Carlton Cole í janúar?

The Daily Star greinir frá því í dag að Rafa Benítez sé að hugsa um að reyna að fá Carlton Cole frá West Ham í janúarglugganum fyrir 12m punda.

Ég kaupi þessa frétt samt eiginlega ekki. Það er vitað mál að West Ham eiga við lausafjárvanda að stríða og gætu þurft að selja leikmenn, og það er einnig vitað mál að Carlton Cole vill komast til stórliðs og spila í Meistaradeildinni. Svo sjá allir að við þurfum a.m.k. einn háklassaframherja til að vera með Torres og Ngog í hópnum okkar. Hins vegar er ég ekki viss um að Carlton Cole sé sá maður, þótt ég hefði ekkert á móti því að fá hann.

Svo er það líka Daily Star sem segir frá þessu. Legg ekki mikinn trúnað í það blað.

Þetta eru svo sorglegar fréttir: þýski landsliðsmarkvörðurinn Robert Enke framdi sjálfsmorð í gær, stökk fyrir lest og batt enda á líf sitt aðeins 32ja ára gamall.

Ég man eftir að sjá Enke spila fyrir Barcelona, þar var fínn markvörður á ferð. Hann var í fríi frá landsliðinu þetta sinnið vegna þess að hann er nýstiginn upp úr meiðslum en Joachim Low, landsliðsþjálfari, hafði áður sagt að Enke yrði í hópnum á HM næsta sumar og sennilega aðalmarkvörður Þjóðverja. Hann og kona hans misstu víst dóttur árið 2006 vegna veikinda en ættleiddu annað barn í vor.

Þetta er allt saman ótrúlega sorglegt mál. Svona getur þunglyndið farið með bestu menn, jafnvel fræga, ríka knattspyrnumenn sem eru í þokkabót nýbakaðir feður og hafa HM í knattspyrnu til að stefna að. Hvernig skyldi Sebastian Deisler líða í dag?

Allavega, hvíl í friði Robert Enke.

58 Comments

 1. Miðað við það hversu svakalega Carlton Cole tók þá Carra og Skrtel í nefið þá líst mér hreint ekki illa á þetta ef þetta kynni að vera rétt.

 2. Cole er ekki ósvipaður og Heskey, sterkur líkamlega en getur verið klaufi á köflum. Væri alveg til í að fá hann en ekki fyrir 12 m punda.

 3. Þó David Ngog sé ungur og efnilegur þá þurfum við e-n sterkari til að leysa Torres af hólmi, einkum og sér í lagi vegna þess hve Torres hefur átt í erfiðleikum með meiðsli að undanförnu. C. Cole væri flottur kostur, stór, sterkur, ágætur á boltann og skorar mörk… ekki hægt að biðja um mikið meira.

  Síðan væri gaman ef Rafa næði að lokka Van Der Vaart til LFC frá RM en hann vill víst yfirgefa RM í janúar.

 4. Cole væri flottur. Slæmar fréttir annars af Yossi og Riera, via Echo: “The news concerning Yossi Benayoun and Albert Riera, though, is much more bleak and both midfielders are set for a month on the sidelines after tearing their hamstrings.”

  Og Torres frá í þrjár vikur.

  Ég er viss um að meira að segja Ssteini er ánægður að fá smá landsleikjahlé núna, þar sem menn geta náð sér af meiðslum og áttað sig aðeins á hlutunum.

 5. Að þetta er að öllum líkindum alls ekki skrifað af púllara og að ég svaraði þessu fyrir mig hérna

  Af fyrstu ummælum að dæma sýnist mér þeir svara þessu ágætlega á síðunni líka

  Það kemur t.d. alls ekki fram þarna að þegar Rafa tók við var Roman búinn að eyða áður óheyrðum upphæðum í lið sem var svipað gott og Liverpool fyrir, Arsenal var með sitt ósigrandi lið sem Wenger hefði byggt glæsilega upp og United var þegar með rándýrt og vel samansett lið.
  M.ö.o. Rafa byggði upp alveg nýtt lið og hefur oftast þurft að selja til að kaupa. Hans net spend er um 83m. á fimm árum.

  Og bilið hefur verið svo gott sem brúað milli þessara klúbba ef litið er yfir síðustu tímabil (ekki stöðuna í deildinni eins og hún er akkurat núna).

 6. Svar við því Tryggvi er eins og Babu bendir á…

  Liverpool var hálfgert grín á þeim tíma, á meðan Arsenal var ný farið í gegnum ósigrandi tímabil. Utd var enn með kjarnan úr meistaraliði sínu að viðbættum Ronaldo, Chelsea fann Olíu.

  Okkar hópur var þeim langt að baki.

 7. Ef t.d. þessi grein úr Times tæki með 2003-2004 tímabilið hjá Chelsea þá væri þetta ekki samanburðarhæft en þá keypti Chelsea fyrir 150 mill og seldu fyrir 100 þús.

  Það var nefnilega þá sem Roman var mættur á svæðið og á þessu sumri mótast Chelsea liðið fyrir næstu ár á eftir.

  Það má sjá þetta hér á Soccerbase

 8. Smáviðbót, samkv. Times yfirlitinu er tímabilið 2004-2009 í 186 mill í mínus … ef 2003-2004 er tekið með í myndina erum við að tala um 339 milljónir í mínus.

  Og til þess að rugla þetta ennþá meir … samkv. þessu er Rafa í 122 milljónum í mínus … en það er svo aftur á móti minna en Chelsea eyddi nettó tímabilið 2003-2004 sem eru aftur 153 milljónir punda.

 9. Eru menn að grínast með að þrá það að fá Charton Cole í Liverpool?
  Ekki nóg með það að liðið spili eins og miðlungslið heldur eru kröfur stuðningsmanna um nýja leikmenn komnar komnar á sama plan. Ef til vill er maður með óraunhæfar kröfur þegar maður vill fá leikmenn eins og David Villa en það er himinn og haf milli Cole og Villa og tugir leikmanna sem gætu fyllt þetta skarð.
  Eru 34 mörk Cole’s í 165 leikjum svona frábært afrek að hann sé hinn fullkomni leikmaður fyrir Liverpool?
  Ok ef kapinn kæmi frítt en 12 mill. punda??
  Þá er kappinn orðinn 26 ára og ólíklegt að hann eigi eftir að taka stórtækum framförum
  Það er einhver Pennant lykt af þessu. Fyrst að Arsenal gat ekki notað Pennant af hverju var Liverpool að kaupa hann? Sama með Cole, fyrst hann var ekki nægjanlega góður fyrir Chelsea af hverju ætti hann að vera nægjanlega góður fyrir Liverpool?

  Sorry,,,vonandi er engin alvara á bakvið þetta slúður.

 10. Hvað með Johnson og Chelsea? Hann er a.m.k. nógu góður fyrir okkur núna.

 11. Johnson vildi fara frá Chelsea en Cole var látinn fara frá Chelsea!!!
  Big difference

 12. Carlton Cole hefur verið mjög vaxandi leikmaður síðustu 2 árin, því er ekki hægt að neita, og hann myndi vafalítið standa sig enn betur í alvöru liði. Einnig er þarna á ferð enskur leikmaður, sem hjálpar uppá CL / Europa League (að ég skyldi hafa skrifað þetta!).

  Hinsvegar finnst mér þetta ekki vera rétt stefna, það hefur verið farið yfir það margsinnis á þessari síðu að við höfum feykinóg af þessum meðalgóðu leikmönnum, heimsklassaklúbbur þarf að samanstanda af heimsklassaleikmönnum. Carlton Cole er ekki á því leveli, og því myndi ég frekar vilja sjá okkur tvöfalda þessa upphæð og versla klassa ofar. Fara í Hagkaup einusinni en ekki alltaf í Bónus.

 13. Af hverju í andskotanum tala allir um eins og Liverpool hafi verið hálfgert grín þegar Rafa tók við og að menn eins og til dæmis Vladmir Smicer hafi bara ekki rassgat getað? Þetta var lið sem ég gerði mér alveg jafn miklar vonir um að tæki titilinn og liðið ií dag og djöfull held ég að maður eins og Smicer gæti verið gagnlegur í liði dagsins í dag.
  Punkturinn er: Mér finnst menn ýkja talsvert þessar “brunarústir” sem Rafa tók við.

 14. Nr. 15 Super

  Auðvitað var þetta ekki alveg vonlaust lið sem hann fékk, alls ekki, nokkrir góðir þar innan um. Á móti kemur að flestir þeirra sem hafa haldið áfram undir Rafa hafa bætt sig stórlega og eins þá verður bara að viðurkennast að endursöluverðið á þessum demöntum hans Houllier hefur ekki verið neitt geggjað.
  Þegar öllu er á botninn hvolft hefur hann á stuttum tíma þurft að byggja upp nánast alveg nýtt lið, eitthvað sem Chelsea og United þurftu ekki að byrja á að gera og því skekkir það svolítið samanburðinn á Rafa og stjórum United og Chelsea (við höfum verið sterkari en Arsenal undir stjórn Rafa).

 15. Nr. 16
  Alex Ferguson hefur nú oft þurft að byggja upp nýtt lið. Það sem hefur þó hjálpað honum er að hann hefur notað uppalda leikmenn sem kjarnann í öllum þessu liðum. Hann hefur notað menn úr akademíunni og í stað þess að kaupa marga menn í kringum 6-12millj punda hefur hann keypt færri dýrari.

  Mér hefur einmitt þótt stuðningsmenn Liverpool kvarta yfir þessu. Að hann sé að replacea miðlungsmenn með miðlungsmönnum, þeas sveitina hans Houllier og svo þeir sem hann keypti.

 16. Ef menn ætla að kaupa Enskan framherja þá vil ég fá Darren Bent, þar erum við komnir með góðann framherja sem hefur spilað 1 á toppnum og líka í 4-4-2 og verið að bæta sig á hverju ári. Ég veit ekki hvort að Cole sé sá leikmaður sem myndi styrkja okkur mikið.

 17. Sammála kommentinu varðandi það hversu menn eiga það til að ýkja upp þær brunarústir sem Rafa tók við,
  Þegar Rafa tekur við Liverpool tímabilið 2004/2005 af Houiller þá bætir hann við örfáum leikmönnum, ber hæst að nefna Alonso og Luis Garcia, aðrir voru Pelligrino, Scott Carson, Nunez, Josemi og Morientes (kom í janúar minnir mig).
  Samt sem áður unnum við meistaradeildina með þessum hóp…það voru þessar svokölluðu brunarústir!
  Hópurinn í dag er miklu betri, þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá það, en langaði bara að benda á þessa staðreynd.
  Vill taka það fram að ég er stend við bakið á Rafa.
  YNWA

 18. Carlton Cole væri einfaldlega frábær kaup fyrir okkur. Hann er búinn að vera að sýna það á undanförnum misserum hvers hann er megnugur og er búinn að sýna mikla hæfileika í sýnum leik. Ég er ekki sammála mönnum að þarna sé um einhvern miðlungs framherja að ræða þetta er einfaldlega einn af sterkari framherjum deildarinnar og myndi hann styrkja okkar hóp vafalaust mikið.
  Liðið hefur ekki verið að skora nægjanlega mikið úr föstum leikatriðum og myndi hann koma með mikinn styrk inní teiginn sem og nýtast okkur varnarlega í þeim efnum.
  En held samt að West Ham vilji fá mun meira fyrir þennan leikmann en 12 milljónir punda.

 19. Er núna kl 21:04 að horfa á varalið Liverpool rúlla yfir Hull staðan 3-0 fyrir okkar mönnum. Við unnum þessa deild vorið 2008 með mönnum eins og Lucas sem eru að koma sterkir inn núna. Miðað við það sem ég er að horfa á núna þá held ég að menn eins og Daniel Pacheco, Nathan Eccleston, Martin Kelly (er að vísu ekki að spila núna), David Amoo, svo ég tali nú ekki um Victor Palsson og fleiri eigi eftir að koma sterkir inn á næsta eða næstu árum. Frábært starf sem Rafa, Dalglish og félagar eru að gera með vara- og unglingaliðið.

 20. Helduru að City fari að selja Santa Crus í janúar hálfu tímabili eftir að þeir keyptu hann ?? Finnst það rosalega ólíklegt. Svo virðist hann vera alger meiðslapési og ef það er eitthvað sem Liverpool þarfnast ekki þá er það meiðslapési. Ég er ekki viss með Charlton Cole. Er soldið sammála því að Liverpool á ekki að vera að eltast við rejects frá öðrum toppliðum en hann hefur verið að sýna góða takta í miðlungsliði aftur. Við höfum líka séð leikmenn koma til Liverpool sem hafa brillerað með miðlungsliði og floppað svo algerlega hjá okkur. Bellamy er eitt dæmið, Phil Babb er annað, Jason McAteer er það þriðja og fleiri. Pennant þótti líka afbragð hjá Birmingham. Það er hægt að telja margt upp, sumir eru kannski ekki sammála mér og það er bara eðlilegt. Ég myndi að sjálfsögðu vilja fá David Villa en það viriðist bara ekki vera raunhæft því miður. Sunderland er ekki að fara að selja Bent, hefði viljað sjá Liverpool reyna við hann. Annars veit ég ekki hvern Liverpool ætti að reyna að fá til sín í janúar, ef á annað borð það eru eða verða til fjármunir til að kaupa nokkurn leikmann. Væri kannski soldið sniðugt að fá Lois Saha bara 🙂 hann mun reyndar kosta sitt og líkurnar á að hann fari yfir ána eru hverfandi haha

 21. Tek undir með einare, Gumma ofl. Cole er ekki leikmaður sem myndi styrkja hópinn. Ég get ekki séð að hann sé betri en N´Gog. Svo einfalt er það. Þá hef ég líka oft fjallað um “brunarústirnar” hans Houlliers. Bent er í sama klassa og Cole. Þetta eru leikmenn sem þrífast á því að hafa pláss en geta ekki rassgat þegar þeir þurfa að athafna sig hratt á litlu svæði undir mikilli pressu. Þið verðið að skilja að það er allt annað að vera senter hjá litlu liði heldur en hjá stóru liði þar sem andstæðingarnir liggja yfirleitt í vörn. Eigum við ekki bara að kaupa Cameron Jerome? Hann skoraði svo flott mark á móti okkur!!!

 22. Það má líta á það þannig að hann styrki leikmannahópinn sem er samt frekar pirrandi staðreynd.

 23. Sammála nafna mínum.

  Leikurinn er reyndar frá í gærkvöld og svei mér ef við erum ekki bara að fara að sjá unga menn bráðum. Amoo var frábær þarna og gæti orðið gott “option” á hægri kantinn mjög fljótlega.

  Pacheco vill ég fara að lána í gott 1.deildarlið og taka hann í hópinn á næsta ári!

 24. Smá innlegg í sambandi við þunglyndið. Ég mæli með því að þeir sem hafa áhuga á að lesa sér til um skuggahliðar fótboltans lesi bókina „I skuggan av San Siro“.
  Hún er sjálfsævisaga ungs Svía sem var orðinn atvinnumaður hjá Inter Milan og allt leit út fyrir að hann ætti bjarta framtíð sem fótboltamaður. En álagið fór með hann og svo fór að hann reyndi að stytta sér aldur, rétt rúmlega 18 ára gamall. Í bókinni segir hann frá kröfunum sem eru gerðar á börn og unglinga sem ætlunin er að verði afreksmenn í fótbolta.
  Ákaflega áhugaverð lesning, sem ég veit nú reyndar ekki hvort fáist á öðru tungumáli en sænsku.

 25. Ég vona svo sannarlega að menn séu að grínast með Darren Bent. Mér finnst Bent mjög slakur framherji. Hann var í Tottenham þar sem var spilaður mikill sóknarbolti og gat ekki blautan. Carlton Cole er þá skárri kostur þó svo að 12 mills er frekar mikill peningur. Má hinsvegar ekki gleyma því að hann er enskur og enskir eru verðlagðir töluvert hærra en aðrir leikmenn á Englandi. Ég hef alltaf fílað Cole, segi ekkert að hann sé eitthvað “reject” frá Chelsea heldur var hann bara í samkeppni við menn sem voru töluvert sterkari og betri en hann. Hann hefur vaxið sem leikmaður eftir að hann fór að fá fleiri leiki og ef Capello vill hafa hann í enska landsliðshópnum þá er ekki hægt að segja að hann sé einhver meðal framherji. Capello veit sínu viti og því gæti Cole verið flottur kostur fyrir okkur þegar Torres er meiddur. Sterkur líkamlega, flottur skallamaður, getur haldið boltanum og skýlt honum á meðan að aðrir leikmenn færa sig ofar á völlinn. Fíla þetta.

 26. Það er þá alveg einsgott að kaupa Heskey frekar en Cole.. Gerir alveg nákvæmlega sama gagn og hann, en það er alveg rétt okkur vantar mann sem getur haldið boltanum uppi á meðan liðið er uppi. En er Cole rétti maðurinn í það? æjj ég veit það ekki, þetta yrði bara enn einn miðlungsleikmaðurinn sem við værum að fá til félagsins og ég hef sagt það áður og segi það aftur að Rafa er með ALLTOF margar manna breytingar ár eftir ár, lykillinn að árangri er að halda sama mannskap og reyna að bæta kannski 2-3 við.. nákvæmlega sama og Chelsea gerðu fyrir þetta ár, ásamt Man utd. Hvernig er hægt að ná árangri ef þú selur 6 leikmenn og kaupir 8?

 27. Nr. 30
  Nei andskotinn er Þetta maðurinn fyrir Liverpool?? þá vil ég frekar fá Cole en Pavlychenko ! Fyrir það fyrsta þá þurfum við að fjölga enskum leikmönnum hjá okkur. Þú sérð að eins og staðan er í dag þá sleppum við ekki við kvótann sem settur verður á innan tíðar. Betra að reyna að næla í enskan leikmann tel ég. Pavlychenko er ágætur leikmaður en ef hann væri svona frábær þá væri hann pottþétt ekki 4 kostur hjá Tottenham !

 28. Hvernig er það, eru menn ekkert búnir að fylgjast með West Ham á þessu tímabili? Cole er búinn að vera þvílíkt öflugur og er búinn að bæta sig fááránlega mikið á öllum sviðum. Eina sem ég er hræddur um að hann á það til að meiðast svolítið, en þá smell passar hann kannski bara inní Liverpool;D

 29. nú líst mér á Rafa ætlar að fá Pavlyuvhencko að láni frá Spurs. Gott mál gott mál loksins

 30. samkvæmt Mirror er Rafa að spá í bæði Pavlyuchenko og mögulega Van der Vaart, helst báða á láni ef hægt er í janúar með möguleika á kaupum í framtíðinni.

  Held að það gæti verið sniðugt að fá leikmann eins og Pavlyuchenko (ekki eins viss með VDV) að láni. Þá getum við metið hvort það er eitthvað varið í hann áður en við kaupum. Gæti verið ágætis skammtímalausn, og hann yrði væntanlega mjög ákveðinn í að spila vel fyrir okkur til að komast aftur í rússneska liðið fyrir HM.

  Vona eiginlega frekar að af þessu láni verði en kaupum á Cole, verð ég að segja.

 31. Jahérna hér ef satt reynist. Ég get ekki sagt að þetta sé slæm hugmynd né góð. Verður þá bara forvitnilegt að sjá ef af verður. Mirror er líka mun áreiðanlegri miðill en The Sun þannig að það gæti vel verið einhver smá fótur fyrir þessu !

 32. Sammála #29 varðandi Darren Bent. Hann er klárari, og er í raun ekkert sérstakur í neinu öðru. Lélegur að linka, ekki teknískur, etc.

  Enda virkar hann alltaf best hjá liðum eins og Sunderland, Charlton og Ipswich þar sem er mikið um hraðar skyndisóknir og liðið spilar meira upp á það að leysa hann í gegn. Samt alveg geðveikt solid markaskorari, neita því ekki.

 33. Mér líst mjög vel á bæði rússann og VDV. Sérstaklega ef leikmennirnir kæmu á láni. Báðir þurfa að sanna sig, bæði fyrir landsliðsþjálfurum, sjálfum sér og til að ná samningi við Liverpool umfram lánstímann. Þeir hafa sýnt góða takta með “minni” liðum en ekki náð að fóta sig hjá stórliðum. VDV hefur gríðarlega margt uppá að bjóða og gæti passað vel víða á miðjunni hjá Liverpool og er að ég held örfættur (leiðréttist ef ekki rétt) sem er alltaf kostur.

 34. Það væri fínt að ná í Luca Toni frítt. Hann er svona Ian Rush týpa!!

 35. Mér líst frábærlega á lánssamninga í janúar. Við höfum nú áður gert flotta svoleiðis díla, þó að Houllier hafi klúðrað Anelka dílnum. Ég er mjög hrifinn af Pavlyuchenko, sérstaklega það sem hann var að gera með rússneska landsliðinu undir stjórn Hiddink, þar sýndi hann að hann er gæðaleikmaður en stóra spurningarmerkið er hvort hann fái eitthvað að spila hjá okkur frekar en Tottenham. Ef Torres og Gerrard haldast heilir eftir jól (vissulega stórt EF) þá sé ég Pavlyuchenko ekki komast í okkar sterkasta byrjunarlið en væri vissulega öflugri kandídat að koma inn af bekknum en Voronin.

  Varðandi Van der Vaart þá var ég mjög hrifinn af honum sem leikmanni hjá Ajax og hollenska landsliðinu. Spurning samt hvort hausinn sé í lagi á honum, hann hefur nú oft lent upp á kant við einhverja leikmenn og gott ef ekki þjálfara líka.

  En það væri vissulega spennandi að sjá hvort að þessir leikmenn gætu ekki gert fína hluti á þessu hálfa ári sem þeir þurfa nauðsynlega að sanna sig á. Ef ekki þá skilum við þeim bara til baka.

 36. Ganga aðeins lengra í þessu.
  Fínt að fá rússann að láni. Hins vegar á að selja Mass fyrir 20 millur til Barcelona. Kaupa Van der Vaart í staðinn, fyrir 10 millur + og setja hann á miðjuna ásamt Aquilani. Þá getur Lucas farið á bekkinn og verið backup. Mismuninn á að nota til þess að kaupa góðan hægri kantara t.d þennan Krasic. Þá gæti Kuyt verið backup striker fyrir Torres. Ef eitthvað vantar upp á þá má Voronin fara til Þýskalands til HSV eða HB.

 37. Bubbi, ætlarðu semsagt að hafa miðju með Van de Vaart, Aquilani og Gerrard? Og svo Glen Johnson í hægri bakverði? Hver á nákvæmlega að verjast í þessu liði?

 38. Að fá Pavlu að láni er ekki alvitlaus hugmynd, fín skammtímalausn sérstaklega þar sem fjármagn til leikmannakaupa er af skornum skammti.

 39. Það sem stendur hæst upp úr hjá mér er þetta:

  1) THE DAILY MAIL: In a remarkable show of charity, Chelsea striker Didier Drogba has pledged a £3million donation to build a hospital.

  Þessi maður er ekki beint í uppáhaldi hjá mér þótt hann sé góður knattspyrnumaður þegar hann leyfir sér það (lesist: þegar hann geymir leikaraferill sinn heima), en þetta yrði virkilega stórt framtak sem gaman er að sjá. Hefði samt frekar búist við að hann reisti leikhús.

  2) Rafael van der Vaart bendlaður við LFC í janúar sem yrði náttúrulega hlægilegt þar sem Rafa hefði hæglega geta fengið kippu af vel hæfum Hollendingum fyrir Alonso. Ég er svo viss um að við hefðum geta fengið van der Vaart og Hollendinginn sem fór til Inter líka ef Rafa hefði beðið um þá (man ekki nafnið eins og er). Með Gerrard og “þennan sem fór til Inter” á miðri miðjunni með van der Vaart og Benayoun á köntunum og Torres frammi (ef hann er ekki meiddur). Ekki slæmt að hafa Mascherano til að bakka upp þennan pakka í varnarsinnuðum miðjumanni.

  3) Carlton Cole er góður framherji og þessi Heskey-týpa sem flest lið vilja fá til sín. En afhverju í fjandanum að fjárfesta alltaf þegar efniviður er til staðar?? Ngog anyone??? Það er ekkert mál að eyða, meira mál að spara og ég myndi kalla þetta óþarfa eyðslu að fjárfesta í leikmanni í stöðu sem hægt er að fylla upp í með innviði unglingaliðsins.

  4) Fá Pavlyuchenko að láni frá Spurs er náttúrulega eðlilegur hlutur ef þeir samþykkja það. Við þurfum leikmenn og þessi rússi getur leyst framherjann af hólmi. Það geta líka Ngog og Kuyt þannig að spurningin er hvort Rafa fari ekki í að fá lánaða fleiri leikmenn því hann virðist ekki eiga aur eftir.

  5)

 40. Gerrard er miklu betri varnartengiliður en Mascherano og að sjálfsögðu miklu sókndjarfari líka. Hann hefur líka sýnt að hann vinnur bara það verk sem þarf að vinna fyrir Liverpool og gerir það yfirleitt betur en þeir sem voru á undan honum þannig að hugmynd Bubba er ekki alslæm. Þarna erum við að tala um miklu sókndjarfara lið heldur en með Masch og Lucas. Ekki það að þetta sé að fara að gerast.

 41. Einar Örn
  Hverjir eru að verjast hjá Liverpool í dag? Hver er árangurinn? Sástu frammistöðuna hjá Mass þegar hann lét Birmingham gúrkuna skjóta á markið með Reina út úr markinu. Af hverju tók hann manninn ekki niður? Get ekki séð að þetta versni neitt. Við erum alveg að skora nóg af mörkum. Við kunnum hins vegar ekki að koma í veg fyrir að andstæðingurinn skori mörk hjá okkur þrátt fyrir að við séum með tvö varnarsinnaða miðjumenn. En vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Við viljum allir Liverpool vel.

 42. Bubbi, ætlarðu semsagt að hafa miðju með Van de Vaart, Aquilani og Gerrard? Og svo Glen Johnson í hægri bakverði? Hver á nákvæmlega að verjast í þessu liði?

  Það er nú bara þannig að það eru oft menn meiddir og því hægt að rótera þessum mönnum. Það er líka hægt að spila með tígulmiðju með Gerrard fremstan og Aquilani og Van de Vaart á miðjunni með Mascherano sem akkeri.

  • 1) THE DAILY MAIL: In a remarkable show of charity, Chelsea striker Didier Drogba has pledged a £3million donation to build a hospital.

  Afhverju er ég ekkert hissa??? Það hlítur nú bara að vera stórhættulegt fyrir kallgreyið að rekast utan í fólk á Oxford Street og því mjög skiljanlegt að hann vilji styrkja sjúkrahús, það “meiðist” enginn maður í heiminum eins oft og hann.

 43. Ég hugsa að það gangi aldrei að hafa ekki einn varnarsinnaðan miðjumann í liði. Ég allavega get ekki nefnt neitt lið sem hefur ekki einn í sínu byrjunarliði hverju sinni. Það má hinsvegar deila um hæfileika Mass þessa dagana í það minnsta. Tígulmiðjuna líst mér reyndar mjög vel á en efa að Rafa myndi fara að mínum eða annara ráðum með það, það er jú hann sem stjórnar þessu 🙂 Annars hugsa ég að missa mig ekkert yfir sögusögnum neitt. Ef VDV og Pavlyuchenko koma á láni þá mun ég bara fagna þeim rétt eins og öðrum sem vilja spila fyrir LFC.

  YNWA

 44. og p.s. ég spila með hana í Football manager og hún klikkar aldrei 🙂 hahaha

 45. Pavlyuchenko er flottur senter, það sást bersýnilega þegar hann var að spila með rússneska landsliðinu með alvöru menn í kringum sig. Stundum er það líka bara þannig að menn finna sig ekki hjá félagsliðinu sínu(s.br Pavo hjá Spurs) og þess vegna eru þeir þá ekki með glæsi frammistöður í hverjum leik. Það er eitthvað sem Pavo er ekki að fíla hjá þessum klúbbi, hvort svo sem það sé andrúmsloftið, heimþrá, þjálfarateymi, aðrir leikmenn eða hvað. Hann yrði flottur kostur fyrir LFC. Frábær framherji að mínu mati sem ég hef hrifist af lengi. Ég til dæmis bölvaði því að Tottenham keypti hann á sínum tíma því mig langaði í hann í LFC.

 46. Það hefur stundum verið talað um, á þessari síðu, að Rafa hafi verið að byggja upp liðið síðustu árin. Þá er spurning hvað hefur áunnist, er Liverpool með betra lið en vann í Istanbul 2005 ?. Í nokkrum stöðum eru sterkari leikmenn, þegar þeir eru heilir, t.d. Torres í framlínunni, Johnson, sóknarlega, sem hægri bakvörður og Reina í markinu. En hvað með miðjuna ?, 2005 voru á miðjunni Alonso og Hamann sem voru mun sterkari en Mascherano og Lucas eru í dag. Að auki var Hyypia í vörninn og stóð fyrir sínu. Hvort sem peningaleysi er um að kenna eða einhverju öðru þá er ljóst að miðjuspil liðsins hefur ekki batnað undanfarin ár. Kaup Rafa á miðjumönnum hafa ekki skilað árangri.

 47. ætli þetta svokallaða “DONATION” hjá Drogba sé ekki bara sjúkrahúsreikningurinn hans??

 48. http://www.visir.is/article/20091112/IDROTTIR0102/864630765

  Að mínu mati finnst mér þessi grein rökstyðja mál mitt varðandiþað hversu illa og ígrunduð greinaskrif fréttamanna hér á fróni eru oft um enska boltann.

  “Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, hefur átt við erfið meiðsli að stríða og David N’Gog hefur ekki þótt standa undir væntingum þegar hann hefur fengið tækifærið hjá Benitez.”-BLM

  Hefur Benites sagt það að hann hafi ekki staðið undir væntingum? Gæti það ekki verið að Voronin hafi frekar verið sá sem ekki hafi staðið undir væntingum sbr. flott tímabil í þýsku deildinni í fyrra. Ngog er með flotta tölfræði yfir spilaðar min vs. mörk (sá það einverstaðar) og kom á 1m punda og er enn ungur og er að öðlast reynslu.
  Þarf jafnvel viðbót Pavlútjsenkó? jafnvel að vera vegna þess að einhver sé ekki að standa sig, gæti hún ekki eingöngu verið leið Benitez til þess að styrkja hópinn með góðum leikmönnum og auka þannig á samkeppni í liðinu um lausar stöður?
  Eða er hann bara alls ekkert að spá í manninum og þetta bara rusl blaðamennska sem er tekin í lausu lofti?

 49. Man ekki hvort það var Vísir eða mbl, en þeir sögðu nú um daginn að Aguilani væri að jafna sig eftir hnéaðgerð. Ég er nú engin læknir eða með menntun á því sviði, en ég veit þó hvar hnéð er annarsvegar og ökli hinsvegar. Það hefði nú ekki tekið nema uþb 20 sec af smá “google” vinnu að finna þetta út…

 50. Núna er talað um að united ætli sér að bjóða 20 millur í Cole í jan.

 51. Verði þeim að því, myndi aldrei vilja eyða 20m í þann leikmann.

Liverpool 2 – Birmingham 2

Meiðslalistinn