Þátttaka Liverpool á HM og “fair play” umræðan

Sat í gær og horfði á nokkra landsleiki, þar sem síðustu sætin á HM voru ráðin. Ástæða til að óska Grikkjum, Frökkum, Slóvenum, Portúgölum og Úrúgvæjum til hamingju með sæti sitt í Suður Afríku á næsta ári.

Á opinberu heimasíðunni í gær var tekinn saman sá hópur leikmanna liðsins sem nú eiga möguleika á að leika í lokakeppni HM sumarið 2010. Það er í rauninni alveg með ólíkindum að raunhæfur möguleiki er á að við eigum sautján fulltrúa á þessu stærsta íþróttasviði alheimsins.

Í raun bara spurning hvort að Dossena verður farinn og hvort að Lucas, Aurelio og Insúa ná sér í hópsæti í vetur. Hinir þrettán eiga að vera öruggir ef þeir sleppa við meiðsli. Það finnst mér ótrúleg tala og hlýtur að vera langstærsti hópur leikmanna frá Liverpool nokkurn tímann!

Enda lýsti Rafa því strax að hann hefði töluverðar áhyggjur af þessu, því alveg gæti orðið um að ræða að úrslitaleikurinn yrði Spánn – England og þá eru nokkrir lykilmenn okkar í lykilhlutverkum þeirra liða. Það er að mínu mati ljóst að við eigum að gleðjast yfir því að eiga landsliðsmenn og þetta mun lita HM skemmtilegri litum næsta sumar.

En það er líka alveg morgunljóst að það að spila fótbolta frá júlí og til loka júní eða upphafs júlí næsta árs tekur töluverðan toll og ástæða til að hafa eilitlar áhyggjur af því. Auðvitað skiptir það t.d. máli hjá Torres að hafa leikið í landsliðamóti í vetur, hans meiðsl eru klár álagsmeiðsl og yfirlýsingarnar hans frá í sumar að hann muni koma enn sterkari eftir sumarmót eru í besta falli kjánalegar í dag. Hann var í meiðslaströggli í fyrra og sumarmót með landsliðinu var það síðasta sem LFC þurfti. Auðvitað skilur maður hann, en það breytir því ekki að þátttaka hans lék liðið illa.

Mest gleðst maður þó yfir því að nú verður hvíld frá alvöru landsleikjum og menn fara að snúa sér að æfingaleikjum þar á bæ, með töluvert minni áherslu á úrslit og þá um leið minni meiðslahættu. Því þó gaman sé að HM þá er manni ekki lengur vel við landsleiki, svoleiðis bara er það.

Hið svokallaða “fair play”…

Ekki er langt síðan mannvitsbrekkan og prúðmennið Lee Carsley braust fram á ritvöllinn og lýsti skoðun sinni á óheiðarleika framherjans okkar N’Gog. Ég verð að viðurkenna að í því samhengi fékk ég velgju, þó mér sé ekki vel við dýfur.

Mér finnst í besta falli kjánalegt af því þegar ráðist er með þvílíku offorsi á leikmenn sem brjóta af sér á þann hátt sem N’Gog gerði en síbrotamenn (oft varnarmenn) og ruddar (stundum miðjumenn) sleppa við umræðu um fair play. Hversu margar tveggjafótatæklingar hefur Lee Carsley stimplað í gegnum tíðina, jafnvel komist upp með að slasa menn án þess að fá viðeigandi refsingu? Er það eitthvað minna brot á “fair play” en það sem N’Gog gerði?

Ástæða þess að ég skrifa þetta er auðvitað markið sem kom Frökkum á HM í gær. Á einni svipstundu hefur knattspyrnusnillingnum og skemmtikraftinum Thierry Henry verið snúið upp í “svindlara” og að framkoma hans hafi verið “óíþróttamannsleg”. Ha? Gefið mér einn mann í heiminum sem hefði brugðist öðruvísi við í úrslitaleik um það að komast í lokakeppni HM.

Auðvitað átti markið ekki að standa! Auðvitað braut Thierry Henry reglurnar þegar hann lagði boltann fyrir sig með hendi í yfirmönnuðum vítateig Íranna. Auðvitað “átti” dómarinn að sjá þetta og dæma markið af. En þar liggur málið. Dómarinn missti af atvikinu og markið stendur. Á meðan að sjónvarpsdómarar verða ekki leyfðir í knattspyrnu munu svona atvik koma upp og mér finnst afar erfitt að dæma knattspyrnumenn fyrir að vera mannlegir.

Ef staðan hefði verið 0-1 og komið í uppbótartíma, Thierry Henry hefði klobbað Dunne á miðjunni og verið kominn einn í gegn þegar Paul McShane hefði tekið markmannsskutlu á eftir honum og fellt hann, dómarinn stoppað leikinn og rekið McShane útaf. Aukaspyrna dæmd á miðlínunni sem rennur út í sandinn, leikurinn búinn og Írarnir unnu vítakeppnina.

Hefði McShane verið úthrópaður um allt?

O-nei, hann ætti þá í dag frían Guinness á öllum börum eyjunnar grænu og enginn hefði vogað sér að kalla hann svindlara.

Auðvitað er fair play ákaflega mikilvægt en í úrslitaleik harðrar keppni, sem varla verður harðari en HM hlýtur að verða að reikna með því að leikmenn leggi sig fram við að ná úrslitum og það verður að vera dómarans að bera ábyrgð á því að eftir reglunum sé farið.

Ég allavega ber ennþá mikla virðingu fyrir Thierry Henry og stend við það sem ég hef alltaf sagt að þann mann væri ég til í að taka þátt í að fá á Anfield, þó enn einn skatturinn myndi dembast í hausinn á mér!

43 Comments

 1. Maggi:

  Mér finnst þú skemmtilegur pistlahöfundur, en ummælin um Lee Carsley eru skrýtin.

  Lee Carsley er varnarsinnaður miðjumaður, sköllóttur og ófrýnilegur á velli, og lék lengi með Everton. Hvort það hefur eitthvað brenglað dómgreindina er ekki gott að segja, en hann hefur yfir ferilinn leikið 522 leiki (þar af komið 43 sinnum af bekknum) og fengið í þessum leikjum 73 gul spjöld og 4 rauð. Gult í sjöunda hverjum leik og rautt í einum leik af hverjum 130 er nú ekki merkilegt fyrir varnarsinnaðan miðjumann sem alltaf hefur skort hraða.

  Og þú lýsir honum líkt og Andoni Goikoetxea.

 2. Kostnaðurinn við það að skora svona mikilvægt mark með þessum hætti er sá að þó dómarinn hafi ekki séð þetta þá er leikmaðurinn úthrópaður og að mörgu leiti réttilega. Hann var að gera út um vonir íra að komast á HM með þessu marki þannig að það hefði ekki getað verið neitt meira undir fyrir þessa kappa. Væri ég íri er ég ekki viss um að ég hefði það í vinnuna daginn eftir svona leik, nógu var ég þó svekktur fyrir írana.

  Þetta mark var alveg svakalega ólöglegt en ef við sleppum þessum tveimur sem voru rangstæðir í upphafi sóknarinnar þá er þetta fínn snooker á bæði línuvörð og dómara hvað hendina varðar. Eða það ætla ég að vona.
  Auðvitað eru harðar tæklingar umdeilanlegar og tveggja fóta skriðtækling ekkert fair play en það er af allt annari ætt við svona atvik og því ekki alveg sambærileg finnst mér.

  p.s. Maggi ég bætti youtube link af þessu marki í færsluna

 3. Kjartan nr. 3
  Af hverju segirðu að Henry hafi ekki verið ,,heiðarlegur leikmaður fyrir”? Mér finnst Henry einmitt hafa verið mjög heiðarlegur leikmaður í gegnum sinn feril og því kom þetta mjög á óvert. Ertu með dæmi um óheiðarleika hans?

 4. Sammála þessu með Carsley, hann er bara harður andskoti sem er örugglega óþolandi að eiga við, en síður en svo einhver hrotti.

  Svo fá nú óheiðarlegir varnar- og miðjumenn það alveg óþvegið. Joey Barton, Robbie Savage, Lee Bowyer, Alan Smith og fleiri hafa á sér ákveðinn drulluhalastimpil. En kannski ekki jafn úthrópaðir og sóknarmenn.

  • Man líka eftir atviki með Arsenal þar sem hann þóttist liggja meiddur en hafði lent fyrir utan hliðarlínunnar. Þá tók hann upp á því að rúlla sér inn á völlinn til þess að tefja leikinn. Klassi…

  Ertu að ruglast á honum og Drogba?
  Annars hef ég nú alltaf kunnað vel við Henry, einn besti leikmaður sem spilað hefur á Englandi og hefur ávalt gott eitt um Liverpool að segja.

 5. Maður missti nú smá álit á henry en sammála hver myndi ekki nota öll brögð til að koma liði sínu á HM. En Henry hefur mér aldrei fundist vera svindlari, miða við nokkur myndbönd er hann smá leikari í sér, eins og með Gerrard þá eru til svona myndbönd af honum og held séu fáir poolarar sem segja hann vera dýfari ?

 6. Maður getur varla blammerað Henry fyrir þetta þegar svona mikið er í húfi.
  Ég myndi frekar kenna dómurunum að sjá þetta ekki. Bæði línuverðinum og dómaranum sem algjörlega frusu á verðinum.

 7. Á svona stundu og í svona mikilvægum leikjum finnst mér það klárt mál að 4 dómarinn (sem sér endursýninguna) á að hafa valdið. Ég meina common við erum að tala um sæti í lokakeppni HM, það er mótið sem öllum knattspyrnumönnum dreymir um að leika fyrir landsliðið sitt. Þetta fannst mér alveg skelfilegt, menn geta gert mistök eins og dómararnir sýndu (dómarinn og aðstoðadómarinn) og því finnst mér það eigi að koma í hlut fjórða dómara að stoppa þetta af því ÞETTA VAR ÓLÖGLEGT. Maður blóðvorkenndi Írum og áttu þeir ekkert minna skilið að vera á HM. Frekar leiðinlegt mál.

 8. Maður getur varla blammerað Henry fyrir þetta þegar svona mikið er í húfi. Ég myndi frekar kenna dómurunum að sjá þetta ekki.

  Alltaf gaman þegar menn kjósa að líta á leikmenn sem viljalaus verkfæri sem allir aðrir en þeir sjálfir verða að hafa vit fyrir. Þannig er það alltaf dómarinn sem “missir tökinn” á leik en ekki leikmenn sem missa stjórn á sér og eru grófir. Soldið svona eins og að afsaka fjárglæpamenn á Íslandi með því að þeir gerðu bara það sem þeir fengu að komast upp með. Þetta eru einfaldlega ekki gild siðferðisleg rök.

 9. Ég meina það er vel skyljanlegt að dómarinn geti ekki séð allt í einum leik og gott og vel með það, partur af fótboltanum. Hinsvegar finnst mér að það eigi að taka harðar á svona ef menn eru gómaðir. Td þá fá menn yfirleitt gult spjald fyrir að “falla” ef dómari telur að það hafi verið ýkt eða hreinlega algjört “feik”

  í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá beint rautt spjald, ekkert kjaftæði. Þá myndu menn vafalaust hætta þessari vitleysu. Sama með svona viljandi hendi, bara rautt vinur og farðu heim og hugsaðu þinn gang, jafnvel bann í einhvern tíma.

 10. Ég er dómari sjálfur og hef örugglega gert alvarlegri mistök þar en þessi, því þetta var afar erfitt að greina!

  En ég er algerlega sammála #10, að í svona leikjum á í dag að heimta sjónvarpsdómara. Í keppnum þar sem tekjur skipta milljónum og milljónatugum á auðvitað að koma í veg fyrir svo augljós mistök! Sem mikill aðdáandi NFL skil ég ekki út af hverju knattspyrnan getur ekki tekið upp videodómarann, sem hefði auðvitað séð til þess að markið hafi ekki staðið.

  Svo varðandi Lee Carsley, FYRRUM EVERTON MANN, sem fékk yfirleitt alltaf spjöld í Merseyside derbyleikjum.

  http://www.offthepost.info/2009/04/video-lee-carsleys-horror-tackle-on-chris-iwelumo/

  Skoða videoið eftir tæpar tvær mínútur. Sjáið líka viðbrögðin þegar hann sér spjaldið sitt…..

  Ekki það að ég sé að kalla hann verstan, mér fannst bara kómískt að sjá grátinn hans og hversu mærður hann var í kjölfarið…

 11. Tæklingar og brot eru hluti af leiknum og menn fá fyrir það spjöld og brottrekstra ef við á. Það er ekki ætlast til að menn noti hendurnar í þessum leik og því hefði þetta mark auðvitað aldrei átt að standa og Henry hefði átt að fá spjald fyrir uppátækið. En þessu verður ekki breytt úr því sem komið er. Hins vegar fyndist mér að það ætti að mega dæma Henry í bann fyrir þetta , sérstaklega þar sem hann viðurkennir að hafa gert þetta viljandi með það að markmiði að koma boltanum í netið hjá andstæðingnum.

 12. Tæklingar og brot eru hluti af leiknum og menn fá fyrir það spjöld og brottrekstra ef við á. Það er ekki ætlast til að menn noti hendurnar í þessum leik og því hefði þetta mark auðvitað aldrei átt að standa og Henry hefði átt að fá spjald fyrir uppátækið.

  Bíddu við, er “hendi” þá ekki alveg eins mikill hluti af leiknum, og menn fá fyrir það spjöld og brottrekstra? En auðvitað átti þetta mark ekki að standa, ekki frekar en mörg, mörg önnur mörk sem hafa verið dæmd góð og gild en voru ólögleg. Það er fyrst og fremst tímasetningin á þessu marki sem gerir það svona svaðalega umdeilt. Ég held að heimskulegustu athugasemdirnar sem hafa komið í dag eru að það ætti að spila leikinn aftur, ég bara trúi ekki öðru en að menn séu að djóka með það.

  Óheiðarlega gert hjá Henry, engin spurning um það, en ég sé samt ekki af hverju hann ætti að vera eitthvað meira úthrópaður en aðrir, þeir eru afar fáir knattspyrnumennirnir í boltanum í dag sem hafa ekki orðið uppvísir að því að reyna eitthvað ólöglegt til hjálpar sínu liði. Tímasetningin á þessu atviki setur það bara í svo hrottalega öflugt sviðsljós.

 13. Hendi fellur undir brot hjá mér, þannig að það er auðvitað hluti af leiknum.

 14. Tek undir með Steina, en það er ekki bara tímasetning marksins sem gerir þetta svona stórt heldur mikilvægi leiksins. Þetta er mikilvægari leikur fyrir Íra heldur en leikur í sjálfri riðlakeppninni á HM, hefðu þeir komist þangað.

 15. Auðvitað er þetta umdeildara og meira svekkjandi af því að þetta gerist í þessum leik.
  Ég er samt á þeirri skoðun að ekki eigi að fara að dæma eftir myndavélum og upptökum í leikjum því ég held að það skemmi leikinn. Við hefðum ekki um margt að rífast og ræða ef ekki væru umdeildu atvikin í leikjunum, brotin , mörkin, vítin og svo lögleg mörk sem ekki voru dæmd ofl. Þetta er partur af stemningunni í kringum fótboltann.

 16. Svo myndi ég reka Domenech ef ég réði í franska knattspyrnusambandinu og stela Hiddink frá Rússum.

 17. Ég vil ekki sjá það að fara að stoppa leiki og fara yfir vafaatriðið í miðjum leik líkt og í NFL (þó ég hafi mjög gaman af amerískum “fótbolta”), þá er ekkert til að rökræða eftir leik. Slíkt myndi einfaldlega taka allan sjarma af fótboltanum að mínu mati.
  Hinsvegar finnst mér í góðu lagi að dæma menn í leikbönn eftir á með því að skoða myndbandsupptökur. En í þessu tilviki hefði dómari ekki gefið Henry beint rautt spjald fyrir að haldleika boltan með þessum þætti, heldur gult. (nú veit ég ekki hvort að hann hafi verið kominn með gult spjald eða ekki)

 18. Það sem JMB sagði.
  Enga USA væðingu, frekar að dæma menn í bönn og sektir eftir leik.

 19. Það má samt ekki hengja Henry bara af því þessi leikur er svona mikilvægur, og bara dæma hann í bann útaf því. Það eina sem skiptir máli með mikilvægi leiksins er að þetta er enn meira svekkjandi fyrir Íra. En auðvitað ætti að vera hægt að dæma menn í bönn eftir á, ég veit ekki alveg hvaða fordæmi eru fyrir því. Það er það eina raunhæfa í þessu, veit ekki hvort það sé raunhæft samt nema Henry viðurkenni að hann hafi gert þetta viljandi. Myndi hann gera það eða bera fyrir sig hönd í bolta?

  Á þá að dæma N´Gog í bann fyrir að hafa látið sig falla um daginn? Hvar er línan? Hver ákveður það? Hvað þarf að gera til að hann sé dæmdur í bann? Þetta er eitthvað sem UEFA og FIFA þyrftu að skoða, og deildirnar sjálfar geta síðan sett einhverja línu eftir það.

  Það vil ég miklu frekar en einhverja myndbandsupptökur í miðjum leikjum. Við verðum að hafa eitthvað til að rífast um, það er það sem gerir fótboltann skemmtilegann! 🙂

 20. Ég skil Írana vel, svekkelsi á versta tímapunkti. Og ég efast um að svekkelsið minnki þegar Henry hefur sannarlega viðurkennt að hafa notað höndina viljandi.

  Ég man ekki hvernig það fór, en er það ekki rétt munað hjá mér að Eduardo átti að fara í bann eftir að upp komst um leikaraskap hans en svo var hætt við?

  Og þrátt fyrir að ég hefði viljað Írana frekar á HM en Frakkana (Frakkarnir undir stjórn Domenech eru leiðinlegir finnst mér), þá fyndist mér það ofboðslega alvarlegt fordæmi ef leikurinn yrði endurtekinn. Hvar myndi sá snjóbolti enda sem kæmi því af stað??

  Henry ætti að fara í bann. Hann viðurkennir brotið. Alveg eins og myndbandsupptökur hafa stytt bönn hjá einstaklingum, af hverju ekki að setja hann í bann vegna myndbandsupptöku?

  Ég skil alveg andúðina á Henry. Ég skildi alveg andúðina á Zidane eftir skallann fræga. En það tekur enginn af þeim hæfnina og eitt atvik eins og þetta (þessi) tekur ekki allt í burtu. Ef Henry hefði hins vegar verið í Arsenik ennþá og þetta leikur við Liverpool, þá hefði ég kannski hagað mér öðruvísi – sorrí, en ég myndi sennilega gera það.

  Þrátt fyrir að MT hafi verið keyptur til Liverpool, þá hef ég og mun aldrei fyrirgefa honum fyrir örlagaríka markið í den. Sá maður er dauður fyrir mér og einnig liðið sem hann var í á þeim tíma.

  Í stuttu máli: ég hefði viljað Írana áfram, ég vil Henry í bann, en ég vil ekki endurtaka leikinn og dómarinn á skilið hróp og útköll. Fylgist spenntur með Henry á HM 2010 🙂

 21. Það er einn punktur með þessi bönn fyrir hitt og þetta eftir leiki. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að refsa mönnum meira eftir leiki en í leiknum sjálfum. Refsingin fyrir leikaraskap er gult spjald og það að setja menn í leikbann fyrir leikaraskap er í besta falli fáránlegt, eins er það með þessa hendi hjá Henry, það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir dómarann, sem er samt staðsettur á þeim stað sem hann á að vera, og svo aðstoðardómarinn, hann er að horfa í gegnum að minnsta kosti 2 menn, ergo getur ekki séð þetta 100%. Ég er ekki að verja gjörðir Henry en það má ekki hengja hann fyrir þetta.

 22. Ekki ætla ég að úthrópa Henry fyrir það sem hann gerði. Ef þú spilar knattspyrnu þá er það hreinlega skylda þín gagnvart liðsfélögum þínum að gera allt sem í þínu valdi til þess að sigra leikinn(svo framarlega sem þú slasir engan).

  Að tala um óheiðarleika leikmanns eða siðferðisbrest finnst mér því algjör fjarstæða.

  Það sem manni finnst hinsvegar áhyggjuefni við þetta allt saman (og nú er maður kannski fullparanojaður) er hversu mikil skítalykt er af þessu öllu saman.

  Við getum ekki gert kröfu til leikmanna að þeir séu heiðarlegir, þeir gera jú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sigra leikinn. En við getum hinsvegar gert þær kröfur til dómarar og yfirmanna knattspyrnumála að þeir séu heiðarlegir.

  FIFA/UEFA breyta reglunum í miðri keppni til þess að tryggja að sterkari liðin mæti þeim veikari í umspilinu. Þegar slíkt virðist ekki ætla duga Frökkunum að komast áfram fá þeir mark dæmt gilt þrátt fyrir að tveir leikmenn hafi verið rangstæðir og þrátt fyrir að Thierry Henry hafi tvisvar lagt hann fyrir sig með hendi.

  Það er vitað mál að Platini og Blatter hafa horn í síðu bresku liðanna. Mín tilfinning er sú að ef knattspyrnuheimurinn (sá breski sérstaklega) lætur þetta yfir sig ganga þá getum við allt eins átt von á því að Henry skori svipað mark á Bernabeu í úrslitaleik CL í vor, þá hinsvegar – gæti andstæðingurinn verið Liverpool.

  Við vitum það vel að þetta eru gjörspilltar stofnanir. Mín spurning er, finnst það var í lagi að breyta reglunum í miðri keppni til að hyggla stórliðunum (Frakklands, Portúgal) á kostnað þeirra minni (Írland, Serbía) hvaða prótókól og reglur eru það sem er svona svona lífsnauðsynlegt að halda í
  sem kemur í veg fyrir að leika megi leikinn aftur?

 23. Mér finnst nú alltaf gaman að svona samsæriskenningum en einnig alltaf jafn einkennileg. í þessu tilfelli eins og Kristinn vísar í hér að ofan þá er hann semsagt að segja að þó ekki sé nóg með það að Blatter og félagar séu spilltir (sem þeir vafalaust eru) þá er búið að draga dómarana inn í þetta líka. Hvernig virkar það eiginlega er mér spurn ?

  Er kannski maður í síðum frakka og sólgleraugu sem talar við dómarann fyrir leik og segir, hey þú, ef þú hjálpar Frökkunum að komast áfram þá færðu að dæma á lokakeppni HM ! Hljómar kannski svoldið ýkt en vandamálið við svona kenningar þegar hópur fólks er kominn í “plottið” að það kjaftar ALLTAF einhver frá, það er bara þannig.

  Þú heldur ekkert öllu starfsólki FIFA/UEFA sem skiptir vafalaust hundruðum ef ekki þúsundum frá öllum löndum, öllum dómurum osfr inn í einhverju samsæri, það virkar bara ekkert þannig.

  Hef enga trú á að þetta sé eitthvað samsæri, hinsvegar virðist ríkja mikil spilling innan knattspyrnunar, það er önnur saga.

 24. Kristinn: Henry var óheiðarlegur spilari fyrir að nota hendina viljandi. Þetta er fótbolti, ekki handbolti. Og það er engin skylda að beita öllum ráðum til að vinna leiki, þ.e. þeim ráðum sem teljast ekki “lögleg” á vellinum. Ég skil heldur ekki muninn á því að sjá mann sýna fádæma leikaraskap, vera handleikandi boltann eða berjandi mann og annan – eitthvað sem dómarinn sá ekki – og segja að það megi ekki beita refsingum eftir á.

  Og Elías Már … af hverju er bann eftir á svo fáránlegt? Ef við viljum stuðla að heiðarlega spiluðum fótbolta, af hverju er það svo fáránlegt að refsa einstaklingum eftir á?? Eiga menn að komast upp með hvað sem er, svo lengi sem dómarar sjái það ekki í leiknum sjálfum? Eru ekki spjöld og bönn tæki til að refsa mönnum og vona að þeir “hafi lært lexíu”?

  Þetta var lúalegt af Henry, en þetta er ekki fyrsta ólöglega markið í sögu knattspyrnunnar. Írarnir verða bara að sætta sig við það og hætta við túristaferðir til Frakklands í framtíðinni. Henry má alveg fá bann fyrir að brjóta reglur viljandi, fyrst hann hefur viðurkennt það.

 25. Mér finnast ummælin #26 ótrúleg…að ekki sé hægt að fara fram á að leikmenn séu heiðarlegir og að þeim beri skylda til að gera allt til þess að sigra er einfaldlega bara fáránleg fullyrðing. Eigum við þá ekki að gera þá kröfu að leikmenn leggi sig fram við að taka andstæðinga úr umferð og beita við það hvaða ráðum sem er, allt leyfilegt á meðan þeir komast upp með það? Mér finnst líka svolítið skondið að verja Henry með þeim rökum að það séu fleiri óheiðarlegir, það er semsagt í lagi að svindla ef að maður er ekki einn um það. Þetta var óheiðarlegt af Henry og hann er minni maður fyrir vikið og mér finnst í góðu lagi að hengja hann fyrir það.

  Ég skammaðist mín fyrir N´gog er á því að Rafa hefði átt að refsa honum fyrir dívuna. Ég vil frekar tapa stigum með því að spila heiðarlega en að vinna óheiðarlega.

 26. Það er alltaf spurning hvar við drögum línuna í svona málum. Það varð heldur betur upp fótur og fit yfir hegðun stúlku sem var að spila í háskóladeildinni í USA í síðustu eða þar síðustu viku og beytti þar alveg ótrúlegum fautabrögðum sem dómarinn sá ekki. Henni var refsað eftir á, afhverju ætti þá ekki að vera hægt að refsa leikmönnum sem svindla eins og Henry í gær eða dýfa sér eins og N´Gog, Eduardo, Ronaldo eða Drogba?

 27. Jæja strákar, hvað er það í lífinu sem er þess virði að berjast fyrir? Er það ekki mannorðið og orðspor sem menn leggja mest upp úr að halda í lagi???? Ég að minnsta kosti reyni að lifa eftir ákveðnum lífsviðhorfum eins og gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér og að maður sé ávallt heiðarlegur og að gera alltaf allt sem í mínu valdi er til að vera sanngjarn….. N.B. þetta tekst auðvitað ekki alltaf en það er algjört lágmark að þegar menn fara yfir strikið (gera mistök) sem gerist auðvitað á einhverju augnabliki eins og hjá Henry í gær þá viðurkenna menn það og biðjast afsökunar… það er eina leiðin sem ég sé færa til að halda í mannorðið.

  Mér persónulega finnst að í íþróttum eigi að gilda sömu lögmál og í lífinu, Reyndar finnst mér eins og rökin sem eru að koma hérna fram fyrir því að menn eigi að gera allt fyrir sigur og svo framvegis séu ágætis mælikvarði á siðferði manna. Lítum t.d. á afhverju íslendingar eru í skítnum í dag? Er það ekki einmitt vegna þess að menn gerðu allt sem þeir gátu til að græða sem mest fyrir sig (gera allt til að sigra leiki), þetta er siðlaust að mínu mati og á ekki að eiga sér stað.

  Vegna þessa er ég mjög á því að það eigi að taka upp á því að dæma út frá upptökum þegar mikið liggur við… rautt spjald, víti, mark o.s.fr.v. Svo á að taka harðar á öllum sem svindla eða gera eitthvað óheiðarlegt á vellinum, það er ekki réttlætanlegt að menn geti farið í tæklingar og limlest andstæðinginn, sem getur í sumum tilfellum ekki spilað fótbolta aftur, og fengið eingöngu 6 leikja bann!!!! (jafnvel minna) Það þarf að herða á ýmsum reglum innan boltans og ein þeirra er heiðarleiki!!!! N.B. þetta eru fyrirmyndir barnanna! Þ.a.l. þarf að gera meiri kröfur til íþróttarinnar og þeirra manna sem stunda hana.

 28. Frakkar eiga bara að sýna úr hverju þeir eru gerðir, bjóða Írum að spila annan leik, sem og reka þenna þjálfarabjána sem að stjórnar þeim. Mæta síðan fyrir framan sína eigin áhorfendur og vinna Írana. Þá myndi fólk ekki tala um annað á HM en það hversu miklir heiðursmenn þeir eru. Þeim er kannski sama þó þeir séu flokkaðir sem skussar en þessi Domenech kemur þeim ekki langt á HM, það virðist hafa gleymst að segja honum að Zidane er hættur og þar að leiðandi skiptir máli hverjir spila fyrir þá.

 29. Ég verð að taka undir með Don Roberto og Sigga S – þú skrifaðir það sem ég hugsaði á skilmerkara máli en ég hefði gert sjálfur.

 30. Doddi: Ég sagði aldrei að það ætti ekki að refsa, ég var bara að benda á fáránleika þess að refsa þyngra ef dómari leiksins sá ekki ástæðu til að resfa í leiknum, eins og að setja menn í bönn fyrir leikaraskap, það mun heldur aldrei standa.

 31. Ég bara verð að vera sammála þessum pistli. Ég er algjörlega á móti því sem Henry gerði en auðvitað gerir hann það sem hann getur til að komast á HM, ekki að því að hann er vond persóna heldur þegar þú ert að keppa á þessu leveli þá er svo auðvelt að missa sig í hita leiksins, það er svo auðvelt að sitja heima í stofu og gagnrýna svona hegðun, þetta er bara ekki nálægt því sami hlutur og að spila fótbolta hérna heima (hvort sem það er með félögunum eða í efstu deild hérna). Og eins og pistlahöfundurinn sagði, nefnið mér einhvern sem hefði ekki gert það sama?

  Annað sem ég er alveg sammála er afhverju er gerður svona stór munur á dýfum (og hendi og öðru eins) og þegar fólk er að gera hættulegar tæklingar, þegar það er brotið bara í þeim eina tilgangi að stöðva sóknir, verið að halda í treyjur í föstum leikatriðum, þetta er nákvæmlega sami hlutur, það er verið að brjóta reglurnar vísvitandi til þess að fá mark eða koma í veg fyrir að fá mark á sig. Einmitt gott dæmi í pistlinum um McShane. Aldrei hef ég séð varnarmönnum refsað eftir leik fyrir það að halda í menn í föstu leikatriðið og koma í veg fyrir marktækifæri, Ja eða ef varnarmaðurinn blakar bolta í burtu með hendinni og kemur í veg fyrir gott skallatækifæri!

  Á meðann það er enginn dómari að skoða upptökur þá er alltaf líkur á því að þetta gerist, eins og hefur komið fram, á meðan þetta er svona þá er þetta partur af leiknum, fólk er bara mannlegt, það mundu allir landsliðsmenn reyna svona til þess að koma landinu sínu á Heimsmeistarakeppni!

 32. Kom on Tryggvi(2)!!!!!

  Prinisip mál að gera vinnuna sína og það að gera hana eins heiðarlega og hægt er, það eru ekki góð rök að segja “það mundu allir landsliðsmenn reyna svona til þess að koma landinu sínu á Heimsmeistarakeppni!”!!!!
  EF SATT ER ÞÁ ER ÉG HÆTTUR AÐ HORFA Á BOLTANN!!! 😀

  kom on jú REDS
  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 33. Hvað er þetta,auðvitað ganga menn eins langt og hægt er hvort sem það er heiðarlegt eða ekki síst þegar svona stórir leikir eru þá gera menn allt til að komast á HM.Eins og Henry bennti réttilega á þá er hann ekki dómari,fyrir mitt leiti vill ég frekar fá Frakkana á HM en þessi írsku leiðinlega tudda.

 34. Hey Guðbörn, SAMMÁLA, en myndir þú vilja vera stymplaður það sem eftir er af þínum ferli (ekki að ég sé að egja það að hann verði það) fyrir AKKÚRAT ÞETTA?

  Ég bara spur-cola sko 🙂 😀 😉

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 35. Henry er einhver heiðarlegast leikmaður í þessum bransa svo ég er ekki að sja að hann verði eitthvað stimplaður ”eitthvað” eftir þennan leik

 36. Auðvitað svindlaði Henry, rétt eins og Ngog svindlaði í síðustu viku, Eduardo svindlaði í ágúst, og svo framvegis og framvegis. Stundum getur síendurtekin hegðun ákveðinna leikmanna (t.d. Drogba, C.Ronaldo, Gilardino) farið í taugarnar á manni en það verður að segjast eins og er að þetta er bara í eðli keppnismannsins. Ef menn geta beygt reglurnar örlítið til að sigra gera þeir það.

  Mér finnst þess vegna frekar ódýrt að ætla bara að hengja greyið Henry fyrir það sem hann gerði. Írarnir hafa allir gert þetta, það gera þetta allir, og allir heiðarlegir Íslendingar myndu viðurkenna að þeir myndu gera það sama. Ef ég hefði verið í hans stöðu, með möguleikann á því að blaka boltanum léttilega með hendinni og tryggja Íslandi þar með þátttöku á HM, hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um.

  Mannleg hegðun. Það er frekar langsótt að ætla að breyta henni úr því sem komið er.

  Eftir stendur dómgæslan, hegðun FIFA í kringum þetta umspil og viðbrögð FIFA eftir atburðinn. Byrjum á byrjuninni:

  Dómgæslan: Henni er ábótavant, það er alveg klárt. Ef fjórði dómarinn hefði mátt nota myndbandsupptökur hefði markið verið dæmt af á tíu sekúndum. Hefði ekki tekið meiri tíma. Ef þjálfarinn hefði mátt ‘challenge’-a úrskurðinn eins og tíðkast í NFL í Bandaríkjunum hefði Trappatoni gert það, fjórði dómarinn skoðað atvikið og dæmt það til baka. Ef það hefðu verið tveir aðstoðardómarar í viðbót, á sitt hvorri endalínunni eins og FIFA hefur verið að prófa sig áfram með, hefði þetta mark aldrei verið dæmt gilt. Né leikaraskapur Ngog og/eða Eduardo, og mörg fleiri slík atvik. Það verður einfaldlega að gera eitthvað, leikurinn hefur þróast of mikið í átt að leikaraskap og/eða svindli til að þrír dómarar á vellinum dugi lengur.

  Hegðun FIFA í kringum umspilið: Gæti ekki verið augljósari og fyrirlitlegri. Þeir gáfu út fyrir riðlakeppnina að liðin sem lentu í þessu umspili færu öll í einn hatt og yrðu dregin þar saman. Svo um leið og ljóst varð að það stefndi í að stórlið á borð við Frakkland, Portúgal og Rússland yrðu í þessum potti var reglunum breytt núna skömmu fyrir dráttinn og skyndilega átti að hafa tvo styrkleikaflokka. Lesist: tryggja að Frakkar og Portúgalir þyrftu ekki að mætast! Þetta er svo ógeðfellt að það hálfa væri nóg.

  Þögn FIFA eftir atvikið segir sína sögu líka. Platini og Blatter hafa verið manna duglegastir að hrauna yfir enska knattspyrnu og/eða enskuspilandi leikmenn við hvert tækifæri. Þegar Eduardo lét sig detta gerðu þeir allt vitlaust og reyndu að senda hann í þriggja leikja bann (sem, eins og Elías Már bendir réttilega á, er fáránlegt þegar hann hefði bara fengið gult spjald ef dómarinn hefði séð þetta), þegar Liverpool spilaði í úrslitum CL í Aþenu blaðraði Platini endalaust um bulluskap enskra stuðningsmanna, en þagði algjörlega nokkrum árum áður þegar aðdáendur Internazionale hentu flugeldum í Dida hjá AC Milan, og svo mætti lengi telja.

  Vandinn er hjá FIFA, og að vissu leyti UEFA líka. Þessir menn blaðra og blaðra um það sem hentar þeim illa en um leið og vinaþjóð á borð við Frakkland á í hlut, eða um leið og það er ein af stóru þjóðunum gegn einum af þeim smærri, virðast þeir þegja og nánast gleðjast í laumi yfir að svona hafi farið.

  Er furða þótt fólk sé uppfullt af samsæriskenningum um að Frakkarnir hafi fengið hjálp við að komast á HM? Að dómarinn hafi átt að hjálpa þeim? Maður vill ekki vera þessi ofsóknaróða týpa, en sumt er erfitt að verja.

  Látið Henry því vera. Hann er ekkert verri (eða betri) en Ngog, Eduardo, Drogba, C. Ronaldo, Gerrard okkar og allir hinir. Það er FIFA sem er vandamálið og það er það sem fólk ætti að vera að ræða. Við lifum á 21. öldinni og leikurinn hefur breyst frá því sem var. Jakkafötin verða að bregðast við því.

 37. Kæri Guðbjörn og Kristján Atli.

  Þetta var smá kaldhæðni hjá mér og er ég að öllu leiti sammála þér (K.A) með skrifum þínum hér að ofan.

  Þetta þarf að styrkja, ekki spuring; Dómgæslan: er ábótavant, það er alveg klárt. “Ef það hefðu verið tveir aðstoðardómarar í viðbót, á sitt hvorri endalínunni eins og FIFA hefur verið að prófa sig áfram með, hefði þetta mark aldrei verið dæmt gilt” og mörg önnur mörk og vafaatriði svo sem “dýfur” “tæklingar” og fl o.fl ……

  Guðbjörn, ég er ekki að rengja þig, en heiðarlegur og ekki heiðarlegur – það er góð spuring, ef menn hafa gert svona áður eru menn þá hei…… ok 😀

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

10 litlir varnarmenn…

Man City á morgun!