Fiorentina 2 – Liverpool 0

Dembum okkur af stað í dapurlega lesningu.

Byrjunarliðið var eftirfarandi:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insua

Lucas – Aurelio
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Á bekknum eru: Cavalieri – Voronin – Riera – Kyrgiakos – Babel – Spearing – Plessis.

Ljóst að reyna átti að koma Gerrard í “second striker” stöðuna sem oft hefur gefist vel í Evrópu og Brassarnir Aurelio og Lucas látnir reyna sig. Skulum bara orða það rólega þannig……. Það virkaði ekki!

Liðið hóf þennan leik varkárt, eins og yfirleitt á erfiðari útivöllum þessarar keppni, og satt að segja virtist ekki ætla að gera tilraun til að skora í fyrri hálfleik. Ítalirnir fengu smám saman sjálfstraustið og eftir um 25 mínútna leik var orðið ljóst að við værum í töluverðum vanda.

Enda fengum við á okkur tvö mörk á 8 mínútum, fyrst eftir að boltinn tapaðist illa á miðsvæðinu og Insua klikkaði alveg á rangstöðulínunni, og það seinna eftir háa fyrirgjöf frá hægri sem við lentum í miklum vandræðum með að hreinsa, uns boltinn féll vel fyrir fætur Fiorentinaleikmanns sem dúndraði honum í markteiginn þar sem Skrtel svaf og horfði á Jovetic skora. Reyndar gerði hann fyrra markið líka. 2-0 eftir 37 mínútur og ljóst að plan Rafa var s***fallið um sjálft sig.

Seinni hálfleikurinn hófst vel, en það tókst ekki að skora þrátt fyrir fín færi. Hittum yfirleitt ekki rammann eða lokasending klikkaði. Smám saman fjaraði lífið úr okkar mönnum, Ítalirnir lokuðu og unnu að lokum sanngjarnan sigur sem í bland við úrslit kvöldsins úr Ungverjalandi segja okkur að þarna er hörkuriðill í gangi, þar sem mikil barátta mun fara fram um sætin tvö milli Lyon, Fiorentina og okkar. Úrslit kvöldsins gætu hæglega hitt okkur illa í bakið.

Ég verð að fá útrás fyrir gamla plötu. Ég veit fátt leiðinlegra en að horfa á LFC í leikjum eins og í kvöld. Rafa gerir alltaf eins. Fer varkár inn í leikinn, fullt af varnarmönnum og sækir á 3 – 4 mönnum fyrst í stað. Oftast gengur það, en í kvöld gerðist ekkert nema það að Ítalirnir fengu sjálfstraust og punduðu okkur til baka.

Svo verður hann þrjóskur og breytir ekki neinu í hálfleik. Lætur áfram miðjuna rúlla, þó hún virkaði ekki. Með Insua í bakverðinum, þó hann hafi átt stinker og Kuyt/Benayoun látnir böðlast áfram án þess að skapa neitt, en senda 80% boltanna í átt að eigin marki. Við héldum víst boltanum 62% í kvöld, en til einskis.

Svo líður tíminn og lítið gerist. Þá kemur skipting þegar 20 mínútur eru eftir og síðan þegar 9 mínútur eru eftir. Engin þriðja skipting. Skildi þetta einhver? Það var að mínu mati hægt að taka alla útaf fyrir utan “big four”, þá Reina, Carra, Gerrard og Torres, en greinilega var það ekki á! Ekki það að Babel og Voronin voru arfar þegar þeir komu inná. En okkar frábæri stjóri, og ég meina það, sýndi í kvöld þá einu hlið á sér sem ég á erfitt með að skilja. Mér fannst hann þrjóskur (jafnvel hrokafullur?) í því að berja hausnum við stein og satt að segja held ég að svona leik ætti hann að horfa á sem oftast. Því í kvöld sá Fiorentina við honum. Frekar auðveldlega meira að segja.

Í svona leik finnst mér best að nota orðin “minnst lélegi” leikmaðurinn. Ekki það að slíkt skipti nokkru máli. Mér fannst Gerrard minnst slakur, en algerlega sama þó menn séu ekki samála.

Það er töluverð samkeppni um “mest lélega”, usual suspects munu örugglega koma upp, þetta var ekki leikur Lucasar, Kuyt, Benayoun eða Aurelio og ég er sannfærður að margir munu nýta það tækifærið í ummælum hér á eftir. Ég hrökk þó mest við að sjá Martin Skrtel eiga arfaleik og svo ná varla andanum í leikslok. Vona að Agger hafi komist vel í gegnum varaliðsleik kvöldsins, vill alveg fara að sjá hann.

En auðvitað má maður reikna með því að liðið eigi sína toppa og botna, ég er að vona að þessi botn leiði af sér topp á sunnudaginn gegn Chelsea. Hef alveg trú á okkar mönnum þar. Úrvalsdeildin er það sem blívur í bili elskurnar!

80 Comments

 1. Menn verða að spila báða hálfleikina ekki bara annan.

 2. Lucas og Aurelio, magnað miðvallarpar. Ef við höldum áfram á sömu braut verðum við í baráttu um eufa sæti í vor.

 3. Sælir félagar

  Miðjan sem RB stillti upp tapaði þessum leik. Fabio Aurelio jafn ömurlegur og Lucas Leiva. Að Babel var ekki í byrjunarliði er óskiljanlegt enda var engin ógnun á köntunum og það hefði verið betra að skipa bakvörðunum að fara ekki yfir miðlínu í fyrri hálfleik því ekkert gerðist hjá þeim frammá við. Að láta Aurelio í byrjunarlið, maður sem er ekki neinni leikæfingu er gjörsamlega óskiljanlegt. Hinn “taktíski” RB tapaði á óskiljanlegri taktík í fyrri þar sem hann var alls ekki tilbúinn undir agressivan sóknarleik ítalanna. Fyrri hálfleikur algjör eymd frá upphafi til enda. Og ég spyr. Af hverju var ekki skipt inná fyrren eftir 20 mín. Var RB svona ánægður með stöðu og vinnu manna í fyrri hálfleik?????

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Það “jákvæða” sem ég næ að kreista út úr þessu er að maður er næstum búinn að gleyma þessari tilfinningu, þessi riðlakeppni hefur verið tiltölulega átakalítil undanfarin ár hjá Liverpool!

  Þessi fyrrihálfleikur var einfaldlega hrein hörmung og gerði þetta að fýluferð til Flórens, Liverpool liðið mætti nú til leiks í þeim síðari en því miður er ekki ennþá búið að breyta klukkunni í vetrartíma. Miðjan okkar í fyrrihálfleik var ósköp einfaldlega alls ekki í Liverpool klassa og sérstaklega fannst mér Aurelio átakanlega lélegur löngum stundum, var klárlega ekki klár í þennan leik þó ég haldi að hann geti þetta nú allveg.

 5. Tek undir með Sigkarli, hann súmerði mínar pælingar að mestu um þennan leik. Þvílíkt endemis skipulags og spilamennsku rugl.
  AF hverju var Gerrad ekki látinn droppa niður á miðjuna eftir 20 min þegar við vorum gjörsamlega yfirspilaðir á miðjunni?? Stundum virkar hlutirnir ekki eins og planað var og þá verða menn að bregðast við því strax. Set þetta tap á Benites 60% og liðið 40%.

 6. þetta var hörmung að horfa á fyrri hálfleik, byrjaði vel í fyrri en það vantaði samt að taka lucas útaf.

 7. Feginn að hafa misst af þessari hörmung…af hverju var Aurelio annars á miðjunni? Er Benitez að gefa skít í þessa keppni? Vanmat?

 8. Þetta var dapurt. Fyrri hálfleikurinn var með því lélegasta sem ég hef séð til Liverpool í langan, langan tíma. Ekkert gekk upp, enginn lék vel. Torres og Gerrard voru áhorfendur, Kuyt og Benayoun komu boltanum ekki frá sér og Lucas og Aurelio voru algjörlega yfirspilaðir á miðjunni. Insúa og Johnson báðir óagaðir varnarlega í bakvörðunum og Carra og Skrtel – og þá sérstaklega Skrtel sem lætur Jovetic laumast fram fyrir sig í báðum mörkunum.

  Seinni hálfleikurinn var skárri en það var of seint í rassinn gripið, leikurinn var tapaður í hálfleik og á meðan Rafa var ekki til í að gera eitthvað róttækt til að brjóta þetta upp (hann skipti allt of seint inná og breytti aldrei um taktíkina sem Fiorentina-menn voru búnir að sjá við) vorum við aldrei að fara að skora nema með einhverri heppni.

  Bara slakt. Frá A til Ö. Örfáir leikmenn lifnuðu við í seinni hálfleik en sleppa ekki við skítkast fyrir það. Þetta tap var ekki bara Lucas að kenna, þótt hann væri arfaslakur, heldur átti liðsheildin öll eitt stykki lollara í kvöld. Rafa þarmeðtalinn.

  Vonandi vekur þetta menn aðeins eftir nokkuð auðvelda sigra á Englandi undanfarið. Vonandi verða menn grenjandi brjálaðir yfir þessu tapi og láta það bitna á mótherjum sunnudagsins. Og vonandi ákveður stjórinn okkar ekki að setja vinstri bakvörð í engri leikæfingu á miðjuna í öðrum stórleik í vetur. Stundum ganga hlutirnir ekki upp hjá Rafa en það gerist nánast aldrei að maður geti sagt að hann hafi tekið heimskulegar ákvarðanir. Hann tók eina slíka í kvöld og fékk það allsvakalega í andlitið.

  Onwards and upwards. Eitt tap er ekki hræðilegt í þessum riðli en nú verða menn að spýta í lófana gegn Lyon.

 9. Sem betur fer horfði ég ekki á þennan leik. Sé alls ekki eftir því .. Ég fyrirgef þeim ef þeir vinna Celski á sunnud. Er samt alls ekki bjartsýnn fyrir þann leik, því miður.

 10. Eru enn ein eigendamál á Liverpool farin inná völlinn??? Finnst alltaf þegar þessi eigenda umræða fer á stað þá gengur illa á vellinum!!! eða er það bara ég ???

 11. Rafa Benitez mamma mía….
  Erfitt að heyra suma skella skuld á Lucas, eins og það sé bara málið. Hann var vissulega ekki að eiga brilliant leik en sæll Aurelio, Skrtl, Insua etc. voru síst skárri og í raun enginn betri en eitthver annar í liðinu, heilt yfir slök frammistaða og sama leiðinda taktíkin hjá stjóranum okkar.
  Svo voru Fiorentina bara helnettir í fyrri hálfleik og eiga hrós skilið!
  Sjibbí að Chelsea séu næstir og þá mun Rafa nota nákvæmlega sömu leikaðferð sjibbí (reyndar skárra að hafa Masch en Aurelio).. ..

 12. Fullkomlega óskiljanlegt hjá Hr.Rafael Benitez að setja Aurelio nýstiginn uppúr meiðslum og í engri leikæfingu inná miðjuna með kjúklingnum Lucas. Fullkomlega. Ég er enn að reyna átta mig á þessu byrjunarliði.

  Stundum dettur Rafa bara í eitthvað Championship Manager rugl þar sem honum tekst að yfirtrompa sjálfan í tilgangslausri taktík. Bara því hlutirnir líta vel út á tölvuskjá rótar hann að óþörfu í liðinu, ruglar algjörlega allri liðsheild og setur menn á bekkinn sem eru í góðu formi.

  Menn taka ekki svona áhættur á útivelli í CL. Sérstaklega eftir klára viðvörun sem þessi slaka frammistaða var gegn Debrecen á Anfield. Mascherano vantaði og þess vegna varð að setja Gerrard aftur á miðjuna. Á meðan vörnin er svona óörugg þá bara verður að hafa fyrirliðann á miðjunni til að stýra liðinu og miðjuspili til að róa taugarnar. Jafnvel Voronin hefði verið betri á miðjunni en Lucas og Aurelio. Hann kann allavega að skýla boltanum og koma honum skammlaust frá sér í spil.

  En fokk it. Rafa getur bætt þetta 100% upp ef við vinnum gegn Chelsea á Stamford Bridge. Þá fyrirgef ég honum ansi margt.

  Áfram Liverpool!

 13. Kann einhver spænsku? Sá hinn sami er beðin um að skrifa Rafa tölvupóst og láta hann vita að það megi skipta inná fyrir 70 mín og það megi líka nota 3 skiptimenn!!

 14. Það er aðeins eitt orð sem kemur uppí hugan þegar ég rifja þennan leik upp, SORGLEGT.
  Þetta eiga að heita atvinnumenn í knattspyrnu en það var engin sem fann stimpilklukkuna í flórens í kvöld. Okkar menn hefðu með réttu átt að greiða aðgang á völlinn, þeir voru það lélegir. Það er ekki hægt að taka neinn út og segja að hann eigi stæðstan þátt í þessu klúðri, það skítu hreinlega allir í sig í kvöld, Benítez þar með talinn.
  Þessi mikli taktíker var einfaldlega yfirspilaður og útklassaður í þessu einvígi, það verður fróðlegt að sjá heimaleikinn geng þessu liði.
  Við fengum engan frið við að spila boltanum í fyrri hálfleik, það voru alltaf 2 menn mættir í pressu á boltan inná miðsvæðinu og við vorum ekki að höndla það með tvo hæga menn á miðjunni.
  Mestu vonbrigðin í kvöld eru ekki úrslitin í þessum leik heldur viðbrögð Rafa við þessari pressu og að gera ekkert í því heldur láta leikinn renna sér úr greipum og láta Fiorentina yfirspila sig.

 15. Þessi riðill er orðin rosalegur og gæti í raun endað með því að við endum með 12 stig ásamt Lyon og Fiorentina. Staðan verður pottþétt 6-6-6-0 eftir næstu umferð (ef við skítum ekki upp á bak á móti Lyon).

  Þessi leikur er búinn og við eigum alltaf slaka leiki í CL samanber Besiktas úti og Marseile heima síðustu ár. Nú tekur við annar leikur sem ég veit að við vinnum og þá hætta gagnrýnisraddirnar jafn fljótt. Benitez verður ekki kallaður LOLLI um kvöldmatarleitið á Sunnudaginn. YNWA

 16. Ef menn spá í eitt í byrjun þessa sesons þá hafa liverpool unnið þá leiki sem eiga að vera pottþéttir sigrar, s.s Stoke,Hull,Bolton,Burnley og West Ham en tapað þeim leikjum sem falla kannski frekar undir 50/50 sbr Aston Villa, Tottenham og svo í kvöld. Virðist vera sem liðið höndli ekki að spila á móti betri liðum. Hvað finnst mönnum um þessa kenningu ?

 17. sammála jónasi og mér fannst það sjást i dag að macca vantaði i dag hann er bestur á móti þessum liðum sem eiga að vera góð en lucas, skrtel og aurelio voru alveg skelfilegir þessi vörn hjá okkur er alveg skelfilegt þetta timabilið það er ekki mörg timabil sem við fengum á okkur langfæstu mörkinn en það er akkurat öfugt núna. maður fer ekkert með bullandi sjálfstraust i chelsea leikinn

 18. Who cares, það sem stóð upp úr var hræðilegur dómari og að gaurinn sem skoraði mörkinn lagði gífurlegan stökkkraft í dýfingarnar hjá sér. Skoruði í kjölfarið á slíku, eitthvað álíka og Drogba hefði getað verið stoltur af. Seinna markið er grís, shit happens. Það kom á óvart var að þeir komust upp með að liggja í vörn 30-40 mín til að klára leikinn, svekktur með það mest af öllu.

 19. Undirritaður sá bara fyrrihálfleik og það var alveg nóg. Liðið var gjörsamlega heillum horfið. Torres var í öruggri gæslu og aðrir leikmenn úti á túni.
  Ensku þulirnir töngluðust sí og æ á því að þetta væri hrikalegur heimavöllur og það hjálpar ekki til.
  Leikmenn kvöldsins voru miðjumennirnir Lucas og Aurelio sem hefðu allt eins getað verið úti í sjoppu í kvöld. Nóg um það.
  Ég sagði eftir leikin við Hull á laugardaginn að sá leikur gæfi ranga mynd af okkar stöðu. Það sást í kvöld.
  Vonandi kemur það ekki að sök þegar uppi verður staðið.

 20. Alveg skelfilega lélegt, skil ekki hvernig Benitez gat dottið í hug að Aurelio og Lucas myndu redda miðjunni. Hver einn og einasti maður á vellinum (rauðir þeas) virkaði áhugalaus, hugmyndalaus og helst vilja vera allstaðar annarstaðar en inn á vellinum. Skammarlegt að sjá Skrtel varla nenna að labba til baka eftir að hann var gerður að fífli út á miðjum velli. Get ekki beðið eftir því að Benitez viðurkenni að Lucas sé ekki málið fyrir Liverpool og gefi hann upp á bátinn. Getur flotið með þegar við spilum gegn liðum eins og Stoke og Hull en er alltaf skelfilegur þegar við spilum gegn sterkari liðum. Er ekkert að drulla yfir Lucas, leggur sig fram í leikjum greyið en er því miður ekkert betri en þetta. Þetta er gagnrýni á Benitez. Þoli ekki þegar hann kemur fram eftir leiki og fer að dásama hversu Lucas hafi spilað vel, eins og hann sé að réttlæta veru hans í liðinu.

 21. Jú, þú ert að drulla yfir Lucas. Manstu þegar Lucast spilaði gegn man u og chelsea? Þú ert bara í bullinu.

 22. Reynir: ég held að þeir sem halda því fram að það sem standi uppúr eftir þennan leik sé dómarinn og einhver gaur sem að var að dýfa sér og svekkelsið sé að Fiorentina hafi pakkað í vörn í 30-40 min séu í þónokkru meira bulli en ég. Allir þeir sem að eru hrifnir af Lucasi sem leikmanni eru búnir að láta Benitez heilaþvo sig rækilega!!

 23. Dýfingin var eins og langstökk nema að hann reyndi að lenda á andlitinu, aldrei séð annað eins. Ég sagði ekki að svekkelsið stæði af því að þeir hefðu pakkað í vörn, ég sagði ekki að ég væri hrifinn af Lucas.
  Málið er að þú komst bara með einhverjar fullyrðingar sem standast ekki og kýst að drulla yfir einhvern einn leikmann, auk þess get ég bent þér á að Liverpool var í hvítum búning.

 24. Sælir allir saman… leiðibnlegt að heyra svona úrslit… hef eithvað aðeins v erið að lesa comment… og séð að menn eru að skegræða hvað hinn og þessi var lélegur og svo framvegis… sá ekki leikinn en var að skoða mörkin á 101….. og fanst nú bara eins og Reina hafi átt að verja þetta … veit ekki, kanski sé ég þetta ´svona lélegum gæðum.. en hvað um það… við hijum bara upp um okkur og gerum betur í næstu leikjum.. núna er bara að hætta að væla og hugsa bjart fram á við.. Chelsea um helgina…. 🙂

 25. Er ekki enska deildin aðalmálið í ár?? Menn hafa a.m.k. látið slíkt í ljós hér á þessari síðu sem og annars staðar. Benitez er einfaldlega með hugann við sunnudaginn, eitt slys í CL skaðar vonandi ekki þegar upp er staðið. Sunnudagurinn er okkar. Ég hef mikla trú á okkar liði, erum með frábært lið. YNWA. In Rafa we trust 🙂

 26. Ég sá ekki leikinn (líklega sem betur fer) en mig langaði engu að síður að segja að það að Rafa Benitez hafi verið þver og þrjóskur kemur mér ekki neitt á óvart, nákvæmlega ekki neitt. Maðurinn hefur ýmsa kosti og hann hefur gert margt gott. En stundum vildi ég óska þess að einhver væri við stjórn sem væri ekki búinn að setja allan leikinn upp í excel skjal fyrirfram sem ætti að fylgja óháð því hvernig leikurinn spilaðist. Þannig finnst mér Rafa oft vera, hann er búinn að bíta í sig að eitthvað eigi að virka miðað við hlaupavegalengdir, nákvæmlega mælda læraþykkt og annað álíka og virðist aldrei vera tilbúinn að breyta um aðferð ef sú sem hann er að nota virkar ekki. Sbr þessar síðbúnu og oft algjörlega tilgangslausu skiptingar hans. Það er eins og það sé regla hjá honum að það megi aldrei skipta út leikmanni fyrr en eftir 70. mínútu, sama hve illa liðið er að drulla á sig. Og hann er mjög hrifinn af því að nota helst bara tvær skiptingar, líkt og hann sé að safna skiptingum. Kannski heldur hann að þetta virki þannig og hann geti þá skipt öllum inn og út eins og hann vill í síðustu leikjum tímabilsins, þar sem hann eigi svo margar ónotaðar skiptingar frá fyrri hluta tímabils.

  Eins og áður sagði, þá hefur hann gert margt gott og er alls ekki ómögulegur í alla staði. En hann er kolómögulegur í suma staði, í það minnsta. Ég held ég geti ekki verið einn um þá skoðun.

 27. Sammála mönnum hér að ofan,sérstaklega að Rafa virðist fastur í einhverju fyrirfram plani sem má ekki hnika neitt til. Sendingar nánast allar ömurlegar sérstaklega í fyrri hálfleik, já frekar slappur leikur, en vonandi voru menn að ,,,ja tja,,, slappa af fyrir leikinn á móti Che#$#”#$. 😉

 28. Þetta var sorgarkvöld og það er ekki minn stíll að kenna dómaranum eða öðrum heldur en liðinu sjálfu um tapið. Mnn voru einfaldlega ekki tilbúnir í það sem Fiorentina hafði uppá að bjóða. Engu að síður verð ég að fá að segja um dómgæsluna að á köflum var þetta bara fyndið. Það var ekkert samræmi í því sem þeir gerðu og það finnst mér vera nr. 1 hjá góðum dómurum, að þeir geti verið samræmir sjálfum sér heilann leik. En eins og ég sagði, þá er þetta bara liðinu að kenna því menn geta ekki treyst á dómgæslu í þessari íþrótt.
  En nóg um það. Benítez er náttúrulega þrjóskuhaus dauðans en gleymum ekki hvað hann hefur gert í þessari keppni og gefum honum séns, allaveganna fram yfir sunnudags eftirmiðdaginn.
  Chelsea 0-2 Liverpool
  Torres 9min.
  Gerrard 64min.

 29. Reka þjálfarann, strax og ráða bara einhvern annan í staðinn! 😛

  Þetta Fiorentina lið var frábært og lítil skömm að tapa fyrir því.

 30. Eg hefdi viljað sja þrefalda skiptingu a 60 min med Riera, Babel og Voronin inn.. Það hefði 100% frískad uppa lidid (samt kannski sma moguleiki a mark i andlitid )

 31. Betur má ef duga skal – ef við spilum eins gegn Chelsea verðum við rasskelldir.

  Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar Carra, Skrtel, Insua, Johnson, Lucas, Aurelio , Gerrard, Benayoun, Kuyt og Torres eiga allir slakan leik.
  Vissulega var þetta mjög (ég endurtek… MJÖG) skrítin ákvörðun að spila með Lucas og Aurelio á miðjunni (getulausan síbrotamann og bakvörð í engri leikæfingu) en mér er alveg sama, það voru bara of margir leikmenn sem áttu að gera mikið mun betur óháð hvort við vorum að spila 4-4-2 eða 4-5-1 og óháð því hvar Gerrard var að spila.

  Við héldum boltanum ekki niðri og vorum að taka rangar ákvarðanir í flestum (ef ekki öllum) tilfellum í fyrri hálfleik, hvort sem það var sóknarleikur liðsins sem var hægur og fyrirsjáanlegur eða varnarleikurinn sem við spiluðum í fyrrihálfleik, þar sem Ólympíuandinn var alsráðandi og það átti greinilega að leyfa öllum Fiorentina mönnum að vera með og ekki pressa þá að óþörfu…. furðulegt alveg.

  Liðið spilaði mun betur í síðari hálfleik – enda var varla annað hægt.

  Ömurleg spilamennska í hræðilegum leik. Nú er bara að læra af þessu, það þarf að mæta í leiki til þess að eiga möguleika á þremur stigum.

 32. Rafa er þokkalega brutal í viðtalinu eftir leik. Sjá hér. Það er allavegana gott að hann var að horfa á sama leik og við. Þessi fyrri hálfleikur var brandari.

 33. Það á sér stað ákveðinn heilaþvottur í Liverpool borg þar sem menn berjast við að skrifa vel um Lucas. og ef manni er sagt eitthvað nógu oft þá fer maður að trúa því. En þrátt fyrir allt og alla spilamennsku leikmanna þá er miðjustaðan alltof mikilvæg fyrir liðið í heild til þess að vera með mann sem ætti í vandræðum með að komast í liðið hjá Rosenborg spilandi þar. Ef Liverpool kýs að vera með síbrotamann sem kann ekki að sækja eða getur ekki sótt þá erum við í algjörum vandræðum. ég vil biðja menn að skoða þá leiki sem Lucas hefur verið inn á segja mér hve mörg mörk hafi komið útfrá miðjunni i þeim leikjum. Sannleikurinn er bara sá að í hans leikjum þá koma mörkin af köntunum. Undantekningin er þegar maður með leikskilning, kann að að senda frá sér bolta og hugsar fram á við er á miðjunni (Gerrard). Lucas er bara ekki góður leikmaður fyrir þetta lið og það er ekki ímyndun eða þvermóðska í mér. Hann bara ER EKKi nógu góður leikmaður til að höndla svona mikilvæga stöðu. Gerrard inn á miðju og Yossi í boxið, Babel á vinstri og hlutirnir halda áfram að blómstra hjá okkar mönnum.
  Áfram Liverpool.

 34. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem okkar menn spila í þessum búningum,,, það getur verið erfitt að spila í nýjum búningum. Sjáið bara hvað spilið batnaði í seinni hálfleik eftir að menn voru búnir að venjast þeim aðeins.

 35. Hahahah. Frábær ummæli hjá Þorleifi (#39). Þetta er allt búningunum að kenna. Hinsvegar er ég mjög sammála mönnum um hverjir voru slakastir hjá LFC í gærkvöldi. Skrtel og Aurelio eiga það skuldlaust og voru alveg svakalega slakir. Við sátum félagar saman og vorum að horfa á leikinn og vorum báðir sammála því að Aurelio hefði átt að fara útaf í hálfleik. Benitez er klárlega að koma honum í gang fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudaginn. Insua sýndi það því miður í þessum leik að hann er ekki alveg orðinn nógu góður í þessa “stóru leiki” og því mun hann vera á bekknum á sunnudaginn. Lucas var ekki sá lélegasti á vellinum í gær en það pirrar mig svakalega hvað hann er hægur og lengi að framkvæma hlutina. Ég hef samt sem áður engar áhyggjur. Við vinnum Lyon á heimavelli og Fiorentina á ekki break í okkar lið á Anfield. 3 stig koma í Ungverjalandi og svo jafntefli eða sigur á heimavelli Lyon. Liverpool fer örugglega áfram upp úr þessum riðli. Ekki þetta endalausa vonleysi drengir. Hlakka til að fá ítalann í gang og svo hlakka ég til að fá Agger aftur til að setja Skrtel á bekkinn í smástund. Hann þarf á því að halda.

 36. Það er nokkuð ljóst að við verðum að vinna Lyon á Anfield, ef það tekst ekki þá verður þetta ströggl (þ.e. ef maður gefur sér að Fio vinnur báða leikina gegn Debrecen). Sennilega dugir þá ekkert minna en vinna alla 3 leiki síðari umferðarinnar.

 37. Þetta tap í gær er ekkert flókið að útskýra, myndi gera það ef Þorleifur Nr.39 hefði ekki gert það 🙂

 38. vonandi að Aqulani leysi þetta miðjuvandamál og að Agger haldist heill þegar hann kémur til baka.Mér finst carra og skertel óöruggir

 39. Kiddi Keegan (#37), þetta er algjört kjaftæði hjá þér. Það er enginn heilaþvottur í gangi, það eina sem er að gerast er að þeir sem skilja hvert framlag Lucas til liðsins er eru að reyna að vera háværir til að þagga niður í þeim sem hafa ákveðið að Lucas sé ekki og verði aldrei nógu góður, sama hvað hann gerir.

  Lucas hefur spilað hvern einasta leik í deildinni hingað til og með hann í liðinu hefur liðið skorað 22 mörk í 7 deildarleikjum, sem er frábært. Hann hefur enn ekki skorað eða átt stoðsendingu sjálfur en hefur þó verið mikilvægur hlekkur í nokkrum mörkum, sbr. fyrirgjöf hans sem barst á Riera sem skaut inn via Babel gegn Hull um helgina. Í fyrra skoraði hann þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar í 20 leikjum fyrir liðið í öllum keppnum (skv. Soccernet), á meðan Alonso t.d. átti fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar í 38 leikjum fyrir okkur á sama tímabili (Soccernet). Mascherano átti í fyrra 2 stoðsendingar og ekkert mark í 37 leikjum fyrir okkur og hefur í ár átt eina stoðsendingu í sjö leikjum. Þannig að hvorugur þeirra er að gera mikið betur en Lucas í markaskorun/stoðsendingum, jafnvel ekki einu sinni Alonso á sínu marksæknasta tímabili fyrir okkur.

  Það skiptir samt ekki máli. Menn eins og Alonso, Mascherano og Lucas eiga ekki fyrst og fremst að skora mörk eða vera með fyrirgjafir og slíkt. Þeirra hlutverk er að stjórna leiknum á miðjunni svo sóknarmennirnir framar – Gerrard, Torres, Benayoun og co. – geti notið sín. Það hafa Lucas og Mascherano, og Gerrard í fjarveru Mascherano, verið að gera mjög vel í vetur, sbr. 22 mörk í 7 deildarleikjum og þá staðreynd að leikurinn í gær var fyrsti leikurinn af tíu í öllum keppnum í vetur þar sem liðið nær ekki að skora mark.

  Lucas var mjög, mjög lélegur í gær. En ekkert verri en aðrir leikmenn liðsins, og mér þótti menn eins og Aurelio, Skrtel, Johnson, Insúa og Benayoun allir eiga talsvert mikið ömurlegri leik en Lucas. Lucas var ágætur en óheppinn gegn Aston Villa (fær boltann í sig í fyrsta markinu, sem allir brjálast yfir, á meðan Gerrard gaf fáránlega vítaspyrnu og enginn skammaði hann) og einn af fáum björtum punktum í tapinu gegn Tottenham. Það er því einfaldlega ekki hægt að kenna honum um nein af þremur töpum haustsins. Það er bara ekki hægt.

  Gætum við haft betri mann þarna? Hugsanlega, Aquilani er enn ónotaður og Lucas þarf að stíga upp um eitt eða tvö skref til að ná mönnum eins og Alonso og Gerrard að gæðum. Hann er hins vegar ungur og eins og ég hef margoft bent á er hann hvorki mikið lélegri, né með mikið lakari ákvarðanatöku, en Gerrard var með á þessum aldri. Gerrard var framan af ferli meistari í að fá á sig óþörf spjöld, láta reka sig útaf fyrir hasartæklingar og þess háttar, auk þess sem markaskorun hans var ekkert í líkingu við seinni árin. Lucas er þegar byrjaður að skora, virðist vera að læra af mistökum sínum hvað brot og spjöld varðar (hefur ekki enn fengið spjöld, gul eða rauð, í vetur skv. Soccernet) og leikur hvern einasta leik í liði sem er á góðu róli í deildinni og að skora helling.

  Hversu oft þarf því eiginlega að segja þetta? LUCAS ER EKKI VANDAMÁLIÐ. Hann getur bætt sig og mun gera það, hann er ungur og enn að læra, en hann er einfaldlega ekki of lélegur í þetta Liverpool-lið. Ég er ekki að ljúga að sjálfum mér, ég er einfaldlega að dæma hann frá leik til leiks, ólíkt mörgum ykkar sem virðist hafa horft á eina eða tvær frammistöður hans síðustu tvö árin og notað þær stöðugt sem sönnun þess að hann sé lélegur.

  Þessi umræða er jafn leiðinleg og umræðan um Kuyt fyrir tveimur árum. Það efast enginn um þann dreng núna af því að hann fékk tíma til að vinna sig út úr lægðinni sem hann segir sjálfur að hafi komið í kjölfarið á dauða föður hans. Lucas er góður og mun fá tíma til að bæta sig enn frekar og vonandi deyr þessi umræða fljótlega þegar menn fara að sjá betur og betur hverju hann skilar til liðsins.

 40. Kudos – Kristján.

  Hvernig mönnum tekst að rífa sig yfir Lucas en þegja yfir vandræðalegri frammistöðu Mascherano er mér fullkomlega óskiljanlegt. Greinilega ný Sissoko umræða á ferðinni, sem miðar að því að taka einstaklinga út úr hópíþrótt til að geta pumpað úrgangi frá sér.

  Liðið lék illa í gær. Allt. Lucas var langt frá því að vera verstur. Langt!

 41. Algjörlega frábært svar KAR, sammála þér í einu og öllu og algjörlega ótrúlegt að sjá hvernig menn verða að taka út einstaka leikmenn og drulla yfir þá umfram allt annað þó svo að aðrir séu að standa sig svipað eða mun verr. Svona var þetta með Kuyt, svona var þetta með Sissoko, svona var þetta með Carra á sínum tíma, þetta er einfaldlega hundleiðinlegt trend hjá alltof mörgum stuðningsmönnum.

  En að leiknum, fyrri hálfleikur var ÖMURLEGUR í alla staði. Það átti ekki EINN EINASTI leikmaður leik sem hægt var að kalla sæmilegan. Ekki einn. Sem betur fór kom annað lið inná í seinni hálfleik, allt annar bragur á liðinu. Ég skyldi vel uppstillinguna fyrir leikinn, Aurelio hefur verið fínn í þessari stöðu, og var fínn í henni gegn Leeds um daginn. Hann á að vera með sendingarhæfni í þetta og varnarfactor í sér. Það gekk ekki upp, og það er alveg ótrúlega auðvelt að vera vitur eftirá, það eru hreinlega allir færir í því.

  Ég er líka hjartanlega sammála því að Rafa er of íhaldssamur þegar kemur að skiptingum, hefði viljað sjá þessu breytt í hálfleik, simple as that. Reyndar breyttist spil liðsins mikið eftir hálfleikinn, en ég hefði viljað sjá enn meiri breytingar. Þetta er að mínum dómi hans lang stærsti galli sem stjóri.

  En þó það hafi farið mikið í taugarnar á mér hversu slakir við vorum í fyrrihálfleik, þá voru tvö önnur atriði sem fóru MARGFALT meira í taugarnar á mér. Helvítis leikaragangurinn hjá Fiorentina, og þá sér í lagi hjá þessum horbjóð sem skoraði bæði mörkin, 19 ára gamalt kvikindi og hann er strax farinn að reyna að ógna fyrirmyndinni með sínum Drogbish látalætum. Seinna markið átti til dæmis aldrei að koma, hann fleygði sér í jörðina og fékk aukaspyrnuna þar, sem átti auðvitað aldrei að koma.

  Hitt er svo sem fór ferlega í mig. Það er bara langt síðan ég hef verið jafn brjálaður út í dómara á leik með okkar mönnum. Hann féll trekk í trekk í dívu gildruna hjá þeim Fiorentina mönnum, en svo í eina skiptið sem hann ákvað að um leikaraskap var að ræða, þá spjaldaði hann litla hvíta Drogba…uhh, nei, bíddu við, hann sagði honum bara að hætta að leika sér. Þessi dómari var á þeim standard að þetta hefði geta verið týpískur dómari í handboltanum hérna heima, heimadómgæslan var þvílík að það er langt síðan ég hef séð annað eins.

  Við töpuðum þessu á því að mæta ekki í fyrri hálfleikinn, en ég hef oft upplifað tapleiki og ekki verið jafn sjóðandi illur og í gær. Leikaraskapur og dómarinn sáu um það að það kraumaði á mér og það er fyrst núna sem ég get sett einhverja stafi niður á prent, og samt er ég fáránlega æstur yfir þessu ennþá. Nú er bara að girða sig í brók og taka á þessum bláu á sunnudaginn. Hvíti Drogba í dag, sá svarti (orginallinn) á sunnudaginn. Sigur þá plís og þá verður allt gott að nýju 🙂

 42. Það er af og frá að hægt sé að kenna Lucas um spilamennsku okkar í gær, já eða þá tvo tapleiki sem komnir eru í deildinni.

  En þegar leikur liðsins er sveiflukenndur, 3 töp og september er ekki búin, þá er bara eðlilegt að menn horfi á hvað hefur breyst frá því í fyrra – sem var okkar besta tímabil í áraraðir.

  Þetta með Lucas er einfallt …. myndi hann komast í Utd, Chelsea eða jafnvel Arsenal & City ? Þetta er jú þorrinn af þeim liðum sem við viljum bera okkur saman við (amk Utd og Chelsea). Svarið er einfalt, hann kæmist eflaust ekki á bekkinn hjá Utd né Chelsea – en Masch & Alonso væru báðir lykilmenn þar eins og þeir yrðu í nánast öllum liðum í heiminum – enda báðir mjög eftirsóttir af ekki minni liðum en Real Madrid og Barcelona í sumar.
  Lucas myndi ströggla að komast í hópinn hjá okkar helstu keppinautum, hann styrkir ekki hópinn okkar, á erfitt með að klára einfaldar sendingar, er ekki verkefninu vaxinn að taka við “playmaker” hlutverkinu á miðjunni og getur ekki hætt að brjóta af sér í alveg ótrúlega tilgangslausum tilfellum (þegar það er búið að tvöfalda á boltamanninn osfrv.). Ég er búin að vera að segja frá því í fyrra að hann muni koma til og hann eigi að fá sénsinn – en málið er að hann er ekki að sýna neitt í þeim leikjum sem hann spilar – og ekki batnar það þegar komnir eru 10 leikir í röð.

  Hann er duglegur og allt það, en það var Sissoko líka – getan var einfaldlega ekki til staðar. Og í guðanna bænum ekki koma með “hann er ungur og þarf tíma” bullið – ef hann er nógu góður þá er hann nógu gamall. Fabregas var nú ekki árinu eldri en 17 ára þegar hann var farin að stýra miðjunni hjá Arsenal (ef ég man rétt), Owen var ekki gamall þegar hann meikaði það, það sama má segja um Gerrard þó að stöðugleikan hafi vantað hjá sumum sem ég nefni þá sá maður samt sem áður getuna í þessum leikmönnum – þið verðið bara að fyrirgefa en ég sé það ekki hjá Lucas. Ég vona svo sannarlega að það breytist, því það yrði okkar ástkæra klúbbi til góða. En staðan er bara ekki þannig í dag.

  Ég er ekki að kenna greyjið strákinum um allt sem fer úrskeiðis hjá okkar liði, hlýnun jarðar og Icesave í þokkabót – ég er einfaldlega að segja að hann kæmist ALDREI í lið Utd eða Chelsea og hann styrkir okkar lið ekki eins og það er í dag. Hann er ágætur í sumu, en langt langt frá því að vera frábær í einhverju.

 43. Hmm, Eyþór. Hefur þú heyrt um leikmenn sem bera nöfnin Darren Fletcher og John O’Shea? Held að það sé nú bara hreinlega ekkert svo vitlaust að bera saman Lucas við Fletcher til dæmis, þolinmæðin gagnvart Fletcher hefur verið mikil og í dag eru menn þar á bæ loksins farnir að taka hann í sátt. Í rauninni þá sé ég ekki neinn mun á að hafa John Obi Mikel í hóp, eða Lucas. Þannig að þennan punkt hjá þér kaupi ég bara engan veginn, sorry.

 44. Fletcher hefur nú ekki verið fastamaður í Utd liðinu í gegnum árin, en hefur verið þeirra besti maður (ásamt Rooney) í ár. Hvað John Obi varðar, þá er hann e.t.v. verðugur keppinautum við Lucas um pláss á bekknum, ekki mikið meira en það.

  Menn eru duglegir að benda á það að Lucas sé með skotmark málað á ennið á sér eftir hvern tapleik Liverpool, ég get svo sem tekið undir það – þetta er ekki fjarri því sem Carra fékk að takast á við áður en Rafa tók við, enda sagði hann sjálfur að hann vissi þegar hann myndi kveikja á útvarpinu og/eða opna blöðin þá væri honum kennt um slakan leik liðsins og allt það sem fór úrskeiðis.

  Því spyr ég á móti, hvað er það í leik Lucas sem heillar þá sem hópast að baki honum ? Hann er ekki afburða sendingamaður (ein sending gegn Newcastle gerir hann ekki að slíkum, sorry), hann hefur ekki áberandi góðan leiksskilning, hann er ekki fljótur eða teknískur , hann er ekki að leggja upp mörkin í bunkum né að skora þau – það eina sem hann virðist vera með framyfir aðra er að gefa aukaspyrnur sem skila sér í marki ;). Það er hægt að benda á að Gerrard gerði ekki mikið af slíku heldur á sínum yngri árum, en maður sá hæfileika Gerrard skína í gegn þrátt fyrir óstöðugleika og annaðslíkt – einnig hömluðu meiðsli Gerrard á hans yngri árum…. en það er útúrdúr.

  En ætla menn í alvöru að halda því fram að Lucas kæmist í byrjunarlið Chelsea eða Man Utd ? Þetta eru þau lið sem hafa verið skrefinu á undan okkur síðustu ár (áratugi í tilfelli ManU). Menn eru fljótir að dæma aðra leikmenn þrátt fyrir ágæta tölfræði (sbr Ngog og Voronin) en það virðist vera annað mál með Lucas þar sem hann er “svo ungur” . Þið verðið bara að afsaka en aldur er afstæður, hann hefur ekkert með getu í fótbolta að gera. Er Ronaldo, Messi, Fabregas, Rooney svona gamlir leikmenn ? Já eða Giggs, Beck´s, Scholes og fl. þegar “krakkarnir” unnu deildina ?

  Eins og staðan er í dag er Lucas bara meðalleikmaður – ég vona auðvitað eins og aðrir að hann stígi upp í leik sínum og verði lykilmaður í okkar liði. En hann er það ekki í dag.

  Að skemmtilegri málum, mæli með þessu myndbandi, algjör snilld 😉
  http://www.youtube.com/watch?v=kcq7FvSlOkw&feature=player_embedded#t=135

 45. Kristján, þú ert alveg sammála mér í ræðu þinni. Þú segir að hann sé ennþá að læra og eigi langt í land. Þannig menn þurfum við ekki á miðjuna og eigum ekki að hafa þar. ef menn eru ennþá að læra á leikinn, ennþá að þyngja sig og ennþá að aðlagast þá er til önnur deild og önnur lið í efstu deild sem sinna þannig mönnum. Liverpool er topplið, Liverpool er A-lið með innanborðs kalla sem að brillera af og til en eiga inn á milli afar slaka leiki. í gær þá var erfitt að finna mann sem lék sína stöðu af þeim eiginleikum sem hann er gæddur. Ítalarnir voru bara miklu áræðnari, hraðari og hættulegri en við. Liverpool kom til að spila tiltölulega auðveldan leik en voru hýddir. Outplayed and outbattled. Seinni hálfleikur var ekkert skárri en fyrri hálfleikur því að game plan Fierontino gekk bara upp. Klára leikinn í fyrri hálfleik, pakka í þeim seinni og vona það besta. Benitez átti ekkert svar við því. Leikurinn í gær er ekki sönnun þess að Lucas sé of slakur fyrir Liverpool heldur þvert á móti þá eru allir leikirnir hingað til sönnun þess, samanlagðir. Og Lucas var ekki versti maðurinn í gær. Allir leikmenn voru bara svarlausir við mjög hröðu og vel spilandi liði.
  Mascherano ætti kannski að vera dæmdur harðar en LUcas nema hvað að Mascherano hefur nú þegar sannað ágæti sitt þó svo að ekkert á þessu tímabili sýni að hann sé reynslunniri ríkari en Lucas. Þeir eru hinsvegar báðir sóknarlega geldir og jafnvel Agger hefur byggt upp fleiri sóknir en þeir og Carra hefur átt fleiri stoðsendingar. Lucas er bara hugmyndalaus, hann er safe í spilinu sínu tilbaka en hann er hvorki að sinna manninum í boxinu né centernum og hann á fleiri sendingar á bakverði en kantmenn. Auk þess skil ég ekki afhverju Liverpool aðdáendur eru að sætta sig við meðalmenn. Vandræði Lucasar eru auðvitað líka Benitez að kenna því að miðjan okkar er geld með 2 meðalmenn. Sennilega myndi Lucas blómstra með mann eins og Alonso eða Gerrard við hliðina á sér. Hann myndi sennilega einbeita sér að varnarsinnuðu miðjuhlutverki með einhverri hættu á brotum á hættulegum stað og koma boltanum á meðherja á miðjunni og ekki þurfa að hafa áhyggjur af að spila sóknarbolta. Ég kýs hinsvegar að hafa Mascherano með Gerrard á miðjunni svo framarlega sem hann hætti þessari fílu sem hann hefur sýnt og fari að sýna leikgleði. Hættum svo að sætta okkur við meðalmennina og einbeitum okkur að köllunum sem toppa á réttum tíma.
  p.s. vonandi mun Lucas stíga upp úr öskustónni og brillera á móti Chelsea líkt og forveri hans, Sissoko gerði hér um árið. og vonandi mun Lucas láta mig éta allar mínar níðræður um sig ofan í mig því ég veit að Benitez mun láta hann spila hverja einustu mínútu á þessu tímabili.

 46. Eyþór. Þú segir: “Fletcher hefur nú ekki verið fastamaður í Utd liðinu í gegnum árin” – Rétt. Ekki Lucas heldur í Liverpool. Það þarf stundum að gefa mönnum tækifæri til að aðlagast og koma þeim á næsta plan. Það hefur Sir Alex gert með Fletcher og það er heldur betur að skila sér núna. Rafa gerði það með Kuyt líka.

  Lucas gæti orðið algjör lykilmaður fyrir okkur, ef hann fær tíma, en svo gæti hann endað eins og Sissoko. Við vitum það ekki nema hann spili. Svipað og með Babel. Ekki hefur hann átt stjörnuleiki oft á tíðum og þá er endalaust talað um að “hann þurfi nokkra leiki í röð til að hann fái sjálfstraust.”

  Það er það sem er verið að gera með Lucas núna.

  Auk þess held ég að ef Aquilani væri 100% heill hefði Lucas ekki spilað alla leikina í byrjunarliðinu. Það er reyndar öruggt.

 47. Er sammála mörgum með það, að miðjan hafi tapað þessum leik, og er líka sammála Magga í því, að þetta styrki okkur bara, ef eitthvað er, á móti Chelsea.

  Sterkasta liðið okkar er:

  Reina

  Johnson Carra Skrtel Insúa

  Gerrard Lucas/Mascherano

  Kuyt Torres Riera

  Hættu að hræra í því, Rafa!

  (það fer að styttast í að við þurfum að fara að hvíla Carra. Allavega þegar Agger kemur aftur.

 48. Spot on Hjalti. Ég held að við vitum það allir að eftirfarandi setning hjá Kidda Keegan er kolröng og í rauninni eitthvað sem er að skemma hans málflutning: “…því ég veit að Benitez mun láta hann spila hverja einustu mínútu á þessu tímabili.”

  Ég hélt að allir vissu það að Aquilani var keyptur einmitt til að vera með Mascherano á miðjunni, Lucas verður ekki með fast sæti í liðinu þegar hann verður kominn úr meiðslum. Ég er alveg pottþéttur á því að Rafa hugsar Lucas meira sem squad player þetta tímabilið, en vegna meiðsla (bæði Aquilani og Mascherano) og svo sölunni á Xabi undir lok leikmannagluggans, þá hefur hann spilað meira en hann ætlaði að láta hann gera.

  Mér finnst persónulega boltinn ganga oft mjög vel í gegnum Lucas á miðjunni, gerir hlutina einfalda og er ekkert að reyna þessar löngu 30-40 metra break through sendingar. Ég set hann í flokk með Mikel og Fletcher, því ég tel að hann verði í svipuðu hlutverki þegar við erum með alla okkar menn heila. Mikið er það nú skrítið að maðurinn sé valinn í hópinn hjá Brasilíu, fram yfir mann eins og Anderson hjá Man.Utd, og samt tala menn um það að hann kæmist ekki í hóp hjá þeim. Eru þessir kallar sem hafa atvinnu af því að stjórna liðum (Dunga og Rafa) með mun minni skilning á þessu öllu en við sem tjáum okkur hérna?

  Ekki er nú Dunga að velja hann af því að hann keypti hann, og varla er hann að velja hann af því að hann hafi úr svo fáum mönnum að velja. Mér finnst hreinlega Lucas hafa átt fínt tímabil það sem af er, en hann var afleitur í gær, eins og reyndar allt liðið.

 49. Kiddi Keegan, þetta er alveg hárrétt hjá þér. Lucas er valinn í aðallið Liverpool og landsliðshóp Brasilíu af því að hann gerir ekkert vel. 🙄

  Og fyrir þá sem telja Lucas ekki komast í liðið hjá United vil ég bara henda einu nafni fram: Anderson. Sá drengur kostaði þrefalt meira en Lucas og hefur engan veginn staðið sig hingað til, jafnvel hörðustu United-menn viðurkenna að hann hefur valdið miklum vonbrigðum. Samt fær hann að spila og halda áfram að reyna að finna sig í United-liðinu.

  Ég veit hvorn þeirra ég myndi frekar vilja í mínu liði.

 50. ehh, sigmar, vantar einn inn i liðið þitt og eg giska að það sér benayoun i gatið…

 51. Það er nú fokið í flest skjól þegar við erum farnir að tala um Lucas sem hugsanlega næsta Fletcher – ef hann fái sinn tíma og tækifæri. Ég veit ekki betur en að margir hverjir á þessari síðu hafi gagnrýnt þann leikmann hvað mest í gegnum árin.

  Það er svo spurning hvar Rafa ætlar sér að nota Aquilani – hann hefur bæði sagt að hann sé EKKI eins leikmaður og Alonso, og jafnframt sagt að hann spili framar á vellinum en Alonso gerði og hans sterkasta hlið sé “lokasendingin”. Því er ég ekki að sjá nákvæmlega hvar hann kemur inn, fer hann í “holuna” og Gerrard niðrá miðju, eða mun hann fara niður á miðjuna og Gerrard halda áfram að spila í sinni kjörstöðu (að mínu mati).

  Hvað Anderson varðar, þá er það vissulega rétt að hann hefur valdið miklum vonbrigðum fyrir utan hans fyrsta tímabil þar sem hann kom sterkur inn (átti til að mynda frábæran leik gegn Gerrard á Anfield það árið, þegar Gerrard missti sig á hann í pirringi eins og ljósmyndir sýndu). Það hefur skilað sér í föstu sæti á bekknum, enda hefur hann verið að safna flísum í afturendan meira og minna síðan á síðasta tímabili. Kanski er okkar veikleiki að koma í ljós, við eigum einfaldlega ekki cover á miðjunna ef leikmenn eru að spila illa og/eða meiðast. Það getur enginn sagt að Lucas sé búin að vera spila vel á tímabilinu , kanski er maður bara svo góðu vanur með Alonso á síðasta tímabili.

  En svarið mér þá einu….. síðasta vor vildu langflestir selja Alonso því hann var ekki að spila nægilega vel. Juventus var sterklega orðaðir við hann en vildu ekki borga uppsett verð (góð ákvörðun þar Ranieri..). Ætla menn virkilega halda því fram að Lucas hafi sýnt eitthvað í líkingu við það sem Alonso sýndi á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool, og var þá ekki með mörg ár undir beltinu ? Það sáu allir að Alonso “hafði potentialið”, besti sendingamaður í ensku deildinni síðan Beck´s var uppá sitt besta, eitthvað sem Lucas hefur einfaldlega ekki sýnt. Hann hefur bara ekki sýnt neitt sérstakt sem sínir mér að vera hans í byrjunarliðinu auki líkur okkar klúbbs að enda biðina eftir titlinum. Hann er meðalleikmaður.

  Og með þessa fullyrðingu um að hann hafi komist í hópinn hjá Braselíu þá nægir að nefna annan í svipuðum gæðaflokki sem spilaði þar í mörg ár áður en hann gekk í raðir Utd, Kleberson , góður leikmaður eða ekki – hann gerði í brækurnar á Englandi.

 52. Ég á bara ekki orð yfir þessari umræðu. Er ég að skilja ykkur rétt SSteinn og Kristján. Viljið þið að leikmaður sem var keyptur á 8m punda verði squad-leikmaður eins og Darren Fletcher?
  Fletcher og Anderson, er það skyndilega samanburðurinn? Lucas Leiva var keyptur til að verða okkar svar við Cesc Fabregas.

  Hvað sjá menn annars í Lucas? Er þetta skyndilega orðinn standardinn hjá sigursælasta liði Englands? Reyna hlaða undir sjálfstraustið hjá meðal miðjuleikmanni sem hefur litla sem enga leiðtogahæfileika svo hann verði kannski…kannski jafngóður og hlaupatíkin Darren Fletcher?

  Ég er það gamall að ég man þegar byrjunarlið Liverpool var samansafn af 11 sigurvegurum. Þegar við höfðum mun hærri standard en önnur lið á Englandi og sættum okkur ekki við neina meðalmennsku.

  Undir hvaða kringumstæðum gæti þessi litli og netti Brassi sem hefur engan sérstakan sprengikraft orðið lykilmaður í framtíðar byrjunarliði Liverpool?
  1) Í hverju skarar hann frammúr?

  2) Hvaða gagn er af honum annað en að vera batti á miðjunni?

  3) Hverju skilar hann í varnarleiknum? Hverju skilar hann í sóknarleiknum?

  4) Hvernig gengur honum að stjórna miðjuspili liðsins?

  5) Hefur hann sýnt einhver minnstu merki þess að geta stjórnað stórleikjum þegar hann þarf að spila í miklum hraða eða box to box?

  6) Hefur hann einhvern tímann sýnt stórglæsileg tilþrif sem gefa vísbendingu um hversu frábær hann gæti orðið í framtíðinni?

  7) Er Lucas kannski “óslípaður demantur” líkt og Le Tallec og Pongolle? 🙂

  Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað……. Hvað segir það manni að Lucas er oftast afsakaður með orðunum að hann hafi allavega ekki verið versti maðurinn á vellinum? Fótbolti snýst mikið til um miðjubaráttuna. Stjórnir þú henni og vinnir flest einvígi þar er hálfur sigurinn unnin. Tapir þú henni og þá virka varnarmenn oft mjög óöruggir og útúr stöðu. Miðjan er einfaldlega ein mikilvægasta staðan á vellinum og í okkar 4-2-3-1 leikkerfi. Liverpool hefur ekki efni á að vera með einhvern Ólaf Ragnar “starfsmann á plani” í þjálfun þar í mörg ár.

  Ég gæti vel skilið þessa umræðu alla ef hún væri um Babel því hann hefur sýnt afburða hæfileika af og til. Ekki með Lucas. Ég bara sé alls ekki að það allra besta frá honum sé nógu gott fyrir miðjumann hjá Liverpool Football Club.

  En já. Ef Liverpool vinnur næstu helgi gegn Chelsea þá get ég fyrirgefið ýmislegt. Jafnvel þessa endalausu þrjósku, varnarsinnuðu stífni og sjúklegu skipulagsáráttu hjá þjálfara Liverpool. Hinum spænska Georgi Bjarnfreðarsyni.

 53. Eyþór, Hann Benitez hefur sagt að Aquilani muni spila á milli Mascherano og Gerrard. Ætli hann muni ekki spila 4-1-1-3-1

 54. lucas má fara á free transfer mín vegna hann gerir ekki neitt fyrir liðið hann er hægur og aumur með enga tækni eða sendingagetu alltaf skrefi á eftir og missir boltan alltof oft ! hann er í brasiliska landsliðshópnum útaf hann spilar hvern einasta helvítis leik fyrir liverpool landsliðsþjálfara skoða það mikið áður en þeir velja hópinn…

 55. Sammála þér Sölvi # 59 í öllu nema Rafa ummælunum, þrjóskur er hann kanski, en ég tel hann vera það besta sem hefur komið fyrir klúbbinn í mörg mörg ár.

 56. Til þess að geta metið hæfileika miðjumanna eins og Lucasar þarf að horfa lengra en til sóknartilþrifa eins og þeirra sem Babel sýnir við og við. Lucas var ekki keyptur til að vera Fabregas eða Fletcher, hann var keyptur til að vera Lucas og við skulum bara gera honum þann greiða að dæma hann út frá eigin verðleikum.

  Ég man ekki eftir að Dietmar Hamann hafi nokkurn tímann sýnt neina afburðahæfileika á neinu sérstöku sviði knattspyrnunnar og vissulega var hann oft í hlutverki síbrotamanns sem var bara batti á miðjunni. Þrátt fyrir þetta eru flestir á því að hann hafi verið einn besti miðjumaður Liverpool seinasta áratuginn.

  Varðandi það að skara fram úr þá tel ég hæfileika Lucasar vera þá að þrátt fyrir að skara ekki framúr á neinu sviði er hann heldur ekki slakur á neinu sviði, t.d. er hann mun betri en Mascherano sóknarlega og mun betri en Alonso varnarlega. Hann er bara afskaplega góður alhliða knattspyrnumaður og það er að mínu mati mjög vanmetinn “hæfileiki”.

  Ég eftirlæt mönnum svosem alveg að hafa aðrar skoðanir á Lucas. En mér finnst það bara svo augljóst, þegar gagnrýni á hann poppar aðeins upp þegar illa gengur, að umræðan um hæfileika hans snýst meira um að finna einhvern blóraböggul nú þegar jafnvel hörðustu Kuyt andstæðingar geta viðurkennt framlag hans og mikilvægi. Ef menn halda í alvöru að Benitez og Dunga velji hann í lið sín af einhverjum öðrum ástæðum en að hann er góður knattspyrnumaður, þá eru menn líklega ekki að skilja fyllilega allar hliðar fótboltans. Þetta er kannski svolítið snubbótt orðað hjá mér og fullmikið til höfuðs póstinum hans Sölva (vona að þú fyrirgefir) en ég bara er svo innilega ósammála þeim yfirlýsingum hér að Lucas sé lélegur, sorry 🙂

 57. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að menn séu keyptir á 5.000.000 punda (hann var ekki keyptur á 8.000.000 og óþarfi að ýkja hlutina svona til að reyna að láta mál sitt líta betur út) sem squad leikmenn og hvergi hef ég séð það að hann hafi átt að vera okkar svar við Cesc. Og ég held að það sé ekkert að því að bera hann saman við Anderson, enda sá leikmaður keyptur fyrir meira en þrefalda upphæð Lucas.

  Ég held ég láti staðar numið í þessum umræðum, svar #59 er svo stútfullt af útúrsnúningum og slakri tilraun til hótfyndni að það hálfa væri nóg.

 58. Ég skil bara ekki hvernig menn eins og Kristján geti verið að bera lucas við meistara Gerrard.
  Í leiknum á móti villa segir að lucas hafi fengið boltann klaufalega í sig, hann byrjaði á því brjóta klaufalega af sér (kemur á óvart) síðan skallaði hann boltann í eigið mark.
  En burt séð frá þeim leik og öllum öðrum leikum þá er lucas bara engan veginn nógu góður. Og það er ekkert honum að kenna að liverpool sé búið að tapa þessum 3 leikjum á tímabilinu það bara vantar allan sprengikraft og sendingar ekki nógu góðar.
  Mér finnst hann virka miklu betur þegar Gerrard er með honum á miðjunni til að dreifa spilinu fyrir hann.
  Og plús það strákar Fletcer er ekki ennþá orðinn fastamaður hjá Ferguson hann er alltaf á bekknum af og til. Annað en lucas hjá okkur.

 59. Er ekki kominn tími á að gleyma þessum leik og koma með aðra færslu efst á síðuna! Þetta var slakur leikur hjá okkar mönnum, það gerist stundum. Let’s move on.

 60. Samkvæmt mínum útreikningum er 5 (SSteinn) nær 6,12 heldur en 8 (Sölvi). 🙂
  SSteinn hefur 5 væntanlega af lfchistory.net

  “Hvað segir það manni að Lucas er oftast afsakaður með orðunum að hann hafi allavega ekki verið versti maðurinn á vellinum? “

  Ef slíkt er að gerast þá er það væntanlega vegna þess að hann var ekki versti maðurinn á vellinum (hugsanlega langt því frá?), en er þó að fá mesta sök. Kallast blóraböggull. Er rangt að gagnrýna slíkt?

  “Liverpool hefur ekki efni á að vera með einhvern Ólaf Ragnar “starfsmann á plani” í þjálfun þar í mörg ár.”

  Held að staðan sé einmitt öfug, höfum ekki efni á ready-made gaur á miðjuna. Var keyptur meiddur gaur til að fá gæði á góðu verði, g.r.f. að hann verði ekki meiddur í mörg ár.

  “Jafnvel þessa endalausu þrjósku, varnarsinnuðu stífni og sjúklegu skipulagsáráttu hjá þjálfara Liverpool. Hinum spænska Georgi Bjarnfreðarsyni.”

  Þetta er bull og lélegur brandari. Varnarsinnaðir? Þarf ekki að ræða það, svo sturlað. Þrjóska? Eitthvað sem þú ert að gera þér upp því stjórinn gerir ekki allt eins og þú vilt. Einnig tel ég að skipulagsgeta/árátta hvað sem þú vilt kalla það sé einmitt það sem hefur verið að bæta liðið og einstaka leikmenn þau ár sem Rafa hefur verið með liðið, sjúklegt? bleh

 61. Lítið hægt að bæta við þessa löngu umræðu, sem snýst eins og svo oft áður um Lucas greyjið. En ég hef miklar áhyggjur af getuleysi liðsins gegn sterkum liðum á þessu tímabili. Við höfum verið í allskonar vandræðum gegn Tottenham, Aston Villa og Fiorentina, s.s. liðum sem geta haldið boltanum og eru ekkert að bakka og leyfa okkur að sækja á 6-7 leikmönnum. Sérstaklega hefur vörnin virkað klunnaleg og hæg gegn þessum liðum. Einnig hefur mér fundist miðjan verið veik og átt erfitt með að halda boltanum innan liðsins.

  Í október mánuði munum við spila gegn Chelsea (úti), Lyon (heim), Man Utd (heima) og svo aftur Lyon 4. nóv í Frakklandi. Þessir fjórir leikir verða gífurlega mikilvægir fyrir deildina og meistaradeildina. Þá mun reyna mikið á leikmenn eins og Lucas, Yossi, Ínsúa og Skrtel sem hafa staðið sig vel gegn slakari liðunum en hafa lent í vandræðum gegn toppliðunum. Við skulum ekkert gleyma að Fiorentina er með stórgott lið, eru með nokkra ítalska landsliðsmenn voru í 4. sæti í Ítalíu fyrra og eru í 4. sæti núna. Það þarf ekkert að skjóta sig í hausinn þótt að leikurinn tapist á útivelli. Þessi riðill sem við erum í er mjög sterkur. Debrecen gæti alveg tekið stig af okkur og/eða hinum liðunum á heimavelli sínum. En það eru ennþá 12 stig í pottinum í riðlinum svo það er nóg eftir. En ef við náum ekki a.m.k. 3 stigum í leikjunum gegn Lyon þá gæti Fiorentina náð 5 stiga forskoti á okkur og Lyon 7 stiga forskoti með aðeins tvo leiki eftir.

 62. Af hverju ekki að hafa könnun hér til hliðar um framtíðarhorfur Lucasar?
  Btw, hvað varð um kannanirnar sem voru stundum hér, ég sakna þeirra.

 63. Patti (#68), ertu að reikna kaupverðið miðað við núverandi gengi eða gengi pundsins árið 2007? Það myndi útskýra misskilninginn hjá þér með verðið.

  Emil (#71), við höfum svona 2-3 kannanir á ári en höfum ekki haft neina slíka í dágóðan tíma. Það er kannski spurning um að við förum að setja eina slíka inn, get þó lofað þér að hún mun ekki tengjast Lucas greyinu. 😉

  En já, það fer að koma eitthvað nýtt hérna inn. Það er dapurlegt að horfa á tapleik efst á síðunni til lengdar.

 64. Lucas á sína slæmu daga líkt og aðrir en ég held að leikurinn hafi ekki tapast út af honum og að hann var ekkert verri en aðrir, sem nota bene voru drullulélegir,,,, og ekki hlæja af ummælum með nýja búninginn,, að spila í hvítu hefur sálræn áhrif, td, með að halda honum hreinum og menn fóra sér ekki eins mikið í hvítum búningum, þetta er víst vísindalega sannað, og að vera í hvítu hjá mér kallar á að passa nú upp á fötin og ekki setjast á grasið eða þannig.

 65. Svo hjartanlega sammála Sölva, #59, með þetta. Það hefði verið nær að fá hann ókeypis miðað við getu hans í LIVERPOOL. Að greiða 9 milljónir evra fyrir slíkan leikmann er hneisa (sama hvaða gengi menn vilja metast um)
  YNWA.

 66. Sælir félagar

  Þesi umræða sem hefur fyrst ogfremst snúist um Lucas kallinn er að mörgu leyti góð. Þó missa menn sig stundum útí persónulegar athugasemdir sem ég tel allri umræðu til vansa. Höldum áfram að rífast en gerum það á málefnalegum nótum.

  Ókei, ég var mjög óánægður með Lucas kallinn Leiva í síðasta leik og enn óánægðari með Fabio strákinn Aurelio, kemur ef til vill á óvart 😉 En hvað með það. Aurelio átti frábæra spretti í lok síðasta tímabils og Lucas hefur ekki alltaf verið slæmur þó ég sé áhyggjufullur vegna klaufalegra brota hans í stöðu varnartengiliðar. En framganga hans og Aurelio í síðasta leik var hörmung og það átti auðvitað stóran þátt í óöryggi varnarinnar. En ég sé ekki ástæðu til að fordæma þessa leikmenn fyrir lífstíð og vona bara að eyjólfur hressist fyrir næsta/næstu leiki.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 67. Í þessari umræðu um Lucas má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að makkerinn hans á miðjunni var vinstri bakvörður í engri leikæfingu. Það gerir ekki hlutverk hans auðveldara.

 68. Ég vil biðja menn sem kunna á klippigræjur að finna síðustu 15 leiki Lucasar og klippa saman 2 klipp. í fyrsta klipp: Allar slæmar sendingar + brot + Sendingar tilbaka í miðri sókn. og í annað klipp: Allt hið jákvæða sem hann gerir fyrir liðið á vellinum.
  Þegar það er klárt þá þarf ég ekki að tjá mig frekar um drenginn.

 69. Er ekki öruggt að þú tjáir þig ekkert um hann þar til þetta er klárt?

 70. 44 kristjan atli …

  oki þú ert að tala um að lucas stjórni leik liverpool á miðjuni !!!!!!!!! hvurslags rugl er það !?? maðurinn getur ekki stjórnað leik liverpool og það vita allir .. það er mjög skiljanlegt að menn skjóti fast á lucas og gott betur enda á hann ekkert annað skilið fyrir afskaplega slappar frammistöður trekk í trekk …. engann veginn í liverpool klassa og hana nú !!!

 71. Aðeins í sambandi við þessa meistaradeild. Jú, það er gaman að spila stórleiki á móti bestu liðum álfunnar, en er ekki öllum drullusama um þessa keppni eins og er?
  Þó við ynnum meistaradeildina en næðum ekki deildartitlinum liti ég á þetta sem misheppnað tímabil. Það er enginn öruggur sigurvegari í deildinni og besta tækifæri í áraraðir til að hirða helvítis titilinn. Ef United ynni og færi fram úr okkur í titlum veit ég ekki hvort ég myndi höndla það.

Liðið komið

Agger byrjaður að spila