Sunderland 1 – Liverpool 0

Þetta verður ekki hefðbundin leikskýrsla. Ég hef í nokkrar vikur ætlað mér að skrifa pistil um gengi liðsins á fyrstu mánuðum haustsins en aldrei fundist vera alveg réttur tími fyrir slíkan pistil. Eftir leikinn í dag finnst mér hins vegar réttur tími kominn og því verður þetta svona blanda af mínum uppsöfnuðu pælingum í haust og eilítilli leikskýrslu með.

Byrjum á því að afgreiða þennan leik. Okkar menn töpuðu í dag fyrir Sunderland, **1-0 á Stadium of Light** og sitja því í áttunda sæti eftir leiki dagsins.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í dag, í fjarveru þeirra Torres og Gerrard:

Reina

Johnson – Carra – Skrtel – Agger – Aurelio
Kuyt – Yossi – Lucas – Spearing – Babel

Bekkur: Cavalieri, Kelly, Insúa, Mascherano (inn f. Spearing), Riera, Voronin (inn f. Skrtel), Ngog (inn f. Babel).

Leikurinn var hundleiðinlegur. Einkenndist af miðjubaráttu, þeir komust yfir strax í byrjun og eftir það var þetta bara spurning um hvort Darren Bent myndi skora aftur og þá hversu mörg mörk. Á endanum hélt Reina honum í þessu eina, umdeilda marki og því endaði þetta sem nokkuð fyrirferðalítill sigur heimamanna þar sem okkar menn ógnuðu forystu þeirra nánast aldrei, ekki einu sinni í vanmáttugri pressu í fáránlega miklum uppbótartíma (7 mínútur þegar ég gat ómögulega séð þörf á fleiri en 4). Sanngjarn sigur heimamanna, þeir voru betri, börðust, komust snemma yfir og lönduðu því. Þeir áttu sigurinn skilinn, hvort sem það var 1-0 eða 3-0 sigur. Punktur.

Þá stuttlega að markinu. Darren Bent, næstmarkahæsti maður deildarinnar á eftir Torres, skoraði eitt af skrýtnustu mörkum sem ég hef séð í langan tíma. Hann fékk boltann óvaldaður við fjærstöngina, skaut boltanum niður í hornið þar og Reina var kominn hálfa leið niður til að reyna að verja þann bolta þegar hann fór í einhvers konar sundbolta sem var á rúlli inní markteig, breytti um stefnu og fór í staðinn hinum megin framhjá Reina og í mitt markið, á meðan sundboltinn fór rétt framhjá horninu sem knötturinn stefndi upphaflega í.

Þetta var vægast sagt skrautlegt mark og skelfilega mikið svekkelsi að fá svona á sig. Flestir tala um blöðru en þar er aðskotahlutnum ekki rétt lýst. Þetta var sundbolti, allt að tvöfalt stærri en fótboltinn á vellinum, og því vel fær um að breyta stefnu boltans ef þeir rækust saman. Það gerðist líka því auk þess að vera í sjónlínu markvarðar og trufla hann breytti sundboltinn bókstaflega stefnu knattarins svo við munum aldrei vita hvort Reina hefði varið markskot Bent eða ekki. Það hefði vissulega verið harður dómur gagnvart Bent að dæma þetta af þar sem við vitum ekki hvort hann hefði skorað úr upphaflega skotinu og hann gat ekki vitað af sundboltanum frekar en aðrir (mér skilst að þetta hafi verið sundbolti merktur Liverpool sem sjónvarpsmyndavélar sýndu lítinn Púllara slá inná völlinn við upphaf leiks) en það breytir því ekki að flestir sparkspekingar sem maður hefur lesið umfjöllun um á netinu virðast sammála um að sundboltinn hafi verið aðskotahlutur og því hefði markið ekki átt að standa heldur dómarinn átt að dæma dómaraspark þar sem knöttur og aðskotahlutur rákust saman.

Svo fór þó ekki, dómarinn dæmdi mark (getur verið að hann hafi ekki áttað sig á hvað gerðist, ég hélt fyrst sjálfur að tá Glen Johnson hefði breytt stefnu boltans og þurfti endursýningu, sem dómarinn hefur ekki, til að sjá hið rétta) og okkar menn komu aldrei til baka eftir það. Umdeilt mark, sanngjarn sigur.

Restin af þessari leikskýrslu verður skrifuð í punktaformi:

Eitt: Liverpool verða ekki Englandsmeistarar í ár. Það ætti öllum að vera augljóst eftir fyrstu níu deildarleikina og aðeins þeir sem eiga erfitt með að horfast í augu við þann sannleika reyna að mótmæla því. Níu leikir, fimm sigrar og fjögur töp. Tölfræðilega er auðvitað allt galopið ennþá en til að okkar menn vinni deildina úr þessu þarf liðið skyndilega að byrja að spila eins og óstöðvandi vél sem tapar helst engum leik til viðbótar í vetur og gerir sárafá jafntefli. Það er AUGLJÓST að slíkt mun ekki gerast. Ég myndi segja að eftir þennan fyrsta tæpa fjórðung tímabilsins ættum við að sjá liðið tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni en ekki mikið meira en það.

Tvö: Þetta á sér nokkrar ástæður, en þó helst þá ástæðu að fyrir utan Torres og kannski Benayoun er hver einasti leikmaður að spila verr en í fyrra. Torres hefur skorað meira en í fyrra, Benayoun hefur byrjað betur og hirt stöðuna af Riera, og Johnson er kannski framför yfir Arbeloa (betri sóknarlega, ekki viss varnarlega). Insúa og Aurelio hafa verið daprari en í fyrra, Lucas er ekki að spila jafn vel og Alonso fyrir ári, Mascherano er gjörsamlega horfinn, Agger hefur varla leikið, Skrtel og sérstaklega Carra hafa hrunið sem miðvarðapar og ráða ekki við nokkurn skapaðan hlut, Kuyt hefur verið gjörsamlega hræðilegur, Babel er enn hálf týndur og andlaus, Voronin er ekki að gera neitt af því sem Keane gerði fyrir liðið í fyrra, Riera kemst ekki í liðið og svo framvegis. Leikmennirnir verða að axla ábyrgð á genginu því þeir eru bara ekki að standa sig í ár.

Þrjú: Þó verður að sjálfsögðu að líta á þjálfarateymið og stjórann í þessu öllu. Þegar svona margir leikmenn missa móðinn, þegar liðið allt virðist fara tvö skref afturábak í gæðum og frammistöðu milli tímabila (þrátt fyrir frekar litlar leikmannabreytingar þetta sumarið og fá meiðsli) verður maður að spyrja sig hvort stjórn liðsins sé ábótavant. Rafa hefur að mínu mati gert margt miður gott í haust en eitt það alvarlegasta sem þjálfari gerir/lendir í er þegar hann tapar trú leikmanna á það sem hann er að gera. Kannski er það ímyndun í mér en það er mér enn í svo fersku minni þegar Houllier tapaði búningsklefanum og mér líður eins og ég sé að horfa upp á það sama gerast núna. Ef það verður staðreyndin að leikmennirnir missa trú á Rafa er hann búinn að vera. Ég vona að svo sé ekki en ég óttast það eins og staðan er í dag.

Fjögur: Meðal þess sem Rafa hefur pirrað mig með í haust: heldur tryggð við Kuyt þótt hann hafi aðra valkosti og Kuyt sé ekkert að sýna, hvílir Carra ekki þegar hann er í ruglinu, sveltir Ngog þó hann sé á köflum eini sóknarmaðurinn okkar utan Torres og Gerrard sem er líklegur til að skora, breytir ekki leikkerfinu í fjarveru Aquilani þegar það er augljóst að Lucas getur ekki spilað sína rullu nákvæmlega eins og Alonso gerði í fyrra, og svo framvegis. Rafa er að skemma svolítið fyrir sjálfum sér í vetur með þrjósku, að mínu mati. Hlutirnir virkuðu í fyrra og þess vegna eiga þeir að virka jafn vel í ár, nema hvað þeir gera það ekki og þá skortir hann kjark eða raunsæi til að breyta leikkerfinu og reyna eitthvað sem gæti hentað núverandi leikmannahópi betur.

Fimm: Lucas-umræðan. Hún hefur ekki hjálpað liðinu og mér býður við því hversu mjög sumir hafa hópast að þeim brasilíska. Hins vegar, þótt ég endi oft á að verja hann gegn fáránlega harðri gagnrýni, er ég á því að hann bæði hafi ekki spilað jafn vel og við þurfum frá honum í vetur, né verið rétt nýttur af Rafa. Hann er öðruvísi leikmaður en Alonso og getur einfaldlega ekki komið inn og spilað nákvæmlega sama leik og sá spænski gerði. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af honum. Hann getur betur, og Rafa getur notað hann betur.

Sex: AF HVERJU ERU ALLIR AÐ TALA UM LUCAS ÞEGAR JAVIER MASCHERANO ER BÚINN AÐ VERA MARGFALT LÉLEGRI EN LUCAS Í VETUR? HA?

EINHVER?

Sjö: Við erum mjög, mjög, mjög daprir sóknarlega án Torres og Gerrard í ár. Í fyrra, um þetta leytið, voru þeir meiddir en þá vorum við samt í toppbaráttu. Kuyt var að spila feykivel, Riera var fljúgandi á sínum væng og m.a.s. menn eins og El Zhar voru að leggja sókninni lið. Við unnum Utd á Anfield án bæði Gerrard og Torres, unnum Chelsea á Stamford Bridge án Torres. Í ár var Torres með og slappur í tapi á Stamford Bridge og ég hef nákvæmlega enga trú á að við getum unnið Utd á Anfield eftir viku ef þeir eru hvorugur með. Í fyrra stigu aðrir leikmenn upp í fjarveru þeirra tveggja. Það er einfaldlega ekki að gerast í ár.

Átta: Hvar er baráttan í þessu liði? Í dag, rétt eins og gegn Fiorentina og Chelsea fyrir tveimur vikum, töpuðum við án þess að gera andstæðingunum neitt sérstaklega erfitt fyrir. Hér áður fyrr töpuðum við kannski leikjum gegn Chelsea eða Man Utd en okkar menn börðust þó eins og ljón og voru oft óheppnir að tapa. Því get ég tekið, þegar betra liðið vinnur í hörkuleik, en þetta er að mínu mati þriðji tapleikur okkar í röð og þriðji leikurinn í röð þar sem okkar menn einfaldlega virðast ekki vera nógu hungraðir til að valda heimaliðinu neinum áhyggjum. Þetta tengist að mínu mati hræðslu minni við punkt þrjú, kannski eru leikmennirnir að missa trú á Rafa.

Níu: Jay Spearing var átakanlega lélegur í dag. Ég vil helst ekki afskrifa unga stráka eftir einn eða tvo leiki, en það er munur á því að gera stöku byrjendamistök (eins og t.d. Lucas eða Ngog gera) og því að vera gjörsamlega týndur innan um alvöru miðjumenn andstæðinganna. Þetta var heartbreaking.

Að lokum, þá skal það tekið fram að ég reyndi að vera eins rólegur og yfirvegaður og ég gat við ritun þessarar skýrslu/færslu. Ég hef verið pirraður yfir ýmsu undanfarið og var talsvert pirraðri eftir tapið í dag en þessi færsla gefur til kynna. ÞETTA ER EKKI NÓGU GOTT og það er ljóst að það þarf eitthvað mikið að breytast hjá bæði stjórnun liðsins og leikmönnunum sjálfum ef ekki á að fara verulega illa í vetur (þá er ég að tala um að komast ekki upp úr riðlum Meistaradeildarinnar og komast ekki í Meistaradeildina aftur á næstu leiktíð).

Að mínu mati þarf Rafa að hrista upp í bæði mannskapnum og leikaðferðinni hjá sér. Hann getur ekki spilað 4-2-3-1 þegar Kuyt, Babel og Riera eru að spila illa og Gerrard/Torres eru fjarri. Lucas hentar ekki í Alonso-hlutverkið í þessu leikkerfi sem svínvirkaði sl. tvö tímabil, og það er augljóst að liðið verður steingelt fram á við þegar a.m.k. þrír af þessum fjórum svokölluðu sóknarmönnum eru að spila hræðilega.

Á meðan Aquilani er ekki tilbúinn í slaginn fyrir Lucas myndi ég mæla með því að Rafa gerði eftirfarandi breytingar, helst strax gegn Lyon. ÉG myndi fara í sama leikkerfi og Chelsea nota, með tvo framherja og fjóra á demantamiðju. Þá þéttirðu miðjuna, tekur ákveðið álag af Lucas, sleppir kantmönnunum sem eru hvort eð er að spila hræðilega hjá okkur og leggur meiri áherslu á sóknarþungann frá Johnson og Insúa í bakvörðunum.

Einnig myndi ég gefa Aurelio, Skrtel (Carra líka ef ég gæti), Mascherano og Kuyt gott frí frá byrjunarliðinu. Ef Riera gat spilað sig út úr því hljóta þessir menn að geta það líka með lélegri frammistöðu, leik eftir leik.

Að mínu mati, að því gefnu að Gerrard og Torres séu heilir, ætti þetta að vera byrjunarlið okkar í næsta leik:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa
Mascherano
Gerrard – Lucas
Benayoun
Ngog – Torres

Aquilani mætti svo koma inn sem fyrst fyrir Lucas, eða Mascherano ef hann fer ekki að spila betur (og þá myndi Lucas detta niður). Kuyt má fá hvíld og ég vil í alvöru fara að sjá Ngog fá séns sem annar tveggja framherja, enda var hann enn og aftur í dag meira ógnandi en hinir 2-3 sóknarmenn okkar á þeim fáu mínútum sem hann fékk í dag. Væri Kuyt að spila af fullri getu væri hann sjálfvalinn í þessu leikkerfi, við hlið Torres, en svo er einfaldlega ekki í dag og Rafa einfaldlega verður að hafa kjark til að breyta byrjunarliðinu sínu þegar lykilmenn eru að bregðast.

Ég vona að eitthvað breytist á næstu dögum og liðið nái sér á strik í þessum massífu tveimur leikjum sem framundan eru. Lyon og svo Man Utd, báðir leikirnir á Anfield. Annað hvort eiga sér stað breytingar hjá stjóranum og leikmönnunum sem verður eins og hjartastuð í þessari viku, eða þá að ég er hræddur um að við verðum frekar myrk í máli (og hugsun) eftir viku.

Þetta er allavega hvergi nærri nógu gott eins og staðan er í dag. Hvergi nærri.

156 Comments

 1. langar að bara að nefna 17 oktober 9 leikir 5 sigrar 4 töp :S er bara ekki frá því ég sakna þess að fá ekki jafntefli :S En að leiknum veit ekki hvað er hægt að segja um hann. Hörmung að okkar hálfu og fannst mér liðið vera mjög pirrað að hafa fengið þetta ódýrasta mark í sögu fótboltans og aldrei ná að svara því.

 2. Sælir félagar

  Nú getum við kvatt titilvonir okkar þrátt fyrir lykilskiptingu RB þegar 18 mín voru eftir og svo aftur þegar 10 mín voru eftir. Skiptingapólitík RB er kapítuli útaf fyrir sig. Að maðurinn skuli ekki skipta inná fyrr þegar liðið kemur inná í seinni gjörsamlega á hælunum.

  Spearing var ömurlegur allan leiukin og bara heppni að hann gaf ekki 2 mörk. Að tapa þessum leik 1 – 0 var mikið lán.

  Breiddin í hópnum er engin. Þó ekki sé hægt að skipta mönnum inná sem eru af samma gæðaflokki og G/T þá er munurinn of mikill á mönnum þeim sem eiga að taka upp flaggið fyrir þá.

  Það eina sem gladdi mann í þessum leik var Reina og svo að Carra virðist vera að ná sér á strik þrátt fyrir ein mistök undir lok leiksins.

  Þessi leikur sýnir okkur að liðið er ekki nógu gott því miður. Það á enga von í neinn titil nema að fá verulega styrkingu af gæðaleikmönnum.

  Með þessu áframhaldi er líklegt að þetta sé síðasta tímabil RB. Hinsvegar veit ég ekki hver ætti að koma í staðinn?

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Almáttugur. Ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég á að pirra mig á þessu og segja allt sem mig langar að segja eða bara slökkva á tölvunni og fara ekki á netið næstu daga.

  Mikið djöfull er erfitt að tapa ekki öllu áliti á liðinu og stjóranum eftir svona frammistöðu.

 4. Djöfull var þetta leiðinlegur leikur
  Djöfull var Spearing ekki tilbúinn í þetta
  Djöfull kemur ekkert út úr Lucas
  Djöfull var lítil barátta í þessu fokking liði
  Djöfull nenni ég ekki að tala um titilbaráttu
  Djöfull eigum við lélega strikera númer 2-5
  Djöfull lét Bent vörnina okkar líta illa út
  Djöfull sakna ég Xabi

 5. Ég sem var að vonast eftir “Benites brilliance” úr þessari uppstillingu.. boy did that not come true.

  Þvílíkt og annað eins andleysi. Þetta var slappasti liverpool leikur sem ég hef séð síðustu ár. Liðið spilaði ömurlega, liðsuppstillingin virkaði ekki, sunderland voru miklu grimmari og Benites gerði ekkert til að breyta leiknum fyrr en 10 min voru eftir.

  Eins mikið og ég kann að meta Benites á góðum stundum þá held ég að þessi töp sem liðið er að fá núna og spilamennska þess muni gera það að verkum að hann muni ekki klára tímabilið fyrir liverpool.

  Hvað er hægt að segja með þetta blöðrumark, skv. skýrum reglum ætti það ekki að standa og ef hinn annars arfaslaki dómari hefði vitað eitthvað í sinn haus hefði hann dæmt markið af. Hvort sem það er bolti, ghettoblazter eða þvottavél staðsett inn á vellinum þá telst það aðskotahlutur og ber að stoppa leikinn hafi það áhrif á hann. Gera á þá kröfu til dómara að þeir þekki þær reglur sem gilda í þeirri íþrótt sem þeir dæma.

 6. Rafa er kominn á endastöð með liðið. Liðið tapar á móti Man.Utd krefsr ég þess að hann verði rekinn. Því miður Rafa takk fyrir góðar minningar en þú ert búinn.

 7. Einar Ó, á svo að leggja lfc niður í kjölfarið? Eða hvað legguru til?

 8. Biggi, það getur vel verið að dómarinn hafi haldið að boltinn hefði farið af Glen Johnson – ég hélt það fyrst.

  1. Man. Utd 9 7 1 1 21:9 22
  2. Chelsea 9 7 0 2 19:8 21
  3. Arsenal 8 6 0 2 27:11 18
  4. Tottenham 8 5 1 2 19:12 16
  5. Man. City 7 5 1 1 15:8 16
  6. Aston Villa 8 5 1 2 12:7 16
  7. Liverpool 8 5 0 3 22:12 15
  8. Sunderland8 4 1 3 16:13 13
  9. Burnley 8 4 0 4 7:16 12
  10. Everton 7 3 1 3 9:11 10

  Eigum við að ræða þetta eitthvað….
  REKA RAFA

 9. Einar Örn, sorrí. En kommon – ekki þetta yfirlæti þó ég hafi skrifað nafnið vitlaust.

 10. Svona fyrir utan hvað þetta sigurmark var eins típískt fyrir gengi okkar manna og hægt er þá var þessi leikur hreint ótrúlega pirrandi.

  Þrír miðverðir og vörnin samt í tómu rugli af og til í leiknum, miðjunni töpuðum við einn ganginn enn, erfitt að gagnrýna Spearing mikið enda hent inn í ósamstillt lið í erfiðan útileik en félagi hans á miðjunni var hreint ekki að heilla mig í dag, úff.

  Aurelio gerði ekki neitt í leiknum þó Johnson hafi svosem reynt allann leikinn en lítið komist áleiðis.

  Babel og Benayoon voru bara ekki með í leiknum, komust aldrei inn í hann og ógnuðu afar lítið. Svo þarf þetta grín með Kuyt einan upp á topp að fara hætta og það alveg eins og skot. Hann hefur aldrei höndlað það að vera einn frammi og þannig var það svo sannarlega í dag.

  Frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks var ég að verða vitlaus á því að bíða eftir skiptingu.

  Skelfilega pirrandi leikur og með þrjú töp í röð er maður ekkert afskaplega bjartsýnn fyrir United næstu helgi.

  og ég held að það sé gott fyrir samfélagið í heild að ég þarf ekki að gera þessa skýrslu í dag

 11. Kristján K, þú gerðir það í tveimur mismunandi færslum, þannig að augljóslega var ekki um innsláttarvillu að ræða. Ekkert yfirlæti, þetta er bara býsna algeng villa.

 12. Reynir
  Það er á hreinu að Rafa er kominn á endastöð. Ég veit ekki hvað á að gera en 4 töp í 9 leikjum er ekki nógu gott. Þú ert sammála því. Það þarf að gera eitthvað. Leikur liðsins á ekki að snúast í kringum 2 leikmenn eins og það er í dag.

 13. og með þrjú töp í röð er maður ekkert afskaplega bjartsýnn fyrir United næstu helgi.

  Þetta er under-statement ársins.

  Fabio Aurelio var að mínu mati klárlega lélegasti maðurinn í dag. Það má pirra sig yfir því að Spearing hafi lítið getað – en hann er ungur og óreyndur. Aurelio hefur spilað endalaust af leikjum, en samt virðist hann ekki einu sinni geta komið hornspyrnum yfir fyrsta varnarmann. Hversu slæmt er ástandið ef okkar helsti spyrnusérfræðingur getur það ekki?

 14. Rétt hjá þér, var ekki innsláttarvilla. En sá síðar að það var vitlaust hjá mér og leiðrétti. Er nú komið rétt í hausinn hjá mér.

 15. Það er allt í lagi að pirra sig einstaka sinnum á slæmum úrslitum.

  En að pirra sig á slæmum úrslitum í leik þar sem Steven Gerrard og Fernando Torres eru meiddir. Í leik þar sem Kuyt er meiddur – en þarf að spila samt, Babel og Lucas jet-lagged en spila samt. Í leik þar sem tvítugur strákur er að spila sinn fyrsta deildarleik í byrjunarliði. Í leik þar sem Daniel Agger kemur inn í liðið eftir margra mánaða fjarveru. Í leik þar sem Fabio Aurelio kemur inn í liðið eftir að vera í litlu leikformi.

  En að pirra sig á slæmum úrslitum – í leik þar sem vantar að minnsta kosti fjóra byrjunarliðsmenn vantar og þrír aðrir byrjunarliðsmenn spila þrátt fyrir að vera engan veginn í formi til þess og eina mark leiksins kemur úr skoti sem er að stefna beint á markmann en skiptir um stefnu þegar boltinn rekst á strandbolta – finnst mér fáránleg hegðun.

 16. Afhverju í ósköpunum var Spearing ekki skipt fyrr útaf. Greinilegt að aðrir leikmenn treystu honum ekki og sendu boltann ekki á hann.
  Svo þessi hrikalega þrjóska í Benitez með skiptingar.

 17. Kristinn, alltaf gott að vera jákvæður en það er EKKERT fáránlegt við að pirra sig rétt eftir tap í svona leik gegn Sunderland. Ég hefði meiri áhyggjur ef við værum ekki pirraðir núna.

  • Í leik þar sem Kuyt er meiddur – en þarf að spila samt

  Trúðu mér, hann þurfti svo sannarlega ekki að spila í dag, hvað þá ef hann var meiddur. Þessir leikur gerir það sem ég skrifði (í gríni) í upphitun um Kuyt ennþá sorglegra.

 18. Sælir aftur félagar

  Það er ekkert vit í að láta RB ekki klára þessa leiktíð og þá verður hún gerð upp

  Það er ekkert vit í að skipta um stjóra nánast í upphafi leiktíðar.

  Það er ljóst að gengi okkar er ekki við hæfi. Það verður að breytast.

  Það er kristaltært að það þarf að skipta um eigendur og fá inn fjársterka aðila sem geta rekið liðið með einhverjum sóma.

  Það er líka kristaltært að L’pool verður ekki meistari nema að miklar breytingar verði á leik og stjórn liðsins.

  Það er líka öruggt að með spilamennsku eins og í dag vinnur þetta lið ekkert og má þakka fyrir að hanga uppi í deildinni.

  Það er líka ljóst að liðið getur ekki leikið svona illa í mörgum leikjum sem betur fer.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. Mikið var þetta illa spilaður leikur af okkar mönnum og greinilegt að miðjan var vandamálið í þessum leik og Speiring á því miður ekki framtíðina fyrir sér þarna, og Lucas, Jesus minn góður hvað maðurinn er mislukkaður.Þetta var í raun svo lélegt að maður nennir ekki að vera að pirra sig á þessu marki, sundboltinn var líka sending frá Liverpool aðdáenda svo ótrúlegt sem það nú var. Sunderland voru miklu hættulegri í sínum sóknum og okkar varnarmenn máttu svo sannarlega hafa fyrir hlutonum,en þeir stóðu sig samt ágætlega og Carrhager sýndi okkur aftur hvað hann getur og kanske var það eina ánægjan sem kom út úr þessum leik. Það er greinilegt að LFC er komið jafnlangt frá titlinum eins og á síðasta ári Houlliers sem hafði þó hjartveikina sér til afsökunar sem Benitez hefur ekki svo að ég er ekki viss um að hann verði með klúbbinn mikið lengur úr þessu,þetta er bara mitt mat á stöðunni og ég tek það fram að ég hef ekkert á móti manninum annað en það að hann er ekki að skila árangri og öll topplið losa sig við þjálfara sem ekki er að skila árangri.
  Eins og Sigkarl segir þannig er nú það.
  Ætli Gillett og Hicks séu með númerið hjá Morinho, sem hefur víst sagt að hann gæti hugsað sér að snúa aftur til Englands.

 20. Ein trivia-spurning fyrir þá sem eru með tölfræðina á hreinu: Man einhver eftir leik þar sem Benítez skipti inn á varamanni fyrr en á 70. mínútu (þ.e. nema þegar um meiðsli er að ræða)?

 21. Kaupa Hermann Hreiðarson bara til þess eins að vera pepp meister !!!

 22. Þetta var virkilega sorglegt og það er svo augljóst að liðið er enganveginn tilbúið í titilbaráttu, breiddin í liðinu er enginn og þegar að það vantar bæði Torres og Gerrard þá virkar liðið eins og hauslaus hæna, hlaupandi um allan völl, vitandi ekkert hvað hún á að gera eða hvað hún er að gera.

  Það er meira bit í tannlausri nokkra mánaðar gamalli dóttur minni heldur en í sóknarleik liðsins þegar G&T eru ekki með.

  Miðjan hjá okkur er átakanlega léleg og Spearing á ekkert erindi í aðalliðið.
  Mér er skítsama hvað öll tölfræði segir, Lucas(er víst með fína tölfræði í deildinni hvað varðar sendingar og tæklingar) er ekki góður í fótbolta, hann er kannski ekki lélegur en hann er ekki í Liverpool klassa.

  Ég setti stórt spurningarmerki við kaupin á Aquilani, meiddur og er vanur að spila hægan krúsidúllubolta ala seria A. Það er akkúrat á svona dögum sem ég vellti því fyrir mér, hefði ekki verði betra að kaupa leikmann sem að við gátum notað strax þannig að það kæmi þá kannski eitthvað útúr honum yfir tímabilið, ég held að Aquilani verði ekki búin að átta sig á ensku deildinni fyrr en í fyrsta lagi um áramótin, það er bara of seint að mínu mati, þegar að við verðum að hnoðast í deildinni á ca 6-10 sæti og verðum ekki einusinni í slag um meistaradeildarsæti.

 23. Ég hef alltaf verið atuðningsmaður Benitez en núna er bara komið nóg, ég er ekkert í einhverju pirringskasti heldur er bara komið nóg af þessari meðalmennsku og meðalmönnum í þessu liði.
  Ég vil Benitez í burtu og ekki seinna en í kvöld.

  • Ein trivia-spurning fyrir þá sem eru með tölfræðina á hreinu: Man einhver eftir leik þar sem Benítez skipti inn á varamanni fyrr en á 70. mínútu

  Væri líka gaman að vita hvort einhver vissi til að áður hefði komið mark útaf svona aðskotahlut á vellinum?

  og að sama skapi hvort Voronin hefði nokkurntíma á ævinni snúið tapleik sínu liði í hag

  Eins pirraður og maður er þá töpuðum við leiknum á marki sem fór inn AF SUNDBOLTA á 5.mín og ruglaði líklega okkar leikskipulagi fullkomlega.
  Liðið okkar var ósamstillt, þreytt og slappt á meðan Sunderland menn voru ferskir á heimavelli og fæstir nýkomnir úr landsliðsverkefnum í öðrum heimsálfum. Það er ógeðslegt að tapa þremur leikjum í röð, en ég er ennþá mjög harður á því að allt tal um Reka Rafa sé algjörlega ótímabært. Frekar held ég að við þurfum sterkari bakhjarla.

 24. Langar að setja smá könnunn á milli ykkar.

  Spurningin er:
  Á að reka Rafa Benitez
  Svarmöguleikar
  1. Já strax
  2. Já, í janúar ef gengi liðsins batnar ekki
  3. Já í sumar ef Liverpool vinnur ekki ensku deildina eða meistaradeildina
  4. Nei, starf Rafa er öruggt á þessum tímapunkti
  5. Nei, aldrei reka Rafa Benitez þó að hann pissi á Liverpool merkið og myrðir Liverbird sér til skemmtunar og gefur Gerrard til Man U og Torres til Real Madrid.

 25. Ég horfði á Aston Villa vinna Chelsea fyrr í dag og sá þá að Wernock var kominn í Aston Villa og stóð sig eins og vanalega mjög vel,hvers vegna var þessu uppaldi Liverpool drengur látin fara? Og einn albesti Chelsea leikmaðurinn Anelka var líka í Liverpool ,en var líka látin fara,það hefði verið gott að hafa hann í dag . Ég varð sorgmæddur þegar ég sá þá leika í dag.

 26. ég hef einu sinni séð svona “blöðrumark”, í bikarleik SheffU og ManCity þá fór boltinn af blöðru og til Sheffield-manns sem skoraði

 27. Oki…. en afhverju í andskotanum sparkaði enginn sundboltanum í burtu? Neinei.best að hafa hann þarna inná…. ?

 28. Vá hvað liðið gat nákvæmlega ekkert í dag. Andleysið var algjört og þetta var eiginlega bara fáránlega lélegt frá upphafi til enda. Er ekki eitthvað skrítið þegar lið eins og Sunderland er með meiri og betri breidd í framherjum heldur en LFC?

  Það er eins gott að þessi Aquaman sé töframaður ef þetta tímabil á ekki að enda í miðhluta deildarinnar. Ef liðið kemst ekki í meistaradeildina og sömu eigendur halda áfram þá verða þeir ansi nálægt gjaldþroti.

 29. Man. City féll út úr FA Cup í fyrra eftir mark þar sem blaðra kom við sögu. Það voru 10-15 venjulegar blöðrur í vítateig City í skyndisókn Sheffield Utd. sem urðu til þess valdandi að varnarmaður City hitti ekki boltann þar sem boltinn breytti um stefnu af blöðrunni og sóknarmaður Sheffield Utd. þakkaði pent fyrir sig og skoraði.

 30. Neil Warnock hefði myrt einhvern óheppinn áhorfenda ef markið hefði verið skorað gegn Sheff U 🙂

 31. Ég pirraði mig trekk í trekk á því hvað Cattermole væri svakalega sterkur og væri gjörsamlega að gera útaf við allt sem Liverpool reyndi að gera. Svo fór hann útaf meiddur og Liverpool leit ekkert betur út.

  Með því að missa út Jones og Cattermole misstu Sunderland 2 af sínum 4 bestu mönnum – svipað og fyrir Liverpool að spila án Stevie og Torres. Maður hélt samt að Liverpool ætti að vera með meiri breidd heldur en Sunderland í þessum málum.

 32. lucas og spearing !!! þarf að segja meira ??? klárlega slappasta uppstilling á liverpool liði síðan ég byrjaði að halda með þessu blessaða liði … það er ekki nokkur leið að afsaka lucas leiva , hann er engan veginn nógu góður fótboltamaður !!!! spearing átti aldrei að fara í búning í dag greyjið auðvitað átti þreyttur masch frekar að vera þarna alveg eins og kuyt spilaði “meiddur” .. babel engan veginn að nýta sín tækifæri , vörnin er brandari , manni líður alltaf illa þegar boltinn kemur á aftasta mann . bennajón var aldrei þessu vant slappur í dag og einnig glennarinn . en án alls efa fannst mér benitez LANG LÉLEGASTUR á vellinum í dag !! næstu 2 leikir geta skorið úr um framtíð nokkuð margra einstaklinga hjá þessu liði.

 33. Það þarf allavega ekki að velja mann leiksins hjá okkur, frekar spurning um að velja þann lélegasta hjá okkur í dag það væri meira spennandi.Ólýsanlega dapurt í dag og djöfull þoli ég ekki hvað Benitez er þrjóskur og gerir skiptingarnar alltaf fáránlega seint í leikjum, alveg óskiljanlegt af hverju hann breytti ekki einhverju í leikhléi eftir lélegustu 45 mínutur sem liðið hefur spilað seinustu áratugina held ég. 3 tapaðir í röð og ekkert mark í þeim leikjum segir ansi margt. Breiddin er bara töluvert minni hjá okkur en hinum stóru liðunum það er staðreynd ef Torres og Gerrard eiga að bera liðið uppi 2 þá vinnum við ekki mikið þar sem leikurinn er 11 á móti 11.

  Ég held að það sé eitthvað innanbúðarmál að trufla leikmenn og aðra hjá félaginu, menn mættu í leikinn í dag búnir að ákveða að tapa honum því Torres og Gerrard voru ekki með.

  Hvort lausnin sé að reka Benitez veit ég ekki en það er alveg deginum ljósara að einhverju þarf að breyta og það STRAX. Hvenær töpuðu Liverpool seinast 3 í röð í deild??? er ekki að sjá að við gerum það og ættum því að drullast til að landa sigri gegn Man Utd þó það verði erfitt.

 34. Enn og aftur er verið að niðurlægja klúbbinn okkar með leik sem var hræðilegur. Ef að það eru tveir menn sem halda þessu liði á floti kom það greinilega í ljós á móti Sunderland í dag. Eins og ég hef áður sagt undir stjórn Rafa munum við detta út úr meistaradeildinni og ekki vinna einn einasta titil.
  Við skulum bara gera okkur það fyllilega ljóst kæru Púllarar að klúbburinn okkar er að fara til helv…………………..

 35. Er í ferd med eintómum utd mönnum. Takk kærlega fyrir ad skemma daginn. Ömurlegt helvíti. 8 fokking sæti? Benitez mun ekki lifa thetta af

 36. Það er ljóst að það verður mjög erfitt að komast í topp 4 með þessu áframhaldi, maður veltir líka fyrir sér hvaða áhrif það hefur á nú þegar slæma fjárhagsstöðu félagins ef liðið verður ekki í Meistaradeildinni að ári.

  Hversu mikilvægt er eiginlega að vinna Man Utd um næstu helgi ?

 37. Í dag spilaði Liverpool FC eins og miðlungslið í 1.deild. Það á ekki að vera afsökun fyrir tapi að Gerrard og Torres séu ekki með. Það er einfaldlega ekki breidd til að sigra leiki án þeirra samt. Chelsea, Manchester United, Man City, Tottenham og Arsenal eru öll með meiri breidd. Það er alveg að drepa mig hvað við vorum slappir í dag. Ég einfladlega hata að tapa alveg sama hvort ég er með frænda minn þroskaheftan á Boccia móti eða þegar Liverpool er að spila. Við erum EKKI að fara að vinna Manchester um næstu helgi og varla að fara að keppa að neinu á þessu tímabili. Þetta er Deja vú. Eftir að við unnum UEFA cup og það allt saman tímabilið 2000-2001. Tímabilið eftir þá skitum við á okkur !! Sama er að gerast núna. Ég tel að herra Benitez (rétt skrifað Einar Örn) sé kominn á endastöð. Hann virðist ekkert þróa sína taktík. Hann heldur sig við það sama að breyta ekki um taktík í leik fyrr en á 70 min. Hann þorir ekki að taka áhættu og heldur drullu lélégum leikmönnum eins og Spearing eða hvað þessi lúsablesi heitir inn á alveg fram að því að það sé pottþétt of seint að gera eitthvað af viti. Ég þoli þetta ekki og engin bjartsýni hér hjá mér. Menn mega kalla mig asna, hálfvita og ég hafi enga hluti á hreinu en svona líður mér bara með þetta. Tveir klukkutímar af lífinu sem ég fæ ekki aftur og krefst þess að Liverpool endurgreiði mér þá !!!

 38. Ég vil reyndar gefa liðinu og Benitez leikinn næsta deildarleik gegn MU, áður en ég afskrifa deildina endanlega. Náist sigur í þeim leik, þá munar aðeins 4 stigum á Liverpool og MU.

 39. Nú hefur þú verið mjög duglegur Magnús Ólafsson að koma hingað á þetta blogg og vera með dómsdags yfirlýsingar varðandi liðið og sér í lagi varðandi Rafa.
  Því langar mig að vita, hvern sérð þú fyrir þér sem þjálfara LFC?
  Hvað leggur þú til?

  Ég verð að spyrja því mér finnst svona niðurrifs umræða svo algerlega óþolandi, margir “aðdáendur” eins og þú koma hingað með allt varðandi liðið á hornum sér en koma svo aldrei með neinar lausnir.

  En varðandi þennan leik þá verð ég að segja að í 9 af 10 skiptum átti mannskapurinn okkar að duga til að leggja þetta Sunderland lið af velli.
  Þrjú töp í röð hjá liðinu eru afar slæm tíðindi, en ég er algerlega viss um að við vinnum sigur í næsta leik 🙂
  Svo má bæta við að lfc.tv er niðri í augnablikinu, það má svo sannarlega segja að ekkert virki hjá okkar mönnum í dag.

 40. Málið er bara að þetta Liverpool lið sem var inná vellinum var bara lélegra en liðið sem Sunderland hefur á að skipa, það eru nokkuð mörg lið í dag einfaldlega kominn með betri hóp heldur en Liverpool og ég sé nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að við séum að komast í topp 4 í vor.

 41. ég segi burtu með Rafaog það í gær ömurleg spilamennska búin að veraog hún á ekki eftir að batna, kíkið á Rafa honum er alveg sama svosem orðið sjáið svipinn hann nennir þessu ekki lengur

 42. Sælir enn og aftur félagar.

  Ég vil byrja á að Þakka Kristjáni Atla fyrirfrábæra skýrslu/pistil. Svo bara þetta: Hafliði #49! Þú krefur Magnús Ólafs um rökstuðning fyrir heimsendarausi hans. Mér finnst það sanngjarnt ef þú rökstyður það álit þitt að liðið okkar vinni næsta leik.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 43. Ég myndi segja að eftir þennan fyrsta tæpa fjórðung tímabilsins ættum við að sjá liðið tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni en ekki mikið meira en það.

  Búinn að lesa skýrsluna, hún var verulega góð.

  Ég er alveg sammála því að við vinnum ekki þennan titil nema að eitthvað stórkostlegt breytist við spilamennskuna. Ég hef þó enn smá trú á að það geti gerst. Eftir allt þá er þetta nánast sama lið og brilleraði á síðasta tímabili. Ég bara trúi því ekki að menn einsog Carra, Kuyt, Skrtel og fleiri geti farið svona svakalega aftur á svo skömmum tíma.

  Það er alveg ljóst að leikurinn á móti United um næstu helgi er algjör úrslitaleikur. Eftir daginn í dag þá jókst bilið frá okkur og efsta liði aðeins úr 6 í 7 stig, þannig að þetta eru ekki endalok tímabilsins. En það er alveg ljóst að ef að við vinnum ekki United um næstu helgi, eða sýnum allavegana frábæran leik í jafntefli þá er þetta búið í ár. Það er grátlegt eftir þessar miklu væntingar sem maður hafði til liðsins.

  Og ég er sammála með N’Gog. Ég get ekki séð hvernig hann væri verri kostur en Kuyt einsog hann er að spila þessa dagana. Og já, Aquilani má alveg fara að koma úr þessum helvítis fokking meiðslum. Þótt hann eigi sennilega erfitt með að koma sér í gang þá getur hann ekki verið verri en þeir tveir sem að manna miðjuna hjá okkur þessa dagana.

 44. Byrjunarliðið okkar gaf auðvitað tóninn í dag. 3 miðverðir í slæmu formi, Spearing, Lucas og Benayoun á miðjunni og their náungar sem varla hafa spilað sem sóknarmenn síðan þeir fermdust. Enginn leiðtogi og enginn sem tekið getur af skarið. Þetta er bara eitt versta byrjunarlið sem ég hef séð Liverpool tefla fram í langan tíma.
  Það hlýtur að vera orðið heitt undir spánverjanum. Ég held að það fyrsta sem hann ætti að gera er að gefa Carragher frí. Að spila úr stöðu virðist vera hans helsta áhugamál þessa dagana.

 45. Sigkarl, já ég spái því að við vinnum Man Utd einfaldlega á tilfinningu. En það að spá fyrir um ókomin úrslit er erfitt að rökstyðja.
  Ég tilgreindi hins vegar vel og rökstuddi hver vegna ég kref Magnús um þessi svör, ólíkt honum og reyndar fleirum kem ég ekki aðeins hingað til að kasta skít á liðið sem ég elska.

  Það er nefnilega auðvelt og ódýrt að setjast í dómara sæti en geta ekki rökstutt neitt af því sem sagt er og ég nenni hreinlega ekki að lesa svoleiðis lengur.

  “Eins og ég hef áður sagt undir stjórn Rafa munum við detta út úr meistaradeildinni og ekki vinna einn einasta titil”

  Þessi lína hjá Magnúsi hefur t.d. komið reglulega þegar við töpum undanfarin ár.
  Ég nenni annars ekki að pirra mig frekar á þessu, ef þetta er bara ég sem pirrast á svona löguðu er best að ég pirri mig bara í mínu horni 🙂

 46. Hrikaleg úrslit í dag…en held að við tökum Man Utd. næstu helgi!!! Þeir eru ekki að spila neitt sérstaklega vel, ekki það að við séum að spila einhvern glimmrandi bolta, en ef við fáum Torres og Gerrard í leikinn, tökum við þetta. Ef sá leikur vinnst ,þá munar bara 4 stigum…maður verður bara að vera bjartsýnn!!

 47. Visions of ´04 segi ég nú bara. RB hefur að mínu mati gert marga góða hluti fyrir klúbbinn en nú finnst mér þetta farið að minna ískyggilega á andrúmsloftið þegar a GH tók pokann sinn.

  Tek undir með að allar væntingar um að vera með í titilbaráttu eru óraunhæfar. 4 sætið verður stórkostlegur árangur. Það er eitthvað sem er ekki lagi hjá liðinu það hreinlega gargar á mann.

  Nenni ekki að vera eitthvað að veifa heykvísl og logandi kyndli en ég held að menn hljóti að vera farnir að googla símanúmerið hjá Jurgen Klinsman og jafnvel einhverjum fleirum.

 48. Væntanlega googla menn númerið hjá Klinsman því honum gekk svo vel með Bayern:-)

 49. Við byrjum tímabilið um næstu helgi þegar við flengjum Utd. Eftir þann sigur verður ekki aftur snúið. Verðum nálægt toppnum um jólin og töpum ekki leik eftir áramót. Allir sjá hvar það endar. NO 1

 50. Hafliði.
  Er ekki 4 töp í 9 leikjum nógur rökstuðningur og það gegn Villa,tottenh,chelsea og sunderland.
  Mér finnst Benitez bara eiga stóra sök á hvernig menn eru að spila og hvernig menn komu í líkamlegu ástandi inn í þetta tímabil.
  En stærstu mistökin hans voru að kaupa meiddan leikmann í stað Alonso því okkur sárvantar stjórnanda á miðjuna,því hann ætlaði ekkert að nota Gerrard þar, sem mér finnst alveg óskiljanlegt.
  Og ég þoli ekki að hann bregðist aldrei við lélegum leik með skiptingum fyrr en allt of seint.
  Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern annan í þetta starf.

 51. Ég væri til í að sjá Ottmar Hitzfeld hann er að gera frábæra hluti með svissneska landsliðið

 52. Nákvæmlega Guðm 🙂 Fyndið að fyrsti kostur sem mönnum dettur í hug er Klinsman. Vona að #58 hafi verið að djóka.
  Vil svo benda á að Man Utd spila í Moskvu 4 dögum áður en þeir mæta á Anfield, Liverpool á hins vegar heimaleik gegn Lyon og fá 5 daga hvíld fyrir leikinn gergn Man Utd.
  Og hvort liðið haldiði að mæti brjálaðari til leiks?

 53. miklum uppbótartíma (7 mínútur þegar ég gat ómögulega séð þörf á fleiri en 4)

  Leikmenn Sunderland lágu meiddir á vellinum í a.m.k. 7 mínútur í fyrri hluta seinni hálfleiks. Auk þess voru sex skiptingar í hálfleiknum. 7 mínútur var algjört lágmark.

 54. Nei Baddi, eins og deildin er í dag þá er ekkert óeðlilegt við það að tapa útileikjum gegn Aston Villa Tottenham og Chelsea, að tapa fyrir Sunderland er hinnsvegar óeðlilegt og ég er viss um að aðdáendur Man Utd eru sammála mér með það 🙂

  Menn mega ekki misskilja mig þannig að ég sjái ekkert nema gott við Benitez, síður en svo, hann er alls ekki galla laus. Þú bendir á Ottmar H sem mögulegan arftaka og ég er sammála þér með það, hann hefur mikla og góða reynslu.
  Ég held samt bara að Rafa sé ekkert að fara.

 55. Sammála þér Matti, sama hvað kom fyrir þá, þá þurfti alltaf að bera þá af velli.
  Þetta orsakaði miklar tafir og ég varð ekki hissa þegar 7 mín var bætt við.

 56. Þessi liðsbreidd er uppskera Benitez undanfarin 5 ár. Við hverju er í raun að búast?!!? Tveir menn detta út (+ Mascherano) og allt er vonlaust? Því fyrr sem Rafa verður látinn taka poka sinn, því betra! Hann er greinliega “clueless” um hvernig spila á knattspyrnu og því tileinka ég snillingunum í “Dragon´s Den” mín lokaorð….”I´M OUT”!

 57. Matti (#67) var það svo lengi? Mér fannst þeir báðir frekar fljótir upp á börur og út af vellinum. Ég reiknaði mínútu á hvorn þeirra + tvær mínútur fyrir hinar fjórar innáskiptingar hálfleiksins og fékk því út fjórar mínútur. Kannski er það rangt, skiptir ekki höfuðmáli.

 58. Rétt fáum einhvern þjóðverja inní þetta sem státar af sæmilegu recordi í þýsku deildinni og engu öðru. Er ekki nær að fá bara Alex Ferguson, tja eða halda bara Benitez sem er það eina skynsamlega í stöðunni.

  Eftir að ritstjóri síðunnar skrifar svona pistil þá held ég að ætti að loka fyrir komment. Stór hluti “aðdáenda” liðsins virðist nefnilega nærast á þessum tapleikjum. Það er svo merkilegt að menn halda að það líti út fyrir að þeir hafi vit á fótbolta þegar þeir gagnrýna af sem mestum móð.

 59. Þetta er algjört aukaatriði, það er rétt 🙂

  Í fyrra tilvikinu var leikurinn stoppaður í tvígang, fyrst til að huga að leikmanninum, þá kom læknir inn á völlinn og stumraði yfir honum í nokkurn tíma, en svo var leikurinn stöðvaður aftur strax eftir að flautað var til leiks því þá lá sami leikmaður enn á vellinum. Í það skipti voru börurnar teknar fram. Það fóru a.m.k. þrjár mínútur í þetta tvöfalda stopp þar. Í hitt tilvikið fóru a.m.k. tvær mínútur. Þannig að við höfum tvær mínútu fyrir skiptingarnar.

 60. Uppbótartíminn skiptior svo sem engu máli en ég held að hann hefði frekar mátt vera 10 mín heldur en 4. Mér fannst þeir liggja ansi lengi þarna 2 í upphafi fyrri hálfleiks og svo skiptingarnar, en sem betur fer var hann ekki lengri því það trygði okkur bara 1-0 tap, lengri uppbótartími hefði kannski tryggt okkur 2-0 tap því ekki vorum við líklegir til að skora einu sinni

 61. Ég ætla að bíða eftir hvaða skýringar/afsakanir Rafael Benitez býður uppá áður en ég segi allt sem ég gæti sagt um Liverpool í dag.
  Maður er svo titrandi af reiði yfir þessari frammistöðu, leikskipulagi, leikmannahópnum, innáskiptingum o.fl. að það er engu lagi líkt.
  Afsakanir um landsleikjahlé ná aðeins yfir visst margt.

  Hvað eru t.d. jafn dýrkeyptir leikmenn og Babel og Dossena að gera enn í Liverpool ef það er ekki ætlun Rafa að nota þá reglulega í byrjunarliði? Af hverju voru þessir menn ekki seldir í sumar og alvöru leikmaður keyptur í staðinn? Annaðhvort setur þjálfari allt traust sitt á svona fringe leikmenn og hleður þá sjálfstrausti eða selur þá. Þessi þrjóska sem Rafa sýnir varðandi suma hluti er illskiljanleg.

  Af hverju er alger meðalmennska eins og Jay Spearing að fá séns í byrjunarliði en ekki efnilegur leikmaður eins og Pacheco? Hver er yfirhöfuð stefna liðsins í uppeldismálum? Nýverið var verið að reka hinn varnarsinnaða Guðjón Þórðarson frá Crewe því hann hugsaði eingöngu um úrslit en var að drepa niður hæfileikaríka unga leikmenn. Einhver líkindi milli þjálfara þó um mjög ólík lið sé að ræða?

  Er að horfa á Fjölvarpið á símatíma og match analysis á LFC TV. Jafnvel gömlu kempurnar í settinu viðurkenna að gæðin eru bara ekki til staðar hjá Liverpool í dag. Hópurinn er ekki nógu góður. Jafnvægið og sjálfstraustið sem var í liðinu í fyrra er nánast horfið. Það er greinilega einhver andskotinn í gangi á bakvið tjöldin og illindi á milli leikmanna og/eða þjálfara/stjórnar.
  Menn eru ekki að vinna samhent að einu og sama marki. Mótivering liðsins virðist í molum og liðið vinnur hræðilega illa saman inná vellinum. Í svoleiðis ástandi virkar lúxusþjálfari eins og Rafa ekki vel því hann hugsar ofurmikið um smáatriði og þarf sterka leiðtoga á vellinum til að stjórna leikjum. Okkur vantar góðan mótivator akkúrat núna. Taka einn góðan krísufund og hrista liðið saman.

  Ég held að þessi amerískir eigendur/fjölþjóðlegt lið/ varnarsinnaður hávísindalegur Excel-þjálfari/þung sigurhefð sigursælasta liðs Englands/ + enski kúltúrinn sé bara of póstmódernísk blanda fyrir fótboltalið.
  Það er eins og okkur skorti algerlega okkar eigin karakter inná vellinum eða þegar á bjátar. Það að láta ungan brasilískan kjúkling eins og Lucas stjórna miðjuspili svona liðs er bara dæmt til að mistakast eins og hefur sést í haust. Þetta snýst samt ekki um einstaka leikmenn heldur liðsheild og einingu öllu fremur.

  Ég held að Liverpool þurfi að einfalda mjög strúktúrinn innan félagsins og fara ákveða hvernig lið við ætlum að vera. Sóknar eða varnarlið…..Enskt eða útlenskt……. tæknilega góðir og stuttar sendingar eða líkamlega sterkir og hraðir………Ríkt topplið í baráttu um leikmenn við Man Utd og Chelsea eða skyndisóknarlið sem treystir á heimamenn og siege mentality.
  Þetta endalausa hálfkák er að drepa niður okkar ástkæra félag.

 62. Gott og gilt svar Hafliði og vonandi er tilfinning þín fyrir næstu helgi rétt (og á rökum reist 😉 ).

  Það er nú þannig.

  YNWA

 63. The Scousers came from their little red hole
  Bought a? bag of balloons with the money they’ve stole
  threw them out as they sang their song
  ‘Til one by one, they were gone

  On the pitch, Darren flyin’
  Ball goes in, Scousers cryin’
  Floating in the summer sky
  Ninety-nine red balloons go by

  já… fólk útum allan heim skemmtir sér vel yfir blöðrumarkinu okkar… þetta mark gleymist held ég aldrei… verður eftirminnilegt eins og hönd guðs hér um árið…

  ætla ekkert að skrifa um leikinn… baráttuleysið… maður hefur séð þetta áður í haust… og átti alveg eins von á erfiðum leik..jafnvel tapleik.. en komon liðið leit út eins og það vildi ekki reyna neitt.. bara þruma boltanum úr vörninni og bíða eftir að fara verjast aftur… sóknin alveg geld…

 64. Sölvi (#77), Rafa hefur tjáð sig og kemur ekki með neinar afsakanir: We can’t blame freak goal. Hann viðurkennir að liðið hafi ekki verið nógu gott í dag. Mönnum hættir allt of oft til að mála skrattann á vegginn þegar Rafa er annars vegar. Hann viðurkennir alveg þegar hans lið lék undir getu.

  Jóhann (#72), það er ekkert nýtt að það komi fleiri ummælendur og ummæli inn á færslur við tapleiki heldur en sigurleiki. Við höfum furðað okkur á þessu í fimm og hálft ár núna á þessari síðu og þetta breytist sennilega aldrei úr þessu. Það er eðlilegt að mönnum sé heitt í hamsi eftir tapleiki og oft segja menn eitthvað sem þeir meina ekki alla leið. Það eina sem ég skil aldrei er þegar menn koma hér inn og það beinlínis hlakkar í þeim að hafa aldrei haft trú á Benítez. En það er önnur umræða.

  Annars finnst mér eðlilegt að gagnrýna þegar það er tilefni til, eins lengi og það er gert á raunhæfan hátt. Ég varði t.d. Kuyt þegar hann lá undir mikilli gagnrýni fyrir tveimur árum og gladdist mjög að sjá hann ná sér vel á strik sl. vetur. Í haust hefur hann hins vegar verið langt yfir pari og þá finnst mér allt í lagi að segja það. Það sama gildir um Lucas, sem ég hef oft varið óvæginni gagnrýni en þori alveg að segja það ef hann er ekki að standa sig.

  Sama gildir einnig um Rafa, þótt maður sé stundum sakaður um að vera í afsökunarkór hans. Mér þykir ótímabært að tala um að skipta í brúnni, enda gætum við gjörsamlega afskrifað þetta tímabil ef menn ætluðu í svoleiðis verkefni fyrir áramót, en það er sjálfsagt að fara yfir þá hluti í vor og þá sérstaklega ef afturför liðsins ætlar að halda áfram eins og hefur verið í haust.

  Allavega. Ég er pirraður á gengi liðsins, ég er pirraður eftir leikinn í dag, ég hef áhyggjur af mörgu og er hræddur við fleira hvað Liverpool varðar þessa dagana en þrátt fyrir það allt finnst mér eðlilegt að menn andi aðeins rólega og sjái hvort liðið kemur ekki a.m.k. baráttuglaðara í næsta leik. Þar á bæ hljóta menn að vera reiðir, fyrst og fremst við sjálfa sig, fyrir andleysið að undanförnu.

 65. Bara svo það sé á hreinu þá var #58 að grínast með að nefna hin ágæta Jurgen Klinsman sérstaklega á nafn. Átti að vera vísun í stöðuna sem kom upp á sínum tíma þegar það leit út fyrir að fyrrnefndur þjóðverji væri næstum því tekin við liðinu. Spurning hvort að álíka staða sé að koma upp núna, skal ekki segja.

  Ég hef að sjálfsögðu engan áhuga á að fá Klinsman á Anfield í öðru hlutverki en sem almennan áhorfenda.

 66. Eitt enn: nú er að byrja leikur Valencia og Barcelona á Spáni, sex tímum eftir að okkar leikur gegn Sunderland hófst. Leo Messi er til í slaginn og byrjar þennan leik fyrir Barca, þrátt fyrir að hafa leikið í 90 mínútur gegn Úrúgvæ á miðvikudag, rétt eins og Javier okkar Mascherano. JM var bara treyst á bekkinn hjá okkur í dag, sem og Insúa sem sat á bekknum á miðvikudag. Af hverju getur Messi byrjað í dag en ekki Mascherano og Insúa? Og af hverju treystir Rafa Lucas, sem var einnig í S-Ameríku í vikunni, en ekki þeim argentínsku?

 67. þetta liverpool lið er hrein og bein skömm,ég vill að allt liðið verði sett á sölulista,djöfull er maður fjúkandi íllur.. djöfulsins fokking fokk

 68. Ég er glaður að hafa bara farið núna inn á þessa síðu, var að sjálfsögðu verulega ósáttur við leik liðsins í dag og þegar svona fer er alveg algerlega ljóst að hér er gefið veiðileyfi á þjálfarann.

  Ég hef oft verið pirraður við Rafa Benitez, en ég tel fyllilega kolrangt að ætla að skipta um þjálfara á þessum tíma, hvað þá að ráða þá snillinga sem hér eru nefndir, t.d. Scolari, Hitzfeld og Magath. Hvað er það?

  Svo langar mig líka að minna menn hér á að ekki er langt síðan framkvæmdastjóri liðsins gerði 5 ára samning sem inniheldur gríðarlega háar skaðabætur til hans ef honum verður sagt upp. Sums staðar hefur maður heyrt að það séu 8 milljónir punda miðað við að hann verði látinn fara í vetur. Þá kannski rifjiði upp með mér að hann skrifaði ekki undir fyrr en ALLIR aðstoðarmenn hans fengu nýjan samning. Svo fór hann og skipti um alla þjálfara varaliðsins og unglingaliðsins, eða næstum alla.

  Það er alveg ljóst að það að skipta um þjálfarateymi núna færi langt yfir 10 milljónir punda, og algerlega fráleitt að líkur séu á því, eftir að Tom Hicks lagði töluvert á sig að halda honum, á meðan Gillett sem vill láta hann fara er að selja klúbbinn.

  Eini þjálfarinn sem er verður þess að standa jafnfætis Benitez er mótorkjafturinn Mourinho. Enginn annar hefur bak eða herðar að taka við liðinu okkar, því það er algerlega á hreinu að ef kveðja á nú “spænska módelið” er ekki nokkurt einasta vit að velja nú eitthvað annað form á meginlandsfótboltanum til að heimfæra á England. Það þarf mann sem þekkir enska boltann og hefur náð þar árangri, auk kunnáttu í Meistaradeildarfótbolta.

  En þann mann þoli ég ekki, og er að mínu mati það ógeðfelldur kostur að mér finnst hreinlega erfitt að sjá hann með merkið okkar á brjóstinu.

  Það að stinga uppá Kenny Dalglish er auðvitað nostalgíukostur, en Kóngurinn hefur ekki haft afskipti af fótbolta í tíu ár og náði sér lítt á strik í þeim störfum sem hann endaði á, Newcastle og Celtic. Jafn dýrlegt og mér þætti að honum tækist starfið held ég að slíkt sé ómögulegt.

  Svo langar mig líka að rifja upp hér að liðið okkar náði fyrir FIMM mánuðum besta deildarárangri í stigum talið síðan ég veit ekki hvenær.

  “Form is temporary – class is permanent”

  Auðvitað er maður rasandi brjálaður eftir daginn og ég öfunda meistara Kristján ekki af því að þurfa að skrifa þessa leikskýrslu. En ég hef bara ekki trú á því að þegar þjálfarinn hefur sýnt áþreifanlega hversu stutt frá toppnum við erum þá eigi að henda honum núna fyrir borð.

  Því ég held að mikið rót sé í baklandi félagsins okkar og hefur verið viðvarandi í mörg ár. Ég held að Rafa sé að segja satt þegar hann segist vera þjálfari hjá liðinu út af leikmönnum þess og áhangendum. Þegar hann segir svona er að sjálfsögðu verið að skjóta líka á eigendurna. Hann virðist hins vegar kominn með góðan mann í fjármálin, Purslow og hefur eins og ég áður nefndi raðað í kringum sig þjálfarateymi sem fílar hann og hann fílar. Síðast en ekki síst tel ég að allir lykilmenn liðsins líti á hann sem toppþjálfara og hafa reglulega gengið í lið með honum í umræðunni. Síðast Pepe Reina, sem sagðist í haust “vera að gefast upp á litlum stuðningi eigenda liðsins, á ensku, WE CAN’T COMPETE”.

  Ég aftur á móti vill losna við einhverja leikmenn þarna! Mascherano, Babel og Voronin á að kveðja. Ég er algerlega gargandi brjálaður yfir því að Masch var ekki seldur í sumar, hann er enn ein sönnun þess að sá sem ekki er með hjartað hjá félagi á ekki að vera þar. Ofdekraður S.Ameríkumaður á háum launum, en í fýlu af því hann fær ekki að vera í liði með vini sínum. Jesús minn, Ryan Babel.

  Botnlínan finnst mér vera sú að það verður að skoða félagið okkar út frá heildarumhverfi þess og þar tel ég þann kost réttastan að berjast áfram, auðvitað er skylda að vinna Scum um næstu helgi og þá erum við á róli aftur.

  Það er alveg á hreinu að deildin vinnst á færri stigum en áður.

  Á meðan eigendamál félagsins eru í tómu rugli er algerlega klárt að ekkert gott hlýst af enn einu öldurótinu!!!

  Og í alvöru talað, mótlæti kallar fram þá sem hafa styrk til að standa í því og það þarf að sjást hvaða leikmenn ráða ekki við það. Því þeir sem grenja mest yfir að fá að spila eru nú oftast ekki þeir sem að bjarga málunum.

  Það að skipta um þjálfara hjá “sterkum” leikmannahóp út af “lélegum” þjálfara sem “er kominn á endastöð” leiðir oft af sér meira vesen.

  Spyrjiði bara Valsara!

 69. http://www.guardian.co.uk/football/2009/oct/17/darren-bent-beachball-sunderland-liverpool

  No – it should have been a drop ball, awarded at the point where the football and the beachball made contact.

  It’s all about what impact the beachball had on play. In this case it clearly deflected the shot past the keeper: otherwise he could have made a save. So the moment the two balls made contact the beachball becomes an “outside agent” – the same as a fan, a dog or any other unexpected arrival on the pitch that clearly changes the course of a game.

  If the ball had simply struck the outside agent on its way into the net without changing direction or speed then the goal would stand – the key here is that the outside agent has caused the ball to enter the net, by changing the course of its flight and distracting the keeper.

  It was a tough call for the officials given Glen Johnson was sticking his foot out at the same time, but the goal should not have been given.

 70. Fyrir reyndar utan það að alveg er ljóst að þetta mark átti ekki að standa.

  Ekki það að við áttum ekki stig skilið…

 71. Eg er bara ekki alveg sammála þér Maggi hvernig færðu það út núna að deildin eigi eftir að vinnast á færri stigum?
  Af því að liverpool er með færri stig eða hvað?
  Scum united eru bara búnir að tapa einum og eitt jafntefli.
  Chelsea eru búnir að tapa tveim.
  Man City búnir að tapa einum og eitt jaftefli.
  En við erum búnir að tapa 4 leikjum af 9
  Mér finnst bara eðlilegt að menn ræði þjálfaraskipti þetta er bara einfaldlega ekki að ganga hjá Benna, og það að vera elta þessi lið allt tímabilið veit ekki á gott.

 72. við eru ekki að fara að vinna neitt á þessu tímabili með svona frammistöðu,það er klárt,já ég er sammála því að skipta um framkvæmdarstjóra og það strax,þetta er bara ekki að ganga upp hjá benitez,sorry hann verður að fara.

 73. Það er ekki séns að strandbolti geti breytt stefnu á fótbolta sem er svona þungur á svo miklum hraða á þennan hátt.

  Johnson hlýtur að hafa snert boltann.

 74. Johnsson, ekki vera að segja eitthvað ef þú hefur ekki séð atvikið sem er greinilegt.

 75. Oh brother, Benítez segir strax eftir leik að hann verði að nota sína bestu leikmenn í öllum leikjum. Menn eins og Kuyt, Skrtel og Carra vita að þeir eru öruggir um sæti í næsta leik hvort sem þeir leika vel eða illa, maður eins og Mascherano veit að hann fer beint aftur inn í liðið á þriðjudaginn.

  Hvernig á liðið að bæta sig ef leikmennirnir þurfa ekkert að berjast fyrir sæti sínu? Ef allir sem heita Reina, Johnson, Carra, Skrtel, Insúa, Mascherano, Lucas, Gerrard, Kuyt eða Torres vita að þeir eiga sæti sitt tryggt á meðan þeir eru heilir?

  Og hvað með hina? Ngog, Riera, Dossena, Aurelio, Spearing, Degen, og svo framvegis? Okkur finnst þetta stundum fátæklegur hópur, þessir leikmenn sem eru utan okkar sterkasta 11, en það sem er verra er að það er augljóst að Rafa treystir þeim ekki heldur. Það er eins og hann sé að vinna með 14 leikmenn sem hann treystir og hefur eitthvað álit á og svo svona tíu í viðbót sem hann vill ekkert með hafa. Samt fékk hann þá alla til félagsins, utan fyrirliðanna.

  Ég veit það ekki. Þetta er að mínu mati akkilesarhæll Rafa í dag; hann hefur greinilega keypt illa fyrst hann er ekki ánægður með stóran hluta hóps síns.

 76. Úff. Þetta er einmitt það sem ég vildi EKKI heyra frá Rafa eftir þennan tapleik og hrinuna framundan.

  Kannski var þetta ekki svo vitlaus líking hjá mér að spyrða hann við Guðjón Þórðarson. Einstaklega íhaldssamur og hugsar um úrslit umfram allt.
  Bara vona að hann eigi það ekki sammerkt með Guðjóni að ná eingöngu árangri í eigin heimalandi en dæmdur til að skíta á sig í erlendum deildum.

  Já það verður bara að segjast að það er skrítið ef Rafa treystir ekki þessum squad-players sem þú telur upp Kristján. Hann er búinn að hafa næstum 6 ár til að móta Liverpool að sinni mynd.
  Einhver birti hérna um daginn lista um alla sóknarmennina sem hafa farið frá Liverpool undanfarin ár (R.Keane, Baros, Cisse, Crouch, Pongolle o.fl.) Það að við skulum ekki eiga 1 sæmilega hættulegan striker ef Torres meiðist er bara skammarlegt. Hvað gekk eiginlega á síðasta sumar?

  Er Rafa með svona mikla trú á eigin hæfileikum að hann telur sig eins og Wenger geta keypt meðalmenn og breytt þeim í heimsklassa snillinga? Er bara hægt að skrifa þessi kaup á lélega eigendur og ónóga peninga eða á Rafa sök á einhverri af þessari meðalmennsku sem hann þarf stöðugt að vinna með?

 77. Þúst, ómægad. Ég bara veit það ekki. Hreinlega hef ekki hugmynd.
  Annars finnst mér finnst Sölvi 77 vera með nokkuð gott innlegg.

  Að skipta um þjálfara á miðju tímabili er auðvitað engin lausn. Verður að greina stöðuna næsta vor.
  Svo er í rauninni bara einn maður í heiminum sem gæti tekið við Liverpool. Herra Mourinho. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég fullyrði að hver einn og einasti stuðningsmaður Liverpool fengið smá fiðring ef hann mætti á svæðið. Hvort sem þeir þora að viðurkenna það eður ei.
  Hitzfield (sem er orðinn gamall og ætlar að hætta eftir Sviss), Klinsmann, Magath, Scolari (hahaha), Mancini og guð má vita hverjir eru bara alltof stórir sénsar. Jú, maður að nafni Martin O’Neill gæti verið spennandi kostur.

 78. Þetta er síðasta tímabil hjá Rafa fyrir Liverpool nema að fyrir kraftaverk að hann nái að landa enska meistara titlinum. Svona er bara staðan í dag.

  3 miðverðir og enn…enn….enn aftur eru notaðir varamenn eftir 70 mín… stundum held að kallinn sé að reyna að tapa til að pirra eigendunar.

 79. Af fotbolti.net:

  Kristinn Jakobsson besti dómari Íslands segir að mark Sunderland gegn Liverpool í dag hafi klárlega verið ólöglegt. Darren Bent skoraði sigurmark leiksins með skoti í teignum en boltinn hafði viðkomu í sundbolta sem lá á vellinum og endurkastaðist af honum í markið.

  ,,Ég er búinn að skoða markið og það er klárlega ólöglegt þar sem dómaranum bar að láta knöttinn falla þar sem hann snerti strandboltann,” sagði Kristinn við Fótbolta.net í kvöld.

  ,,Það er alveg klárt úr knattspyrnulögunum. Strandboltinn er ekki hluti af leiknum og þar af leiðandi bar að neita markinu,” hélt Kristinn áfram.

  ,,Ef til dæmis boltanum hefði verið spyrnt í dómara leiksins og í markið þá hefði það talist löglegt mark því dómarinn er hluti af leiknum.”

 80. “Form is temporary – class is permanent”

  Skrifaði e-r.

  Byrjun þessarar leiktíðar sannar bara það sem ég sagði seinni hluta síðustu leiktíðar. Við vorum endalaust heppnir að landa sumum sigrunum í fyrra, og Reina lagði upp þó nokkur mörk með útspörkum sínum. Liðin eru búin að átta sig á því að það verður að mæta útspörkunum sem sorglegt en satt tekur bit úr okkar sóknarleik(tefja Reina eða setja menn sem geta skallað frá aftarlega á völlinn). Ég var einmitt að vona að “Class is permanent” myndi þýða að við værum virkilega orðnir betri og að við myndum bæta á fína frammistöðu á síðustu leiktíð.

  En líklega vorum við bara heppnir í of mörgum leikjum, sem gaf kolranga mynd af styrk liðsins. Ég man sérstaklega eftir leiknum við City úti og að mig minnir Wigan heima sem að við vorum mjög heppnir að spila manni fleirri að hluta, einungis þess vegna komumst við inní þá leiki og sigruðum.

  Eins verð ég að segja að þegar varamannabekkur liða eins og Tottenham, Everton og jafnvel Fulham eru sterkari og meira spenanndi en okkar, hljótum við að vera að gera e-ð kolrangt. Breiddin er engin.

  Það er bara hægt að fá G&T á þessum bar, annað er lit og bragðlaust vatn.

  Það vinnst ekkert í október en það er slæmt ef það vinnst ekki einu sinni einn leikur í október. Ég held að við mætum dýrvitlausir til leiks gegn United og tökum þá.

  Kv Gazzi

 81. Takk fyrir góða leikskýrslu Kristján Atli.

  Sammála Magga #87 næstum því upp á staf. Rafa verður ekki látinn fara í vetur, nema allt fari forgörðum á næstu tveim mánuðum.

  Xabi Alonso: Hrikalegt að missa hann. Hann var miðjan. Miðjan er búin að vera í tómu tjóni og þegar miðjan fer í ruglið þá fer vörnin í ruglið!

 82. þetta er fokking glatað season ef við töpum fyrir man utd þá er eg hættur að horfa á fótbolta þessa leiktíð og er byrjaður að einbeita mer af uefa cup næstu leiktíð

 83. Við erum bara ekki samkeppnishæfir lengur í þessari deild. Það er fjöldi liða sem hefur úr meiri peningum að ráða og til þess að geta með sanngirni farið fram á betri árangur verða eigendurnir að bakka það upp með meiri peningum.

  Ég henti lauslega saman verðmæti byrjunarliðanna í gær (verð LFC manna af liverpool.is og sunderland flestir af soccerbase)
  Sunderland Verð Liverpool Verð

  1 Craig Gordon 9 – 25 Pepe Reina 6
  5 Anton Ferdinand 8 – 23 Jamie Carragher 0
  4 Michael Turner 12 – 5 Daniel Agger 5,8
  3 George McCartney 4,5 – 37 Martin Skrtel 6,5
  2 Phillip Bardsley 2 – 12 Fabio Aurelio 0
  39 Lee Cattermole 6 – 2 Glen Johnson 17,5
  19 Lorik Cana 5 – 26 Jay Spearing 0
  20 Andy Reid 4 – 21 Lucas 5
  8 Steed Malbranque 6 – 19 Ryan Babel 11,5
  11 Darren Bent 10 – 15 Yossi Benayoun 5
  17 Kenwyne Jones 6 – 18 Dirk Kuyt 9

  Samtals 72,5 Samtals 66,3

  Við erum semsagt að tefla fram ódýrara byrjunarliði en miðlungslið Sunderland (og líklega ansi mörg önnur lið í deildinni) sem kostar samanlagt undir kaupverði á 1stk Ronaldo

 84. Getur einhver sagt mér afhverju við eigum Englandsmetið í að senda boltann tilbaka af miðjunni?

 85. Fyrir það fyrsta þá mega menn auðvitað ræða þjálfaraskipti, ég er einmitt að ræða þau og finnst það ekki vit á þessum tímapunkti. Pétur F í pistli #102 kemur svo með frábæran punkt. Sunderland var með DÝRARA lið en við í gær!

  Allir þeirra leikmenn keyptir annars staðar frá á síðustu þremur leiktímabilum.

  Roy Keane og svo Steve Bruce hafa fengið mikinn stuðning á leikmannamarkaðnum þar á síðustu árum, nokkuð sem ég tel Rafa ekki hafa fengið frá því hann kom, utan fyrsta sumars Gillett og Hicks.

  Ég t.d. fullyrði að Gareth Barry hefði skipt þetta lið gríðarlegu máli í gær! Auðvitað Xabi líka, en hann vildi fara og svoleiðis mönnum á ekki að halda, enn vísa ég í ömurlegt form Masch.

  Svo er ég auðvitað sammála Kristjáni í #94 um að velja eigi þá sem best spila hverju sinni. Stakk upp á þessari síðu í leikskýrslu að hvíla ætti meistara Carra. Ekki löngu áður stakk einhver upp á að hvíla Torres.

  Þá varð nú hreinlega töluvert vitlaust hér í athugasemdakerfinu! Í gær er svo bent á að Masch hafi átt að spila frá byrjun. Hvers vegna það þá? Var að mínu mati slakasti maður liðsins í síðasta deildarleik, vill ekki ræða nýjan samning við liðið og hefur átt ömurlega leiki hingað til. Frekar en að stinga upp á því vilja menn lána Lucas í Championship!

  Ég er enn ekki farinn að undirbúa mig undir að eiga stjóra sem telur sig merkilegri en leikmennina og liðið sitt, en ég lít ekki framhjá því að þar er eini raunhæfi möguleikinn að komi stjóri sem nær árangri án þess að byrja uppá nýtt.

  Því við skulum ekki gleyma því að samkvæmt flestum fréttum fær stjóri LFC bara pening til leikmannakaupa ef hann kemst í CL hvert ár. Ég sé ekki að við stjóraskipti nú hjálpuðu eitthvað við það að ná þeim lágmarksárangri. Svo má líka ræða það hvaða stjóri vill koma í slíkt vinnuumhverfi.

  Því staðreyndin er sú að LFC var hársbreidd frá titlinum síðasta vor, en þá í stað þess að styrkja liðið töluvert var það styrkt óverulega, á meðan að lið eins og Tottenham, Man City og Sunderland eyddu summum í að styrkja sitt lið og færa nær “Big Four”. Peningarnir sem fyrst voru nefndir til leikmannakaupa voru færðir undir hatt launahækkana og við bættum hægri bakvarðarstöðuna, en hingað til veikt miðjusvæðið. Auðvitað vantar sóknartengilið og öflugri framherja sem backup fyrir Torres. Það vita allir. Sjá menn ekki núna hversu mikla trú Rafa hefur á Voronin?

  En upphæðin í sumar kláraðist í að fá Johnson, og svo fóru Xabi peningarnir í Aquilani sem ég virkilega vona að verði góð kaup, því þar er gæðaleikmaður á ferð ef hann sleppur við meiðsli.

  Umræðan ER Í GANGI að láta Benitez fara og ég er ekki að slá hana af. Ég hef alveg á fyrri tímapunktum talið öðrum hollara að stjórna liðinu, en núna held ég að slíkt væri bara liðinu slæmt og gengið myndi versna.

  Og miðað við fjármálastjórnun Kananna gæti það þýtt að innan skamms væri ég að horfa á Championship fótbolta eins og aðdáendur Newcastle og Nottingham Forest (sem bæði hafa verið stór lið á síðustu 15 árum með ríka sögu) eða jafnvel bara League One fótbolta eins og Leedsararnir vinir mínir.

  Í dag finnst mér raunverulega vera hætta á slíku, því eini stöðugleiki þess undanfarin ár hefur verið í kringum Rafael Benitez. Vissulega eru þar ekki alltaf áherslur sem ég gleðst með, en eini stöðugleikinn.

  Ef hann fer, þá sé ég alveg ýmiskonar dellu fara í gang, sölu lykilmanna til fyrir hátt verð til að fjármagna leikmannakaup á mörgum “minni” til dæmis.

  Það þarf að skoða stóru myndina, það er bara í Championship Manager þar sem hægt er að taka við liði, svindla bara smá á peningunum, eða bara “restarta” tölvunni þegar maður tapar lykilleik.

  Mín skoðun er að láta tímann líða fram á vorið og afskrifa ekki neitt. Ég heimta styrkingu liðsins í janúar og verulega næsta sumar. Þar þarf að koma til minnst backup í hægri bak (3 millur), einn öflugur miðjumaður (15 millur), fljótur og tekniskur kantstriker (20 millur) og öflugt bakkup fyrir Torres (5 millur). Semsagt ca. 43 millur lágmarkið til að liðið okkar verði sterkara.

  Það má örugglega fá pening inn fyrir einhverja sem má losa, en þetta er það sem þurfti í sumar og þarf.

 86. Maggi, hvað áttu við miðað við fjármálastjórnun Kananna? Eru þeir ekki þegar öllu er á botninn hvolft að reyna að sýna skynsemi í fjármálum en ekki eyða um efni fram eins og t.d. Leeds sem sitja núna í ágætri stöðu í 2. deildinni?

 87. Eruð þið að sjá einhvern annann þjálafara í deildinni eyða 20+ milljón pundum í meiddan leikmann sem er nú þegar búinn að missa af næstum 1/3 af tímabilinu.???? Nei ég hélt ekki þess vegna eru eigendurnir ekkert að moka endalausum penningum í Benitez þar sem hann hefur ekki sýnt það að hann versli skynsamlega. Auðvitað hafa dottið inn hjá honum ein og ein góð kaup en alltof mikið af lélegum kaupum skemma bara fyrir honum

 88. Ábending til stjórnenda síðunnar:
  Þar sem umræðan um ,,vond” kaup Rafa er aftur byrjuð legg ég til að pistill sá um kaup hans sem birtist einhverntímann fyrir ekki svo löngu síðan hér á síðunni verði settur í sérstakan tengil hér til hliðar mönnum til upplýsingar. Það er mjög þreytandi að lesa ,,sömu” færslurnar frá sömu aðilunum eftir tapleikina.
  Svo væri mjög fróðlegt að vita raunverulega ástæðu þess að leikmannakaup og sölur Liverpool voru með hagnaði í sumar.

 89. ÉG er á leiðinni á næsta leik liverpool í deildinni. Ég ætla að fá nokkra aðila til að blása upp nógu margar blöðrur sem fylla upp í liverpool markið.

  Þá getum við spilað með ellefu útileikmenn.

  Þvílíkur brandari sem þessi enska deild er, þvílík dómgæsla.

 90. Pétur (#102) kemur með mjög góðan punkt en þó held ég að það sé örlítill galli á þessu mati hans á byrjunarliðunum í gær. Til að fá út raunvirðið vantar nefnilega að setja einhverja tölu á Carra. Við getum ekki bara horft á verðmiðann við kaup leikmanna og komist að því að Sunderland sé dýrara liðið og þar af leiðandi betra, þegar goðsögn eins og JC stendur á núlli því hann er uppalinn. Ef þú ætlaðir honum einhvern verðmiða, t.a.m. 12m punda eins og Michael Turner kostaði, erum við strax komnir með dýrara lið.

  Og þá á enn eftir að bæta Gerrard og Torres í jöfnuna. Settu þá t.d. inn fyrir Babel og Spearing (annar uppalinn á núlli í jöfnunni) og þá ertu búinn að bæta svona 35-40m punda við verðmiða okkar liðs (Torres 25,5 + Gerrard 25,5 – Babel 11,5 – Spearing 0 = 39,5m).

  Þannig að þótt þetta sé sniðugur útreikningur sem afhjúpi ýmislegt má ekki gleyma því að Spearing og Carra á núlli skemma fyrir okkar liði í verðgildi og svo vantar okkar dýrustu menn, á meðan Sunderland voru með alla sína inná vellinum.

  Breytir því ekki að eftir öll þessi ár sem Rafa hefur verið að byggja upp lið og Sunderland hafa verið að rokka á milli deilda ættum við að vera komnir með talsvert mikið forskot á þá í gæðum og verði leikmannahóps. Það er ekki ásættanlegt í dag að þeir séu með dýrara lið en við þegar Torres og Gerrard vantar.

 91. Former ref slams decision to allow ‘beach ball goal’: http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=686627&sec=england&cc=5739
  …Winter told BBC Radio 5 Live: ”I’m absolutely amazed. It is basic law in football. The goal should just not have stood. The laws of the game state that if there’s an outside interference the game has to be stopped.
  ”Talk about an outside influence – the ball went in off the beach ball and completely deceived the Liverpool goalkeeper. I am absolutely amazed that for a referee at that level of football, that between him, his assistant, the fourth official, they didn’t see what had happened and give the correct decision.”…

  • Hvað þarf meira til að dómarinn fá loksins vídéo hjálp?
 92. Sælr félagar

  Góð og þörf umræða fer nú fram á kop.is. Hún er góð því flestir reyna að vera málefnalegir. Hún er þörf því við þurfum að viðra áhyggjur okkar og reyna að ímynda okkur hvað sé til ráða. Einnig er gott líka að vita til hvaða ráða er líklegt að gripið verði til á Anfield í framhaldinu.

  Til dæmis. Er fjárhagur L’pool svo slæmur orðinn að selja þurfi bestu leikmennina til að standa undir rekstri og skuldum?

  Verður Rafael Benitez látinn fara á allra næstu vikum?

  Hefur Liverpool burði til að vinna MU og í framhaldi af því halda sér uppi í efstu fjórum og þar með meistaradeildinni?

  Er falldraugurinn farinn að gægjast á gluggana hjá Benitez? (Benda má á að liðið er komið í 8. sæti eftir tap gegn einu af “minni” liðunum og með sama áframhaldi verðum við komnir í 16. til 18. sæti eftir þrjár til fjórar vikur).

  Eru eigandaskipti svarið við gengi liðsins eða eru það stjóraskipti?

  Er allt að fara til helvítis eða eru bjartari tímar framundan???

  Það er nú þannig.

  YNWA

 93. Þá er það staðfest dómari leiksins í gær var ekki starfi sínu vaxinn, mér þótti hann slakur og markið átti aldrei að standa. Það breytir engu hvort Liverpool voru lélegir í gær markið átti ekki að standa. Við vitum það best að mark í upphafi leiks getur breitt gangi leika og þetta ólöglega mark varð þess valdandi að Liverpool tapaði sínum 3 leik í röð.

  Það er ekki viðbætandi ofan á lélegt form lykilmanna að engin heppni sé til staðar. Það sem af er tímabili hefur ekkert dottið með Liverpool sem ráðið hefur úrslitum. Gott dæmi er T’ham leikurinn þar sem liðið átti augljóslega að fá vítaspyrnu og þrátt fyrir slakan leik þar hefði niðurstaðan mjög líklega orðið jafntefli ef vítaspyrna hefði verið dæmt.

  Svo man ég ekki betur en margir hafi viljað O’neill sem þjálfara í fyrra þegar ílla gekk hjá Liverpool. Það breyttist þó fljótt þegar botninn datt úr spili Aston Villa og þeir enduðu tímabilið með því að rétt ná inn í Evrópukeppnina. Fyrir þá sem vita ekki neitt þá eru þeir fallnir úr Evrópukeppni félagsliða þetta árið, akkúrat þjálfarinn sem Liverpool vantar ekki rétt.

  Ég sagði það fyrir tímabilið að hópurinn hjá Liverpool væri ekki eins sterkur og í fyrra, við byrjuðum tímabilið með Keane, Hyypia, Alonso, Arbeloa allt leikmenn sem spiluðu mikilvæga rullu í liðinu á sinn hátt. En í stað þess að henda peningum í liðið til að styrkja stöðu liðsins en frekar í tiltilbaráttunni þá ákveða þessir vonlausu eigendur að draga að sér höndum. Einmitt þegar Benitez þurfti á hvað mestum fjárhagstuðningi að halda. Telur nokkur maður hér inni að Voronin væri í leikmannahópi okkar ef fjármagn hefði verið til staðar til að kaupa alvöru leikmenn. Ég hef miklar áhyggjur af Liverpool á meðan þessir eigendur eru í brúnni. Það get ég lofað ykkur að Moron myndi aldrei sætta sig við að vinna við þessar aðstæður. Hann kemur ekki til liðsins nema að 100 milljónir punda bíði hans til leikmannakaupa svo einfalt ef það reiknisdæmi.

 94. Loksins les ég leikskýrslu hér sem segir sannleikann. KAR takk kærlega fyrir að skrifa hlutina eins og þeir eru.

  Ég held ég hafi sagt þetta í í 3 eða 4 ár. Liverpool mun aldrei vinna ensku deildina undir stjórn Rafael Benitez.

  Gott að sjá að fólk er loksins að sjá það.

 95. Stb, þú ert í alvöru einn þeirra sem ég talaði um í ummælum #81. Þú kemur eingöngu hér inn þegar Liverpool tapar og það beinlínis hlakkar í þér að geta komið hingað inn og sagst hafa alltaf haft rétt fyrir þér með Rafa. Gerðu mér þann greiða að láta ekki eins og leikskýrslan mín sé eins og talað út úr þínu hjarta. Plís.

  Annars finnst mér sjálfsagt að menn gagnrýni og ræði það hvort Rafa verður rekinn eða ekki. Við erum stórlið, það var ætlast til að við myndum berjast af hörku um deildartitilinn í ár, þetta átti að vera okkar tími og við höfum tapað þremur leikjum í röð. Svo eru tveir stórleikir framundan sem gætu hæglega tapast líka. Staðan er einfaldlega sú að Rafa er ekki öruggur með neitt í dag. Lykillinn í þessari umræðu er líka sú að þótt mörgum okkar finnist algjörlega ótímabært að reka Rafa á miðju tímabili (ég persónulega myndi ekki vilja ræða það fyrr en eftir tímabilið, bara prinsipp að leyfa mönnum að klára tímabilið) þá vitum við ekkert hvernig Kanarnir hugsa. Þeir gætu ákveðið að reka Rafa strax ef hann tapar gegn Lyon og Man Utd, þeir gætu líka haldið tryggð við hann fram í rauðan dauðann.

  Málið er að við vitum það ekki. Og ég efast um að Rafa viti það heldur. Þannig að á meðan sú óvissa ríkir held ég að það sé alveg raunhæft að ræða hvort Rafa verði látinn fara ef þetta versnar mjög mikið eða ekki.

 96. Jæja, ég píndi mig í gegnum þennan leik. Það lá við að ég horfði frekar á Everton af öllum. Þetta var alveg hræðilegt. Nú er komið að einhverjum blessuðum olíufursta að koma og rífa klúbbinn upp og reka Rafa. Rafa er búinn að vera við stjórn í hvað 5 ár? Okei og á öllum þessum tíma hefur hann aðeins unnið tvo titla, FA Cup og Meistaradeildina að sjálfsögðu. Ég var svo viss í fyrra að við værum án djóks að fara að taka titilinn heim til Liverpool og það var nú aldeilis kominn tími til. Lið eins og Liverpool sem er með 5-7 stærstu klúbba í heiminum á að gera betur. Tveir titlar á 5 árum er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Og guð minn almáttugur það þarf að kaupa miðjumann sem spilar quarterback stöðuna sem Xabi leysti svo vel, Lucas er ekki að gera sig. Síðan mætti alveg láta reyna á það að droppa Carra úr liðinu í 1 leik og sjá hvernig það gengur.
  Lokaorð, Rafa er bara því miður runninn út.

 97. Ég vil láta Rafa klára tímabilið. Ef við erum ekki nálægt titlinum, þá myndi ég gjarnan vilja sjá breytingu. Stundum þarf bara breytingu til að taka næsta skref (ég gæti skrifað lengi hérna og mært Rafa).

  Minn fyrsti kostur til að taka við: Fabio Capello. England þyrfti þá helst að detta út úr riðlakeppninni á HM reyndar. Og ýmislegt fleira að gerast…

 98. ohhh, þetta er svo einfalt drengir.
  1. Sem móralskur þjálfari þá hefur Benitez aldrei virkað, nema í hálfleik í Istanbúl en það var árið 2005.
  2.Sem þjálfari sem les leikinn sem er í gangi hefur Benitez aldrei virkað, inná skiptingar hvað varðar menn og tímasetningu hafa bara aldrei meikað sens.
  3.Sem þjálfari sem byggir upp lið eða liðsheild þá hefur Benitez aldrei virkað því hann breytir liðinu alltaf óháð spilamennsku eða góðri/vondri frammistöðu leikmanna.
  4.Sem þjálfari sem viðurkennir mistök sín þá er ekki nokkur möguleiki að Benitez geri það.
  5.Sem þjálfari sem hlustar á aðra þá held ég að heyrnatækin hans séu eitthvað biluð.
  6.Sem þjálfari sem fær ástfóstur á einstaka leikmenn þá er Benitez í heimsklassa því hann elskar alla vinnuhunda en er ekkert sérstaklega hrifinn af teknískum mönnum sem væri kannski ágætt í þýsku annarri deildinni.
  7.Sem þjálfari sem fer áfram á þvermóðskunni einni saman þá er Benitez snillingur því hann hangir á sinni sannfæringu alveg þangað til hann fær það full force í andlitið.
  8. Hann er með ágætishóp núna, þegar menn eru að skríða úr meiðslum en hann bara kann ekki að nota þennan hóp, þ.e.a.s. hann kann ekki að tefla. og ég held áfram að segja það sama og ég hef sagt síðan 2006. út með Benitez, inn með móralskan taflmann, sem kann að tefla fram réttum mönnum á réttum augnablikum. Hringið í Hiddink

 99. Var að skoða töfluna svona til að halda áfram sjálfspíningunni og ég verð að segja að mér finnst svakalega að það hefur ekkert lið skorað fleiri mörk en við (22) en samt erum við 7 stigum á eftir toppliðinu 🙁 Það eru síðan 3 mörk sem sem skilja okkur og Man Utd að.

 100. Hafliði 120.

  Hvað ertu að tala um?

  Arsenal er með 27 mörk og eru lang markahæstir.
  Liverpool 22 mörk og svo koma Man Utd og Spurs strax á eftir með 21 mark.

 101. Ekki það að gaman sé að lesa News of the World þá hef ég haft miklar áhyggjur af þessum málum frá því fyrir Stoke leik í haust, þegar útlit var fyrir að Rafa hafi labbað út. Þegar svo David Moores var vísað út úr eigendasvítunni líka var ljóst að mikið gengi á í reykfylltum bakherbergjum.

  Svo þegar Rafa er greinilega hættur að verja liðið eftir slaka leiki, sem er fyrst og fremst gert til að halda búningsklefanum góðum, finnst mér eitthvað vera að bresta í liðinu sjálfu. Hvernig sem mönnum líkar sú taktík að bakka sitt lið upp eftir slaka leiki er ljóst að þarna er breyting hjá stjóranum.

  Svo varðandi byrjunarliðin um helgina sést alveg munur á bakkup fyrir stjórana, óháð virði.

  Sunderland átti ágætan endi síðasta tímabil og vildi taka næsta skref. Hvað gerðu þeir? Jú, þeir sáu hvaða leikmenn vantaði til að taka það skref og keyptu. Þó þeir yrðu að greiða fíflaleg verð fyrir nokkra, t.d. Turner, Bent og Cattermole. Við t.d. höfðum klárlega áhuga á Turner og Cattermole, en fengum ekki stuðning fjármálamannanna.

  Við áttum FRÁBÆRT leiktímabil í deildinni í fyrra, klárlega með besta liðið síðasta þriðjung mótsins og hársbreidd frá titlinum. Ekki ósvipuð staða og Scum lenti í á sínum tíma þegar Leeds vann þá naumlega. Rauðnefur vissi að uppá vantaði og gerði hvað? Keypti Cantona og ýtti McClair og Robson út! Styrkti SILFURLIÐIÐ sitt VERULEGA!

  AÐ SJÁLFSÖGÐU var það sem átti að gerast á Anfield í sumar. Allir sáu í fyrra að okkur vantaði fleiri GÆÐALEIKMENN í liðið og í upphafi sumars var talað um 20 millur plús það sem selt yrði fyrir. En þá allt í einu kom upp endurfjármögnun lánsins og endir sumarsins var að við misstum tvo byrjunarliðsmenn og fengum einn strax, annan vonandi núna. ÞVÍLÍK DELLA!!!

  Ég get rifjað upp hér hvað gerði FH að stórliði. Þeir sáu hvað stutt var í titil með sínum kjarna og fóru og sóttu tvo frábæra danska leikmenn, Allan Borgvadt og Tommy Nielsen. Þar komu þeir leikmenn sem uppá vantaði.

  Taka skref áfram. Við í mesta lagi stóðum í stað, kannski hægt að segja að við tækjum skref afturábak.

  Halda einhverjir hér að Rafa hafi verið ánægður með þetta sumar í leikmannamálum. Mér fannst augljóst á öllum samtölunum sem birt voru við hann í haust að hann var að reyna að sitja á sér.

  Svo blæs ég á það að við höfum verið eitthvað heppnir. Eftir slátrunina á OT stútuðum við deildarleikjunum utan ótrúlegu sýninguna hans Arshavin. Hvað hefur orðið til þess að nokkurn veginn sama lið og stútaði leikjum í fyrra tapar nú t.d. útileikjum gegn Spurs og S’land?

  Þau lið tóku skrefin áfram.

  Svo ef að þetta verða endalok Rafa Benitez þurfum við að byrja uppá nýtt og þá finna þjálfara sem er tilbúinn að vinna í andrúmsloftinu sem svo augljóst varð í sumar. Held að það verði ekki einfalt, við fáum bara einhvern gosann sem er til í að vera stjóri hjá okkar liði án þess að skilja hvað þarf til. Rótin liggur í að losna við umhverfi hræðslunnar, eða sætta okkur við 2. – 4.sætið þangað til hin liðin fara á hausinn. Sem einhver munu að sjálfsögðu gera.

  Svo langar mig að spyrja hvort að menn telja Torres, Gerrard, Carragher og Dalglish ekki hæfa til að ræða um hvað Rafael Benitez er að gera fyrir þetta félag? Ég viðurkenni alveg að horfa til þeirra, því ég held að þeir viti hvað er að gera í félaginu.

  Það verður að taka þennan slag í vetur og vonandi fá inn að félaginu menn sem ætla sér að slá Scum af stallinum, AT ALL COSTS!!!!!

  Því þjálfari án styrks baklands stjórnar mun ekki vinna neitt!

  Af því ég er FH – ingur á ská get ég t.d. fullyrt að frábært bakland í Hafnarfirði hefur átt mikinn þátt í velgengni félagsins á meðan skjálfandi stjórnendur annarra keppinauta þess frábæra klúbbs hafa tekið skyndiákvarðanir sem sprungið hafa í andlit þeirra.

 102. KAR þó það sé endanlega að koma í ljós eftir þessi 3-4 ár að ég hafi haft rétt fyrir mér er óþarfi að taka því svona.. Ég hef reglulega bent á þetta því þetta lá mjög augljóslega fyrir mér. Nuna virðist hinn almenni Liverpool stuðningsmaður vera að átta sig á þessu, loksins. Vonum að þeir sem stjórna klúbbnum fari nú að gera það líka.

  Það er þó ekki alveg rétt að ég komi bara hérna inn þegar illa gengur. Kannski er betra að muna það þannig og “afgreiða” mig bara þannig. Það er þó rétt að yfirleitt hef ég ritað til að minnast á að betri og hæfari stjóra þyrfti (til að vinna ensku deildina) og á þessari stundu hljóta þeir póstar nú að eiga rétt á sér því þetta er enn og aftur að sannast.

  Og leitt að þú takir hrósi mínu á leikskýrslu svona, hún var frábær.

 103. Stb:

  Ég yrði svo glaður ef þú værir til í að finna fyrir mig stjóra sem er núna tilbúinn að taka við Liverpool í þeirri stöðu sem félagið og leikmannahópurinn er í og er tilbúinn að vinna við það “budget” sem honum er rétt.

  Mourinho kæmi ekki núna Stb, auk þess sem hann fór frá Chelsea af því honum fannst Roman ekki styðja við bakið á sér! Sé alls ekki hvers vegna hann sætti sig við vinnuumhverfi Kananna og sennilega er það best geymda leyndarmál fótboltans að hann stjórni á OT frá vori. Annar stjóri en sá leiði drengur veit ég ekki alveg hver er.

  Í flestum tilvikum yrði breytt um leikkerfi og þar með myndu margir leikmenn ekki falla inn í leikstílinn.

  Það hefur gerst í síðustu þremur stjóraskiptum LFC. Evans fór í að spila 3-5-2 úr 4-4-2, svo kom Houllier og spilaði 4-4-2 heima en 4-5-1 á flestum útivöllum, svo Rafa sem spilar 4-2-3-1.

  Í öllum tilvikum kallaði þetta á miklar breytingar á leikmannahóp og millibilsleiktímabil (hjá Evans 4.sæti og Houllier 7.sæti) á meðan að verið er að skipta út mannskap í liði og þjálfarateymi. Svo er það líka kostnaðurinn manstu.

  En komdu með nafn, rökstyddu fyrir mig hvers vegna sá væri betri kostur en Rafa núna.

  Hér er engin kaldhæðni, ég trúi ekki blint á Rafa, en vill ekki stökkva í skyndilausnir og setja liðið núna í hendurnar á “einhverjum”. Staða félagsins er einfaldlega of tæp núna…

 104. Stb, til hamingju. Það er frábært að sjá að við meðaljónarnir skulum núna loksins vera farnir að skilja það sem ofurhugsuðurinn þú varst búinn að fatta fyrir 3-4 árum. Þú ert núna búinn að monta þig af því í tveimur mismunandi ummælum hvað þú varst fljótur að afskrifa Benítez. ÞAÐ er það sem ég var að tala um, sumir koma bara hér inn “sigri hrósandi” þegar liðið tapar en láta síðuna alveg vera þess á milli.

  Ræði þetta ekki við þig frekar. Þú ert greinilega bara að sækjast eftir athygli fyrir að hafa verið fyrstur til að afskrifa Benítez á meðan nær allir aðrir hér að ofan eru að ræða þetta á málefnalegum nótum, hvort sem menn eru með eða á móti Benítez.

  Um News of the World-fréttina hef ég bara eitt að segja: þar er á ferð bitur penni (Chris Bascombe) sem var gerður nánast réttdræpur í Liverpool-borg þegar hann hætti á Liverpool Echo og fór að vinna fyrir NOTW, sem er eins konar útibú The Sun. Biturleikinn hefur síðan þá drepið af hverju orði hans og hann lítið skrifað um Liverpool annað en niðurrifsgreinar.

  Með öðrum orðum, ég trúi ENGU sem þessi bjáni skrifar. Engu.

 105. Þetta er erfitt því maður átti alls ekki von á svona vondri byrjun. Nokkur atriði.

  1. Fótboltinn í dag snýst of mikið um peninga og við getum ekki vorkennt okkur að hafa of lítið af þeim. Flest lið hafa mun minni aur en Liverpool. Rafa er búinn að kaupa leikmenn fyrir yfir 200 mills og hefur fengið að losa sig við þá sem hann hefur viljað. Ég vorkenni honum ekki, ég bara krefst þess að hann setji saman almennilegt lið fyrir allan þennan pening og öll sín völd. Þetta er alveg eðlileg krafa.

  2. Liverpool hópurinn virðist í tjóni og ekki nægilega sterkdur en ég er ekki búinn að afskrifa leikmenn frekar en Rafa. Rafa og hópurinn hans verða að fá þetta season. Sigur á móti Manu næst setur okkur aftur á beinu brautuna og staðan gjörbreytist.

  3. Gerrard verður að fara aftur á miðjuna og taka við stjórninni þar. Lucas og Masch eru bara ekki leikstjórnendur.

 106. Nei, en þú tekur öllu sem Paul Tomkins skrifar sem heilögum sannleik. Held að það segi meira en mörg orð um þig KAR.

 107. Tek undir með Kristjáni Atla að “nær” allir hér að ofan eru að ræða þetta á málefnalegum nótum, hvort menn eru með eða á móti Benitez. Það eru helst komment 116 og 126 sem eru svo fjarri málefnalegri umræðu að það nær ekki nokkurri átt. Fullyrðing eins og; “það beinlínis hlakkar í þér að geta komið hingað inn og sagst hafa alltaf haft rétt fyrir þér með Rafa”. Guð minn góður, mega menn nú ekki lengur rifja upp sín fyrri orð? eða eru bara vissir menn sem mega það?
  Svo þessi ósk í kommenti 116 “Gerðu mér þann greiða að láta ekki eins og leikskýrslan mín sé eins og talað út úr þínu hjarta. Plís.” Vá,, hmmmm,, æi,,,, hmmm,,, á bara ekki orð yfir þetta.
  2/3 hlutar komments nr 126 eru nú bara einhver mesta snilld sem ég hef lesið,, dramatískar fullyrðingar með kaldhæðnislegum uppnefnum, datt helst í hug Georg Bjarnfreðarson þegar ég las þetta,, fékk mig til allavega til að hlægja álíka mikið og þegar ég horfi á Bjarnfreðarson á skjánum.

 108. svar við 49
  Hafliði það er allt betra enn þetta. Ég er búinn að fylgjast með Liverpool síðan þeir spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni við KR og sá þann leik á Laugardalsvellinum. Síðan hef ég dýrkað þennan klúbb. Ég hef engar lausnir frekar en þú, en mig svíður að sjá klúbbinn minn spila eins og hann gerir í dag. Og ef svona heldur áfram verðum við um miðja deild og komumst ekki í næstu Meistaradeild. Og þá er of seint að grípa inn í. Það þarf að gera eitthvað. Ég var búinn að sætta mig við Rafa út tímabilið, en hann ræður ekki við þetta verkefni það er alveg ljóst. Þó að Alonso hafi farið á liðið ekki að hrinja. Það þarf að gera eitthvað róttækt nema að menn sætti sig bara við þetta. Ég geri það ekki.
  Tap í næsta leik er vendipunkturinn, en vonandi þjappa menn sér saman og vinna aulana frá Old Shittford.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 109. Magggi #122, ég biðst afsökunar á þessu klúðri mínu 🙂 Ég tók ekki eftir þessu fína skori Arsenal, my bad.

  Patti #128, hver er tilgangurinn með svona skrifum? Þessi örfáu orð sem þú nærð að hamra þarna á lyklaborðið segja líklega þá allt um þig sem persónu?

 110. Það er alveg sama hvernig litið er á hlutina, það er ekkert sem bendir til þess í augnablikinu að Rafa sé á réttri leið með liðið. Það er samt hlutur sem maður var 100% viss um eftir síðasta tímabil en eftir kjánaskap á leikmanna markaðinum í sumar og vægast sagt slæma byrjun á tímabilinu er maður orðinn svartsýnn enn einu sinni. Ég er viss um það að skipta um stjóra núna myndi ekki gera neitt gott, en það er vissulega möguleiki sem eigndurnir verða að skoða ef hlutirnir batna ekki. Ég myndi samt halda að ef Rafa fer að þá muni Sammy Lee taka við fram að áramótum eins og “litlu liðin” gera. En væri það svo slæmt? Og fá svo Harry Redknapp eða Jose the great ef að Sammy gerir ekki nægilega góða hluti?

 111. Patti, ertu ófær um að skrifa annað en leiðindakomment á þessa síðu?

  Og Stb, þú hefur ekki kommentað á þessa síðu síðan í tapleiknum gegn Aston Villa. Næsta komment við leikskýrslu þar á undan var í tapinu gegn Middlesboro á síðasta tímabili. Í síðasta skipti sem að þú kommentaðir á leikskýrslu eftir sigurleik hjá Liverpool var í apríl 2008. Það segir allt um þitt framlag á þessa síðu.

 112. Sælir félagar

  Skýrslan er frábær….

  Það er sjálfsagt og eðlilegt, að eftir þessa byrjun setjist menn niður og skoði stöðuna. Og staðan er vægast sagt ekki góð. Ég nenni nú ekki að tyggja hana upp enn einu sinni.

  Ég hef varið Rafa og leikmennina út í rauðan dauðan. Það verður að viðurkennast að þeir eru nú ekki að hjálpa mér mikið undanfarið….

  En satt best að segja er alger óþarfi að vera með eitthvað dómsdagsraus. Hlutirnir eru bara ekki að falla með okkur. Og stundum er það bara þannig í fótbolta. Hundfúlt, en svoleiðis er það bara stundum…

  • Mascherano er orðinn fyrirliði Argentínu. Hlutverk sem hann bað ekkert um, og hann ræður ekkert við. Að vera fyrirliði í þeim skrípaleik sem þar er í gangi er augljóslega að trufla hann verulega. Skyldi engan undra.

  • Eigendasirkusin, hef ekki geðheilsu til að ræða það að ráði.

  • Það eru komnir 2 nýjir bakverðir, þar að auki eru þeir 100 sinnum sókndjarfari heldur fyrri bakverðir. Auðvitað verður það erfiðara fyrir miðverðina, slakt form Mascherano hjálpar auðvitað ekki…

  • Lucas er boðinn velkominn í byrjunarliðið af aðdáendum og fjölmiðlum, svo eftir er tekið. Hvernig menn hafa látið í kringum hann er hreint út sagt út í hött. Spearing, Pacheo, Nemeth ofl. hljóta að hlakka til tækifærina.

  • Kuyt er alls ekki að standa sig þessa stundina, það er augljóst. En ef það er einhver sem kann að standa af sér storma er það Dirk Kuyt!!

  • Lið sem hefur leikmenn eins og G&T innanborðs verður háð þeim. Þannig er það bara. Alveg sama hvað menn rífast og skammast þá verður sæti þeirra aldrei fyllt.

  • Við eigum Aquilani inni.

  • Lady Luck hefur bara alls ekki verið okkur, en það kemur.

  • osfrv osfrv…

  Núna er liðið komið algerlega upp við vegg, næstu 5-6 verða allir hreinir úrslitaleikir. Það þarf ekkert endilega að verða slæmt. Liverpool FC. er aldrei betra en þegar allt er í mínus.

  Höldum trúnni.
  Lifi LFC

 113. Svo menn mega tjá sig um tapleiki með því skilyrði að þeir skrifi líka ummæli eftir sigurleiki?

  Stb hrósaði Kristjáni Atla fyrir góða færslu. Hann sagði svo:

  “Ég held ég hafi sagt þetta í í 3 eða 4 ár. Liverpool mun aldrei vinna ensku deildina undir stjórn Rafael Benitez.”

  Hvað er að þessu kommenti? Hver er munurinn á þessu kommenti og t.d.

  “Ég held ég hafi sagt þetta í í 3 eða 4 ár. Benayoun er góður leikmaður” – segjum t.d. að þetta hafi komið um það leyti sem Benayoun fór að blómstra.

  Svo er það nú bara einu sinni þannig, allavega að mínu mati, að maðurinn hefur rétt fyrir sér. Liverpool hefur ekki unnið deildina og mun ekki gera það undir Benítez.

  Ég held að menn séu að taka sig aðeins of alvarlega á þessari síðu.

 114. Magggi#135, þú ert alveg að misskilja punktinn. Það er allt í lagi að koma og segjast hafa rétt fyrir sér um ákv. málefni, en þegar menn, og þessu hefur maður tekið eftir hjá viðkomandi kommentara, gera það að vana sínum að koma hingað inn þegar liðið tapar og lýsa yfir einhverjum persónulegum sigri er bara bjánalegt. Það mætti halda að viðkomandi sé jafnvel að vonast til að Liverpool tapi til að fullnægja einhverjum þörfum fyrir að rétt fyrir sér.

  Að efni málsins. Lausnin er klárlega ekki að reka Rafa. Þetta er fótbolti og nú verða menn bara að þjappa sér saman og girða sig í brók. Þetta er rosalega einfaldur leikur eftir allt saman og akkúrat núna virðist nákvæmlega ekki neitt ganga upp. Hverjar voru t.d. líkurnar að Stevie og Torres skyldu báðir meiðast í þessu tilgangslausa landsleikjahléi, þetta bjánalega sundbolta mál og svo framvegis…

  Hins vegar er ekki þar með sagt að Rafa sé gallalaus og ekki að gera neitt rangt. Sóknarleikur liðsins, líka þegar þeir félagar G&T eru með, er oft grátlega fyrirsjáanlegur og tilviljunakenndur. Það er mjög auðvelt fyrir góð lið að drepa allar sóknir okkar því það þarf svo lítið til. Ólíkt t.d. hjá Man. Utd. þar sem ef þú lokar á Berbatov kemur Rooney og on and on. Liðið virðist algjörlega standa og falla með því að ákv. leikmenn eigi toppleik. Fjölbreytnin er ekki til staðar. Chelsea létu Essien á Gerrard og þar með var sóknarhætta Liverpool farin. Þetta gerðu þeir líka í apríl síðastliðnum og viti menn, sóknarþungi okkar manna var enginn. Þetta gerðu meira segja Bolton með nokkuð góðum árangri þangað til miðjumaður þeirra lét reka sig útaf og viti menn hvað gerðist, Gerrard setti eitt og lagði upp annað og vann leikinn. Það er ákaflega bagalegt að lið þurfi bara að tvímenna á Gerrard og þá er þetta bara búið. Liðið þarf að hafa fleiri möguleika og þetta snýst ekkert um að fleiri menn þurfa að stíga upp. Það hafa menn eins og Yossi og fl. stigið upp og samt erum við að tapa. Það þarf einfaldlega að taka sóknarleik liðsins í gegn frá A til Ö.

  Þessu var að vísu reynt að breyta í sumar með komu Glen Johnson og að setja Insúa í liðið. Þetta aftur á móti gerði vörnina okkar mun veikari fyrir vikið. Núna er bara alveg kominn tími á að hvíla Carra og þróa Agger-Skrtel saman. Þeir eru framtíðin. Punktur. Hef ekkert meir um þetta að segja í bili. 3-0 á Anfield samt eftir viku og þið heyrðuð það fyrst hér

 115. KAR ég kom nú aðallega til að hrósa þér fyrir góða umfjöllun. Fannst hún óaðfinnanleg… Leitt að menn taki hrósi svona illa. Bætti hinu svo með (enda verið að ræða þetta efni).

  Liverpool kveðja félagar

 116. Þakka þér fyrir það Stb, en eins og ég hef sagt áður væri auðveldara að taka hrósi þínu sem einlægri skoðun þinni ef þú kæmir einhvern tímann hérna inn eftir sigurleiki og hrósaðir liðinu smávegis líka. 😉

 117. Hérna … Martin O’Neill…eru amma hans og aðdáendaklúbbur að skrifa hérna á þessa síðu?????? 🙂

 118. Sælir, mig langar að deila með ykkur niðurstöðu minni á stöðu Liverpool um þessar mundir. Fyrst ætla ég að fara yfir forsendur niðurstöðu minnar. 1 Rafa Benitez er með liðið á sínu 6. tímabili. 2 Það eru 2 leikmenn í liðinu sem hafa verið með honum frá upphafi. 3 Liverpool hefur unnið 2 titla undir stjórn RB annar þeirra er meistaradeildin. 4 Liverpool bætti stigamet sitt á síðasta tímabili í BPL og lenti í 2. sæti, hársbreidd frá titlinum. 5 Liverpool fékk til sín í sumar 2 leikmenn sem klárlega bæta sóknarleik liðsins, en misstu á móti máttarstólpa síðasta tímabils. 6 Óvenju mörg lið í BPL styrktu sig verulega í sumar. 7 Mestu hræringar í fjármálum félagsins og eignarhaldi, og þá á neikvæðan hátt, í mjög langar tíma hafa einkent klúbbinn í stjóratíð RB. og hefur það alls ekki þétt klúbbinn og stuðningsmenn liðsins saman. 8 Ef RB hættir eða verður rekinn, hver á að taka við og er öruggt að sá hinn sami sé tilbúinn að vinna í því umhverfi sem boðið er upp á. 9 Ég veit hverjir gallar og kostir RB eru. 10 RB er maðurinn sem braut upp sigurhefðina á Spáni. 11 Lið RB spila alltaf mun betur á síðarihluta tímabils. 12 Mér finnst liðið spila betri fótbolta, þegar það er skipað sínum bestu mönnum, heldur en það hefur gert í yfir 15 ár. 13 Skuldsett yfirtaka á klúbbnum virðist ætla að vera mjög þungur baggi sem kemur niður á eyðsluféi til leikmannakaupa. Var það ekki Rick Parry sem ákvað hverjum skildi selja klúbbinn og kanarnir lofuðu honum að hann kæmi til með að halda starfi sínu ef að þeir myndu kaupa? 14 Núverandi eigendur fara með flest deilumál í fjölmiðla, nokkuð sem aldrei…..aldrei hefur tíðkast á Anfield. 15 Ég er fylgjandi því að meta árangur í lok hvers tímabils þ.e. ekki reka þjálfara á miðju tímabili, sérstaklega eins og staðan er hjá Liverpool núna, óviðráðanleg utanaðkomandi áhrif að plaga kúbbinn og leikmenn.
  Þetta eru svona helstu útgangspunktarnir sem ég lagði upp með. Mér finnst ekkert sjálfgefið að Rafa vilji halda áfram. Annar eigandanna vill hann augljóslega í burtu. Ef að Rafa hættir eða að honum verður sagt upp að þá sé ég bara engan raunhæfan kost í stöðunni. Klingsman mundi taka starfið að sér en er hann einhver sem við viljum? Louis van Gaal er hjá stæðsta klúbb Þýskalands og Mourhino…… ja hver veit hvað hann er að hugsa. Þeir sem vilja RB í burtu vinsamlegast tilnefnið þá arftaka sem þið viljið svo að það sé þá allavega hægt að ræða þá möguleika. Frá mínum bæjardyrum séð er Rafa maðurinn sem við verðum að fylkjast að baki og styðja. Ef að menn stilla þessu upp sem Rafa á móti eigendum vel ég Rafa áfram, eigendur burt!! Liverpool er með þvílíkan storm í fangið um þessar mundir. Þá reynir á að allir hlutaðeigendur stilli saman strengi, finni sameiginlega lausn sem flestir eru sáttir við og fylgja henni svo eftir af fullum þunga. Ég segji Rafa áfram, áfram Liverpool.
  Góðar stundir.

 119. Nei Daði, Martin O’Leprechaun er maðurinn sem margir nefna þegar þeir eru yrtir svara hvers þeir óska þegar þeir hafa sagst vilja reka Rafa.
  Þ.e. þeir eru að grínast. Þannig skil ég þetta allavega. 🙂
  Það kemur ekki til greina að skipta um stjóra á miðju tímabili, sama hvort maður vilji hann út eða ekki. Ég persónulega vil halda honum, hann er ekki vandamálið. Auk þess þegar byrjað er að skipta um stjóra er það ákveðið gamble sem ég þori ekki að taka í stöðunni.

 120. Brúsi 136.

  Ég skildi það alveg og sjálfur myndi ég ekki gera þetta, en kannski var maðurinn þreyttur á því að enginn hafi hlustað á hann eða skotið hugsanir hans niður undanfarin ár.

  Og það er ekki eins og hann hafi komið all blazin’ in, lemjandi á með caps lock “ÉG MOÐAFLOKKING SAGÐI YKKUR ÞETTA BITCHES. BENÍTEZ SÖKKAR” – hann bara læddi þessu inn. Saklaust komment að mínu mati, burtséð frá því hvað hann hefur áður sagt.

 121. Ótrúlegt að lesa að Alan Hansen telji Tottenham, City og jafnvel Aston Villa hafi sterkara gengi en við og ein aðalástæðan séu að Rafa hafi ekki tekist vel upp með leikmannakaup þegar kemur að því að kaupa leikmenn á verðbilinu 3 til 10 mills. Ennfremur að United hafi orðið fyrir enn meiri blóðtöku en við þegar þeir misstu Ronaldo og Tevez, en samt eru þeir á toppnum.

  http://www.sport.co.uk/news/Football/28577/Hansen_Manchester_City__Tottenham_arguably_have_stronger_squads.aspx

 122. Þetta er allt í lagi Liverpoolmenn. Við endum tímabilið bara með 7 töp, 4 jafntefli. 85 stig og í top 2.

  Glasið er bara hálf fullt.

 123. When you walk through a storm hold your head up high
  And don’t be afraid of the dark.
  At the end of a storm is a golden sky
  And the sweet silver song of a lark.
  Walk on through the wind,
  Walk on through the rain,
  Tho’ your dreams be tossed and blown.
  Walk on, walk on with hope in your heart
  And you’ll never walk alone,
  You’ll never, ever walk alone.

  Walk on, walk on with hope in your heart
  And you’ll never walk alone,
  You’ll never, ever walk alone.

 124. Þeir sem vilja losna við Rafa Benitez eru ekki sannir Liverpool aðdáendur.
  Þeir skilja ekki hvað You will never walk alone gengur út á.

 125. iceland (#149), fyrirgefðu en þetta er kjaftæði. Auðvitað eru menn aðdáendur Liverpool þótt þeir vilji láta reka stjórann. Menn eru ekki sammála um ýmislegt sem tengist klúbbnum en eiga það þó sameiginlegt að styðja Liverpool FC, jafnvel þótt á móti blási eða þótt menn séu ósáttir við einstöku atriði eða menn innan félagsins.

  Það að styðja félag þýðir ekki að menn loki augunum, hundsi skoðanir sínar og láti eins og ekkert sé þegar þeim finnst eitthvað vera að. Ég er sjálfur á því að Rafa eigi að vera áfram en myndi aldrei saka þá sem vilja láta hann fara um að vera ekki “sannir” stuðningsmenn. Aldrei.

 126. Virkilega flottur þráður Gísli í #144.

  Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!

 127. Er sammála mörgum herna og ósammála jafn mörgum. En burtséð frá því hvernig liðið var síðasta laugardag er ég mest pirraður yfir andleysinu í okkar mönnum. Það var eins og menn hefðu enga trú á þessu… Þótt það hafi vantað G og T á alveg að vera hægt að skapa sér færi. Benayoun, Kyut og Babel eiga til dæmis auðveldlega að geta valdið usla. Kannski voru menn bara of þreyttir eftir landsliðsleikina.

  En djöfull þurfa menn að rífa sig upp núna. United næstu helgi og ekkert nema sigur kemur til greina. Sigur á United myndi móralslega séð vera ómetanlegur.

 128. OMG 149…

  Ef það á að fara útí þessa vitleysu aftur. Svona ,,Já-Amen-hugsunarháttur” þrífst bara í N-Kóreu.

  Umræða um stjóraskipti er alltaf viðkvæm.

  Trú mín á Rafa hefur minkað gríðarlega frá því í fyrra og mér finnst allt í lagi að menn setji spurningarmerki við stöðu hans hjá LFC. Mér finnst pistill KAR mjög góður og skil Magga mjög vel. Auðvitað vona ég að Rafa og LFC finni formið og við getum gert atlögu að 1. sætinu í vor.

  Von er samt ekki það sama og trú.

  Þetta er liðið hans Rafa, það eru engin vísindi. Hann setti saman þennan hóp. Hann hefur haft 6 ár til að sjóða saman lið sem á raunhæfan séns á titlinum. Í fyrra gekk margt vel og ég stóð í þeirri trú að aðeins þyrfti að styrkja eina stöðu á vellinum til að taka næsta skref. Vinstri kanntmann. Að auki mætti bæta inn einhverjum fringe leikmönnum til að auka breydd.

  Brotthvarf Xabi setti allt á haus. Maðurinn sem var heilinn í leikkerfi okkar fór og við þurftum einhvern í staðinn. Ég viðurkenni að þetta hefur eflaust verið mikill hausverkur fyrir Rafa. En hann ákveður að kaupa meiddan mann og spila á Lucas og Mashcerano (sem by the way virðist hafa enga löngun til að spila fyrir LFC) út október. Þetta er hans ákvörðun….það er ekki hægt að tapa deildinni í okt….en við erum á góðri leið með það.

  Á þessum 6 árum stöndum við nú uppi með gott byrjunarlið en að mínu mati veikara en það var í fyrra. Breiddin er að mínu mati alls ekki nóg og góð og ég hef nánast enga trú á Babel, Riera, Voronin, Dossena, Ngog, og El Zahar. Það skiptir samt ekki máli að ég hafi litla sem enga trú á þessum mönnum. Það var Rafa sem fékk þá til okkar og eyddi talsverðri upphæð í það. Hann ætti það minnsta að hafa einhverja trú á þeim en sú trú virðist fara minkandi með hverjum leiknum.

  Ég veit samt ekki alveg hvar ég stend í þessu máli. Ég er sammála því að það geti verið erfitt að skipta um stjóra á þessum tímapunkti en það gæti líka verið jákvætt. Þá gæfist nýjum stjóra tækifæri á að kynnast leikmönnum og getu þeirra. Útfrá því gæti hann gert sér hugmynd um hvernig væri best að taka næsta skref. Hvaða stöður þurfa styrkingu, hvernig leikskipulag hentar best og hverjir vilja í raun og veru berjast í og fyrir LFC búning. Næsta sumar væri þessi stjóri kominn ágætlega inní starfið og gæti trúlega verslað betur.

  Ég held að margir stjórar, þó þeir séu hjá öðrum liðum, séu tilbúnir að taka slaginn fyrir LFC. Eingöngu vegna stærðar, sögu og hefða. Við ættum að hafa möguleika á nokkrum góðum stjórum. Mínir drauma-arftakar Rafa væru Gus Hiddink (sem ég hef reyndar litla trú á að myndi þiggja starfið) og Kenny Dalgish. En margir koma til greina. Ég vissi t.a.m. nánast ekkert um Rafa þegar hann tók við LFC fyrir utan það að hann og Valencia rassskelltu LFC í tvígang og spiluðu flottan fótbolta.

  Þó að ég sjái þessa kosti við það að gefa nýjum stjóra tækifæri strax, þá er eitthvað sem heldu aftur af mér. Kannski er það bara vonin. Allavegana vil ég að Rafa fái að klára tímabilið. Takist honum ekki að rétta liðið af og gera einhverja alvöru úr þessu þá verður hann einfaldlega að víkja í sumar…

 129. Væri gaman ef það kæmi skoðanakönnun hér á kop.is í sambandi við hug fólks til benitez og hvort það vilji losna við hann eða halda honum. Ég tel að meirihluti liverpool manna vilji halda honum og henda frekar þessum eigendum. Eitthvað fyrir stjórnendur síðurnar að skoða hvort ekki sé hægt að bæta við skoðunarkönnunar fídus.

Liðið komið, Spearing og Agger byrja

Ástandið hjá LFC