Liverpool – Lyon 1-2

Jæja líkt og Kristján Atli kom með óvenjulega skýrslu eftir síðasta leik þá ætla ég að koma með nokkuð óskipulagða og örlítið óvanalega skýrslu líka.

Málið er nefninlega að pressan fyrir þennan Lyon leik var ekkert alveg venjuleg. Orðum þetta svona, síðustu daga og raunar vikur hefði verið alveg tilvalið að Ísland hefði verið þurrkað út af netinu líkt og Svíðþjóð um daginn. Fjórða tapið í deildinni og það tap í þriðja leiknum í röð varð staðreynd gegn Sunderland þökk sé bæði afar döprum leik og eins og við mátti búast þessum líka fína…

… Liverpool strandbolta…Í OKTÓBER… Í FOKKINGS SUNDERLAND sem er norðar en Akureyri miðað við höfðatölu!

Þetta ævintýralega skemmtilega gengi okkar manna hefur síðan sett olíu á eld umræðunnar um að klúbburinn sé gjörsamlega á kúpunni og hreinlega verði að vera í topp 4 í ár og komast langt í CL.

Það hefur síðan enn frekar ýtt á það að við stuðningsmenn erum svo langt leiddir núna að í yfir ár höfum við óskað þess að svona öðlingar(sjá link) eignist klúbbinn í staðin fyrir ullarhattana sem eiga hann nú. Svo þegar Dubai hefur alveg dottið uppfyrir hafa skyldmenni þessa öðlings verið orðuð við okkur (sjá mynd fyrir ofan og mann í kjól).

Þó mannréttindi hafi ekki drifið lengra í þessu landi er ekki hægt að taka það af þeim að þeir hljóma samt betur heldur en kanarnir sem eiga klúbbinn núna.

Þetta er mikil einföldun á afar löngu máli, en allavega, gott að það var engin pressa fyrir þennan leik gegn Lyon!!

Það var síðan ekki hægt að neita því að maður varð smá stress á því að sjá byrjunarliðið fyrir leik enda Johnson meiddur og Martin Kelly í bakverðinum í hans stað. Insua kom síðan inn fyrir Aurelio og Agger spilaði fjórða leikinn sinn á afar stuttum tíma, núna í stað Skrtel sem mátti alveg við því að vera hvíldur. Frammi var síðan N´Gog enda Torres meiddur (og hann er bara betri hendur en Kuyt, Voronin og Babel).

Liðið sem sagt svona:

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun

N´Gog

Bekkur: Cavalieri, Lucas, Insúa, Spearing, Riera, Voronin, Skrtel.

En þá að leiknum sjálfum, þó mig dauðlangi nú bara að sleppa allri umfjöllun um þennan hreina og klára þjófnað. Þessi íþrótt er ekki á nokkurn hátt sanngjörn og núna þegar við þurftum ALLRA SÍST á því að halda er þessu rothöggi slengt framan í okkur í uppbótartíma eftir annars sæmilegan leik okkar manna.

Svo ég renni létt yfir leikinn þá byrjaði hann nú rólega hjá okkar mönnum, sköpuðum okkur ekki neitt og svipað var uppi á teningnum hinumegin, fyrsta færið kom þó á 7.mín þegar Lisandro fékk góða fyrirgjöf og náði fínum skalla á markið sem Reina varði vel. Eftir um tíu mínútna leik fór þetta smámsaman að koma hjá okkar mönnum og á 15.mín virtumst við ná að skora fullkomlega löglegt mark er Gerrard sendi góðan bolta inn í teig á Dirk Kuyt sem kom á sprettinum og skallaði í netið. Hann var hinsvegar dæmdur rangstæður sem var tómt rugl. Ég veit reyndar ekki hvort það var verið að dæma brot á Kuyt, það gæti verið en mér sýndist allavega í fljótu bragði að hann hefði dæmt rangstöðu.
Annars var Mascherano að vinna vel varnarlega í liði Liverpool þó lítið hafi hann getað sóknarlega, en Insúa var alls ekki í stuði í vinstri bakverðinum í fyrri hálfleik og lét Gouvou stundum fara illa með sig.

Eftir um hálftíma leik fór pressa Liverpool að þyngjast þræl mikið og var N´Gog t.a.m. rétt búinn að skora eftir eina afar þunga sókn en skot hans fór beint á mann leiksins, markvörð Lyon. Á 41.mín komust okkar menn síðan loksins í 1-0. Boltinn var unninn á miðjunni þaðan sem hann barst til vinstri á Aurelio sem kominn var inná fyrir Gerrard (tekinn útaf meiddur á 25.mín). Hann kom með frekar dapran bolta fyrir sem þó féll fyrir fætur Martin kelly sem kiksaði eftirminnilega, tuðran féll þó fyrir fætur Benayoon sem afgreiddi hann í netið. Stuttu eftir markið tók Kelly síðan bakvörð Lyon illa og náði frábærum bolta fyrir á Aurelio sem var einn á móti markmanni en lét auðvitað verja frá sér. Strax í kjölfarið kom Insúa með góðan bolta frá vinstri sem N´Gog skallaði en aftur var markvörður Lyon vel á verði. Sanngjarnt 1-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði síðan rekar rólega eins og sá fyrri þó okkar menn hafi smátt og smátt farið að sækja meira og meira á gestina, N´Gog var hættulegur upp við mark gestana og Marin Kelly var að heilla í bakverðinum og að koma með góða krossa fyrir. Ég nenni samt ekki að fara djúpt ofan í gang leiksins í seinni hálfleik þar sem ég vil gleyma þessu bullli sem allra fyrst. Talandi um það þá fengu frakkarnir horn á 72. mín. Reina náði að slá boltann út í teiginn en þar náðu Lyon menn honum og komu með gott skot sem Reina varði vel út við stöng, þaðan fór boltinn út í teiginn á Gonalons sem náði að stanga hann í netið. Enn eina fokkings helvítis ferðina er okkur alveg með öllu fyrirmunað að verjast horni, Lyon fékk bara þrjá sénsa!! Til að toppa þetta þá fórnaði Kelly sér svo á línunni að hann endaði á stönginni og meiddist. Hann var búinn að eiga fínan leik í bakverðinum er hann þurti að fara útaf. Heilladísirnar eru bara ekki í samfloti með Liverpool liðinu þessa dagana!

Þetta mark sló okkur töluvert út af laginu og jafnræði var með liðinum í lokin. Benitez tók þá einstaklega djörfu skrítnu ákvörðun að skerpa á sóknarleiknum í síðustu skiptingunni með því að taka Yossi Benayoon útaf og setja sjálfan Voronin inná í hans stað, en Úkraínumaðurinn hefur einmitt ekki breytt neinu til um gang fótboltaleiks síðan á æfingu í 5.flokki árið sem hann var á eldra ári í þeim ágæta flokk. Þar með var nokkuð ljóst að við værum ekkert að fara skora aftur í dag og AUÐVITAÐ til að toppa þennan ógeðslega mánuð sem á undan er gengin þá náðu frakkarnir að lauma inn sigurmarkinu í uppbótartíma og stela öllum þremur stigunum.

Hreint út sagt sláandi að hrofa upp á þetta og ekki laust við að maður sakni orðið hreint rosalega sigurleiks.

Ég geri mér grein fyrir því að þessi skýrsla fer í taugarnar á mörgum þar sem ég hef ekki úthúðað liðinu, sagt að það verði að reka Rafa og fresta verði jólunum í ár, en svei mér þá fannst mér við ekki verðskulda þetta í kvöld og ég hef sannarlega séð verri leik hjá okkar mönnum.

Ef ég renni létt fyrir leikmenna í kvöld þá var ekki hægt að saka Reina um neitt, hann varði tvisvar vel í fyrra marki frakkana og gat lítið gert við afleitum varnarleik okkar manna í seinna markinu. Insúa var út á túni í mestöllum fyrri hálfleik en skánaði í þeim seinni. Afar dapur varnarlega í kvöld en ágætur sóknarlega. Kelly kom gríðarlega vel inn í leikinn og var mjög góður, lofar ljómandi góðu fyrir framhaldið. Sérstaklega þessir baneitruðu krossar hans sem félagar hans hreinlega áttu að nýta betur.

Eins var mjög gott að sjá Agger aftur og átti hann fínan leik ásamt Carra sem var fínn mest allann leikinn. Man þó ekki alveg hversu mikinn þátt þeir áttu í lokamarkinu. Innkoma Skrtel var að sama skapi ekki góð fannst mér hann koma óöryggi á vörnina.

Á miðjunni man ég varla eftir að hafa séð Lucas og hann full oft undir fyrir minn smekk gegn miðju Lyon manna. Mascherano var mjög öflugur varnarlega í leiknum, sérstaklega í fyrri en steingeldur sóknarlega að vanda. Þetta er mesta vandamál Liverpool í dag og hefur verið allt þetta tímabil, þessir tveir ná ekki saman, sama hvað hver segir og við verðum að fara fá Gerrard eða Aqualini þarna inn.
Gerrard var svo að vanda í öðrum klassa þegar hann var inna en það varði auðvitað bara í fjandans 25.mín.

Kuyt heillaði mig nú ekki mikið en hann var töluvert skárri heldur en gegn Sunderland. Skoraði að ég hélt gott mark og átti annan góðan skalla í seinni sem var vel varinn. Benayoon hinumegin var ágætur og skoraði í það minnsta mark okkar manna. Það var púað hressilega þegar hann var tekinn útaf. Ekki púað á hann heldur þá ákvörðun að taka hann af velli.

N´Gog var síðan líflegur frammi og hefði svo sannarlega átt að skora í þessum leik. Hann er enginn Torres en ég er sannfærður um að hann fari að fá meiri séns á næstunni.

Þetta var hreint út sagt svakalegt tap, algjört högg og ALLS ALLS EKKI það sem klúbburinn og aðdáendur hans máttu við núna. Ég ætla samt ekki að missa mig í neitt volæði fyrr en úrslit næsta leiks liggja fyrir, sigur þar og tímabilið opnast á ný. Því ég er sannfærður um að Fiorentina og Lyon verði bæði tekin sannfærandi þegar Liverpool rankar úr rotinu.

Keep the faith… at the end of the storm there´s a golden sky…

Babú

(afsaka stafs. og málfarsvillur, nenni ekki og langar ekki að lesa meira um þennan leik)

123 Comments

 1. Af hverju erum við svona lélegir????????????????…við eigum engan sóknarmann fyrir utan Torres sem getur eitthvað!!!
  Plús að miðjumenn okkar eru herfilega lélegir, Lucas og Mascherano. Vá, hvað maður er orðinn svartsýnn, ætti varla að vera að skrifa hérna svona rétt eftir leik vegna reiði og vonbrigða.

 2. Sælir félagar
  Enn á ný sýnir Rafael Benitez snilli sína. Fyrir það fyrsta að vera með N‘Gog í fremstu víglínu sem hann réði greinilega ekkert við. Hljóp og hljóp en var mest eins og hauslaus hæna á vellinum og ein eða tvær tilraunir til marks. Hvað sem segja má um Babel þá er hann betri en þetta.
  Svo voru eins og venjulega „lykilskiptingar“ snillingsins. Sú fyrri á 83 mínútu(?????) og það Voronin fyrir einn besta mann L‘pool í leiknum, eina manninn sem var að skapa eitthvað Benayoun.
  Það vantaði ekki að menn börðust og voru orðnir örþreyttir margir hverjir. En uppstillingin var ekki til þess fallin að ná árangri og útafskiptingin fyrir Gerrard og Kelly var einboðin og því tel ég hana ekki með.
  Ég skrifa þessi úrslit á Rafael Benitez, alfarið og veit fyrir víst núna að liðið mun ekkert vinna undir hans stjórn. Við skulum vona að liðið falli ekki um deild í vor því með svona vinnubrögðum er ekkert annað framundan.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. LIVERPOOL!!! hefur ákveðið að draga lið sitt úr öllum keppnum næstu tvö árin sökum áhuga og getuleysis. Þeir munu reyna að hefja leik að nýju í utandeildinni 2011. Takk

 4. Ég er nú yfirleitt voðalega jákvæður og bjartsýnn – en er enginn í sömu stöðu og ég, að hálf partinn vonast til að liðið tapi næstu leikjum svo að nýr stjóri komi í brúnna? Efast þó ekki um hæfni Benítez.

 5. Hef alltaf verið Benítez maður, en því miður vill ég hann ekki lengur á Anfield.

  Hef ekkert að segja um þennan leik.

 6. Ég gæti komið með lista yfir hvað var að og jákvætt en hann yrði of langur…
  Langar að segja hvað ég var ánægður með Kelly hann fórnaði sér á stöngina í seinna markinu og stóð sig mjög vel!
  Síðan vill ég prufa að gera eins og Barcelona gerði með Puyol setja Carra á bekkinn 1 leik.
  Núna er sætið undir Benitez orðið soldið heitt en mér finnst ekkert jákvætt við að reka stjórann á miðju tímabili svo ef Benitez vinnur ekkert á þessu tímabili vill ég fara að leita að öðrum stjóra.

 7. Takk fyrir Rafa og farðu heim til Spánar. Ekki meira af svona rugli.
  En ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 8. Mætti halda að þetta sé plan hjá rafa og leikmönnum til þess að koma eigendunum í þrot.

 9. Benni verður rekin eftir næsta leik

  Liverpool 0 – Man-u 2 og Owen með bæði
  úff

 10. Jæja hvað á að segja sá reyndar ekki leikinn. En tel að Benitez sé að verða kominn á allra síðasta séns, tap í næsta leik gætu orðið útslagið. Auðvitað á ekki að kenna óheppni og meiðslum um slæm úrslit en staðreyndin er sú að heppnin hefur alls ekki verið með okkur og mikið um meiðsli á lykilmönnum og ekki hjálpaði brottför Alonso +i sumar. Gott run fram að jólum gæti reddað tímabilinu en þá má helst ekki tapa leik. Verðum að halda trúnni það er ekkert ómögulegt en verð að játa að bjartsýnin fer ekki vaxandi.

 11. Ég er ekki viss um að Rafel Beinitez verði stjóri Liverpool á morgun og ég er farinn að halda að hann eigi það ekki skilið lengur.
  Ég mein bara að liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð og búnir að skora eitt fokkings mark í þeim .Þetta gengur ekki lengur vegna þess að allir áhengendur þessa liðs ætlast til að liðið spili að mista kosti skemmtilegan bolta og sé alltaf að reyna sitt besta og þar við bætist að eigendurnir eiga ekki neinn pening og hafa því ekki efni á að vera ekki í meistaradeildinni. Liverpool fer víst á hausinn ef það verður ekki þar á næsta ári,Hvílík og Annað eins FOCk!!!!!!

 12. Það er kannski ekki jákvætt að reka stjórann á miðju tímabili þess vegna er best að gera það strax áður en miðjuni er náð. Það er greinilegt að þetta stórkostlega uppbyggingarstarf hjá hr Benitez er að skila sér því breiddin í liðinu er engin. Við hefðum alveg eins getað spila 10 eins og hafa Ngog frammi. Var samt hrifinn af Kelly hann gerði hlutina einfalt með góðum árangri. Síðasta skiptingin var með öllu óskiljanleg enda var baulað hressilega á hana. Það er sjálfsagt best að kenna bara könunum um þetta.
  Yfir og út

 13. Ja hérna. Mér er illt. Þetta var ömurlegt. Ég hata lífið.

  Og ekki tekur betra við, sýnist manni. Næstu fjórir leikir eru: Man Utd (h), Arsenal (ú), Fulham (ú), Lyon (ú). Kannski að Fulham-leikurinn sé aðeins auðveldari en hinir þrír en það eru allt algjörar dauðagildrur. Liðið var að tapa fjórða leiknum í röð í öllum keppnum, sem hefur ekki gerst síðan 1987 skilst mér, og taphrinan gæti hæglega lengst áður en henni lýkur.

  Næsti „auðveldi“ leikur okkar á pappírnum er Birmingham (h) í deildinni 9. nóvember n.k. Það er spurning um að sleppa því að horfa á leiki þangað til.

  Djöfull var þetta pirrandi. Ég hugsa að ég rói mig aðeins og hætti að gnísta tönnum áður en ég segi meira.

 14. Já, augljóslega Benitez að kenna að Torres var meiddur, Johnson meiðist í morgun og Gerrard þarf að fara af velli eftir 20 mínútur. Líka honum að kenna að markvörður Lyon ver skallann frá Aurelio. Hvað var Benitez svo að spá að láta Kelly meiðast í seinni hálfleik, svo Carragher þurfti að fara í hægri bak þar sem hann gaf svo mark.

  Menn gagnrýna þá ákvörðun að hafa Ngog í stað Babel í fremstu víglínu en Babel hefur verið _hrikalegur í síðustu leikjum, Ngog hefur einfaldlega staðið sig betur en hann.

 15. Ngog stóð sig ekki illa í kvöld. Hélt bolta vel og var virkur í spilinu. Ég væri ánægðari ef hann hefði skorað úr öðru af tveimur dauðafærum sínum en hann var alls ekki vandamálið í kvöld.

  Kelly fannst mér ljósið í myrkrinu og ég myndi segja að Ngog og Benayoun sleppi á sléttu úr þessum leik. Aðrir mega skammast sín.

 16. Sælir félagar.

  Eftir tapið í deildinni síðast var ég á því að það væri óheppni og andbyr og því væri ekki rétt að athuga um stöðu Rafael Benitez. Eftir þennan leik er ég í verulegum vafa.

  Hvað sem veldur þá virðist Benitez farinn að kröftum og hugmyndum (ekki það að mér hafi nokkru sinni fundist hann fullur af hugmyndum). Honum hefur ekki tekist að uppfæra harða diskinn og sama gamla viðmótið snýr að manni. Forritið sem hann keyrir á er orðið verulega úrelt og ræður ekki við þær vibætur sem komið hafa fram síðan tölvuhausinn á honum var settur upp á sínum tíma.

  Ef ekki er hægt að uppfæra kallinn, í það minnsta innáskiptingaforritið og uppstillingarforitið ásamt taktikur foritinu (hvað er þá eftir??) þá verður að skipta um tölvu. Og þó. Ég vil fá mann (ekki tölvu)í brúna með hugmyndir og og áræðni.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. Ef við rifjum upp (eins og minnir leyfir) hvað Rafa sagði er hann tók við liðinu á sínum tíma. Hann ætlaði að byggja 25 manna hóp (checked) og hann ætlaði að byggja liðið á mikilli vinnu þar sem það mun verjast á 10 leikmönnum fyrir framan markvörð og sækja á 10 leikmönnum (………….). Ég er viss um að þótt hann fengi 10 ár í viðbót myndi honum ekki takast áætlunarverk sitt. Maður sem fer út í búð og verslar uppþvottalög þegar honum vantar mjólk eða batterí þegar hann leitar að appelsínum á bara bágt skilið. Þetta er í hnotskurn leikmannakaup Rafa hjá Liverpool og ekki hefur honum skort peninginn til að versla þrátt fyrir stanslaust væl um skort á þeim.
  Ég nenni ekki að pirra mig…..

  PS: Steve Nicol…byrjaðu að synda yfir Atlantshafið!

 18. Eina jákvæða við þetta hrikalega gengi er að það verður vonandi til þess að það setji þrýsting á núverandi eigendur og við fáum alvöru menn í staðinn, þessi sirkus í kringum eigendurna og fíaskóið í kringum leikmannakaup/sölur er að mínu mati það sem hindrar klúbbinn í að komast á næsta level.

  Þó að lykilmenn hafi verið meiddir í síðustu 2 leikjum þá afsakar það ekki að liðið hefur ekki heldur verið sannfærandi þegar þeir voru innanborðs, breiddin er ekki í líkingu við það sem toppklúbbur ætti að sætta sig við og þar að auki virðist Rafa ekki treysta sumum “stóru” nöfnunum á bekknum, sem alla jafna ættu að gefa okkur meira frekar en minna þegar á hólminn er komið.

  Ég held a.m.k. að rót vandans liggi ekki hjá Rafa, heldur þurfi að leita hærra upp í skipuritið og sjá hvað er að “influence-a” hans ákvarðanir og hindra hann í að geta unnið sitt starf einsog hann vill.

  Rafa hefur sýnt það síðustu ár að hann er einn af toppþjálfurunum, það hafa “stærri” nöfn en hann komið og horfið úr ensku deildinni meðan hann hefur verið nokkuð consistent í deild þeirra bestu. Enski boltinn er ekki sá sami og hann var á gullaldarárum okkar og saga Liverpool er ekki að hjálpa honum, heldur setur aftur á móti gífurlega pressu á hann. En með þetta bakland sem hann hefur er þá raunhæfur möguleiki að ætlast til að við getum verið fyrir ofan CFC og MU eftir 38 leiki? Raunhæft séð, gæti það einhver þjálfari?

 19. Benitez sannaði það vonandi í síðasta sinn að hann hefur ekki leikskilning og hann er alltof mikill þverhaus til að geta verið tekinn alvarlega. Að maðurinn skuli þráast við að hafa Gogginn inn á allan helvítis leikinn. að maðurinn skuli koma með einu skiptingu leiksins þegar að 7 mínútur eru eftir. (því að hinar 2 skiptingarnar réð hann ekki við) og að maðurinn skuli taka Benanyoun út af viljandi fremur en Ngog eða Lucas hinn ósýnilega er bara algjörlega ófyrirgefanlegt. Ef að það á að nota senterinn sem batta með þríhyrningsspili í huga og þessi batti bara meikar ekki að koma boltanum frá sér í 90 mínútur þá er bara nauðsynlegt að gera eitthvað í málinu. Voronin inná er í góðu lagi en hann átti að koma í senterinn á 55. mínútu. Því hann skilar nefnilega ágætlega fra sér bolta og getur tekið á móti bolta, þó hann sé ekkert efnilegur í miklu meira. Masch og Lucas comboið er óþarfi að kommentera á því það vita allir hvað ég meina. Insua er ennþá krakki og er bara of seinn og veikburða til að spila svona ábyrgðarfulla stöðu. Yossi og Kelly eru hinsvegar jákvæðu hlutirnir í dag og svo auðvitað Reina. (Ef við hefðum ekki Reina þá væri ég búinn að fremja sjálfsmorð á hundinum mínum).
  En hinsvegar er ljóst að það er mjög erfitt fyrir bakverðina og Yossi að spila alvöru fótbolta með þessa miðju, því að þeir fá bara ekki neitt support. Miðjan bara veit ekki hvað er að vera sóknarþenkjandi.
  Svo vil ég alls ekki kenna Carra um mark 2 því að það eina sem Carra getur gert í þessari stöðu er að taka svæði, hann var með 2 menn liggjandi fyrir framan og svo kemur einn á sprettinum fyrir aftan hann. Hann tók bara hættulegasta svæðið og reyndi sitt besta, markið verður því að skrifast á miðjuna eða bakvörðinn sem átti að elta manninn inn í teiginn. Að skrifa markið á Carra er bull. Skrtel var hinsvegar úti að skíta þær mínútur sem hann var inn á, enda kemur hann inn á hálf kaldur kallinn og vissi hvorki í þennan heim né annan.
  Menn leiksins.
  Reina
  Aurelio
  Kelly
  Benanoyun
  skömm leiksins
  Rafa
  Insua
  og að sjálfsögðu Lucas sem ákvað að draga sig í hlé allverulega snemma í leiknum.

 20. Ég sé engan annan stjóra ná betri árangri með þetta lið á meðan við fáum takmarkað fjármagn til þess að styrkja liðið. Liðið fær engan frið frá fjölmiðlun hvað varðar blessuðu eigendamálin, persónulega trúi ég því ekki að við förum í þrot en það verða að koma nýjir eigendur sem styðja við bakið á stjóranum fram í rauðan dauðann og vinna málin á bakvið tjöldin.
  Benitez getur alveg fært okkur upp á næsta level en þá verður hann líka að fá 110% stuðning frá eigendunum.

 21. Ég missti trúna á Benitez fyrir 2-3 árum og hef verið þeirrar skoðunar að við munum ekki vinna deildina undir hans stjórn. Mér finnst hins vegar ósanngjarnt að kenna honum um stöðu liðsins í dag og ég held að við séum ekki betur settir með því að reka hann á morgun. Í fyrsta lagi held ég að það sé enginn betri stjóri á lausu og í öðru lagi þá er klúbburinn í slíkri kássu peningalega og það er stóra vandamálið. Ég gagnrýni Rafa fyrir tvennt. Í fyrsta lagi hefur honum ekki tekist vel upp í leikmannakaupum. Hann er búinn að kaupa um 70 leikmenn og alltof oft hafa þau kaup ekki gengið upp. Sérsaklega má horfa á kaup hans á framherjum. Bellamy, Morientes og Crouch koma strax upp í hugann. Babel og Lucas hafa alls ekki staðið undir væntingum. Babel t.d. kostaði 11 milljónir punda og lofaði góðu en hefur dalað hjá Liverpool. Maður hefur á tilfinningunni að hjá Arsenal væri hann í miklu betri málum. Í öðru lagi finnst mér eins og Rafa vanti að geta mótiverað liðið. Ég vonaði að Sami Lee kæmi með það inn með sér en það hefur vantað alla baráttu í liðið þar sem af er tímabilinu. Sem sagt; ég hef ekki þá trú að Rafa sé rétti stjórinn fyrir Liverpool en ég sé samt ekki að það lagi nokkuð í bráð hjá klúbbnum að skipta honum út.

 22. En hvað segið þið? Er næsti leikur úrslitaleikurinn hans? Við höfum auðvitað verið ótrúlega óheppnir með meiðsli okkar lykilmanna en maður á að koma í manns stað. Í sumar keyptum við Glen sem átti ótrúlega byrjun og svo eitt stykkti meiddan leikmann.
  Hvenær tapaði liðið síðast 4 leikjum í röð?

  Ég verð að segja alveg eins og er…. ég er engan veginn að trúa þessum úrslitum, ekkert frekar en Sunderland leikinn. What 2 do?

 23. Við vorum að spila á móti besta liði Frakklands. Liverpool liðið var vængbrotið. Hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik og klárað leikinn.

  Hvað í ósköpunum gerði Benitez vitlaust?

 24. Ngog gerði sitt besta og ekki við hann að sakast, það er heldur ekki eins og hann hafi fengið mikla þjónustu. Það er morgunljóst að það gengur ekki til lengdar að vera með tvo leikmenn á miðjunni sem geta ekki gefið yfir 10m sendingar og engin ógn stafar af í sókninni. Í kvöld var reyndar kannski ekki annað í boði, en það stendur vonandi til bóta með tilkomu Aquilani. Þangað til er besti kosturinn í stöðunni að færa Gerrard neðar á völlinn. Vona í það minnsta að hann verði heill heilsu á sunnudaginn og geti stjórnað spili liðsins á miðjunni.

  Að lokum hvað er langt síðan Voronin kom inn á og breytti gangi leiks? Held það hefði verið skárra að setja Babel inná og að sjálfsögðu halda Yossi inná (hættulegasti sóknarmaður liðsins á eftir G&T) og taka frekar Kuyt eða Ngog útaf sem mér fannst vera farið að draga verulega af.

 25. Er brjálaður hvað er að?
  Benitez stórt fall hjá mér hvað er maðurinn að gera með 2 varnasinnaða miðjumenn á heimavelli.
  Og menn sem hafa verið að verja lucas guð minn góður, eins og einn félagi orðaði það hann mætir í vinnuna en gerir ekkert.
  Ekki miskilja ég er ekki að kenna honum um tapið Benitez á það einn.
  Af hverju þegar lyon jafnar og kelly meiðist hvers vegna setti hann ekki sóknarmann inn á og spilaði með þrjá í vörn.
  Hann er allt of mikil gunga hann var skíthræddur um að tapa leiknum og þessi hræðsla hans smitar inn á leikvöllinn.
  Bara burtu með Benitez og það strax sorry hann er kominn á endastöð með þetta lið.

 26. Kristján Atli!!!!!
  Þú meikar ekki sens!
  Er eftirnafið þitt Benitez, eru þið bræðurnir, þú og Lucas að plana næsta ættarmót fyrir pabba ykkar eða hvað er í gangi? Sorry ég veit þetta er dónalegt en ég er bara að farast úr pirringi yfir þessum leik. En það er EKKI HÆGT að segja að Ngog hafi spilað vel í kvöld. Að halda bolta vel? hvað þýðir það ef að ekkert verður úr því? Að skila bolta frá sér væri mjög gott ef það hefði ekki í 90% tilfella verið til mótherjanna. Það er kannski pirrandi að vera að níðast á leikmönnunum okkar eins og ég geri og þú ert duglegur að taka upp hanskann fyrir meðalmennsku jónanna okkar en þú bara verður að horfa á leikinn aftur ef að þú telur að Ngog hafi spilað vel. Ég skal glaður gera það með þér. ATH. ég er ekki að leita að verbal fight hérna og ég veit ég er æstur. Mamma er bara hætt að hlusta á mig tuða yfir þessum leik þannig að ég verð að taka það út hérna. BTW. pistlarnir þínir og öll umfjöllun þín hér á síðunni eru til sóma og þú átt hrós skilið fyrir það.

 27. Strákar strákar strákar ég veit ekki hvað ég á að segja…….

  Ég er stoltari af heimska myntkörfuláninu mínu í dag heldur en Liverpool FC. Það er sorglegt að staðreyndin er sú að við séum líklegast orðnir kannski 6-7 sterkasta liðið á Englandi. Við getum ekki neitt í Evrópu, klárlega lélégasta liðið þar. Við höfum ekki einn leikmann sem getur farið í spor Gerrard eða Torres þegar þeir eru fjarverandi. Virkilega heftan stjóra sem gerir ekkert rétt þessa dagana, er samt ekki að heimta afsögn eða brottvikningu. Eigendur sem eru álíka gáfulegir og apar og álíka efnaðir og Seðlabanki Íslands. Staðreyndin er sú að við getum ekki betur, sorglegt en satt. Ég er sár og reiður !

 28. HELVÍTIS DJÖFULL vörnin okkar er alveg galopin carra gamli er bara búinn hann ræður bara ekki lengur við stóru leikina. Svo er nú eitt hvað er benítez að gera þegar hann skiptir benayoun út fyrir Voronin. ég hefði nú haldið að það hefði verið gáfulegra að taka Ngog út frekar og afhverju í ósköpunum notar maðurinn ekki BABEL .Ég held að Karlinn sé kominn á endastöð með liðið.

 29. Ef þú skilur ekki íslensku Matti þá þarftu ekkert að vera að koma hingað inn. Ertu ekki að lesa hvað menn eru að skrifa hérna inni um ömurleg kaup hjá honum og getuleysi í skiptingum og öðru.

 30. Matti (#25) ég er sammála þér að það virtist vera einhver bölvun á liðinu í kvöld með meiðsli og þess háttar. Þetta er ekki allt Benítez að kenna, neitt frekar en að þetta sé allt leikmönnunum að kenna, allt meiðslum og óheppni að kenna eða allt Gillett & Hicks að kenna. Svarið liggur einhvers staðar þar á milli, það er eitthvað ekki að ganga upp í neinum af þessum þáttum.

  Mér fannst Benítez spila leikinn við Sunderland úr höndunum á sér með lélegri liðsuppstillingu og lélegum innáskiptingum en í kvöld gerði hann það besta úr því sem hann hafði. Hins vegar fannst mér síðasta skiptingin hans alveg fáránleg. Að taka okkar besta sóknarmann, Benayoun, útaf var mjög skrítið, sérstaklega á meðan Insúa var að eiga skelfilegan leik og það var ljóst að ef Lyon myndu skapa sigurmark kæmi það sennilega upp hans megin. Ég var nánast 100% viss um að hann myndi taka Insúa út, færa Aurelio niður í bakvörðinn og setja Babel eða Voronin á vænginn og því kom þessi skipting mér mjög á óvart.

  Árangur skiptingarinnar var líka augljós. Sóknartilburðir okkar manna hurfu með Benayoun af vellinum og þeir skoruðu eftir að hafa spilað Insúa algjörlega sundur og saman vinstra megin.

  Það gerist ekki oft, en þegar mér líður eins og Rafa hafi bara ekki séð hið augljósa sem við hin hljótum öll að hafa séð, þá líður mér ekkert sérstaklega vel með hann.

  Það verða allir að axla ábyrgð á þessu tapi í kvöld. Rafa þar á meðal.

 31. Ég tek allt sem ég sagði í síðustu færslu tilbaka.
  Ég var leiðinlegur, dónalegur og með heimskuleg komment. Pirringurinn náði yfirtökum og ég vona að Kristján eyði því bara út einhvern daginn, enda heimskulegt að vera með skítkast og dónaskap hér á þessari frábæru síðu.
  Afsakið mig.

 32. Kiddi Keegan, þetta er allt í lagi. Óþarfi að eyða ummælunum þínum, þú ert pirraður eins og fleiri og ósammála mér með Ngog. Það verður stundum að vera svoleiðis.

  Annars bið ég menn að slaka aðeins á. Þetta er slæmt kvöld og ástandið er bágborið en menn verða að passa sig að detta ekki í skítkastið út í aðra Púllara hér inni sem eru alveg jafn svekktir og allir aðrir.

 33. Sammála síðasta ræðumanni og heyr heyr. Ég vil ljúka kvöldinu á eftirfarandi rímnaflæði sem lifði vel og lengi á dögum John Barnes.
  Liverpool FC is hot as hell
  United, Tottenham, Arsenal.
  Watch my lips, and I will spell
  Cause they don’t just play, but they can rap as well.
  Liverpool FC!

 34. Djöfullinn ég er bara viss um að það sé Rafa að kenna að ég tók myntkörfulán á sínum tíma hmmmmm….. Mikið er þetta vanhæfur maður….
  COM ON STRÁKAR….. Við skulum alveg hafa það á hreinu að þótt að skiptingar Rafa sé frekar furðulegar þá sé ég engan sem getur stigið í hans spor og gert betur ! STEVE NICOL ??? Eru menn á e-pillunni eða ???

 35. en samt eitt hérna þverbak á umræðuna… það eru sennilega flestir ykkar í vinnu eða skóla. Pæliði í því að þið eruð kannski að stjórna fyrirtæki( Benitez) og eigandinn er algjört pain( G&H )… allt sem þið gerið er lítilsvert og gagnrýnt af eigendum, hvernig myndi ykkur líða…

  Kristján V

 36. Mikið er ég heppinn að hafa ekki séð neinn af þessum fjórum tapleikjum. En úff…þetta tímabil ætlar að verða gríðarleg vonbrigði. Eiginlega einhver mestu vonbrigði sem ég man eftir síðustu 20 árin þar sem væntingar mínar fyrir þessa leiktíð voru miklar. En það á samt aðallega við um deildina sem er, að ég held, nú þegar runninn okkur úr greipum. En Meistaradeildin? Við höfum nú séð það svartara á þeim vettvangi og ég hef enn fulla trú á að við rífum okkur upp og náum nógu mörgum stigum til að komast í 16 liða úrslit.

 37. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hvað EKKERT fellur með Liverpool þessa dagana. Ef allt hefði verið eðlilegt í þessum leik hefði liðið verið búið að skora í hálfleik 2 til 3 mörk. Og fá síðan á sig tvö mörk úr tveimur færum í seinnihálfleik segir allt sem segja þarf.

  Varðandi leikinn þá skil ég ekki skiptinguna á Benayoun, eðlilegra hefði verið að taka Ngog útaf enda vann hann ekki eitt einasta skallaeinvígi né náði að halda bolta með varnarmann í bakinu síðustu 20 mín. Annað þessu tengt afhverju kom Babel ekki inná, það er engin í Liverpool liðinu sem er jafn líklegur og hann til að koma inn af bekknum og skora. Voronin er ekki að nenna þessu og vill helst vera í Berlín, sérst langar leiðir, svosem skiljanlegt enda aðalmaðurinn þar.

  Svo er það hann Lucas Leiva því miður hefur sá leikmaður ekki gæðin til að spila reglulega fyrir lið sem ætlar sér titla. Hann var ágætur í fyrra en þá voru líka leikmenn í kringum hann að spila af eðlilegri getu og því ekki eins áberandi hve hann skortir gæðin. Í kvöld leit hann út eins og farþegi við hliðina á Macherano, sérstaklega í síðari hálfleik.

  Rót vandans að mínu mati er ekki leikmenn og þjálfarar þó þeir eigi vissulega sök að máli, heldur eru þessir blessuðu eigendur með svo hræðilega slæmt karma. Þeir hafa svo neikvæð áhrif á klúbbinn, andrúmsloftið í kringum hann og umfjöllun að það nær engri átt. Er eitthvað annað lið í úrvalsdeildinni sem á við þetta vandamál að stríða. Eru aðrir eigendur öllum stundum í fréttum til að gagnrýna meðeiganda eða þjálfara, NEI þetta hefur að mínu mati grafið undan mínum uppáhalds klúbbi. Hvar tekur þetta enda.

  Eftir síðasta vetur var maður fullur bjartsýni um að næsta tímabil yrði eign Liverpool, hópurinn var góður og ekki þurfti að bæta við nema tveimur klassa leikmönnum til að fullkomna púslið (bakverði og sóknarmanni). Í stað þess að styrkja hópinn þá veiktist hann, leikmenn sem höfðu verið í lykilhlutverki fóru frá Liverpool og leikmenn voru keyptir í staðin fyrir þá til að fylla upp í sömu stöður. Arbeloa fór Johnson kom inn, Hyypia fór Kyrgiakos kom inn, Alonso fór Aquilani kom inn. Það voru engar aðrar stöður styrktar í sumar, ekki sóknin, kantur eða bakvörður. Í stað þess að efla hópinn enn frekar var ákveðið að skera á peningarflæði til Rafa. Ekki einusinni leikmaður í stað Keane sem fór um ármótinn var keyptur í sóknina. Eftir stóð Rafa með Dossena og Voronin leikmenn sem hann vildi selja en gat það ekki því þá hefði hópurinn verið ennþá þynnri. Á meðan voru flest öll liðin í úrvalsdeildinni að styrkja sig á fullu, Aston Villa, Tottenham, City, Sunderland keyptu meira í sumar en Liverpool. Og hver er svo niðurstaðan, jú þessi lið hafa dregið á forskot Liverpool ef ekki bara hreinlega náð því. Með þessa eigendur við stjórnvölinn verður Liverpool búið að missa af lestinni innan 2-3 ára.

  Að lokum ekki koma með blaður um að Moron eigi að taka við Liverpool, hann myndi ekki fyrir sitt litla líf koma nema honum yrði lofaðar 100 milljónum punda í leikmenn. Eitthvað sem núverandi eigendur Liverpool munu aldrei geta uppfyllt.

  Því segi ég fyrsta skref í uppbyggingu Liverpool FC er að fá inn nýja eigendur, síðan má skoða stöðu Benitez. Menn verða að forgangsraða rétt.

  Krizzi

 38. Vælupúkar og grenjuskóður, vindhanar og vitleysingar ath!

  Hattaveisla á Kringlukránni kl. 20:30 á sunnudag. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skaffa eigin hnífapör.

 39. Ég nenni ekki að fylgjast með fréttum af Icesave og efnahagslífinu á Íslandi fyrr en einhver útrásarvíkings aumingi verður leiddur út í handjárnum beint í fangelsi.

  Ég nenni ekki lengur að fylgjast með Liverpool fyrr en annaðhvort Rafa Benitez er rekinn eða gráðugu helvítis Bandaríkjamennirnir drullast frá klúbbnum.

  Bless.

 40. Ég kenni Gumma Halldórs #39 um þetta allt. Hann hefur ekki horft á síðustu 4 leiki og hvernig fóru þeir?
  Gummi minn, drullastu nú til þess að horfa á leikinn á sunnudag og snúðu þessari óheilla þróun við takk fyrir 🙂

 41. Ég sé að röflið í mér hefur verið rétt. Ég sagði eftir síðustu leiktíð að Rafa væri búinn að sýna það sem hann getur. Hvað sögðu menn þá, að ég væri bara þröngsýnn röflari. Hann væri búinn að vinna Meistaradeildina einu sinni. Og árangurinn að lenda í 2. sæti væri það besta um langan aldur. Hver man eftir því þegar fram líða stundir, enginn. Mistökin sem Rafa gerir í leiknum í kvöld eru ótrúleg í uppstillingu liðsins og inná skiptingum. Var maðurinn ekki að horfa á sama leik og við. Svo getur þú ekki byggt upp lið á tveimur snillingum.
  Neiþví miður er tími Rafa á enda.
  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

 42. Eyða öllum póstum nema 40 Krizzi.

  Skil ekki þegar Benítez tók YB af velli! Mitt mat á aðstæðum í leiknum að nær hefði verið að taka Insúa út af og setja Aurelio niður til að reyna að stöðva sendingarnar í fyrir aftan hann. Og henda Ryan “useless” Babel í von um góða veiði!

 43. Eru menn ekki að grínast með Ngog? Ein slakasta frammistaða LFC leikmanns á þessu tímabili og er þó af nægu að taka. Maðurinn hélt ekki bolta í meira en sekúndu, átti endalaust slæmar tilraunir til “1-2” spils og var alltaf einhverstaðar lengst úti á kanti þegar gerrard og seinna kuyt voru að reyna að mata hann upp miðjuna. Gjörsamlega vonlaus og ótrúlegt að Babel skuli ekki hafa komið inná fyrir hann strax í hálfleik.

  Næsti leikur verður hrikalega erfiður, ekki viss um að ég þori að horfa.

 44. Jæja piltar !!!
  Hvað skal segja eftir svona kvöld. Fyrst langar mig til að nefna það að persónulega finnst mér N’gog ekki nógu góður framherji fyrir Liverpool. Hann er alltof líkamlega veikburða, ekki nógu sterkur skallamaður og átti bara því miður ekki góðan leik í kvöld. Menn eru að tala um slakan leik hjá Lucas í kvöld en hvað með sendingargetuna hjá Masch ?? Er þetta falin myndavél eða ?? Hann er alveg fáránlega slakur sendingarmaður og ég segi það enn og aftur að hann virkar bara ekki ef hann á að vera playmaker á miðjunni. Insua var skelfilegur í dag og alveg nákvæmlega eins og ég skrifaði fyrr í dag þá hefur hann ekki reynslu til að spila svona leiki, því miður. Slakasti maður vallarins.
  Ég var farinn að öskra á sjónvarpið mitt og biðja Rafa um almennilega sóknarþenkjandi skiptingu. Þegar svo hann tók Yossi útaf og setti Voronin inná þá bara vissi ég að við myndum tapa þessum leik. Hann átti að taka Insua útaf, setja Aurelio í bakvörðinn og Babel annað hvort fram eða á kantinn. Fara yfir í 3 manna vörn með Masch fyrir framan til að verja hana og spila með 2 sentera. Æðislegt að fá Agger aftur. Kelly var mjög góður í leiknum verð ég að segja og Aurelio steig upp eftir lélegan leik um síðustu helgi. Fyrsta markið má líka tæknilega skrifa á Reina, hann hittir ekki boltann þegar hann fer út til að kýla hann.
  Ég er hættur að spá um hvernig gengi liðsins verður í ár, nenni ekki að pirra mig yfir slæmum úrslitum og verða frekar hissa þegar við vinnum.
  Kanana burt takk.

 45. Verð nú að segja að mér fannst Ngog bara ágætur, sérstaklega ef maður horfir á alla þá hjálp sem hann fékk, oft á tíðum varla maður með honum þarna uppi, maður hefur nú séð Torres í svipaðri stöðu, einn á toppnum með enga hjálp, þá hefur hann nú yfirleit ekki skilað betri framistöðu.

  Annars ætla ég að reyna að róa mig aðeins og ekki missa mig hérna yfir lyklaborðið, finnst nú að fólk ætti að gera það sama.

  Kannski málið að loka á ummæli fyrstu klukkustundir eftir svona leiki. Þannig að ritstjórarnir þurfa ekki að eyða öllu kvöldinu í að ritskoða hérna og eyða út commentum 😉

 46. Tek undi með mönnum að Rafa er þver og heldur sig við þessa skiptingar sem enginn skilur á 80 mín og hvað eiga menn að gera sem koma svo seint inná??????????? og að taka Yosse B út af er nokkuð sem enginn skilur. Kallinn er þverhaus og ráðríkur + virðist vera fúll út í suma leikmenn, setur þá inn þegar að leikurinn er nánast búinn og segir svo ég gaf þér séns(í 10 mín) og þú verður að æfa þig betur, er ekki bara kominn tími á kallinn.

 47. Þetta er eins með Ngog í kvöld eins og með Lucas venjulega. Hann var ókei, ekkert frábær en ekkert slappur heldur. Kuyt var hins vegar miklu, miklu verri (enn og aftur). Engu að síður, rétt eins og með Lucas, ráðast menn á nýliðann.

  Það á sem sagt að afskrifa Lucas eftir slappa frammistöðu, sem og Spearing eftir sl. laugardag, og í kvöld komust menn að þeirri niðurstöðu að Ngog og Insúa væru ekki nógu góðir heldur? Hverjir eru þá eftir? Og af hverju mega Carra, Kuyt, Mascherano og fleiri spila skelfilega í kvöld og sleppa við þá gagnrýni sem kjúklingarnir fá?

  Liðið er að leika illa um þessar mundir. Skiptir engu hvort hann heitir Jón eða Séra Jón, þeir eru allir að leika illa. En það er engin ástæða til að afskrifa nokkurn einasta mann í þessu liði. Það að skipta Lucas út eða skipta Ngog út fyrir “alvöru mann” mun ekki bjarga þessu liði. Það sem mun bjarga því er að þeir vinni sig út úr þessu óstuði, saman, studdir af stuðningsmönnunum.

  Og ef það gengur ekki verður einhver látinn taka ábyrgðina. Eins og oftast í heimi knattspyrnuliðsins verður það sennilega stjórinn, frekar en eigendurnir eða einstöku leikmenn. Þannig að gefið ungu strákunum smá rými til að anda. Þið getið ekki skammað þá fyrir að bera uppi liðið þegar hinar öldnu hetjur þess geta það ekki sjálfar.

 48. þetta er bara hörmung og þessi blessaði Lucas hann er undir i öllum boltum svo er vörnin alveg skelfileg skil ekki útafhverju hann lætur ekki carra aðeins á bekkinn hann er buinn að vera alveg hrikalegur hann átti víst þátt i seinna markinu. hvar er Riera núna er hann alveg hættur að leyfa honum að spila held að hann sé ekki að spila neitt verri en t.d. blessaði kuyt hann er buinn að vera alveg hrikalegur. ég tel að benitez sé bara buinn að ná því besta úr liverpool og hann sé kominn á endastöð með liðið. þetta lið getur ekki verið að keppa við þá bestu með Lucas i byrjunarliði og svona svakalega litin hóp eiga bara 1 stk framherja er bara fáranlegt. hafið þið skoðað þá gaura sem hann er buinn að selja t.d bellamy, peter crouch, robbie keane og fleiri karla sem eru að spila mjög vel bellamy buinn að vera 1 sá besti hjá man city og crough buinn að vera öflugur lika. ég vona að hann þurfi bara að mæta á æfingarsvæðið á morgun til að kveðja

 49. Það er alveg rétt hjá þér Kristján að margir voru slakir í kvöld, með því að segja að N’Gog hafi átt hrikalega slakan leik var ég ekki að segja að aðrir hefðu átt skínandi leik. Slík rökfræði gengur ekki upp.

  Staðreyndin er samt sem áður sú að okkur vantar fleiri góða leikmenn.

  Það er staðreynd að við erum eingöngu með einn sóknarmann sem hæfir liði sem ætlar sér að vinna allar keppnir sem það tekur þátt í. Ísköld staðreynd.

  Benitez er besti maðurinn í starfið sem er á lausu, okkur vantar bara einfaldlega fjármagn til að halda í við keppinautana. Auðvitað er það ekki nóg, en það er ágætis byrjun.

  Vona innilega að þetta lið nái að snúa dæminu við, því ekki breytum við því mikið á næstunni, en hef því miður ekki mikla trú á því nema Torres fái undraskjótann bata og Gerrard sé í lagi – án þeirra er liðið ekki bara mun hæfileikaminna, heldur, og það sem er mikilvægara, algjörlega andlaust.

 50. Það er fáránlegt að segja það en maður er aldrei meiri Liverpool aðdáandi en þegar gengur illa hjá liðinu. Þá áttar maður sig alltaf á því hvað við Liverpool aðdáendur erum einstakir. Við látum okkur ekki hverfa eins og stuðningsmenn annara liða ( Man UTD ) þegar gengur illa.

 51. úff úff … hvernig á maður að geta verið bjartsýnn þegar svona gengur ?? ef einhver er með uppskriftina þá má sá hinn sami endilega deila henni hérna með okkur .. það er rosalega erfitt að horfa uppá lið sem var algjörlega óstöðvandi fyrir um 6 mánuðum síðan gjörsamlega hrynja eins og spilaborg og það er akkúrat ekkert sem segir manni að betri tímar séu framundan .

 52. Benitez nær bara engu úr þessum hóp því þessi hópur er afar slakur. Breiddin er engin, Spearing og Ngog eru leikmennirnir sem leysa Torres og Gerrard af þegar þeir meiðast. For crying out loud. Benitesz er ágætur tactical manager og gæti örugglega gert góða hluti með betri hóp en þessi hópur er bara slakur.

 53. Einhver gallharður Benitez aðdáandi hélt því fram í grein að hann væri betri stjóri en Bob Paisley því að hann hafi betra vinningshlutfall.
  Rafa Benitez betri stjóri en Bob Paisley, eruð þið ekki að grínast???
  Hvað er það sem Benitez hefur gert fyrir Liverpool sem gerir hann svona stórkostlegan? Á hann endalaust að lifa á þessum leik í Miklagarði? Hvað hefur gerst síðan? Ekki mikið, nánast eiginlega ekki neitt, það man enginn og það telur ekki að vera í 2 sæti eða komst í einhver úrslit ef enginn dolla kemur heim og er það ekki staðreyndin? Betri en Paisley af því hann hefur hærra vinningshlutfall, brandari ársins.
  Liðið er í tómu tjóni, liðið er til skammar, 9 varnarmenn inná í einu, vantar allan klassa og alla getu og það er einum manni að kenna, Rafael Benitez og engum öðrum.

 54. YNWA ! Hlustið á lagið núna drengir, ég skal éta gallabuxurnar mínar því ég á engan hatt ef að það verða ekki allir skælbrosandi hér um jólin vegna góðs gengis okkar manna! Efstir í deild og komnir áfram í meistaradeild 😉

 55. eg sagdi adan ad thetta gæti verid næst sidasti liverpool leikurinn sem eg horfi a thessa leiktid.ef vid töpum fyrir scum tha nenni eg thessu ekki lengur eg hef engan andskotans ahuga ad horfa a uefa keppnina a næsta ári eda sja torres eda gerrard vera selda.næsta sunnudag mun eg vakna thunnur og horfa med einu auga. En thad er samt sma tru i mer ad vid munum vinna man utd thvi mer finnst their ekkert spila vel heldur.næsti leikur getur sagt margt um hvad gerist i januar markadinum svo ef liverpool tapar og thad verdur til thess ad allt draslid verdur selt tha mun eg taka thvi med brosi

 56. [quote]Though your dreams be tossed and blown
  Walk on, walk on, with hope in your heart
  And you’ll never walk alone
  [/quote]
  Ég er orðlaus. Ekki laust við að maður skammist sín fyrir það að vera Liverpool maður. Minnsti vottur af mótlæti, og menn gefast upp. Þið ættuð að skammast ykkar. Það að lesa ummæli hér minnti mig á grein sem einn af mínum uppáhalds pennum skrifaði í gær. Þar segir hann meðal annars:
  [quote]
  But you plump for Liverpool, drawn by its standing and heritage, inheriting an underachieving, average squad which looked certain to lose two of its best players in Michael Owen and Steven Gerrard.

  For five years you live and work in a foreign country, putting your heart and soul into the manager’s job at a football club where resources don’t match the expectations.[/quote]

  Menn verða að átta sig á því að það eitt að nafn liðsins sé Liverpool Football Club þá þýðir það ekki að andstæðingar þess gefist upp við það eitt að líta merki þess augum.

 57. Elías Hrafn, þú ert örugglega ömurlegasti stuðningsmaður Liverpool sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Hver segir það án þess að skammast sín, að það verði ástæða til að brosa ef að liðið sem maður heldur með gangi illa og þurfi að selja sína bestu menn. Ég er ekkert ánægðari með árangurinn hingað til og það er margt sem má gagnrýna, en ég ætla ekki að fara að hætta að styðja liðið þrátt fyrir það.
  Hvað svo ef Liverpool vinnur United, verður þá bara allt í blóma og gleði og meistaratitill í höfn. Hvað svo ef þeir vinna ekki næsta deildarleik á móti Fulham, ætlaru þá að rústa íbúðinni aftur og leggjast í þunglyndi. Ekki góður stuðningsmaður ef þú getur ekki horft á liðið keppa nema það sé í toppbaráttu.
  Held að Liverpool sé bara betur sett án svona stuðningsmanna eins og þín. Held að þú ættir bara að fara að halda með Chelsea eða Man City og vera ekta ,,glory hunter”

 58. @ dis stefano #67

  Á þennan lista vantar söluna á xabi…

 59. Atkvæðagreiðsla:

  Þeir sem styðja Benitez segja —já

  Þeir sem styðja ekki Benitez segja —nei

  Þeir sem vita ekki segja— veit ekki

 60. Malið er bara þetta: Liðið hefur verið vængbrotið eftir að Xabi Alonso fór frá Liverpool. Miðjan í kvöld var fumandi, vörnin treysti ekki miðjunni og spilið eftir að Gerrard fór útaf tilviljanakennt. Rafa hefur ekki náð að byggja upp liðsanda þar sem menn treysta á hvorn annan, hverju sem það er um að kenna, það er engin steming í liðinu. Leiðtogahlutverkið er klárlega bundið við einn mann, en það er auðvitað bara ekki hægt að treysta á hann einan. Að mínu matiþá vantar fastan leikkjarna í liðið, þetta endalaus hringl með uppstillingarnar er ekki að skila neinu og alltaf þegar kemur upp einhver stemning þá er hún einhvernvegni brotin á bak aftur með því að taka þennan út og álta annan í staðin.

  Leikmenn treysta ekki stjórnaum, hann tæpast þeim og útkoman: Vængbrotið lið sem verður ekki í CL sæti í vor.

 61. Nr.67 þú gerir væntanlega grein fyrir að þetta er frá 2007 og því skil ég ekki þetta komment

  Nr.68 það vantar nú aðeins meira en bara söluna á xabi…..

  En að leiknum þá áttu menn að vera búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur tapaðist bara út af óöryggi sem síðustu þrír leikir hafa skapað.

  Persónulega er ég pirraður yfir þessum úrslitum því núna tel ég næsta víst að Rafa nái að gíra sína liðsmenn upp fyrir sunnudags leikinn sama hvort Torres eða Gerrard verði með. Ég hef séð Liverpool vinna með þá meidda og einhvern veginn virðist það gerast frekar oft, að manni finnst, að það lið sem hefur verið að leika verr eða er taldir vera underdogs ,svo ég leyfi mér að sletta, vinni innbyrðisviðreignir þeirra stóru fjóru.

 62. Það er kanske að bera vatn í bakkafullann lækinn að tala um miðjuna hjá Liverpool,en í gærkvöldi fyrir leikinn voru sænsku sparksérfræðingarnir að sýna úr leikjum Argentínu upp á síðkastið og þá aðalega frammistöðu Macheranos, og það voru vægast sagt hörmuleg mistök sem drengurinn gerði nokkrum sinnum . Það er alveg greinilegt að drengurinn er ekki í andlegu jafnvægi og ræður sennilega ekki við það að vera fyrirliði síns lands og hann hefur líka staðið sig illa í haust með Liverpool. Það virðist sem allt verði okkar ástkæra klúbbi til ógæfu þessa dagana og vandamálin virðast næstum því óleysanleg . Ég hef allavega aldrei verið jafn svartsýnn á gengi liðsins síðan Souness var með liðið á sínu seinna ári ,og við vitum allir sem erum eldri en tveggja vetra hvernig það endaði.UFFFFF!!!!!!

 63. þá var ekki hægt að saka Reina um neitt

  Ég er reyndar ósammála þessu. Mér fannst markið vera af stóru leyti Reina að kenna. Það sem mér hafði fundist jákvætt uppað þeim punkti var að Agger og Carra voru að virka nokkuð góðir. Það gefur manni allavegana smá von fyrir sunnudaginn.

  Annars er það alveg ljóst að liðið er að leika illa, menn hafa ekkert sjálfstraust og að nákvæmlega ekkert fellur með okkur þessa dagana. Fiorentina skorar tvö mörk úr tveim færum, við fáum ekki víti gegn Chelsea og þeir skora uppúr sínum tveimur færum (fyrra eftir aulamistök hjá okkur), svo skorar strandbolti gegn okkur gegn Sunderland og Lyon skorar úr báðum færunum sínum í seinni hálfleik.

  Ég veit að ekki er hægt að kenna öllu um óheppni en það er alveg ljóst að okkar menn missa ansi fljótt trúna við mótlæti þessa dagana og það er skiljanlegt. Ég sem aðdáandi fórna höndum í hvert skipti sem að eitthvað gerist gegn okkur og það er eðlilegt að leikmenn gangi í gegnum það sama.

  Ég horfði á leikinn á Sky Sports og þar var ein tölfræðin (að mig minnir) að við höfum fengið á okkur tvö eða fleiri mörk í helmingi leikjanna á þessu tímabili. Ef einhver hefði sagt mér þá tölfræði í sumar þá hefði ég haldið að hann væri galinn.

  Ef að menn geta ekki náð upp stemningunni fyrir United á sunnudaginn og klárað þann leik þá byrjar maður að missa trúna.

 64. Nú er aðalbrandarinn hjá United-mönnum að leyfa Liverpool að vinna um helgina svo Rafa haldi örugglega áfram og Liverpool vinni aldrei deildina. Því miður er þetta ágætis kenning og er ég farinn að ottast að maður eins og Carragher fái aldrei að handleika hinn eina sanna bikar.

 65. Það er hugsanlega búið að koma fram einhversstaðar í þessum commentum en ég nenni ekki að lesa þetta allt, en verða Gerrard og Torres með á sunnudaginn? eða er það kannski óvíst?

 66. Lélegasti maður vallarins að þessu sinni var Dirk Kuyt… á 15 mínútna kafla í leiknum taldi ég 10 feilsendingar af eitthvað örlítið fleiri tilraunum. Maður er orðinn illa þreyttur á þessari Kuyt – Lucas ást Benitez…

 67. Já þetta líkur nú ekkert sérstaklega vel út. Ég náði reyndar bara að sjá fyrri hálfleikinn í gær og skil ekki alveg hvernig þessi leikur tapaðist. Kuyt skoraði löglegt mark sem var dæmt af og skallinn hjá Aurelio var rosalegur og samkvæmt flestum lögmálum eðlisfræðinnar hefði hann átt að vera inni. Eftir að Gerrard fór út af fannst mér liðið ná að stíga upp og taka stjórnina á leiknum í sínar hendur. En eitthvað hefur klikkað í seinni hálfleik, það er ljóst.

  Framundan eru leikir gegn Manu heima og Arsenal úti. Miðað við gengi liðsins í dag er alveg hægt að sjá fyrir sér að þessir leikir bæti ekki mörgum stigum í safnið hjá okkar mönnum. Þetta verður rosalegur prófsteinn á liðið.

  Auðvitað munar mikið um að vera án Gerrard, Torres og líka Alonso. En þessi hópur á samt að geta mun betur en þetta. Það sáum við á seinni hluta síðasta tímabils. Mér finnst þetta lykta meira af stressi og skorti á sjálfstrausti þessa dagana. Ekkert virðist detta með liðinu og það byggir ofan á óöryggið.

  Ef að liðið nær góðum úrslitum úr næstu 2 leikjum þá hef ég trú á að liðið geti hrokkið í gang og farið á gott run. Vonandi verða þá okkar lykilmenn orðnir heilir og jafnvel að 20miljón punda maðurinn verði orðin leikfær. Koma svo Liverpool.

 68. Þótt að mín skoðunn sé að Graeme Souness gáfaðasti maður í bransanum þá
  er nokkuð til í þessu: „Af stóru liðunum stendur Liverpool best að vígi hvað þetta verðar. Þar fá menn mun rýmri tíma til að skila árangri en annars staðar. Þetta er félag með fótboltamenningu. En án þessara tveggja manna var Liverpool eins og miðlungslið. Það var enginn neisti, bara endalaus barningur. Án Gerrard og Torres var ekkert hugmyndaflug í liðinu. Gagnrýnin sem beinist að Benítez er sú að hann hefur keypt 67 leikmenn til félagsins en samt er liðið ekki líklegt til afreka í stórum leikjum þegar tvo menn vantar,” sagði Souness.
  (http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2009/10/21/souness_benitez_ber_fulla_abyrgd/)

  YNWA

 69. Ég skil að það sé pirringur í gangi enda er þetta klúbbur sem við elskum og viljum það besta fyrir .
  Ég held að það sé ekki sniðugt að skipta um stjóra núna en það á ekki við um eigendur úff . Ég held að þetta ruggl með peninga og skuldir hafi mjög mikil áhrif á liðið okkar .

  Ég vona bara að það komi menn með peningavit og áhuga á FÓTBOLTA og kaupi liðið . Það er hægt að hala inn miklu meiri pening en verið er að gera núna .

  Ég viðurkenni það að ég er ekkert voða spenntur yfir því að horfa á leiki með liðinu núna en ef allir gefast upp á liðinu verður þetta bara erfiðara og ég er bara ekki tilbúinn að gefast upp .

  Áfram LIVERPOOL að eilífu 🙂

 70. Souness ætti nú bara einfaldlega að hafa vit á því að halda trantinum á sér saman. Hann sannað alveg ágætlega getu sína sem stjóri hjá Liverpool.

  • „Af stóru liðunum stendur Liverpool best að vígi hvað þetta verðar. Þar fá menn mun rýmri tíma til að skila árangri en annars staðar. Þetta er félag með fótboltamenningu.

  Já það er alveg gríðarleg óþolinmæði hjá Arsenal og United.

 71. NÚNA er rétti tíminn fyrir landsleikjahlé 🙂 Leyfa okkar bestu mönnum að jafna sig og þá vonandi fáum við að sjá sömu vélina og í lok síðasta tímabils.

 72. „Gagnrýnin sem beinist að Benítez er sú að hann hefur keypt 67 leikmenn til félagsins en samt er liðið ekki líklegt til afreka í stórum leikjum þegar tvo menn vantar,“ sagði Souness.

  Babú og aðrir, þetta er frekar vel orðað svona hjá Souness og það er einfaldlega erfitt í dag að mótmæla þessu. Það er vissulega hægt að benda á gæðaleikmenn eins og Reina, Agger, Skrtel og Mascherano sem góð kaup en þeir sinna varnarlegu hliðinni og styrkja liðið þar verulega (þegar menn leika skv. getu). Hins vegar er það bara staðreynd að það munar talsvert meiru en einum gæðaflokki á Gerrard/Torres og öðrum sóknarmönnum okkar. Það er einfaldlega of mikið fall í sóknargetu þegar þá vantar, og eins og Souness sagði getum við ekki afsakað Benítez frá þeirri gagnrýni eftir að hafa keypt 67 leikmenn í allt.

  Hins vegar er Souness að gera ein mistök sem ber að leiðrétta, og í raun gera fleiri blaðamenn og skoðanapésar þau mistök í blöðunum ytra í dag: það vantaði fleiri en bara Gerrard og Torres í gær. Aquilani, sem á að koma inn fyrir Alonso, er enn fjarverandi, Riera var meiddur og svo tók Johnson, sem hefur verið með okkar bestu sóknarmönnum í haust, upp á því að meiðast á leikdegi. Þannig að það er ekki eins og þetta hafi verið okkar allra, allra sterkasta lið mínus G/T. Það er ekki sanngjarnt að setja það þannig upp.

  Þessi taphrina horfir í mjög stuttu máli svona við mér: liðið vann nokkra auðvelda leiki í röð í september og hélt það væri komið á beinu brautina. Svo kom andlaust tap gegn Fiorentina, þar sem hugsanlega var vanmat í gangi því menn virtust ekki vera til í þann bardaga, og eftir það hefur liðið ekki náð að rífa sig upp úr lægðinni heldur fallið neðar og neðar. Leikjalistinn hefur ekki verið neitt sérstaklega hagstæður í þessu (hefðum alveg mátt við að fá t.d. heimaleiki gegn nýliðum eða e-ð eftir Fiorentina-leikinn, ekki Chelsea úti), við höfum misst 3-4 lykilmenn í meiðsli á þessum tíma, aðrir lykilmenn hafa ekki náð að hrista af sér doðann, Rafa hefur gert nokkur taktísk mistök (auðvelt fyrir okkur samt að vera vitur eftir á) og óheppnin hefur elt okkur (sundbolti, ekki dæmt víti gegn Chelsea, Kelly meiðist í miðjum leik í gær og liðið hrynur, o.sv.frv.).

  Þetta er blanda af öllu hér að ofan. Við erum óheppnir, leikjaplanið hefur verið okkur óhliðhollt, eigendurnir eru að valda uppnámi í kringum liðið, Rafa er að gera taktísk mistök, dómarar eru að gera mistök, meiðsli hrjá okkur, leikmennirnir bæði eru ekki að standa sig nógu vel og í sumum tilfellum eru ekki nógu góðir og svona endalaust áfram.

  Það er því að mínu mati frekar vitlaus afstaða að ætla að kenna einhverjum einum af þessum fjölmörgu þáttum um þetta. Segja að þetta sé allt Rafa að kenna, allt Lucas að kenna, allt Gillett & Hicks að kenna, eða eitthvað álíka. Það er bara bull. Þetta helst allt í hendur og eina leiðin fyrir liðið inná vellinum að rífa sig upp úr lægðinni er að allir þessir þættir taki höndum saman og snúist okkur í vil.

  Við gætum vel þegið að byrja á því að fá að njóta smá heppni gegn United á sunnudag. Einn vafasamur dómur eða svo sem snýr gangi leiksins (hver ætlar að mæta með sundbolta á völlinn?) og það gæti reynst vendipunktur fyrir tímabilið. Eða ekki, og tímabilið gæti verið búið eftir fjóra daga.

  Slökum bara aðeins á hausaveiðunum. Það bætir ekkert að kenna einum manni um þetta allt saman.

 73. Voðalega eru menn bjartsýnir, sigur í næsta leik og tímabilið opnast á ný? Við erum ennþá með 4 tapleiki í deild og tvo í meistaradeildinni, við eigum ekki séns á neinum titil nema vinna rest og það er mjög ólíklega að fara gerast miðað við þetta óspennandi lið sem við höfum í höndunum…

 74. Það er spurning hvort ekki megi gera kröfu um að fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Liverpool sé með sínar staðreyndir á hreinu áður en farið er í fjölmiða til að rakka niður liðið og þjálfara þess. Samkvæmt mínum heimildum á netinu (LFChistory.net) hefur Benitez keypt í stjórnartíð sinni 54 leikmenn. Af þessum 54 leikmönnum eru 15 þeirra keyptir ungir inn í varaliðið og hugsaðir til framtíðar. Jafnvel sumir af þeim fóru í unglingaliðið.

  Miðið við hópinn sem Benitez fékk í hendurnar í upphafi stórnartíðar sinnar, þá hljóma 54 keyptir leikmenn ekki svo hræðilega í mínum eyrum. Vissulega má þó gera kröfu um að hópurinn í dag eigi að vera sterkari miðað við fjölda keyptra leikmanna. En hve margir af þessum 54 leikmönnum voru kostur NR. 1 hjá Benitez meðan Parry hélt utan um peningarveskið?

  Krizzi

 75. Benitez hefur fengið yfirdrifið næga fjármuni til leikmannakaupa en hann hefur sóað þeim fáránlega fyrir utan kaupin á Torres, Alonso, Reina og mögulega Agger. Sjá söguna hér: http://transferleague.co.uk/index.php?option=com_content&view=frontpage&Itemid=1
  Magn umfram gæði skilar ekki titlum í hús! Með ógrynni af meðalleikmönnum verður Liverpool ekki nema meðallið um leið og gæðaleikmenn eins og Gerrard og Torres detta út. Þessu þarf að kippa í liðinn.

  Ykkur Liverpool mönnum er að yfirsjást eitt stórkostlega mikilvægt atriði að mér finnst, ykkur hættir til að vera með dollaramerki í augunum og kennið peningum (eða meintum skorti á þeim) um slakt gengi. Ef það er eitthvað félag sem á die hard stuðningmenn er það Liverpool, og það á líka við um strákana sem eru fæddir í borginni og alast upp hjá félaginu eða koma til þess á unglingsárunum. Kjarni knattspyrnuliðs að mínu viti VERÐUR að vera leikmenn sem elska klúbbinn af öllu hjarta og vita að félagið er númer eitt. Budgetinu má svo eyða í leikmenn sem bæta við kjarnann samanber Torres. Sjáið bara gærkvöldið, enn ljósasti punkturinn í þessum leik var Kelly! Hvað réttlætir að eyða ~£20m í Glen Johnson (eins ágætur og hann er nú samt) hafandi svona mola í unglingaliðinu á meðan það vantar sárlega sóknarmann?

  Sagan segir okkur að engir leikmenn hafi verið félaginu betri en einmitt heimalingarnir! Rush, Gerrard, Paisley, Fowler, Owen, McManaman og eflaust ansi margir fleiri sem þið Púlarar ættuð að kunna betri skil á en ég.

  Þó svo að ég sé Manchester United maður meina ég þetta innlegg eins vel og hugsast getur því það er ekkert lið sem ég vil hafa í titilbaráttu við mína menn meira en Liverpool.

 76. Þetta er mjög gott hja RedDevil. Það er Rafa sem hefur stjórnað leikmannakaupum og lét uppalinn leikmann eins og Owen fara tll Untd. hvaða helvítis vit er í þessu??????????

 77. Ég las það einhversstaðar í gær að Aquilani myndi spila fyrir varaliðið í kvöld. Er einhver hér með link á þann leik þar sem maður getur jafnvel séð hvað Aquaman hefur upp á að bjóða ?

 78. mig langar soldið að vita hvað mönnum finnst um javier masch “besta varnarsinnaða miðjumann í heimi” var hann ekki keyptur á töluvert hærri upphæð en sjálfur fernando torres ??? eða er ég að rugla .. get bara ekki séð að hann sé þeirra peninga virði miðað við spilamennsku hans þessa daganna . annars virðist Það há suður-ameríkumönnum að þeir geta ekki haldið tryggð við liðin sín sem sést klárlega á leik masch , hann nennir ekki að vera í liverpool borg lengur og mátti hann alveg fara í sumar .. þetta eru engin geimvísindi gerrard verður að fara á miðjuna aftur og leyfa masch að fara í januar glugganum ..

 79. Það sem pirrar mig gríðarlega er að öll kaup í tíð Benitez séu sögð hans kaup. Fyrir utan að nettó kaup undir hans stjórn eru um 80M. Af þeim 80M eru þessir leikmenn að spila að jafnaði eða koma til með að spila*.

  Reina 6M
  Agger 5.8M
  Kuyt 9M
  Leiva 5M
  Torres 20.2M
  Benayoun 5M
  Babel 11.5M
  Insua 1.3M
  Skrtl 6.5M
  Mascherano 18.6M
  Dossena 7M
  N’gog 1.5M
  Riera 8.5M
  Johnson 17.5M
  Aquilani 17.1M

  = 140.5M !!! Þá eru ótaldir um 20 unglingar.

  Ef maður horfir yfir þennan lista sér maður strax að það vantar fleiri leikmenn í klass ameð Torres.

  Það sem er búið að vera vandamálið í gegnum tíðina er að Benitez hefur ekki fengið að kaupa þá leikmenn sem hann vill. Ef hann þarf sífellt að kaupa 3-4 kost vegna verðs þá gefur það augaleið að við erum ekki að bæta quality í starting 11, heldur bara fjölga ‘meðal’ leikmönnum.

  Ég hef sagt það hér áður, það vantar quality í þetta lið og það er því miður að stórum hluta því að kenna að á hverju ári hefur Benitez fengið úr litlu að moða og yfirleitt þurft að selja upp í kaup.

  Klinsmann kom að þessu í uppgjörinu á Lyon leiknum á Sky. það vantar quality í liðið. Þegar G&T eru þetta bara miðlungs lið.

 80. bíddu, auka meðalmenn, hann er búin að eyðileggja þennan hóp, hann á enga vídd vegna heimskulegra viðskipta, selja arbelona á 4 eða 5 miljónir og kaupa glen á 18…….hægri bak staðan bætist ekkert við það, og fullt af öðrum svona fáranlegum hlutum….. ég væri frekar til í Gauja þórðar heldur en rafa……..rafa hefur alveg fengið pening í gegnum tíðina, en það sem rafa hefur ekki gert einsog ferguson og wenger, hann hefur ekki verið að græða neitt á leikmönnum sem hann kaupir, nema xabi, annars hefur hann alltaf selt þá á minni eða bara hreinlega losað hann undan samningi, Wenger í sömusporum og rafa myndi ná að vinna mun betur úr þessu….

 81. Ég tek nú hæfilegt mark á Jurgen Klinsmann. En hann segir satt með Því að það vanti meiri gæði í liðið. Þetta er fínn punktur hjá Red Devil og alveg ágætt að fá utanaðkomandi álit á þessu eins lengi og það er eitthvað vit í því. Sem er hjá honum. Ég vil samt ekki trúa öðru en því að miðað við það sem Rafa fær að spila úr á hverju ári þá geti ekki einu sinni Ferguson gert betur. Þetta eru ömurlegar aðstæður sem hann þarf að una við og eins og nýliðið sumar sýndi að þá fékk hann ekki eitt pund til að versla leikmenn. Hann eyddi nákvæmlega því sem kom inn í kassan fyrir sölur á leikmönnum og ekki pundi meir. Það fer ekkert lið áfram án þess að bæta við sig 2 góðum leikmönnum á hverju tímabili nema fyrir sé hrikalega góður hópur !

 82. Það er ekki rétt Kári. Hann græddi 20 millur á Alonso, 4 millur á Bellamy, 4 millur á Sissoko, fleiri milljónir punda á seldum ungstirnum eins og Anderson og fleiri. Að meðaltali hefur Benitez verið að kaupa leikmenn á fyrir 15 milljónir punda á leiktíð frá að hann tók við. Þá tek ég sölur inn í pakkann !

 83. Nei strákar mínir nú er tími fyrir Rafa að fara. Búinn að gera klárt og á að fara strax. Ekki nógu mikil tilfinning í þessum manni hvort sem er

 84. Þetta var svo sem ekkert svo illa leikinn leikur, var með þeim betri miðað við svona síðustu leiki. Mér líst afar vel á Kelly, hann er bakvörður af gamla skólanum. Fyrirgjafirnar hans voru baneitraðar og hann var ekkert að gera hlutina of flókna. Það er eitt af aðal vandamálum Liverpool þessa stundina og hefur verið reyndar lengi en það er að við reynum að gera hlutina of flókna. Hvernig væri að fara að spila gamla góða enska knattspyrnu sem er svo einföld. Nútíma fótbolti, isss…. líst ekkert á stöðuna. En ég er viss um að við förum nú að rífa okkur upp úr skítnum eftir þetta svaðalega spark í rassinn.
  YNWA

 85. Ég er alveg sammála þeim sem fannst Carra og Agger standa sig vel á meðan þeir voru miðverðir. Ljósi punkturinn var þessi frábæri Stephen kelly sem mér fannst nánast besti maður leiksins. Mikið var ég glaður að sjá þennan leikmann stíga upp og klára dæmið vel. En svo fór þreittur Carra í hægri bak og náði ekki að fylgja eftir sínum manni sem úr varð mark. En ég held að við vinnum leikinn á sunnudaginn 3-0. menn berjast uppá líf og dauða og sérstaklega með owen í manure….YNWA

 86. Langar aðeins að hrekja það sem sumir hér segja um að Benitez hafi tapað á þeim leikmönnum sem hann hefur keypt og selt.

  Allar tölur eru fengnar af LFChistory.net og ég tek bara leikmenn sem hafa komið í tíð Benitez og farið aftur. Ég kann ekki að setja þetta upp í einhverja töflu hérna, þannig að ef einhver kann það er það velkomið.

  Nafn, söluverð, kaupverð, nettó (milljónir punda) flokkað eftir kaupdegi

  Josemi Rey 0 2 (-2)
  Antonio Nunez 2 1,5 (0,5)
  Xabi Alonso 30 10,7 (19,3)
  Luis Garcia 4 6 (-2)
  Mauricio Pellegrino 0 0 (0)
  Fernando Morientes 3 6,3 (-3,3)
  Scott Carson 3,25 1 (2,25)
  Antonio Barragan 0,675 0,24 (0,435)
  Boudewijn Zenden 0 0 (0)
  Mohamed Sissoko 8,2 5,6 (2,6)
  Peter Crouch 11 7 (4)
  Miki Roque 0 0 (0)
  Jack Hobbs 0 0,15 (-0,15)
  Mark Gonzalez 3,5 1,5 (2)
  Paul Anderson 0,25 0 (0,25)
  Jan Kromkamp 1,75 0 (1,75)
  Robbie Fowler 0 0 (0)
  Craig Bellamy 7,5 6 (1,5)
  Gabriel Paletta 1,2 2 (-0,8)
  Jermaine Pennant 0 6,7 (-6,7)
  Astrit Ajdarevic 0 0,75 (-0,75)
  Álvaro Arbeloa 3,5 2,5 (1)
  Sebastian Leto 3 1,8 (1,2)
  Robbie Keane 16 19 (-3)

  Alls………….. 98,825 80,74 (18,085)
  [/list]

  Semsagt 18,085M í plús !!!

 87. Hmmm reyndi að setja þetta sem bbcode list, hélt að wordpress supportaði það ! getur ekki einhver admin lagað þetta, algerlega ólesanlegt :S

  – fiktaði aðeins við þetta, Babú

 88. 107 Hann er á bekknum. Hann hefði hvort sem er aldrei spilað 90 mínútur í leiknum, svo ágætt að fá hann af bekknum.

 89. Arnar Ó, ég var að setja þetta inn. Var að fatta að stuðningur við Markdown var ekki inní kommentunum. En núna er þetta komið, svo að fólki ætti vonandi að ganga betur að setja inn svona töflur og slíkt.

 90. Ok drengir, er að horfa á LFC TV þar sem Liverpool reserves eru að spila. 70 mín liðnar og okkar menn hafa skorað eina mark leiksins (aukaspyrna frá Pacheco). Lýsendur eru að segja mér að Aquilani fái síðasta korterið í leiknum og því er stutt í að hann komi inná.
  Mér líður eins og litlum strák í sælgætisverslun, get ekki beðið.

 91. Aquilani spilaði síðustu 15 mín í 2-0 sigri reserves í kvöld, hann þótti sýna góða takta.

 92. RedDevil: Torres er maður sem elskar Liverpool – hann sagðist aldrei yfirgefa uppeldisfélag sitt Atletico nema fyrir Liverpool. Hann er með alvöru rautt hjarta.

  Annars eru það hmm… Gerrard…Carragher…Spearing…(Reina?)..og…enginn…

 93. Ef einhver dettur inn á myndbrot af fyrsta leik Aquiliani má sá hinn sami endilega pósta þeim link inn….

 94. Svo má benda á þær óþægilegu staðreyndir að í FM 10 fær maður max 2,4 millur í transfer fee ef þú ert með Liverpool ( raunverulegt ) og þeir eru með gjööðveikt lið…en virðast ekki vera það núna…

 95. Ég sá þegar að Aquilani spilaði þessar 15 mínútur og það er alveg greinilegt að hann kann að spila fótbolta. Átti 2 þversendingar sem litu virkilega vel út og svo var með flottar hraðabreytingar og virtist vera alveg klár í slaginn. Hann var auðvitað samt ekkert að fara í nein návígi en það kom þó 1-2 fyrir að hann reyndi að ná boltanum af leikmönnum Sunderland. Hann vildi klárlega spila meira og ánægjan skein alveg úr andlit hans. Hann mun spila fleiri mínútur í næsta leik með varaliðinu og hver veit nema hann verði á bekknum og jafnvel í liðinu á móti Fulham. Maður getur bara vonað. Þessi gæji er liðsstyrkur, á því liggur enginn vafi.

 96. 105 Arnar Ó.
  Ok, Benitez getur sem sagt keypt menn sem gera ekkert fyrir liðið og selt þá aftur seinna á aðeins hærra verði. Flott.
  En hvernig ætlarðu að verðleggja tímann sem þessar æfingar hans taka og liðið tekur engum framförum á meðan?

 97. Svona til að vera á jákvæðu nótonum. Real Madrid tapaði á heimavelli í gærkvöldi fyrir vængbrotnu Milan liði sem má svo sannarlega muna sinn fífil fegurri og Baercelona tapaði líka heima fyrir einhverju liði frá Siberiu sem enginn hérna meginn Berlínarmúrsins hefur nokkurtíma heyrt um.
  Svo að kanske erum við bara flestir alltof svartsýnir og þegar ég hugsa til baka þá hefur Liverpool átt svona dapra mánuði áður og rifið sig upp,svo bring on Manure!!!!!!!!

 98. 121 miguel: 18 af þessum 24 hafa spilað fyrir aðalliðið. 14 spiluðu amk. hálft tímabil eða meira.

  Annars skil ég ekki alveg spurninguna… ef hún snýst um kostnað er það eitthvað sem erfitt er að svara, því rekstrarreikningur LFC liggur ekki á lausu að mér vitandi. Þessi listi sem ég gaf upp er basically bara einn lykill í efnahagsreikningi og ég týndi hann til vegna fullyrðinga.

Liðið gegn Lyon

Gestapistill: Nú er útlitið dökkt!