hjá Liverpool.

  Svo finnst mér viðtalið við Gerrard einfaldlega sýna það að leikmennirnir töldu sig hafa ráðið leiknum við erfiðar aðstæður og að gleði ríkti í búningsklefanum eftir leik. Vonandi bara ýtir þessi sigur við leikmönnunum sjálfum og það er bara fínt að hann komi fram og segi, “Vinnum bara Evrópudeildina”.

  Því hún er auðvitað enginn framrúðubikar!

  En eins og Purslow segir þá er Liverpool Football Club búið að setja framtíð sínar í hendur Rafael Benitez að stærstum hluta og alveg morgunljóst að hann er ekki á leið að missa starfið sitt. Næsta pæling verður um það í fyrsta lagi í vor.

  Hvað sem öllum finnst um það……

 46. Það eina sem er athyglisvert núna er hvað gerist þegar leikmannaglugginn opnast. Fram að áramótum giska ég á að þetta hálfkák muni halda áfram en síðan muni liðið taka kipp. Rafa hefur alltaf náð að sparka þeim áfram seinni hluta timabilsins. Í fyrra drap janúar okkur en því miður er liðið búið að tapa öllum stórum draumum í ár. Janúar 2010 verður merkilegur mánuður. Þá sjáum við hvað er raunverulega í veskinu, hvort alvöru spilarar eru tilbúnir til að trúa á þetta því þetta fjallar auðvitað ekki allt um peninga.

  Þeir eru óteljandi leikmennirnir sem eru svona mitt á milli A-klassa og C-klassa í deildunum í Evrópu. Menn sem gætu alveg tekið skrefið. Að spjalla við “talent scout” er líklega það fróðlegasta sem flestar fótboltabullur gætu gert. Að þessu leyti vil ég ekki gefa Rafa upp á bátinn en það er auðvitað stórkostlegur galli að maðurinn getur ekki druslast til að leyfa þessum mönnum að spila, ungum leikmönnum, jafnvel þótt Liverpool sé 4-0 yfir. Þetta er hlutur sem hefur alltaf fengið mig til að efast um hann þrátt fyrir aðra greinilega hæfileika.

  Liverpool hefur grætt á orðspori sínu eins og öll stór lið. Torres hefði getað valið hvað sem er. Hann fengi meira borgað…víða. Þótt annað komi fram í fjölmiðlum um peninga, þótt ég sé alls ekki að gera lítið úr því, þá velja samt margir gæðaleikmenn að ganga til liðs við lið þar sem þeir spila fast og jú vissulega fá vel borgað. En enn meira borgað á bekknum einhvers staðar annars staðar.

  Ég vona bara að heppnin verði með Liverpool í janúar. Babel er farinn, útrætt mál. Ef það koma stór kaup, þá vil ég risastór kaup. Síðan vil ég eiginlega bara heppni, þessa mitt á milli spilara þar sem einn tekur skrefið upp í A-klassa.

 47. JGS, já í þessi tilfelli geri ég það, ég horfði á leikinn og sá Liverpool stjórna leiknum frá a-ö.

  Að við skyldum svo ekki skora fleiri mörk er svo önnur umræða 🙂

  Lárus. “endalausar sendingar á milli manna aftarlega á vellinum”
  Þú horfðir ekki á leikinn var það? Eða varstu með svartsýnis gleraugun á nefinu? 🙂

 48. ég horfði ekki einu sinni á þennan leik ég horfði á barca-inter og var lesandi á meðan það sýnir ahuga mans á meistaradeildinni þessa leiktíð og ég sem missti ekki af leik síðustu leiktið.það sem ég er buinn að lesa herna er þessar sendingar til baka fra masc og lucas ekki fram eins og alvöru fótbolta lið gera Hvað er það ? erum við ekki liverpool þetta er rosalega sorglegt að vera poolari og maður spyr sig nenna menn eins og reina torres gerrard og agger o.s.f.v að spila fyrir lið eins og liverpool þegar við endum í 10 sæti í deildinni og enginn evropu bikar.Og maður talar ekki um þegar lið eins og barca,madrid,inter,chelsea,milan,bayern fara að vilja kaupa leikmenn og sja heimsklassa menn á transfer lista á 50%afslætti

  Einn plús er að nuna tapa miklum peningum nuna svo eitthvað gott kom ur þessu og lika við faum allavegna að horfa á okkur í uefa því við mundum hvort sem er detta úr 16 liða urslitum

 49. Ekkert að því að leyfa honum að klára tímabilið,því það er hvort eð er ein brunarúst:)…skipta svo um gír…

 50. Elías Hrafn #56.
  “maður spyr sig nenna menn eins og reina torres gerrard og agger o.s.f.v að spila fyrir lið eins og liverpool þegar við endum í 10 sæti í deildinni og enginn evropu bikar”

  Bíddu er það ekki einmitt vandræðum þessara manna að kenna að við erum í þessari stöðu í dag (fyrir utan Reina) ? Heldurðu virkilega að þeir hugsi sem svo að þeir eigi engan þátt í þessu veseni öllu?

 51. Því miður eru það okkar örlög að detta út úr meistaradeildinni í kvöld og er ógeðslega fúllt. En ég ætla samt að halda áfram að styðja liðið og horfa á leiki liðsins með þá von í brjósti að liðið fari nú að rétta úr kútnum.
  Minni á að á sínum tíma var Ferguson í svipuðum vandræðum og vildu flestir aðdáendur MU hann burt en hann hélt sínu starfi og hefur síðan þá skilað ansi mörgum titlum í hús. Vonandi fara hlutirnir að ganga upp hjá okkur

  Áfram Liverpool

 52. Jú en comon þetta eru einhverjir gaukar sem þena miljónir í laun ef það er veifað ávísun framan í þá myndi flestir menn stökkva á hana á krepputímum þeir myndu nátturlega flýja sökkvandi skip
  en fokkk it sjáum hvað gerist í jan

 53. Menn eru að tala um að það sé svo dýrt að reka Benitez en hversu dýrt verður það að komast ekki einu sinni í meistaradeildina að ári? Ekki heldur fólk að þetta skítakerfi hans Benitez fari allt í einu að virka í næsta leik?
  Það þarf bara nýtt blóð þarna, punktur. LFC er þegar búið að tapa fullt af peningum(eða missa af) vegna þess að þeir eru dottnir út og tala ekki um ef liðið endar í 7-8 sæti í deildinni = Miklu minni peningur en að lenda í 1,2,3 eða 4 og enginn sjónvarpsréttarpeningur fyrir meistaradeildina. Leikmenn vilja þess vegna fara og liðið verður að miðlungsliði og eina sem gæti bjargað því væri ef það kæmu einhverjir Arabbabarar og keyptu klúbbinn.
  Lang ódýrast að reka Benitez því hvaða þjálfari sem er gæti gert stöðugt, solid sigurlið með þessum leikmönnum. GO LFC and GO AWAY BENITEZ

 54. Stelpur mínar 🙂

  Nú er þetta frá, og þá er bara að horfa fram á veginn…
  Það þarf ekki nema 2-3 umferðir í deildinni svo hún opnist aftur. Það er vel raunhæft eftir leiki næstu helgar verði bilið í Chelsea ekki nema 9 stig (Og við eigum Chelsea ennþá eftir heima).
  Reyndar gætu opnast gluggar eftir kvöldið í kvöld..
  Ég vil sjá Benitez taka “deildarbikars” taktík á Evrópudeildinna. Let’s face it, það verður mjög erfitt að gíra máttarstólpana upp í þessa leiki. Hví ekki að hvíla þá bara alveg, svo er líka að koma HM og um að gera að gefa mönnum verðskuldaða hvíld…
  Þá um leið gefst aukið ráðrúm til að gefa allt í botn í deildinni….

  Höfum trú á þessu strákar. Það hefur hana enginn fyrir okkur….

 55. 52 . afhverju er lífið ljúft hjá þér vinur ???? veit ekki betur en að þið horfið undir iljarnar á chelsea og munið gera í allan vetur !!!! þroski er töfraorðið í þínu tilfelli 😉 svo er það annað, var benitez búinn að segja þér að hann ætlaði að tefja tímann með aquilani skiptinguni ?????????? NEI VAR ÞAÐ NOKKUÐ !!!!!!!!!!!!!!! það er ekki nokkur leið að skilja manninn í sínum skiptingum og ég er alveg klár á því að ÞÚ skilur þær ekki !!

 56. Ég nenni varla að ræða þetta, liðið er hörmulegt um þessar mundir og að einhverjir séu að reyna að verja það finnst mér stórmerkilegt.

  Ég tek undir með nr 9 og þó svo að ég sé reglumaður verð ég að taka fram að mig langar í sama lyfjakokteil og Hafliði gleypti í kvöld, þá líður mér greinilega betur og sé leikinn í réttu ljósi.

 57. Verð að viðurkenna að allt það sem kemur fram í #62 vekur mér ekki gleði.

  Fótbolti og peningar eru ógeðsleg blanda, eins og er að koma í ljós auðvitað. “Budget” LFC miðaðist við að komast í riðlakeppni CL. Það hefur komið fram í kvöld hjá yfirmanni fjármála LFC að tveir heimaleikir í Evrópudeildinni skili jafn miklu og einn leikur í CL. Svo að með því að t.d. vinna Evrópudeildina myndum við þéna jafn mikið og að fara í undanúrslit CL.

  Ég t.d. vill frekar vinna Evrópudeildina en að detta út í undanúrslitum CL eða fyrr. Því mér líður mun betur að sjá Steven Gerrard lyfta bikar, en heyra það að LFC sé ríkara nú en áður!

  Skítakerfi Benitez er SAMA kerfið og náði besta deildarárangri LFC í rúmlega tuttugu ár, með nokkurn veginn sömu leikmönnum.

  Og eftirmælin. Vonandi gengur nógu illa til að moldríkir Arabar eignist félagið og leiki sér með það að vild, með því að kaupa fullt af leikmönnum á yfirverði fyrir skammvinnan árangur. Borga bara 24 millur fyrir Lescott og 18 fyrir Toure!!!

  Segi það aftur, allt eru þetta hlutir sem ég hrópa upp, ÓSAMMÁLA.

 58. Góður punktur maggi#66

  “Ég t.d. vill frekar vinna Evrópudeildina en að detta út í undanúrslitum CL eða fyrr. Því mér líður mun betur að sjá Steven Gerrard lyfta bikar, en heyra það að LFC sé ríkara nú en áður!”

  Ég var ekki búinn að sjá þetta svona 🙂

 59. Merkilegt fólk sem vill reka stjórann eftir sigur á útivelli í Meistaradeildinni.

  Varðandi undarlegar skiptingar. N’gog var alveg búinn á því, það sást langar leiðir. Kuyt er framherji sem spilar á kantinum og því ekkert óeðlilegt að skella honum fram í staðinn og setja annan leikmann á kantinn.

  Vinstri kanturinn var að galopnast undir lokin. Því fannst mér líka eðlilegt að skipta Aurelio, sem er að stíga upp úr meiðslum, útaf og setja Dossena inn á.

  Lokaskiptingin var einfaldlega til að tefja leikinn. Hversu skítt hefði verið að fá á sig (enn eitt) mark á lokasekúndum. 1-0 var ekki fallegur sigur en það var þó sigur og Liverpool átti smá séns. Þegar allt kemur til alls skipti þessu leikur nákvæmlega engu máli. Þetta tapaðist í leikjunum á móti Lyon og það er varla hægt að deila um að Liverpool liðið var ákaflega óheppið í þeim leikjum.

 60. maggi # 66 “nokkurnveginn sömu leikmönnum” er setning sem þú ættir að skoða aðeins betur afþví að þetta nokkurnveginn er algjörlega búið að rústa þessu liði !!!!!!! og já eins og þeir spila þessa daganna þá er þetta skítakerfi sem benitez lætur þá spila !

 61. Alonso og Arbeloa út. Vildu báðir fara heim.

  Johnson inn.

  Nokkurn veginn sami leikmannahópur sem skiptir máli, hugsanlega hægt að setja Aquilani inn.

  Enginn leikmaður eyðilagður, þó nokkrir séu meiddir.

 62. það sem hefur farið með Liverpool í vetur eru meiðslin.
  Hvaða lið þolir að hafa leikmenn af sama styrkleika og Torres Gerrard og Aquilani lengi frá vegna meiðsla.
  Bætum við Agger, Aurelio ,Riera ,Johnson og fl.

  Ekkert lið þolir það.

 63. maggi #70 . ég er alls ekki að segja að benitez hefði átt að halda þeim enda virtist það ekki vera hægt . en þá er spurning hvernig benitez hefur tekið á þessum missi . mér finnst rosalega skrítið að hafa ekki heyrt meiri umræðu hérna um að setja gerrard aftur á miðjuna t.d klárlega besti miðjumaðurinn í okkar liði akkúrat núna , lucas og masch eru ekki að virka !! það gefur augaleið og MAÐUR LIFANDI ER BÚIÐ AÐ REYNA AÐ LÁTA ÞÁ NÁ SAMAN !! og ég haf alltaf sagt það að það lið sem stjórnar miðjuni vinnur leikinn í ca 95 % tilvika . mér finnst alveg hörmulegt að horfa uppá mitt ástkæra fótboltalið spila svona illa 🙁

 64. sorry verð að segja þetta en ég held að benitez hafi vanmetið stöðuna sem xabi alonso gegndi hjá okkur . haldandi það að henn gæti keypt meiddann mann sem gæti ekki spilað fyrsta leik fyrr en eftir 2-3 mánuði og láta lucas taka það hlutverk að sér á meðan segir allt sem segja þarf um það hvernig benitez höndlaði söluna á alonso . eins og maggi #70 bendir réttilega á þá er þetta nánast sami hópur og í fyrra en samt SVO langt frá því að vera jafn sterkur , þarf að ræða þetta eitthvað frekar ??? vörnin er ekki veikari en í fyrra og ekki er það sóknin þannig að ég skrifa þennan reikning á miðjuna algjörlega !!

 65. Þetta tímabil er búið. Það er nokkuð ljóst og alveg sama hvað menn reyna að vera miklir pollyönnumenn.
  Það þarf að taka mjög margt til skoðunar og t.d. hvers vegna menn eru að meiðast svona mikið hjá okkur. Er það bara óheppni? Bolton tók þessi mál í gegn og það bar virilegan árangur og ég held að við ætttum að skoða þau mál rækilega líka.
  Að mínu mati ættu menn að reyna að finna leikgleðina og byrja að undirbúa næstu leiktíð núna. Það þarf að fylla ákveðnar stöður og það þyrfti að gerast í Janúar þannig að við ættum séns í næstu leiktíð.
  Þvílík sorg hvernig þessi leiktíð hefur þróast en það hughreystir mann að maður er sko ekki einn og áfram Liverpool!

 66. finnst alveg rosalega skrítið að vakna þennan morguninn og vita það að Rafael Benitez sé ennþá þjálfari Liverpool. mér er sama hvað kostar að reka þennan mann, ef að þú stendur þig ekki hjá liði eins og Liverpool áttu bara að fara sama hvað þú hefur gert í fortíðini við horfum ekki þangað. það er ömurlegt að það sé ekki komin desember og við eigum ekki möguleika á stærstu bikurunum. FA cup jú er mjög flottur bikar til að vinna og allt það en deildin og CL er eitthvað sem við eigum að vera að keppast um alveg fram í maí.

  Og einhver var að tala um stærðfræði, Guus Hiddink er svona nokkurn vegin á lausu, nennir einhver að leggja það saman fyrir mig og vona að útkoman verði sú að hann taki við Liverpool.

 67. http://www.newcastleunited-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=474085
  Þá er Berger kominn á reka Rafa vagninn,já það eru fleiri og fleiri sem hafa vit á fótbolta á efsta level farnir að tjá sig um að þetta er ekki að gera sig hjá Rafa, og þá meina ég menn sem halda með LFC. Þessi leikur í gærkvöldi var ekki vel spilaður og allar sóknir Liverpool hægar og fyrirséðar og greinilegt að mórallinn er ekki góður. Ef Rafa fer ekki fljótlega þá fara Torres og Gerrard með Babek í janúar er ég hræddur um.
  Já það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt við tilveruna á þessum dimma nóvenber morgni .Þó vil ég meina að Ngog séu sennilega ein af betri kaupum Rafa , allavega í samanburði við Babel,Kuyt og Lucas svo að maður nefni fáa ,en alls ekki alla.

 68. haldandi það að henn gæti keypt meiddann mann sem gæti ekki spilað fyrsta leik fyrr en eftir 2-3 mánuði og láta lucas taka það hlutverk að sér á meðan segir allt sem segja þarf um það hvernig benitez höndlaði söluna á alonso

  Hvernig væri að kynna sér málin? Þær upplýsingar sem læknar gáfu voru þær að Aquilani yrði leikfær mun fyrr.

  mér er sama hvað kostar að reka þennan mann, ef að þú stendur þig ekki hjá liði eins og Liverpool áttu bara að fara sama hvað þú hefur gert í fortíðini við horfum ekki þangað.

  Liverpool endaði í öðru sæti í deildinni í fyrra. Liverpool er ekki klúbbur sem rekur stjórann þó liðið lendi í lægð, sérstaklega ekki þegar hann hefur ekki fengið eina krónu til að styrkja liðið í millitíðinni og þarf að glíma við meiðslavandræði sem eru engu lagi lík.

  Það er ótrúlegt hvað andstaðan við Benitez byggist á mikilli fáfræði. Þeir sem vilja hann burt vita yfirleitt nákvæmlega ekkert hvað þeir eru að tala um. Ég vil ekki vera leiðinlegur, en þannig er það bara.

  Menn sem vilja reka Benitez af því að Lyon tapaði leik eru einfaldlega ekki í lagi.

 69. Jæja, menn hérna eru þá loksins farnir að sjá það að Lucas, Kuyt og sérstaklega Benitez eru gjörsamlega búnir að skíta uppá bak. Þetta tímabil eru ein stór vonbrigði og núna erum við dottnir útúr þessari keppnni og verðum mjög líklega ekki með á næsta tímabili. Ég sem mikill stuðningsmaður Liverpool vill fara sjá breytingar og það helst í gær!

 70. Sammála # 77 með gagnrýnendur Rafa (meirihluti þeirra amk).

  Ég er enn í “rafa-dýrkunar” hópnum. Hann hefur komið okkur þetta langt, og það á ekki að reka manninn útaf ÖMURLEGUM tveimur mánuðum.

  Það er mín trú að hann er sá besti til þess að stjórna liðinu í augnablikinu, í fyrsta lagi þá hef ég trúa á honum sem þjálfara, í öðru lagi er hann búin með 4 mánuði af 5 ára samningi og myndi því kosta dágóðan slatta að láta hann fara og í þriðja lagi, síðast en ekki síst – þá sé ég ekki betri kost í stöðunni “þarna úti” sem væri til í að koma til klúbbsins, með s.a. 0 í budget og með þessa trúða í stjórnsætinu.

  Þeir sem segja Daglish eða Mancini eru ekki alveg í lagi…. Daglish hefur ekki stýrt liði síðan konur voru með axlarpúða og Mancini hefur núll, zero, enga reynslu af enska boltanum og hefur einfaldlega ekki heillað mig – mér finnst það að vinna ítölsku deildina ekkert merkilegur árangur þegar búið var að dæma Juve niður um deildir og taka stig af AC Milan, þeir keyptu svo þá sem gátu eitthvað af þessum liðum og komust þannig á toppinn.

  Það er enginn ánægður með stöðuna eða spilamennsku liðsins – margt sem rafa gerir sem er mjög skrítið og ekkert að því að gagnrýna, en í augnablikinu þá verðum við bara að reyna að standa þetta óveður af okkur og komast á sigurbraut á ný – sama hve illa við spilum, bara ef stigin koma í hús, spilamennskan fylgir svo að lokum.

  YNWA

 71. nr. 66. Liðið mitt er búið að standa sig vel og er komið áfram í CL. annað sætið er ekki lélegur árangur og það er nóg eftir þannig að ég hef fulla ástæðu til þess að vera ánægður. Ég stend fast á minni skoðun með ákvörðun Benitez að nota hann aðeins til þess að vinna tíma í gær, miðað við hvernig þú tjáir þig þá ættir þú ekki að dæma þroskastig annarra, heldur líta í eigin barm. Ég vildi sjá Liverpool keppa úrslitaleik gegn Fiorentina en er samt sáttur með að þeir séu dottnir út, alveg eins og þið voruð eflaust glaðir þegar United duttu út á sínum tíma.

 72. 77 “Menn sem vilja reka Benitez af því að Lyon tapaði leik eru einfaldlega ekki í lagi.”

  Þú ert að grínast með þessari röksemdafærslu þinni er það ekki?

 73. Nei, alls ekki.

  Hverjir væru hér að segja að reka ætti Benitez ef Lyon hefði unnið leik sinn í gærkvöldi?

  Nákvæmlega enginn.

 74. 79 Benitez hafði líka 0, zero, enga reynslu af enska boltanum áður en han kom til Liverpool þannig að þau rök falla um sjálft sig. En er samt sammála þér að hann hefur ekki heillað mig neitt rosalega.

 75. nr 77 matti minn ég er orðinn rosalega þreyttur á þessari vitleysu !!!! að vera kallaður fáfróður og annað er eitthvað sem ég sætti mig einfaldlega ekki við !! hefuru séð þetta blessaða lið spila uppá síðkastið ????? þeir geta ekki RASSGAT þessa daganna og þess vegna er ég óánægður .

  ég sé að þú kallar mig andstæðing rafa , hvernig færðu það út ég er bara að benda á staðreyndir og ekkert annað þar sem ég horfi á alla leiki liverpool nánast undantekningalaust , ekki ætlaru að segja mér að liverpool sé að spila flottann fótbolta !!??

  hvort sem það er rafa að kenna eða ekki þá er klárt að við alvöru stuðningsmenn þessa ástkæra klúbbs erum ekki sáttir við þessa meðalmennsku sem boðið hefur verið uppá þetta tímabilið . svo talarðu um að við viljum láta reka rafa útaf því að lyon tapaði !!!!!!!!!!! hvaða rugl er þetta í þér drengur !!?? fyrir það fyrsta þá sagði ég aldrei að það ætti að reka rafa ég var að reyna benda mönnum á að hann hefur nú væntanlega gert einhver mistök í kjölfarið á söluni á alonso , það gefur augaleið þar sem miðjan er ekki til staðar !!!

 76. nr 77 matti minn ég er orðinn rosalega þreyttur á þessari vitleysu !!!! að vera kallaður fáfróður og annað er eitthvað sem ég sætti mig einfaldlega ekki við !! hefuru séð þetta blessaða lið spila uppá síðkastið ????? þeir geta ekki RASSGAT þessa daganna og þess vegna er ég óánægður .

  Voru miklu betri í en Debreceni í gærkvöldi. Voru betri en Lyon í útileik í síðasta leik í Meistaradeildinni en óheppnir að fá á sig jöfnunarmark á lokamínútu. Áttu skilið að vinna þann leik. Voru miklu betri en Birmingham. Voru miklu betri en Manchester United. Ég er einfaldlega ósammála þér að liðið geti “ekki RASSGAT þessa dagana”.

  ég sé að þú kallar mig andstæðing rafa

  Það gerði ég ekki, ég talaði um “andstöðu”.

  þá er klárt að við alvöru stuðningsmenn þessa ástkæra klúbbs erum ekki sáttir við þessa meðalmennsku sem boðið hefur verið uppá þetta tímabilið

  Óh, “alvöru stuðningsmenn”. Hvernig væri að horfa á leikina og reyna að sjá hvað er í gangi. Hvernig væri að kynna sér meiðslin hjá liðinu. Hvernig væri að reyna að skilja rök stjórans fyrir innáskiptingum í stað þess að sótbölva bara – því viti menn, yfirleitt hefur hann ágæt rök. Menn geta valið að andmæla þeim rökum.

  svo talarðu um að við viljum láta reka rafa útaf því að lyon tapaði

  Það væri ekki nokkur maður að tala um það í dag að reka þyrfti Benitez ef Lyon hefði unnið í gærkvöldi.

  fyrir það fyrsta þá sagði ég aldrei að það ætti að reka rafa ég var að reyna benda mönnum á að hann hefur nú væntanlega gert einhver mistök í kjölfarið á söluni á alonso , það gefur augaleið þar sem miðjan er ekki til staðar

  Þetta er gott dæmi um það sem ég sagði um andstöðuna við Benitez. Miðjan hefur einmitt verið til staðar í flestum okkar leikjum. Vandamál Liverpool á þessu tímabili hefur ekki verið miðjan heldur vörnin og sóknin. Liðið hefur fengið á sig hrikalega léleg mörk og glutrað helling af færum. Miðjan hefur yfirleitt verið góð og er svo sannarlega “til staðar”.

 77. 85 Matti.

  Voru miklu betri í en Debreceni í gærkvöldi. Voru betri en Lyon í útileik í síðasta leik í Meistaradeildinni en óheppnir að fá á sig jöfnunarmark á lokamínútu. Áttu skilið að vinna þann leik. Voru miklu betri en Birmingham. Voru miklu betri en Manchester United. Ég er einfaldlega ósammála þér að liðið geti “ekki RASSGAT þessa dagana”.

  Miklu betri en Debreceni í gærkvöldi? Okey, við vorum meira með boltann…EN hvað sköpuðum við okkur mörg færi? Hvað komu margar fyrirgjafir frá endamörkum, hvað voru margar alvöru sóknir?

  Við létum boltann ganga hægt og rólega á milli öftustu manna og svo var hreyfanleiki miðju og sóknarmanna enginn, nema hjá N’Gog sem verður alvöru leikmaður.

  Þetta er gott dæmi um það sem ég sagði um andstöðuna við Benitez. Miðjan hefur einmitt verið til staðar í flestum okkar leikjum. Vandamál Liverpool á þessu tímabili hefur ekki verið miðjan heldur vörnin og sóknin. Liðið hefur fengið á sig hrikalega léleg mörk og glutrað helling af færum. Miðjan hefur yfirleitt verið góð og er svo sannarlega “til staðar”.

  Mascherano og Lucas, já þeir hafa verið þarna. Held ég. Að horfa á þá félagana stundum er liggur við grátlegt, þeir fá boltann frá hafsent og oft standa þeir í sömu línu, báðir inni í miðjuhringnum. Síðan senda þeir líklega lausa sendingu til hliðar á milli sín án þess einu sinni að líta upp og sjá hvort þeir gætu nú nokkuð mögulega sent boltann fram á við. Dettur síðan ekki í hug að bjóða sig aftur eða stinga sér fram á við.

 78. Miklu betri en Debreceni í gærkvöldi? Okey, við vorum meira með boltann…EN hvað sköpuðum við okkur mörg færi? Hvað komu margar fyrirgjafir frá endamörkum, hvað voru margar alvöru sóknir?

  Liverpool skapaði nokkur færi á móti liði sem varðist mjög aftarlega. Ég taldi ekki fyrirgjafir frá endamörkum, en þær voru þarna og já – fjandakornið – það voru meira að segja “alvöru sóknir”.

  Þetta um miðjuspilið er bara bull. Prófaðu að horfa á nokkra leiki með Liverpool. Lucas hefur t.d. verið mun hreyfanlegri á miðjunni en Alonso var nokkurn tíman (og nú er ég ekki að halda því fram að Lucas sé betri leikmaður en Alonso).

 79. Nei Matti, það hafa varla verið teljandi fyrirgjafir frá endamörkum á móti þessum liðum sem verjast aftarlega. Það hefur verið vandamál hjá okkur að brjóta þau lið niður þar sem við erum ekki með alvöru kantmenn í það. Við verðum að fara bakdyramegin á móti svoleiðis liðum eins og Debreceni, þýðir ekkert að hnoðast gegnum miðjuna.

  Þetta um miðjuspilið er ekkert bull. Lucas hefur alveg hreyft sig, en hann sendir alltof oft bara á næsta mann og labbar síðan. Alonso gaf boltann, bauð sig, spilaði yfir, boltinn fór upp á fremsta miðjumann og niður á Alonso. Hann stjórnaði þessu. Alonso kom síðan í boltana fyrir utan box og átti mikið af hættulegum skotum og skoraði nokkur þaðan. Í fyrra skoraði Alonso fimm mörk(2 víti). Lucas er búinn að skora 4 mörk á sínum Liverpoolferli og Mascherano 1.

  Þú verður að meta framlagið hjá þessum mönnum til liðsins. Alonso var klókur, vann gríðarlega mikið af boltum og las leikinn vel. Mascherano aftur á móti kannski klikkar sendingu og tekur 150m sprett til að tækla boltann og ná honum aftur. Voða duglegur.

  En þetta átti ekki að vera eitthvað Alonso dæmi, hann er farinn að spila hjá Real en nú er að vonast til að Aquilani geti komið með ferskleika og hugmyndaflug inn í miðjuna okkar. Ekki er það til staðar núna.

 80. Uhh reka Benitez af því að Lyon tapaði leik? Er þetta eitthvað djók? Það á að reka Benitez af því að þeir duttu sjálfir úr keppni ekki af því að Lyon tapaði leik og líka fyrir það að vera í 7 sæti í deildinni og ekki unnið nema 2 af 11 leikjum. Menn hjá algjörum miðlungsliðum eru reknir fyrir margfalt minna en þetta. Að kenna Lyon um þetta er bara fyndið

 81. Lucas hefur alveg hreyft sig, en hann sendir alltof oft bara á næsta mann og labbar síðan. Alonso

  Þetta er bull.

  Menn hjá algjörum miðlungsliðum eru reknir fyrir margfalt minna en þetta.

  Sem er einmitt ástæðan fyrir því að þau lið eru og verða áfram miðlungslið. Liverpool er topplið sem rekur ekki stjórann þó illa gangi í smá tíma.

 82. Nú hafa helstu stuðningsmenn Rafa notast við tölfræði og svo lagt ofuráherslu á meiðslaþáttinn. Hvað ef allir væru heilir? Hvernig væri liðið frábrugðið frá því sem við höfum búið við núna? Lítum á þetta.
  Reina
  Johnson – Agger – Carra – Insua
  Aquilani – Mascherano
  Kuyt Riera
  Gerrard
  Torres
  Reina hefur spilað vel en hvað væri frábrugðið. Carra hefur ekki spilað jafnvel og áður en er mikilvægur hlekkur, Agger hefur frá því hann kom glímt við meiðsli svo hann er ekki áreiðanlegur til lengri tíma, Skrtel spilað eins og miðlungsvarnarmaður og Insua valdið vonbrigðum undanfarið þrátt fyrir ágætis byrjun. Insua er veikasti hlekkur varnarinnar og Aurelio líklega betri kostur. Engu að síður ekki vel mannaðir þar og vörnin yrði áfram vandamál vegna frammistöðu og getu óháð meiðslum. Áfram vandamál með hraða í miðju varnarinnar, vinstri bakvörð og getu leikmanna til að spila svæðisvörn.

  Aquilani þarf tíma til að aðlagast en Masch farinn að spila betur og hef trú á að hérna yrði bæting frá því sem er. Meiri ógnun líkleg frá Aquilani heldur en Lucas þó það tæki smá tíma í aðlögun.

  Kuyt verður áfram í liðinu óháð hverjir eru meiddir og hann hefur spilað hörmulega í vetur. Ein stoðsending sl. rúmlega 1000 mínútur og fá mörk þetta tímabil, enginn hraði og meiri ógn frá Glen Johnson af hægri kanti er staðreynd. Riera er varla betri kostur en Benayoun og hugsa að fáir trúi því að frávera hans hafi skipt sköpum. Kantarnir eru ennþá vandamál hvað sem meiðslum líður.

  Gerrard og Torres heilir munu svo breyta öllu.

  Ef þetta er tekið saman þá þýðir þetta aðeins eitt. Við erum tveggja manna lið og frammistaða og hæfileikar Gerrard og Torres fela þá staðreynd að lið okkar treystir um of á þá. Vörnin er veik og kantarnir líka. Það vantar hraða og tækni í liðið, vinstri hliðin er engan vegin nógu góð og varnarmenn okkar virðast ekki nógu hæfir í að spila svæðisvörn eins og er. Leikskipulagið er of heft og flæðið á leik okkar er nógu fljótandi. Spilið er hægt og fyrirsjáanlegt og fáir leikmenn í dag geta stigið upp þegar Gerrard og Torres eiga ekki góðan leik. Breiddin verður áfram vandamál og skortur á framherjum verður áfram til staðar þrátt fyrir að Torres komi til baka. Bekkurinn verður áfram ekki nægilega sterkur og taktík í skiptingum á varla eftir að gjörbreytast.

  Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil fá Benitez í burtu. Hann hefur náð því sem hann getur úr liðinu og spilamennskan er hreinlega ekki nægilega góð til að sigra eitt né neitt. Andleysið er algjört, leikgleðin engin, baráttan er svipur hjá sjón (vantar fleiri leiðtoga) og það lítur út fyrir að hann hafi tapað “the dressing room”. Leikmenn virðast ekki hafa trú á þessu. Einu leikirnir sem við virðumst geta unnið núna er þegar pressan er í botni sbr. Man Utd leikinn og í gær, þegar við verðum hreinlega að vinna. Það er ekki nóg að vera meira með boltann eða eiga fullt af skotum ef spilið er hægt og fyrirsjáanlegt og skotin hitta ekki ramman og skila ekki mörkum. Það vantar einbeittan sigurvilja og breytt hugarfar sem ég sé Benitez ekki ná fram.

  Það er of mikið í húfi. Það vantar breytingu. Breytingu og að hrista aðeins upp í hugarfarinu og ná þessu sleni af leikmönnum. Þetta er spurning um make or break á næstu mánuðum og það þarf breytingu núna. Sú breyting er ekki líkleg með Benitez við stjórnvölinn óháð meiðslum eða prósentum. Staða liðsins og úrslit tala sínu máli. Við erum engu líklegri núna til að fara á sigurbraut en fyrir 10 leikjum.

 83. 93

  Hvað sagði hann svona mikið af viti? Sama og alltaf. “We’ll bounce back”, “We’ll get back on track”, “It’s not over yet” eru allt setningar sem allir leikmenn og þjálfarar Liverpool segja eftir hvern einasta leik. Hvenær “bánsa” þeir til baka? Væri til í að það hefði gerst eftir fyrsta svona viðtalið en það sé ég ekki gerast með þessari spilamennsku nema þá að öll hin liðin verði allt í einu skelfileg og ég sé það ekki heldur gerast.
  Öll efstu liðin eru búin að missa fullt af mönnum í meiðsl en samt vinna þeir ekki bara 1 leik af 10.
  Ef menn eru með fast sæti sama hversu skelfilegir þeir spila leik eftir leik er það ekki gott mál. Ef hann er tekinn útúr liðinu í 1-2 leiki og annar “svangur” settur inn í staðinn þá kannski “mótiverar” það (t.d. Kuyt) til þess að leggja enn harðar að sér myndi ég halda. Það er bara eins og það sé engin samkeppni um stöður.
  Ég hef haldið með Liverpool í núna um 23 ár og það breytist ALDREI en mér finnst bara eins og Hr. Rafael Benitez haldi varla með Liverpool þó svo hann sé þjálfari þess. Hann fagnar aldrei, brosir aldrei og breytir aldrei neinu sem fróðustu menn(fyrrverandi leikmenn, stjórar, blaðamenn og fótboltasérfræðingar)segja hann gera “vitlaust”. Hann er svo fjandi þrjóskur þó svo það sem hann geri virki ekki. Takið eftir skiptingunum síðustu 5 ár. Alltaf fyrsta skipting á ca 69 mínútu sama hversu illa liðið er að spila og svo ein á svona 83 mínútu og ef þær eru 3 skiptingarnar þá er sú síðasta á 90+mínútu. Prófaðu að breyta maður!
  Hvar er metnaður stjórnar LFC?

  ps. Mig grunar nú að þú sért að tala um setninguna að spila með Liverpool sé nóg “mótiveiring” en það er sama gamla lumman og alltaf!

 84. Jæja, jæja Jedúdda míja. Hvað er í gangi. Ég hef náð að fylgjast með öllum leikjum Liverpool á þessu tímabili og hef ég tekið eftir afar áhugaverðum leikstíl. T.d. í gær var alltof mikið um þetta og skal ég nú útskýra þetta og vil ég að ÞETTA VERÐI SKOÐAÐ OG RÆTT BETUR og að menn fari nú að leita eftir þessu og þið munuð finna. Málið er það að þegar liðið er komið fram í sókn þá þarf allt í einu að fara að stoppa og gefa boltann til baka og hægja á tempóinu og nánast eyðileggja sóknina. Þeir sem horfðu á “leikinn” í gærkvöldi eiga að hafa tekið eftir þessu og tók ég eftir að Herra SG var afar pirraður í leiknum í gær. Ég er nokkuð viss um að þetta eru fyrirmæli stjórans. En nú þarf ég að fara að éta og mun ég ræða þetta seinna. En skulu þið rýna í þetta og ég ætlast til þess að þessu linni og þá mun leikur liðsins án efa skána umtalsvert.

 85. Eini jákvæði hluturinn sem ég sé við að vera fallnir út úr Meistaradeildinni er að við fáum allavega hvíld frá Chelsea þetta tímabilið.

Liðið komið – Johnson og Agger byrja!

Rafa – með eða á móti?