Liðið komið – Gerrard byrjar, Johnson ekki

Jæja, byrjunarlið dagsins gegn Man City hefur litið dagsins ljós:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Ngog

**BEKKUR:** Cavalieri, Kyrgiakos, Aurelio, Aquilani, El Zhar, Riera, Benayoun.

S.s. fyrir utan meiðsli Johnson hafði ég 100% rétt fyrir mér með byrjunarlið. Nokkrar staðhæfingar í kjölfar þessa liðs:

**01:** Babel verður að nýta þennan séns. Hann fær ekki mikið fleiri.
**02:** Þessi vörn bara verður að halda. Carra, Skittles, Dagger, Insúa, ég er að horfa á ykkur. Minnið okkur á hvað þið eruð góðir, takk.
**03:** Lið með Gerrard innanborðs er alltaf sigurstranglegt. Mér líður betur að sjá hann þarna.
**04:** Gaman að sjá El Zhar á bekknum, ásamt Yossi og Albert. Hestalegkökuvökvinn (vá) virðist bara virka, sveimérþá …

ÁFRAM LIVERPOOL!

60 Comments

 1. Áhugavert ! Bara að sjá Gerrard þarna hressir mann við. Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.

 2. 3-1 fyrst Gerrard er með, en ef hann fer meiddur af velli snemma þá töpum við og ég flyt til Alsír og gerist skósmiður.

 3. Mikið djöfulli voru þetta stuttar fjórar vikur hjá Yossi og Albert.

  Svekkjandi að Johnson sé meiddur, annars eigum við að taka þetta fokking City lið.

 4. Afhverju fær Babel öðruvísi meðferð en t.d. Benitez. Babel hefur ALDREI byrjað meira en tvo leiki í röð hjá Liverpool, ALDREI fengið alvöru séns. Fimm mínútur hér og fimm mínútur þar. Benitez aftur á móti gerir í buxurnar leik eftir leik en samt sér maður ykkur ekki bauna svona á hann…..nei bara pæling!

  Annars vinnum við þetta 3-1, Babel, N’Gog og Gerrard með mörkin 🙂

 5. Ég er ekkert endilega svartsýnn á þetta en þegar maður sér liðsuppstillingu þar sem Mascherano og Lucas eru saman á miðjunni og Babel vinstra megin þá tekur hjartað kipp! Babel hefur átt góða spretti á hægri kantinum og getur verið hættulegur í strikernum en er búinn að vera vonlaus á vinstri kantinum….vonandi virkar þetta í dag.

 6. Smá off topic hérna. Hvernig get ég skráð mig í fantacy liðið hjá kop.is ????

 7. Jæja þetta er sterkt lið hjá okkur í dag og bekkurinn er sterkur og ég krefst þess að Benitez gefi Aquilani allavega 45 mín í þessum leik. Hann talar alltaf um að hann vanti match fitness og svo spilar hann honum aldrei.

 8. Sammála með Aquilani, hvernig í ósköpunum á hann að komast í leikæfingu með bekkjarsetu. Langt síðan hann spilaði fyrst á móti Arsenal og maður hefði haldið að hann væri orðinn góður. Bekkurinn líka í fyrsta skipti í mjög langan tíma sterkur.

 9. Haldið þið virkilega strákar að Aguilani sé á bekknum bara af því að Rafa vill ekki nota hann? Gæti ekki verið smá möguleiki á því að læknaliðið treysti honum ekki strax til að hefja leik og spila í klukkutíma eða meira?

 10. Er ekki hægt að fá þessar legkökur úr lögregluhestunum sem eru fyrir utan völlin ?

 11. rænulausa ??? þeir eru bara nokkuð nettir finnst mér miðað við það hvernig framherja staðan er mönnuð !!!! liverpool klárlega sterkari aðilinn í fyrri .. samt leiðinlegt að sjá hvað síðasta sending er að klikka oft 🙁

 12. Þetta þróast eins og aðrir leikir, Liverpool meira með boltan og andstæðingarnir liggja aftur og sækja hratt. Klárt mál að City eru með leikmenn sem geta klárað leiki þannig að það er urgent að fyrir Liverpool að fara setja mark. Mestar áhyggjur af því hversu erfiðlega þeim gengur að skapa sér færi.

 13. Það er ekkert að Aguilani karlinn í brúnni er bara þröngsýnn heldur að menn þurfi tima .Skiptir engu máli hvaðan þú kemur ef þú ert góður þá ertu góður og getur spilað í hvaða landi sem er .

 14. 19 og #21 = Var búinn að gleyma af hverju ég nennti ekki lengur að lesa kommentin hér.

 15. Fokk, maður skreppur á klósettið í 2 mín og missir af marki.

  Samt gott mál auðvitað.

 16. vá strax farnir að leggjast aftar á völlinn !!!!!!! fram með mannskapinn það er ennþá leikur í gangi hérna !!!!

 17. Við hverju í andskotanum býst maðurinn þegar hann dregur liðið svona tilbaka!

  Andskotinn!!!

 18. Gæjarnir sem eru að lýsa leiknum hjá mér eru að hlæja… “such a cheap equaliser, such a cheap equaliser…”

  Þetta er náttúrulega sorglegt. Spurning hvort er betra fyrir Liverpool að fá dæmt á sig víti eða horn?

 19. Það verður nú að viðurkennast að þetta er skemmtilegur seinni hálfleikur… hvernig svo sem þetta endar.

 20. Vil biðja þá sem endalaust gefast upp og henda inn handklæðinu við fyrsta mótlæti að skila inn LFC hjartanu ef það var þá einhverntíman til staðar.

  Hafið smá trú á eigin liði.

  YNWA.

 21. Eitt sem ég bara skil alls ekki.. Til hvers er hann með Aquilani á bekknum ef hann ætlar sér ekkert að nota hann ? Þetta er bara fáránlegt

 22. Mér sýnist að ansi margir fætur séu farnir að lýjast. Spurning hvort ekki sé rétti tíminn af fá ferska fætur inná völlinn.

 23. Hvað á Aurelio að standa lengi á hliðarlínunni áður en hann kemur loksins inná ?

 24. Held að skiptingarnar hafi svolítið með það að gera að við misstum 2 menn útaf mjög snemma og það er alltaf mjög tvísýnt að eyða þriðju skiptingunni.

  En það væri fínt líka ef menn eins og villi m myndu finna sér aðra síðu ef þeir hafa ekkert gáfulegt til málanna að leggja.

 25. núna ætla ég rétt að vona að þessi helvítis þjálfari fari að koma sér i burtu langt frá liverppol hvað er i gangi með þessar skiptingar og ætlum við aldrei að hætta svæðisvörn ætlar Aquliani að vera i marga mánuði að jafna sig djöfull er ég orðin pirraður á þessum þjálfara og þessari magnaðari vörn sem að við erum með, hvar er i gangi með skertel djöfull er hann dapur

 26. Sýnist þetta ætla að verða sanngjarnt jafntefli. Við erum í hörku baráttu um fjórða sætið í deildinni… sorrý en það þarf bara ansi mikið óvænt að gerast til þess að við séum inni í titilbaráttunni.

  Held að Benitez sé kominn á endastöð með liðið. Verðum að losan við hann sem fyrst og hefja nýjan kafla í sögu Liverpool.

  Einnig þarf að taka til í leikmannahópnum. Selja leikmenn eins og Lucas, Dossena, Degen, Voronin, Babel o.fl.

  Kaupa 1-2 heimsklassaleikmenn í staðinn.

 27. Góði helv. skallinn hjá Lucas þarna. Shit hvað þetta er slakur leikmaður.

 28. Sorry Rafa er ekki að standa sig, þetta hlítur að vera komið gott. Er með liverpool hjarta þetta er ekki spurning um það heldur:
  Fiorentina 2 – 0 Liverpool
  Chelsea 2 – 0 Liverpool
  Sunderland 1 – 0 Liverpool
  Liverpool 1 – 2 Olympique Lyonnais
  Liverpool 2 – 0 Man Utd
  Arsenal 2 – 1 Liverpool
  Fulham 3 – 1 Liverpool
  Olympique Lyonnais 1 – 1 Liverpool
  Liverpool 2 – 2 Birmingham
  Liverpool 2 – 2 Man City
  10 leikir 1.sigur 3 jafntefli og 6 töp.
  Eftir frábært tímabil í fyrra er elsku Rafa kominn á endastöð með liðið.

 29. almar..það var engin svæðisvörn núna búinn að skipta yfir ef þú tókst ekki eftir því þá voru allir á mönnum nema skertel…

 30. SSteinn #52 . ég er ekki að fara að sitja útá skiptingarnar sem slíkar en það er að verða rosalega erfitt að hlusta ALLTAF á þig verjandi þetta ástand á liðinu og segjandi að maður sé ekki sannur poolari ef maður setur útá þetta lið . ég vill fá STÓRAR breytingar bæði á þjálfara teymi og þá er ég ekki endilega að tala um rafa og breytingar á leikmannahóp sem er látinn spila . ef einhver ætlar að voga sér að koma fram og segja að þetta hafi verið óheppni með meiðsli og annað skal sá hinn sami vinsamlegast sleppa því !!!!!!!!! þetta lið er ekki gott fótboltalið eins og er , við poolarar verðum bara að sætta okkur við það ! og svo er nauðsynilegt að fara endurskoða álagsæfingar á leikmenn það eru allir í þessu liði GRÍÐARLEGA brothættir . með von um miklar breytingar á liðinu og bjartari framtíð kv pétur

Man City á morgun!

Liverpool – Man City 2-2