Debreceni mæta á Anfield á morgun.

Á morgun hefst Meistaradeildin og þá mætum við liðinu Debreceni frá Ungverjalandi. Mín þekking á knattspyrnu í þessu annars ágæta landi þar sem gullash er ættað frá er frekar takmörkuð en skemmtilegt til þess að vita að í Liverpool liðinu í dag eru einir 4 leikmenn frá Ungverjalandi en þeirra þekktastur er líklegast framherjinn efnilegi, Krisztian Nemeth.

Ég hugsa að Rafa leggi mikla áherslu á að byrja keppnina vel í CL og þess vegna muni hann stilla upp sínu sterkasta liði í þessum leik.

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Degen, Dossena, Kyrgiakos, Spearing, Voronin, Ngog/Babel.

Rafa gæti tekið ákvörðun um smávægilegar breytingar eins og að hvíla Glen Johnson sem mikið er búið að mæða á og eða Kuyt.

Debreceni hefur aldrei áður tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en komst þangað núna eftir að hafa slegið Levski Sofia út 4-1 samanlagt og varð þar með fyrsta liðið frá Ungverjalandi í 14 ár til að komast áfram í CL.

Ég þekki engann leikmann frá þessu liði en skv. mínum upplýsingum eru 3 leikmenn frá liðinu í landsliðinu (Bodnár, Szélesi og Mészáros) og eiga þeir það sammerkt að vera varnarmenn. Ég man ávallt eftir því að íslenska landsliðið vann það ungverska í Búdapest árið 1992 1-2 og þá voru það þeir Þorvaldur Örlygsson og Hörður Magnússon sem tryggðu íslenska liðinu óvæntan en sætan sigur.

Ungverjaland var á árum áður stórveldi í knattspyrnuheiminu en má muna fífil sinn fegurri síðustu áratugina. Tvisvar hefur liðið tapað úrslitaleik á HM (1938 og 1954) og hefur samtals tekið þátt á HM 9 sinnum, síðast þegar frændur vorir Danir máluðu Mexikó rauða og hvíta árið 1986.

Heilt yfir þá getum við búist við öruggum heimasigri þar sem mikilvægt er að skora snemma til að kæfa alla mótspyrnu í fæðingu. Þá getum við einnig sett inná varamennina snemma og farið að undirbúa okkur undir erfiðan útileik gegn West Ham í Lúndunum.

Þess má geta að Rafa mun stjórna Liverpool í 300 skiptið í þessum leik. Það hafa einungis 8 stjórar náð þessum árangri áður og einungis er einn stjóri Liverpool með betra vinningshlutfall en það er King Kenny.

Mín spá: Ég sé okkur setja 2 mörk í fyrri hálfleik og loka þessum leik strax í upphafi seinni með 3ja markinu. Síðan er spurning hvort varamennirnir nýti tækifærið og setji 1-2 mörk í viðbót. S.s. stórsigur okkar manna í fyrsta leiknum í Meistaradeildinni í ár.

45 Comments

 1. Spái liðinu svona:

  Reina – Degen – Skrtel – Carra – Dossena – Mascherano – Gerrard – Babel- Voronin- Benayoun- Torres.

  Johnson og Kuyt svo á bekknum ásamt fleirum.

  Spái 3-0. Öll mörkin í seinni hálfleik. Voronin með amk eitt.

 2. Ég er ekki á því að liðið vinni neinn stórsigur á morgun, ungverska liðið er í fyrsta skiptið í CL og er mikið í mun að sanna sig sig svipað og þegar lið komast í efstu deild í fyrsta skipti eða eftir langt hlé (sbr. Burnley, Fjölnir, Hull o.fl.). Þeir munu því berjast af krafti a.m.k. framan af leik en Liverpool tekur þetta á síðasta korterinu, Kuyt (77) og Benayoun (88).

 3. Ég hef þá tilfinningu að Rafa muni ekki stilla upp sínu sterkasta liði í þessum leik, við munum sjá óvænta hluti þegar kemur að byrjunarliðinu. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst spurning um hversu miklar breytingar hann gerir.

 4. heyrðu ungverjar hafa aldrei komið nálægt úrslitaleik hm……það var úrúgvæ frá s-ameríku

 5. http://photos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs221.snc1/6830_152171237572_67920382572_3366548_1875455_n.jpg

  gaman að sja agger og aurelio mætta aftur a æfingu þott þetta snapshot hræði mann sma miðað við meiðslasögu þeirra 😉

  en að leiknum held ég að liverpool taki þetta 4-0, Torres setur hann á fyrstu 10 mínutunum, Kuyt setji annað rétt fyrir hálfleik, svo setji Gerrard hann um miðjan síðari hálfleik og Voroin/Babel klárar þetta á síðustu 10 minutunum eftir að helstu menn fái hvíld

  einnig sé ég fram á það sama og SSteinn, þ.e. að einhverjir menn verði hvíldir

 6. Svona úr einu í annað, hvað erum við að tala um að Adebayor (stafs) fái langt bann ? hann er ekki í nétt sérlega góðri stöði. Stappaði á andlitinu á einum og gerði svo allt vitlaust með fagnaðarlátum sínum, hvað geta þetta orðið margir leikir samtals ? einhver..?

 7. Mér finnst að fyrir van Persie dæmið eigi hann að fá að lágmarki 3 leiki, sést svo greinilega að þetta var ásetningur að það er ekki eðlilegt. Finnst að hitt mætti alveg vera 2-4 leikja bann aukalega.
  En alveg rétt, Degen er ekki í hóp, hmmm.

  • heyrðu ungverjar hafa aldrei komið nálægt úrslitaleik hm……það var úrúgvæ frá s-ameríku

  U are gay unnu tvisvar 1930 og 1950

  Svangir urðu í öðru sæti 1938 og 1954, eins og KAR segir.

 8. Ég spái því að við munum sjá miklar breyttingar á liðinu.

                      Reina
  
        Degen   Carragher   Skrtel    Aurelio
  
                Mascerano  Spearing
  
         Babel                        Benayoun
  
                     Gerrard
  
                     Voronin
  
 9. Samkvæmt viðtali við Rafa er Agger ekki talinn upp á meiðslalistanum. Ef hann er heill þá vil ég hann í byrjunarlið til að koma kallinum í gang. Sterkur leikmaður sem við þurfum á að halda sem fyrst.

  Svo vona ég að Rafa verði kaldur og gefi mönnum séns sem hafa verið í kringum byrjunarliðið og hvíli stóra kalla fyrir West Ham um helgina.
  Höfum ekki eins stóran hóp eins og margir keppinautar okkar og því verður Rafa í svona leikjum að þora að hvíla, ef ekki á heimavelli gegn þessu liði þá hvenær!

  Ef menn eru rétt mótíveraðir á ekki að vera vandamál að klára svona lið þó stóru byssurnar hvíli, kjúlklingarnir þurfa líka reynslu og Babel, Dossena, Agger, Aurelio og fl. þurfa mín.

 10. Er ekki alveg að skilja hvers vegna þið teljið að Rafa geri miklar breytingar á liðinu. Hann er ekki beint vanur að stilla upp slöku liði í Evrópukeppninni. Svo er búið að vera landsleikjafrí og framundan eru auðveldir leikir gegn Leeds í bikar og Hull í deildinni. Engin ástæða til þess að hvíla menn.

  Degen er ekki í meistaradeildarhópnum, og þ.a.l. ekki gjaldgengur á morgun. Engin ástæða er til þess að útiloka Mascherano frá leiknum. Johnson spilað bara í 60 mín gegn Burnley og Torres svipað. Ég held því að Johnson muni byrja. Spurning hvað hann gerir með Gerrard sem hefur spilað mikið með Liverpool og landsliðinu síðustu vikurnar. Held nú reyndar að Aurelio verði inn á í stað Ínsúa. Svo held ég að Lucas verði á bekknum en Mascherano inn á.

 11. Koma marki á þá á fyrstu 5-10 mín og þá verður þetta auðvelt. það væri gott að geta tekið Gerrard og Torres snemma af velli.

 12. Benitez sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að eini leikmaðurinn sem er frá vegna meiðsla er Aquilani… Sé svo, vil ég sjá Agger á einhverjum tímapunkti í leiknum…

  Ég vil samt byrja sterkt og skipta svo… Hryggsúluna; Carra-Masch-Gerrard-Torres, vil ég sjá byrja (Torres þarf fleiri leiki að mínu mati) og skipta þeim svo smám saman útaf. Er samt tvístíga hvort ég vilji fá inná kjúlla eða menn einsog Voronin og Dossena sem hefðu gott af því að spila sig í takt við hópinn…

  Klára leikinn fyrir 60. mínútu, skipta tveimur inná (hverjum???), HAMRA ÞÁ ENN BETUR… en eiga þó eina skiptingu inni (til heiðurs eða hvíldar). Verðum að sýna styrk okkar á Anfield! Mín spá 9-0…

  YNWA kv. Sæmund

 13. er í námi hérna i debrecen og hlakka mikið til að sjá liðið spila og jafnvel tapa á móti okkar mönnum ,svo verður farið á leikinn hérna úti 24 Nóvember og hyllt hetjurnar . spái að gerrard og yossi setji boltann i netið 2-0

 14. Spái liðinu svona:

  Reina – Degen – Skrtel – Carra – Dossena – Mascherano – lucas – Babel- Voronin- riera- Torres. sub pachecho(hvernig sem maður skrifar það) agger ayla gerrard johnson svo einhverjir ungir og óreyndir

 15. 16 ég er afskaplega ósammála um að Torres þurfi fleiri leiki. Held einmitt að hvíld gæti frekar verið góð fyrir hann. Hann er búinn að spila straight í tvö ár ef frá eru talin meiðsli. Ef einhvern tíma er tími til að skilja Torres eftir á bekknum þá er það á morgun. Líklega mun Benitez samt byrja með sitt sterkasta lið.

 16. iceman

  • er í námi hérna i debrecen og hlakka mikið til að sjá liðið spila og jafnvel tapa á móti okkar mönnum ,svo verður farið á leikinn hérna úti 24 Nóvember og hyllt hetjurnar . spái að gerrard og yossi setji boltann i netið 2-0

  Þú getur kannski frætt okkur eitthvað frekar um gestina á morgun? 🙂

 17. Æji hvað svona samlíkingar eru orðnar þreyttar “hinn nýji Peter Crouch”, come on, og af hverju ætti einhver að vilja vera líkt við hann?
  Ágætis leikmaður já, en nær ekki að festa sig í sessi sem leikmaður og er á eylífu flakki á milli liða :/

  En ég fagna samt auðvitað því að fá þennan unga og efnilega dreng í akademíuna.
  Erum með Ngog og núna fengum við Ngoo þá er bara að finna efnilegan leikmann sem heitir Ngugu og þá erum við að tala saman 🙂

 18. Ef þessir menn komast í liðið eftir einhver ár verður það martröð lýsandans: Ngoo, Ngog og Amoo… Einhverjum gæti vafist tunga um tönn.

  Jóhann nr. 21: -“ég er afskaplega ósammála um að Torres þurfi fleiri leiki. Held einmitt að hvíld gæti frekar verið góð fyrir hann…”
  Held að þetta sé svar til mín. Þetta getur rétt eins verið ástæðan, einsog sú sem ég nefndi að hann þurfi að spila sig í betra form. En ég stend samt við mína skoðun, spila Torres í gang…

  p.s. væri til í að hlægja Gísli en sé ekki myndina…

  (innsk. Babu. tók þetta út þar sem engin var myndin)

 19. Sæmund, svo kaupum við Ingó stórsöngvara frá Selfossi og þá erum við með N’gog, N’goo og N’gó!

 20. stefán 20 og sigge 13. Degen er ekki í meistaradeildar hóp svo hann getur ekki spilað.

 21. Christian Purslow er nýr framkvæmdastjóri Liverpool!!! og hefur hlotið hrós frá Rafa, Hicks og Dalglish fyrir nýjan auglýsingasamning.

  Þannig að Kenyon er ekki að koma til Liverpool sem framkvæmdastjóri…

 22. Nei, hann er með long term samning. Engu að síður var talað um það þegar hann var ráðinn, að það yrði annar maður ráðinn honum við hlið, held að það eigi ennþá eftir að ráða í þá stöður.

 23. haha Benitez í viðtali fyrir leikinn í kvöld, hann má eiga það að hann er ekki hræddur við að setja markmiðin hátt.

  “It is always important to approach every competition to win it. But in a top side like Liverpool, the priority for the fans has to be the Premier League.

  “Then Champions League, FA Cup and Carling Cup. If you wanted an order, that is probably it. But I am greedy, I want to win the Premier League and the Champions League.”
  Alvöru markmið

 24. Ég vona illilega að Rafa stilli okkar besta liði upp, og þetta verði mal! Alt þetta um að setja varaliðið inná finnst mér bull!

 25. Eins og veetle.com getur verið með góða strauma þá eru þeir alveg hræðilega brothættir, held að ég hafi aldrei náð að klára leik á veetle.com :/

  En að leik kvöldsins, ég er skít hræddur um að þessir andstæðingar komi til með að liggja með allt liðið í vörn og þess vegna get ég ekki spáð stór sigri.
  1-0 og markið kemur í seinni hálfleik og það verður kapteinninn sem skorar með þrumuskoti fyrir utan teig.

 26. Sælir félagar

  Er liðið ekki komið? Eru ekki neinar fréttir frá í dag? Ég bara spyr svona. Ætli Rafa breyti einhverju og taki sénsa. Hver veit eða hvað? En að öðru leyti er ég bjartsýnn og spái 5 – 1.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 27. The Reds XI in full is: Reina, Insua, Johnson, Carragher, Skrtel, Lucas, Gerrard, Benayoun, Riera, Kuyt, Torres.
  Subs: Kyrgiakos, Aurelio, Voronin, Babel, Cavalieri, Spearing, Mascherano.

Breytingar á reglum ensku deildarinnar!

Liðið gegn Debrecen