M2travel.is

Þar sem maður er u.þ.b. að morkna af fótboltaleysi ætla ég að benda á nýjan möguleika fyrir þá sem vilja komast á leik á Englandi (eða annarsstaðar). http://www.m2travel.is/

Á bak við þetta eru ofurhetjurnar Þór Bæring (á Íslandi) og Bragi (í Bretlandi) en þeir eru þaulvanir í þessum bransa eins og sjá má á síðunni þeirra.

 

Ekki skemmir fyrir að Þór Bæring er réttrúaður í enska boltanum þó Bragi verði seint talinn bjartasta peran í herberginu í þeim efnum.

En endilega skoðið þetta hjá þeim félögum.

17 Comments

 1. Miði á Liverpool-Chel$ki=390 pund….það gerir 77.000 kr. er fylgdarkona með í verði?

 2. Það kostar 395 pund á Liverpool-City…. Hlýtur að vera að aðeins fallegri fylgdarkona þar á ferð

 3. Ég spyr nú bara afhverju það er verið að auglýsa svona glæpastarfsemi ef rétt er farið með verð?

 4. Til samanburðar kostar 120 þúsund að fara með Plús ferðum á Liverpool – Everton. Sjá hér: http://www.vita.is/sportlif/stadur/item280507/

  Er þá innifalið flug, skattar, gisting í þrjár nætur með morgunverði og „hospitality” miði á leikinn.

  Bara miðinn hjá M2 kostar rúmlega 60 þúsund, þannig að þetta er eitthvað dýrara. En það er ekkert auðvelt oft að fá miða á leiki og ég held nú að þetta sé bara flott þjónusta hjá þeim félögum. Munið líka að pundið er mjög hátt núna og þetta verð er svosem ekkert óalgengt held ég. Þegar ég hef verið að fara í mínar ferðir þá hefur þetta bara verið verðið, í pundum, fyrir stakan miða.

 5. Það er náttúrulega steypa að gagnrýna þetta verð nema maður hafi verið sofandi í svona fimm ár. Miðinn á Liverpool – Chelsea/ManU var kominn í 30-40.000 kallinn fyrir efnahagshrun. Svona er Ísland í dag.

 6. En haldið þið að Liverpool FC sé að fá þessar tekjur í vasann sinn? Það er ekki svo, þettu er eitthvað pakk að stunda ólöglega (amk ósiðferðislega) dreifingu miða og það að þetta hafi verið stundað undanfarið ár réttlætir ekki þessa starfsemi.

 7. Ég fór á leik Liverpool-Tottenham í janúar 2006, góður leikur á Anfield þar sem við unnum 1-0, Kewell með markið, þá kostaði allur pakkinn þ.e flug, gisting og miði á leikinn sléttar 60.000kr. pundið stóð þá í 121 kr. ef ég reikna það verð þá fæ ég að miðinn ætti að kosta í janúar 2006 litlar 47.190kr.
  ps… hvað kostar þá miði á meistaradeildarleik hjá Liverpool??

 8. Þetta er allavega í boði vilji menn það, það eru ekki allir leikir á 390 pund þó hver heilvita maður ætti að átta sig á því að miði á leik í Englandi er ekki ódýr í dag fyrir íslendinga.

 9. Verðið á suma leiki þarna er svakalegt.

  En ég sá að miði á liverpool-tottenham er á 180 pund,sem ætti að gera 35 þús.
  Mér finnst það ekki svo mikið miðað við aðra leiki þarna.
  Tottenham er með hörku lið,og þetta er í raun stórleikur.

 10. Hvað getum við Íslendingar gert til að kaupa miða af LFC klúbbnum beint án þess að fara í gegnum einhverja underground starfsemi? Get ég hringt í miðasölu á Anfield í dag og pantað miða á leik Liverpool – Everton sem verður 6. feb nk á réttu verði?
  Er eitthvað sem ég get gert til að geta keypt miða beint af LFC miðasölunni?

 11. Lolli:þú þarft að vera í official klúbbnum með fan card,og ef ég skildi upplýsingarnar rétt á síðunni hjá þeim þá máttu bara kaupa einn miða á hvert fan card.

 12. Ef ykkur vantar miða á stakan leik þá er oft verið að auglýsa á gumtree.com (liverpool) … ég keypti t.d. Kop-end miða á Liverpool v Lyon á 70 pund.

 13. Skiptir auðvitað engu hvert gengi íslensku krónunnar er. Þetta miðaverð í pundum talið er bara rugl. Þetta jafngildir verði hálfs season ticket.

  Þarf eitthvað að skoða á milli eyrnanna á því fólki sem kaupir miða á 390 pund.
  Nærri 50.000 m.v. gengi í október 2007
  Nærri 60.000 m.v. gengi í ágúst 2008 (fyrir hrun)
  Yfir 80.000 m.v. gengi dagsins í dag.

  Þvílíkt rugl.

 14. Menn sem vilja láta taka sig alvarlega nota ekki “Þetta getur bara ekki klikkað” á forsíðu heimasíðunnar.
  Hljómar eins og eitthvað hjá Ólafi Ragnari í næturvaktinni.

Meiðslamál

Spurning um að fá sér linsur?