Liðið gegn Hull

Það er af sem áður var að það komi mikið á óvart í liðsvali Rafa Benitez

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Hann kemur þó smá á óvart með því að hafa Gerrard á miðjunni og vera því með 5 afskaplega sóknarþenkjandi menn inná (6 með Johnson).

Á bekknum: Cavalieri, Voronin, Aurelio, Kyrgiakos, Babel, Mascherano, Ngog.

Við vinnum þetta.

36 Comments

 1. Er Masche tæpur, eða er Rafa að láta glitta í smá eistu með því að setja varnarskrímslið á bekkinn?

 2. Mér finnst góð breyting að hafa Gerrard þarna á miðjunni í stað þess að hafa bæði Macherano og Lucas á heimavelli gegn Hull. Ég býst við sigri engu örðru af þessu liði í dag.

 3. Sammála #3. Frábært að setja Masch á bekkinn, sýnir bara að það á enginn öruggt sæti í liðinu. Þetta er það sem ég hef einmitt verið að kalla eftir, líkt og margir, að hafa ekki Lucas og Masch á miðjunni á heimavelli gegn litlu liðunum. Flott mál.

 4. Eina sem ég sé í þessu er að það hlýtur að vera betra að hafa skrímslið inn á í staðinn fyrir Lucas til þess að brjóta upp þær skyndisóknir sem líklegt er að Hull menn muni beita.

 5. Flott lið og ég tel að við klárum þennan leik 2-0. Samála Bjamma í því að það er óþarfi að hafa Mascerano inná í svona leikjum.
  Maður notar þetta skrímsli bara á móti lélegum liðum eins og Man utd,Chelsea og Arsenal 🙂

 6. Endilega henda inn slóð á heimasíðu sem sýnir leikinn, ef einhver finnur svoleiðis.

 7. Maður er búin að bíða eftir því að maðurinn hætti að hafa 2 varnarsinnaða miðjumenn inná á heimavelli gegn minni spámönnum.

  Vinnum 5-6 núll í dag og Torres með þrennu

 8. Flott lið í dag hjá okkur 🙂 Gott mál að setja Masch á bekkinn, búinn að vera mjög svo pirraður í síðustu leikjum (hefði átt að fúka útaf fyrir olnbagaskot í síðasta leik). Auk þess er ekki gott (að mínu mati) að hafa Lucas og Masch saman á miðjunni þar sem þeir eru allt of varnarsinnaðir og eru ekki hæfir til að koma upp með boltann og skipta spilinu milli kannta.
  Líst líka vel á hvað Rafa stillir upp sóknarsinnuðu liði á heimavelli. Á hans mæikvaraða er hann alveg að sleppa sér 🙂

  YNWA

 9. Ég held að Lucas sé valinn framyfir Masch í dag út af olnbogaskotinu á móti Leeds. Hann hefði klárlega átt að fjúka út af þar, og það kæmi mer ekkert á óvart að Rafa sé aðeins að setja hann í skammarkrókinn. Annars lýst mér vel á liðið, Yossi og Torres sjóðheitir. Ég spái 4-0, Torres með þ

 10. Hérna er líka fín síða til að horfa á leikinn ? http://rojadirecta.com/
  En þetta er fínt lið í dag og að öllu jöfnu eigum við að ganga yfir þetta lið nokkup létt, en það skemmtilega við þessa íþrótt er nú líka það óvænta sem gerist af og til en vonandi ekki í þessum leik.
  Ég spái þessu 4-0 og Torres heldur áfram og neglir inn 2 ef ekki 3 í dag.

 11. riera setur tvö.gerrard eitt úr víti og kuyt eða torres eitt.semsagt 4-0

 12. Búið að brjóta ísinn sem nú verður þetta auðvelt 🙂

 13. Mér líður ofboðslega vel í hjartanu þegar maður sér svona spil eins og í þessu fyrsta marki Liverpool, hreyfingin á vinstri kantinum frábær, allt frá Carra til Torres, sést á þessu hvað við höfum bætt okkur í hreyfingu án bolta á undanförnum mánuðum… og já, frábær samvinnu Insua og Riera í þessu, vissu nákvæmlega hvað hinn ætlaði að gera

 14. Spái og hreinlega vona að Carragher fái sömu meðferð og Masch í dag þegar Agger kemur til baka. Hvað í ósköpunum var hann að spá?

 15. Adam ekki lengi paradís……Varnarleikur liðsins virðist ekki vera skána mikið. Skelfileg samvinna Carra og Skrtel. Af hverju í ands….fær bakvörðurinn svona mikinn tíma að gefa fyrir markið…Hvar var Riera. Hvar var miðjumaðurinn sem átti að fylgja Giovanni innaf miðjunni???

 16. eins og gaupi sagði, fyrsta færi hull og það er mark !!! hvað segir það okkur? vörnin er algjörlega heillum horfin ,, það er kominn tími á miklar breytingar þarna aftast !!!!!!!

 17. Já,,,Torres er að spila þokkalega 🙂
  Alveg ljóst að Liverpool eru sjálfum sér verstir.
  Klaufa brot á eigin vallarhelming og endalaus vandræðagangur í föstum leikatriðum gætu reynst dýrkeypt.

  Vil fá 3 markið asap til að slúffa þessu….

 18. 18 og 19 vinna greinilega sem kreppufréttamenn.
  ONe fuck up og allt verður brjálað …..
  Málið væri að blása leikina af núna og þá værum við heldur betur í fínum málum. Legg það til.

 19. Jájá Árni.

  Það er hreinlega orðið taugastrekkjandi þegar lið fá horn eða aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ég man ekki eftir því síðan á dögum Houllier með Liverpool. Svo slæmt er þetta. Við eigum eftir að mæta umtalsvert betri sóknarliðum en Hull á næstu mánuðum.

  Og djöfull er Torres góður.

 20. Rétt hjá þér Hjalti, en þá verður Masch pottþétt í liðinu og bakvörðunum verður skipað að halda sér meira aftur. En game on.
  Mér finnst allt í lagi að liðið fái á sig mark og mark ef það er í svona blússandi sóknartakti.
  Ég man þó eftir því að hafa sofnað yfir ófáum Houllier leikjunum ….

 21. nananananananananananana we bought the lad from sunny spain he gets the ball and scores again,fernando torres liverpool number nine !!!!!!!

 22. TOOOOORRRRESSSSSS……..þvílík snilld!!!!!!Kórónaði þetta með að klobba McShane sem er búinn að vera frekar pirrandi í þessum leik…

 23. Bara 4 mörk í viðbót og þá hef ég spáð rétt 🙂

 24. Árni, að sama skapi verður liðið væntanlega ekki í sama blússandi sóknarkrafti eins og þú segir, gegn sterkari liðum. Þó svo að liðið geti það auðvitað alveg.

  En áhyggjuefnið er bara hversu mörg mörk liðið hefur fengið á sig svona, og aðallega hversu slakur Carragher hefur verið. Hann á að mínu mati þetta mark í dag skludlaust.

  En frábær úrslit í dag!

Dregið í Carling Cup

Liverpool 6 – Hull 1