Ungt lið á Elland Road

Miðað við frétt á ekki alltaf örugga miðlinum Teamtalk verður töluvert breyttur hópur á Elland Road annað kvöld.

Verulegar líkur á að við sjáum mikið af ungum mönnum þar og “stóru byssurnar” hvíldar. Þó má reikna með að Aurelio byrji í fyrsta sinn í vetur og við fáum að sjá Agger eitthvað.

Áfram sömu áhersluatriði hjá Rafa í þessari keppni, vonandi komumst við þó lengra svo að fleiri leikir detti í fang þessara leikmanna og það er jú dolla á endanum í boði.

8 Comments

 1. Líst vel á það að gefa kjúllunum smá séns í bland við reyndari leikmenn: Ætla að spá liðinu svona gegn Leeds:

  Cavalieri
  Degen Kyrgiakos Kelly Aurelio
  Babel Spearing Plessis Riera
  Voronin Ngog

 2. Algerlega sammála þessari liðsuppstillingu #1 Lolli. Þessir leikmenn þurfa að fá að spila. Þetta lið lítur nokkuð vel út og væri gaman að sjá þá spila. Agger gæti jafnvel dottið þarna inn sem og Dossena fyrir Rieira. Dossena í vinstri bak og aurelio í vinstri kanntinn. En ég vona að Babel nýti tækifærið og geri rósir. YNWA

 3. Sammála greininni en dollan er aukatriði enda algjörlega marklaus en þessir leikmenn þurfa að sýna að þeir eigi erindi í liðið og það gera þeir með að vinna leiki.

 4. Ég er sammála því að leyfa þeim sem minna hafa spilað að spila, en það eru kannski heldur of fáar leikmín. á bakvið þetta lið og þá sérstaklega á vörn og miðju. Það er ekki gott fyrir varaliðið að tapa þessum leik. uppá sjálfstraustið að gera. Ég myndi kippa Plessis út fyrir Mascherano og Kelly út fyrir Skrtel til að fá aðeins meira form í hópin. Mig grunnar að Rafa líti á Ayala sem okkar 5 miðvörður okkar en ekki Kelly. Ayala hefur allavegan fengið að spila meira en Kelly síðustu mánuði.

 5. Ayala er greinilega á undan Kelly í röðinni í miðvörðinn enda sýnist mér að Kelly sé hugsaður sem bakvörður.

 6. Martin Kelly er miðvörður og mun spila sem miðvörður til lengri tíma litið og spilar alltaf sem miðvörður með varaliðinu. Hann er ekki bakvörður frekar en Jamie Carragher var vinstri bakvörður.

 7. Kelly held ég að sé hugsaður sem miðvörður framtíðarinnar en eins og er þá er hann hægri bakvörður. Sem er ekki svo slæmt ef við hugsum til þess, þar sem bæði Carra og Gerrard spiluðu sem hægri bakverðir once upon a time og sjáið bara hvernig fór fyrir þeim.

 8. Martin Kelly, Peter Gulaci, Dean Bousanis, Kristian Nemeth og Andras Simon eru allir að fara að spila í U20 HM sem hefst í vikunni.

West Ham 2 – Liverpool 3

Leeds Utd á morgun