Lyon á morgun

Afsakið kæru lesendur hversu seint þessi upphitun kemur inn, en hvað um það, hér er hún. Það er óhætt að segja að undanfarnir dagar hafi verið góðir þegar kemur að úrslitum hjá Liverpool FC, hreint út sagt ferleg úrslit í síðustu tveim leikjum, og í rauninni allir leikir október mánaðar nema flottur sigur á liðinu sem kennt er við djöfulinn. Það er með sanni hægt að tala um svartan október og ekki bætir ástandið á leikmannahópnum okkar ástandið, menn búnir að hrynja niður eins og spilaborg sem verður fyrir fellibylnum henni Helenu. Eeeeen, nú er kominn nóvember, nýr dagur, nýr mánuður og vonandi betri tímar. Eins og maður getur orðið ferlega þunglyndur, þá þarf oft ekki mikið til að létta manni lund á ný. Eins og eitt stykki sigur á morgun myndi gleðja mitt hjarta óstjórnlega, hreinlega fáránlega mikið. Ég hreinlega þrái að vinna sigur í fyrsta leik okkar í nýjum mánuði, þrátt fyrir allan þann mótbyr sem hefur verið í fangið á okkur undanfarið.

Lyon hafa átt í erfiðleikum heimafyrir líka, einhver meiðslavandræði í vörninni hjá þeim og svona, en ég ætla hreinlega ekki að velta mér of mikið upp úr þessu. Það sem skiptir máli á morgun ef fyrst og fremst eitt. HUGARFARIÐ. Verði það í lagi, verði hungrið til staðar, verði hausinn í lagi, verði hjartað í gangi, þá getum við vel unnið þetta Lyon lið á þeirra heimavelli. Ég er ekki í nokkrum einasta vafa með það. Liðið hefur verið að halda bolta vel innan liðsins, mér hefur fundist oft á tíðum að þessir atvinnumenn okkar hafi verið hálf taugaveiklaðir undanfarið, það var ekki fyrr en þeir voru komnir með gjörsamlega bakið upp við vegg gegn liðinu kenndu við djöfulinn sjálfan, að menn rifu sig upp á rásshárunum og fóru að spila eins og þeir sem valdið hafa. Af hverju þeir geta það gegn fyrirfram sterkum andstæðingum, það er ofar mínum skilningi allavega. Þessir drengir eru ekki að spila með 3. flokk Hrafnkels Freysgoða, það þarf ekki að vera með einhverjar motivation ræður fyrir leiki, þeir eiga að kunna þetta, enda með reynslu dauðans og hafa verið í svona sporum óteljandi sinnum.

En já, ég hef trú á því að þar sem við erum enn og aftur komnir með bakið þétt upp við vegg, að menn sýni sitt rétta andlit. Ég hef algjöra tröllatrú á því að við getum sigrað þennan leik á morgun, og í raun að við gerum það. Ég hef oft á tíðum verið ásakaður um að vera of bjartsýnn, sjá hlutina í of björtu ljósi, vera of þolinmóður og þar fram eftir götunum. Það getur vel verið að allt þetta sé rétt. Ég hef alveg ofboðslega gaman að öllu tengdu Liverpool og ég hreinlega hefði það ekki ef ég sæi hlutina alltaf eins svarta og mögulega er hægt að mála þá. Auðvitað hefur hver sína skoðun á félaginu okkar, þó það nú væri. Menn eiga auðvitað hafa skoðun, og ég hef þær svo sannarlega. Ég hef verið óstjórnlega pirraður oft á tíðum undanfarið, út í einstaka leikmenn, Rafa Benítez, eigendurnar, dómara, sundbolta, leikmenn andstæðinganna og aðra stuðningsmenn Liverpool sem annarra liða. Það fylgir þessu bara, og menn taka bara á sínum pirringi á mismunandi hátt. Ég tek á honum á þann hátt að ég kíki ekki inn á komment á síðum sem þessari fyrr en í fyrsta lagi sólarhring eftir vond úrslit. Í millitíðinni reyni ég jafnvel að sjá leikinn aftur, rúlla yfir einstök atvik í huganum, eða á vefsíðum. Það er bara nánast alltaf þannig að ég er orðinn margfalt rólegri svo þegar ég kommenta inn á leikinn eftir þessa “þerapíu” mína. En sumir þurfa sína útrás, og gera það með puttunum. Engu að síður er glæsilegt að sjá málefnalegar umræður eins og gerðust eftir Fulham leikinn sáluga.

Ég veit ekki hvað ég hef svarað oft þeirri spurningu undanfarið hvort ég ætli ekki að láta Rafa fara (eins og ég hafi nú eitthvað með það að segja í raun og veru, en næ nú point-inu)? Mér finnst það algjörlega engan veginn koma til nokkurra greina eins og staðan er núna. Ég vil ekki sjá að við gefumst upp núna á sama hátt og Chelsea gerði þegar aðeins byrjaði að halla undan fæti hjá þeim með Móra við stjórnina. Við tók hörmungar tími fyrir þá þrátt fyrir stútfullt lið af frábærum knattspyrnumönnum, að mínum dómi lang sterkasta hópnum í deildinni á þeim tíma. Svo hefur maður lið eins og Real Madrid, og nágranna þeirra í sömu borg. Við höfum jú Newcastle fíaskóið og það hvernig Tottenham hafa verið síðustu árin. Nei, ég hef ekki trú á quick fix í þessu og ég myndi ekki losa mig við bílinn minn sem ég á í dag (borga með kúluláninu) og fá mér nýjan í staðinn sem kostar sitt en ég get engan veginn verið klár á því að hann sé betri eða skili mér meira virði en sá fyrri. En það er nú bara mín skoðun. Ég hef trú á liðinu, ég hef trú á Rafa og ég hef trú á því að bjartir tímar séu framundan þrátt fyrir allt og allt.

En ég er kominn langt út fyrir eiginlega upphitun. Liðið okkar er komið til Frakklands og eins og áður hefur komið fram þá er það vængbrotið. Þrír hægri bakverðir okkar fóru ekki með (Johnson, Degen og Kelly), Aurelio er á Melwood, sem og Skrtel og Gerrard. Þó nokkrir eru þó afar tæpir á að ná leiknum þar sem þeir Torres, Agger, Ngog og Aquilani hafa verið tæpir. En hvað um það, ég ætla að giska á að Rafa stilli upp sínu sterkasta liði sem völ er á þessum tímapunkti. Stóra spurningin í mínum huga er annars vegar í vörninni og hins vegar í sókninni. Rafa gæti tekið mjög djarfa ákvörðun og sett Darby í hægri bakvörðinn og haldið þeim Carra og Agger í miðverðinum. Hann gæti farið meira save leið með því að setja Carra í bakvörðinn og þá Agger og Kyrgiakos í miðvörðunum. Ég hallast frekar að því að hann geri það, sér í lagi þar sem Carra er svo í banni í næsta leik. En ég ætla í þessari upphitun að fara meira eftir því sem ég vil sjá liðið, heldur en hvernig ég haldi að Rafa kjósi frekar að hafa það. Það er einfaldlega út af því að ég hef meira vit á hlutunum en hann 🙂 Þeir Javier og Lucas taka miðjuna, Dirk hægra megin og svo er það stóra spurningin? Mun sénsinn verða tekinn á Aquilani? Ef svo er þá er þetta komið, með Benayoun vinstra megin og El Nino uppi á toppi. Það væri draumur í dós. Liðið vil ÉG því hafa svona:

Reina

Darby – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Aquilani – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Kyrgiakos, Ayala, Spearing, Voronin, Babel og Ngog

Ég hef svo mikla trölla trú á því að þetta lið geti lagt þetta Lyon lið á morgun. Ég er bara orðinn þræl spenntur fyrir þessum fjandans leik við það að skrifa þetta. En ég held engu að síður að þetta verði liðið sem Rafa muni stilla upp:

Reina

Carra – Kyrgiakos- Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Voronin – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Derby, Ayala, Spearing, Aquilani, Babel og Ngog

Koma svo, nú er að duga eða að drepast. Á morgun getum við hreinlega snúið þessari Meistaradeildarbaráttu okkar alveg við. Að vinna á morgun setur okkur í 6 stig, og eigum eftir að fá Fiorentina heim og Deprecesdsfaseren úti. Það er bara alls ekki óraunhæft að ætla sér 6 stig út úr þeim tveim leikjum og þá myndum við enda með 12 stig, sem væntanlega myndi tryggja okkur áfram. Þannig að það er allt hægt og það þarf bara að byrja á morgun. Hvernig sem liðið verður skipað, þá hef ég trú á verkefninu, ég held að hugarfarið verði í lagi, Pepe kemur með eina Pepe-up ræðuna sína og menn mæti algjörlega á tánum og spili fótbolta og komi heim með stigin 3 sem maður þráir svo mjög. BRING IT ON.

60 Comments

 1. Mér líst vel á fyrri uppstillinguna með vörnina úr seinni uppstillingunni þ.e. Darby út og Carra í hægri bak og Kyrgiakos í miðvörð með Agger, þá eigum við kannski smá von á óvæntum útisigri.

 2. Miðað við það sem Aquilani sýndi á móti Arsenal þá væri ég mjög til í að sjá hann í byrjunarliðinu, gjarnan í holunni eins og SSteinn óskar sér. Stóra spurningin er bara hvort hann sé klár í svona slag, nýstiginn upp úr flensu.

  Þessi leikur verður að vinnast, ekki bara út af möguleikunum í CL. Það er mjög hætt við að liðið fari í algjöra klessu ef allir titilmöguleikar eru svo gott sem horfnir strax í nóvember.

 3. uuu er aquilani með ??? man ekki hvar ég heyrði að hann ferðist ekki með liðinu … vonandi misheyrðist mér

 4. SSteinn, það skiptir engu máli hversu marga leiki maður hefur spilað eða hversu marga leiki maður hefur unnið. Motivation ræðan er alltaf nauðsynleg, hún er nauðsynleg til að sannfæra þig um sjálfan þig og skapa sterka liðsheild þar sem stefnt er að sameiginlegu marki. Það er algjörlega augljóst mál. Klefi án örvunar þýðir tapaður leikur.
  En ég hef djöfulli góðan fíling fyrir þessum leik og ástæðan er þríþætt.
  1. Torres – Besti striker og besti finisher í evrópu
  2. Benayoun – Einn besti og jafn fættasti maður í ensku deildinni, getur tekið þrjá kalla auðveldlega á.
  3. Aquaman/Gladiator – Maður með óvenju góðan leikskilning, mjög góða tæknigetu og kann að nýta færi hvaðan sem er í kringum teiginn.
  þetta verður sætur tveggja marka sigur og ég á von á því að finna fyrir tárum á hvarmi mínum að leik loknum.

 5. Almáttugur hvað ÉG þarf Liverpool sigur á morgun. Segið leikmönnunum það á morgun. ÉG þarf sigur. Ég er kominn með algjört ógeð af tapleikjum og því að hafa áhyggjur af Liverpool. Ég er kominn með leið á því að lesa leiðinlegar fréttir um Liverpool. Ég er farinn að forðast síður einsog Guardian því ég veit að þar er ekkert jákvætt. Og ég er kominn með leið á því að horfa á tapleiki í sjónvarpinu.

  ÉG þarf sigur. Og ég veit að ég er ekki einn meðal stuðningsmanna.

  Já, btw – er að hrofa á Milan-Real Madrid. Það hjálpar mér ekkert voðalega mikið að vita til þess að við höfum verið nálægt því að ná í Pato. Nákvæmlega ekkert.

 6. Ég væri til í að sjá þessa uppstillingu:

          Reina
  

  Carra – Agger – Kyrgiakos – Insúa
  Masch – Lucas
  Kuyt Benayoun
  Ngog – Torres

  Ég hef mun meiri trú á að Ngog geti potað honum í markið en Babel
  Mætti samt skoða það að setja Benna einfaldlega á miðjuna í stað MMasch eða Lucas til að reyna að byrja meira spil þar. Ég get ekki horft upp á annan leik eins og Fulham, þar sem boltanum var oftar spilað aftur en fram.

 7. Ekki veit ég af hverju þetta klikkaði svona hjá mér
  vörn=Carra-Agger-Kyrgi-Insúa
  Miðja=Kuyt-Masch-Lucas-Benni
  Sókn=Torres-Ngog

 8. Hef trú á fyrra liðinu þínu Steini, en með Spearing í bakverðinum í stað Darby….

  Hunderfiður leikur, en við fáum útúr honum. Sannfærður.

  Var líka að horfa á CL og græt Pato, mun láta Parry heyra það ef ég sé þann mann aftur! En þvílíka heppnin á slöku Unitedliði í kvöld, og svei mér þá hvað þetta Chelsealið er seigt.

  En Xabi Alonso hlýtur að vera ósáttur við sitt hlutskipti í þessu Real liði. Hann verst 80% af leiknum, og Arbeloa kominn í vinstri bakvörð….

 9. Benitez er bara BLEYÐA og VESALINGUR ef hann lætur ekki Aquilani byrja á morgun…

 10. Ef það er eitthvað sem léttir manni lund þessa dagana er það comment eins og nr. 9 :> :> :>

  Ofan á öll meiðsli leikmanna og hugsanlegar þarfir á aðgerðum finnst mér hræðilegt að heyra að Agger sé enn að lenda í veseni með bakið á sér, eitthvað sem hann sagðist geta hugsað sér að hætta yfir ekki fyrir löngu.

 11. Æi Maggi í guðanna bænum hættu að tala um heppni hjá Utd, lið fá það bara út úr leikjum það sem þau eiga skilið. Hvort sem við erum að tala um lið sem vinna (utd) eða tapa (okkur).

 12. Flott komment hjá þér um leikinn okkar Kobbih í #11.

  Man nú ekki mikið eftir því að hafa velt upp heppni hjá United eða óheppni okkar í vetur. Taldi bara sjálfsmark af 20 metra færi á þriðju mínútu uppbótartíma vera til marks um heppni.

  En það svekkir mig ekki samt minn kæri….

 13. Þetta lið velur sig nánast sjálft
  Rein- en ekki hvað
  Carragher- hægri bakkvörður því að það er ekkert annað í boði.
  Agger – öruggt
  Kyrgiakos- enda Skrtel meiddur og Carragher þarf að sjá um annað
  Insua- af því að Aurelio er ekki með og Dossena getur ekkert
  Lucas og Mascerano – við eigum ekkert annað í bili
  Kuyt – hægri kanntur
  Babel – vinstri kanntur(af því að Riera er meiddur, Benayoun verður í öðru og Aurelio meiddur)
  Benayoun – frjálst hlutverk
  Torres – af því að Ngog og Voroninn geta lítið(50% Torres er beta en þeir)

  Ég vorkenni Benitez að þurfa að lenda í þessu fyrir svona mikilvægan leik en það er ekkert annað að gera en að spíta í lófana og vinna þennan leik.

 14. Það eina sem ég fer fram á er að Voronin verði á bekknum með Whitesnake í eyrunum. Nú vilja landar hans ekki sjá hann heldur http://fourfourtwo.com/news/worldcup2010/41322/default.aspx
  Spurning reyndar um að setja Kuyt í bakvörðinn enda varnarmaður að upplagi, þá geta Agger og Carragher leikið saman í vörninni miðri og Kyrgiakos heyrt óminn af Whitesnake á bekknum. Vonandi að Yossi og Torres nái sér á strik og laumi inn einu og vörnin haldi.

 15. 9 Hvaða helvítis vitleysa er þetta eigum við ekki fyrst að sjá hvort að Aquilani sé búinn að jafna sig á flensunni áður en Benítez gerir upp hug sinn hvort fitnessið sé í lagi fyrir leik!?

  Það er alveg fáránlegt að lesa marga póstana hérna. Alltof mikið af know it all hérna inni. Hvernig í ósköpunum geta menn sett sig í spor leikmanna og RB? Alltof mikið af tilfinningarausi.

  Við getum ekki keppt við þá stóru ,CFC MU MC þar eru peningarnir. Við erum ekki stórveldi peningalega séð.

  Rafael Benítez er frábær að ná árnagri fyrir lítinn pening. Það er einn stærsta ástæða að hann var ráðinn á sínum tíma. Að ég held!!!!

  Vill halda Rafa áfram þó að skiptingarnar hjá honum í vetur séu óþolandi á kÖflum þegar maður horfir á þetta í sjónvarpinu,,,, en maður er ekki að stjórna LFC og þ.a.l. getur maður ekki vitað með vissu hvað veldur þessum furðulegu skiptingum.

  Svo að lokum!

  ” Oppinions are like assholes….. Everybody has one”

 16. Hef enga trú á því að Aquilani byrji þennan leik þar sem að hann er enn að vinna sig upp í match fitness og nýstiginn upp úr flensu. Held að hann sé í mesta lagi 45 mínútna maður á fullum krafti. Hugsa að Benitez hafi hann á bekknum sem back-up option í seinni hálfleik fyrir mascherano/Lucas ef við þurfum innspýtingu í sóknarleikinn.

  Annars er þetta bara must win leikur fyrir okkur. Ég hreinlega meika ekki að þurfa að horfa á liðið í einhverri B-Evrópukeppni.

 17. Viktor,getum við ekki keppt við þá stóru ??? ég veit ekki betur en við séum búnir að eyða einna mestum fjárhæðum síðustu ár..vandamálið er frekar allir meðalmennirnir sem RB hefur keypt…eða kannski var Pennant ekki alvitlaus þegar hann sagði RB vera sérfræðing í því að gera góða leikmenn lélega…RB er algerlega ábyrgur fyrir þessu ástandi,hann fór af stað inn í þessa leiktíð með allt of slakan hóp,svo koma meiðsli og þá sitjum við í súpunni..hér er engin sem þykist vita allt,enda ástæðulaust því þetta sést ágætlega í sjónvarpinu…

 18. kobbih #11 afhverju í fjandanum má maðurinn ekki tala um heppni þegar að þetta er ekkert nema heppni að skjóta í varnarmann og inn á 93 mín burt séð frá öllum færunum sem þeir fengu í leiknum þá hefur það ekkert með þetta eina tiltekna skot að gera sem valencia skoraði úr !!!!!! klárlega heppni alveg klárlega!!!!!!!!

  1. Gera góða menn lélega ? Eru þá Reina, Gerrard, Torres, Alonso, Benayoun, Carragher, Mascherano, Agger eru allt dæmi um menn sem hafa og tóku mjög miklum framförum undir stjórn Rafa.

  Carragher var t.d. leikmaður sem margir þoldu ekki á sínum tíma þegar hann spilaði í bakverðinum en Benítez setti hann í miðvörðinn og þar hefur hann tekið gífurlega miklum framförum.

  Mascherano var varamaður hjá West Ham áður en hann kom til Liverpool en er núna fyrirliði Argentínu.

  Benayoun var ekki stórt nafn í enska boltanum áður en hann kom til Liverpool en tölfræðin sem Baros kom með hérna að ofan segir ansi mikið um ágæti hans.

  Alonso fór úr því að vera 10 milljón punda leikmaður í það að verða einn af bestu miðjumönnum heims.

  Torres þarf held ég ekki að ræða, en það er allavega hægt að segja að Benítez hafi ekki gert hann sérstaklega lélegan.

  Þetta er bara fáránleg og léleg afsökun Pennants fyrir því afhverju hann er lélegur og ég held að menn ættu ekki að vera taka of mikið mark á því. Og ég held einmitt að hann sé akkúrat alvitlaus !

 19. hey, við gátum nú unnið meistaradeildina með Djimi Traore í vinstri bak og fleiri snillinga.. eigum léttilega að geta unnið þetta Lyon lið bara ef HAUSINN er í lagi! þurfum ekkert að hafa okkar besta lið.. þeir sem spila á morgunn eiga að vera 100 % tilbúnir í slaginn! hef engar áhyggjur af þessum leik.

  YNWA

 20. “Það eina sem ég fer fram á er að Voronin verði á bekknum með Whitesnake í eyrunum.” hahahahaha

 21. Ég þarf ekki bara sigur, ég þarf algert burst til að koma sálartetrinu aftur á rétt ról.

  KOMA SVO !!

 22. 0-1 sigur í kvöld nægir mér….. er þó ekkert voða bjartsýnn fyrir þennan leik, finnst allt stefna í sjöunda tapleikinn í átta leikjum… held að spá SSteins um byrjunarlið Rafa verði rétt í það minnsta 9/11, bara spurning hvort rafa gambli og setji Aquilani í liðið á kostnað Voronin og Agger verði treyst til að byrja í stað Kyrgiakoss

 23. Frábær upphitun Steini, tek undir hvert orð nema hvað ég, líkt og Maggi, sé alveg Spearing fyrir mér í bakverðinum frekar en Darby. Reyndar held ég að Kuyt hugmyndin sé ekki svo vitlaus heldur enda hefur hann oft virkað á mann sem bakvörður hvort sem er. Ekki að þetta skipti miklu máli, Carra verður þarna hvort sem er.

  • Ég er kominn með leið á því að lesa leiðinlegar fréttir um Liverpool. Ég er farinn að forðast síður einsog Guardian því ég veit að þar er ekkert jákvætt. Og ég er kominn með leið á því að horfa á tapleiki í sjónvarpinu.

  Gríðarlega sammála þessu, það er vonlaust að taka svona mánuð þar sem maður hefur varla getað skoðað fótboltasíður á netinu nema eftir United leikinn

  • Það eina sem ég fer fram á er að Voronin verði á bekknum með Whitesnake í eyrunum.

  Get samt ekki tekið undir þetta! Að því leiti að mér er nokk sama á hvað hann hlustar á bekknum, bara svo lengi sem hann verði á bekknum.

 24. Aðeins um Voronin, ég las þessa frétt http://www.visir.is/article/20091027/IDROTTIR0102/793015238 í þessari frétt kemur fram að Voronin ætli að sýna að hann geti reynst liðinu nytsamlegur fá hann tækifæri. Ég veit ekki hvort það sé bara ég eða mér finnst hann hafa fengið næg tækifæri til að sanna sig og það hefur hann bara ekki gert og er eins og einhver klámmyndastjarna (stolið hér á spjallinu) sem kann ekkert í fótbolta. Allt sem hann sem hann gerir á vellinum virðist vera dæmt til að mistakast frá upphafi. Ég skil ekki afhverju Benítes er að spila honum og finnst mér að hann ætti að fá frí í kvöld. Að örðu leiti þá er Liverpool bara ekki með breiðan hóp og það er að koma í bakið á okkur núna, allt of mikið um einhverja miðlungs leikmenn sem eiga ekkert erindi í þennan klúbb. Ef einhverjir titlar eiga að vinnast á næstu árum verður að styrkja hópinn með betri leikmönnum…. annars hef ég trú á að sigur fáist í kvöld eftir að hafa horft á þátt um leikinn á Liverpool TV í gærkvöldi, hann fyllti mig bjartsýni og vona að leikmenn skemmi hana ekki með áhugaleysi og vonleysi sem einkennt hefur liðið i síðustu leikjum………

 25. Maður er með kvíðakast í maganum, fáum við ekki 3 stig í kvöld og klúðrum bestu keppninnni þá óskar maður sér það að geta sofið þar til næsta haust, alltaf er maður jafn bjartsýnn og heldur þetta og hitt og að við klárum leikinn en hvernig er hægt að vera bjartsýnn fyrir þennan leik með hópinn svona, sjálfstraustið ekki í lagi og spilamennsku uppá síðkastið sem dugar ekki til að vinna Fulham og fleiri vafasama andstæðinga. En eins og Steini segir í annars flottri upphitun þá er maður samt orðin spenntur og ég get ekki annað en hugsað um kraftaverkið 2005 þegar við fórum ótrúlega uppúr riðli sem við vorum með bakið upp við vegg í og gerðum slíkt hið sama 2007 þegar við vorum með eitt stig eftir 3 leiki en unnum rest. Það eru svona kraftaverk sem fá mann til að taka gleðina á nýjan leik.

  En seinasti séns í kvöld á að redda einhverju af seasoninu og ég spái 0-2 sigri þar sem Torres og Kuyt skora

 26. Plísssssssssssss ekki Voronin! Og Carra verður að vera í miðverðinum með Agger. Mér fannst Kyrgiagos ekki líta vel út í Fulham leiknum. Baráttujaxl en staðsetningarnar hjá honum voru oft á tíðum herfilegar.

  Koma svo Liverpool. Bestir upp að vegg. Taka þetta Lyon lið í nefið í kvöld. Það er bara must.

  YNWA

 27. Ég er þokkalega bjartsýnn á að við tökum þetta. Ég tryllist hinsvegar ef Benites notar Voronin í þessum leik. þó að hann hlaupi þyndarlaust um allt þá kann hann nákvæmlega ekkert í fótbolta og myndi ekki skora þó hann væri einn inná vellinum. Það er eiginlega betra að vera einum færri en hafa þetta skoffín með. Við hljótum að stilla Aquilani upp frekar en V.

 28. Tek undir með Júlla.
  Ég ætla að spá þessum leik 1-2, Lucas og Babel með mörkin fyrir Liverpool.
  Er hins vegar rosalega hræddur um að mörk Lyon gætu orðið fleiri en eitt og Reina þarf að eiga stórleik í markinu. Sérstaklega ef Agger er meiddur, ég er ekki spenntur fyrir Insúa, Kyrgiagos, Carra, Spearing(?) vörn en svona er þetta.

 29. Komment JGS í #18 er ótrúleg í kjölfar staðreynda sem dregnar hafa verið fram á undanförnum vikum um sögu eyðslu Liverpool í leikmenn undanfarin ár og sérlega flottrar upptalningar hvert leikmennirnir sem Rafa tók við eru farnir og hvernig þeir standa!

  Það virðist bara vera orðið þannig að sumir ákveða að vera neikvæðir og draga þá upp alls konar sleggjuumræðu af ótraustum miðlum en lesa ekki þá sem greina rétt frá.

  Liverpool er langt frá því að vera dýrasta liðið í enska boltanum og langt frá því að greiða hæstu launin. Alveg sama hvað Sun, Daily Star, NOTW og 365 miðlar segja það oft!!!!

 30. Ég nenni ekki einu sinni niður í þennan sandkassa hjá JGS. En eitt skil ég ekki hjá Magga né Babú. Af hverju frekar að setja reynslulítinn miðjumann út úr stöðu í hægri bakvörðinn í stað þess að setja reynslulítinn original hægri bakvörð í hægri bakvarðarstöðuna?

 31. Og já, enn og aftur sýnir FA hversu mikill brandari það samband er. Búnir að skoða video upptöku af Degen atvikinu, og ákveða að setja hann samt í þriggja leikja bann. Hvernig stóðu þeir að því þegar rauðu spjaldi ákveðins fyrirliða enska landsliðsins var áfrýjað? hmm…

 32. Ég ætla að vona að Liverpool menn hafi sigur í þessum leik. Því auðvitað vill Hveramaðurinn fá sem flest ensk lið áfram í meistaradeildinni. Þrátt fyrir að Hveramaðurinn sé ekki fylgismaður Liverpool þá er það á hreinu að hann vill að Liverpool fari áfram.

  Gangi ykkur allt í haginn,

  Kveðja Hveramaðurinn

 33. Fyndið að sjá menn skíta yfir Voronin, var okkar besti maður á móti Arsenal og er búinn að vera svo mikið betri en kuyt í síðustu 10 leikjum að það er ekki til mælieining fyrir það.

 34. Það sem skiptir máli fyrir Liverpool til að geta unnið þennan leik er að Torres byrji og svo hugarfarið. Ef menn sýna sömu baráttu og vilja einsog gegn Utd þá hef ég engar áhyggjur. En ef við ætlum að fara að gefa Lyon tíma á boltanum á okkar vallarhelmingi þá getum við lent í vandræðum.

  Og ég vona innilega að Aquilani geti byrjað þennan leik, og þó hann spili ekki nema 60mín, held að það muni nýtast okkur betur en að hann spili bara síðustu 15-20 mín.

 35. Þrátt fyrir þessu fögru ummæli mín að ofan. Þá held ég að Liverpool menn muni því miður tapa í Frakklandi í kvöld. Ég tel að lið ykkar sé eigi nógu sterkt til þess að storka Lyon liðinu.

  Það mun þó koma í ljós,

  Kveðja Hveramaðurinn.

 36. Efast um að Aquilani sé orðinn nægilega fit í að byrja þennan leik. Hann er max 45. mín maður núna.

  Vil sjá Agger og Carragher saman í vörninni og þá geta Kyrgiakos og Voronin setið saman á bekknum og hlustað á Whitesnake eins og einhver góður maður nefndi hér að ofan. Þvílíkir sleðar, að Voronin sé bara að spila í Liverpool er mér algjörlega óskiljanlegt.

 37. Kæri Hveramaður, ég heiti á þig að setja mynd af þér hlaupandi á sprellanum einum saman í Bónus eftir þennann leik!!!!!!!!!!!!!!

  LIVERPOOL VAKNAR Í KVÖLD – SJÁIÐ BARA TIL 😀 😀 😀

  AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

 38. Siggi á hvaða Voronin hefur þú verið að horfa vinur ?? Éh hugsa að þú hafir ekki verið að horfa á rétt lið spila hugsa ég. Það er bara eitt orðp yfir frammistöðu hans í þeim fjölda tækifæra sem hann hefur fengið, HRÆÐILEGUR !!

 39. Steini, er ekki að segja að mér finnist betra að sjá Spearing í bakverðinum, en spái því að Rafa grípi til þess, einfaldlega því að Jay litli hefur meiri reynslu af aðalliðinu en Darby.

  En svo er það nú annað að ég hef gríðarlegar áhyggjur af stöðugum bakmeiðslum Daniel Agger. Nýbúinn að gera langan samning en virðist ekki ná að hrista af sér þessi bakmeiðsli. Það eru MJÖG alvarlegar fréttir!

  Svo er ég sammála gagnrýni á FA og Degen, ekki síst eftir að Lampard nokkur fékk fellt niður spjald sitt eftir misheppnaða tilraun til fótbrots á Xabi nokkrum Alonso í fyrra.

 40. Svo er það nú líka góðs viti fyrir sprækann miðjumann að byrja í hægri bak hjá Liverpool áður en hann fer svo á miðjuna. Ég man allavega eftir einum sem tók nokkra leiki þar og sá er að spjara sig príðilega í dag:)

  • Kæri Hveramaður, ég heiti á þig að setja mynd af þér hlaupandi á sprellanum einum saman í Bónus eftir þennann leik!!!!!!!!!!!!!!

  Ég heiti á þig að gera það ekki!!!

 41. Hveramaður …. þú hvarfst alveg eftir Utd leikinn, afhverju var það ?

 42. Púllarar sýnið ykkar rétta andlit og vinnið þessa ermalausu frakka.

 43. Þar sem þeir unnu okkur á 1-2 á Anfield sé ég ekki að neitt annað komi til greina en 0-2 sigur eða eitthvað stærra, annað gæti bara verið svekkjandi seinna meir.

 44. Voronin var ekki alslæmur gegn Arsenal, þar er ég sammála Sigga, en hann var lélegur gegn Fulham. punktur.

  Hinsvegar eru sumir leikmenn sem eiga það til að spjara sig betur í Evrópukeppninni en enska boltanum, Luis Garcia til dæmis, og með tilliti til ferils Voronin í Þýskalandi hef ég áhuga á að sjá hvort hann komi til með að geta eitthvað í kvöld gegn Lyon. Nú er hann búinn að spila 2 heila leiki á stuttum tíma og leikform ætti að vera að skila sér í hús.

  Í það minnsta vil ég frekar sjá hann byrja en Aquilani. því að mínu mati verður að fara varlega með hann til að byrja með… Nóg er af meiðslunum fyrir…

  En sigur verður að vinnast í kvöld!!

  YNWA kv. Sæmund

 45. Brilliant upphitun Steini! Sjaldan verið jafn sammála þér að ég verð að minnast á það 🙂

 46. Það væri fínt að fá Igor Biscan og Djimi Traore í Liðið í kvöld þá værum við óstöðvandi.

 47. Liðið komið

  Liverpool: Reina, Carragher, Agger, Kyrgiakos, Insua, Kuyt, Lucas, Mascherano, Benayoun, Voronin, Torres.
  Subs: Cavalieri, Aquilani, Babel, Ngog, Spearing, Darby, Ayala.

 48. Frábær upphitun. Ég er bjartsýnn. Við vinnum þetta 1:2 og mörkin okkar koma í seinni hálfleik. Torres skorar og svo mun Lucas tryggja okkur sigurinn. Get ekki haft það skýrara…

  Áfram Liverpool!

 49. reina – carragher agger kyri insua – kuyt lucas masch benayoun – voro og torres staðfest byrjunarlið

  aqui a bekk, með babel, ngog og fl… lyst agætlega a þetta miðað við hvað maður bjost við

 50. Þetta verður létt…0-4 Voronin 1, Torres 1, Lucas 1 og Ngog 1. Aquilani verður með 2 stoðsendingar og spilar 30 min.

Kaupin hans Benitez (+viðbót)

Liðið komið – Torres byrjar!