Meiðslamál

Hérna eru nýjustu fréttir af meiðslamálum Fernando Torres og Steven Gerrard. Hvorki England né Spánn útiloka að þeir muni spila á miðvikudaginn, sem þýðir væntanlega að þeir eru þokkalega heilir. En aftur á moti verður að teljast líklegt að hvorugur þeirra muni spila, þar sem að leikir þeirra liða skipta nákvæmlega engu máli.

Ég horfði á Danmörk-Svíþjóð um helgina og sá þar Daniel Agger í fullu fjöri. Hann og Simon Kjaer voru saman í vörninni og voru sterkir. Dómarinn dæmdi reyndar löglegt mark af Svíþjóð, en fyrir utan það tókst þeim að halda þeim Zlatan og Larsson í skefjum. Persónulega fannst mér það hundleiðinlegt að sjá Agger spila gegn því liði sem ég hélt með – það er miklu betra að hafa hann í sínu liði. Hann á vonandi eftir að koma sterkur inn hjá Liverpool í næstu leikjum. Síðasti leikur Dana skiptir engu máli, þannig að það gæti vel verið að hann fengi frí.

14 Comments

 1. Shit … Kuyt meiddur? Þá er nú fokið í flest skjól. Ég stóð í þeirri meiningu að hann gæti alls ekki meiðst drengurinn 🙂

 2. Ég vona að Agger fái allavega 60 mín í næsta leik og þá ætti hann kannski að verða klár fyrir Sundarland leikinn.

 3. Það var ekkert löglegt mark dæmt af svíum,Hanke var greinilega rangstæður þegar hann fékk boltann og skoraði og Zlatan var kominn aftur fyrir endalínu þegar hann gaf boltann fyrir sem skorað var úr þeyrri sendingu. Bara þó þú haldir með sænskum þá gefur það þér engann rétt til að koma inn á Liverpool bloggið og lújua,eða hvað?

 4. Af því að þú nefnir Simon Kjær,þá má geta þess að pabbi hans sjér um að þvo búningana fyrir FC Mytt Jylland og hann er forfallinn Liverpool fan og þvottahúsið hans er fullt af LFC pakötum og treflum svo það gæti því líka vel verið að Kjær sé LFC fan líka.
  Agger og Kjær virðast passa mjög vel saman og panikuðu t.d aldrei á móti Zlatan og Hanke sem gáfu allt sem þeir áttu til að komast fram hjá þeim og það væri því kanske ekkert vitlaust fyrir Rafa að kaupa bara Kjær sem er bara tvítugur og nú þegar vægast sagt mjög góður .

 5. Það er ekki töff að halda með Svíþjóð :0) Engin púllari í sænska liðinu og því að SJÁLFSÖGÐU hélt maður með dönum. Annars var Agger mjög flottur í þessum leik miðað við hvað hann hefur spilað lítið síðustu vikurnar. Mér finnst Heskey í dag mjög takmarkaður leikmaður og veit ég ekki hvort ég vilji hafa fá hann í liðið. Crouch var t.d. miklu fjölhæfari leikmaður að mínu mati, gat klippt boltann, skorað með skalla, skoti og var með flotta snerpu.
  Gerrard og Torres verða bara að hvíla
  Forza Liverpool

  • Mér finnst Heskey í dag mjög takmarkaður leikmaður og veit ég ekki hvort ég vilji hafa fá hann í liðið

  Ég væri mikið til í að fá dagsetninguna á því hvenær hann var það ekki? Yrði afar vægt til orða tekið hundfúll ef Heskey færi aftur að skemma fyrir okkur sóknarleik.

 6. Mikið rétt “Babu”. Horfði á leikinn gegn Úkraínu og bölvaði Heskey í sand og ösku yfir hvað hann var slakur. Þegar að ég segi að hann sé “takmarkaður leikmaður” þá var ég í raun að vera mildur og rífa hann ekki of mikið niður (ef hann skildi lesa þetta sko). Ætli Utd vilji ekki bara fá hann ?

 7. Heskey má alveg eiga það að hann er sterkur framherji sem dregur alltaf að sér varnarmenn vegna líkamsstyrkleika síns og það opnar leiðir fyrir aðra að markinu. Capello er hrifinn af honum einmitt útaf þessari ástæðu og gæti hann gert það sama hjá okkur en hann fengi samt ekki meiri spilatíma en hjá Villa.

 8. heskey yrði góð kaup hann mun leggja sig allan fram fyrir liverpool til að halda sætinu sínu með englandi þess vegna ég yrði mjög sáttur með þessi kaup.heskey er sterkur í loftinu og yrði góður til að flikkja boltanum til torres svona svipað eins og þegar heskey var að spila með júdasi þá skoraði júdas fullt af mörkum fyrir liverpool bara út af heskey og hve sterkur hann var í loftinu.
  en annars vill eg fá david villa hann má spila í meistaradeildinni og er einn sá besti í heimi og það verða líka komnir nyjir eigendur þá svo ég held að þeir vilji heimsklassa mann ekki heskey fyrir 1.5millur

 9. það ljósa sem ég sé í þessu er leikmaður sem væri klárlega ógn upp við mark andstæðinganna í föstum leikatriðum sem okkur hefur skort síðan Hyypia fór að spila minna/eða eftir hann fór. Ég skil heldur ekki hvernig menn geta sagt að hann sé að eyðileggja sóknarleik liðsins, þegar hann er einmitt að gera það sem lagt er upp með. Það er ekki hægt að kenna honum um það sem framkvædarstjórinn ákveður, hann sinnir bara sinni vinnum ég myndi frekar segja að hann væri að eyðileggja sóknarleikinn ef hann færi ekki eftir fyrirmælum og teldi sig vera Messi í boltameðferð og hraða.

Blessað landsleikjahléð…

M2travel.is