West Ham 2 – Liverpool 3

Okkar menn héldu til austurhluta Lundúna í dag og léku þar gegn West Ham í leik sem miklu máli skipti að hirða þrjú stig.

Byrjunarliðið var eftirfarandi:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Á bekknum voru svo: Cavalieri – Kyrgiakos – Babel – Riera – Dossena- Aurelio – Degen.

Öflugt byrjunarlið á pappírunum, en strax á 2.mínútu sáust brestir í liðinu, þegar Carragher hékk of lengi á boltanum, var rændur honum en hinn ungi Hines átti skot í stöng sem betur fer. Smám saman náðum við tökum á boltanum og smám saman færðust völdin til okkar, Benayoun skaut máttlaust úr fínu færi og Insua rétt framhjá á fyrsta kortérinu.

West Ham lágu til baka og beittu skyndisóknum þar sem miðvarðaparið okkar átti í tómu basli með Hines litla og Carlton Cole.

Á 20.mínútu kom fyrsta mark leiksins. Velkominn aftur Fernando Torres og fyrigefðu að við efuðumst um þig!!! Prjónaði sig einn í gegnum vörn Hamranna og setti boltann yfir hausinn á Robert Green í markinu. 0-1.

Forystan varði aðeins í átta mínútur. Meinlítil sending komst á bakvið Carragher þar sem hann hefði auðvitað átt að skýla boltanum eða hreinsa frá. Missti Hines framúr sér og hljóp síðan utan í hann. Víti og gult. Strangur en ekki rangur dómur að mínu mati. Vítaspyrnuna tók svo nýliðinn Diamanti og jafnaði í 1-1 með kolólöglega teknu víti, sem átti án vafa að þýða óbeina aukaspyrnu fyrir okkur.

Um tíu mínútur tók okkar menn að finna fæturna aftur og á þeim tíma var lítið í gangi í leiknum. Á 42.mínútu komumst við svo aftur yfir. Benayoun tók horn, Gerrard skallaði í átt að marki og Dirk Kuyt fær þetta mark svo skráð á sig þar sem hann átti síðustu snertingu. Fínt mál.

Þessi forysta dugði aðeins í tvær mínútur. Skrtel braut klaufalega á Hines rétt utan teigs og fékk gult. Aukaspyrnan fór af varnarveggnum í horn og uppúr því gleymdi Carragher sér á nærsvæðinu og Carlton Cole jafnaði. Staðan orðin 2-2 og þannig var hún í hálfleiknum.

Frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks var ljóst að West Ham hugðust liggja til baka og beita skyndisóknunum áfram. Við fengum að halda boltanum í drep en lítið gekk að skapa sér færi. Skot í varnarvegginn algengt ferli. Smám saman dró af heimamönnum, okkar menn með um 65% dreifingu boltans, en engin dauðafæri.

Á 75.mínútu kom svo markið sem reyndist sigurmark leiksins. Glen Johnson átti flott hlaup upp völlinn sem endaði með skoti í varnarmanni, boltinn hrökk til Ryan Babel sem sótti í átt að marki og skilaði flottri sendingu fyrir markið þar sem snillingurinn Torres mætti boltanum glæsilega og skallaði hann niður í hornið algerlega óverjandi fyrir Green. Staðan því 2-3 og um 20 mínútur eftir.

Á þeim tíma gerðist afar lítið. Okkar menn færðu sig aftar á völlinn og leyfðu West Ham að koma. Ég viðurkenni alveg að ég var stressaður yfir hornum og aukaspyrnum þeirra, en sem betur fer virtist loftið þeirra hafa klárast í fyrri hálfleik. Gleðistraumur fór um mann þegar lokaflautið gall, annar 2-3 útisigur í röð, virkilega mikilvægur!

Mér fannst leikur liðsins afar fínn lengst af þessum leik. Við höfðum boltann um 65% af leiknum gegn spræku West Ham liði og mér fannst “shape” liðsins gott. Bakverðirnir komu upp og boltarnir sem fóru í gegnum miðjuna fóru réttar leiðir. Vængspilið hefði þó mátt verða beittara, aðeins sáust einstaka sinnum gleðileg tilþrif hjá Benayoun, Kuyt og síðan Babel.

Mér finnst samt ástæða til að pirra mig sérstaklega á hafsentapari okkar í dag, þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir Carra og Skrtel áttu hræðilegar 45 mínútur, spörkuðu boltum í innkast, voru værukærir og hreinlega arfaslakir varnarlega gegn Cole og Hines. Uppáhaldspoolarinn minn Carragher átti stóran þátt í báðum mörkum Hamranna, því það er hann sem á að skalla þessa bolta á nærsvæðinu frá í hornum. Það er morgunljóst að það verður erfitt að vinna leiki, hvað þá titla ef við þurfum þrjú mörk í hverjum leik! Ég hata að segja það en mér finnst að nú þurfi að skoða frammistöðu #23 verulega vel þegar Agger kemur til baka!

En stigin þrjú skiptu öllu og hleypa okkur nú í efri hluta deildarinnar sem mun líta “eðlilegar” út eftir innbyrðisviðureignir risaliða á morgun. Þau þrjú hefðum við ekki fengið ef maður leiksins, Fernando Torres hefði ekki hitt á sinn gír. Ég er handviss um að hann les Kop reglulega og hefur séð að við vildum fá meira.

Hann hlýddi því heldur betur. Fyrra markið er náttúrulega ótrúleg snilld og það væru ekki margir senterar í Englandi sem hefðu náð að klára seinna færið! Snillingur og maður leiksins í dag.

Góð úrslit þrátt fyrir allt og næst er að heimsækja gamla keppinauta, Leeds United í Carling Cup á þriðjudagskvöldið. Það verður örugglega skemmtilegt!

Myndir frá Getty Images, teknar af vef BBC

96 Comments

 1. Ég hætti að glápa í hálfleik, það er bara ekki hægt að bjóða taugunum mínum upp á þessa varnartilburði sem liðið er að sýna þessa dagana. Guði sé lof fyrir Torres og þetta fyrra mark hans var náttúrulega ekkert nema tær snilld. Gaman líka að sjá Babel mæta inn og leggja upp mark, vonandi er þetta það sem koma skal hjá stráknum.

 2. Pfjúff… Torres nokkuð góður, Insua frískur og Babel þegar hann kom inn á en liðið virkaði vægast sagt þreytt.

 3. Var nokkuð ánægður með stigin 3. en ég er að fara á taugum með þennan varnaleik sem liverpool er búið að kynna til leiks í ár. Hreinlega fannst mér 23 vera byrjaður að reykja eitthvað sterkt fyrir leik því ég trúði varla mínum augum hvað gerðist á 2 min. þessi miðverðir eru ekki að vekja mikla lukku hjá mér þessa daganna. Og svo er ég að verða geðveikur á Macherano og þessum háu boltum sem hann neglir á mótherja lærði hann ekkert á að vera við hliðinna á Alonso?

  En annarrs það jákvæða við þennan leik að Torres sýndi hvað hann kann og lét alldeilis finna fyrir sér. Og Babel á mjög góða innkomu annan leikinn í röð og vonandi að það skili sér í auknu sjálfstrausti hjá honum.

 4. Það sýnir hversu góður Torres er að hann er búinn að skora 5 mörk í 6 deildarleikjum en við erum meðvituð um að hann á meira inni.

 5. Hefði viljað sjá grikkjann fyrir carrah bara strax i fyrrihálfleik eða í hálfleik.. annars fannst mér þetta ekki skemmtilegur leikur, fyrir utan mörkin 2 hja torres

 6. jááá!!!!! loksins er TORRES eins og hann ggerist bestur frábær sigur og skemmir ekki að selfoss eru komnir í úrvalsdeildinna

 7. Alveg sammála Magga með Carragher, þurfum virkilega að fara að skoða stöðu hans innan liðsins.

 8. “annars fannst mér þetta ekki skemmtilegur leikur” Nr 7.
  Vá hvað ég er ósammála þér með að þetta hafi ekki verið skemmtilegur leikur, mér fannst hann alveg hreint mjög spennandi og mjög vel spilaður af okkar hálfu (fyrir utan miðverðina sem voru alveg týndir.)
  En allavega 3 stig í höfn sem er frábært 😉

  Áfram Liverpool YNWA

 9. Sko, ég var ekki minna brjálaður útaf frammistöðu Carra en þið, en menn verða að átta sig á því að þið eruð að tala um þann mann sem hefur verið stöðugastur í gæðum af öllum í liðinu í nokkur ár. Þó að hann hafi verið shakie á þessu tímabili (eins og reyndar flestir aðrir liðsmenn) þá finnst mér þessi umræða hérna um að það þurfi að henda honum á bekkinn bara útí hróa.
  Það er það síðasta sem kappinn þarf, trúið mér.

  3 stig í hús og 3 sætið er okkar eftir þesa umferð vil ég fullyrða, því þó svo að ég væri alveg til í að sjá Chelsea og Man Utd tapa á morgun þá er það bara ekki að fara að gerast, því miður.

 10. Góður sigur og algjörlega ósammála nafna mínum #7 Skemmtilegur leikur að horfa á, spennandi með fullt af “twistum” Mörk, mistök, spenna, víti, umdeild atriði, barátta, spjöld og Liverpool sigur, hvað annað skal til?!

 11. Góður sigur gegn skemmtilegu liði West Ham, en vörn okkar manna er ekki að gera sig í byrjun tímabils. Reyndar finnst mér Carra vera hátíð við hliðina á honum Skrtel sem mér finnst brjóta mjög klaufalega og skila boltanum yfirleit á leikmenn andstæðingana.
  En mikið gleður mann að sjá Fernando Torres eins og hann lék í dag

 12. Ótrúlega ánægður með þennan sigur, var hræddur um að sigur mundi ekki hafast eftir að West Ham jafnaði í tvígang. El Nino is back with a bang!;) Heillaðist samt líka af C.Cole, Carra og Skrtel áttu í þvílíkum vandræðum með hann. Rosalegur skrokkur, flinkur með boltann og skorar mörk.

  Babel fær smá prik fyrir að leggja upp sigurmarkið, þrátt fyrir að innkoma hans hafi að öðru leyti verið döpur.

 13. 14: Mjög ósammála með Babel, fannst hann eiga einhverja bestu innkomu sem ég hef séð, hélt boltanum vel og skilaði honum ágætlega frá sér, lagði upp 3. markið og var ekki eins fyrirsjáanlegur eins of oftast. Flott innkoma hjá Babel.
  Æislegt samt að sjá Að Torres er kominn aftur. Fannst samt Insua og Johnson merkilega góðir en því miður voru Carra og Skrtel skelfilegir.

 14. Þetta var mjög fínn leikur. Það er magnað að sjá West Ham spila á móti stóru liðunum að þeir eru ekkert að bakka í vörn. Þeir sækja og reyna að skapa færi með þeim mönnum sem þeir hafa. Vissulega voru þeir að beita skyndisóknum aðallega núna en samt er þetta baráttuglat fínt lið.

  Torres var góður, Insúa var góður, Benayoun var góður, Johnson var góður, hinir voru ekkert að spila sinn besta leik. Carra var ótraustur en samt enginn ástæða til þess að henda honum á bekkinn.

 15. Djöfull að hafa misst af þessum leik 🙁 Ég virðist alltaf missa af þessum svakalegu leikjum þar sem andstæðingurinn er að gera sig líklegan til að hirða stig.

  Torres var bjargvætturinn í dag. Ef mér skjátlast ekki, þá er hann, þrátt fyrir að hafa verið slakur undanfarið og “alls ekki kominn í gang” orðinn markahæstur í deildinni, með 6 mörk eftir 6 leiki. Spáið í því!

  Þar að auki höfum við skorað næst flest mörk allra liða so far, en það sem skyggir á þá tölfræði að við erum búnir að fá á okkur miklu fleiri mörk en hin stóru liðin. Ef mig minnir rétt, þá hafa öll þessi mörk komið eftir föst leikatriði, er það ekki rétt munað hjá mér? Það er áhyggjuefni útaf fyrir sig, og ljóst að Rafa þarf að taka heldur betur skorpu í því að verjast föstum leikatriðum á næstunni.

 16. Það er eitt atriði með vörnina sem að er öðruvísi frá því í fyrra og væri gaman að fá að vita hvað er á bak við það hjá Rafa en það er að Carra er að spila vinstra megin í hjarta varnarinnar, hann hefur í 99% leikjum þeim sem að hann hefur spilað verið hægra megin. Getur verið að hann sé að undirbúa Skrtel fyrir framtíðina með Agger sér við hlið??? Getur verið að Carra sé því þess vegna ekki alveg rétt mótíveraður fyrir leiki??? Væri virkilega fróðlegt að vita hver er pælinigin þarna á bakvið 😉

 17. Virkilega góð pæling Stjáni. Carra ekki verið líkur sjálfum sér eða er bara búinn á því ? ( vona ekki ). Skrtel og Agger saman næsta tímabil, kannski…..

 18. “Vítaspyrnuna tók svo nýliðinn Diamanti og jafnaði í 1-1 með kolólöglega teknu víti, sem átti án vafa að þýða óbeina aukaspyrnu fyrir okkur.”

  Fyrir okkur sem ekki sáu leikinn viltu þá vinsamlegast skýra þetta nánar

 19. Stjáni 18. Ég var einmitt að hugsa um þetta sama í dag. Málið er að Carra spilaði ALLTAF hægra megin þegar hann var með Hyypia enda var Hyypia miklu betri á boltanum og með afar góðan vinstri fót. En undanfarið hefur þetta breyst. Ætti samt ekki að útskýra þessa ömurlegu frammistöðu. Mér fannst Skrtel miklu betri.

  Haukur 17. Mig minnir að Bolton hafi skorað eitt mark eftir opin leik, en ég held að öll önnur mörk hafi verið eftir víti, aukaspyrnur eða hornspyrnur.

 20. Held að Torres sé kominn með 5 mörk í 6 leikjum – ekki 6.

  Víti West Ham var þannig að gæinn rann með stuðningsfótinn fram fyrir boltann um leið og hann skaut. Við það fór boltinn í stoðfótinn og þaðan í markið. Annars virkilega góð tilbreyting að íslenski þulurinn sé fyrsti maður ásamt Reina til að átta sig á þessu. Gummi Ben fær prik fyrir það, efast um að hinir þulirnir á Stöð 2 Sport hefðu fattað þetta hjálparlaust.

 21. 22 Nafni

  Skv. stats síðunni á Skysports er Torres með 4 mörk og leikir dagsins eiga eftir að detta þar inn. Því ætti hann að vera með 6 mörk og er þ.a.l markahæstur.

  21 Johannes
  Já rétt hjá þér. Þar kom eitt mark úr opnum leik, reyndar í fyrstu eða annarri snertingu eftir útspark, spurning hvort slíkt sé ekki nálægt því að teljast til fasts leikatriðis 🙂

 22. Já, það er svona næstum því fast leikatriði. Skulum samt ekki gleyma okkur í neikvæðni. Það er gríðarlega flott að hafa fengið aðeins eitt mark úr opnu spili í sjö leikjum. Carra reyndi sitt versta í dag til að hækka þá þá tölu, án árangurs.

 23. Já, satt er það. Það hlýtur að segja eitthvað um vörnina og e.t.v styrkinn á miðjunni að við séum að fá svona fá mörk á okkur úr opnu spili, en þetta með föstu leikatriðin bara verður að laga.

  Maður er með kvíðahnút í maganum í hvert skipti sem andstæðingur fær hornspyrnu eða aukaspyrnu/innkast nálægt vítateig okkar manna.

 24. Nú geta menn kannski hætt að segja að torres sé ennþá í sumarfríi !!! maðurinn er búinn að skora 5 mörk í 6 leikjum síðast þegar ég vissi þótti það góð tölfræði .

 25. Diamanti flaug á hausinn með lappirnar á undan sér þegar hann tók vítið. Sparkaði boltanum með vinstri fæti í þann hægri og boltinn í boga yfir Reina.
  Svipað og þegar Jón Karl Björnsson í handboltanum með Haukum kastaði boltanum í hnéð á sér úr víti og skoraði. Evrópska handknattleikssambandið úrskurðaði það kolólöglegt.

  Varðandi Carragher þá las ég einhverja grein um daginn að hann treysti ekki hraðanum hjá sér lengur og spilaði því sem hálfgerður sweeper, aftar en vanalega. Sýnist miðað við frammistöðuna undanfarið að hann sé kominn í einhverja Obi Wan Kenobi – sýnikennslu þarna í vörninni. Lærifaðirinn að gera lærlinga sýna andlega sterkari með því sýna fram á dauðleika sinn.

  Flottur útisigur annars. Við erum með ansi gott tak á West Ham enda þetta eina miðjumoðsliðið sem reynir að spila smá fótbolta. Þeirra leikstíll hentar skyndisóknarbolta Liverpool mjög vel. Torres á svo helling inni sem og fleiri heimsklassa leikmenn okkar. Þá er Aurelio að koma tilbaka sem ég tel mjög mikilvægt.

  Næst er það skemmtilegur leikur gegn Leeds í Carling Cup, svo er þægilegur deildarleikur á Anfield gegn Hull. Vinna þessa leiki og þá fær liðið sjálfstraust og nær betri rythma, öryggi og hraða í sinn leik. Svo fer bráðum að styttast í stórleikinn gegn Chelsea á Stamford Bridge. Ef við vinnum þann leik er hægt að fyrirgefa og grafa mistökin gegn Tottenham og Aston Villa.

  Koma svo. Áfram Liverpool.

 26. Kyrgiakos inn og Carra út. Carra er farinn að gera alltof mikið af aulamistökum. Henda honum á tréverkið í nokkra leiki og sjá hvort að hann taki við sér eftir það.

 27. Flottur leikur. Carra átti slæman dag, og hefur kannski ekki verið upp sitt besta. Ég er enga að síður 100 % Carra maður og hann er ómetanlegur hlekkur í þessu liði, sérstaklega í stóru leikjunum.

  En hann verður ekki yngri og er ennþá að spila hvern einasta leik fyrir okkur. Og satt að segja virkaði hann þreyttur í dag. Það er kannski spurning um að fara að hvíla hann einn og einn leik inn á milli ? Bara pæling.

 28. @ Hafliði. þú talar um að Carra hafi verið einn af stöðugustu leikmönnum liðsins undanfarin ár og því megi ekki henda honum á bekkinn, eða svo les ég þetta, Hins vegar þá gerir mistök mjög reglulega og eins mikið og ég dái hann þá verður bara skynsemin að ráð og við þurfum betri miðverði.
  Ég er alveg til í að henda honum á bekkinn og minna hann á að hann er ekki ósnertanlegur. hins vegar mér þykir sárt að þurfa að segja þetta en ég held að Rio, Johnny og Vidic séu allir betri en Carra, Skertel og Agger

 29. Sá að einhverjir voru að commenta á mig, en mér fannst lítið um flott spil í þessum leik.. og liverpool hélt bara boltanum fyrir framan teigin svipað og gerist í handbolta, svo komu reyndar þessi mörk, flott mörk en mér fannst leikurinn ekkert sérstakur.

  Hef oft séð liverpool liðið spila miklu flottari fótbolta

 30. 21Johannes Bolton skoruðu ekkert í opnum leik, annað markið var eftir auka og hitt eftir horn sem þeir skoruðu á okkur.

  Annars langar mig til að henda smá bombu hérna inn sem SSteinn og fleiri hefðu tekið undir fyrir 8 árum síðan og er enn staðreynd.

  Carra er ekkert nægilega góður leikmaður fyrir Liverpool. Jú hann hefur hjartað og jú hann hefur unnið titla fyrir okkur með hjartanu, en staðreyndin er sú að hann er bara okkar G.Neville, frábær þjónn, en ekki nægilega góður leikmaður og við höfum bara ekki efni á svona frammistöðu eins og hann er búinn að sýna í ár. Ég gæti best trúað að hann hafi verið fullur í allt sumar að reyna að sætta sig við þá fáránlegu staðreynd að Man.Utd hafi stolið titlinum í fyrra þrátt fyrir að geta ekki neitt

 31. Pétur: Mig minnti að þetta hafði verið eftir markspyrnu, en ég skoðaði þetta betur og sá að þetta var eftir mjög langa aukaspyrna sem markvörðurinn tók.

  Ótrúlegt samt hvernig ensku liðin nýta vel þessi föst leikatriði, sama hvort það sé aukaspyrna frá 70 metrum eða hornspyrnur. Verð að segja að mér finnst leiðinlegt hvað enski boltinn er alltaf að snúast meira og meira um föst leikatriði og innköst og varnarleik við föstum leikatriðum. Enda segja sumir að félögin æfi nánast ekkert annað heldur en föst leikatriði og varnarleik við föstum leikatriðum.

 32. Þetta byrjunarlið var bara ekki nógu gott fannst mér. Vinstri kanturinn vantaði alveg, en svo sá Rafa það í restina, og allt í einu vorum við með þrjá vinstri kanta; Insúa, Aurelio og Riera! Riera hefði átt að byrja inni fyrir Masch.

 33. Varnarleikurinn í leiknum í gæri minnti mig á varnartilburði LFC þegar Phil Babb, stig inge Björneby og Carra var að stíga sín fyrstu spor í vörninni. Það var í hvert sinn sem kom fast leikatriði, horn eða aukaspyrna að maður bjóst við marki. Ég man hversu rosalega feginn ég var þegar hið ótrúlega teymi Hyypia/Henchos voru komnir til LFC og svo auðvitað Hyypia/carragher. En Benítes hlítur að skerpa á miðvörðunum okkar eftir þennan leik. Ég er sammála því að það megi ekki setja Carra og skrtel á bekkinn…það myndi brjóta þá niður og við megum ekki við því. Þetta verður örugglega betra í næsta leik.

 34. Fannst þetta fínn leikur, varðandi vörnina þá hefur alltaf tekið smá tíma að slípa hana til þegar nýir leikmenn hafa komið inn í liðið. Síðan er Glen Johnson mun sjókndjarfari og fer framar en Arbeloa gerði, þannig að Carra verður berskjaldaðri og veikleikar hans sýnilegri.
  Við eigum eftir að sjá meira af Agger og Skrtel í vetur, ef þeir meiðast ekki.
  Finnst það ánægjulegt að Torres er kominn með 5-6 mörk og ekki enn í sínu besta formi.
  Er fólk ekki örugglega hætt að tala um boring liverpool

 35. Carragher er búinn að vera órjúfanlegur hluti af einni sterkustu vörn ensku úrvalsdeildarinnar í mörg ár. Er ekki spurning um að slaka á því að hann sé ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool? Hann hefur átt svona down tímabil nokkrum sinnum á síðustu árum. Rétt eins og Gerrard og fleiri. Hann kemur aftur upp og verður aftur sem endranær einn af okkar bestu leikmönnum þetta tímabil.

 36. Carra er 31 árs, ekki fertugur. Þannig að ég held að það sé óþarfi að tala um að aldurinn sé eitthvað sérstaklega að angra hann. Það virðist bara vera einhver skrýtin einbeitingaskortur í vörninni, hvernig er annars hægt að skýra þessa bolta sem að menn voru að gefa West Ham mönnum í leiknum?

  Þetta var fínt fram á við, þó það væri full hægt á tíðum og full mikið í gegnum miðjuna. Og að skora 3 mörk gegn West Ham er fínt.

  Ég treysti engum betur en Rafa Benitez til að klára þessi varnarmál almennilega. Við höfum af og til fengið svona tímabil þar sem við virðumst slappir í föstum leikatriðum og menn hafa byrjað að tala um svæðisvörn og að dissa þá varnarmenn sem voru þá inná. En Benitez hefur lagað þetta hingað til. Á meðan við skorum mörk, þá hef ég engar teljandi áhyggjur. En þetta verður að laga áður en við förum á Stamford Bridge. Agger verður ennþá meiddur þá, þannig að vörnin verður væntanlega sú sama (nema kannski Aurelio fyrir Insúa). Þetta verður að laga því annars mun lið einsog Chelsea refsa okkur grimmilega úr hornum.

  En annars góður sigur í gær og fínt að setja smá pressu á toppliðin. Ég held að það henti líka okkar mönnum að vera lítið í sviðsljósinu núna þegar að allir elska að skrifa um öll hin toppliðin.

  • Ég spái að þetta verði hörku leikur sem við merjum 1-2 sigur úr að lokum með tveimur mörkum frá hinum “pirraða, andlausa o.s.frv.” Fernando Torres.

  Ekki langt frá því og minn maður stóð fullkomlega við sitt 🙂

  Snilld að vinna þennan leik.

  • Carra er 31 árs, ekki fertugur. Þannig að ég held að það sé óþarfi að tala um að aldurinn sé eitthvað sérstaklega að angra hann.

  Ertu að tala þarna um Carra eða ykkur báða 🙂 Tek annars undir þetta og hef ekki neinar teljandi áhyggjur af Carra ennþá. Ég held samt að hann spili ekki alla leiki liðsins eftir áramót þegar Agger verður heill.

 37. Ég held að Carra og Skrtel væru síðustu menn í heimi til að brotna niður við að vera settir á bekkinn. Að því sögðu þá held ég að það væri ekkert gagn í því að setja þá á bekkinn þar sem þeir eru einfaldlega bestu varnarmennirnir okkar og þeir þurfa að komast í almennilegt stand. Þannig að þeir eru ekkert á leiðinni á bekkinn. Mér fannst líka Gerrard slakur í gær miðað við þann standard sem hann hefur gefið okkur. Virkaði mjög þungur á mig og Benítez á að hætta að láta hann taka þessar aukaspyrnur og horn því hann er ekkert góður í því (fyrir utan að skjóta).

  En sóknarleikurinn er í góðu lagi, það sem ég óttast núna er að Benítez fái maníu yfir varnarleiknum og færi allt liðið aftar. Málið er samt það að öll mörkin sem við höfum fengið á okkur eru eftir föst leikatriði og Hines var t.d. ekki að fara að skora úr færinu sem vítið kom úr.

  Þar af leiðandi er varnarleikurinn í grunninn í lagi, utan fastra leikatriða, sem ætti í sjálfu sér að vera einfalt mál að laga. Og það lagast.

 38. Ertu að tala þarna um Carra eða ykkur báða

  Okkur báða. Ég er reyndar orðinn 32 og móðgast verulega þegar að gefið er í skyn að strákar, sem eru yngri en ég séu orðnir of gamlir í eitthvað. 🙂

 39. Owen að skora sigurmarkið á móti Shitty…ég er með óbragð í munninum. Dómarinn einnig í ruglinu…bætti við 4 min en flautaði eftir 6 min og gaf United einnig trekk í trekk auka út ekki neitt svo United gæti búið til eitthvað í lokin…þetta er alls herjar samsæri allt saman “#$%$”#%$!

 40. Micah Richards er lélegasti leikmaður í evrópskri knattspyrnu, efa stórlega að hann verði aftur í treyju Man City! Var í ruglinu og pottþétt á einhverjum efnum í þessum leik, sáuð þið hann?

  Dómarinn var auðvitað að bíða eftir 4. marki MU til að geta flautað leikinn af. Hann hlýtur að vera færður niður um deild eftir þennan dag, algjör skandall. En svosem fínt að City hefði tapað því ég held að þeir eigi eftir að vera meiri samkeppni í vetur við okkur en Man Utd. Hef samt mestar áhyggjur af Chelsea.

 41. Þessi uppbót er með því merkilegra sem ég hef séð lengi, ja hérna. Það voru engin meiðsli og ekki einu sinni 6 skiptingar

 42. Ekki það að ég ætli að blanda mér mikið í málin, en það er ljóst að dómarinn er ekki að fara eftir NEINUM reglum eða tilmælum UEFA þarna. Algert max 3 mínútur.

  Góður maður skrifaði einu sinni að í leikjum gegn “fjórum stóru” væri alltaf, “normal time”, “added time” og “big-four time”.

  Aldrei hefur það verið jafn augljóst og í dag. Það er FACT!

 43. Þetta hlýtur að vera svekkjandi fyrir M C svona glórulaus tímaviðbót hjá dómaranum 12 manni mu. Annars góður leikur hjá Liv og Torres.

 44. bíddu Maggi hvaða reglur ertu að tala um ?? Ef það eru einhverjar reglur hjá UEFA um hámarks viðbótartíma þá hljóta þær að vera meiri en 3 min. Það er talað um hálfa mín fyrir hverja skiptingu og ef 6 skiptingar eru gerðar fyrir 90 min þá eru þessar 3 min komnar. Þetta er ekki svona einfalt en ég er sammála mönnum að mér fannst þetta vera 2 min of mikið !

 45. Hér er staðreyndir fyrir þá sem þurfa að rífast við aðdáendur annarra liða í dag um markið hjá Owen 😉 => “Bellamy scores at 89:55, after the four minutes were signalled. Play wasn’t restarted until 91:01 (1:06 time wasted). We won a co…rner, Anderson was subbed for Carrick (30 seconds). That gives us a total of 1:36 over the original four, and Owen scored at 95:28 (ie 8 seconds short of this).”

  Þannig að fyrir ykkur sem haldið fram að dómarinn sé 12. maður Man Utd, þá var þessum 4 mín bætt við ÁÐUR en Shitty jafnaði…..en samt sammála að uppbótartíminn hefði mesta lagi átt að vera 3 mín.

 46. Ágætt að sjá þetta comment frá Timmy (50), því ég hlýt að spyrja á móti: hvað leið langur tími frá því Owen skoraði og leikurinn hófst að nýju og endaði? Ef þetta er svona nákvæmlega tímamælt, eru þá reglur um að tíminn sé stoppaður í uppbótartíma þegar mark er skorað? Fékk City þann tíma eftir Owen markið?

  Og hvað um hin mörkin í leiknum sjálfum? Eru engar reglur þar? Er það bara í uppbótartíma sem mörk leiða til stoppunar á tíma?

  Punkturinn er einfaldur, afar einfaldur: Uppbótartíminn átti aldrei að vera svona langur. Manure græðir á þessum “mistökum” dómarans, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómgæsla á heimaleikjum Manure hefur verið gagnrýnd.

 47. Eftir að Owen skorar, voru c.a. 8 sekúndur eftir frá því að leikurinn hófst að nýju (samkvæmt þessari mælingu). City fékk þann tíma og rúmlega það. Fyrst dómarinn fékk það út að uppbótartíminn var 4 mínútur og aðeins 3 skiptingar fram að því, hlýtur hann að hafa tekið tímann sem var fagnað inn í þann tíma. (3 mörk þangað til uppbótartíminn er tilkynntur) Hvort sem að það sé normið eður ei veit ég ekki. En samkvæmt þessum nákvæmu tímamælingum er ekki hægt að neita því þessar mínútur sem tíminn fór framyfir þessar +4 áttu algjörlega rétt á sér.

 48. Þvílíkt bull Timmy, heldur engu vatni. Bæði átti uppbót ekki að vera svona löng og oftast er uppbót akkurat jafn löng og spjaldið segir til um, nokkurnvegin sama hvað gerist á uppbótartímanum. City skorar þegar 90.mín eru búnar gott og vel en þessi rúma mínúta var kjaftæði. Huges var löngu byrjaður að koma sínum skoðunum að hjá 4.dómara og var hreint ekki sáttur eftir leik
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_5572361,00.html
  skiljanlega

 49. Uppbótartíminn var alveg jafn langur fyrir bæði lið. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af og ég sé ekki tilganginn í því að vera að rífa sig yfir þessu.

 50. United græddi samt klárlega meira á fáránlega löngum uppbótartíma því er ekki að neita !

 51. Týpískur Owen með sitt sigurmark. Hann skorar 15 mörk í vetur, það er alveg klárt mál. Það er líka klárt mál að hann mun stikna í helvíti fyrir vikið…

 52. Haukur, auðvitað er það þannig eftir á að hyggja. Ég sá ekki uppbótartímann en City hefði væntanlega alveg eins getað stolið sigrinum einhvernveginn.

 53. Helvítis Júdas !!!!!!!!!!!!! en skítt með man utd flottur sigur hja okkar mönnum í gær ég spyr bara owen hver ? torres er eini maðurinn í þessari deild sem kann sitt fag við erum komnir á sigurbraut aftur og ég get ekki biðið að mæta chelsea eða scum því þá kemur það í ljós hve mikla möguleika við eigum á að vinna þessa deild

  YNWA

 54. Ég er allavega það draughræddur að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að koma nálægt gamla klósettinu!

  Marklínur færast til, hendur verða að fótum og öfugt, menn detta án þess að hrasa um neitt, jafnvel saklausar vatnsflöskur verða að gjöreyðingavopnum!!!

  En þegar draugsi er farinn að fokka í sjálfum tímanum!!! Þá er mér nógu boðið.

  Sennilega er best að hafa samband við séra Pálma og láta særa þennan draug út!!!

 55. Er enn með óbragð í munninum eftir að hafa séð Owen skora sigurmark Utd. Eina jákvæða við þetta er að Man C. tapar stigum og spurning hvort að ósigurinn eigi eftir að hafa mikil áhrif liðið í næstu leikjum.

  Sá einnig Chelsea rúlla yfir Tottenham í dag. Verð að segja að mér þykir þetta Chelsea lið helvíti massívt og að mínu mati það lið sem líklegast er að standa uppi sem sigurvegari. Hvergi veikur hlekkur og munurinn á liðinu núna og í fyrra er að liðið er vel skipulagt. Eina jákvæða við sigur Chelsea er að þetta ætti að þagga niður í Tottenham aðdáendum sem eru þeir háværustu í hlutfalli við árangur liðsins á síðustu áratugum.

 56. Vill bara spyrja.
  Hvar fékk hann þessar 4 mín? s.s áður en hann fór að bæta við tíma eftir mörk og skiptingar í viðbótartíma.

  Það voru búnar 3 skiptingar og enginn meiðsli og uppbótartímin er 4 mín!!!!
  þetta er fáranlegt. Mesta lagi 2 mín og ekkert bull.

 57. Fyrst ekki er bætt við tímann þegar mörk eru skoruð í venjulegum leiktíma þá er fáránlegt að það sé gert í uppbótartíma, til dæmis voru skoruð 10 mörk á KR vellinum í dag svo það væri fróðlegt að heyra hvað miklu dómarinn bætti við þar.

 58. Mark Hughes eftir leikinn….

  “Historically it has happened before. I was in teams here where we always had a little bit of benefit. I never felt it was an issue when we played here.

  But since I have left maybe I have changed my view on that. I am not going to question anyone’s integrity but I do not know where has got seven minutes from.”

  Hvernig brást pressan við ummælum Rafa karlsins. Skulum sjá hvernig blaðamenn leika stjóra City, hvort þetta verður “Hughes’s rant”…..

  Að nokkur skuli hafa reynt að verja Rauðnef í deilu stjóranna í fyrra hér er mér ennþá óskiljanlegt!

 59. það er alveg ótrúlegt að heyra í þessu liði sem tuðar alltaf um að Man Utd sé alltaf með dómararann með sér… málið er það í þessu tilviki þá var dómarinn búinn að sýna hvað væri mikið eftir af leiknum rétt áður en City skoraði… 4 mín… þannig ef þetta hefði verið dómara skandall þá er dómarinn skyggn!!!!!!!!! þegar það var búið að ákveða að það væru 4 mín eftir þá var Man Utd að vinna með einu marki 3-2…. í því tilviki var dómarinn að hjálpa City!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! hugsa fyrst áður en þið farið að tjá ykkur um eitthvað sem þið vitið ekkert um….
  City skorar á 90 mín… Man Utd menn taka miðju á 91 mín… þá eru en þá 4 mín eftir… Carrick kemur inn á fyrir Anderson 30 sek sem fer í það þannig að leikur er aldrei búinn fyrr en á 95 mín og 30 sek…. Owen skorar svo á 95 mín og 28 sek þá eru 2 sek eftir af leiknum!
  Vildi bara láta ykkur sem vita greinilega ekki betur en þetta að svona er raunveruleikinn….

 60. Hjörvar raunverulegi.

  En hvaðan komu þessar 4 mínútur, í leik með þremur skiptingum komnum þá og ENGRI innkomu sjúkraþjálfarans…….

  En sennilega er það þannig að allur fótboltaheimurinn hefur rangt fyrir sér, en þið Unitedmennirnir hafið rétt fyrir ykkur. Það virkar mjög oft svoleiðis allavega. Því þið einir skiljið þessa ákvörðun dómarans, allir óháðir blaðamenn sem hafa lýst leiknum í kvöld undrast þetta mál.

  En þeir eru auðvitað óraunverulegir, og við allir. Sorry Hjörvar!

 61. gamli minn #65 Man Utd var að vinna leikinn 3-2 þegar dómarinn ákveður að bæta við 4 mín! og ef þú greinilega værir ekki svona vitlaus þá sérðu það að hann er ekki að hjálpa Man Utd neitt…. en svo gerist það að Man City skorar á 90 mín… þegar dómarinn er búinn að ákveða 4 mín í uppbótartíma… á þeim tímapunkti þegar dómarinn er búinn að ákveða þetta þá er það Man Utd í óhag!!! ertu ekki sammála því?

 62. @hjörvar

  Hvaða fordæmi eru fyrir því að stöðva klukkuna þegar mörk eru skoruð?

 63. heheheh það er alveg ótrúlegt hvað þið eru sárir þið unnuð West Ham í gær samt er helgin alveg ónýtt fyrir ykkur, við Man Utd menn náum alltaf að eyðileggja allt fyrir ykkur…. það hefur verið þannig síðan fyrst var sparkað í fótbolta að leiktíminn sé stoppaður þegar skorað er mark…

 64. Takk fyrir þessa nýju upplýsingar. Þá væntanlega geturðu sagt mér af hverju uppbótartíminn í dag var bara 6 mínútur en ekki 10-12 mínútur.

  Endilega fræddu mig. Ég er svo bitur og vitlaus

 65. 69 mér sýnist það ekki vera hægt… held að þú hafir ekki gáfur í það miða við þetta svar

 66. Svo skoraði nú Dossena fjórða markið okkar á Old S***house í uppbótartíma í fyrra en samt var leikurinn ekkert lengdur þá. Svosem skiljanlega, úrslitin 1-4 voru víst nógu slæm fyrir gamla Rauð, sem reyndar fannst þau úrslit ósanngjörn…. En dómarinn var greinilega jafnvitlaus og við í þeim leik. Svo er það auðvitað kol, kol, kolrangt að stoppa eigi leik þegar marki er fagnað. Ekki ástæða til að svara því.

  En ummæli dagsins á sr. Rauður, komment hans um að sanngjarnar tölur dagsins hefðu átt að vera 6-0 eða 7-0. Maðurinn er að þamba skemmt viský!

  En helgin mín er sko allt annað en ónýt, því það er alveg ljóst að City á ekki inni fyrir sinni byrjun og mínir menn skiluðu flottum stigum í hús. United sýndi ekkert í dag sem ekki mátti reikna með að þeir sýndu. Chelsea stútaði Tottenham og því stefnir allt á sama veginn og reikna mátti með. Ef við vinnum Hull um næstu helgi verðum við komnir á flott ról fyrir slaginn á Stamford, án þess að vera kominn á fulla ferð, eiginlega ekki hálfa ferð einu sinni….

 67. Hjörvar félagi, Bellamy skoraði á 89.58, sem sagt innan 90 mín svo að hvort sem dómarinn hafi verið að hjálpa Shitty eða ekki þá verður aldrei neitt sagt um markið hans. Hvaðan maðurinn fékk svo 7 mín er óskiljanlegt og enn óskiljanlegra að hann hafi ekki bara flautað af. Það gerðist nú bara um síðustu helgi að C.Cole hjá West Ham var að fara rúlla boltanum yfir línuna þegar dómarinn flautaði til hálfleiks þannig að maður spyr sig hvort það gildi sömu reglur á Upton Park og Old Trafford ?

 68. Allowance for Time Lost
  Allowance is made in either period for all time lost through:
  • substitutions
  • assessment of injury to players
  • removal of injured players from the ? eld of play for treatment
  • wasting time
  • any other cause

  The allowance for time lost is at the discretion of the referee.

  … og umræðan er dauð

 69. Til samanburðar var einstaka sinnum spilaður fótbolti milli tafa í seinni hálfleik Chelsea – Tottenham, þar voru spilaðar 8 mín í uppbótartíma. 7 mín uppbótartími þegar engar tafir eru er eitthvað sem kostar peninga.

 70. @ReynirÞ

  Sérðu ekki maður?

  Það var ekkert last minute goal á Stamford! Þar af leiðandi engar 2 auka mínútur!

  Þú ert bara bitur og vitlaus púllari.

  🙂 🙂

 71. Ferguson hefur stundað það í gegnum árin í tæpum leikjum að nota skiptingu í uppbótartíma, þegar liðið hans hefur verið að merja sigur með einu marki, það hefur hann verið að gera til að tefja tíma, því vanalega hefur engu verið bætt við uppbótartíma vegna tafa í uppbótartíma. Sumir njóta einfaldlega betri kjara en aðrir. Það er bara þannig og ég er með óbragð í kjaftinum.

 72. Benitez hafði einfaldlega rétt fyrir sér í fyrra vetur þegar hann benti á staðreyndirnar hvað varðar spillinguna í kringum Utd. Það er einfaldlega fact og til skammar að hún skuli látast viðgangast.
  Mark Hughes hefur nú stigið fram og viðurkennt það sem leikmaður að dómgæsla á Old T. hafi verið heimaliðinu hliðholl í gegnum tíðina eða alveg frá því að Ferguson tók við Utd.

  Það réttlætir ekkert þennan uppbótartíma í dag. Það að fagna er hluti af leiknum og á ekki að bætast við tíma. Það er ALDREI gert. Reglan er að bæta við 30 sek vegna skiptingar og einhverjum sek/mín ef meiðsli verða.
  Er einhverntímann bætt við 2-3 mín við fyrri hálfleika ef staðan er 2-1 í hálfleik vegna fagnaðarláta. uuuhhhh…nei… Fagn er einfaldlega hluti af leiknum.

 73. Ég hélt að þetta væri Liverpool síða…
  Carra er búinn að vers skelfilegur það sem er af þessu tímabili,ef hann fer ekki að taka sig á þá verður hann settur á bekkinn,ég er nokkuð viss að hann getur ekki verið sáttur við sína frammistöðu í síðustu leikjum,ég vill ekki trúa því að hann sé útbrunninn,allavega ekki strax,en hann er ekkert að yngjast svo mikið er víst.

  • Ég hélt að þetta væri Liverpool síða…

  Hvaða skot er þetta? United og City tengjast nú bara þræl mikið Liverpool enda meðal helstu keppinauta. Þegar svona vafaatriði koma upp er ekkert óeðlilegt að smá umræða skapist um það og í raun ótrúlegt hversu oft einhverjir sjá sig knúna til að röfla yfir því.

 74. Úff, voðalegur væll er þetta.
  Auðvitað finnst ykkur hallað á önnur lið þegar ManU á í hlut. Ástæðan fyrir því er einföld, ManU hefur nánast einokað úrvalsdeildina frá stofnun hennar.
  Það er kalt á toppnum, já alveg drullukalt, og kannski fáið þið að kynnast því sjálfir í náinni framtíð enda komnir með flott lið.

 75. Eitt sem mér finnst alveg ótrúlegt….

  Sumir hverjir vilja fá Kyrgiakos inn í stað Carra. Ég tek undir með að Carra er búin að vera afleiddur það sem af er þessu tímabili – líklega er þetta upphafið á endanum hjá þessum annars frábæra leikmanni. En ég þori að leggja ansi margt að veði að slakur Carra sé betri en Kyrgiakos, við erum að tala um nánast óþekktan leikmann sem vann sér ekki inn framlengingu hjá Rangers og hefur verið hjá klúbbnum í 3-4 vikur. Menn vilja fá Carra á bekkinn , allt í góðu með það – en ég tel að Carra eigi nú aðeins meiri virðingu inni en tal um Kyrgiakos sem eftirmann hans. Skulum Þá amk tala um Agger.

  Annars var þetta fínn sigur. 60%+ með boltann og sterkara liðið. Vörnin shake-y og algjör óþarfi að hafa þetta jafnspennandi og raunin varð.
  Vonum nú að Carra girði í brók og að Agger sé hættur í þessum meiðslapakka.

 76. Liv þekkir það að vera á toppnum. En það má kanski segjast að M u hafi verið betri aðilinn td, áttu þeir 10-12 fleiri horn en M C og áttu skilið að vinn. En það breytir því ekki að dómarinn var með of langan viðbótartíma miða við að það voru fáar skiptingar og nánast engar tafir vegna meiðsla eða þannig, og þá spyr maður hvað er í gangi, og eins og menn á þessari síðu hafa bent á þá er það merkilegt að yfirleitt gerist svona skrítin atvik á old trafford.

 77. Sem Liverpool maður… þá er það staðreynd að dómarinn var búinn að ákveða að bæta við 4 mín áður en City skorar verðum að viðkenna það eins og það hefur komið fram í þessu spjalli… þannig þessi uppbótartími átti nú ekki að hjálpa Man Utd neitt… Rio sá bara um að það yrði talað um uppbótartíman en ekki leikinn sjálfan… en það er óþolandi með þetta helvítis Man Utd lið hvað þeir eru alltaf heppnir undir lokinn!

 78. Mér finnst það alltaf jafn merkilegt hvað sumir Manchester menn eru illa haldnir að þurfa að vera að fylgjast með hvað við erum að ræða hérna. Greinilega eitthvað smeykir . Ég veit ekki einu sinni hver slóðin er á spjallsíðu Manchester manna og hef engan áhuga á að lesa þeirra tuð eða þeirra væl.

  Ef við erum svona vitlausir eins og þessi fáránlegi Hjörvar sem hefur verið að commenta hérna, virðist ekki vera mikið milli eyrnana þar by the way, að þá vil ég allavega frekar vera vitlaus Liverpool maður en nokkurntímann gáfaður Manchester maður. Held að það séu meiri líkur á að þú finnir líf á öðrum hnöttum en gáfaðann Manchestermann samt !!

 79. Fyrirgefið að ég vitna enn og aftur í ummæli Hughes, nú eins og þau koma frá nokkrum síðum í morgun.

  “There were times here when United had a bit of a benefit and I never really felt it was an issue when I was a United player. We didn’t have a bad time from referees.”

  Finnst með hreinum, algerum ólíkindum að í morgun er nú ekki verið að setja þessi ummæli í mjög feitt letur í fyrirsagnir. Það sem Mark Hughes er að segja er auðvitað töluvert alvarlegra en að setja upp þykjustugleraugu þegar rætt er um dómara eins og ákveðinn stjóri gerði í haust og fékk töluvert um sig rætt í framhaldinu.

  Ekki hef ég lesið eina frétt í morgun um “heimsku” Hughes að fara í “sálfræðistríð” við gamla Nef.

  Það er eins og Gaui Þórðar segir, “ekki sama að vera inn- eða útfæddur” í Bretlandinu.

 80. Geturðu vitnað í slóð Maggi?

  “There were times here when United had a bit of a benefit and I never really felt it was an issue when I was a United player. We didn’t have a bad time from referees.”

 81. Haukur rólegur, stuðningsmenn annara liða eru velkomnir og mega segja sína skoðun eins og aðrir, það er mikið langt í frá bara stuðningsmenn Liverpool sem kíkja hingað inn.
  Það sjást alveg poolarar á spjallsíðum hinna liðana (veit ekki um ísl. blogg samt).

  En Hjörvar og aðrir:

  • og ef þú greinilega værir ekki svona vitlaus þá sérðu það að hann er ekki að hjálpa Man Utd neitt

  Reynum að hafa þetta á hærra plani en þetta!… ekki nema þið séuð að tala um Carl berg og SStein, þá er þetta auðvitað fair game 🙂

 82. ég er bara að svara ómaklegum orðum Hjörvars. ég á fullt af vinum sem eru Manchestermenn Már en þeir eru ekki svo hörundssárir þegar ég segi þá vera vitleysinga heldur svara bara á móti og allt til gamans gert !

 83. Jæja Babu..þeir sletta skyrinu sem eiga það 😉

  Ég skil náttúrulega ekkert afhverju verið er að draga nafnið mitt fram í umræðuna, ég kýs að líta á þetta sem einelti af verstu sort, og þá líklegast vegna þess að ég er lítill !!

  En þar sem ég er ekki nema rétt rúmlega hálfur maður að burðum, og ræfilslegur eftir því, þá get ég ekki annað en látið þetta yfir mig ganga, að þessu sinni. En þín vegna Babu, þá er eins gott að ég sé hættur að stækka, því annars hefði ég líklega tekið í lurginn á þér fyrir þessi ummæli 😉

  Insjallah…Carl Berg

 84. Verða að taka ofan fyrir Benitez og öllu liðinu fyrir sterkan karakter að koma svona til baka og vinna á erfiðum útivelli. Enda veit Benitez að ég er að gefa honum allra, allra síðasta séns.

  ÁFRAM LIVERPOOL:

 85. Þetta er auðvitað eitt mesta bull sem maður hefur heyrt að Carra sé að verða útbrunninn. Hann hefur byrjað illa en hlýtur að eiga helling inni. Svona týpa af leikmanni dettur ekki niður um klassa um þrítugt. Hann er bara 31 og á allavega inni 3 góð season eða ég ét alla hattana mína!

Byrjunarliðið komið

Ungt lið á Elland Road