Hull á morgun

Til að klára frasana:

“Þrjú sig á morgun er algjört möst”

“Megum ekki við því að tapa stigum í svona leikjum á heimavelli”

“Best að taka bara einn leik í einu, en það má ekki klúðra neinu í þessum upp á framhaldið”

o.s.frv.

Þannig að það sé á hreinu þá á Liverpool að vinna Hull miðað við væntingar í dag og til þess að tryggja að svo verði ætlar Rafa að breyta liðinu töluvert frá leiknum við Leeds og hafa það svona:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Mascherano
Babel- Gerrard – Benayoon
Torres

Á bekknum eru svo: Kyrgiakos, Insua, Voronin, Kuyt, Cavalieri, Spearing,Dossena

Já þið eruð að lesa þetta rétt, það er komið það nálægt helginni að ég er með slíku óráði að ég tippa þarna á að Babel byrji leikinn á kostnað Kuyt!!! Það er mikið prógramm framundan með viðureignum gegn Batistuta og félaögum í Fiorentina og í kjölfarið á því leik gegn Chel$ki sem er á sínu ósigrandi skeiði núna.

Hull er lið sem við gætum þurft að sækja meira á heldur en verjast gegn og því líklega ekki svo svakalega ofboðslega vitlaust að leyfa Babel að spreyta sig á kostnað Kuyt. Babel er líka bara svo líkt Babú.

Ekki það að Rafa taki svona fáránlega sénsa, enda færi konan hans fyrr úr rúminu heldur en Kuyt úr liðinu.

Hvað um það, allavega gott að eiga þessa möguleika á hægri kanntinum.

Eins tippa ég á að Aurelio fái séns aftur gegn Hull, þurfum að spila hann í gang því hann er ansi drjúgur þegar hann er ekki á sjúkrahúsinu, sem er í svona 10% tilvika.

Annars er furðu lítið um meiðsli í okkar herbúðum 7.9.13…14.15 og 16. Agger og El Zhar eru allir að koma til og fara alveg að verða klárir í aðalliðshópinn og að sama skapi berast fréttir af því að Aquialani, gaurinn sem við keyptum víst í sumar og vill stundum gleymast, er allur að koma til og er jafnvel líklegur í október.

Gestirnir

Hjá gestunum hefur allt farið lóðrétt niður á við síðan ca. um áramót í fyrra. Þeir komust upp í úrvalsdeild með stæl og voru þvílíkt öflugir í fyrrihálfleik þess tímabils, en um leið og meiðsli og sala á leikmönnum fór að tikka inn þá var þetta búið hjá þeim og þeir hafa hrapað með glæsibrag síðan þá með 3 sigra í síðustu 30 leikjum. Í haust misstu þeir einn sinn besta mann, miðvörðinn Michael Turner og það er ljóst að slíkt skarð hjálpar Hull ekki í ár.

Phil Brown er í fyrsta skipti að lenda í basli með þetta lið og er talinn ansi líklegur til að fá að taka poka sinn ásamt hatt sínum og staf.

Þetta Hull lið er samt ekki alslæmt, þeir hafa aðeins keypt í ár og geta alveg skorað mörk með Geovanni í stuði og nýju gaurana Jan Vennegoor of Hesselink og bandaríkjamanninn  Jozy Altidore frammi.

í fyrra

Leikur þessa liða í fyrra byrjaði eins og hver önnur dýrari gerð af martörð og voru nýliðarnir komnir í 0-2 áður en SSteinn náði að klára fyrsta bjórinn á Players. Við náðum þó að klóra í bakkann og jafna 2-2. En slíkar tölur væru stórslys í leiknum á morgun.

Hvað sem öllu líður og hvað mönnum kann að finnast um þetta Hull lið…

…þá tók ég þátt í því að stofna Hull klúbb um árið þegar þeir voru í B-deild, mikið til út af þessum klikkaðslega geggjaða búning þeirra. Svona búningar öskra bara á respect 🙂

Spá:

Suðvestan 13-20 m/s í kvöld, en 8-15 seint á morgun. Skúrir eða slydduél, en sums staðar snjóél til fjalla, einkum á Vestfjörðum. Úrkomulítið á Norðausturlandi og bjartviðri á Austfjörðum. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Spá gerð 25.09.2009 kl. 16:38

Babú

24 Comments

  1. haha, djöfulsins snilldar lesning.

    Ég man vel eftir öðrum leiknum í fyrra gegn Hull, þvílíkur rúsíbani sem það var. Man að Dossena var alveg ÓGEÐSLEGA lélegur í þeim leik. Alveg klárt að Hull mun reyna skyndisóknir enda með Altidore sem er eldsnöggur. Vil helst hafa Ínsúa áfram í liðinu enda er hann sneggri en Aurelio. Er hræddur um að Carra muni verða áfram í tómu basli. Þeir munu skora a.m.k eitt mark, en við munum skora nokkur.

  2. Ég væri alveg til í að sjá Kyrgjakos í vörninni með Skrtel og gefa Carragher smá bekkjarsetu og sjá að hann sé ekki heilagur og geti endalaust gert mistök og svo mætir hann öflugur í næsta leik.
    Ég vil einnig halda Insua í liðinu enda hefur strákurinn spilað frábærlega en kannski væri það betra að spila Aurelio í gang.
    Ég er líka sammála þér með Kuyt og vonandi að Babel verði þarna og mikið rosalega verður drengurinn að stíga upp og sýna sitt rétta andlit.
    Ég spái þessu 4-0

  3. “Svona búningar öskra bara á respect”

    Þetta er klárlega setning vikunnar. Frábær upphitun. Sammála að það kæmi mér ekki á óvart að sjá Aurelio þarna inni. En Babel fyrir Kuyt er ekki að fara að gerast.

  4. Ef Babel kemur til með að fá tækifæri verður það, að mínu mati, á kostnað Banayoun eða Mascherano (þ.e. Gerrard færist niður). Tel samt að Insúa verði í vinstri bakverðinum og verði Aurelio í byrjunarliðinu verði hann á miðjunni í hlutverki Alonso að dreyfa spilinu. Það gerði hann vel gegn Leeds og er fullfær um slíkt hlutverk, a.m.k. gegn liðum sem liggja aftarlega á Anfield.

    Spá mín um XI er þó svona:

    —————–Pepe

    Johnson—Carra—Skrtel—Insúa

    ———Lucas——Gerrard

    Kuyt——–Benayoun——Babel

    ————–Torres

    Aurelio kemur síðan inn fyrir e-n AM (komust við í þægilega stöðu) og Gerrard færist upp. Ég held að það sé best að fara varlega með Aurelio þegar hann kemur uppúr meiðslum og ef Babel á að fá sénsinn núna verður það ekki á kosnað Benayouns, að ég tel. Hef fyrirvara á því að Mascherano gæti verið fyrir Lucas og/eða Babel

    YNWA
    kv. Sæmund

  5. … ég sagði og/eða Babel hér að ofan…

    Að sjálfsögðu á þetta að vera eða, því samkvæmt allri efnafræði kemur hann varla inní byrjunarliðið fyrir þá báða…

    kv. Sæmund

    • verður Ngog ekki á bekknum eftir góða framistöðu í vikunni..

    Ahh ég vissi að ég var að gleyma einhverjum þessar ca 30 sek sem ég hugsaði út í þetta og því henti ég Dossena bara á bekkinn 😉 En Jú N´Gog verður klárlega a.m.k. á bekknum.

  6. N’Gog hefur komið mér skemmtilega á óvart og ég held að hann gæti vel reynst okkur dýrmætur í vetur enda hefur drengurinn nýtt sín tækifæri virkilega vel og það er greinilegt á leik hans að hann er að læra helling af Torres.

  7. Alltaf gaman að lesa upphitanir frá Babú, minnsta lagi skellir maður uppúr 3svar, en spái að Gerrard verði neðarlega á miðju með Macha Monster, og Benayoun í holuni. 3-1, Torres, Gerrard og Babel, eitthver tappi fyrir Hull.

  8. Duracell kanínan verður ekki sett á bekkinn…..hún þarf enga hvíld.
    Sammála öllu byrjunarliðinu nema Kuyt kemur í stað Babel.

    Geri ekki ráð fyrir öðru er 3 stigum á morgun. Bíð ekki í það að lesa bloggið verði annað uppá teningnum.

  9. ekki séns að babel sé að fara slá út útkvíldan Kuyt með ágættir framistöðu gegn 3 deildar liði, sorry. Kuyt er einn að okkar bestu sóknarmönnum, þó að hann vinni vel til baka þá þýðir það ekki að hann taki sér pássu í sókninni. Kuyt er inná vellinum til að skapa marktækifæri og skora, varnarvinnan sem hann vinnu er bónus ekki öfugt, enda skorar hann reglulega og leggur upp mikið af mörkum.
    Ef Gerrard verður á miðjunni með Lucas, sem er ekki að fara missa sætið sitt til Macherano, þá gæti Babel verið inni í stað Riera. Ég held einnig að Isúa verið inni, Aurelio spilaði ekki í sinni stöðu í síðasta leik sem segir mér að Rafa sé að leyta að nýju hlutverki fyrir hann þar sem Insúa sé búinn að eigna sér vinstri bak stöðuna og Aurelio því notaður sem skiptimaður fyrir vinstri bak – kant og miðju.
    Verandi eins fátækir og stanslaust er verið að tala um þá skil ég ekki hvað Dossena er að gera á launaskrá hjá okkur. Hann bara hlítur að fara í næsta glugga en það er önnur saga.
    Við vinnum 2-0 og allir sáttir, líka Hull-gæjarnir

  10. Þetta var án efa krafmesta upphitun allra tíma hérna á blogginu, full respect, en ég skal samt setja annað eistað af veði ef Babel greyið verði í byrjunarliðinu á morgun. Skil pælinguna en samt ekki the Benitez way. Frekar væri ég til í að sjá 4-4-2 á morgun með nogog frammi og lucas hvíldan, það væri líklega meira spennandi.

  11. Babú, góð upphitun en jeminn eini viltu prófa að leggja þessari Kuyt-þráhyggju aðeins á hilluna. Ef þér finnst líklegt að Kuyt, sem var hvíldur gegn Leeds, vermi bekkinn í stað Babel, sem lék nærri því allan leikinn, skilurðu enn ekki hvernig Benítez hugsar. Simples. 😉

    Já, og Phil Brown er ekkert að lenda í vandræðum í fyrsta sinn með Hull-liðið. Hann hefur ekki stigið rétt í fótinn síðan bankarnir hrundu í fyrra, ef frá eru taldar svona fyrstu 6-7 umferðirnar í fyrra hefur hann verið með lið sem er í besta falli af þriðjudeildargæðum, hvað frammistöðu varðar. Þetta lið fer beinustu leið niður, Derby-style, nema þeir reki Brown strax í gær (samt helst ekki fyrr en eftir okkar leik, mig langar í stórsigur).

    Mín spá: 5-0 ef Brown er heltanaður á hliðarlínunni. 1-0 ef hann er farinn.

  12. Af hverju þetta eilífa Phil Brown grín? Maðurinn hélt Hull uppi, liði sem gat ekki rassgat. Þó öll stigin hafi komið fyrir jól þá skiptir það bara engu andskotans máli. Stigafjöldinn var nægur.
    Svo er ekki eins og þeir hafii tapað öllum leikjunum stórt á þessu tímabili. Allavega búnir að sanka að sér fjórum stigum.
    Annars er ég mjög róleg fyrir þessum leik, held að vandamál okkar gegn slakari liðum séu úr sögunni og sé fyrir mér þriggja marka sigur

  13. 4-0

    Torres 2, Gerrard 1, Johnson 1

    Hef þetta ekkert lengra þar sem það er ekki einu sinni í myndinni að við fáum mark á okkur. Kominn tími til að fylla uppí þetta gatasigti (lesist Carra)

  14. Hey, ég setti alla mögulega fyrirvara í þessu Babel-Kuyt ranti og geri mér fullkomlega grein fyrir að Kuyt spili þennan leik. En ef við ættum að hvíla Kuyt í einn leik af þessum þremur á næstu viku þá er þetta sá leikur og eins þá þarf að spila mönnum eins og Babel til að hann fari einhverntíma að sýna hvað hann getur, hann hefur verið að fá séns á hægri kannti og verið sæmilegur. Kuyt er svo ekkert ósnertanlegur frekar en aðrir. EN ég mótmæli mjög að þetta sé þráhyggja og hef raunar verið mjög sáttur við Kuyt sl. ár eða svo.

    Hull voru góðir fram að jólum í fyrra og þetta er því í fyrsta skipti sem Brown er í balsi….þetta basl hefur bara staðið frá janúar í fyrra 😉

  15. Snilldar viðtal, skemmtilegur punktur: I think of Rafa and in five years I have never had a conversation with him that was not about football

  16. Frábær grein Mummi.

    Ættum að kíkja í að þýða hana stuttlega eftir helgina, allavega hlutana um Liverpool.

    En í dag vinnum við Hull City. Held að það verði 2-0 eða 3-0. Hull munu tjalda öllu inn í sinn eigin teig allan tímann.

  17. Staðfest lið

    The Reds XI in full is: Reina, Insua, Johnson, Carragher, Skrtel, Lucas, Gerrard, Riera, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Voronin, Aurelio, Kyrgiakos, Babel, Mascherano, Ngog.

Hull upphitun…

Hálfleiksræðan