My Day With “Crisis”-Hit Benítez (Tomkins)

Eins og hinn Liverpoolsögulegi Mummi benti í ummælum þá er hægt að lesa hreint ansi áhugaverða lesningu frá Paul Tomkins í opinni dagskrá á hans frábæru síðu The Tomkins Times (tomkinstimes.com).

Tomkins var boðið í heimsókn á Melwood þar sem sjálfur  Rafa Benitez tók á móti honum og spjallaði við hann í yfir fjóra tíma. Benitez kann greinilega vel að meta Tomkins eins og margir hérna á kop.is og talaði líklega mun meira og opinskár um klúbbinn við hann heldur en hann gerir vanalega.
Hvort sem ykkur líkar vel við Tomkins eða ekki þá mæli ég sterklega með þessari lesningu.

23 Comments

 1. I’m also told of one world-class star in the making that Liverpool made an early approach for in 2007, but before the deal could be tied up, due to dallying, he was lured elsewhere. Hvaða leikmann gæti hann verið að tala um? Er ofboðslega forvitinn að vita.

 2. Kenny (#1) ég væri til í að veðja pening um að hann sé að tala um Sergio Aguero. Hann var orðaður við okkur allan veturinn 2006/7 og það kom ýmsum á óvart að hann færi til Atlético en ekki okkar eða Man Utd.

  Annars, flott grein. Verst að Tomkins má ekki segja frá öllu djúsí insider efninu sem hann fékk hjá Rafa.

 3. Já, það er verst hvað Paul getur lítið talað um ákveðinn nöfn en þetta hárrétt taktík hjá honum, með því að vera of opinskár hefði hann mögulega lokað á aðra heimsókn í framtíðinni ef sú staða kæmi upp….

 4. Frábær grein, maður veltir fyrir sér mörgum hlutum sem hann neitar (eðlilega) að fara nánar útí.

  Einnig veltir maður fyrir sér hvort það sé eitthvað meira á bakvið þetta hjá Benitez, að bjóða honum í 4 klst spjall og kleinur, annað heldur en að vera bara kurteis við góðan penna. Rafa er líklega búinn að reikna þetta alltsaman út.

 5. “By the time the meeting takes place, the newspapers are full of ‘crisis’ talk, just months after the best league season that any late-teen Red will have lived through”

  Menn eru fljótir að gleyma hvað þessi maður hefur gert þó svo að það sé ekki “flawless” en hann er búinn að rífa Liverpool upp úr rústunum eftir Hullier og taka 2 stóra titla með mun minna fjármagn milli handanna.

  Síðan má ekki gleyma Rick Parry og G&H genginu sem hafa leikið félagið grátt og fyrst núna er hann að fá einhverju ráðið um stórar ákvarðanir.

 6. Sennilega ekki Aguero, hann var keyptur til A.Madrid 2006. Benitez talar um 2007. Var samt sá fyrsti sem mér datt í hug.

  Merkilegt að umræðan snúist samt strax um einhvern leikmann sem mögulega var á leiðinni. Held að hvert félag geti sagt einhverjar sögur af svoleiðis kaupum. Wenger á reyndar metið og hefur scoutað alla world class leikmenn í heiminum…frá upphafi…og næstu 100 árin líka.

  Annars fannst mér þessi grein litlu bæta við það sem áður hefur komið fram um Benitez. Einna helst að þetta safni því öllu saman á einn stað. Það eru takmörk fyrir því sem Tomkins má segja sem er auðvelt að skilja en þetta er of mikil lofræða á köflum fyrir minn smekk.

 7. Sammála síðasta ræðumanni, þetta er langloka af innihaldslausu hjali og lofsöng, bætir akkúrat engu við það sem maður áður vissi. Enda er það varla tilviljun að Rafa bjóði einum af dyggustu stuðningsmönnum sínum til að taka við sig drottningarviðtal á einhverju erfiðasta tímabili sem hann hefur upplifað sem stjóri Liverpool. Undarlegt move. Enda hefur fjölmiðlaleikurinn aldrei verið sterkasta hlið Rafa.
  Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég þó taka fram að ég vil ekki sjá nokkurn annan mann stjórna Liverpool heldur en Benidez, hann á skilið allt okkar traust. Það kemur þessari skrýtnu grein hans Tomkins ekkert við.

 8. Enda er það varla tilviljun að Rafa bjóði einum af dyggustu stuðningsmönnum sínum til að taka við sig drottningarviðtal á einhverju erfiðasta tímabili sem hann hefur upplifað sem stjóri Liverpool

  Viðtalið var ákveðið með talsverðum fyrirvara þegar að ástandið var betra (einsog kemur fram í upphafi greinarinnar).

 9. Og ég myndi nú heldur ekki kalla þetta viðtal, hvað þá drottningaviðtal. Hann er fyrst of fremst að lýsa heimsókn sinni á Melwood. Hann tekur það skýrt fram að hann tók engar glósur né tók þetta upp á digtafón.

 10. Flott grein hjá Tomkins og sýnir manni allt aðra hlið á Benitez. Ekki það að ég sé ánægður með allt sem hann gerir eins og margumræddar skiptingar þá er það samt staðreynd að hann tók við liði í molum og með ekkert fjármagn af viti til að byggja upp. Vissulega hefur hann náð í marga mjög góða leikmenn fyrir þann pening en á sama tíma náð í algerar sultur sem ættu heima í miðlungsliði í 1. deildinni. Ég vil fyrir alla muni að hann haldi samt áfram með liðið því ég sé engann annan geta gert betur við þessar aðstæður. Allt tal um að fá Motormouth, Klinsmann, Daglish eða hvað þá Steve Nicol af öllum mönnum er bara fásinna. Allt í góðu að velta þessu fyrir sér en vonandi verður aldrei neinar svona alvöru vangaveltur hjá forráðamönnum LFC.

 11. Mér fannst þetta frábær pistill og skemmtileg lesning. Hugurinn á mér fór bara á flug við að lesa þetta, og ég var bara sjálfur staddur á Melwood að ræða við kallinn. Sá þetta einhvern veginn allt saman fyrir mér, og það var skemmtileg upplifun að fá smá túr um svæðið og fræðslu um hvernig þetta virkar allt saman þarna, þó það hafi bara verið í kollinum á mér.
  En já.. skemmtileg lesning, mikið til í mörgu af því sem hann er að segja þarna.

  Carl Berg

 12. Þetta viðtal bætir ekki stöðu Rafa, hann er búinn að taka of margar rangar ákvarðanir undanfarna mánuði í sambandi við kaup á leikmönnum, uppstillingu á liðinu og rétt hugarfar fyrir leiki. Þrátt fyrir að hafa keypt tugi leikmanna undanfarin ár mætir hann til Sunderland og stillir upp þremur miðvörðum, sem sagt fimm manna vörn, ég endurtek gegn Sunderland. Hvaða skilaboð eru það til leikmanna og stuðningsmanna liðsins, á Liverpool að leggja áherslu á varnarleikinn á útivöllum og reyna að ná jafntefli ? Innáskiptingar eru auðvitað sér kapituli og vekja oft furðu, eru alltof seint í leikjunum og breyta ekki gangi leikja. Kaup Rafa á leikmönnum hafa einnig verið misheppnuð, með örfáum undantekningum.
  Það er óhjákvæmilegt að Rafa víki og því fyrr því betra.

 13. Stór góður pistill.

  Tveir punktar sem stungu mig:

  …hann talar um að helmingurinn af aðalliðinu er ekki nógu góður og meiri hluti varaliðsins. í það heila um 50 leikmenn sem eru ekki nógu góðir.

  …að hann geti ekki boðið mönnum nógu gott kaup til að þeir séu ánægðir á bekknum. sb. Peter Crouch

  Samt eftir að hafa lesið þetta hefur maður smá samhúð með Rafa en jú auðvita er maður ekki sáttur með framistöðu liðsins, og maður er pirraður yfir því að menn séu frá heilu og hálfu leiktíðirnar.

  YNWA

 14. Framherji:
  – …hann talar um að helmingurinn af aðalliðinu er ekki nógu góður og meiri hluti varaliðsins. í það heila um 50 leikmenn sem eru ekki nógu góðir.

  Hann var að tala um liðið sem hann tók í arf frá Houllier, ef ég skildi það rétt…

  kv. Sæmund

 15. Fín lesning.

  Sá hins vegar að Rooney verður líklega ekki með……spurning hvort að það þýði Owen muni byrja á Sunnudaginn.

  Ég segi það hreint út að ég held að Liverpool hefði verið betur sett með Owen í hópnum núna til þess að covera Torres heldur en Ngog eða Voronin.

 16. Nákvæmlega Sævar, vonandi að það sé eitthvað til í þessu og helst bara allt saman keypt af könunum. myndi gleðja mitt litla hjarta mikið 🙂

 17. Er ekki möguleiki á að þessi umræddi leikmaður sé Dani Alves ? Ætli þetta sé samt ekki e-ð leynilegra sem náði ekki að leka í fjölmiðla….

 18. Virkilega flott grein hjá Tomkins og gaman að sjá Benitez í þessu ljósi. Auðvitað hefur maður ákveðnar skoðanir á hlutunum og þessi grein breytir því ekki. Og ég er ekkert svo svakalega forvitinn að vita hver þessi “leynilegu” nöfn eru … ég geri mér fulla grein fyrir nauðsyn leyndarinnar.

  Áfram Liverpool!

 19. Later on, as I get the full tour, we pass one lesser known teenage reserve, and Rafa, pulling me to one side so the kid can’t hear, makes it clear that this lad has something about him. “Look out for him.” But sometimes it’s better if the kid doesn’t get ideas above his station.

  Mér datt strax í hug að þetta væri Guðlaugur Victor.. Ábyggilega að vesenast á Melwood aleinn því hann er meiddur, leikmennir sem han taldi seinna upp eru ekki less known… Einhver annar sem spáði í þessu eða?

  Annars semi-hroll grein, á góðan hátt

 20. Frábær grein. Varðandi eftirfarandi ummæli:

  “I’m also told of one world-class star in the making that Liverpool made an early approach for in 2007, but before the deal could be tied up, due to dallying, he was lured elsewhere.”

  Mér datt í hug Ribery, sem fór frá Marseille til Bayern Munchen í júní 2007 fyrir um 25 milljónir evra. Kom mér alla vega á óvart á þeim tíma að hann færi þangað.

 21. Ribery er samt varla World Class star in the making. Örugglega hægt að giska sig bláan og vita aldrei um hvern hann er að tala.

 22. Mjög góð grein,
  Já ég er sammála Stefáni, datt í hug að þetta gæti hafa verið Guðlaugur Victor sem er greinilega vel metin þarna þar sem hann fékk fyrirliðastöðuna um tíma. En það kemur vonandi í ljós eftir að þessi leikmaður verður byrjunaliðsmaður.

  .. og jú þegar hann talar um þessa 50 leikmenn þá er hann að tala um þá leikmenn sem hann tók við frá Hullier.

  “He grabs the white A4, and draws out lists of how many first team players he INHERITED that were just not good enough (roughly half). He does the same with the reserve team (almost every player), and then the youth team (every player bar one). It turns out to be around 50 players in total.”
  -annað væri vægast sagt sjálfsmorðsummæli 🙂

Stjórnin styður Rafa

O%#n