Gestapistill: Nú er útlitið dökkt!

Við birtum hérna gestapistil, sem að Birkir Ólafsson (Carl Berg) sendi okkur. – Einar Örn


Við sem styðum Liverpool í gegnum súrt og sætt, höfum upplifað ýmislegt í gegnum klúbbinn okkar. Sæta sigra, súr töp, stóra titla,og jafnvel enga titla.

Tilfinningarússíbaninn sem fer af stað þegar Liverpool spilar, er slíkur, að það er eðlilegt að menn öskri stundum uppyfir sig, gráti stundum eins og smábörn, eða verði hreinlega brjálæðislega pirraðir. Í flestum tilfellum er það einfaldlega vegna þess að við setjum tilfinningar okkar í þetta, og okkur þykir vænt um klúbbinn okkar.

Nú er útlitið heldur betur svart hjá okkar mönnum, og hverju sem er um að kenna er ljóst, að Liverpool er að eiga þá verstu byrjun sem menn muna eftir í langan tíma. Við eigum reyndar ennþá langt í land með að slá Englandsmetið yfir verstu byrjunina, en það met eiga stoltir nágrannar okkar frá Manchester. Ég bið til guðs, um að þeir eigi það met skuldlaust, á meðan ég lifi.

En já, útlitið er sem sagt ekki gott og menn eru að velta því fyrir sér, hvað sé til ráða. Fyrir mér er nauðsynlegt að vinna á rót vandans. Það þýðir ekki að reyna að lækna “bara eitthvað” og halda að manni líði betur eftir á.

Ég get ekki bent á eitthvað eitt ákveðið sem orsökina fyrir slæmu gengi liðsins. Þetta virðist vera samansafn af mörgum hlutum. Til að nefna nokkra af þessum hlutum:

* Við urðum fyrir mikilli blóðtöku þegar við misstum Alonso frá okkur síðasta sumar, og hans skarð hefur ekki verið fyllt inná vellinum, ennþá að minnsta kosti.

* Þá höfum við einnig misst mikilvæga leikmenn í meiðsli. Það er aldrei gott, en minnir okkur óþægilega mikið á þá staðreynd, að hópurinn okkar sé kanski ekkert alltof breiður fyrir þetta verkefni.

* Margir leikmenn liðsins virðast vera að spila undir getu um þessar mundir.Ef svo væri ekki, hlýtur annað af tvennu að hafa gerst. Leikmennirnir spiluðu langt yfir getu á síðasta ári, eða eru orðnir miklu verri í fótbolta núna, heldur en í fyrra. Ég ætla að leyfa mér að halda að margir mikilvægir leikmenn séu að spila langt undir getu. Hvað það er sem veldur, veit ég því miður ekki.

* Eigenda-fokkíng-fíaskóið í kringum klúbbinn, virðist engan endi ætla að taka og fyrst ég, óbreyttur stuðningsmaður norður í rassgati, er löngu kominn með ógeð á þessu, þá get ég bara rétt ýmindað mér, hvernig þessi mál fara í leikmenn liðsins og starfsfólk. Það skal enginn reyna að segja mér, að þetta smiti ekki út frá sér og hafi áhrif á menn á æfingum, heima fyrir og inná vellinum.

* Til að bæta gráu ofan á svart, virðist óheppni okkar vera slík, að ég man ekki eftir öðru eins í langan tíma. Það hreinlega fellur ekkert með okkur, þessa dagana. Sumt er okkur sjálfum að kenna, sumt er óheppni, sumt dómaranum að kenna, sundboltum og svo framvegis. Það skiptir ekki höfuð máli að kryfja hvert atvik fyrir sig til að koma þessum punkti á framfæri, við höfum einfaldlega verið gríðarlega óheppnir og ekkert fallið með okkur.


Margir hafa sagt að nú sé tíminn fyrir stjórann að taka pokann sinn, því einhver verði jú að axla ábyrgð. Ég get vel tekið fram, að ég er ekki sammála því að við eigum að láta stjórann okkar fara á þessum tímapunkti, hvað sem síðar verður. Ég er hinsvegar auðvitað steinhissa á því að hann skuli ekki sjálfur vera löngu búinn að labba í burtu frá þessu starfi sem hann er í , því vinnuumhverfið hans virðist vera ömurlegt, svo ekki sé meira sagt.

Vissulega er Rafa ekki hafinn yfir gagnrýni. Það má benda á, að margar skiptingar hjá honum vekja mikla undrun hjá mörgum. Hann skiptir oft bæði seint og furðulega. Það sem er auðvitað bæði nærtækast og augljósast að gagnrýna, eru auðvitað úrslit síðustu leikja. Það eitt og sér, er ærið tilefni til gagnrýni, hvort sem um er að ræða leikmenn eða þjálfara.

En hvað er þá til bragðs að taka ?

Ég hef bara ekki hugmynd um það, en eitt veit ég þó: Það hjálpar okkur ekki neitt að gefast upp!! Það hjálpar okkur ekki neitt að básúna því út um allt að tímabilið sé búið hjá okkur, að Rafa sé ömurlegur, að þessi eða hinn leikmaðurinn sé “rusl” og fleira í þessum dúr sem maður hefur verið að lesa undanfarið. Á maður í alvörunni að taka alvarlega stuðningsmenn Liverpool sem segjast ætla að hætta að fylgjast með Liverpool ef við töpum einum leik í viðbót ? Sum ummælin sem maður hefur lesið hérna inni á þessari síðu, og víða annarsstaðar eru mörg hver ekki okkur stuðningsmönnunum til framdráttar. Það er ljóst að liðið er í lægð um þessar mundir og þarf á stuðningi að halda. Ég kann mýmörg dæmi um atriði þar sem stuðningsmönnunum var sýnd tryggð, og það síðasta sem klúbburinn þarf á að halda er að við gjöldum það ekki í sömu mynt. Burt séð frá því hvort menn telji að tími Rafa sé liðinn eða ekki, þá er ljóst að eitthvað mikið er að, og liðið þarf á stuðningi að halda.

Ég hef aldrei verið sannfærðari á ævi minni um að Amerískir eigendur Liverpool eru stórt vandamál sem smitar út frá sér, og ég myndi helst af öllu vilja skipta þeim út, áður en nokkru öðru verður skipt út, og sjá svo hvað það leiðir af sér.

Það er erfiður leikur um helgina, gegn sterku liði. Leikurinn verður erfiður fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi eru þessir nágrannaslagir alltaf erfiðir af augljósum ástæðum. Í öðru lagi verðum við að öllum líkindum með gríðarlega vængbrotið lið. Í þriðja lagi virðumst við vera í virkilega djúpri lægð. Í fjórða lagi verður pressan á stjórann og liðið alveg gífurleg. Í sjötta lagi þá virðast stuðningsmenn nágrananna ætla að mæta vopnaðir á svæðið, með mörg tonn af sundboltum.!!!

Ég hef fulla trú á því að við getum klárað þetta verkefni á sunnudaginn. Ef það tekst ekki, þá þýðir heldur ekkert að gefast upp þá. Það þýðir heldur ekkert að gefast upp, þó tapleikirnir verði 20 í vetur. það einfaldlega þýðir ekkert að missa trúna. Ef við stuðningsmennirnir höfum ekki trú á því að við getum unnið, þá getum við ekkert farið fram á að leikmennirnir hafi það.

Áfram Liverpool… YNWA !!!

Carl Berg

24 Comments

 1. sæll,
  no.1 , Benitez hefur keypt 63 leikmenn!!
  no 2 , honum finnst Lucas og Aurelio ómissandi
  no 3, insua, Dossena, Degem el zhar, ngog, aurelio, lucas, voronin, skrtel, babel macherano….. er einhver þarna FÓTBOLTAMAÐUR? allt menn sem hann hefur keypt
  liðið er með verstu byrjun síðan 1987!!!! af hverju??

  a) Lucas í byrjunarliðinu
  b) miðjumennirir okkar hafa verið Lucas, Macherano, Jay speraring og Aurelio!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! þarf að segja meira, þessi miðja ræður ekki við Huddlestone
  mistökin eru ekki að selja Alonso, heldur sú firra, að halda að Lucas geti tekið við( þarna verður Benni að hafa mascherano, gerrard og Benna Jón, á meðan Ítalski nær sér)
  svo þessi innáskipting á móti Lyon…. Vornin inná fyrir Benna jón, sýnir að hann er ekki að horfa á fótbolta , heldur´nýjustu tækni og vísindi, ( þreyttar lappir, flugþreyta, aldur, ofl)
  Benitez er því miður, work rate, varnar og taktík þjálfari, sem notar vísindi til að búa til maskínu…… engin list( creative, skill og fótboltaflæði er ekki í orðabokinni)
  sjáið næst þegar við erum að byggja upp sókn, þá eru miðjumennirnir okkar í nánast sömu línu og varnarmennirnir (LUcas og Macherano)til að það´séu alltaf 5 manns fyrir aftan boltann , þegar við missum hann( annar bakvörðurinn er farinn upp)
  bottom line= lélegur bakari og lélegt hráefni, sem þessi bakari hefur keypt inn, of dýrt!!

 2. Frábær pistill, er alveg ótrúlega sammála Carl Berg hér.

  Og ég skil ekki þessa upptalningu hja þér Siguróli # 1. Skrtel, Insua, Aurelio og Mascherano hafa til dæmis allir staðið sig mjög vel síðan þeir komu (að mínu mati). Sumir af þeim hafa byrjað illa í ár en hafa enga að síður staðið sig vel fyrir klúbbinn. Að segja að þessir menn séu ekki fótboltamenn er mjög ósanngjarnt.

  Er hins vegar hjartanlega sammála þer með skiptinguna á móti Lyon, hún var vægast sagt slök. Tek líka undir að þessi miðja er ekki að ganga svona og auðvitað skrifast það á Benitez. Það vantar allt flæði í spilið, sem einmitt Alonso var svo góður í að stjórna. Því miður hafa hvorki Lucas ne Mascherano sendingagetuna í að fylla hans skarð, við skulum rétt vona að Aquilani sé betur í þeim málum, sem ég reyndar hef fulla trú á.

  En þótt það sé í lagi að gagnrýna, skulum við samt ekki missa okkur í neikvæðni. Það býr ennþá fullt í þessu liði. Við þurfum einn tvo góða sigra í röð til að kveikja í mönnum og þá fer þetta að ganga. Sigur á sunnudaginn yrði til dæmis algjört “búst” fyrir liðið.

 3. Flottur pistill, Carl Berg, og ég er auðvitað sammála honum í flestum dráttum. En hver er fimmta ástæðan fyrir því að leikur helgarinnar verður erfiður…? 🙂

  Að öllu gríni slepptu, þá get ég sagt það hér og nú að ég mun aldrei aldrei aldrei hætta að vera stuðningsmaður Liverpool. Það þyrfti eitthvað verulega veruleikafirrt að gerast til að slíkt gerðist. En það aftur á móti breytir því ekki að maður gagnrýnir liðið og stjórann reglulega, um leið og maður hælir sömu mönnum þegar þeir eiga það skilið. Eðlilega eiga aðdáendur og skríbentar hér í kommentunum við mismunandi skoðanir að stríða og það er hressilegt að sjá mismunandi skoðanir, mismunandi hliðar á málunum.

  Það er svolítið skrítið að segja að við getum varla ætlast til þess að leikmenn hafi trú á því að geta unnið, ef við stuðningsmennirnir gerum það ekki. Liverpool er það lið sem ég held af öllu hjarta sé með og eigi bestu stuðningsmenn í heimi. En það er ekki dæmi um vondan stuðningsmann ef hann hefur ekki ákveðna trú í einhvern tíma. Áhangandinn dæmir af árangrinum og því sem er byggt ofan á hann. Vissulega er hópurinn ekki jafnbreiður og annarra toppliða, en ef við missum einhverja í meiðsli þá eigum við að vera með það sterkt lið að maður komi í manns stað. Ég alla vega geri þá kröfu á Liverpool. Þarna kemur stjórinn og eigendur sterkir inn. Miðað við þær tölur sem við höfum séð um kaup og sölu, þá hefðum við átt að geta keypt fleiri leikmenn til að styrkja hópinn. Taldi Rafa það ekki nauðsynlegt… ? Eða voru það kannski eigendurnir sem sögðu: nei?

  Ég öfunda ekki Rafa að vera með þessa eigendur á bakvið sig. Ég hef mikið álit á Rafa, en hann gerði nýjan samning þar sem skýrt var kveðið á (er það ekki?) að hann hefði meira um leikmannakaup að segja. Hann er ábyrgur fyrir líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna að einhverju leyti. Hvernig byggir hann upp móralinn í liðinu?

  Það er virkilega sorglegt að koma á eftir jafngóðu tímabili og í fyrra og vera komnir í þessa stöðu sem við erum í núna. Ég hef persónulega ekki áhyggjur af meistaradeildinni – ég held sannarlega að við komumst áfram. En sigur í deildinni … sá draumur er að fjarlægjast. Ég veit að ég mun fagna meistaratitli Liverpool einhvern tíma, en hvenær… ég veit það ekki. Möguleikinn er enn fyrir hendi í vor, en margt verður að breytast til hins betra. Verður Aquilani bjargvættur? Mun Lucas “step up”? Mun Mascherano ná fyrra formi? Munu backup fyrir Torres ná að svara kallinu?

  Margar spurningar, hver eru svörin? Við vitum það ekki. Ég er ávallt stoltur Liverpool aðdáandi og fer ekki í felur með það. En mér verður stundum óglatt yfir spilamennsku, eigendamálum, þjálfara og að einhverju leyti óheppni. Ég geri kröfu um betri árangur Liverpool, það er ekki óraunhæft finnst mér.

  Áfram Liverpool – jú, því það breytist aldrei.

 4. Ég veit svosem ekki hvort maður sé í endalausum Pollýönnuleik, en þegar upptalningin á því hversu ómögulegt það verður að vinna Scum kemur í ljós þá verð ég nú bara ansi sigurviss. Oftar en ekki er það þannig með blessaðan boltann að statístík oþh. virkar bara gegn sjálfri sér.

  Carl Berg kemur reyndar inn á flest það sem er að í þessu liði og Siguróli líka. Lykilatriði í veseninu hjá okkur er miðjan og ungt lið. Meðan Mascherano hefur spilað eins og fífl í vetur þá hefur Lucas alls ekki náð að bera miðjuna uppi. Benítez hefur síðan ekki brugðist við þessu á réttan hátt. Hann hefði átt að kippa Mascherano út fyrr og spila Lucas og Gerrard saman á miðjunni. Hann getur alveg gefið Babel sénsinn ásamt Benayoun og Kuyt fyrir framan miðjuna. Það er mun sterkari leikur heldur en að hafa leiðtogalausa og illa spilandi miðju. Hinn möguleikinn væri auðvitað að gefa Mascherano tækifæri á að spila sig í gang og kippa þá Lucasi út. En Benítez hefur klikkað á því að lesa þetta. Það er svo einfalt.
  Síðan hleður þetta ofan á sig. Meðan miðjan spilar illa og bakverðirnir eru á fljúgandi ferð upp kantana þá líta Carragher og Skrtel ekkert allt of vel út því þeir fá verkefni sem þeir ráða illa við og því fáum við á okkur mikið af mörkum.
  Sóknarleikurinn verður síðan geldur þegar miðjan kemur ekki ógnandi og defence-splitting sendingum frá sér.
  Allt tal um að eigendamál smiti inn á völlinn – plís!! Ef þessir gaurar sem eru að spila í topp-prófessjónal bolta geta ekki einbeitt sér að leiknum sem þeir eru að spila í 90 mínútur og þessar 4-5 æfingar í viku sem þeir mæta á þá væru þeir nú varla topp-prófessjónal fótboltamenn.

  Ekki fyrir það að eigenda- og fjármál klúbbsins hafa auðvitað áhrif á breidd liðsins, sem er kannski lykilatriðið hérna því við eigum aðeins 14-15 leikmenn sem eiga erindi í toppbaráttu í úrvalsdeild. Þrír þeirra eru vinstri bakverðir og þrír haffsentar og þá eigum við níu leikmenn til að fylla hinar níu stöðurnar. Torres, Gerrard, Benayoun, Riera, Mascherano, Kuyt, Johnson, Aquilani og Reina.

 5. Nei Doddi, krafa um betri árangur er sko ekki óraunhæf og ég deili henni 100 % með þér. Og já Áfram Liverpool.

 6. Ég er alveg sammála pistlinum að mörgu leyti.

  Held að við ættum að bíða með Benitez og sjá til. Hann á skilið meira en að við gefumst upp á honum strax. Góð úrslit á sunnudaginn og svo sigur í Frakklandi gæti gefið liðinu vítamínsprautu, en á móti kemur að töp í þessum fyrrnefndu leikjum yrði gríðarlega erfitt. En það er ennþá bara október og staðan getur breyst. Toppliðið í deildinni eru að missa stig og við erum í riðli í CL þar sem allir geta unnið alla. Nokkur töp til eða frá virðist skipta minna máli en fyrir nokkrum árum síðan.

  Hinsvegar hefur Benitez gert mistök í sumar og á þessu tímabili. Til að mynda finnst mér að úr því að það var ljóst í byrjun sumars að Alonso ætlaði að fara þá átti að selja hann sem fyrst og eiga þá kost á að kaupa annan miðjumann strax. Bendi á að fullt af ómeiddum mjög frambærilegum miðjumönnum voru til sölu eða skiptu um félög í sumar, t.d. Filip Melo, Sneijder, Barry, van der Vaart, Lucho Gonsalez og Yohann Gourcuff. Það er erfitt núna að verja þá ákvörðun að kaupa meiddan miðjumann seint um sumarið.

  Einnig átti að kaupa miðvörð í staðinn fyrir Hyypia miklu miklu fyrr. Það var að mínu mati ansi stór mistök. Það var ljóst í allt sumar að Hyypia væri farinn og Agger væri meiddur. Ég var mjög ósáttur við Benitez í sumar. Misstum af mörgum tækifærum.

  Svo má velta fyrir sér hvort liðið sé ekki of þunnt í hægri bakverðinum. Ég vildi fá Steve Finnan aftur heim til þess að bakka upp Glen Johnson. Veit ekki hvort það hafi verið vilji til þess.

  Svo eru skiptingar hjá Benitez oft einkennilegar og koma of seint. Manni finnst samt hópurinn ekki nægilega breiður til þess að getað verið með góða menn á bekknum. Oft á tíðum er bekkurinn afskaplega dapur hjá okkur. Mér finnst að Babel eigi alltaf að vera á bekknum og koma nánast alltaf inn á. Hann er leikmaður sem getur komið af bekknum og breytt hlutum.

 7. Ég verð að segja það (og kannski er það þessi eilífðar-bjartsýni Liverpool aðdáandans) en ég sé hreinlega ekki á pappírnum hvað á að vera svona betra við þetta United lið. Ef við gefum okkur að þeir spili sama liði og í gær:

  Van der Sar
  Neville, Ferdinand, Vidic, Fabio Da Silva
  O’Shea, Valencia, Scholes, Anderson, Nani
  Berbatov.

  Á bekknum: Kuszczak, Brown, Owen, Carrick, Welbeck, Jonathan Evans, Macheda.

  Hvaða leikmenn eru það nákvæmlega í þessu liði sem eiga að vera svona óstöðvandi? Fyrir utan Rooney, sem er ekki ljóst að sé klár fyrir sunnudaginn.

 8. Ánægður með að fá svona pistil! Nauðsynlegt að fá að heyra jákvæðar raddir þessa dagana. En ef ég á að kommenta á gengi liðsins held ég að það liggi beinast við að skoða þetta í víðara samhengi. Í gegnum tíðina hafa verið fullt af góðum stjórum hjá fullt af góðum félögum og hafa gert marga góða hluti en liðin þeirra hrinja alltaf við ákveðnar aðstæður… þ.e. þegar stjórarnir missa baklandið, meðan stjórarnir eru ekki á sömu bylgjulengd og eigendurnir þá er það ávísun á vesen innan vallar. Tökum nokkur nýleg dæmi sem ég man eftir. 2007 um haustið (ef ég man rétt) Chelski…. Roman að rífast við mótormunninn…. Liðinu gekk illa á þeim tímapunkti og Mótorkjafturinn “hætti”. 2005 um haustið (ef ég man rétt) Ferguson fékk engan pening til leikmannakaupa frá nýjum eigendum, hann var brjálaður, liðinu gekk herfilega og hann var að mikið að spá í að segja starfi sínu lausu…. fékk svo bætur fyrir Obi Mikel…. og gat keypt Evra og Vidic í janúar…. Þetta eru tvö dæmi um stjóra sem missa baklandið í mjög stuttan tíma! N.B. mjög STUTTAN tíma og allt fer á verri veg hjá þeim innanvallar. Ef við lítum á Benitez þá er hann með fáranlega góðan árangur ef við tökum mið af því hvað hann tók við lélegu liði á sínum tíma. Hann er t.d. með næstbesta vinningshlutfall allra stjóra eftir seinni heimstyrjöld! Einnig hefur hann náð frábærum árangri með liðið á meðan hann hefur ekki haft neitt backup frá Rick Parry á sínum tíma sem N.B. tímdi ekki að kaupa Simao, Villa og Alves!!!! og svo hefur hann ekki alltaf haft stuðning eigendanna…. men muna líklegast eftir því þegar rætt var um að eigendurnir hafi verið að bjóða Klinsman jobbið hans!!!! Síðan þá hefur hann ekki haft stuðning beggja eigendanna. Ég held að það sé rosalega erfitt að vinna við þessar aðstæður sem hafa verið uppi í yfirstjórn Liverpool nánast frá því Benitez tók við. Ég persónulega held að það myndi leysa okkar vandamál að losna við eigendurnar… eða að minnsta kosti fá inn fjárfesti með pening sem styður stjórann okkar af heilum hug…. ekki bara þegar það henntar!!! Ég held að það geti allir verið sammála um það að það sé sama í hvaða vinnu þú ert, á meðan þú hlýtur ekki blessun yfirboðara þíns þá getur þú ekki staðið þig eins vel og þú mögulega gætir með blessun hans!!!!!!! Varðandi gengið undanfarið þá er ég alveg sammála að það er margt undarlegt sem Benitez hefur gert varðandi uppstillingar og innáskiptingar og ég verð oft hundfúll með ákvarðanir kallsins. En þegar öllu er á botnin hvolft þá var það hann sem stillti liðinu upp og skipti mönnum inná í fyrra þegar við náðum 86 stigum! Annað sem má einnig nefna er sú staðreynd að Benitez hefur á að skipa 5 dýrasta byrjunarliðinu í deildinni!!!!!! í fyrra vorum við með að mig minnir 3 dýrasta liðið en höfum dottið niður um 2 sæti. Þegar gerðar eru kröfur um árangur þá ætti einnig að gera kröfur um að halda í við hin toppliðin hvað varðar fjárfestingar innan vallar.

  Svo vona ég bara að leikurinn um helgina verði þessi comeback leikur sem liðið þarf nauðsynlega á að halda!

  Kveðja,
  Siggi S.

 9. hahah.. Doddi, já ég var að sjá þetta með fimmtu ástæðuna 😉 Ætli ég leyfi fimmtu ástæðunni ekki að vera svona sbúggí surprise ástæðu, sem ég upplýsi um síðar. 😉 ….. Ekki það að ég hafi neina trú á því að við töpum þessum leik, en við gætum þá alltaf beitt fyrir okkur “fimmtu ástæðunni”.

  Það sem ég var svona í megin dráttum að reyna að koma á framfæri, er að það er mín skoðun að núna eigi Rafa, sem aldrei fyrr skilinn 100% stuðning. Tímabilið í fyrra var ekki afleitt og hörmulegt eins og margir vilja mála það. Við vorum hársbreidd frá dollunni. Það byrjar illa í ár, og ætlum við strax að gefast uppá stjóranum? Mér finnst hann hafa sýnt okkur stuðningsmönnunum meiri þolinmæði en svo, að hann eigi það skilið. Margir eru ansi duglegir að mála skrattann á vegginn. Ef við sigrum um helgina, eru 4 stig í nágrannaliðið, og eins og deildin hefur verið að spilast, þá er það alls ekkert óvinnandi vígi. Mér finnst bara óþarfi að henda handklæðinu strax inná völlinn og gefa þetta frá sér. Hlutirnir gerast hratt í boltanum, og við höfum marg oft séð lið saxa á 7-10 stiga forskot á stuttum tíma. United hefur oft byrjað illa, svo illa að við liverpoolmenn höfum gert þau mistök að afskrifa þá hlægjandi…boy höfum við líka oft fengið það í bakið…. Er alveg eðlisfræðilega ómögulegt að þetta geti virkað í báðar áttir ? Það eru flestir búnir að afskrifa okkur, og kanski er tími til kominn, að þeir fái það í bakið.

  Ég hef allavega ennþá trú á því að við endum nálægt toppnum í ár, og förum áfram í meistaradeildinni.

  Insjallah…Carl Berg

 10. Góður pistill Carl Berg og gaman að fá hann að norðan. Áfram Þór 🙂 Ég er alveg á því eins og svo margir að áhrif eigenda inn á vellinum eru mun meiri en menn halda oft. Eins og fram er búið að koma hérna þá eru dæmi um það annarsstaðar. Allt tal um að menn séu ekki professional að hunsa það er bara rugl. Leikmenn eru eins og aðrir bara mannlegir og taka að sjálfsögðu inn á sig það sem er að gerast á bakvið tjöldin, rétt eins og við sem styðjum liðið. Gengi liðsins að undanförnu ætla ég samt ekki að skrifa á þá eingöngu. Benitez verður að fá einhvern mola af því rétt eins og eigenendur og leikmenn liðsins. Það er vissulega eitthvert mein innan klúbbsins sem verður að uppræta. Hvort sem það er eigendur, Benitez eða eitthvað annað þá verður vonandi á því tekið. Leikmenn eru að mínu mati að spila langt undir getu sumir. Sumir eru að mínu mati einfaldlega ekki betri en svo og skil ég ekki hvaða tröllatrú Benitez hefur á sumum, sem dæmi Lucas. Leikmannakaup Benitez eru mörg hver gagnrýnaverð. Ég hef aldrei skilið þá fílósófíu hjá honum að vera að fá leikmenn eins og Degen, Voronin, Kyrgiakos og fleiri til að auka breiddina. Þarna eru milljónir punda að fara í stöður sem gætu miklu frekar verið coveraðar af unglingum, rétt eins og er annarsstaðar. Þessum pening hefði svo geta verið varið í einn góðan leikmann sem getur komið annaðhvort beint inn í byrjunarlið eða sem almennilegt backup. Núna er ég að tala eins og ég sé einhver alger sérfræðingur. Tek það fram að ég er það ekki en ég þekki viðskipti og hvenær þau eru slæm eða góð. Sir Ferguson hefur sem dæmi alltaf reitt sig mun meira á unglingana til að vera sem backup og eydd þar að leiðandi meira í einn góðan mann. Hann hefur sem dæmi keypt 30 milljón punda mann í stað 3 10 milljón punda manna. Hver og einn getur svo haft sína skoðun á ágæti þess en árángurinn hans talar fyrir sig sjálfur. En hvernig sem því líður þá legg ég ekki árar í bát og neita að gefast upp. Ég er svo sammála Carl Berg með að við gætum alveg eins snúið við blaðinu af slæmu gengi og komið á óvart. Rétt eins og United hefur gert svo oft. Haldið áfram í vonina strákar mínir. Knúsið konuna og börnin á hverjum degi og munið, þetta er bara fótbolti 🙂

 11. Einar Örn:
  Málið er ekki að hverjir eru betri á þessum skeinipappírum sem oft er borið saman.

  Liverpool er ekki að vinna leiki og ÞAÐ ER ÞAÐ SEM SKILUR OKKUR AÐ FRÁ Chel$ki og Scums… ekkert annað.

  Það má bera saman allan fjandann en þegar allt kemur til alls er það hver skorar mörk og ekkert annað.. ég væri til í að vera 10% með boltann en samt vinna hvern einasta leik

  YNWA

 12. Magnað svona komment eins og fyrsta kommentið hér að ofan þar sem skórinn er níddur af Rafa meðal annars fyrir að hafa keypt Javier Mascherano. Leikmann sem hefur klárlega ekki staðið undir væntinum á þessu tímabili en verið frábær frá því hann kom til liðsins. Leikmann sem ég man ekki eftir að nokkur maður hafi kvartað yfir og allir vildu kaupa, enda fyrirliði Argentíska landsliðsins og mörg lið öfunda okkur af ( form is temporary, class is permanent). Þetta er lýsandi fyrir múgæsingu og geðveikina sem er í gangi í kringum liðið. Maður stóð alltaf í þeirri meiningu að aðdáendur Liverpool væru aðeins betri en aðdáendur annara liða enda Liverpool holdgervingur alls þess góða við enska knattspyrnu í gegnum tíðina. Ég stóð líka í þeirri meiningu að lesendur Kop.is væri örlítið “betri” en lesendur t.d. liverpool.is. En nú er það komið svo því miður að kop.is er orðin fórnalamb eigin velgengni, eitthvað sem ristjórar hafa örugglega löngu áttað sig á, þar sem ummæli og umræður á spjallinu eru ekki vitsmunalegar umræður á málefnalegum grundvelli heldur hróp og köll útí myrkið til þess eins að gagnrýna og kvarta.
  Ég man t.a.m. eftir endalausum ummælum á sínum tíma þar sem kallað var á að fá fitness þjálfarann Paco aftur þar sem Liverpool fór í smá lægð á svipuðum tíma og hann hætti. Nú er Rafa handónýtur þar sem hann getur ekki keypt neina leikmenn og seldi einn af þremur góðum leikmönnum liðsins í sumar og keypti engan í staðinn. Af þeim sökum endum við líklega um miðja deild.

 13. Carl Berg. Það er eins og þú hafir séð hugsanir mínar, rænt þeim og skrifað pistil úr þeim. Þú skrifar ekki staf sem ég er ósammála. Frábær pistill. Við eigum að heita bestu stuðningsmenn í heimi. Við styðjum því lið okkar í gegnum súrt og sætt.

  YNWA

 14. Jóhann, ef þú vilt áfram work rate varnarfótbolta á Anfield þá er Macherano frábær
  en ef þú vilt þróa liðið áfram og vinna deildina, þá þarftu að umbylta miðjunni
  hvar og hvenær hefur Macherano skipt máli sóknarlega(assist, skoruð mörk)
  macherano er ofmetnasti miðjumaður í heimi

 15. Siguróli
  Kommentið kemur vel inná annað sem ég tók fram í kommentinu mínu.
  Hvað átti Roy Keane, Claude Makalele, Patrick Vieira, mörg mörk eða assist að meðaltali á tímabili? Það stillir enginn upp fótboltaliði með 11 Cesc Fabregas, 11 Zinedine Zidane eða 11 Frank Lampard (11 Steven Gerrard væri auðvitað magnað). Jafnvægi í liðinu næst með mismunandi hlutverkum leikmanna. Þeir sem hafa ekki beint hlutverk í sókninni hafa hlutverk annars staðar á vellinum.
  Í fyrra vorum við með bestu miðju í heimi, Mascherano, Alonso og Gerrard í topp formi og allir að sinna sínum hlutverkum. Ef Mascherano er ekki á miðjunni hafa Alonso og Gerrard ekki sama frelsi og virka þar af leiðandi ekki eins vel. Í ár erum við með Mascherano ,Aquilani og Gerrard, þeir hafa bara ekki enn spilað saman vegna utanaðkomandi aðstæðna.
  Ég man þegar þú varst við stjörnvölin hjá Real og ákvaðst að selja Makalele og fá Beckham í staðinn. Þar með seldirðu leikmann sem eingöngu sendi boltann 4 metra frá sér en fékkst í staðinn mann sem sendi boltann 40 metra. Það segir sig sjálft að miðjan hlýtur að vera 10 sinnum betri.

 16. Fyrsta athugasemd mín hér.
  Aðeins um innáskiptingar. Þegar Ferguson skipti inná í leiknum í gær þá setti hann sóknarmann inná fyrir miðjumann til þess að auka þungann. Okkar maður þorir þessu ekki. Fæ ekki skilið þá útreið sem Voronin er að að fá hér. Hvernig er hægt að ætlast til þess að maður sem settur er inn þegar örfáar mínútur eru eftir snúi leiknum við, ég tala nú ekki þegar ekki er verið að breyta neinu í leikskipulaginu eins og ég nefndi áðan? Voronin var einn besti maðurinn í þýsku deildinni í fyrra. Hann kann alla vega að spila frá sér bolta. Eins langar mig að nefna Grikkjann sem menn tala gjarnan niður til. Hann hefur fengið að spila einn leik og var auðvitað taugaóstyrkur í þeim leik eins og vænta mátti. Hann hefur hins vegar það sem hinir varnarmennirni okkar hafa ekki þ.e. að hann tók alla skallabolta sem komu nálægt honum. Þessir menn eru ekki að fá breik á meðan menn eins og Lucas og Insua eru með brækurnar á hælunum leik eftir leik. Vildi gjarna sjá Benna hætta þessari íhaldssemi og fara aðeins að hrista upp í þessu.

 17. Bubbi menn eins og Voronin hafa alveg fengið sénsa. Ég er ekki að gagnrýna hann eða Kyrgiakos neitt sérstaklega. Mér finnst sæta furðu í leikmannamálum Liverpool að sleppa ekki frekar að fá leikmenn eins og þá sem eru einungis til þess fallnir hjá Benitez að auka breiddina en ekki vera í byrjunarliði leik eftir leik. Frekar að spila það á ungu strákunum og kaupa einn sterkan leikamann í stað þess að fá þrjá miðlungsleikmenn. Voronin átti gott tímabil í Þýskalandi en það er líka LANGUR vegur frá þýsku deildinni og þeirri ensku !

 18. Einar, engin af þessum United mönnum er óstöðvandi(Gerrard og Torres geta verið nánast óstöðvandi á mjög góðum degi, sem gerir það að verkum að Liverpool er af mörgum talið tveggja manna lið) en United getur verið nánast óstöðvandi, þ.e.a.s. liðið,heildin!
  Ekki kannski merkilegt lið á pappírnum en byrjunarliðið með 35 englandsmeistaratitla og varamannabekkurinn með 9 samtals, þar af er Owen með engan.
  Að sjálfsögðu eru Neville og Scholes ekki sömu leikmennirnir og þeir voru, en eitthvað hljóta þessir menn að hafa fram að færa.
  Með leikmannakaup hjá Benitez hljóta að koma upp nokkrar spurningar, hann er oft gagnrýndur fyrir að kaupa of marga miðlungsmenn og of fáar stjörnur( samkvæmt Benitez getur hann ekki keppt um stóru bitanna).
  Þá spyr maður sig afhverju kaupir hann hægri bakvörð og djúpan miðjumann fyrir sitthvorar 18miljónirnar, ekki það að þeir eru jafnvel þess virði, en kannski bara í stærri klúbbum sem hafa meira á milli handanna.
  Þessar stöður er auðveldara að manna fyrir minni pening, þetta eru stöður fyrir takmarkaða leikmenn sem sinna aðeins ákveðnum hlutverkum, hægri bakk hefði jafnvel Kelly getað tekið og Carra leist af í einhverjum leikjum,í djúpan getað keypt Catermole á 6m eða haft bara Lucas þarna fyrst Benitez hefur svona mikla trú á honum. Þá væru til góðir peningar í topp striker og einn kantmann, einfalt.

 19. Haukur minn Benitez fékk Degen og Voronin frítt, þeir voru með lausa samninga. Voronin kom t.d. á þeim tíma þegar Benitez hafði ekki út tugum milljóna að spila. Síðan borgaði hann heilar 2 milljónir punda fyrir Kyrgiakos til að auka hæðina í vörninni, ekki veitir af á móti liðum eins og Bolton eða Stoke. Aurelio kom líka frítt. Þannig að ég veit ekki hvernig hann átti að nýta peninginn betur þar??????

  Annars góður gestapistill Carl Berg.

 20. 7 hvað á að vera svona betra við þetta United lið

  Persónulega finnst mér það bara líklegra til að skora mörk. Það eru einir 3-6* leikmenn sem geta gert þetta óvænta og búið til eða skorað sjálfir. Liverpool liðið sem mætti Lyon án Gerrard (telst varla með) og Torres hafði upp á 1-3**, fer eftir túlkun.
  Varnarlega ætti ekki að vera mikill munur, fyrir utan formið á Carragher og félögum í vörninni.

  *Berbatov, Valencia, Nani og mögulega Scholes, Anderson og þessi Fabio m.v. hvernig hann spilaði.
  ** Benayoon og mögulega Ngog og Aurelio eftir að hann kom inn á. Get ekki fallist á Kuyt og formið hans í augnablikinu styður það.

 21. Góður pistill, algerlegega sammála því að slaka á í vælinu og uppgjöfinni. Uppgjöf á ekki að koma til greina sem púlari. Við höfum oft séð það svart áður.

  Vælukjóar og uppjafaraddir; pælið aðeins í því hvað einkunarorð klúbbsins eru og hvað þau þýða; “Þú gengur aldrei einn” Getur það verið skýrara? Fylkjum okkur fyrir aftan liðið og drullum okkur í gegnum þessa leiðinlegu lægð saman!!!

  Og ég tek það fram að það má alveg vera ósammála hvernig hlutirnir eru gerðir og hvað stjórinn gerir og hvernig liðið er sett upp og kaup og sölur og allt í kringum þetta, en það má ekki hoppa frá borði! það er bannað.

  Annars hlakka ég til leiksins á sunnudaginn, ég hætti ekki að horfa með og styðja mitt lið þó það tapi 50 leikjum í röð! YNWA!!!

Liverpool – Lyon 1-2

Stjórnin styður Rafa