Liðið komið – Torres byrjar!

Jæja, þá er byrjunarliðið komið í ljós og er það sem hér segir:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Agger – Insúa

Kuyt – Lucas – Mascherano – Benayoun

Voronin – Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Ayala, Darby, Spearing, Aquilani, Babel, Ngog.

Allir aðrir eru veikir eða meiddir. Ótrúlegt.

Liðið er ágætlega sterkt. Við vitum ekkert hvernig Kyrgiakos stendur sig í svona stórum leik, né hvernig Carra höndlar bakvörðinn í þetta skiptið. Þá verður Insúa að standa sig betur gegn Gouvou en hann gerði í fyrri leiknum.

Þegar framar er komið á völlinn eru svo menn eins og Kuyt, Benayoun og sérstaklega Voronin sem einfaldlega verða að stíga upp í þessum leik. Torres er á sínum stað og við vonum að hann geti haldið sér heilum í þessum leik. Ef hann er í alvöru leikfær getum við vel unnið þennan leik, ef hann fer snemma útaf meiddur eins og Gerrard gerði í fyrri leiknum óttast ég að það gæti gert út um þennan leik fyrir okkur.

Að gefnu tilefni minni ég menn á markið sem Gerrard skoraði gegn Olympiakos fyrir fimm árum þegar allt virtist tapað. Hverjir bjuggu það mark til fyrir hann? Jú, Mellor og Pongolle. Voronin getur þetta alveg.

Koma svo! Áfram Liverpool!

52 Comments

 1. Liðið hjá Lyon: Lloris, Réveillère, Cris, Toulalan, Cissokho, Makoun, Källström, Pjanic, Bastos, Lisandro, Gomis.

  Toulalan og Cris í hafsentum… við verðum að nýta okkur þetta.

 2. Djöfulsins spenna… meistari Torres verður að gjöra svo vel og sjá um þetta fyrir okkur.

 3. Það er klárt að Torres spilar ekki allan leikinn. Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer útaf þá verði Ngog settur inn, ekki f***ing Babel. Svo væri gaman að sjá Aquilani spila eitthvað.

 4. Hérna er Voronin í síðasta Meistaradeildarleik sínum gegn frönsku liði.

  Hann getur þetta. Sjá leikskýrsluna okkar.

  Ég er á leiðinni á barinn og er kominn með í magann. Okkar menn hafa nú komið manni á óvart í Meistaradeildinni áður, þannig að maður er sæmilega bjartsýnn.

 5. Það voru reyndar Carragher og Mellor sem bjuggu til markið hans Gerrards. En Pongolle og Mellor áttu hin mörkin með húð og hári.

 6. 0-1. Torres með markið eftir glæsilegan þríhyrning við Voronin.
  In Rafa we trust!

 7. Það væri allavega fínt ef Torres fengi færi í stað Voronin. Djöfulli var þetta mikið dauðafæri hja tagla !

 8. Já vá júlli takk fyrir þetta, ég hélt við værum komnir yfir 🙁

 9. Ég held að það sé nokkuð ljóst að Voronin sé-var-verður- aldrei nógu góður fyrir Liverpool!
  Vona að hann troði þessu uppí mig í seinni hálfleik, en sé það ekki gerast :/

 10. Þetta er snilldarsetning á BBC:

  From Jonny in Birmingham, via text on 81111: “I like seeing Voronin play. It gives me hope that I might one day play in the Champions League.”

 11. Hvenar kemur karlinn með inná skiptingar, á hvaða mínútu. Eru veðmál í gangi? Spái 73 mín vona 60 mín néi meinti 45 mín

 12. Hvað er málið? Þurfa þessir jeppar ekki að leggja eitthvað á sig til að reyna að vinna þennan leik?

 13. Ekki hægt að treysta á jafntefli hjá Ungverjunum Fiorentina 4 : 1 Debrecen

 14. Well ef Lyon heldur jöfnu sem og Fiorentina vinnur eru Lyon með 10 stig, við með 4 og Fio með hvað 9.
  M.ö.o. þá eru þeir að tryggja sig nánast áfram.
  Ekki nema von að þeir liggi svona aftarlega ….. en eiga svo drulluflottar skyndisóknir …

 15. Djöfull skuldaði hann þetta mark!! Baaaaaabel. Þarna þekki ég þig.

 16. Takk fyrir túkall !!!!
  Maggi: hvað núna? Annar drullupósturinn um Babel væntanlegur?

 17. Ertu að grínast með markinu !, ég ætlaði að fara að tala um hversu liðið væri stein gelt : )

 18. Ætli Babel fái að byrja inn á í næsta leik????????????

  Nei örugglega ekki.

 19. Má ekki taka fleiri en 3 menn samtals útaf en skít með það BABBBBBBBBBELLLLLLLLL
  Vinnnnnnnnnnnnnnnikkkkkkkklaðann

 20. ok ok. bara eitt spark í leik gott. En þú hittir þó markið Babel …

 21. Haha .. gaman að sjá menn sem hafa hraunað yfir liðið og menn einsog babel.. og er núna snöggir að gleyma þegar greyið skorar.

  Ég hef alltaf trúað á hann sem leikmann og þetta er hans tækifæri að stíga upp núna.

 22. Babel hefur oft verið slakur en hann hefur verið ótrúlega einbeittur síðan hann kom inná í kvöld, farið í alla bolta til að vinna og um leið og hann hefur fengið boltann í lappirnar þá hefur hann bara séð einn hlut: markið.

  Allt annað yfirbragð á honum miðað við t.d voronin sem virkaði einfaldlega hræddur og stressaður.

 23. Rólegur Daníel ….
  Babel er mjög slakur leikmaður en hann hitti á það núna.
  Ég meina Voronin sem er mjög slakur líka er tekinn fram yfir Babel í byrjunarliðið …. þetta mark svosem hjálpar honum ekki neitt rosalega.
  Viltu rifja upp vörslu Dudek í Tyrklandi?

 24. Árni: Nokkuð sammála því, eins og þú sérð ef þú lest aftur það sem ég sagði. En í leiknum í dag hefur hann verið mjög góður og komið sér í flott færi. Hefur það sem Voronin vantaði, áræðni og kjark.

Lyon á morgun

Lyon 1 – Liverpool 1