Fiorentina á morgun

Þá er komið að öðrum leik okkar manna í Meistardeild Evrópu. Nú er förinni heitið til Ítalíu og verða það heimamenn í Fiorentina sem ætla að takast á við okkar funheitu snillinga. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár hefur verið frekar “dull” og svona 95% vitað hvaða lið fara upp úr hverjum riðli. Ætli það megi ekki segja að við höfum lent í skásta riðlinum þetta tímabilið þegar tekið er mið af skemmtanagildi, allavega eru 2 sæmilega sterk lið með okkur í riðlinum, Fiorentina og Lyon.

Lið Fiorentina hefur farið ágætlega af stað á Ítalíu, eru sem stendur í 4 sæti deildarinnar, aðeins 2 stigum frá toppliði Sampdoria, en virðast ekki vera að skora mikið. Í þessum 6 leikjum sem þeir hafa spilað, þá hafa þeir einungis skorað 7 mörk, en vörnin virðist vera sterk, því þeir hafa aðeins fengið á sig 4 mörk. Í deildinni hafa þeir Gilardino og Jovetic skorað 6 af þessum 7 mörkum (Mutu með eitt mark). Þeir skoruðu þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar og þar skoruðu þeir Gilardino og Jovetic sitthvort markið (Vargas með eitt). Samtals hafa þeir félagar því skorað 8 af þessum 10 mörkum þeirra á tímabilinu. En það er nokkuð ljóst að við þurfum einungis að hafa áhyggjur af öðrum þeirra, því Gilardino er í banni á morgun. Þeir verða því væntanlega saman í framlínunni þeir Jovetic og Mutu.

Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem við spilum gegn þessu liði í alvöru keppni. Liðin hafa tvisvar áður mæst í sögunni og þá var um vináttuleiki um að ræða í bæði skiptin. Báðir leikir enduðu með jafntefli, 0-0 árið 1990 og 1-1 árið 1995. Ég veit nú ekki mikið um þetta Fiorentina lið, en ég veit það þó að innan þeirra herbúða er hinn heimsfrægi Per Kroldrup, sem Everton keyptu fyrir algjöran misskilning fyrir nokkrum árum og er algjör goðsögn í Liverpoolborg. Er alveg gríðarlega spenntur að fá að berja hann augum.

En að okkar mönnum. Ekki góðar fregnir í dag, Mascherano og Benayoun flugu ekki með liðinu til Ítalíu. Masch er veikur og Yossi meiddist lítillega gegn Hull um helgina. Þá er meistari Degen ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni og Daniel Agger mun hefja endurkomu sína með leik með varaliðinu gegn Man.City annað kvöld. El Zhar er einnig nálægt endurkomu, en er ekki hluti af Meistaradeildarhópnum. Ég er því á því að það verði óvenju auðvelt að stilla upp hugsanlegu liði fyrir þennan leik. Ef allt væri eðlilegt, þá héldi Stevie áfram að spila aftar á vellinum og Babel kæmi inn í staðinn fyrir Yossi. Spurningin í mínum huga er hvort Aurelio fái jafnvel að spreyta sig, hann kæmi þá væntanlega inn á miðjuna í stað Stevie, sem færi þá í holuna sína. En ég vona svo innilega að Babel fái að fylgja eftir góðum innkomum undanfarið með því að hefja leikinn. Ég ætla því að spá liðinu svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Babel – Riera
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Kyrgiakos, Aurelio, Dossena, Plessis, Spearing og Voronin

Ég hefði sjálfur tippað á Ngog þarna á bekkinn, en opinbera síðan talaði um það í dag að hann yrði líklegast með varaliðinu annað kvöld. Ég veit ekki með ykkur, en í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er ég hættur að vilja þessi öruggu jafntefli á útivelli, ég vil bara sigur. Tímarnir hafa breyst mikið undanfarin ár og í dag má segja að maður sé orðinn ofdekraður. Ekki eru mörg ár síðan að maður var ekki með slíkar væntingar í Evrópumótunum, og ég hugsa oft tilbaka til þess tíma þar sem við vorum að berjast við að komast áfram í UEFA keppninni. Í dag eru það hrein og klár vonbrigði að komast ekki lágmark í undanúrslit þessarar keppni. Ég held að það segi meira en mörg orð um það hversu sterkt þetta Liverpool lið er orðið á alþjóðlegan mælikvarða.

Já, ég vil sigur og ekkert annað en sigur. Liðið er búið að vera á afar góðum dampi og við þurfum að halda honum áfram, koma inn í leikinn á móti Chelsea um næstu helgi með blússandi sjálfstraust. Það eru allir löngu hættir að tala um boring Liverpool undir Rafa Benítez og ég vil hreinlega keyra á þetta Fiorentina lið. Ég ætla að spá því að við vinnum góðan 1-2 útisigur í Florence. Eigum við ekki að segja að Torres kallinn haldi áfram markaskorun sinni og að Babel skori hitt og þar með að setja góða pressu á byrjunarliðssæti.

18 Comments

 1. Hummm set spurningamerki við að Benayoun sé ekki í hópnum hjá þér, hvorki í byrjunarliði né á bekknum. 🙂

 2. Samkvæmt opinberu síðunni er Benayoun með í 18 manna hópi. Sem er ekkert nema gott.

 3. Hver var sagan með Per Kroldrup? Alveg hefur það farið framhjá mér 🙂

 4. Já, það yrði nú ansi gott ef hann væri með, ég fór eftir fréttum frá Sky Sports varðandi þetta. Bíð allavega með að breyta þessu þar til kemur í ljós hvort hann sé rólfær. Hann tæki þá væntanlega sæti Plessis eða Spearing á bekknum, reikna ekki með honum í byrjunarliði ef hann hefur verið tæpur.

 5. Já endilega segðu okkur meira af Per Kroldrup. Ég man að hann var viðloðandi danska landsliðið á sínum tíma, þannig að hann hefur varla verið alslæmur. Hver var misskilningurinn sem varð þess valdandi að þeir bláu splæstu í hann?

 6. var það ekki slíkt að þeir sendu útsendara þegar hann var að eg held hja Udinese að skoða hinn miðvörðinn, en þeir keyptu ,,óvart´´ Kroldrup?

  annars slæmt að hafa ekki masch i þennan leik, þetta eru leikirnir þar sem hann er mikilvægastur í, uti i Evropu, en skv. official siðunni ferðaðist benayoun með svo eg set sama lið og i siðasta leik, babel inn fyrir benayoun ef hann er tæpur enda Babel sennilega með ágætis sjálfstraust

  lucas þarf að step up a morgun, hef fulla tru a honum

 7. Brian Reade er helber snillingur. Ég á ansi margar bækur um Liverpool og tengd málefni og 44 Years with the same bird er með þeim allra bestu sem ég hef lesið. Hann er líka einn af vinsælustu viðmælendunum á LFC TV og alltaf gaman að hlýða á hann. Hann hatar Hicks og Gillett (sem hann kallar Tom & Jerry) út af lífinu og er afar annt um ímynd og sögu félagsins. Ég mæli eindregið með bókinni og pistlunum hans.

 8. Vá hvað ég hlakka til að sjá hvað Aquilani getur, þegar ég fer að hugsa um það þá gæti það breytt hlutunum ekkert smá að fá hann inn fyrir t.d Lucas. 😀 eru menn ekki spenntir ?

 9. Er þetta leikurinn sem Dossena fær að sanna sig, Insúa þarf smá hvíld fyrir Chelsea leikinn..

 10. Mikið rosalega vona ég að Babel fái að byrja inná í þessari stoðu!!! gríðarlega snöggur leikmaður og greinilegt að hann er búinn að taka sig vel á andlega þættinum!!! ég er með ofurtrú á Babel og vona svo sannarlega að Rafa Benítez geri ekki kunnuleg mistök og kæli hann niður víst hann virðist vera að finna töttsið

 11. Það er ekkert að Benayoun samkvæmt Rafa á opinberu síðunni – hann einfaldlega flaug ekki með sömu vél og hinir.

 12. Fiorentina er líka með markmanninn Sebastien Frey, sem var allavega einu sinni góður, og Alessandro Gamberini sem ku vera góður.

  Kroldrup spilaði jú, EINN leik, með Everton. Magnað.

  Spái annars frekar öruggum sigri, 2 eða 3 núll.

 13. Það skiptir mestu að Mascherano verði kominn í lag fyrir leikinn gegn Chelsea. Við verðum að setja meira púður í varnarleikinn þá en til dæmis gegn Hull. Annars held ég að þetta sé rétt lið hjá þér, nema að ég spái Benayun í stað Babel, en Babel kemur inná síðustu 25 mínúturnar. Þetta verður öruggur sigur og Torres heldur áfram að skora. Ég ætla að spá því hér og nú að hann skori aðra þrennu áður en vikan er úti, það er að segja annað hvort á morgun eða gegn Chelsea!

 14. Af Echo: “Yossi Benayoun travelled to Italy ahead of the squad due to personal reasons but is expected to retain his place.”

  Þá kemur hann inn í liðið á kostnað Riera eða Babel, vonandi Riera.

  • Babu, mæli sterklega með þessari bók. Snilldarlesning

  Já klárlega ein af skemmtilegri sem ég hef lesið, lagði hana varla frá mér

 15. Þetta verður skemtilegur leikur að ég held en ég hef enga trú á að liðið verði svona sem byrjar í kvöld, Benayoun verður inni fyrir annað hvort Babel eða Riera og eins og einhver sagði hérna þá vona ég að það verði Riera, finnst bara rétt að Babel fái séns hann er búinn að eiga góðar innkomur í leiki undafarið og á bara skilið að fá séns. Og svo á Riera ekki tvo góða leiki í röð, en hann var að mér finnst að spila vel í síðasta leik. Nú reinir á okkar sóknar menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir, Firontina er að spila fanta vörn, en sem betur fer fyrir okkar vörn eru þeir ekki að skora mikið, því við erum að mér finnst á rassinum hvað varðar miðvarðarstöðunar og þá sérstaklega hvað Carrager varðar hann er orðin svo hægur og hættulegur í skindisóknum að það hálfa væri nóg… Það þarf að fara koma Agger til heilsu og láta hann taka hægt og rólega við af Carrager og gera öflugt miðvarðarpar úr Skrtel og Agger, og koma Carrager inn í þjálfara tímið okkar… Annars legst þessi leikur bara vel í mig eins og vanalega þegar Liverpool er að spila, þvílíka trú hef ég á þessu liði, við vinnum þennan leik 1 – 3 Gerrard með tvö Torres eitt…. Áfram Liverpool….

Fréttir dagsins

Af hverju engin jafntefli?