Drogba og úlfurinn

Ég ætlaði að setja inn eitthvað smá um þetta atvik sjálfur en Matti á Örvitinn.com varð á undan mér.

Þetta var eiginlega of fyndið til að maður gæti orðið reiður yfir dómgæslunni, sem var skelfileg í þessu tilfelli. Drogba fór upp í baráttu um boltann við Johnny Evans sem gaf honum karatespark, alla takka í brjóstkassann. Drogba lagðist endilangur og með krampa í gólfið, virtist rifbeinsbrotinn eða eitthvað þaðan af verra. Dómarinn gerði hins vegar ráð fyrir leikaraskap Drogba og gaf United aukaspyrnuna. Spjaldaði svo Drogba þegar hann loks stóð á fætur.

Ekki það að Drogba hafi verið mikið meiddur. Hann stóð á endanum upp og náði að jafna sig nóg til að hnakkrífast í dómaranum, og spila svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þrátt fyrir flogakastið, brotinn brjóstkassann og sært stoltið.

Óborganlega fyndið. Hann hugsar sig kannski tvisvar um næst þegar honum dettur í hug að fleygja sér.

29 Comments

  1. Þetta er náttúrlega bara ógeðslega fyndið! Nasty spark hjá Evans en eins og Haukur segir: karma sér um sína. Og þetta verður vonandi til þess að hann fari að haga sér sportlegar inni á vellinum.

  2. Þetta á eftir að verða tekið upp opinberlega.
    Þetta er ekki knattspyrna, eitthvað annað.
    Spurning hvort Evans geti orðið ríkur með því að búa til bol eins og Cantona fékk …..

  3. og ég sem var næstum því farinn að kaupa það að Drogba hafi farið ílla út úr þessu samstuði :),en þá fékk hann þennann líka krampann í lappirnar en var stuttu síðar farinn að hvarta í dómaranum :D…það verður ekki logið að honum Drogba!!

  4. Eins og Guardian orðaði það eitt sinn: Drogba – power of a bull – pain threshold of a lamb.

  5. Sama hversu mikið Drogba fer í taugarnar á manni og allir hans taktar leiðinlegir, þá hafði ég nú ekki mikið álit á Evans fyrir þennan leik en það er allt horfið núna. Ruglið sem þessi drengur sýndi af sér í þessum leik á ekki að sjást í fótbolta og finnst mér að það ætti að dæma hann í bann fyrir þetta.

  6. svona menn hugsa sig aldrei tvisvar um ! Þeim var ekki gefinn sá hæfileiki

  7. Þetta er nú eitt mesta bull sem ég hef séð, klárt rautt spjald á Evans.

  8. Eitt sem má benda á er að Drogba hendir sér á Evans án þess að eiga nokkurn einasta séns í boltann. Hann er bara að fara í Evans til að brjóta á honum. Maður sér markmenn oft verja sig svona. Til dæmis hefur Kristján Finnbogason aldrei verið hræddur við að fara í bolta með takkana á undan. Skilaboðin eru: Ekki stökkva á mig ef þú átt ekki séns í boltann.

  9. sos: Kjaftæði, Drogba stekkur bara upp til að setja eðlilega pressu á Evans. Ef Drogba hefði ekki gert neitt þá hefði Evans bara látið boltann fara aftur til markmannsins. Drogba var ekki einu sinni neitt nálægt Evans enda þurfti full útréttann fótlegg til að ná að negla Drogba niður. Þetta var bara rautt og víti. Bunktur og pasta.

  10. Johnny Evans átti með réttu að fá rautt spjald í þessum leik hvort sem það var fyrir “karate sparkið” eða þá þegar hann nelgdi niður Carvalho.
    En vá hvað þetta var leiðinlegur leikur í svona 75 mínútur. Maður átti von á fleiri tæklingum og meiri látum en svo gerðist ekki neitt næstum allan leikinn. Þetta Chelsea lið er samt með eindæmum leiðinlegt lið með hrikalega leiðinlega knattspyrnumenn. Carvalho, Ballack, Terry, Cole, Drogba eru allt mjög leiðinlegir leikmenn.

  11. Sá ekki leikinn en verð að segja að það er hreint óborganlega fyndið að horfa á þessa rafstuðskippi Drogba eftir að hann lendir. Af hverju er maðurinn ekki löngu kominn á samning hjá Hollywood? Brilliant…

  12. hehe gott á Drogba, getur bara sjálfum sér um kennt drengurinn.. Hlýtur samt að vera dálítið vandræðalegt fyrir dómarann að sjá þetta í dag, þetta er nátturulega hrein og bein árás hja Evans. FA hlýtur að taka þetta fyrir.

    Og sos: Það er ólöglegt að sparka í bringuna á mönnum, hvort sem þú ert að verja þig eða ekki.

  13. Drogba var náttúrulega í vandræðum.

    Hann er vanur að væla jafnvel þótt hann sé ekki snertur af andstæðingnum. Svo þegar að kemur að svona atviki þegar að maðurinn sparkar í brjóstkassanna á honum (þetta leit út fyrir að vera verulega vont) þá þurfti hann náttúrulega að fara með viðbrögðin uppá nýtt level. Og úr því komu þessir dauðakippir.

  14. Sammála sos, við fyrstu sýn og þau sömu og dómarinn sá virðist Drogba ætla að keyra inní Evans án þess að eiga séns í boltann, þá er dómarinn búinn að ákveða að gefa gult spjald, svo sést betur í endursýningu að Evans leggur fótinn á bringu Drogba.
    Held það sé ómögulegt að ætla sér að skalla boltann og að “sparka” í bringu á andstæðing í þessarri hæð á sama tíma, ekki einu sinni þó þú værir Bruce Lee og Tony Adams í sömu persónu.

  15. Minnir mig á ….

    “I can talk but we must talk quickly, we must see if Robben is ok in the hospital no? Unbelievable!”

    😀

  16. Þetta var algjörlega óborganlegt atriði, krampakippirnir hjá Drogba toppuðu þetta alveg.

    Hinum unga Evans á ekki að refsa, eruð þið frá ykkur!!? Skella Thule á manninn og það strax. Hækkaði stórlega í áliti hjá mér við þetta því ekki bara tók hann þetta rosa spark í kassann á Drogba og komst upp með það heldurþá náði hann honum aftur á leiðinni niður.

    Ef það er einn leikmaður sem á ENGA SAMÚÐ inni þá er það Drogba, maðurinn sem rúllar sér aftur inn á völlinn þegar hann er að gera sér upp meiðsli.

  17. Evans átti klárlega að fá rautt fyrir þetta, en leikþátturinn sem Drogba setti á svið var auðvitað bara brilliant.

  18. “svo sést betur í endursýningu að Evans leggur fótinn á bringu Drogba”. Flott setning hjá Héranum.

    Auðvitað þolir maður ekki Drogba, það er bara þannig. Hann hefur líka unnið sér inn fyrir svona sparki. “Skella Thule á manninn”, hahaha. Priceless.

  19. Rautt á Evans fyrir glórulaust brot OG gult á Drogba fyrir leikaraskap!

  20. Sjitt hvað þessir fótakippir eru fyndnir. Ég fíla það þegar menn leggja sig alla fram, hvort sem það er í leikaraskap eða öðru. Maður getur ekki annað en dáðst að metnaðinum í þessu hjá kallinum.

  21. Ég verð nú að gefa Drogba gríðarlegt hól fyrir sína frammistöðu undanfarin ár. Ég meina, maðurinn er búinn að spila trekk í trekk meiddur, og greinilega sárþjáður. Hann er með þvílíka liðagigt, geri ég ráð fyrir, en viti menn, alltaf nær hann að harka það af sér, þó hann detti oft. Það er ekki nema von að maðurinn detti oft í leik, verandi með þennan sjúkdóm. En það sýnir karakter og styrk leikmannsins, að alltaf nær hann að harka þetta af sér, og halda áfram að spila. Þetta er einstaklega ósérhlífinn maður, sem á hrós skilið. Maður sér hann jafnvel standa upp, sárþjáðan, eftir að sjúkdómurinn hefur náð tökum á houm um stund, og ekki nóg með að hann nái að bíta á jaxlinn, heldur vílar hann ekki fyrir sér að ganga til dómarans og benda honum á það sem miður hefur farið í dómgæslunni, svona honum til aðstoðar. Þetta gerir hann alveg óumbeðinn, sárþjáður og það sést langar leiðir að þarna er maður sem hefur ýtt efri mörkum sársaukaþröskuldsins í áður óþekktar hæðir. Hann er einstaklega fljótur að jafna sig eftir að hafa þurft að leggjast um stund í grasið sökum sársauka….Þetta hefur bara hreinlega ekki sést áður í íþróttasögunni! Við verðum að taka ofan af fyrir svona mönnum. !!
    Venjulegir menn væru löngu búnir að kúpla sig frá sportinu vegna meiðsla, en svo erfitt á hann með að vera utanvallar, að ég sá hann einu sinni sárþjáðan og stórslasaðan utan við hliðarlínu, en viti menn.. með gríðarlegri elju og einbeitingu, náði hann að rúlla sér inná völlinn, í þeirri viðleitni að halda áfram…Líkaminn sagði að vísu stopp, og leyfði honum ekki að standa á fætur, en þá bara rúllaði kappinn sér inná, og ætlaði sko að berjast.
    Maðurinn er hetja…

    Carl Berg 😉

  22. Carl Berg, ég ætlaði einmitt að minnast á þetta atvik þegar Drogba rúllaði sér inn á völlinn eftir að hafa meiðst utan vallar. Ótrúlegt!

  23. Drogba fær enga samúð hjá mér. Góður knattspyrnumaður en ömurlegur persónuleiki innan vallar.

  24. Það má frameiða heila seríu af ruglinu í drogba í gegnum tíðina hehehe,það er ótrúlegt hvað þessum manni dettur í hug að gera 🙂

  25. Mér finnst Drogba vera svona svipaður og Kristinn skíðamaður okkar, sem var kominn með viðurnefnið Kiddi kollhnís… kannski drogba fái viðurnefnið Drogba detta 🙂

Birmingham City á morgun

Liðið gegn Birmingham