Fréttir dagsins

Í dag snúast fréttir af félaginu okkar eilítið að umgjörð þess, þó auðvitað leikur gærdagsins fléttist inn annað slagið.

Ég vísa hér í tvær fréttir, fyrst af opinberu vefsíðunni þar sem sagt er frá því að George Cullen nokkur myndi ekki lengur verða tengdur félaginu. Sá var tengill fyrirtækis við félagið vegna miðasölu á leikina á Anfield og var gripinn við misjafna iðju, tengda fíkniefnum og mansali. Hafði misnotað lyklavöld á Anfield m.a. við heimsóknir sínar.

Svo eru það eigendamálin sem detta inn. Í gær var George Gillett með gest á leiknum sem svo hefur verið rætt um í dag, ég vísa hér í umfjöllun Sky Sports um málið.

Prins frá Saudi Arabíu, Fahd bin Abdullah, segist vera að ganga frá samningum vegna kaupa á ensku félagi og þar bendir allt til að um okkar félag sé að ræða.

Liverpool er nú þegar búið að ganga frá samningi við prinsinn vegna uppsetningar knattspyrnuakademía í landi hans, en meira er ekki staðfest. Þó er talið að ef að þetta mál á að ganga verði það að gerast hratt, prinsinn er ekki með tengingar í fótboltanum, en mikið í mótorsporti. Og þar vill hann að samningar gangi hratt fyrir sig.

Sjáum til hvað gerist….

22 Comments

  1. það vantar peninga til að eyða i leikmenn og það hefur komið á daginn að kanarnir eru i ekkert spes stöðu i peningamálum eftir kreppu og ég las e-sstaðar að benitez fengi einungis 20 mills af auglýsingasamningnum í leikmannakaup þannig að ég er all in að fá mann sem á seðla og er tilbúinn að eyða e-ð af þeim í toppleikmenn eins og t.d. villa eða silva.

  2. þetta sem stendur i sluðurpakka dagsins á fotbolti.net varðandi að benites sé að skrapa saman 45 mills fyrir villa, er þetta algjört bull eða hefur einhver lesið þetta annarstaðar ??…

  3. Þetta eru auðvitað stòrfréttir með þennan nýja fjárfesti ef rétt reynist.
    Okkur sárvantar meira fjárstreymi til að vera samkeppnishæfir við eyðsluseggina ì deildinni.

    Jákvætt jamm og já 🙂

  4. iss mér finnst persónulega að við ættum ekki að detta niður á sama plan og hinir “moldríku” klúbbarnir og versla leikmenn á uppsprengdu verði … það er viss sjarmi yfir klúbbnum okkar og ég vill halda honum þ.e.a.s ekki versla einhverjar stórstjörnur o.s.f.v … við þurfum ekkert á því að halda anfield er meira virði en einhverjir helv….. araba aurar !! það er skemmtilegra að vinna deildina á góðum árangri frekar en endalausu fjárútláti . segjum að real madrid vinni einhvern titil í ár þá verður ekki fagnað titlinum af gleði heldur eingöngu af létti vegna pressunar sem er á þessum peningamaskínum ,, hvað er gaman við það ? ég vill sjá carra , gerrard , reina , torres , kuyt , babel og þessa gaura lyfta bikarnum , ekki einhverja gæja sem keyptir voru á fáránlegar upphæðir …

  5. Ef að liðið verður keypt af trilljónamæringi vona ég að megnið af þeim pening sem settur verður í félagið muni fara í uppbyggingu á nýjum leikvangi.

  6. er allveg sammála því að ef liverpool verður keypt/selt eithvað þá að peningurinn verður notaður til að borga niður skuldir eða settar í það að koma nýjum leikvangi á stað… hinsvegar .. þá er alls ekkert öruggt að þessar 200-350m sem er verið að tala um eða .. hvaða upphæð sem er sem liverpool á að vera selt/keypt fari eithvað lengra enn bara í vasana hjá lappalúðum, ef að þeir selja t.d Allan sinn hlut þá taka þeir væntanlega bara sölu verðið og ganga í burtu frá félaginu, án þess að leggja neitt til baka inn í félagið.

    er drullu pirraður á hicks að verðleggja liverpool svona hátt (ekki það að mér fynst þeir auðvita ómetanlegir 😛 ), þar sem það væri mikklu betra fyrir félagið ef einhver fráfestir kæmi og keypti hlut i félaginu ódýr og myndi setja smá peninga inn í félagið til að koma leikvanginum á stað fyrr. þar sem nýr leikvangur er grundvöllur fyrir öllu öðru í framtíðinni hjá okkur.

  7. Hvernig í fjandanum geta þessir snillingar á fotbolti.net valið annað markið hans Keane sem mark helgarinnar?!!!! Greinilega misst af Liverpool leiknum þar sem að þar voru skoruð 5 mörk sem voru betri en þetta VENJULEGA mark!!

  8. kobbih,

    Skysports valdi líka markið hans Keane sem mark helgarinnar … þeir reyndar rökstuddu það þannig að Gerrard hafi ætlað að senda fyrir og því hafi þetta ekki verið vísvitandi mark hjá honum.

    Skítt með það segi ég, þetta var samt mark og það í fallegri kantinum.

  9. 8 uppgjörið á fotbolti.net er tekið af SkySports: ,,Sky Sports fréttastofan hefur tekið saman það sem þótti standa uppúr í enska boltanum um helgina og tekið saman ýmsa titla á borð við leikmann helgarinnar og mark helgarinnar.”

  10. aaaa…geisssp….alltaf detta þessar vangaveltur um eigendamál inn með reglulegu millibili og aldrei gerist neitt.

    Nenni ekki að commenta á þetta eða lesa nánar um þetta fyrr en búið er að skrifa undir.

  11. Nr. 12 einare

    Amen.

    Gilli virðist samt vera að ræða við nýja fjarfesta núna sem er ætti að vera jákvætt. En þetta þarf að klára einn tveir og bingó, ekki verða að enn einum fjölmiðlasirkusnum í kringum Liverpool og eigendur þeirra.

    Svo mættu þeir H & G líka alveg prufa það einu sinni að LOKA fokkings hurðinni þegar þeir eru að funda við svona kappa, já eða þó ekki væri nema þá bara þegar þeir eru að spjalla saman.

  12. Tek undir m1ð # 12 og 13…

    Þessi umræða er orðin aðeins of þreytt í fjölmiðlum, ég tek “fjárfesta” fréttum með MIKLUM fyrirvara, hef í raun lært á síðustu 4 árum eða svo að þetta tekur allt LANGAN tíma í framkvæmd og 95%+ af fréttum um þetta efni eru annaðhvort uppspuni og/eða ótímabærar þar sem samningaviðræður og annað sem fylgir tekur langan langan tíma og það er margt sem getur farið úrskeiðis, eins og dæmin hafa sýnt á síðustu 18 mánuðum eða svo.

  13. Eins og félagar mínir hér að ofan þá er ég komin með upp í kok af þessum eigendaumræðum og nenni ekki einu sinni að hugsa um þetta drasl, svo fer sem fer.

    En skv. Sky þá verða Mascherano og Benayoun ekki með á móti Fiorentina. Mascherano á að vera veikur og Benayoun smávægilega meiddur.

    http://www.skysports.com/story/0,19528,11945_5589324,00.html

  14. Nákvæmlega, þessi umræða fer á stað svona tvisvar á ári. Er algjörlega sammála Babu í því að svona á að fara fram fyrir luktum dyrum.

    En slæmar fréttir með Mascherano og Benayoun, sérstaklega þann síðarnefnda. Hann er búinn að vera FRÁBÆR í ár. En nú fær Babel líklega sénsinn og nú er það bara hans að nýta hann.

  15. Benayoun er náttúrulega búinn að vera frábær allt þetta ár og er orðinn algjör lykilmaður í okkar liði. Hans verður sárt saknað gegn Fiorentina en vonandi verður hann í lagi um næstu helgi, það er aðalatriðið.

  16. Fleiri aðilar hafa líka staðfest viðræður við kanana undanfarið Ástþór, t.d. DIC, en aldrei kemur neitt útur þessu.

  17. Ég er eins og fleiri hérna ekkert að spá of mikið í þessu. Les um það ef það gerist ! Annars er ekki að neita að greinilega er fjármálakreppan að fara ansi illa með þá H & G þannig að auka fjármagn er af hinu góða. Ég er ekki að tala fyrir því að Liverpool eigi að vera að spreða og spreða eins og Shitty og Chelski hafa gert en við verðum þó allavega að hafa þann valkost. Leikvangurinn er aðalmálið !!

    • Ég er ekki að tala fyrir því að Liverpool eigi að vera að spreða og spreða eins og Shitty og Chelski hafa gert en við verðum þó allavega að hafa þann valkost. Leikvangurinn er aðalmálið !!

    Nákvæmlega, eins þó ekki væri nema bara til að hafa bolmagn til að geta haldið áfram að segja að menn eins og Torres eru ekki til sölu, sama hvað boðið er. Megum ekki missa alveg af lestinni.

  18. Munurinn á Liverpool og City er líka sá að hjá Liverpool eru nú þegar góðir leikmenn og því þyrfti ekkert að versla menn í tonnum eins og þeir hafa gert.
    En vissulega væri það þægilegt að geta keppt um sömu mennina og hin stóru liðin og þurfa ekki að bakka úr viðræðum útaf 1 – 2 miljónum.
    Og svo auðvitað vil ég fá nýja völlinn af teikniborðinu og byrja að moka.

Liverpool 6 – Hull 1

Fiorentina á morgun