Klassískur landsleikjahlés pistill..

Í fyrsta skipti svo ég bara hreinlega muni eftir var ég bara hálf feginn að það var landsleikjahlé og ekki leikur hjá Liverpool þessa helgi! Þetta er hrikaleg tilfinning sem ég vona að ég komi aldrei til með að fá aftur. En staðreyndin er bara að eftir svona hörmungarkafla og Liverpool hefur átt undanfarnar vikur og það magn af neikvæðri dómsdags umræðu alla daga var þessi hvíld bara nokkuð góð. Eins var maður auðvitað með það bakvið eyrað að sjaldan hefur liðið þurft eins mikið á hvíldinni að halda og meiðslin eru þannig núna að frekar fáir fóru í verkefni hjá sínum landsliðum og enn höfum við ekki heyrt af neinum meiðslum 7, 9, 13. Reyndar eru Torres og Gerrard báðir ennþá að jafna sig á síðasta landsleikjahléi og þessi kafli sem liðið hefur milli landsleikja hefur farið langt með að rústa þessu ári hjá okkur.

En það eru allavega ennþá ekki að koma svona hroðalegar fréttir af okkar mönnum og Arsenik fékk af RVP, þegar maður tekur mið af því hvað þetta er pirrandi þegar um er að ræða Torres eða Gerrard þá get ég ekki annað en hreinlega vorkennt Arsenal að missa sinn besta mann í tilgangslausum æfingaleik. Reyndar var ég bara að sjá þetta með N´gog, veit ekki hvað nefbrot þýðir í meiðslum né hvað mikið er að marka þessa síðu.

Hvað um það, næstu leikir hjá okkur eru gegn Abu City og þar á eftir er það Everton þannig að við gætum sokkið enn dýpra… en líka slysast til að ná einhverjum úrslitum og koma smá sjálfstrausti og bjartsýni aftur í mannskapinn.

Fréttir af klúbbnum eru annars ekki svo ýkja miklar eða gáfulegar þessa dagana, næsti leikmannagluggi er að nálgast og því er slúðurpressan farin að fjölga ferðunum á pub-inn til muna og er farinn að orða hina ýmsu menn við okkur. Einhversstaðar sá ég Hernanes frá Braselíu orðaðan við okkur og litist nokkuð vel á þann leikmann. Eins er Elia ungur hægri kantur frá Hollandi sem spilar með Hamborg í Þýskalandi orðaður við okkur. Van Der Vaart er orðaður við flest félög í heiminum. Kajer hinn danski og stóri miðvörður Palermo er linkaður við Liverpool, United og Rússland.

Þessar fréttir fara svo að verða skemmtilegri þegar líða tekur á vikuna, t.a.m. er Carlton Cole hjá West Ham sagður kosta £20.m. Ef það er ekki nóg þá fóru þeir á News Of The World á árshátíð og ákváðu í fyrirpartýinu að orða Eduardo við okkur á £10.m. En lítið hefur verið að gera í alvöru meiðslum hjá Liverpool eftir að Kewell og Cisse fóru. Læknastaffið er orðið þreytt á þessum titlingaskít sem okkar menn næla sér svo reglulega í þessa dagana.

En já talandi um fyllerí þá er rússneska  fyllibyttan Roman Pavlyuchenko orðaður í janúar, jafnvel á láni. Ég veit ekki með hann enda efa ég að hann hafi það hugafar sem Benitez vill hjá leikmannig en bæði hann og Carlton Cole eru týpur af leikmönnum sem okkur vantar í hópinn, en þar með er ekki sagt að maður sé vitund spenntur fyrir að fá þá á Anfield. Carlos Pavlyudinho myndi strax hljóma betur.

Á móti er svo Javier Mascherano reglulega orðaður við Barca og maður gæti bara hreinlega trúað að hann eigi ekki eftir að vera hjá Liverpool í mörg ár í viðbót eins og staðan er i dag.

Talandi um miðjumenn þá var ítalska þjóðhetjan Andrea Dossena að tjá sig um landa sinn Aquilani:

“He is a complete midfielder who can do everything at both ends of the pitch. He can run, defend, make a hard tackle or score with his terrific shot from long distance.
“He and Gerrard together can give us the strongest midfield in the league, and one of the strongest at European level. Over the past two seasons he has played little football because of his injuries, but when he is fully fit he will prove his value.
“Give him just a little time to settle in England, on and off the pitch, and he will be a sensational player.”

Svosem ekkert nýtt þarna enda um svona týpískt LFC.TV viðtal við leikmenn að ræða en þar eru á ferðinni einhver þurrustu, fyrirsjáanlegustu og leiðinlegustu viðtöl sem tekin eru í geiminum. Ekkert diss á hina frábæru LFC.TV síðu samt, svona fyrirsjáanleg færibanda viðtöl fara bara í taugarnar á mér og minna mig á það þegar ég tek “viðtöl” við leikmenn míns liðs hérna á Íslandi fyrir aðra síðu… og segi leikmönnunum svo frá því eftir á (“,)

Ekki snúa þessu upp í að ég sé bara að tala um Doeesena samt, þetta á við um alla leikmenn og t.d. er venjulegt viðtal við Gerrard oft álíka spennandi og samtal við tré í útilegu á 7 bjór (s.s. ekki alveg alslæmt).

Í lok þessa pistils sem er eins og sjá má eingöngu uppfyllingarefni til að losna við umræðu síðasta þráðar langar mig að hrósa formanni Liverpool klúbbsins og óska honum til hamingju, því þrátt fyrir að hafa sýnt af sér það fádæma reynsluleysi að eiga von á sér á miðju tímabili þá náði hann að stilla þetta þannig að hægt var að nýta landsleikjahléð í þetta. Vel gert SSteinn.

ATH: vinsamlega ekki tjá ykkur hérna ef þið eigið við sama vandamál að stríða og Viktor EB talaði um hér ! Í þessu ástandi er fólk á vegum kölska.

32 Comments

 1. “rússneska fyllibyttan” ??? Er það eingöngu af því maðurinn er Rússi eða hafa menn eitthvað fyrir sér í þessu ? Ég bara spyr af eintómri ást og hamingju (maður er orðinn hræddur við hvað margir hérna eru orðnir viðkvæmir).

 2. Vil bara benda á að þessi frétt sem þú linkar á varðandi Hernanes er frá 14 júlí síðastliðnum, í þessari sömu frétt erum við einnig orðaðir við Alberto Aquilani nokkurn en þá bara ef svo óheppilega vildi til að Xabi Alonso færi frá okkur 🙂

  Annars fínn pistill 🙂

  • Vil bara benda á að þessi frétt sem þú linkar á varðandi Hernanes er frá 14 júlí

  Mig minnir endilega að ég hafi séð Hernanes orðaðan við okkur fyrir ca. viku eða svo, þannig að ég gerði google leit Hernanes Liverpool og setti þetta alveg án þess að lesa 😉 Slúður í dag er hvort sem er allt jafn ólíklegt.

  En líklega hef ég verið að lesa einhvern caughtoffside link frá 11.nóv. og það crap á maður ekki að lesa

  og einhversstaðar las ég að Pavluchenko væri mikill aðdáandi Vodka.. en í guðsbænum farið ekki að lesa of mikið í þetta enda nokkuð ljóst að þú ert ekkert að fara gera í enska boltanum í dag ef þú ert fyllibytta!! (then again þá er hann ekki að gera neitt;))

 3. Mig minnir að það hafi verið vodkinn sem játaði ást sína á Pavluchenko. Annars líst mér einna best á hann af öllum þeim sem linkaðir eru við LFC þessa dagana. Þó svo að hann hafi ekki verið mjög sannfærandi með Tottahann þá man ég eftir honum sem flottum markagammi á síðasta EM. Tek hann fram yfir Carlton Cole, amk á því verði sem rætt er um.

 4. Sammála þér með viðtölin á liverpoolfc.tv – mætti koma meira líf í þessar fréttir – spurning um að þeir ráði bara Hödda Magg 😉

 5. Já vá hvað það er eiginlega bara búið að vera gott að fá smá frí frá þessum ósköpum. Vona svo sannarlega að Rafa og co hafi náð að nýta tímann vel og náð vopnum sínum aftur. Ég allavega vil ekki hugsa til þess hvað gerist ef Rafa nær ekki að snúa blaðinu við. Ef við gefum okkur versta senaríó og við töpum fyrir Man City og Everton þá eru dagar hans vafalaust taldir. Ef við aftur vinnum þá báða þá sé ég fyrir mér að liðið fari á gott run og vinni marga leiki í röð. Hvað sem gerist þá verður eins og alltaf spennandi að sjá hvað gerist þegar LFC er annarsvegar. 🙂

  Varðandi þetta slúður þá væri ég alveg til í að fá þennan Elia 🙂 Aðrir eru ekki fyrir minn smekk en kannski Rafa haha 🙂

 6. Rosalega eru menn þunglyndir. Svona farið að halda með Tjélsí !!

 7. Flott umfjöllun þarna, Mummi – gaman að sjá að einhver af stóru miðlunum leggi vinnu í að kanna málið í staðinn fyrir að opna bara fyrir kranann á einhverjum álitsgjöfum…

 8. Eru menn ekki hræddir um að þessi Elia verði bara enn einn Babel ? Sem sagt flottur á youtube og stendur sig vel í minni deildum en svo skíti á sig í enska boltanum. Ég er einmitt dáldið hræddur um það

 9. http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article6919543.ece

  Skondið að þessi ummæli eru allstaðar sleginn upp í fyrirsögn að Rafa hættir ef Torres verður seldur. Þessi ummæli eru brot í viðtalinu þar sem Rafa er spurður hvað ef eigendur Liverpool freistast til að selja Torres fyrir skuldum ef 100 milljón punda tilboð bærist í hann. Rafa svarar að það muni ekki gerast og hann myndi þá hætta. Síðan talar hann um klúbbinn og sinn vilja að gera klúbbinn sigursælan. Það er aftur á móti dulin hótun hjá Rafa í þessum orðum til eigandana. Ef Gillet og Hicks selja Torres þá myndi uppsögn Rafa verða minnsta áhyggjuefni þeirra. Morðhótun frá milljónum Liverpoolaðdáenda og þar á meðal ég yrði mesta áhyggjuefni þeirra!

 10. Voru þið búnir að sjá þennan. Andstæðingar Liverpool að missa sig núna.
  BREAKING NEWS: It has been announced that next year’s shirt sponsor for Liverpool will be Tampax. A spokesman for Tampax said “To sponsor a bunch of cunts going through a bloody bad period is exactly what our company is all about!”

 11. Sælir félagar
  Gott innlegg frá #16 Hauki. Að öðru leyti er ekkert jafn gott og ekkert þessa dagana.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Mig langar að koma með ábendingu til síðunnar.

  Eins og þetta er nú öflug og góð síða með ágætum pistlahöfundum (þar sem Maggi ber af öðrum) þá nýtast nú landsleikjahléin ekki nægjanlega vel. Þessir tveir síðustu pistlar eru mjög hraðsoðnir og bera þess merki að vera uppfyllingarefni og áður hafa þessi hlé verið hálf vandræðaleg. Sum hléin hafa verið ansi góð þar sem magnaðir pistlar hafa poppað upp. Þess á milli koma oft með ofurhraða margar góðar greinar í röð sem næst varla að klára að ræða. Ég legg til að ritstjórnin plani landsleikjahléin þannig að “tímalausir” pistlar geta legið á lager fyrir hléin eða að menn fái útlhutað verkefnum, t.d. taktík, leikmannakaup- og sölur, þjálffræði, önnur lið, statistík og fleira sem fellur undir liðið okkar. Það mætti þessvegna skella upp gömlum og góðum pistlum þar sem pistlahöfundar hafa sýnt fram á spádómsgáfu eða ekki, hægt er að ræða breytingar sem hafa orðið síðan verið var að ræða þá pistla, skjóta inn gestapistlum o.s.frv.

  Eins og þetta er nú góð síða þá fær maður hálfgerð fráhvarfseinkenni þegar hlé verða á boltanum sem og þessum fínu pistlum sem eru hérna.

  Með vinsemd og virðingu,
  Ívar Örn Reynisson

 13. Einhvers staðar á þessari síðu var rætt um viðtöl við leikmenn á opinberu síðunni. Þau væru vanalega einn allsherjar halelúja kór sem er rétt. Miðað við, þó að um leikmann Roma hafi verið að ræða, er áhugavert að Totti geti ekki sagt merkilegri hluti um landa sinn en þetta.
  Andrea Dossena is another Italian international on our books. What have you made of his impact in England? Last year he scored famous goals against Real Madrid and Man United…

  He is a decent full-back, who can do well both attacking and defending.

 14. Nr. 19 Jóhann

  Hvernig er skammtímaminnið? 😉 (þetta með viðtölin var í þessari færslu hjá mér!)

  og hvað átti hann eiginlega að segja meira um áhrifin sem Dossena hafði á sínu fyrsta tímabili á Englandi? Hefðu fáir farið svona blíðlega með þessa spurningu held ég svei mér þá.

 15. Það er svo rosalega mikið af skýrslum og greinum hérna, slær öllu saman. Þeir reyna samt að gefa honum opnun með að tala um mörkin hans, hann tekur því bara ekki.

 16. Sæl öll.

  Varðandi landsleikjahléið núna held ég að allir Liverpoolaðdáendur hafi í raun þakkað fyrir þetta hlé. Þriggja vikna stanslaus högg þreyta mann og ég segi alveg satt að ég hef bara leitt hugann að öðru eins og við allir.

  Mér finnst þó frábært að sjá að alvöru blöð og rannsakendur eins og Mummi bendir á eru farin að horfa á stóru myndina og mála myndir gráar, ekki svartar eða hvítar (yfirleitt svartar).

  Viðtalið við Rafa tekið í Akademíunni er nákvæmlega það sem dyggir LFC aðdáendur ræða um, það hvernig allt hefur breyst í kringum liðið á þeim tíma sem hann hefur verið það, þarf ekki að rifja upp það sem í greininni kemur fram um virði leikmannahóps og félags. Það mun örugglega duga bisnessgæjunum sem reka félagið.

  Varðandi pistla í landsleikjahléum hefur þetta hlé nú líka verið alveg einstaklega erfitt sökum almennrar fréttaþurrðar um annað en meiðsli og peningmál, en líka í kjölfar frétta hér sem margar söfnuðu vel yfir 100 athugasemdum!

  Ekki afsakanir, en ástæður.

  Tek samt vel til greina ummæli #18 og er alveg viss um að við gerum það allir…..

  Er stormurinn að detta niður, sýnist glitta í gullinn himinn….

 17. Ívar Örn, þakka þér fyrir ábendinguna. Ég held að málið með þetta landsleikjahlé sé hins vegar það að við erum öll hreinlega fegin að fá smá hvíld frá Liverpool-áföllum. Ef þú skoðar síðuna nokkrar vikur aftur í tímann sérðu að það hefur verið skrifað ótrúlega mikið hér inn, sjálfur hef ég sennilega verið virkari síðustu tvo mánuðina hér en ég hef verið í mörg ár. Við höfum skrifað mikið um gengi liðsins og fylgt því eftir alveg niður í tærnar … við þurftum einfaldlega að nýta þetta landsleikjahlé, á meðan ekkert er að frétta af Liverpool, til að taka okkur smá pásu, og njóta þess að það sé ekkert að frétta af Liverpool.

  Komum svo endurnærðir inn þegar helgin nálgast og þá fer allt á fullt, jólatörnin að byrja og svona. Það verður nóg að gera hérna næstu vikur. 🙂

 18. Kannski ekki alfarið klúður Rick Parry…

  Benitez also revealed his title dreams last season suffered a blow when the club failed to land Gareth Barry from Aston Villa.

  Barry ended up staying at Villa after a long protracted transfer saga and he has since ended up moving to Manchester City.

  Benitez believes missing out on Barry also affected Robbie Keane’s chances of being a success at Anfield.

  Keane last just six months at Liverpool last season before being sold back to Tottenham with Benitez admitting Barry was his top priority and not Keane.

  “The plan was for Barry to play on the left and feed the ball to Robbie Keane, who would play up front with Fernando Torres,” added Benitez.

  “This blueprint had to be scrapped. The collateral damage was Keane, who signed from Tottenham Hotspur before the Barry deal had been done.

  “When we wanted to sign Barry, we were sure we were signing a good player with a very good mentality and the quality to play in the Premier League. The priority was Barry, then Keane.”

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_5701267,00.html

 19. Sælir félagar.

  Ég endurtek; ekkert er jafn gott og ekkert á þessum síðustu tímum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. Þið vitið það drengir að ef þessi helgi spilast vel fyrir okkur í 3 leikjum þá erum við komnir í 4 sætið. Ef við vinnum City, Aston Villa gerir jafntefli og Tottenham tapar þá erum við í 4 sætinu. Bara smá pæling :0)

 21. Austanmaður, mikið rétt. Eftir skelfilega tvo mánuði væri ótrúlega sterkt að geta verið samt fyrir ofan Aston Villa, Man City og Tottenham. Myndi sýna þessum liðum að þau eiga enn nokkuð í land með að velta fjórum stóru úr sessi.

  Vonum það besta. Vonandi sýnir liðið sitt rétta andlit á laugardag.

 22. Frábær greinaflokkur Times að undanförnu veitir góða innsýn í karlinn og hans hugsjón sem er auðvitað frábær fyrir Liverpool.

  Hvort hún verður að veruleika er annað mál, en það verður ekki útaf því að hann hafi ekki reynt!

 23. Vonandi hefur þetta landsleikjahlé góðm áhrif og liðið dettur í gírinn…en það eru alltaf leiðinlegar fréttir inn á mill í morgun las maður að það væri brunasala framundan hjá liverpool til að lækka launakostnaðinn svo var önnur frétt að að Benitez segist hætta ef Torres verður seldur,maður spyr sig hvort einhver fótur sé fyrir því að Liverpool ættli að selja sýna bestu menn til að borga skuldir.
  Hvort sem þetta eru bara slúðurfréttir eða ekki,þá fór ég ósjálfrátt að hugsa um Leeds og það með hryllingi.

Hvíld

10 litlir varnarmenn…