Fulham 3 – Liverpool 1

OK sá sem átti að taka skýrsluna í dag gleymdi því og horfði ekki á leikinn beint þannig að ég redda þessu í bili. Ég er hins vegar staddur í boði þannig að þetta verður í örstyttra lagi. Biðst velvirðingar á því en auðvitað geta menn rætt allt í ummælunum.

Í dag voru eftirfarandi leikmenn meiddir: Steven Gerrard, Glen Johnson, Albert Riera, Martin Kelly.

Í dag voru eftirfarandi leikmenn með flensu: Alberto Aquilani, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Martin Skrtel, David Ngog, Diego Cavalieri. Aquilani fékk flensu eftir Arsenal-leikinn en hinir veiktust víst bara seint í gærkvöldi og settu því plön Rafa fyrir þennan leik í uppnám.

Þetta eru tíu leikmenn sem gætu talist aðalliðsmenn, utan kannski Kelly sem væri þó klárlega í hóp fram yfir flesta ungu strákana okkar í dag. Við þetta bætist að Andrea Dossena er nýkominn inn úr meiðslum, Lucas Leiva var með flensu í miðri viku og missti af Arsenal-leiknum og Fernando Torres var ekki heill, en varð þó að byrja inná í dag vegna forfalla, og þá er eðlilegt að það hafi farið eins og fór í dag.

Liðið í dag: Reina – Degen, Carra, Kyrgiakos, Insúa – Kuyt, Lucas, Mascherano, Yossi – Voronin, Torres. Bekkurinn í dag: Gulacsi, Dossena, Babel, Eccleston, Ayala, Plessis, Spearing.

Liðið í dag var veikt. Varamannabekkurinn var ekki húsum hæfur, enda vantaði næstum heilt byrjunarlið. Samt voru okkar menn meira og minna betri allan leikinn. Zamora skoraði úr einu sókn Fulham í fyrri hálfleik, gjörsamlega gegn gangi leiksins, en Torres jafnaði fyrir okkur fyrir hlé. Stórsóknin hélt áfram í seinni hálfleik en aulamistök Kuyt þegar um 20 mínútur voru eftir, þegar hann reyndi að halda boltanum inná og gaf hann í raun beint á Fulham-mann sem var einn fyrir utan vítateig okkar og keyrði inn og gaf fyrir, gaf þeim auðvelt mark sem Nevland skoraði.

Svo kom að dómaranum, með um 5 mínútna millibili rak hann bæði Degen og Carra útaf með beint rautt. Spjaldið á Degen var fáránlegt, hann var með sólann niðri og fór ekki í manninn (reyndi við boltann) en Carra-dómurinn var réttur þar sem hann togaði Zamora niður þegar hann var á leið í gegn. Þeir bættu í kjölfarið við þriðja markinu og unnu 3-1.

Rafa tók Torres útaf og svo Benayoun og Kuyt þegar við vorum lentir undir og manni færri. Það varð allt vitlaust yfir því að hann tæki Torres útaf í stöðunni 1-1 en eins og hann útskýrði sjálfur eftir leik var Torres vart leikfær í dag og hann þurfti að vernda hann. Það var öllum augljóst sem horfðu á seinni hálfleikinn að Torres var ekki að beita sér á fullu og því varð Rafa að gera það sem hann gerði. Hann gæti verið að missa Gerrard í uppskurð og þá frá í e-n tíma þannig að það að taka sénsa með Torres og missa hann líka frá í lengri tíma var einfaldlega ekki valkostur.

Liðið hefur núna leikið sjö leiki í októbermánuði og tapað sex þeirra. Rafa hefur gert margt vafasamt, nánast hver einasti leikmaður liðsins hefur brugðist sínum skyldum illa, fádæma óheppni hefur elt okkur, vafasamir dómar hafa fallið okkur í óhag, við töpuðum fyrir fokking sundbolta og það virðist gjörsamlega EKKERT ganga okkar mönnum í hag.

Á næstu dögum munu menn örugglega gera þetta allt betur upp. Allir verða dregnir til ábyrgðar og með útileik í Lyon á næstu dögum gæti staðan versnað talsvert áður en hún fer að batna aftur. Þá veit maður ekkert hverjir verða leikfærir í næsta leik fyrst flensan er farin að fella hálft byrjunarlið hjá okkur yfir nótt.

Svona er Ísland í dag. Fjandinn hirði þennan októbermánuð.

141 Comments

 1. Vá, hvað núna. 11 leikir, 5 töp. Hvað þarf að gerast hjá Liverpool til að stjórinn missi djobbið?
  Síðan hvenær var Liverpool með svona lélegt lið? Sáuð þið bekkinn í dag?
  Dómarinn að missa sig þegar hann rak Degen út, sorglegur dómur, rétt að reka Carra og ekkert hægt að kvarta yfir því. Carra heppinn að fá ekki víti á sig í leiknum.
  Lucas, Voronin og Babel eiga ekkert erindi í þetta lið. Skelfing að sjá þessa leikmenn. Sorglegt sorglegt sorglegt.
  Afhverju að hvíla Torres fyrir Meistaradeild þegar mikilvægari leikur var í dag? Hata þessa helvítis meistaradeild, hundleiðinleg keppni.

  AAAARGGHHH!!!

 2. Sælir félagar

  Ummæli mín nr 100 við upphitun áttu að vera hér en ég nennti ekki að bíða eftir skýrslunni.. Hinsvegar hlakka ég til að lesa skýrsluna.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Það vantar marga leikmenn vegna meiðsla og vekinda, þess vegna er bekkurinn ekki sterkari en þetta. Torres er ekki búinn að æfa á fullu síðan hann kom úr landsleikjahrinunni og er því líklega ekki fær um fleiri mínútur en þetta.

 4. þetta var grátlega lélegt. rauðu spjöldin skiptu engu máli. liðið spilaði hrikalega illa. hvar voru samt aurelio, agger og skrtel? af hverju tekur hann benayoun út af? hann var okkar besti maður í dag og sá eini í liðinu sem var eitthvað líklegur að setja hann. jeg veit ekki hvernig jeg á að hressa mig við.

 5. Benítez um Torres-skiptinguna:

  “We had to take Fernando Torres off, he has been injured and he had been training in pain – we knew it would have to happen but it was just a question of when.”

  Liðið var með yfirburði á vellinum þar til Fulham-markið kom upp úr engu. Þá tókum við öll völd aftur og Torres jafnaði fyrir okkur. Í síðari hálfleik virtist þetta vera spurning um hvenær við skoruðum þegar aulamistök Kuyt gáfu Fulham-mönnum séns og annað markið. Þá var Torres farinn útaf og svo komu tvö rauð spjöld (Degen-spjaldið kolrangt, hitt rétt að mínu mati) sem kláruðu leikinn fyrir okkur. Þriðja markið var svo bara rjómi á köku Fulham-manna.

  Ég hef oft gagnrýnt Rafa en hann gerði ekkert rangt í dag, annað en það kannski að mistakast að snúa þessari taphrinu endanlega við. En það er klárlega erfitt fyrir hann þegar hann vantar heilt lið af aðalliðsmönnum vegna meiðsla og fáránlegs flensufaraldurs sem virðist hafa komið upp á síðustu stundu (Rafa talaði við blaðamenn í gær og þá var bara Aquilani með flensu, síðan þá hafa Agger, Skrtel, Aurelio, Cavalieri og Ngog einnig veikst að því er virðist).

  Megi þessi októbermánuður til fjandans fara. Við höfum verið mjög lélegir í undanförnum leikjum og það er að koma í ljós hversu mikið okkur skortir upp á breiddina til að geta unnið titilinn en í dag vorum við bara óheppnir með meiðsli, veikindi, aulamistök Kuyt og tvö rauð spjöld á lykiltíma.

  Ég hlakka til nóvembermánaðar.

 6. Benitez fóru niður…. bæbæ. Liverpool ekki upp toppsæti og meistra……!

 7. Sælir félagar
  Torres var óánægður með að vera tekinn útaf. Benayoun var ó ánægður með að vera tekinn útaf. Skiptingar RB eru kapítuli útaf fyrir sig. Hvers vegna eru menn óánægðir með að vera teknir útaf. Vegna þess að þair eru meiddir og geta ekki spilað meira? Líklega.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Eins æðislegt og það er að vinna Man Utd. þá er það ekki nóg til að vinna deildina. Sorrý, ég er gallharður Benitez maður en í dag sannaðist það að maðurinn hefur ekki það sem þarf til að vinna deildina. Skiptingarnar ömurlegar, af hverju þarf að taka út sóknarmann og setja inná 18 ára varnarmann í stöðunni 2-1 ? Hvar var sigurviljinn? Hann var greinilega búinn að sætta sig við tap og ætlaði bara að tryggja að ekki færi ennþá verr. Svoleiðis hugsunarháttur á ekki að líðast hjá stórveldi eins og Liverpool!

 9. Jæja þarna fór enn ein dollan. Ef einh heldur uppi vörnum fyrir þennan þjálfara eftir þetta fíaskó þá er hann ekki stuðningsmaður liðsins svo einfalt er það, þetta er ömurlegt lið í dag. Held að við ættum að reyna við Martin Oneil eða taka Dalglish aftur inn. Liðið er djók í rauninni, vorum að spila lélegum klámmyndaleikrara sem aðal striker í 90 mínútur, maður skammaðist sín í fyrsta skipti í dag að halda með þessum klúbb.

 10. Ekki misskilja ég er ekki neitt ánægður með þetta risabull sem við vorum að horfa uppá þó ég hoppi alls ekki á reka Rafa vagninn eftir þennan leik. Þetta var svona one off leikur þar sem bara allt sem gat fallið á móti okkur féll á móti okkur.

  Þetta hefur nú auðvitað afar mikið að segja:

  • Star names Steven Gerrard (groin) Alberto Aquilani (flu) and Glen Johnson (calf) had already been ruled out of today’s match at Fulham due to injury, along with winger Albert Riera (hamstring), midfielder Nabil El Zhar (long term) and defender Martin Kelly (ankle).
   But overnight Martin Skrtel, Daniel Agger, David Ngog, Diego Cavalieri and Fabio Aurelio have all become unavailable and aren’t in the squad for today’s match.
   Earlier this week midfielder Lucas Leiva missed the Arsenal match due to flu

  Ásamt því að Torres er alls ekki 100% heill.

  Ofan á þetta skora þeir í fyrsta skipti er þeir fara yfir miðju. Shit svo sannarlega happens. Vonandi verður enginn mánuður eins og þessi svarti október.

 11. Besti árangur Benitez hjá Liverpool var með hópinn hans Houllier sem þótti lélegur. Nú hefur hann hreinsað liðið (nokkrum sinnum) og situr uppi með leikmenn sem hann fékk en erum við í raun og veru með það mikið betra skipað lið en fyrir tíma Benitez? Miðað við alla leikmennina og peninginn sem hann hefur fengið þá er ekki nóg finnst mér að benda á Torres sem merki um árangur og hæfni hans.

  Kominn tími á að eitthvað annað stjórni liðsuppstillingu, taktík og þjálfun en ofuráhersla á tölfræði. Vantar smá passion, leikgleði, hraða, flæði, sköpunargleði og tækni. Já, Degen hefði ekki átt að fá rautt og já, það voru margir meiddir en Fulham vantaði Danny Murphy og Andy Johnson og þeir eru með þunnan hóp og munar um menn eins og þá. Svo var það ekki bara þessi leikur sem er að gera menn brjálaða heldur er þetta langtímavandamál sem Benitez hefur að miklu leyti skapað sér sjálfur.

 12. Þetta var svosem ekkert betra eða verra en við mátti búast. 5 töp er ekki útaf óheppni, Benítes fer ekki lengra með liðið en það gerir heldur ekki neinn annar ef hann er rekinn núna. Skipta um Benna næsta sumar. Núna er þetta bara spurning um það hvort við náum inn í 4 sætið. Það verður tæpt.

 13. Slir félagar

  Ég vil í sambandi við innáskiptingarnar mögnuðu benda á bekkinn. Bekkurinn var alfarið skipaður mönnum keyptum af Rafael Benites. Enginn þeirra nær máli sem leikmaður í tppliði. Minn ágæti vinur Maggi var með ágætis umræðu umdaginn vegna meðferðarinnar á L’pool í fjölmiðlum. Margt var þar gott sagt. En ergelsi hans á kjúklinga-aðdáun mannna á kjúklingum Ars sýndi sig í dag að er ekki réttmæt. kjúklingarnir sem RB hefur keypt verða aldrei að öðru en hænum. þar er ekki einn einsti bardagahani í hópi.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Get svo svarið það ég heyri í stórri og mjög feitri konu syngja núna og í bakröddum syngja 12 svartir svanir, veit einhver hvað það þyðir???

 15. við megum teljast helvíti heppnir ef að við náum 4 sætinu í vor, þannig er það nú bara, þig megið segja að ég sé svartsýnn en þetta er bara raunin…

 16. Lidid var afskaplega hugmyndasnautt fram á vid og liv alltof hægir í adgerdum sínum. Voronin er bara drasl. Erfitt ad vera studningsmadur Liv í dag

 17. Hvað getur maður sagt?

  Liverpool er bara ekki nógu sterk til að keppa við þá bestu (í þessu tilfelli ekki þá bestu) breiddin í þessum hóp er langt frá því að vera sæmileg.
  Eins og hefur margoft verið sagt þá skiptir nákvæmlega engu að vinna Man Utd eða Chelsea eða hin “toppliðin” ef að við töpum fyrir lakari liðunum.
  Benítez hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að skipta ekki fyrr í leikjum sem við erum undir, nú komu skiptingar snemma en þær voru vægast sagt furðulegar.
  Torres sem hristi hausinn og Benayoun sem hristi hausinn og blótaði í sand og ösku fóru útaf fyrir babel (það þarf einhver að segja honum að það er ekkert babel í team) og Eccleston í sínum fyrsta deildarleik.
  þessar skiptingar voru gerðar þegar jafnt var í liðum.
  Ayala kom svo inná fyrir Kuyt þegar við vorum orðnir 2 færri, ég nenni ekki að ræða þessa dóma neitt sérstaklega nema að Carra átti skilið rautt. Mér finnst hann búin að vera virkilega slappur í vetur.

  Fyrstu 2 skiptingarnar voru gerðar með CL í huga, því að það er alveg öruggt mál að Benítez er búin að fá þau skilaboð að $$$$ sem fylgja CL eru í forgangi hjá liðinu það sást bara augljóslega í dag.

  Lélegri skiptingar hafa örugglega aldrei sést í deildinni.
  Babel, sem hefur nánast ekkert bætt sig frá sínu fyrsta tímabili og verður ekki betri að mínu mati. Tunnumatur!
  Eccleston, er 18 ára táningur sem er ekki líklegur til að fara breyta gangi leiks og er ekki tilbúin í efstu deild, undir kjör aðstæðum ætti þessi drengur að fá sín tækifæri þegar við erum 3-4 mörkum yfir.
  Benítez hefur bara ekki úr meiri breidd að moða.
  Ayala, sjá Eccleston.

  Annars var allt liðið á rassgatinu í dag og það er ekki gaman að horfa á það drulla svona uppá axlir, ég bara trúi ekki öðru en það sé farið að hitna verulega undir Benítez.
  Ég spyr mig hvort að hann sé búin að missa traust leikmannana.

  Liverpool verða alls ekki deildarmeistarar í ár, and you can quote me on that!

 18. Það mætti halda að Paris Hilton hafði fengið seiðakarlinn Pepe til að leggja álög á Liverpool, þvílíkar eru ófarir okkar manna.

  Að fara inn í leik á móti Fulham á útivelli án Johnson, Agger, Srtel, Aurelio, Riera, Gerrard, Aquilani og Ngog gaf ekki ástæðu til bjartsýni. Auk þess var Torres meiddur og það sást í þessar 62 mínútur að hann var ekki heill heilsu, svipbrigði hans eftir hvert návígi sagði meira en þúsund orð.

  Þrátt fyrir þetta var Liverpool mun betra liðið í 73 mínútur eða þar til að Fulham skoraði sitt annað mark. Eins og Gummi Ben kom inn á í lýsingunni þá er boltinn ekki alltaf sanngjörn íþrótt. Það sást kannsk best á því að Fulham skorar fyrra mark sitt úr sinni einu almennulegu sókn í hálfleiknum. Og að stoðsendingin hjá Duff hafi komið út frá mislukkuðu skoti er lýsandi fyrir heppni Liverpool í þessum leik. Ég set reyndar spurningamerki við dekkninguna hjá Kyrgiakos, hann gleymir að klára dekkninguna á Zamora eftir að skallabolti hans fer á Fulham leikmann.

  Svo á 79 mínútu tók dómarinn leikinn yfir og kláraði þetta fyrir Fulham með því að gefa Degen glórulaust rautt spjald. Ekki veit ég fyrir mitt litla líf hvernig hann ætlar sér að rökstyðja þann dóm sinn, ótrúlegt. Svo fannst mér í endursýningunni að Zamora hafi verið rangstæður áður en Carra tók hann niður og fékk rautt spjald fyrir. En þrátt fyrir allar þessar myndavélar var ekki hægt að sýna þetta nákvæmlega. Tek það fram að mér fannst hann vera rangstæður og af þeim sökum hefði Carra aldrei átt að fá rautt.

  Það voru svo nokkrir leikmenn sem voru að valda mér vonbrigðum, Degen átti til að mynda ekki góðan leik, var svo sem ágætur sóknarlega en varnarlega er hann mjög slakur og mikið úr stöðu. Annað markið skrifast að miklu leiti á Degen, ég skil ekki af hverju hann stóð eins og stytta eftir að Kuyt hafði rennst sér í boltann út við hliðarlínu. Ef Degen hefði verið með meðvitund hefði hann auðvitað náð þessum bolta á undan Konchesky. Svo eru það bakkabræður Voronin og Babel þeir eru einfaldlega að spila sig út úr Liverpool liðinu. Kæmi mér ekki á óvart þó að annar þeirra jafnvel báðir færu á láni eða yrðu seldi í janúar.

  Deildina vinnum við aldrei héðan af, ekki það að ég hafi yfir höfuð haft trú á því eftir sölur sumarsins. En meistaradeildarsæti er vel inn í myndinni og allt tal um annað er tómt bull og þvaður.

  Ég kalla hér með eftir lukkudísum Liverpool við þurfum á ykkur að halda auk þess sem dómarar í útileikjum verða að hætta þessum úrslita ákvörðunum Liverpool í óhag ala sundbolti, hendi inn í teig og rautt spjald fyrir engar sakir.

  Kv
  Krizzi

 19. ég veit ekki hvað segja skal eftir svona leik. Enn ein vonbrigðin á þessu tímabili og það bara 11 leikir búnir. Kannski erum við bara að taka út öll vonbrigðin á einum mánuði frekar en á lengra tímabili með góðum tímum inn á milli. Mikið vona ég að það sé komin tími á alvarlega naflaskoðun. Ekki bara hjá leikmönnum heldur einnig þjálfarateymi og eigendum ! Það hefur ekkert gott gerst á þessu tímabili fyrir utan einn sigur á United. Í seinustu 7 leikjum er staðan þannig að við erum búnir að vinna einn og tapa sex. Ég spyr þá sem ekki vilja láta reka Benitez hversu marga leiki þarf til þess að hann eigi að taka pokann sinn ??? Aftur spyr ég þá sem vilja losna við hann hver annar jafn hæfur ætti að taka við. Menn eins og Mourinho, Klinsmann, Hiddink og fleiri stór nöfn myndu aldrei koma nema að fá vænan transfer budget pakka. 100 milljónir punda plús !!! Það er sorglegt að horfa á hvað þeir leikmenn sem eiga að stíga upp þegar vantar stóru kallana eru algerlega ófærir um það. Þið vitið alveg um hvaða leikmenn ég er að tala, nenni ekki að telja þá alla upp, of langur listi. Ég hugsa að ég sé kominn í pásu og fylgist bara með úrslitum á fótbolti.net. Ég er samt ekki að yfirgefa Liverpool heldur verð bara svo upptekinn í öðru á næstunni !

 20. Haukur þú spyrð hvað Benítez þurfi að tapa mörgum leikjum til að vera rekinn.

  Benítez verður ekki rekinn.
  Hann var að skrifa undir nýjan samning og allt hans starfslið er nýbúið að skrifa undir líka. Ekki að ég viti það nákvæmlega en þá skilst mér að það mundi kosta L´pool 20 mill pund að reka hann, ég sé það ekki gerast eins og fjárhagsstaða liðsins er víst.

 21. Það fer að verða spurning um að setja inn færslu hérna um kosti og galla Rafas???

  En fyrst að leiknum í dag. Liðið var að virka eins og þeir væru allir með flensu!!! Ekkert hugmyndflug, 30 – 40 % af tímanum sem að við vorum með boltann að þá voru það varnarmenn eða varnartengiliðir!!! Eru það þeir sem að eiga að byggja upp sóknirnar að mestu leyti?? Skiptingin á Torres var í sjálfu sér skiljanleg, hann gat ekki æft í 4 daga eftir manu leikinn, spurningin er frekar hvort að hann hefði ekki frekar átt að vera á bekknum eða bara alls ekki í hópnum í dag??? Aftur á móti er það óskiljanlegt að taka ekki frekar Voronin eða Kuyt útaf frekar en Benayoun þegar að það liggur fyrir að við þurfum að spila til sigurs!!!

  Það liggur ljóst fyrir að hópurinn okkar er sá slakasti af þessum fjórum stóru þó að okkar sterkasta byrjunarlið geta lagt þau hin hvaða viku dag sem er og það ekkert endilega bara á góðum degi 😉

  En ég vil aðeins koma inná Rafa og kosti hans og galla. Það er nokkuð ljóst að hann er sterkur á svellinu þegar að kemur að því að spila í Evrópu og á móti sterkari liðunum á Englandi, enda er hann með ólíkindum skipulagður og með mikinn gagnagrunn sem að hann getur gengið í en það er einfaldlega ekki nóg. Hann virðist alltof oft verða gjaldþrota af hugmyndum þegar að í leiki er komið og það þarf að gera breytingar á liðinu til að knýja fram sigur. Eins finnst mér þær leikaðferðir sem að hann kýs að láta liðið spila í dag afskaplega leiðinlegar á að horfa og að mínu viti ekki góðar til árangurs, mér finnst hann leggja alltof mikla áherslu á varnarleik og hreinlega kæfa alla tilburði hjá leikmönnum til að vera skapandi. Eins og sést á leikmanna kaupum hans frá því að hann tók við, hann virðist hallast frekar að því að kaupa menn sem að vinna mikið en eru ekkert sérlega góðir á boltann, þess vegna er nú eiginlega skrítið að hann vildi ekki fá Robbie Keane!!!!

  Mitt mat er og hefur verið ansi lengi að við náum ekki mikið lengra undir hans stjórn, það eraftur á móti spurning hvort að það borgi sig að gera það á næstunni eða ekki en það er alveg klárt mál að ef að úrslitin í nóvember verða okkur ekki verulega hagstæð að þá greiði ég atkvæði með því!!!!

 22. Gaman að lesa umræðuna hérna eftir leiki, mér sýnist á því að því að við séum ekki gera neitt vitlaust, Óheppnin bara eltir okkur(með stóru Ó-i), voðalega eru menn blindir á þetta, ég sagði eftir MAN UTD leikinn að það eina sem við þyrftum að skoða eftir þennan leik væri það afhverju við spiluðum ekki alla leiki eins og þann leik, liðið hefur ágæta 9-10 byrjunaliðsmenn en síðan virðist restin ekki vera hæf til að spila fyrir klúbbinn, jú menn stíga etv. upp einn og einn leik, sbr. Lucas en hvað höfum við að gera við menn sem geta bara spilað 5 góða leiki á tímabili! Held að við verðum bara að gera breytingu á stjórn liðsins eða þá að leggjast á bæn og biðja æðri máttarvöld um aðstoð því að þetta er jú bara Óheppni…..að við erum orðnir 9 stigum á eftir toppliðinu í október….GAME OVER þetta tímabilið.

 23. Það er breyddin sem skilur á milli hjá okkur þeir sem koma inn eru ekki hæfir í þetta lið.

 24. Þjálfarinn skapar liðið og liðið verður ekki betra en þjálfarinn. Hef vilja spanjolann í burtu í rúm 3 ár núna en alltaf hangir hann þarna! Bara leiðinlegur bolti sem hann spilar

 25. Ég er ennþá þeirrar skoðunnar að Benitez sé rétti maðurinn í starfið. Ég minni á að einu liðin sem hafa fengið mjög skjótan árangur í ensku deildinni eru Man City og Chelsea enda fengu þau gríðar háar upphæðir til að koma sér á toppinn. Þau lið sem hafa náð árangur hægt eru Man Utd og Arsenal. Ég held að með því að senda Benitez út í kuldann séum við ekki að gera neitt annað en að fresta góðum árangri um nokkur ár.

  Að segja það að við höfum tapað þessum leik á slæmum skiptingum er fáfræði. Við töpuðum þessum leik, eins og svo mörgum öðrum á virkilega slæmum varnarleik. Í fyrra hefði svona leikur hefði endað með jafntefli, eða 1-0 sigri.

  Ég er ekki sammála öllu því sem Benitez gerir og skil það vel ef staðan hans verður endurskoðuð eftir þetta tímabil en það gerir okkur engan greiða að sparka honum á miðju tímabili.

 26. Nú sá ég ekki leikinn en það breytir því ekki að ég er auðvitað alveg hundpirraður á þessum úrslitum. Ég vil beina einni spurningu til ykkar sem vilja Benitez burt og hún er svona: Fyrst Rafa er svona ómögulegur þjálfari (samt með besta vinningshlutfall allra fyrrverandi þjálfara, og miklu betra en Alex Ferguson) hvernig stendur þá á því að klúbbur (Real Madrid sko) sem er stærri en okkar elskaða Liverpool gerir tilraun reglulega til þess að fá hann sem þjálfara?

  Hvað sjá þeir í honum sem þið snillingarnir getið ómögulega séð?

 27. Mig langar til að benda mönnum á að í eina skiptið sem Benítes hefur unnið eitthvað með Liverpool var þegar hann var með liðið hans Houlier’s.

 28. Á hvað leik voru menn að horfa??????

  Liverpool var mun betra liðið í 73 mínútur samt lentu þeir 2-1 undir. Tvö mörk, tvö færi hjá Fulham. Síðan tekur dómarinn til sinna ráða og rekur Degen útaf á 79 mínútu. Hvernig geta menn fullyrt að Liverpool hefði ekki getað jafnað leikinn með 11 leikmenn inná, liðið stjórnaði gjörsamlega þessum leik fram að brottrekstrinum.

  Við erum að detta inn í sömu umræðu og í fyrra þegar ílla gekk. Rekum Benitez og ráðum Martin O’Neill, Klinsmann eða Moron. Fyrir það fyrsta þá ráku Bayern Klinsmann vegna þess hversu lélegur framkvæmdastóri hann er. Þrátt fyrir að vera með LANG besta hópinn í þýsku deildinni náði Klinsmann samt ekki að vinna deildina eða neinn annan bikar. O’Neill er góður með lið eins og Aston Villa en gæðin eru ekki nógu mikil til að stjórna liði eins og Liverpool. Aston Villa er þegar dottið út úr evrópukeppninni og munu ekki vinna neitt þennan veturinn. Ég get lofað ykkur því að þeir verða ekki í topp 4 í lok leiktíðar. Fyrir þá sem muna lítið sem ekkert þá byrjuðu Aston Villa líka vel í fyrra og voru á góður skriði fyrir áramót þar til þeir töpuðu fyrir manu eftir að hafa leitt 2-0. Eftir þann tapleik hrundi spil þeirra og liðið endaði í 6 sæti. Moron kemur EKKI nema að hafa mikla peninga til að eyða, menn verða að átta sig á því. Og með þessa eigendur við stjórnvölinn eru ekki til nægir peningar til að bakka upp Moron.

  Menn verða að horfa á heildar myndina áður en bekkurinn hjá Liverpool er gagnrýndur. Í hópinn vantaði ekki nema 8 leikmenn sem öllu jafna ættu að vera í liðinu eða 16 manna hóp. HVAÐA lið í deildinni hefur breidd fyrir þvílík forföll nema kannski helst Chelsky. Ekki Arsenal, ekki manu, ekki city, ekki T’ham, ekki Villa, á ég að halda áfram?

  Þrátt fyrir einn svartasta októbermánuð sem ég man eftir hjá Liverpool þá erum við ekki nema einu stigi á eftir T´ham og með jafnmörg og Aston Villa (sem á þó leik til góða). Bíðum með sleggjudóma þar til allavegna í lok janúar. Tímabilið hefur aldrei ráðist í lok október, það er fullt eftir og mikið á eftir að ganga á áður en deildinni líkur í maí.

  Krizzi

 29. ENN EITT ÁFALLIÐ FYRIR OKKUR PÚLLARA. SÁRGRÆTILEGT Á AÐ HORFA. ALLT Á MÓTI OKKUR LIÐSHEILDIN OG BREIDDIN EKKI FYRIR ENSKU DEILDINA. HEF EKKI SÉÐ SVONA NIÐURLÆGINGU LENGI. HVAÐ VERÐUR UM KLÚBBINN OKKAR……………………ÖMULEGT!!!!!!!!!!!!!!

 30. 28 Hafliði.

  Rangt með vinningshlutfallið.

  58.67 – Ferguson.
  56.70 – Benítez.

 31. Maður sér alltaf muninn þegar Liv spilar á móti sterkum liðum. Rafa stillir yfirleitt upp sínu sterkasta liði. Leikirnir eru spilaðir á 100% “high tempo” sem hentar okkar liði mun betur en þegar við verðum að sækja á veikari lið sem pakka til baka og drepa leikinn. Rafa vill vinna deildina en hann hefur ekki breiddina og veðjar því á meistaradeildina. Hann á eftir að stilla upp sterku liði á móti Lyon á kostnað leiksins í dag.
  Því miður er Rafa kominn á endastöð með liðiið, gert frábæra hluti en……………………………

 32. Sælir félagar

  Það er rétt sem Arnór#27 segir. Það er ekki ástæða til að reka Rafael Benitez nú á miðju tímabili. Af hverju? Jú, klúbburinn hefur ekki efni ná því og hann hefur ekki efni á að ráða nýjan stjóra sem er af sama kaliberi og Benitez.

  Ekki það að mér sýnist eins og mörgum fleiri að Hann sé kominn á endastöð með liðið. Því miður. Það er engin þróun framá við á þessu ári. Leikmannahópurinn er

  En eins og ég hefi áður sagt þá er ekkert vit í að reka Rafa núna. En ég verð samt að segja að ég er að verða búinn að fá nóg. Leikurinn í dag er ekkert einsdæmi. Hvað sáum við marga svona leiki á síðasta tímabili. Leiki gegn liðum sem eiga að vera töluvert lakari en við. Leiki sem fóru í jafntefli vegna varnarsinnaðs hugarfars og baráttuleysis og skrts á hugmyndum. Bæði utan vallar og innan.

  Ég sé ekki merki um breytingu hvað það varðar að koma ínn á völlinn gegn þessum lakari liðum og bókstaflega keyra yfir þau. Það er líka enginn leikmaður á bekknum sem getur komið inná og stigið upp með baráttu og sköpunargleði ef Benayoun er í byrjunarliði. Notkunin á

  Voronin er líka glórulaus svona almennt séð þó hann hafi verið í byrjunarliði af illri nauðsyn í dag. Því miður eru margar ákvarðanir Benitez í besta falli mjög umdeilanlegar. En það sem er að fara með okkur núna er hvað varamenn okkar eru lélegir. Þeir eru allir menn Rafa. fram hjá því er ekki hægt að horfa. Það virðist ætla að verða okkar banabiti og skrifast ekki á neinn annan en Rafael Benitez.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 33. 32 Maggi, fyrstu 200 leikirnir hjá A. Ferguson voru ekki með svo gott vinningshlutfall… Tel að Hafliði sé að meina það 🙂

 34. Nei magggi, eftir þennan leik sem er leikur nr 201 hjá Rafa þá er hann með 114 sigra í 200 leikjum, Rauðnefur gamli náði 87 sigrum í sínum fyrstu 200 leikjum. Þú er líklega að reikna inn þessi 20+ ár sem Ferguson hefur verið við stjórn og það er ósanngjörn samlíking að mínu mati.

 35. Það er frekar regla en undartekning að sumir hoppi til og kenni óheppni og óréttlæti um á þessari síðu. Við hljótum bara að vera óheppnasta lið sögunnar…lol..

  “Liðið gjörsamlega stjórnaði leiknum”

  “Það var bara spurning um hvenær við myndum skora þegar Kut gerir klaufamistök”

  “Allt sem gat fallið á móti okkur gerði það”

  Þannig að það sé algjörlega á hreinu þá áttum við 6 marktilraunir í þessum leik og 3 tilraunir fóru á markið. Óréttlæti og óheppni!!!…fyndið eða sorglegt ég hreinlega veit ekki.

  Það skiptir engu hvort við héldum boltanum lengur en hinir. Leikur okkar í dag gekk, eins og oft áður, útá það að öftustu menn sendu boltann sín á milli áður en Carragher reyndi langa sendingu fram völlinn. Liðið spilaði, eins og oft áður, líkt miðlungs-lið.

  Mér er alveg sama hvort Real eða önnur lið hafi áhuga á Rafa. Það gerir árángur hans á þessari leiktíð ekkert merkilegri. Ég er harður á því að Rafa er góður fótboltastjóri en það er augljóst að mínu mati að hann hefur grafið sér djúpa gröf sjálfur og er ófær um að halda áfram hjá okkar liði.

 36. Sigkarl þetta var bekkurinn í leiknum : Gulacsi, Babel, Spearing, Plessis, Dossena, Eccleston, Ayala. Er það að fara með okkur hve bekkurinn er lélegur?

  ÞAÐ VANTAÐI 8 LEIKMENN Í HÓPINN Í DAG SEM ALLA JAFNA ERU Í LIÐINU EÐA BESTA 16 MANNA HÓP LIÐSINS, þar fyrir utan er El Zar meiddur leikmaður sem var ávalt í leikmannahóp Liverpool á síðasta tímabili. Halda menn í alvörunni að hin toppliðin í deildinni gætu rúllað þessu upp með slík skörð í sínum leikmannahópi? Svarið er NEI, ég endurtek NEI.

  Krizzi

 37. Hvernig væri Chelsea statt ef að Lampard, Ballack, Bosingwa, Malouda, Carvalho, Alex, Ivanovic og Hilario væru óleikfærir, ásamt því að Drogba væri að standa upp úr meiðslum, Mikel væri að jafna sig af flensu og 2-3 unglingaliðsmenn væru einnig frá leik vegna flensu.

  Eða Manure ef að Carrick, Scholes, Brown, Ferdinand, Giggs, O´Shea og Kuszczak væri óleikfærir, Rooney væri að standa upp úr meiðslum og Fletcher og 2-3 ungir væru með flensu.

  Hvernig væri að sýna stuðning við liðið þegar erfiðlega gengur í staðinn fyrir þetta helvítins væl stanslaust. Finnst einhvern veginn eins og það séu allt of margir Football Manager fíklar að kommenta hérna eftir leiki sem halda að það eigi alltaf allt að ganga upp. Það er alltaf sama sagan eftir tapleiki, þvílíkt og annað eins rugl!!!

 38. Lítill maður hoppar á neikvæðnislestina þegar illa gengur.

  Stór maður stendur upp og hlær að storminum.

  Þú röltir aldrei einn!!!!

 39. Skrifa þessi orð þrátt fyrir óbærilegt þunglyndi sem gjarnan fylgir stuðningsmönnum Liverpool. En hvernig getur lið unnið Man Utd sannfærandi og tapað síðan stórt fyrir Fulham í sömu vikunni?

 40. Afhverju commenta flestir þegar ílla gengur en svo þegar vel gengur þá segir einginn neitt eða svona næstum því

 41. ‘Eg sá viðtalið við Rafa eftir leikinn og það mátti alveg sjá það á honum að þarna talaði maður sem var ansi óöruggur með sjálfan sig og hann virkaði líka eins og hann væri með flensuna , bæði rauður og sveittur í andlitinu og maður gat ekki annað en vorkennt kallinum fyrir að þurfa að svara fyrir þetta fótboltalið sem hafði nú tapað sínum sjötta leik í einum og sama mánuðinum. Við erum að tala um Liverpool FC . Það er bara sorglegt að horfa upp á þetta og sennilega erum við að horfa á hrun stórveldis þessa dagana og það er skrítin tilfinning sem fylgir því fyrir mann eins og mig sem búinn er að horfa á Liverpool í 35 ár og stundum grátið af gleði yfir vel spilandi liðum og mörgum titlum. Ég hef engin svör ,en ég er í fyrsta skifti síðan ég byrjaði að halda með LFC mjög svartsýnn á framtíð klúbbsinns okkar.

 42. Sælir.
  Ég skil vel það. Fulham sigur móti Liverpool. Liverpool tapa daginn. Liverpool 2 leikamanna rautt spjalda. mikið meiddur og veikur hjá Liverpool… hverju Benitez kaup leita leikamanna? Benitez er ennþá stjóri LFC eða fóru til Spáin? Liverpool alltaf tapa 5 sinnu Chelsea, Fulham, Sunderland, Tottenham og Aston Villa. Óángæður Liverpool á leikamanna illa spilar móti allt lið. Benitez getur til ykkar verður sigur eða getur ekki upp það? ég má segja það. ég vilja Liverpool biða fá enlangsmeistara 2010 eða 2011 ?
  Ég á Liverpoolklúbburinn á Íslandi. Óska liverpool betur allt upp topsæti. takk fyrir.

  Kv. Jóel Eiður

 43. Ég er á sömu skoðun og áður varðandi Benitez. Ég myndi ekki gráta brottför hans. Mér finnst hinsvegar magnað að sjá alltaf ákveðinn hóp stuðningsmanna nöldra yfir skoðunum annars hóps stuðningsmanna. Gera sig stóra vegna þess að þeir trúa á Rafa, á kostnað þeirra sem efast. Hvað gerir “in Rafa we trust” hópinn svona merkilegan? Ekki rassgat.

  Innáskiptingar Rafa eru almennt fáránlegar og óskiljanlegar, ekkert bara í þessum leik. Liðið er búið að vera að drulla uppá hnakka á þessari leiktíð og það þýðir ekkert að benda endalaust á óheppni, meiðsli, possession tölfræði, fjölda skota og hlaupavegalengd. Liðið er að drulla og það er eitthvað verulega mikið að. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvort Rafa sé að haga sér eins og huglaus kærasti sem kemur illa fram við kærustuna til að hún segi honum upp, svo hann þurfi þess ekki. Eru Real ekki að pæla í að fá nýjan mann í brúna?

  Annars er maður bara kominn með almennt ógeð á þessu ástandi.

 44. ég hef nú ekki lesið öll kommentin hérna fyrir ofan vegna þess að ég einfaldlega nenni því ekki. það að mönnum detti í hug að kenna rafa um þetta er grátbroslegt.

  gerrard, johnson, aquilani, aurelio, skrtel, agger, riera, ngog og kelly voru allir meiddir eða veikir í dag ásamt því að torres og lucas voru í skásta falli tæpir.

  ég er forvitinn að vita hvað gerist hjá hinum liðunum ef þau myndu missa 9-11 menn í meiðsli á sama tímanum. tökum sem dæmi united. hvað mundi gerast ef eftirtalda menn vantaði hjá þeim: rooney, o´shea, carrick, ferdinand, evans, evra, nani, rafael, velbeck auk þess sem anderson og berbó væru tæpir? væri það sumsé alex ferguson að kenna? hvaða rugl er þetta í mönnum. ég tek það fram að þetta er einungis dæmi.

  aðstæðurnar sem rafa er að eiga við eru ótrúlegar. hann hreinlega getur ekki stillt upp mannsæmandi liði þessa dagana. loksins þegar eitthvað gott gerist (sigur á united og aquilani kemst á ról), þá dynja hörmungarnar yfir (6-8 leikmenn detta út á einu bretti ásamt tapinu í dag).

  ég man hreinlega ekki eftir því að slíkar aðstæður hafi skapast í boltanum eins og eru að eiga sér stað núna hjá okkar mönnum.

 45. á meðan að ég er að styrkja þennan klúbb með MÍNUM peningum þá hef ég fullan rétt á því að segja það sem ég vill um alla sem starfa hjá liverpool fc … ef mér finnst þjálfarinn ekki vera að standa sig sem hann er alls ekki að gera þessa daganna , held ég að það sé í góðu lagi að mynda skoðun sína á hans stöðu hjá klúbbnum burt séð frá allri tölfræði , getu og góðu orðspori hann er ekki að skila inn stigum á töfluna sem segir okkur að hann er að gera eitthvað vitlaust . auðvitað spyr maður sig þá hvort ekki eigi að láta manninn fara og leyfa einhverjum öðrum með aðrar áherslur taka við liðinu . ég er orðinn langþreyttur á þessum óendanlega stuðningi sem hr benitez virðist fá hjá mörgum stuðningsmönnum talandi um hann eins og hann sé besti þjálfari í heimi og það sé enginn betri en hann til í þetta job , því ef svo er þá erum við í svakalega vondum málum það sést nú bara á úrslitum síðustu misseri . ég vill að maðurinn verði látinn fara og hananú ekki seinna en í gær það þarf að koma ferskt blóð í þennan klúbb til að bjarga liverpool frá algjörri niðurlægingu þetta tímabilið . hr benitez er ekki að ná til leikmanna það er klárt , og er þ.a.l ekki rétti maðurinn í stólinn . síðast í dag sýndi hann eindæma fávisku með því að taka bennajón útaf, sú skipting tapaði leiknum ég er alveg harður á því burt séð frá því hvað dómarinn og carra gerðu svo eftir það , hvaða skilaboð eru það til leikmanna inná vellinum þegar hann skiptir svona eins og bjáni auðvitað missa menn trúna á getu liðsins þegar að þjálfarinn gerir í því að veikja hana með kjánalegum skiptingu í tíma og ótíma. RAFA TAKK FYRIR ÞITT FRAMLAG TIL KLÚBBSINS EN ÞINN TÍMI ER LIÐINN !!!

 46. Orð að sönnu Sigurjón #41

  Sjúkraherbergislið Liverpool í dag …

  Cavalieri
  Kelly – Skrtel – Agger – Aurelio
  Johnson – Gerrard – Aquilani – Riera
  El Zhar – Ngog

  Fyrir hið fyrsta þá hefur klúbburinn ekki efni á því að vera með 22 “heimsklassa” menn í hópnum
  Í öðru lagi þá hafa slíkir menn ekki þolinmæði til að sitja á bekknum, nema þá að þeim sé þeim mun betur borgað fyrir það. Og þar komum við aftur að punkti eitt.

 47. 6 tapaðir af síðustu 7 þarf að segja meira??? Benitez verður að fara, mín þolinmæði er búin. Engin flensa er afsökun hún var bara í þessum leik en ekki hinum 5 töpunum á stuttum tíma, það er eitthvað að en hvað það er veit ég ekki. Tímabilið nánast ónýtt og ætli við kórónum ekki ömurlegheitin á miðvikudag með því að detta út úr champions league

 48. Hálfleikur, staðan er 3 – 0.

  Er ekki málið að reka Benitez í hálfleik.. hugsum málið aðeins lengur.

  1 -3 , jæja bjargar andlitinu
  2 – 3 breytir engu, rekum hann samt.
  3 – 3 breytir engu, hann fékk tækifæri í fyrri hálfleik.

  Liverpool Evrópumeistari.

 49. Toggi (#46) hvaða menn hafa verið að gera sig stóra gagnvart öðrum sem hafa aðra skoðun hér inni? Ég renndi yfir kommentin og fann ekki eitt dæmi um e-n sem gerir sig breiðan gagnvart öðrum. Menn eru ósammála og er það svo sem í lagi en ég hef ekki séð það sem þú talar um.

  Ef þú ert að tala um mig (efa það, en til öryggis) þá hef ég hvorki verið að gera mig breiðan né verja Rafa út í hið óendanlega hér á síðunni. Þeir sem lesa síðuna vita að ég hef gagnrýnt Rafa mikið í október, meira en nokkru sinni fyrr, en í dag átti hann nánast enga sök á því hvernig fór og það er bara staðreynd. Það er alveg sama þótt mönnum finnist ein innáskipting eða e-ð álíka fáránleg, það er engin leið að ætla að kenna honum beint um meiðslin og flensufaraldurinn sem liðið lenti í fyrir þennan leik, né er varla hægt að kenna honum beint um klaufamistök Kuyt í öðru markinu, eða rauðu spjöldin sem Degen og Carra fá.

  Stundum hafa menn reynt að skýla liðið gagnrýni með því að segja að óheppnin elti liðið, og stundum ekki. Við vorum t.a.m. fádæma óheppnir að láta strandbolta skora gegn okkur í leiknum við Sunderland en það hélt því enginn fram þá að það hefði verið eina orsök tapsins gegn þeim, því liðið hafði tæpar 90 mínútur til að jafna þann leik og gat ekki rassgat.

  Í dag er hins vegar með fullri samvisku hægt að segja að liðið var skelfilega óheppið. Þetta var sjötti tapleikurinn í október og sá eini að mínu mati sem er erfitt að ætla að kenna Rafa um. Gagnrýnum hann fyrir hina fimm tapleikina, og fyrir það að ná ekki að rífa liðið upp úr þessum öldudal sem hefur staðið núna í fimm vikur, og gagnrýnum hann fyrir það að leikmannahópurinn sé ekki nógu góður (hann ber þar ábyrgð, klárlega, þótt vissulega hafi fjárskortur eigenda öll fimm árin verið honum fjötur um fót), en ekki gagnrýna hann fyrir það að missa leikmenn í meiðsli og flensu fyrir þennan leik. Það er bara fáránlegt.

 50. “…en í dag átti hann nánast enga sök á því hvernig fór og það er bara staðreynd.”
  Mér finnst bara ekki hægt að tala um eitthvað “í dag”. Þetta er liðið sem Benitez er búinn að vera að skapa í einhver fimm ár. Liðið sem er byggt að alltof miklu leyti á meðaljónum og er í stórkostlegum vandræðum um þessar mundir.
  Að reka hann núna er engin lausn en eftir tímabilið þarf virkilega að endurskoða hlutina.

 51. Pan, að sjálfsögðu er ekki bara hægt að tala um leikinn í dag. Þetta var fimmti tapleikurinn í ellefu deildarleikjum og sjötti tapleikurinn í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum. Það er klárlega eitthvað mikið að og þótt meiðsli/veikindi afsaki þetta tap þá afsaka þau ekki hin sjö töpin sem liðið hefur átt á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins.

  Ég er bara að benda mönnum á að róa sig samt aðeins niður í kjölfar þessa leiks og ræða þá frekar hvað er búið að vera að í allt haust, frekar en að láta eins og leikurinn í dag hafi tapast bara af því að Rafa er fáviti eða Lucas er á miðjunni. Það er allt og sumt.

  Ég hugsa að ég setji inn pistil á morgun og spái aðeins betur í þessa hluti.

 52. 48 jgp: ef þessir united menn væru frá væri liðið svona:

  van der sar, neville, vidic, brown, fabio, fletcher, hargreaves, valencia, giggs, berbatov, owen

  Varamenn: foster, de laet, park, anderson, obertan, scholes,macheda,

  Sem United maður er ég alveg þokkalega sáttur við þetta lið. Og í janúar bætast tveir menn inn sem eru hiklaust kandidatar þarna inn á bekkinn, Adem Ljajic og Mame Biram Diouf. Já, ég held að Liverpool sé ekki með jafn breiðan hóp. Er það ekki nákvæmlega það sem Rafa var að segja í stóra viðtalinu við Tomkins um daginn, að hann hefði ekki efni á að borga varamönnum nógu vel til að þeir nenntu að sitja á bekknum? Ef það er rétt þá er auðvelt að finna ástæðu fyrir þessari aðstöðu sem Liverpool var í í dag.

 53. Sammála Kristján Atla að mestu leyti. Það er erfitt að sakast við þjálfara þegar meir en helmingurinn af aðalliðinu er frá.

  Þegar voru liðnar 23 mínútur tók ég upp farsímann minn til að hringja í vin minn sem var fjarri góðu gamni og tilkynna honum að Liverpool myndi rústa þessum leik!! Meðan ég var að slá inn númerið …. búmm Bobby Zamora af öllum mönnum búinn að skora! Fótboltinn getur verið ótrúlegur!

  Stærstu mistökin voru að taka Benayoun út af. Það voru mistök. Ísraelinn klæjaði í tærnar að bæta fyrir skotið í þverslána fyrr í leiknum.

  Síðan voru þessi rauðu spjöld bara í takt við þennan ótrúlega október mánuð. Það segir sína sögu að það er eiginlega næstum því ekki (segi næstum því:-) hægt að njóta þess að Scums voru röraðir á Anfield. Þá er ástandið orðið slæmt!

  Það var hörmulegt að tapa í dag. Ég hefði sætt mig við jafnteflið eins og spilaðist úr þessum leik. Rafa þarf að horfast áfram í augu við bresku pressuna. Ég finn til með honum!!! Rafa verður að vera áfram. Það er engin glóra að reka hann á morgun. En það er nokkuð ljóst að ef Liverpool situr eftir í Meistaradeildinni og verður um miðja töflu um áramót þá segir það sig sjálft að eitthvað verður að gerast. Mér segir svo hugur að Rafa muni sjálfur segja sig frá verkefninu ef allt fer á versta veg næstu tvo til þrjá mánuði.

  YNWA
  Liverpool eru bestir undir pressu!!

 54. Mikil forföll en er ekki allt í lagi? Þetta lið þarna inná var ekkert varalið. Þetta var bara sama hörmungin og er búinn að vera allan mánuðinn f.utan leikinn gegn ManU. Það þýðir ekkert að vera með bundið fyrir augun lengur. Auðvitað er blóðugt að vera með marga leikmenn frá en hópurinn okkar er samt ekki nógu góður og Rafa og hans fólk er EKKI að fá út úr mannskapnum neitt að viti. Í USA er þolinmæði gagnvart framkvæmdastjórum í sporti ekki mikil. Ef menn skila ekki árangri eru þeir látnir taka pokann sinn. Ég er ansi smeykur um að amerísku vinir okkar muni ekki líða frekari niðurlægingu.

 55. Sælir félagar. Mín skoðun hefur EKKI breyst. Ég vil Rafa áfram sem stjóra. Þetta er sami maðurinn og stýrði liðinu í fyrra og það tímabil var gott. Utanaðkomandi áhrif, sem Rafa getur engan veginn stýrt, eru að tröllríða klúbbnum núna. Þessi áhrif sýna sig þegar reynir á breydd hópsins. Áhrifin koma frá peningum eða öllu heldur vöntun á peningum. ” 57# Björn Friðgeir”, þarna hittir Utd maður, af öllum hérna inni, naglann á höfuðið. Rafa er búinn að tala um þetta vandamál og það er bara ljóslifandi fyrir framan alla núna. Ef þetta gengi er ekki til þess að eigendur Liverpool sjái það að þeir hafa ekki efni á að þessi fjárfesting þeirra gangi upp, erum við öll í mjög vondum málum. Það þarf nefnilega að eyða peningum til að græða peninga. Fyrir mér er þetta ekki flókið. Anfield er of lítill og það hefur verið ljóst í um 15 ár. Skuldsett yfirtaka gerir það að verkum að of há upphæð af veltu klúbbsins fer í afborgun vaxta og höfuðstóls. Eigendur hafa ekki efni á fjár-innspýtingu til leikmannakaupa. Ég segji enn og aftur nýja eigendur, nýjan völl og í kjölfarið breiðari hóp. Ég hugsa til þess með hrillingi að Gerrard verður þrítugur í vor. Hann hefur sagt það sjálfur að hann verði að vinna enska titilinn og ég held að það verði erfitt að sannfæra hann enn eitt sumarið að þetta sé að koma.

 56. 9 stig er forskot sem verður erfitt að brúa, en ég trúin enn. Afríku mótið á eftir að valda einhverjum liðum vandræðum. Ég trúi því að Liverpool sé búið að ganga í gegnum sín vandræði. Hin liðin eiga það eftir.

  Ég trúi enn, að Liverpool vinni titilinn í þetta skiptið.

  YNWA

 57. Ég gef ekki mikið fyrir það að við höfum verið “betra liðið” í 60-70 mín. Við vorum meira með boltan og sóttum stíft á þá, án þess að fá nokkur færi sem heitið getur. Fulhan setti svo á okkur mörk í skyndisóknum………Sem sagt … Alveg eins og Fulham vildi hafa það. Leikaðferð þeirra gekk fullkomlega upp í þessum leik.

 58. Afhverju finnst mér eins og fólk hérna inni er að búa til væntingar að vinna deildina? Mér finnst það meira að segja mjög ólíklegt að komast í meistaradeildarsæti? Ég meina Ars, Che, ManU og ManC og Tottenham hafa miklu betri hópa en við. Ákkurat núna er liðið að uppgötva það að kaup sl 5 ára hjá Rafa hafa að mjög miklu leyti verið alvarlegt flopp. Vissulega eru menn eins og Torres, Reina, Agger og Benayoun þarna inn á milli en ALLT þetta unglingalið sem hann hefur fengið til liðsins er ekki húsum hæft á Anfield. Til hvers að eiga Nemeth ef ekki á að nota hann núna? Hann getur ekki verið verri en Babel ! Ef Pacheco á að vera svona ROSALEGA efnilegur afhverju ekki að leyfa honum að fara á bekkinn, hlýtur að vera betri en Spearing. Hvernig ætli að Rooney hefði verið í dag ef Moyes hefði aldrei látið hann spila þangað til hann væri 20 að verða 21?

  Varamannabekkurinn í dag er allt kaup sem Rafa hefur gert. ALLUR bekkurinn er fjarri því að vera nógu góður fyrir Fulham hvað þá fyrir fokking Liverpool!
  Það eru margir hérna sem eru að verja Rafa útaf lélegum eigendum og litlum tekjum, en teljið þið hann enga ábyrgð bera? Dossena, Babel, Morientes, Keane (skrifast samt eitthvað á Parry en Rafa hefði vel getað smellt honum inn í leikstíl LFC ef hann væri ekki svona ógeðslega þrjóskur) og Lucas eru allt leikmenn sem Rafa hefur keypt og hafa floppað illa hjá okkur. Það er ljóst að Rafa þarf að bera töluverða ábyrgð á þessu. Hvað fær hann að lifa á þessari CL og FA cup dollu lengi sem var fyrir 5 og 4 árum síðan. LFC er lið sem vill bikara á hverju ári og með það fjármagn sem Rafa hefur haft sl. ár ætti liðið að vera MIKLU MIKLU betra en það er í dag.
  Við verðum að skipta um stjóra, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, heimavöll (með miklum missi) og síðast en ekki síst að skipta um eigiendur.
  Ég ber mikla virðingu fyrir Rafa en ég held að það væri best fyrir hann og LFC að slíta þessu samstarfi. Hann var frábær á Spáni og ég held að taktísk kunnátta hans henti þeim bolta mun betur. Ég vill fá frkvstjóra sem er með rautt hjarta og líka mun stærri hluta leikmanna. Það vantar alveg blóð í þessa krakka á vellinum. Það er Reina, Carra, Gerrard, Kuyt og Torres sem hafa eitthvað stórt Liverpool hjarta, hinir eru bara á launum. Það gengur ekki!
  Spá fyrir maí: 6. sæti.

 59. Ég veit ekki hvort reka eigi rafa en þanngað til ég sé betri aðila koma til greina þá segi ég nei og í guðanna bænum ekki segja Martin O´Neil því hann er ekkert að fara að gera þetta lið að meisturum.
  Annað þá var ég kannski að horfa á einhvern annan leik en aðrir en ég var ánægður með Lucas í þessum leik, reyndi að þræða boltan inn miðjuna sem er fín tilbreyting frá honum.
  Hins vegar þá var ég ekki sáttur með Kuyt og hans hrottalega framlag í þessum leik. Og carragher ekki láta mig byrja á honum

 60. Sælir félagar. Hver á að taka við af Benitez? Þeir sem vilja Benitez burt, nefnið þann sem þið viljið að stýri Liverpool svo að hægt sé að ræða þá möguleika.

 61. Ég bara nenni ekki að lesa öll ummælin hérna að ofan. Ég hef bara ekki nægilega sjálfseyðingarhvöt. Menn verða að átta sig á því að þetta er ekkert að fara að batna með Benitez og eigendurnar Bandarísku báða á svæðinu. Annarhvort verður að víkja, held að það sé alveg deginum ljósara. Hvað leikinn varðar þá sá ég bara seinustu mínútur hans en miðað við það sem ég heyri þá hafi það verið alger tímamót í leiknum þegar torres fer út af. Hvað segir það okkur ?? Nenni ekki að ræða breiddina. Ég get meira að segja gert betur en sumir þarna sorry ……

 62. björn friðgeir:
  ég er alveg sammála því að hópur liverpool er ekki jafn breiður og hópur united. þess vegna mega mínir menn síður við skakkaföllum. united liðið sem þú taldir upp er lið sem getur vel unnið fulham á útivelli en þetta lið getur einnig tapað slíkum leik. ég held að flestir geti verið sammála mér um það að liverpool var betra fótboltalið þarna í dag. en úrslitin voru hins vegar agaleg.
  mín skoðun er bara sú að staða liðsins er ekki bara rafa að kenna eins og margir vilja meina. hann á auðvitað sinn skerf rétt eins og leikmennirnir, eigendurnir, dómarar og sundboltar:) mér finnst bara mjög ódýrt að menn skelli alfarið skuldinni á hann og útvalda leikmenn (lesist: lucas).

 63. Það er skrýtið að vera stuðningsmaður knattspyrnuliðs. Maður persónugerir liðið í sjálfum sér. Ef liðinu manns er að ganga vel, þá er maður rosalega ánægður með sjálfan sig og lífið almennt og ef liðinu er að ganga illa er maður rosalega óánægður með sjálfan sig og lífið almennt.

  Maður spyr sig, hvað er hægt að gera betur? Hvað erum við að gera rangt?

  Fyrir hvert tímabil og fyrir hvern leik situr maður sér markmið sem maður reynir að stefna að. Fyrir hvert tímabil gerir maður ráð fyrir því að meiðsli muni taka sinn toll. Maður gerir ráð fyrir að í fæstum leikjum sé úr öllu hópnum að velja. Sumir leikmenn meiðast í stuttan tíma, aðrir í lengri tíma, og sumir leikmenn meiðast oftar en aðrir. Yfir keppnistímabil sem nær yfir 50 leiki er t.d. alveg fullkomlega eðlilegt að í einum leik á tímabili séu helmingur lykilmanna þess fjarverandi vegna meiðsla. Til þess að vinna slíkan leik þarf heppni, og þó slíkur leikur tapist þá verður slíkur leikur aldrei mælikvarði á getu liðsins eða afsökun fyrir slöku gengi. Vogun vinnur – vogun tapar og maður gerir sömuleiðis ráð fyrir að svipað sé upp á teningnum hjá hinum liðunum.

  Sömu sögu er að segja um ákvarðanir dómara. Sumar ákvarðanir dómara falla með manni, aðrar ekki. Stundum tapast leikir á dómaramistökum, aðrir leikir vinnast á dómaramistökum.

  (Sömu sögu má segja með stangar eða sláarskot. Ég veit ekki um neitt lið í sögu knattspyrnunnar sem hefur tapað titlum af því það var alltaf að skjóta í stöngina.)

  Í enn önnur skipti mun liðið spila undir getu. Einstakir leikmenn spila undir getu og í einstökum leikjum mun allt liðið spila undir getu.

  En í heildina á litið, þá tapast keppnistímabil hvorki á meiðslum né dómaramistökum. Heldur ekki á því hvort liðið hafi spilað undir getu í þessum eða hinum leiknum. Ef tímabil stendur eða fellur með því hvort liðið hafi spilað undir í getum í einhverjum einum leik, eða hvort þessi átti að fá rautt spjald eða ekki eða hvort besti maðurinn hafi verið meiddur í þessum leiknum eða ekki – Þá er liðið einfaldlega ekki nógu gott.

  Þetta hefur alltaf verið mitt viðhorf til knattspyrnunnar og er enn. Ef einhver liðsfélagi minn talar um óheppni eftir tapleik þá brjálast ég. ,,Við töpuðum leiknum af því við vorum ekki nógu góðir – fíflið þitt!”

  En ég hef heldur aldrei spilað með liði sem hefur fengið á sig mark af því boltinn breytir um stefnu eftir að hafa lent á sundbolta og ég hef heldur aldrei spilað með liði þar sem helmingur af byrjunarliði þess er fjarverandi vegna heimsfaraldurs svínaflensu.

  Ef einhver hefði sagt mér fyrir þetta tímabil að eftir 11 leiki í deild værum við búnir að spila tvo leiki þar sem u.þ.b. helmingur liðsins væri fjarverandi þá hefði ég hinsvegar leyft mér að kalla það óheppni.

  Ef einhver hefði sagt mér fyrir tímabilið að eftir 11 leiki í deild værum við búin að upplifa annarsvegar leik sem hefði tapast á sundbolta sem var að flækjast fyrir í vítateignum og hinsvegar leik þar sem helmingur liðsins er fjarverandi vegna heimsfaraldur svínaflensu (ofan á meiðsli lykilmanna) þá myndi ég kalla það gígantíska óheppni.

  Ég get pirrað mig á því ef liðið er að spila illa. Ég get pirrað mig á því ef leikmenn eru að taka rangar ákvarðanir inn á vellinum. Ég get pirrað mig á því ef leikmenn eru ekki að leggja sig fram. Ég get pirrað mig á því ef knattspyrnustjórinn er óhæfur vitleysingur sem veit ekki hvað hann er að gera. Ég get pirrað mig á öllu mögulegu við liðið mitt sem ég tel að hægt sé að gera betur og ég get haft áhyggjur og velt vöngum yfir slíkum hlutum í mun meira mæli en ungum manni eins og mér er hollt og skynsamlegt. En ég verð að viðurkenna að ég get ekki með nokkru móti pirrað mig á atvikum sem ekki er hægt að skrifa á leikmenn eða knattspyrnustjóra. Atvik sem ekki einu sinni er hægt að skrifa á okkar ástkæru eigendur, (eins vel og mér er nú við að kenna þeim um ýmislegt). Ég get ekki pirrað mig á óheppni sem er í allt öðru hlutfalli en hægt er að gera ráð fyrir fyrirfram.

  En auðvitað eru fleiri atriði í leik okkar manna áhyggjuefni en atriði sem 100% skrifast á ofuróvenjulega óheppni.

  Við erum nú einu sinni búin að tapa 5 leikjum og búin að fá á okkur 1,5 mark á okkur í meðaltali í leik.

  Stóran hlut okkar slæma gengis tel ég hinsvegar hægt að útskýra með öðrum hætti en þeim að leikmenn okkar og knattspyrnustjóri séu viðvaningar.

  Langar mig að benda á tvö slík atriði.

  Frá því í fyrra er við náðum 86 stigum og 2. sæti í deild hafa verið gerðar tvær breytingar á sterkasta byrjunarliði Liverpool. Við misstum tvo byrjunarliðsmenn, annarsvegar leikstjórnanda okkar og hinsvegar hægri bakvörð aftur til heimalands þeirra.

  Til þess að fylla skarð leikstjórnandans var keyptur heimsklassaleikmaður. Sá leikmaður hefur glímt við meiðsli og hefur enn ekki spilað nema örfáar mínútur með Liverpool. Þó sá leikmaður sé í heimsklassa má búast við því að það muni taka hann þónokkurn tíma að ná leikformi og aðlagast enskri knattspyrnu. Jafnvel þó kaupin á honum muni reynast frábær kaup er ólíklegt að Aquilani muni sýna síðar bestu hliðar þar til á næsta keppnistímabili. Plan Rafael Benitez var að þangað til sá leikmaður myndi vinna sig inn í liðið myndi Lucas Leiva fylla hans skarð. Lucas er einungis 22 ára gamall, en er þó að hefja sitt þriðja keppnistímabil hjá Liverpool. Þó það efist fáir um að þar sé ferðinni efnilegur leikmaður þá er það nýtt fyrir honum að axla þá ábyrgð sem hann ber nú. Þrátt fyrir að hann hafi spilað einn og einn leik á þessum tveim árum og oft staðið sig ágætlega hefur hann aldrei áður verið með fast sæti í byrjunarliðinu. Í flestum leikjum sem hann hafði spilað hingað til var hann sömuleiðis að spila með Xabi Alonso á miðjunni. Oft gegn slakari andstæðingum, þar sem ekki hefur verið talinn þörf á að hafi Javier Mascherano sem kover fyrir vörnina. Sjaldan hefur hann verið í því hlutverki að stjórna spili liðsins.

  Það sem er ólíkt hinni breytingunni sem gerð var á sterkasta byrjunarliði Liverpool er það Glen Johnson var ekki hugsaður sem staðgengill fyrir Arbeloa vegna illrar nauðsynjar. Glen Johnson var keyptur til þess að styrkja stöðu hægri bakvarðar.

  Okkar helsta vandamál 2008/2009 var skortur á sóknarþunga gagnvart lélegri liðum deildarinnar. Tilgangur kaupanna á Glen Johnson var að auka sóknarþunga okkar gegn þessum slakari liðum. Fjölga þeim leikmönnum liðsins sem geta ógnað marki andstæðinganna um einn og fjölga þar með þeim möguleikum sem við höfum í sóknarleik okkar.

  En allar breytingar á hverju einasta knattspyrnuliði ógna jafnvægi liðsins til skamms tíma. Jafnvel þó sú breyting reynist á endanum farsæl tekur það ávallt tíma fyrir menn að stilla sig saman, skilja hvern annan og skilja nýtt hlutverk sitt í liðinu.

  Þar sem bakverðir okkar eru t.a.m. orðnir mun sóknardjarfari en áður hefur verið er eðlilegt að það raski jafnvægi liðsins. Ef liðið missir boltann þegar bakvörður er í óverlappi situr það auknar varnarskyldur á aðra leikmenn liðsins og þá sérstaklega á herðar kantmannsins, varnartengiliðs og miðverðina.

  Þetta er breyting sem leikmenn liðsins þurfa að venjast. Breyting sem getur gert liðinu kleift að þróast og bæta sig ennfrekar. Slíka breytingu er aldrei hægt að gera á leiksskipulagi liðs án þess að að það kosti einhverja byrjunarerfiðleika, mörk fengin á sig og töpuð stig. Til þess að sjá fyrir endann á erfiðleikunum á bak við slíka breytingu þurfum við stuðningsmennirnir hinsvegar að sýna ákveðna þolinmæði.

  Það sama má segja um breytinguna á miðjunni. Til þess að sjá fyrir endann á henni þurfum við að sýna ákveðna þolinmæði. Sú breyting gæti þó reynst okkur erfiðari. Því á meðan kaupin á Glen Johnson var breyting á Liverpool liðinu sem Rafael Benitez taldi nauðsynlega að gera þá verður það sama ekki sagt um söluna á Xabi Alonso.

  Því ef allt væri fullkomið væri enginn að rökræða hvernig Lucas væri að standa sig, enginn væri að bíða eftir Godot og Xabi Alonso væri ennþá drottnandi yfir miðjunni okkar.

  En sú staðreynd að heimurinn er hinsvegar ekki fullkominn hefur hinsvegar skilið okkur eftir með þessa klemmu að þurfa að brjóta upp miðjuspilið okkar. Miðjuspil sem hefur gengið ljómandi vel gegnum árin og leyft okkur að syngja á okkar bestu stundum Óóóóóó…We’ve got the Best Midfield in the World!

  En ef við gefum okkur nú að þessi breyting muni reynast okkur vel til langtíma litið. Alberto Aquilani muni verða jafngóður (jafnvel betri) leikmaður og Xabi Alonso. Þá mun hún samt verði andskoti sársaukafull. Okkar fremstu fjórir menn G&T og kantmennirnir okkar munu þurfa að aðlagast því að fá ekki lengur hollywood sendingarnar frá Xabi. Þeir munu þurfa að venjast nýjum leikmanni – nýjum leikstjórnanda. Innkoma Lucasar/Aquilani reynir sömuleiðis mikið á Mascherano. Hann þarf að venjast nýjum meðspilara og þarf að aðlaga leik sinn honum. Ein breyting sem þessi breyting hefur haft í för með sér er sú að Mascherano hefur átt mun fleiri sendingar á þessu keppnistímabili heldur en því síðasta. Hlutverk sem hann hefur hingað til verið óöruggur í og þarf að venjast. Hlutverk sem gerir honum ennfremur enn erfiðara um vik að sinna sínu hlutverki sem cover fyrir sí-framsæknari bakverði.

  En punkturinn er sá að jafnvel þó þessar breytingar á Liverpool-liðinu frá því í fyrra muni reynast stórkostleg meistaraverk, þá munu þær alltaf kosta blóð, svita og tár (fyrir leikmenn sem og stuðningsmenn) meðan leikmenn eru að venjast þeim

  Og ef við bætum síðan svínaflensusmitaðri sveppasúpu í mötuneytinu á Melwood og strandbolta inn í jöfnuna. Þá er ekki neitt rosalega óeðlilegt við það að staðan sé eins og hún er.

  Held ég láti þetta duga að sinni. Vill kannski í lokin þakka öllum þeim sem hafa nennt að rökræða til varnar skynseminni.

 64. og svo til þeirra sem segja að rafa hafi keypt alla leikmennina á bekknum og að hann sé engan veginn nægilega sterkur. ég hefði gjarnan viljað hafa skrtel, agger, aquilani, gerrard, johnson, riera, ngog, aurelio og cavalieri á bekknum. rafa vildi það líklega líka. hins vegar var það ekki möguleiki enda eru þeir annað hvort meiddir eða með svínaflensu.

 65. Kristján #53
  Þessu var raunar ekki beint til þín, svo við höldum því til haga. Og ekki endilega skot kannski á einhvern sérstakan og á kannski frekar við almennt um “reka/halda Rafa” umræðuna en bara þennan þráð. En viðhorfið sem pirrar mig hvað mest og veldur þessum ummælum mínum eru t.d. þessi

  “#41 Lítill maður hoppar á neikvæðnislestina þegar illa gengur.
  Stór maður stendur upp og hlær að storminum.”
  Þetta er yfirgengilega hrokafull setning í ljósi aðstæðna og umræðunnar.

  “# 28 Hvað sjá þeir í honum sem þið snillingarnir getið ómögulega séð?”
  Þessi er af svipuðum meiði, þið snillingarnir augljóslega notað í þeim tilgangi að gera lítið úr þeim sem eru á þeirri skoðun að Rafa sé ekki rétti maðurinn.

  En eins og ég segi, þessu var svosem ekkert beint að einhverjum sérstökum og á frekar almennt við um þessa umræðu. Raunar gildir þetta líka í báðar áttir, þeir sem vilja reka Rafa segja oft tóma steypu líka. Á hvorn veginn sem það er, þá finnst mér það kjánalegt. Það er akkúrat ekkert heimskulegt við það að vilja Rafa burt, ekki frekar en að vilja halda honum. En að láta eins og það sé einhversskonar uppgjöf og aumingjaskapur að treysta manninum ekki er hroki.

  Ekki það að þetta bítti höfuðmáli, held að menn séu almennt pirraðir og sé ekki að það breyti öllu hvort menn rífast um þessa hluti fram og tilbaka, þetta fer eins og það fer. Mér persónulega liggur ekkert endilega lífið á að losna við Rafa, en ég mun ekki sakna hans. Það er ekki nýtilkomið.

 66. Jafntefli hefðu verið frábær úrslit með það lið sem hóf leikinn.

  Sigur hefði verið grínið eitt. Ljóst að þessi leikur verður seint dæmdur af viti og ekki ástæða til að ræða hann.

  Skiptingin á Torres var auðvitað hárrétt en hinar skrýtnar. Ég hálfpartinn vona að við töpum þessum Lyon leik og þurfum ekki meira púður í CL.

  Og staðreyndin er áfram sú að við þurfum gæðaleikmenn í meira magni. Með þann skort á leikmönnum sem við sáum í dag er það í raun ágætis mælikvarði á liðið. Ekki reiknuðu menn í alvöru með að Rafa hefði stillt þessu liði upp af því hann vildi það, var ljóst áður en fréttir af flensunni bárust að ekki var allt með felldu.

  Og ég vísa í fyrri pistil minn um Rafa og hvort hann er að fá reisupassann. Hins vegar hvort hann fer núna til Real Madrid verður að koma í ljós á næstu dögum…….

  En ég ætla ekki að gagnrýna liðið í dag, það var skipað mörgum mönnum sem ekki eru vanir að gegna lykilhlutverkum og hvað þá allir saman. Þetta var einfaldlega of stór biti að kyngja…

  • Það er ömurlegt að vera LFC stuðningsmaður í dag.
  • Það er best í heimi að vera LFC stuðningsmaður í dag.
   @ 71 toggi

  Ég ætla þér ekki að vera neitt minni stuðnigsmaður en ég. Þér finnst eitt og annað ekki vera í lagi hjá klúbbnum OKKAR!!! og það er í algeru lagi að þér finnist það.

  Ég verð samt að segja að vera sakaður um yfirgengilega hrokafulla hegðun, er … tja.. ömurlegt.

 67. Ég held þú getir andað rólega Sigurjón, ég reikna nú ekki endilega með því að þú sért yfirgengilega hrokafullur almennt (án þess að ég hafi hugmynd um það) eða að þín hegðun sé almennt á þann veg. Mér fannst þessi setning hrokafull – og finnst enn – en það er aðeins mín skoðun á því sem þú sagðir, byggð á því hvernig ég skildi hana. Ég er enn á sömu skoðun, en ég sé ekki beinlínis ástæðu fyrir þig til að taka það sérstaklega nærri þér. Flestallir gera sig seka um hrokafulla hegðun öðru hverju, ég er t.d. afar iðinn við það.

 68. Tek undir með Krizza og Kristjáni Atla … og þeim sem eru á sömu nótum. Þó hlutirnir séu ekki að ganga væri það mikil mistök að rugga bátnum og reka Rafa. Taugaveiklun er ekki leikurinn í stöðunni. Það væri fáránlegt að gleyma hinum góða árangri í fyrra sem hefði alla jafna átt að skila okkur titlinum. Áfram Liverpool!

 69. Má ekki gleyma að ekki er lengra en síðan í febrúar að þessir dómadagsspámenn stóðu hér síðast á kassa og börðu sér um brjóst og boðuðu hér heimsendaspá sína.

  Að öðru ..

  Í #15 mælir Sigkarl svo

  Ég vil í sambandi við innáskiptingarnar mögnuðu benda á bekkinn. Bekkurinn var alfarið skipaður mönnum keyptum af Rafael Benites. Enginn þeirra nær máli sem leikmaður í tppliði. Minn ágæti vinur Maggi var með ágætis umræðu umdaginn vegna meðferðarinnar á L’pool í fjölmiðlum. Margt var þar gott sagt. En ergelsi hans á kjúklinga-aðdáun mannna á kjúklingum Ars sýndi sig í dag að er ekki réttmæt. kjúklingarnir sem RB hefur keypt verða aldrei að öðru en hænum. þar er ekki einn einsti bardagahani í hópi.

  Mig langar aðeins að spyrja þig út í þessi ummæli. Langar mig að vita hversu mikið þú hefur fylgst með leikjum varaliðsins.

 70. Veistu verð bara að taka undir 61#.
  Við erum búnir að lenda í ýmislegu, okkar óheppni er búinn, hvað sem þú kallar það. Afríkukeppnin er eftir!

  Hvað sem fólki finnst, þá finnst mér man utd ekki hafa hópinn í það að vinna meistaratitil, verður trúlega chelsea!
  Þessi hópur kann bara ekkert annað en að vinna og um leið og þeir fatta það að þeir eru ekki meistarar lengu þá munu þeir tapa.

  Er ennþá að spá Chelsea meistaranum, en ég held að Liverpool munu enda ofar en man utd og ofar en margir munu hald!

 71. Ekki man ég eftir einhverju dauðafærum í þessu leik sem við klúðruðum.
  Ekki man ég eftir því að við höfum átt að fá vítaspyrnu en ekki fengið.
  Ekki man ég eftir því að það hafi verið dæmt af okkur ólöglegt mark.

  Ok. Fulham óðu ekki í færum og skoruðu úr nánast öllum sínum tækifærum.
  Og dómarinn rak Degen útaf af ástæðulausu.

  En við vorum undir þegar Degen var rekin út af, það var stutt eftir og við vorum ekki líklegir til að jafna.

  Við töpuðum ekki út af dómaranum, ekki út af meðslum, flensu eða óheppni.

  Við töpuðum út af því að það var enginn barátta í liðinu. Það eru ekki nægilega mikil gæði í liðinu og af því að við erum með þjálfara sem tekst stanslaust að toppa sjálfan sig í lélegum skiptingum.

  P.S. Og svo má selja (eða gefa á free transfer) Voronin, Degen, Babel, Lucas og Mascerano (já ég sagði Mascerano).

 72. Eru menn að átta sig á því hvernig staðan var í nóvembermánuði í fyrra? Skoðið endilega þennan link, og hvernig endaði deildin? Ég man nú sárafáum utd mönnum sem lögðust í þunglyndi yfir þessu, maður heyrði þá frekar hafa trú á sínum mönnum, allanvega þeir sem ég þekki! Við mættum taka þessi “apaketti” okkur til fyrirmyndar og bera höfuðið hátt og trúa á verkefnið!

  http://www.statto.com/football/stats/england/premier-league/2008-2009/table/2008-11-08

  Við erum búnir að vera slappir í upphafi tímabils það fer ekkert á milli mála, en ég persónulega er ekki til í að hengja Rafa fyrir það, það er svo margt sem hefur spilað inní. En í fyrra þegar utd voru búnir að leika 11 leiki þá voru 2 töp og 3 jafntefli staðreynd eins og sést í töflunni, það er 3 stigum meira en við erum með núna, þegar þessi flensa er yfirstaðin fá menn hana ekki aftur, aqualani er að koma til baka og vonandi fara G&T að hrista þessi meiðsli af sér sem og Johnson! Ég lýt björtum augum fram á veginn og hef trú á verkefninu allanvega ennþá meðan þetta er ekki orðið svartara! með Liverpoolkveðju YNWA

  p.s. svo verður líka miklu ljúfara að vinna deildina í vor þegar það er búið að hamast svona á manni í upphafi tímabils 😉

 73. Það er ansi margt undir á miðvikudaginn kemur…

  Ég hef hingað til haldið að mér höndum þegar það kemur að gagnrýni á Benitez, finnst hún oft á tíðum MJÖG ósanngjörn. En skiptingar hans í gær minntum mig mikið á skiptingarnar gegn Reading á útivelli hérna um árið, þegar hann tók G&T útaf er við lentum undir enda áttum við CL leik síðar í vikunni.

  Í gær voru 2 leikmenn sem ehtímann voru líklegir til að gera eitthvað, Benayoun og Torres – VIÐBRÖGÐ þeirra beggja við skiptingunum sína að þeir vildu og gátu spilað lengur.

  Aftur á móti er ég langt frá því að vera einn af þeim sem vill Rafa í burtu – sumir hverjir “hafa viljað hann í burtu í 3 ár” sem segir kanski meira en flest orð. Einn mánuður er ekki make or break þegar hæfni knattspyrnustjóra er skoðuð, þar gildir það sama og þegar leikmenn eru metnir, stöðugleiki er það sem skapar gott lið sem og góðan leikmann. Við fórum ekki frá því að spila frábæra knattspyrnu, skora mest, fá 86 stig sem var nýtt PL met yfir í að vera með svipað lið og Hull City. Mótið er ennþá ungt og það er mikið sem á eftirað ganga á áður en sú feita syngur.

  Vonum að fleiri leikmenn verði komnir til baka fyrir miðvikudaginn – þetta rusl sem er innan um hópinn hjá okkur væru varla gjaldgengir í fyrstu deildina. Þvílíkir farþegar, ég ætla rétt að vona að þeir séu að borga sig inná leiki eins og restin af fólkinu sem kemur að horfa á alvöru leikmenn spila fyrir málstaðinn.

  Ætli maður dragi sig ekki í hlé þar til eftir næsta leik, það virkar eins og að margir hverjir Liverpool aðdáendur þrífist á því að liðinu gangi illa. Menn að keppast við það hve lengi þeir hafa viljað Benitez burt, farnir að tala um að fá Daglish aftur (sem er náttúrulega brandari útaf fyrir sig, það er ekki 1985) og virðast njóta sín einna best þegar liðinu gengur illa. Áhugaverður punktur hjá Trausta í nr # 79 , ekki mjög langt frá stöðu mála í dag, hvað varðar töpuð stig hjá Utd og LFC á sama tíma í fyrra.

  Við skulum amk bíða og fá að sjá Gerrard, Torres, Aqualini saman í liðinu, ekki verra heldur að fá Riera (þó að hann hafi byrjað illa er hann Ronldo í samaburði við Voronin). Það er staðreynd að hópurinn hjá okkur er ekki nægjanlega stór, þvi þjáumst við þegar þessa leikmenn vantar. Skulum núy vona að okkar hlutskipti hvað meiðsli varðar fari minnkandi og við getum still upp okkar sterkasta 11 ásamt nokkrum stórum nöfnum á bekkinn. Það hefur einfaldlega ALLT með hugarfar leikmann og sjálfstraust að gera, sérstaklega þegar ástandið er svona eins og raun ber vitni.

 74. Sammála #80 Eyþóri, sérstaklega varðandi menn sem þrífast á að karpa um misgengi Liverpool. Það er því skondið að sjá hér nokkur nöfn spretta upp á blogginu, t.d. Skara. En hann hef ég ekki séð síðan Houllier hætti, en í lok Houlliers tímans fór mikið fyrir Skara á Liverpool spjallinu.

  Hinsvegar er ekkert hægt að fullyrða um það að Torres og Benayoun hafi viljað spilað lengur og hafi verið ósáttir með að hafa verið teknir útaf. Jú, Torres virtist ósáttur þegar hann var tekinn útaf, en það gæti allt eins hafi verið útaf meiðslunum og frammistöðunni.

  Þrjú viðtöl hérna eftir leikinn. Annars vegar við stjóra liðana, og hins vegar við Charlie Nicholas sem er analyser hjá Sky og fyrrum skoskur landsliðsmaður.

  Benitez http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12602_5664549,00.html

  Hodgson
  http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12602_5664549,00.html#

  Nicholas
  http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12602_5664549,00.html#

 75. Ég verð nú að segja að mér finnst umræðan um þennan leik vera ótrúlega góð. Ég held að ekki margar svona umræðusíður um fótbolta gætu haldið svona góðum standard eftir aðra eins hrinu af áföllum einsog við höfum gengið í gegnum.

  Ég átti víst að taka skýrsluna, en var neyddur í einhverja IKEA ferð, sem reyndist eftir allt vera skemmtilegri en að horfa á leikinn. Horfði þó á hann á Tivo-inu mínu, en var með hraðspólun á mestallan tímann. Það er enginn að segja að við getum kennt óheppni um að tapa 6 af 7 leikjum, en það er alveg ljóst að í viðbót við meiðslu, veikindi og arfaslaka frammistöðu þá er nákvæmlega ekkert að falla með okkur þessa dagana.

  Man t.d. einhver eftir góðum leik hjá Steven Gerrard á þessu tímabili? Ég var að hugsa þetta í gær og gat ekki fundið neinn leik. Kannski einna helst á móti Bolton. Það er alveg ljóst að við vinnum enga titla ef að Steven Gerrard er farþegi allt tímabilið.

 76. Burtséð frá öllum skiptingum, kaupum, meiðslum og sundboltum þá verður því miður að játast að það er eitthvað rotið að dreifa úr sér í okkar ástkæra klúbb.

  Þetta má rekja til eigendaskiptanna og hinnar gífurlegu skuldsetningu sem þeir settu á klúbbinn. Það má eiginlega segja að Rafa hafi náð ágætum árangri miðað við þann óróleika sem hefur verið í klúbbnum sl. tvö ár, sérstaklega með að komast svona nálægt meistaratitlinum í fyrra.

  En það þolir enginn svona álag og óvissu lengi. Það virðast tveir kostir í stöðunni. Annað hvort verður slegið skjaldborg um Rafa, hann fær fullan stuðning eins og Wenger hefur hjá Arsenal og menn vinna sig uppúr þessu að lokum í sameiningu. Þetta útheimtir þolinmæði, raunsæi og trú af allra hálfu, sérstaklega aðdáenda og það er ekki víst að Rafa eigi trúna inni hjá okkur. Það mun svo ekki duga að slá skjaldböku um hann eins og félagsmálaráðherra vor um heimili landsins, hálfkveðnar vísur og óljósar lausnir hella bara olíu á eldinn og þannig finnst manni ástandið hafa verið síðan Hicks og Gillette komu til sögunnar.

  Hin lausnin er að senda hann í hið stöðuga virki Real Madrid þar sem allt er pottþétt og menn hugsa til langframa. Og auðvitað að ráða mann sem reddar málunum. Það þarf að vera maður sem getur náð samstöðu í búningsklefann, laðað til sín toppleikmenn, unnið með takmörkuð fjárráð, haldið Reina, Torres og Gerrard ánægðum og hjá klúbbnum, þorir að taka á því að Carra er farinn að láta á sjá og minnka álagið á honum, býr til lið sem spilar skemmtilegan en árangursríkan fótbolta þannig að liðið vinnur titla, heldur Ameríkönunum ánægðum, haft 5-10 ára plan og skiptir inná svona af og til.

  Þar koma bara þrír menn til greina í fljótu bragði, Jesús Kristur, Múhammeð og Búdda.

  Hættan við að skipta um stjóra er að það getur farið á betri veg og það getur farið á verri veg. Annað hvort fá menn nýjan Mourinho eða lenda í einhverir Newcastle-vitleysu. Í tilviki Liverpool yrði viðkomandi stjóri helst að vera undir fimmtugu og hafa flesta kostina sem taldir eru upp að ofan. En hver er það? Martin O’Neill er eini Bretinn sem kæmi til greina en hann er 57 ára. Dick Advocat er að nálgast ellilífeyrinn og sömuleiðis Guus Hiddink. Ciro Ferrara er áhugaverður kostur og félagi hans Deschamps sömuleiðis.

  En hingað til líst manni best á eftirfarandi Laurent Blanc, Jose Mourinho og Juande Ramos.

  Blanc er sigurvegari í alla staði og sigraði frönsku deildina með Bordeaux. Hann hefur nafnið til að ná í leikmenn og virðist heilsteyptur karakter í gegn sem er eitthvað sem þarf.

  Mourinho er einn af þremur bestu þjálfurum í heimi. Punktur. Maður hugsar með hryllingi til þess að hann bíði eftir að Alex fari á eftirlaun.

  Ramos? Munið þið eftir Sevilla liðinu hans? Árangur, frábær fótbolti með takmörkuð fjárráð.

  Auðvitað er leiðinlegt að vera neikvæður í garð klúbbsins. En þetta ástar/hatur samband manns við Rafa fer að verða fast í eilífri krísu. Ef maður ætti kærustu sem færi með mann í svona hrikalegan tilfinningarússibana þá myndu allir vinir manns ráðleggja manni að slíta samvistum og byrja upp á nýtt.

  Það væri kannski best fyrir alla aðila áður en allt endar í tómri vitleysu.

 77. Einar, ég samhryggist þér með IKEA. Það er versti tilfinningarússibaninn í mínu sambandi…að þurfa að fara þangað. 🙂

 78. Ein viðbót við langloku.

  Rafael Benitez gæti ALDREI fundið jafn skilningsríkan hóp aðdáenda sem standa jafn mikið á bak við hann og aðdáendur Liverpool.

 79. Ekki bara Gerrard, staðreyndin er sú að við vinnum enga titla með farþega, punktur. Í fyrra steig Benayoun upp á crucial tímapunkti – Gerrard & Torres voru meira og minna meiddir til skiptist, okkur vantaði mann sem gerði hið óvænta, skapaði eitthvað þegar við þurftum þess, Ísraelinn steig upp og hefur verið lykilmaður hjá okkur síðan.

  Það sama er uppá teningnum núna, þessir “squad leikmenn” eru rosalega góðir í að blaðra um fá tækifæri, sbr Voronin,Riera í þar síðasta landsleikjahléi og að ógleymdum Babel. En það reynist ekki mikið á bakvið þetta röfl, þessir leikmenn (og fleiri) koma ekki með neitt til liðsins, þeir virðast ekki geta tekið leik sinn á annað plan þegar liðið þarf á því að halda.

  Ef við berum saman 11 sterkustu leikmenn m.v. síðasta tímabil:

  Reina: Svipaður og í fyrra, hann verður ekki sakaður um þessi töpuðu stig.

  Insua: Ég veit ekki hvað á að segja um Insua, ef eitthvað er þá er hann slakari eins og flestir í vörninni þetta tímabilið.

  Carra: Slakasta leiktíð hans (So far) síðan Rafa tók við, klárlega.

  Skrtel: Ég hef sagt það áður, og ég segji það aftur. Mér finnst Skrtel ekkert sérstakur leikmaður, fannst það ekki í fyrra og finnst það ekki núna. Mér finnst margir hverjir vera hrifnari af “bad-ass” lúkki hans en frammistöðu hans inná vellinum. Bentdner lét hann líta illa út, enough said.

  Glen J. vs Arbeloa: Menn bera þá oft saman á sitthvorum eiginleikanum, varnarleikur Arbeloa gegn sóknarhæfileikum Johnson. Það er bara ekki hægt, sóknarlega hefur Glen verið mjög góður, sérstakelga fyrstu leiki tímabilsins. Varnarlega hefur hann skilað sínu, finnst hann hafa verið einna sterkastur af okkar öftustu fjórum það sem af er tímabili.

  Kuyt: Átti góða leiktíð í fyrra, hefur verið slakur undanfarið og botninum náð í gær með vægast sagt hræðilegri frammistöðu. Hann hefur hjartað um það verður ekki deilt – en stundum stingur getuleysið á öðrum sviðum fótboltans…

  Gerrard: Hann hefur verið mikið meiddur, þar fyrir utan hefur hann ekki byrjað jafnvel og hann spilaði í fyrra , etv meiðslunum um að kenna en það er engu að síður staðreynd. Við meigum ekki við að missa hann í meiðsli því Gerrard á slæmum degi er betri en aðrir í liðinu á góðum í 75% tilfella.

  Masch: Hvað varð um manninn sem maður varð ástfanginn af ? “Skrímslið” hefur ekki getað bíbb síðan hann varð gerður að fyrirliða Argentínu í fyrra (Eða svona hér um bil). Getum talið upp á fingrum annarar handar þá góðu leiki sem hann hefur átt s.l. 6-10 mánuði eða svo.

  Xabi vs Aqualini: Hver er það ? Hvenær byrja hann að spila ?
  Xabi vs Lucas: Aumingja Lucas, menn elska að hata hann og ganga svo langt að kenna honum um hlýnun jarðar og Icesave. Eitt er þó ljóst að hann kemur með EKKERT inní liðið, nema þá efni í kennslubók hvernig á ekki að brjóta af sér. Hann hefur samt sem áður ekki verið neitt áberandi slakari en 90% af liðinu, hann er samt langt langt frá því að vera nægilega góður til að vera mótor í okkar liði. Ekki frábær í neinu, ágætur í sumu.

  Benayoun: Einn af fáum leikmönnum sem hefur spilað eitthvað í líkingu við síðasta tímabil. Einn af fáum leikmönnum sem virðist ekki vera saman. Þurfum að hvíla hann þar til við erum dottnir úr öllu , eða hvað ?

  Torres: Líklega sá eini í liðinu sem hefur verið að spila betur í ár, kanski er það vegna þess að hann er ekki meiddur annan hvern leik (næstum því þó) en skoruð mörk eru mun fleiri en á saman tíma í fyrra.

  Þegar allt kemur til alls þá getum við bent á einn, kanski tvo sem eru að spila “á getu”. Það er enginn tilbúin að stíga fram og taka spilamennsku sína upp á annað plan, nema andstæðingurinn sé Man Utd. Hvenær ætla menn að gera sér grein fyrir að ALLIR HELVÍTISLEIKIR gefa sama stigafjölda ?? Lærðu menn þetta ekki eftir Stoke leikina í fyrra ? Stoke var svo ekkert djók eftir allt saman.

  Ég undirstrika mína trú að byrjunarlið okkar er nægilega sterkt til að vera í titilbaráttunni, en þessir andskotans pappakassar sem eru innan um eru að gera mig brjálaðan. Auðvitað er ekki hægt að vera með 18+ heimsklassaleikmenn, höfum ekki efni á því. En hinir leikmennirnir verða þá að stíga upp þegar liðið og aðdáendur treysta á þá – Já eða stjórinn að ná úr þeim spilamennsku sem hæfir Liverpool FC, það er jú hann sem leggur traust sitt á því með því að fjárfesta tíma og peningum í þeim.

  Afsakið langlokuna en það er mikil undiralda í manna eins og öðrum sem hafa Liverpool hjarta.

 80. Fernando Torres á við ergelsismeiðsl að stríða sem verður að passa uppá. Gerrard er hugsanlega að fara í langt frí og þá verðum við að hafa Torres.

  Langar að mótmæla tveimur af nöfnum Daða, Blanc og Juande Ramos. Sá fyrri er fullkomlega reynslulaus, nema í frönsku deildinni, myndi hrúga burt Spánverjum og kaupa Frakka. Algerlega vonlaust að mínu mati.

  Ég man eftir Sevilla, en líka Tottenham og þeim bullkaupum og ruglfótbolta sem þar var í gangi. Harry Redknapp orðaði, “when I arrived Spurs were a cirkus, not a football club”. Juande Ramos hefur enda átt í stórerfiðleikum síðan, munum væntanlega að hann ætlaði sér að slá LFC út í fyrra í ákveðinni keppni.

  Mourinho er vissulega hæfileikaríkur þjálfari og er eina nafnið utan Englands sem vert er að nefna. Hroki hans í garð LFC í gegnum tíðina og sú staðreynd að hann er HATAÐUR á Merseyside, meira en Rauðnefur hlýtur þó að hafa töluvert að segja.

  Enda verður Rafa ekki leystur frá störfum í vetur, nema að hann gefist upp og fari að þjálfa Xabi vin seinn.

 81. Frábær komment Daði og Eyþór, sammála Einari hvað þetta er góð umræða.

  Auðvitað er stutt á milli í þessum blessaða bolta, en þetta er meira og minna í hausnum á mönnum. Fyrirfram (lykilorð) hefði ég ekki viljað sjá neinn einasta mann í Fulham í Liverpool liðinu í gær. Nema þá ef Hangeland hefði komið til Liverpool í sumar í staðinn fyrir Kyrgiakos.

  Þetta er meðal annars spurning um sjálfstraust og trú. Það er af skornum skammti hjá liðinu í dag, það sést alla leið til Íslands. Það gerist, og það er erfitt að benda á sökudólg. Auðveldast er að benda á Rafa, og hann á það líka skilið að hluta til.

  En staðreyndin er sú að þetta eru leikmenn sem geta unnið hvaða lið sem er, eins og það sýndi fyrir viku, en getur síðan tapað fyrir hvaða liði sem er líka. Það vantar semsagt stöðugleika, sem er ekkert nýtt. Slæmi kaflinn er orðinn svolítið langur samt.

  Og það sem verst er, er að það kom ekkert sjálfstraust í liðið með sigri á fokking Manchester United!

  Ég held að minnsta kosti að það sé nákvæmlega engin lausn að reka Rafa núna. KANNSKI, eftir tímabilið, en þá verður bara að sjá hvar við erum.

 82. Ætla svo sem ekkert að hengja menn út frá Actim Stats, en gaman að skoða Actim Stats með annað til hliðsjónar. Svona er röðin í Actim Stats á þessu á tímabili:

  1 Didier Drogba Chelsea 267
  2 Francesc Fabregas Arsenal 221
  3 Fernando Torres Liverpool 213
  4 Dirk Kuyt Liverpool 199
  5 Robbie Keane Tottenham 196

  6 Thomas Vermaelen Arsenal 194
  7 Darren Bent Sunderland 193
  8 Hugo Rodallega Wigan 192
  9 Emmanuel Adebayor Man City 182

  10 Robin van Persie Arsenal 176
  11 Glen Johnson Liverpool 173

  28 Yossi Benayoun Liverpool 145
  36 Steven Gerrard Liverpool 133
  39 Emiliano Insua Liverpool 132
  42 Jamie Carragher Liverpool 130
  53 Jose Reina Liverpool 121
  87 Leiva Lucas Liverpool 101

  Ekki að sjá Mascherano þarna, og engan miðvörð nema Carragher, en þess ber þó að geta að Agger hefur tæplega spilað nógu marga leiki og Skrtel hefur verið hreinlega lélegur. Carragher hefur þó náð mörgum tæklingum sem spilar hann svo hátt upp. Ennfremur þá tekur Actim ekki inn í tölfræðina mistök, nema sendingar sem ekki rata á samherja, skot sem ekki hafna á rammann eða í markinu, og svo er dregið frá vegna spjalda. Heldur ekki dregin frá vegna marka fengin á sig en þó dregin frá stig vegna heildarárangurs liðsins.

 83. Eyþór Guðjóns segir allt sem segja þarf í ræðu nr. 87.
  Þessir kallar eru allir fínir knattspyrnumenn og það á ekki að vera flókið að gera öfluga liðsheild úr þeim. Hinsvegar vantar einhverja uppbyggingu þarna, einhvern móralskan stuðning við þessa kalla. Eitthvað sem hvetur þá til hins ítrasta og kemur þeim dýrvitlausum inn á völlinn. Ef við tökum dæmi um móralskan mismun, þá megiði endilega fylgjast með muninum á fagnaðarlátum leikmannana eftir skoruð mörk hjá Chelsea vs. Liverpool. Gleðin og viljinn er bara ekki sá sami hjá þessum liðum. og svo spyr ég að lokum: Hvernig á maður sem sýnir ekki svipbrigði að byggja upp lið móralskt? Svar: Hann getur það ekki. ÚT MEÐ RAFA!!!!!!!!!!! og áfram Liverpool.

 84. http://www.wsc.co.uk/content/view/3914/38/

  Benitez’s biographer, and Valencia fan, Paco Lloret reckons that he is “not so good at signing players… sometimes he is so intent on watching the game, that he doesn’t watch the players”. Jermaine Pennant admitted he felt his intuition dampened by Benítez and that as a winger he was repeatedly instructed to “get to the byline” and little more.

 85. Með ólíkindum að menn skuli alltaf koma með þetta vinningshlutfall Benitez sem rökstuðningur fyrir því hvað hann sé frábær. Hann má vera með betra vinningshlutfall en Ferguson, Paisley, King Kenny, en hvað hefur hann unnið?? Ekki mikið er það og það er það sem skiptir öllu máli, að vinna titla. Og þá má benda á hvers vegna í ósköpunum maður með svona stórkostlegt vinningshlutfall hefur ekki unnið fleiri titla. Geta menn svarað því? Það er eitthvað bogið við þessa röksemdarfærlsu er það ekki?
  Rafa er ekki að höndla þetta og á að sjá sóma sinn í því að segja bara upp og taka kana helvítin með sér.

 86. Og þá má benda á hvers vegna í ósköpunum maður með svona stórkostlegt vinningshlutfall hefur ekki unnið fleiri titla

  Vegna þess að deildin er ójafnari og lið sem vinna deildina í dag vinna hana með mun fleiri stigum en áður.

 87. Ég tek undir með Einari Erni að umræðan er búin að vera mjög góð í kjölfar þessa leiks. Ég var á ‘suicide watch’ eins og ég kalla það á þessari síðu í gær en aldrei þessu vant þurfti ég ekki að henda út einum einustu ummælum. Það var enginn með dónaskap þrátt fyrir að mönnum væri mjög heitt í hamsi. Það er frábært og sýnir gæði ummælenda hérna. Við sem rekum síðuna getum ekki annað en þakkað ykkur hinum fyrir þessa staðreynd, það eruð þið sem haldið þessum standardi góðum.

  Að því sögðu, þá trúi ég varla að menn séu að ræða það að fá Juande Ramos eða Manuel Pellegrini inn fyrir Rafa. Ég skal alveg ræða af alvöru hvaða þjálfarar kæmu til greina í sætið í hans stað (stutt svar: ekki margir) en það er alveg ljóst að Juande Ramos er ekki einn þeirra. Hann gerði góða hluti með Sevilla en allt annað sem hann hefur gert, fyrir eða eftir Sevilla-tímann, hefur endað í tárum. Pellegrini þarf svo varla að ræða, ef hann höndlar ekki þrjá mánuði í Real-sirkusnum er hann ekki maðurinn til að laga eitt né neitt í Liverpool miðað við hysteríuna sem ríkir í kringum það lið í dag.

  Að mínu mati eru einu raunhæfu kostirnir eftirfarandi þjálfarar:

  • José Mourinho. Góður þjálfari, ég er ekki enn 100% sannfærður um hversu mikill snillingur hann er og við verðum að muna að hann hafði úr áður óséðum fjármunum að moða hjá Chelsea. Þetta verður samt aldrei held ég og þarf ekkert að ræða það því saga José vs. Liverpool er of neikvæð til að menn sætti sig við þá ráðningu.
  • Guus Hiddink. Þar er einn af bestu þjálfurum heims á ferðinni og þaulreyndur. Laus næsta sumar en hann er of nátengdur Chelsea og Abramovich til að íhuga Liverpool.
  • Felix Magath. Hefur unnið mikið af titlum með mörgum liðum í Þýskalandi. Gerði Wolfsburg að meisturum þar í vor og er í toppbaráttunni með Schalke í ár. Kann þetta, svo einfalt er það, þó hann sé að ég held alveg óreyndur utan Þýskalands.
  • Martin O’Neill: Frábær stjóri, alveg frábær og sá besti frá Bretlandseyjum í dag að mínu mati (utan Ferguson, að sjálfsögðu). Einhverjir Púllarar væla yfir því að hann hafi verið lærisveinn Brian Clough og sé því mögulega anti-Liverpool en ég held það sé ekki svo alvarlegt. Hann er hins vegar orðinn 57 ára eins og einhver sagði. Kannski misstum við af góðu tækifæri fyrir tíu árum þegar við fórum í að fá Houllier inn í stað þess að skipta Evans út fyrir O’Neill, sem var þá hjá Leicester. Hver veit?
  • David Moyes: Annar frábær stjóri sem hefur gert góða hluti með takmörkuð fjárráð. Ég held að hann sé ekki af því kalíberi sem Liverpool þarf en kannski gæti hann stigið upp og mótað klúbbinn í sinni mynd. Verður þó ALDREI vegna tengsla hans við Everton, þarf ekkert að ræða það frekar.

  Þar með er það upptalið. Liverpool er ekki klúbbur fyrir svona ‘hot shots’ eins og Roberto Mancini, Juande Ramos eða fleiri þvílíka menn. Þetta er klúbbur sem þarfnast þess að stjórinn stígi upp og verði þungamiðjan í öllu sem félagið snertir. Rafa hefur eytt fimm árum í að endurskapa klúbbinn í sinni ímynd og það getur enginn einn þjálfari komið inn, breytt byrjunarliðinu eða taktíkinni og „hrist aðeins upp í þessu“ eins og sumir virðast halda. Það eru ekki til neinar skyndilausnir í þessu, ef af þjálfaraskiptum yrði myndum við lenda í leikmannahræringum næstu 2-3 árin og nýju uppbyggingarstarfi nýs manns sem myndi að sjálfsögðu vilja gera hlutina á sinn hátt og það tæki tíma. Það að skipta Rafa út í dag fyrir næsta leik þýðir ekki að liðið fari að vinna leiki aftur, það er í besta falli barnalegt að hugsa svoleiðis.

  Þá koma allt of fáir af þeim sem ég nefndi hér að ofan til greina, allavega ekki sem Liverpool-menn, og því einfaldlega erfitt að finna betri mann en Rafa, sem hentar okkur betur, í dag.

 88. Liðið afhjúpaði sig í gær, þ.e.a.s. það vantar dýptina í það. Rafa reyndi að gera hvað hann gat en þetta virkaði ekki. Og þeir sem hann stólar á að dragi vagninn skiluðu því hlutverki ekki.
  Það er líka furðulegt að það sé að endurtaka sig það sama og í fyrra, er að vinna stærri leiki en tapa litlu leikjunum þar sem stólað er á meiri “fringe” spilara. Það segir mér að hópurinn sé ekki nógu góður – breiður ef það má orða það þannig. Má því segja að núna vanti illilega gamla höfðingjan Hyypia!

  Ég veit ekki með ykkur, en ég held að leikurinn á móti Lyon hafi meira að segja með framtíðina hjá þeim heldur en leikurinn í gær og ef ég stæði frammi fyrir því að þurfa að tapa öðrum leiknum vísvitandi myndi ég frekar velja Fulham leikinn. Vonandi kemur það ekki að sök þegar á líður en slæmt væri að tapa báðum leikjunum.

  Svo menn átti sig líka á framtíðinin, Rafa er ekki að fara. Nó chance at all.

 89. Eitt sem er að pirra mig rosalega mikið! Við getum ekki afsakað gengi okkar í gær út frá að við vorum ekki með sterkt lið inná. Það var ekkert varalið að spila í gær og gengið okkar var mun sterkara á pappírnum en Fulham.

  Átta menn sem Rafa notar regulega sem first choice byrjuðu í gær:
  Reina
  Insua
  Carra
  Kuyt
  Benni
  Mascherano
  Lucas
  Torres
  Þrír voru squad players:
  1. Grikkinn ógurlegi: Hann var keyptur til að spila í hjarta varnarinnar sem quality backup. Reynslumikill og traustur.
  2. Degen: Rafa treystir honum til að leysa GlenJ af.
  3. Voronin: Af einhverjum ástæðum elskar Rafa þennan mann – og vill hafa hann í hópnum, þannig að hann hlýtur að telja að hann sé nógu góður fyrir liðið.

  Er raunhæft að afsaka leikinn í gær með því að við höfum verið með marga frá og með hálfgert varalið? Nei, það er alger vitleysa og aðrir fótboltaáhangendur hlæja að svona heimskulegum afsökunum.

  Þetta er ofur einfalt: Þetta lið í gær var ekkert varalið og átti að vinna Fulham!

 90. 97 Árni Jón. Hvernig færðu það út að við séum að vinna stærri lið á þessu tímabili? Við höfum unnið eitt stórt lið en annars tapað fyrir öllum stærri liðum, þ.e. fyrir Fulham og upp. Við höfum síðan unnið skítaliðin sannfærandi eins og við gerðum í september og við litum vel út og menn hrósuðu liðinu þá í hástert.

 91. Mér finnst þetta í raun ósköp einfalt. Það er vörnin sem hefur verið höfuðverkurinn í vetur. Fyrsta mark Fulham er gott dæmi. Kirgistan og Insua láta Zamora stinga sér á milli sín eins og algjörir byrjendur. Svona ruglmörk hefur liðið verið að fá á sig í allan vetur. Ég er hrifinn af Insua en það er ekki hægt að horfa framhjá því að hann getur ekkert í loftinu og ég er varla sá eini sem hef tekið eftir því að mótherjar Liverpool senda fyrirgjafirnar á fjærstöng frá vinstri kanti.

  Liverpool hafði fulla stjórn á þessum leik fyrir fyrsta mark Fulham en eins og oft í vetur þurftu þeir að fara í eltingarleik og stress eftir eitthvað kúkamark. Það jákvæða er að Agger er bara með flensu því mér sýndist hann koma með meira öryggi í varnarleikinn.

 92. Hvað með Jurgen Klinsmann? Ætli sé einhver möguleiki að fá hann til Liverpool?

 93. Hvað í ósköpunum hefur Jurgen Klinsmann upp á að bjóða??? Það væri arfa slök ákvörðun að ráða hann að mínu mati.

 94. Afhverju ekki að taka áhættuna og halda Torres inn á allann leikinn?
  Með þessari skiptingu var hann í rauninni að segja að hann veldi Meistaradeildina fram yfir deildina, ekki satt? Spara Torres fyrir Lyon leikinn.
  Torres var eini maðurinn sem átti einhvern möguleika á að skora í þessum leik.
  Benitez kallinn er bara búinn að spila öll trompin, tími kominn á breytingar því miður.
  Ekki Jurgen Klinsmann, takk fyrir!! Hefur ekki hundsvit á þjálfun.
  Mourinho eða enginn!!!

 95. Það er alveg með ólíkindum hvað menn eru blindir í að verja R. Benítez út í rauðan dauðann. Endalausar afsakanir eftir hvern tapleikinn þar sem alltaf finnast einhverjar ytri aðstæður til að kenna um.

  Ég ætla að gamni mínu að gera smá samanburð, enginn vísindi heldur aðeins smá til umhugsunar. Ég ætla að taka okkar byrjunarlið og spyrja mig hvort að einstaklingarnir kæmust auðveldlega í eitt af hinum stóru liðunum á Englandi:

  Ég tek 4-4-2 á þetta en það er kerfi sem ég hef mesta trú á í ensku deildinni.
  Pepe Reina: Toppmaður og kæmist í hvaða lið sem er af hinum.
  Insua: Keppir við Clichy, A Cole og Evra…erfitt að segja en sennilega ekki.
  Glen Johnson: Keppir við Bosingwa, Brown? og Sagna…ekki gott að segja.
  Carragher: Búinn að vera að mínu mati. Kæmist ekki í neitt af hinum þremur. Seinn og hefur enga sérstaka fótboltahæfileika að mínu mati. Það eina sem bjargar honum er liverpool-hjartað.
  Agger: Toppmaður að mínu mati en því miður of mikið meiddur. Erfitt að segja.
  Riera: Flýgur ekki inn í hin liðin myndi ég segja. En góður að mínu mati.
  Kuyt: Sama hér, leggur sig mikið fram og það er mikill kostur. Ég hef grun um að hann sé ekki þessi hægri kantmaður sem Rafa vill að hann sé.
  Gerrard: Þarf ekki að orðlengja um hann. Frábær.
  Mascherano: Ætti að komast í hin miðað við vera fyrirliði Argentínu en það er líka eina sem prýðir hann. Hvað er að manninum?
  Torres: Besti framherji í heimi að mínu mati.
  N’Gog: Æi.

  Þegar búið er að eyða 200 millj. punda á 5 ára tímabili ætti þá ekki að vera eitthvað meira kjöt á beinunum?

 96. Allir sem byrjuðu þennan leik eru allt leikmenn sem Benitez hefur keypt til félagsins.. og þeir gátu ekki einu sinni unnið FULHAM !! hvað er það??

 97. Flestir þeirra sem vilja Rafa í burtu hafa engar lausnir eða hugmyndir fram að færa. Á bara að reka þann sem hefur komið okkur þetta langt eftir ömurlegan okt.mánuð og setja allt í (enn meiri) óvissu en það er nú þegar ?

  Klinsmann, Daglish …. ég er farin að halda að þessir aðilar séu stuðningsmenn annarra liða að villa á sér heimildir. Þvílíkur brandari.

 98. Og svo vil ég bæta við að mér finnst Babel ekki hafa fengið “fair treatment” hjá Rafa og held að hann sé að spila svona illa VEGNA Rafa en ekki ÞRÁTT FYRIR hann.

  Sjá hér(lesist með hlutlausum gleraugum):

  Holland coach Marco Van Basten recently criticised Rafael Benitez’s handling of Ryan Babel, noting that the player had taken a step backward since his arrival at Anfield. A harsh assessment? Not if you look at the facts; and having examined the facts, Benitez’s truly appalling treatment of the player is depressingly clear.

  Van Basten argued: “If you look at Ryan Babel, it is a mortal sin he now sits on the bench at Liverpool. He was playing well in Holland and for the Under-21s but now he has taken a step backwards.”

  Babel cost £11.5m and inarguably has huge potential – the question is has he been given the chance to fulfil that potential?

  The answer is resoundingly and unequivocally NO.

  As we’ve all seen, Rafa loves his facts, so let’s consider some facts about Ryan Babel:

  2007-08: Babel’s first season

  50 appearances

  Starts – 29
  Subbed – 21 times
  On the bench – 24 times
  Unused sub – 4 games

  Totals

  Subbed or on the bench in 82% of games
  Subbed in 72% of games started
  Scored 11 goals. On 10 occasions, dropped to the bench for the next game.

  2008-09

  38 appearances

  Starts – 9
  Subbed – 4 times
  On the bench – 25 times
  Unused sub – 6 times

  Subbed or benched in 76% of games
  Subbed in 44% of games started

  GRAND TOTALS

  88 appearances

  38 Starts
  Subbed – 25 times
  On the bench – 49 times
  Unused sub – 10 times

  Subbed or on the bench in 84% of games
  Subbed in 66% of starts

  Taking into account unused sub status

  In the squad 93 times
  Subbed or on the bench in 90% games

  With these figures in mind, consider the following questions:

  1. Has Babel been given any kind of chance to establish himself at Liverpool?

  2. Has he been allowed to flourish in any way?

  3. Has he been allowed a consistent run of games ever?

  4. Given the fact that in his first season, he was dropped to the bench TEN TIMES after scoring goals, has he been treated fairly in this respect?

  5. Is there any justification for such treatment of the player?

  The most important question for me is this: Do we want players to be treated this way at Liverpool FC?

  The answer has to be no, yet some pigheaded fans just refuse to accept the truth that Rafa’s treatment of certain players over the years has been simply inexcusable.

  Fans often seem to criticise Babel for his alleged lack of drive during his sporadic appearances, but how would you react when your manager has damaged your career, never given you a fair chance and made it abundantly clear that he has no faith in you?

  Robbie Keane is another example of a player Benitez has treated in a similarly inexcusable manner: Keane was subbed or on the bench in 28 of his 33 appearances, which equates to 85% of games.

  I’ve heard countless fans come up with the same ridiculous arguments: ‘Keane missed a few sitters so he deserved to be on the bench’; or ‘Keane did nothing when he was on the pitch’.

  What a load of cretinous drivel.

  For some reason, the ‘Rafa can do no wrong’ brigade are unwilling to accept that it is practically impossible for a player to get into any kind of rhythm/build understanding with team-mates/build confidence etc when subjected to the kind of treatment meted out to Keane, Babel, and before them, Peter Crouch.

  Another pertinent point to consider: With Keane and Babel, Benitez has totally wasted over £30m of the club’s money.

  £30m!

  And that’s not including salaries.

  I have absolutely no doubt that if allowed to actually play consistently, both Keane and Babel could have been very effective players for the club. Instead, Benitez has subjected them both to career damaging periods of endless inactivity, for which there is no excuse.

  This kind of treatment is one of the principal reasons I am not a fan of Benitez and his way of doing things. Treating players with such contempt (which is what it basically amounts to), does not fit with the philosophy of the club and – IMO – is not behaviour befitting a manager of Liverpool FC.

  Fans might not care about the likes of Keane and Babel, but just watch them change their tune when one of their favourites starts suffering from the Benitez effect.

  If Ryan Babel wants to save his career and actually progress as a player, he has only one option: leave Liverpool and go to a club where he will treated fairly and given a consistent chance to prove himself.

  For any player, leaving Liverpool can only be a step down, but Benitez has made it unambiguously clear that he is NEVER going to give Babel a proper chance.

  To stay at the club under the Benitez regime would be career suicide.

  Read more: http://www.liverpool-kop.com/2009/04/ryan-babel-another-victim-of-benitez.html#ixzz0VccSWnaE

 99. Menn hljóta bara að vera haldnir sjálfseyðingarhvöt þegar þeir vitna í mannvitsbrekkuna Jermaine Pennant um Rafa. Það á semsagt að trúa þeim dreng frekar en Gerrard, Carragher, Torres, Reina, Mascherano um ágæti þjálfarans. Í guðs almáttugs bænum, þó að Pennant eigi ágæta leiki í lélegu spænsku liði og sitji með viskíglas í hendinni og plammeri þá er ekki ástæða til að láta það pirra sig.

  Ryan Babel. Svei mér þá!!!!!!!!

  Eru enn til Liverpoolaðdáendur sem gera kröfu til þess að hann fái “regluleg tækifæri” í liðinu? Ég á ekki orð, ekki eitt orð, yfir því. Þessi leikmaður hefur fengið ótalmörg tækifæri til að spila og algerlega klárt að hann hefur ekki nýtt þau. Í dag yrði að hafa Kuyt, Benayoun eða Gerrard á bekknum fyrir hann. Fáránlegt. Babel og Benayoun komu til liðsins á nákvæmlega sama tíma, Babel fékk MIKLU fleiri leiki og mínútur en Yossi í byrjun en að sjálfsögðu hefur sá tími minnkað í kjölfar ömurlegrar frammistöðu í leikjum.

  Svo stjórarnir. Kristján fer þar nákvæmlega rétt í málin að mínu viti. Það er enginn kostur augljós í heiminum sem gerir betur en sá sem við erum með. Eini mögulegi hæfileikaþjálfarinn er hataður, gegnheilt, í Liverpool. Bara alveg sama hvað við sófaaðdáendurnir víða um heim höfum um það að segja. Ég sjálfur hata hans karakter og leið aldrei betur held ég en þegar við unnum liðið hans. Ég hef áður nefnt Martin O´Neill en styð KAR í því að aldurinn er ekki að hjálpa honum. Magath hinn þýski er stórt spurningamerki.

  En botnlínan í mínum huga er sú að ég hef ekki nokkurn áhuga á því að liðið verði peningabóla sem vinnur titla í einhver 2 – 3 tímabil en svo bara búið. Liverpool FC er að marka sér stefnu að verða besta lið í heimi, það er samstillt í þeirri vinnu sem verið hefur framkvæmd síðustu 18 mánuði og það er “business plan” í gangi sem Rafa og Purslow hafa rekið nú frá í vor. Skammtímahagsmunir fara ekki alltaf saman við langtímahagsmuni og það styð ég.

  Félagið var í molum 2004, frá botni og uppúr og það hefur verið 95% Rafa að þakka að þar hefur orðið veruleg breyting á. Það má ekki gleymast þrátt fyrir allt.

  Og menn verða að íhuga það líka þegar talað er um eftirmann hans. Hvað sem menn reyna að finna annað út, er Rafa með besta deildarárangur stjóra síðan við urðum meistarar. Á þeim 19 árum var liðið á stöðugri niðurleið, með litlum dauðakippum í þrjú ár undir Houllier.

  Muna menn hvað gerðist hjá Houllier. Hann eyddi öllum fjármunum félagsins í leikmenn til að leika með aðalliðinu. Þ.á.m. snillinga eins og Diomede, Cheyrou, Diouf, Biscan og Diao. Þeir gátu náttúrulega ekkert og við gátum ekki einu sinni selt þá nema borga áfram launin þeirra! Ef skipta á um þjálfara þarf að stíga skrefið uppávið.

  Ekki bara eitthvað skref eitthver!!!

 100. Maggi: Pennant er farinn. Þessvegna þorir hann að gagnrýna Rafa. Hinir eru ennþá hjá klúbbnum og þessvegna tala þeir vel um hann. Sástu annars svipinn á Benayun þegar hann var tekinn útaf? Þú átt eftir að sjá það að þegar Rafa loksins(vonandi) fer þá mun líða einhver tími og svo munu þeir opna sig hver af öðrum í sjálfsævisögum og öðrum ritum þar sem málflutningur Pennants fær stuðning. Það sem Pennant sagði rímaði ótrúlega vel við mínar hugrenningar varðandi Rafa. Til dæmis þetta að reyna að móta leikmennina eins og þeir séu unglingar.

  Þú hefur svo greinilega ekki lesið greinina um Babel vel.

  Einn punktur til dæmis:
  Subbed or on the bench in 82% of games
  Subbed in 72% of games started
  Scored 11 goals. On 10 occasions, dropped to the bench for the next game.

  Hvaða þjálfari gerir svona lagað annar en Rafa?

 101. Gunnar # 109 , það er mjög auðvelt að vitna í einhvern kanski viðburð í framtíðinni – það veit bara enginn, sagan kemur til með að svara þessu, en er bara kjánalegt að tala um það núna og er þá vægt tekið til orða.

  Ég var eflaust jafnóánægður og Benayoun þegar honum var skipt útaf, neita því ekki. En svipurinn við útafskiptingu segir ekkert til um tilfinningar leikmanns til þjálfara, annars væri Wayne R. hjá MUFC aldeilis búin að drulla yfir Ferguson á þann veginn.

  Ég las einnig þessa Babel grein, málið er bara að hann hefur ekki átt góðan leik sem heitið getur síðan 2008. Það er bara staðreynd. Meira að segja gegn neðrideildarliðum lítur hann hálfkjánalega út, allt þetta potential en engin uppskera.

  Tek undir með Magga í # 108, fólk er rosalega fljótt að gleyma öllu því góða.

  • David Moyes væri áhugaverður kostur. Gleymdi honum varðandi breska þjálfara.
  • Hart þykir manni að dæma Juande Ramos af veru sinni hjá tveimur af óstabílustu klúbbum í heimi.
  • Mourinho, kommon þó hann hafi æst einhverja hér áður fyrr til reiði. Mynduð þið í alvöru ekki vilja fá þetta winning mentality í klúbbinn?
  • Er handviss um að Babel hefði blómstrað hjá Arsenal. Hann er hvorki ónýtur leikmaður né Benitez ömurlegur þjálfari en Rafa hefur ekki beint hrúgað alvöru og spennandi “flair” leikmönnum í liðið fyrir utan Torres, Garcia og Benayoun.
  • Laurent Blanc fullkomlega reynslulaus????????????? Einn reynslumesti knattspyrnumaður heims? Með sambönd úr franska, enska, spænska og ítalska boltanum. Natural Born Winner og fyrirliði innan og utan vallar. Maður sem flestir leikmenn í dag líta upp til og bera virðingu fyrir. Hvaða bull er þetta eiginlega???????????????? Ef maður væri með framtíðarsýn þá kæmi nafn þessa upprennandi þjálfara klárlega til greina.
 102. Jose væri góður og Rafa er bara búinn með þetta lið vantar alla tilfinningu í þann mann fyrir fótbolta allavega á Englandi. Það vantar hug í liðsandann og þeir fá það ekki frá þjálfaranum það er næsta víst

 103. Þann 26. september 2009 kom Babel inná á 67. mínútu og skoraði 2 mörk.

  Í næsta leik kom hann inná á 71. mínútu.

  Rökrétt?

 104. Voðalega leiðist mérað heyra það að enginn annar en Rafa geti stjórnað Liverpool af því að LFC eru svo sérstakir eins og Kristján og Maggi skrifa um igen og igen. Ef þið vitið svona mikið um hvað er Liverpool fyrir bestu þá ættuð þið að vita um Shankley filosofiuna sem gekk út á að fótbolti sé einföld íþrótt (keep it simple).
  Það er allveg á hreinu að þetta er ekki sálfræði sem Rafa stundar og kanske er hann bara svolítið leiðinlegur að menn eru bara hættir að nenna hlusta á hann í búningklefanum.
  Ég er alla vega kominn á þá skoðun að Rafael Benites er ekki stærri heldur en klúbburinn og það getur bara vel verið að þessir drengir sem eru í liðinu myndu bara hressast við það að fá einhvern nýjann mann á hliðarlínuna sem hefur svolítið gaman af lífinu.

 105. MIKIÐ OFBOÐSLEGA ER ÉG SAMMÁLA ÞÉR TOMMI!!!!! “að fótbolti sé einföld íþrótt (keep it simple).”

 106. Daði (#111), Juande Ramos var í vikunni rekinn frá CSKA Moskva eftir fádæma slakt gengi. Hann var við stjórnvölinn hjá þeim í tæpa tvo mánuði. Það er langt því frá að dæma hann bara af Tottenham og/eða Real Madrid. Hann ílengdist hvergi lengi fyrir Sevilla-starfið og hefur ekkert gert af viti síðan heldur. Ég legg frekar mat á þau 7-8 störf hans sem hafa endað illa en þetta eina sem fór vel.

 107. Sælir félagar

  Babel hefur á tt einn góðan leik í haust. Það var á móti Leeds. Lið sem er 2 deildum fyrir neðan okur og okkur tókst að merja 0 – 1. Sídan hefur Babel ekkert getað, verið áhugalaus, ekki lagt sig fram eða hvað það er sem amar að manninum. Ég var lengi vel (ásamt Benna Jóni sællar minningar) einn af þeim sem trúði á Babel. Hann hefur drullað yfir þá trú og má fara hvert á land sem er mín vegna.

  Hvað Rafa varðar er ekkert vit í að láta hann fara núna. ‘astæður þess eru fjölmargar og ég hefi nefnt einhverjar af þeim og aðrir hinar og því ekki ástæða til að telja þær upp.

  Hitt er annað að árangur hans (þó við tökum ekki þennan flensuleik með) er ekki ásættanlegur að mínu mati. Bekkurinn (Babel, Voranin, N’Gog o.s.fr) er ekki nógu góður. Það er trúa mín og enginn hefur sýnt mér frammá annað. (allt tal um varaliðið, akademíuna o.s.frv. breytir þar engu um). Liðið sem Rafa stillti upp á að vera af þeim kaliber að vinna lið eins og Fulham. Það er það ekki. Það er ekki hægt að skrifa það á neinn annan en Rafael Benitez. Hann verður að taka þann reikning á sig og hann verður að greiða hann. Því reikningurinn er hans og einskis annars.

  Innáskiptingar Rafa eru kapítuli útaf fyrir sig. Þær eru margar afar einkennilegar og nenni ég ekki að telja upp tilvik. Það kannast allir við einhver og það er nóg. Þær eru oft svo fullkomlega óskiljanlegar að mann verður orðfall og stamar í heilan dag á eftir. Af hverju hann hefur tekið þær skrítnu ákvarðanir skil ég ekki og er ekki einn um það

  Hvað er til ráða veit ég ekki en í öllu falli er ekkert vit í að reka Rafa núna eða á tímabilinu. Hinsvegar verður að gera málin upp í vor. Það má ekki skjóta sér undan því hver sem staðan verður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 108. 113 Gunnar Babel skoraði þessi 2 mörk á móti Hull sem eru með eitt lélegasta liðið í deildinni og annað markið var nú ekki beint ætlun hans að skora

 109. Langar til að svara nokkrum punktum.

  ,,Þegar búið er að eyða 200 millj. punda á 5 ára tímabili ætti þá ekki að vera eitthvað meira kjöt á beinunum?”

  Nei. Árangur knattspyrnuliða stjórnast að 92% leiti af þeim peningum sem eytt er í laun o g leikmenn. [Soccernomics] Það er staðreynd að Rafael Benitez er búinn að hafa mun minni pening til umráða en Manchester United og Chelsea. Því er það eðlilegt að árangur liðsins sé mun slakari.

  Vissulega er Benitez með tiltölega hátt net-spend. Enda tók hann líka við handónýtu liði – á meðan Chelsea og Man. Utd. voru búin að koma sér upp sterkum hópi leikmanna sem gátu barist um titla þegar Benitez tók við. Þetta bil hefur Benitez þurft að brúa, og hefur að einhverju leiti tekist það. Þrátt fyrir að hafa einungis brotabrot af þeim fjármunum sem Chelsea og Manchester hafa.

  Tökum tilbúið dæmi.

  Manchester vantar miðvörð. Sir Alex vill fá þann besta sem völ er á á markaðnum. Hann kostar 30M punda. Sir Alex fær 30M punda.

  Liverpool vantar miðvörð. Rafael Benitez vill fá þann besta sem völ er á markaðnum. Hann fær hinsvegar einungis u.þ.b. 1/6 af þeirri upphæð sem til þarf til þess að kaupa þennan miðvörð. Hann kaupir semsagt miðvörð á 5M punda. Sá stendur sig ágætlega miðað við reynslu og fyrri störf, en er skiljanlega – langt frá því að vera jafn góður og sá sem SAF keypti fyrir sexfalt hærri upphæð. Eftir tvö ár með 5M punda miðverðinum vill Benitez fá nýjan og betri miðvörð. Þar sem buddan er hálftóm fær hann einungis 2,5 M punda til þess að kaupa þennan nýja miðvörð. Þar sem 5M punda miðvörðurinn hefur staðið sig vel hjá Liverpool, þroskast og bætt sig sem leikmaður getur Rafael Benitez selt hann á 7,5 milljónir. Hann hefur því 10M til þess að kaupa sér nýjan miðvörð.

  Að tveim árum liðnum vill Rafa fá nýjan miðvörð. Í þetta sinn fær hann 1M punda til þess. Hann selur þó 10M punda miðvörðinn á 12 milljónir og kaupir nýjan á 13 M punda.

  Að tveimur árum liðnum endurtekur sagan sig. Rafael Benitez selur 13 M punda miðvörðinn á 15M punda. Hann fær þó ekki krónu til viðbótar frá stjórninni og kaupir nýjan á 15M punda.

  Frá því United keypti 30M punda miðvörðinn eru liðinn 8 ár. Á þessum átta árum er United búið að vera með sterkustu vörnina í deildinni og búið að vinna 4 Englandsmeistaratitla. Liverpool vörnin hefur bætt sig ár frá ári en er nú fyrst með vörn sem er samanburðarhæf við vörn United.

  Þrátt fyrir að hafa grætt á öllum sínum sölum er Rafael Benitez með net spend upp á 43 M punda. Á meðan Sir Alex er einungis með net spend upp á 30M punda. Á þessum átta árum hefur United unnið mýgraut af titlum og peningarnir streyma í kassann.

  Fattiði hvert ég er að fara?

  Varðandi það sem Pennant er að segja, þá er það rétt hjá Gunnari að það er ansi ólíklegt að Reina, Mascherano, Torres, Gerrard o.fl. væru nógu heimskir til þess að kvarta í blöðin ef þeir væru óánægðir með starfsaðferðir Benitez. En ef þeir væru hinsvegar óánægðir – þá væru þeir einfaldlega löngu farnir. Heldur þú að bestu knattspyrnumenn heims myndu virkilega láta bjóða sér það að vera hjá liði sem getur einungis borgað þeim helminginn af því sem þeim stendur til boða annarstaðar ef þeir virkilega tryðu því ekki að knattspyrnustjórinn gæti unnið titla?

  Morinho: Ef Rafa Benitez myndi segja upp á morgun og taka við Real Madrid þá væri ég alveg tilbúin til þess að fá Jose Mourinho – þrátt fyrir það sem á undan er gengið. En halda menn virkilega að einn besti og eftirsóttasti knattspyrnustjóri heims myndi sætta sig við það að taka við liði sem er helmingi ódýrara en lið helstu keppinautanna og hann fengi ekki krónu til leikmannakaupa? Halda menn virkilega að hann væri til búinn að koma til starfa hjá félagi þar sem eigendurnir talast vart við og eru í og með að leita sér að nýjum eigendum? Ef Kanarnir halda að einhver 1. flokks knattspyrnustjóri sé tilbúinn til þess að taka að sér starfi knattspyrnustjóra hjá þessu félagi án þess að fá svo mikið að eyða þeim peningi sem til verður vegna sölu á leikmönnum þá eru þeir töluvert vitlausari en ég get ímyndað mér að þeir séu.

 110. Ég held að ég sé bara sammála öllu sem þú segir hérna Kristinn #119

 111. Okei þá þarf ekkert að spá i þetta meir strákar ef að það er nánast bein fylgni á milli peninga og árangurs í fótbolta.

  Wenger er búinn að standa sig mun betur í leikmannakaupum en Rafa….

  Þó svo að árangur Arsenal sé ekki upp á marga fiska upp á síðkastið þá myndi ég gefa ansi margt til að fá skemmtunina sem er við að horfa á þeirra fótbolta vs. okkar.

 112. Sorry Gunnar minn, þetta er bara eitthvað sem rannsóknir hafa sýnt fram á.

  Hættum að spá í þessu í bili og fylkjum okkur á bak við liðið okkar, eru þá ekki bara allir sáttir?

 113. Ég vorkenni ykkur strákar því þið þurfið að éta þetta Benítez kjaftæði ofan í ykkur allt innan tíðar.

  Sorry Kristinn minn.

 114. Kristinn (#119) – þetta eru einhver bestu ummæli sem ég hef lesið í lengri tíma á þessari síðu. Fólk þarf að lesa þetta dæmi þitt með miðverðina til að átta sig á því í hvernig umhverfi Benítez er að vinna á leikmannamarkaðnum.

  Staðreyndin er sú að Liverpool er í dag með fimmta dýrasta leikmannahópinn og að borga fimmtu eða sjöttu hæstu launin í deildinni. Það er því óraunhæft að ætla liðinu meira en að ná kannski 3.-4. sæti í deildinni eins og staðan er í dag. Raunhæft mat er 4.-6. sætið en auðvitað þurfum við að komast í Meistaradeildina að ári ef liðið á að eiga einhverja möguleika á að bæta við sig og batna.

  Þetta er starfsumhverfið hjá Liverpool í dag. Við Púllarar erum að fá harða lendingu í október því væntingar okkar, eins og hefur komið á daginn, voru ekki í samræmi við raunveruleikann. Við erum ekki með betra lið en þetta og/eða meiri breidd, og það er ekki Rafa að kenna. Hann væri með mikið betra lið í höndunum í dag ef hann hefði fengið þann stuðning til leikmannakaupa sem hann vildi fá. Það er munurinn í dag á okkur og Man Utd/Chelsea.

 115. Þannig að eftir 6 ár undir stjórn Benitez er óraunhæft að ætla liðinu eitthvað meira en 3-4 sæti…hmm…

  …og allt er þetta vondum köllum í Bandaríkjunum að kenna 🙁

 116. Julian Dicks, já. Lestu það sem Kristinn sagði og það sem ég sagði. Þetta er David Moores og Gillett/Hicks að kenna. Það er enginn að segja að Benítez hafi verið fullkominn í leikmannakaupum en á meðan t.d. Mourinho og Mark Hughes hafa getað afhent sínum eigendum óskalista og fengið hvern einasta mann á honum hefur Benítez hvað eftir annað þurft að sætta sig við annan eða þriðja valkost.

  Horfðu á hópinn í dag. Hann er ekki betri en þetta, breiddin er ekki meiri. Það er ekki af því að Benítez hafi einfaldlega gleymt að kaupa leikmenn. Það er af því að hann hefur nær undantekningarlaust þurft að selja til að kaupa, skipta einum út fyrir annan örlítið betri trekk í trekk, svo að við erum núna með alveg heimsklassa 13-14 manna hóp en svo meira og minna ömurlegheit þar fyrir utan. Þegar liðið svo lendir í því að missa 2-3 eða fleiri í meiðsli/veikindi sýnir þessi skortur á breidd sig algjörlega og liðið bara krassar.

 117. Er þetta dæmi hans Kristins samt ekki heldur mikið skáldað? Ekki að ég þekki það eitthvað nákvæmlega.
  Svo er eitt sem mér þætti gaman að sjá einvhers konar yfirlit yfir og það er þessi unglinga-akademía sem Rafa hefur verið að vinna að frá komu sinni og margir voru mjög spenntir fyrir og fannst þetta væri að færa klúbbinn á annað stig. Það hefur ekki hálfur maður skilað sér upp í aðalliðið þaðan og ég tel víst að þetta hafi kostað miklar fjárhæðir sem e.t.v. hefðu getað nýst í leikmannakaup. En veit auðvitað ekkert um það.

 118. Varðandi þjálfaraskipti þá hefur Kristján Atli talið upp einu mennina sem koma til greina, Það væri erfitt að sætta sig við einhvern annan en er á þeim lista. Það sem Kristinn segir í 119 er líka mjög svo vel hugsað og hljómar rétt. Utan við það að sú liðsheild sem stóð sig best undir stjórn Rafa var skipað köllunum sem Houllier keypti.

 119. Góður punktur Árni Jón. Menn verða sumir hverjir að muna að það er ekkert hægt að lifa á forni frægð félagsins hvað varðar væntingar. Auðvitað gerum við þá kröfu að við séum við toppinn en þær kröfur eru til Rafa og síðan leikmanna. Það eru fleiri kröfur (lesist; til eigendanna) að við séum á toppnum sjálfum.

  Rafa er á réttri leið, sem er á topp deildarinnar með titil í höndunum, en hann þarf hjálp. Meiri hjálp en hann hefur fengið. Auðvitað vildi hann hafa 20 milljón punda varamenn nú eða menn sem eru á 130 þúsund pundum á viku.

  Raunin er sú að hann fær ekki eins mikinn pening og hann vill til að búa til lið, og úr verður alls ekki jafn samkeppnishæft lið og menn vildu. Enginn vildi það, ekki Rafa, ekki stuðningsmenn og ekki eigendurnir sem heimta að liðið komist í Meistaradeildina hvert ár.

  Ég er viss um að ef Rafa hefði fengið meiri pening í sumar væri liðið ofar í töflunni og gengi betur. Eru menn ekki sammála því? Og hverjum er það að kenna að það eru ekki meiri peningar til í kistunni?

 120. Drengir !!! Vörnin hefur kannski ekki verið upp á sitt besta en það verður að taka það með í reikninginn að miðjan hefur ekki verið að standa sig og þess vegna verður vörnin berskjaldaðari. Þetta helst allt í hendur. Hvað sem allir segja þá eru það alltof mikil forföll að missa svona marga leikmenn í meiðsli/veikindi. Þetta er nánast fáránlegt. Við munum brosa á ný drengir, þetta er bara slæmur kafli. Koma svo, ekki missa trúnna.

  1. Kiddi Keegan

  Ég get ekki verið sammála því að liðið sem rafa tók við af Houllier hafi staðið sig betur en það sem á eftir hefur komið. Vissulega vannst Meistaradeildin á algjöru brandaraliði. En á sama tíma vorum við 30-40 punktum á eftir fyrsta sætinu í deildinni. Núna hins vegar erum við þannig hóp að ef allir eru heilir þá erum við ekki með lakara byrjunarlið plús varamannabekk og hin liðin. Meiðsli og veikindi hafa hins vegar gert það að verkum að Rafa hefur aldrei getað stillt upp sínu sterkasta lið á þessari leiktíð. Ég held að við getum allir verið sammála um það að Rafa er búinn að byggja upp frábæran 13-14 manna kjarna á Anfield. Vandamálið er þó auðvitað það að það má lítið kvarnast úr hópnum og ef það gerist þurfum við að stilla mönnum eins og Degen og Voronin upp í byrjunarliði.

  Annars flott umfjöllun hjá Kristni. Þetta er nákvæmlega það sem Rafa er búinn að vera að gera, þ.e. bæta liðið hægt og rólega. Mér finnst Rafa hafa verið frábær í þessi fimm ár sem hann hefur verið hjá okkur. Hann hefur byggt upp rosalegt lið sem getur unnið öll lið Evrópu á góðum degi. Liverpool er aftur að breytast í það stórveldi sem það á að vera, þ.e. að vera samkeppnishæfir í öllum keppnum. Núna erum við auðvitað að upplifa skelfingartímabil en þau meiðsli og veikindi sem hrjá hópinn eru auðvitað með hreinum ólíkindum. Við getum einfaldlega ekki kennt Rafa um allt sem illa fer þótt margt sem hann geri orki auðvitað tvímælis. Hann er ekki fullkominn frekar en neinn annar stjóri. Baráttan um dolluna er engan veginn búinn. Hins vegar þurfa heilladísirnar að fara að koma á okkar band varðandi meiðsli. Ef allir (eða nánast allir) eru heilir, þá held ég að fáir standist okkur snúning. Það eru ekki orð sem fá því lýst hvað ég hlakka til að sjá okkar sterkasta lið (eða því sem næst) koma til leiks. Þá verður gaman.

 121. mín fílósifía er og hefur alltaf verið sú að ef liðið er ekki með stjórn á miðjunni þá er liðið lakara fyrir vikið . eins og maðurinn að austann segir réttilega þá helst þetta allt í hendur nr 1,2 og 3 er að hafa yfirhöndina á miðjunni . það vita það flestir að carra varð ekki svona lélegur leikmaður á 2 og hálfum mánuði !!! það segir okkur allt sem segja þarf lið sem fékk á sig fæst mörk í deildinni í fyrra er að fá á sig 1,6 (er ekki alveg viss nenni ekki að leita af því) mörk að meðaltali í ár !!!! auðvitað er þetta vandamál tilkomið útaf veikru miðju !! það segir sig bara sjálft .

  en þar sem að ekkert var hægt að gera til að stoppa alonso af að fara til real þá lá beinast við að gerrard myndi taka við miðjuni aftur eins og hann hefur gert bróðurpartinn af sínum atvinnumannaferli , en nei það var ákveðið að henda lucas í DJÚPU laugina og þar er hann ósyndur með öllu því miður . s.s miðjan okkar er ónýt og það þarf að gera eitthvað við því strax !! ef að nýr stjóri myndi taka við liðinu núna t.d þá yrði það væntanlega hans fyrsta verk að setja gerrard aftur á miðjuna og láta lucas á bekkinn.

 122. 135:

  Það má deila um fram og aftur hvort Lucas sé nægilega góður fyrir Liverpool. Það þýðir þó lítið að kenna honum um að lykil leikmenn okkar hafa flestir verið arfaslakir það sem af er á tímabilinu. Carragher og Mascherano hafa að mínu mati verið hroðalega lélegir á sama tíma og Kuyt, Srktel og aðrir leikmenn hafa verið langt frá sínu besta. Einnig má segja að Gerrard hafi lítið sýnt en hann hefur vissulega verið meiddur. Á meðan allir þessir leikmenn eru ekki að spila vel þá erum við ekkert að fara að gera neinar rósir, það er morgunljóst.

  Ég held að spilamennska Lucas telji lítið í heildarmyndinni þegar “lykilmenn” eru ekki að skila sínu.

 123. Verulega góðar innkomur hjá Kristni og Árna Jóni.

  Verulega. Raunveruleikinn sýndur eins og hann er, alveg sama hvað við pirrum okkur á úrslitum og frammistöðu verðum við að hafa kjark til að fara dýpra en í argið algenga um “burt með þjálfarann”….

 124. 123 Kristinn Hættum að spá í þessu í bili og fylkjum okkur á bak við liðið okkar, eru þá ekki bara allir sáttir?

  Nei, það eru ekki allir sáttir í Liverpoollandi í dag. Enda eru úrslit það sem af er tímabils og þessi óstöðugleiki í klúbbnum ekkert til að hætta að spá í. Það má alveg velta fyrir sér vandamálum og lausnum. Og enn og aftur held ég að þolinmóðari og skilningsríkari stuðningsmenn séu vandfundnari.

  Annars held ég að þú ættir að selja einhverjum stjórnmálaflokkinum hérna heima þetta slagorð þitt að ofan. 🙂

 125. Langar að mótmæla tveimur af nöfnum Daða, Blanc og Juande Ramos. Sá fyrri er fullkomlega reynslulaus, nema í frönsku deildinni, myndi hrúga burt Spánverjum og kaupa Frakka. Algerlega vonlaust að mínu mati.

  Gaman að sjá að það er ekki bara í Lífsauganu á Skjá einum sem menn eru skyggnir og VITA hvað mun gerast í framtíðinni…

  116 um Juande Ramos

  Ég legg frekar mat á þau 7-8 störf hans sem hafa endað illa en þetta eina sem fór vel.

  Ramos var búinn að fara með tvö lið upp úr 2. deild (Real Betis og Rayo Vallecano) og í UEFA-keppnina, þar af fór hann með dverglið Rayo í 8-liða úrslit þeirrar keppni. Sevilla var svo í þrjú tímabil eitt albesta liðið í Evrópu. Gott að dæma hann af verunni hjá Tottenham sem er Atlético Madrid Englands og CSKA Moskvu…
  Með sömu lógík væri hægt að hafna árangri Benítezar hjá Valencia enda var það bara eitt starf sem endaði vel. Ramos byggði þó sín lið upp sjálfur, Benítez tók við liði sem var búið að spila tvo úrslitaleiki CL í röð.

  Pellegrini þarf svo varla að ræða, ef hann höndlar ekki þrjá mánuði í Real-sirkusnum er hann ekki maðurinn til að laga eitt né neitt í Liverpool miðað við hysteríuna sem ríkir í kringum það lið í dag

  Já, ok. Real búið að tapa einum deildarleik í vetur (gegn Sevilla) og einum Meistaradeildarleik gegn stórliði og eru 4-0 undir í bikarkeppni sem þeir hafa yfirleitt dottið út fyrir kjánalegum liðum. Svo er þessi röksemdafærsla sérstök. Ef hann endist sem sagt ekki þrjá mánuði hjá Real (hann er reyndar enn í starfi þar en ok) þá gæti hann ekki meikað það hjá Liverpool? Hvert er pointið hér? Að Liverpool sé orðið meiri sirkus en Real Madrid?

 126. 8 af 11 leikmönnum sem hófu leikinn á móti Fulham eru næstum því fastir byrjunarliðsmenn. Reina-Carragher-Insua-Lucas-Mascherano-Benayoum-Kuyt-Torres.

  Degen er hægri bakvörður nr. 2
  Kyrgiakos er miðvörður nr.4
  Voronin er framherji nr.2-3

  Það voru ekki meiðsli, ekki Bandaríkjamenn, ekki óheppni og ekki dómarinn sem stoppaði okkur gegn Fulham. Ekki frekar en í öðrum leikjum á þessari leiktíð.

  Við áttum 3 skot á markið í þessum leik!!

 127. Deildin fór fyrr en mig grunaði. Bjóst við að hún myndi tapast í erfiðum útileik kannski gegn Everton en það er ljóst hvar forgangsröðunin hjá Benitez er. Ronnie Whelan segir allt sem segja þarf.

  Lyon á miðvikudaginn og eftir það er aðeins einn titill í boði.

Liðið gegn Fulham

Höfum við í lið gegn Lyon?