Breytingar á reglum ensku deildarinnar!

Í kvöld komu áhugaverðar fréttir af fundi ensku úrvalsdeildarliðanna.

Ákveðið hefur verið að frá haustinu 2010 verði öll lið ensku úrvalsdeildarinnar að skila inn 25 manna leikmannalista til að nota yfir tímabilið. Af þeim eiga nú liðin að vera með minnst 8 “home grown” leikmenn í sínu liði, skilgreiningin á því er að þeir leikmenn hafi verið í þrjú ár á samningi hjá ensku eða welsku liði að 21s árs aldri.

Ég hef lengi haldið fram að slíkar reglur myndu detta á enska boltann og er sannfærður að fjölgað verður í kvóta “home grown” leikmanna á næstu árum. UEFA hefur stórt horn í síðu enskra liða, og utan þeirra stóru fjögra er þetta regla sem menn munu fagna. Einfaldast er að skoða þann hóp sem LFC sendi inn til UEFA í Meistaradeildinni til að sjá hvernig við stöndum.

Þar erum við með A-leikmannalista uppá 25 leikmenn, munum að Degen og El-Zhar voru ekki með þar. Þeir leikmenn sem yrðu skilgreindir sem “home grown” í þeim hópi eru. David Martin, Glen Johnson, Jamie Carragher, Martin Kelly, Stephen Darby, Emiliano Insua, Jay Spearing og Steven Gerrard. Á B-listanum eru Plessis, Ecclestone og Amoo. Við erum semsagt með nákvæmlega átta leikmenn, eða lágmarkstöluna til að hefja næsta tímabil samkvæmt nýju reglunum.

Ég er sannfærður um að Rafael Benitez hefur reiknað með þessum breytingum og það var ein ástæða eltingarleiksins við Barry og skoðun hans á Emile Heskey í fyrra og Michael Turner í sumar. Því er alveg morgunljóst í mínum huga að “squad players” óenskir eins og Dossena, Voronin og Babel verða á útleið ekki síðar en næsta sumar, jafnvel Aurelio og Masch eða Lucas.

Miðað við úttekt úttekt Soccernet á málinu stöndum við og Chelsea verst að vígi í þessum málaflokk og ljóst að við því verður brugðist, ekki síst með því að reyna enn að auka veg Akademíunnar, nokkuð sem hefur verið lögð gríðarleg áhersla á að undanförnu.

Nýju reglurnar taka líka á fjármálum félaganna. Þau munu þurfa að sýna fram á endurskoðaða reikninga reglulega til að tilgreina fjárhagslega stöðu sína, og ef að ákveðin viðmið benda til að liðin nái ekki að standast skyldur sínar við leikmenn sína og/eða deildina mun sérstök fagnefnd deildarinnar stíga inn í félagið og hafa afskipti af fjármálum þess.

Eins og ég hef áður rætt hér mun ekkert sem ESB reynir geta breytt þessum reglum að mínu viti. Það er ekki sett neitt hámark á leikmenn á samningi við félögin, eða þjóðerni þeirra, einungis eru sett takmörk á og reglur um hvaða leikmenn mega keppa í ensku deildinni. Bara samskonar regla og sú að 22 leikmenn mega vera skráðir í hvert landslið á HM, auk eins til vara.

Reglan er auðvitað sett til að auka jöfnuð ensku félaganna og til að reyna að auka áherslur á “home grown” leikmenn. Það er auðvitað ekkert víst, eins og nýleg dæmi á unglingakaupum stóru félaganna sanna. Pacheco, Bruno, Nemeth og Ayala verða allir “home grown” útfrá þessum reglum og viðbúið að fleiri unglingastjörnur flykkist til Englands fyrir 17 ára afmælisdaginn.

En það er allavega ljóst að til eru komnar nýjar reglur sem taka þarf tillit til!

16 Comments

 1. Eins gott að þessar reglur gengu í gegn.

  Enskir leikmenn voru ekki nærri því nógu dýrir fyrir…

 2. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á leikmannakaup stóru liðanna, og nokkurra fleiri. Eins og þú segir Maggi þýðir þetta að það er lítið rúm fyrir leikmenn eins og Degen eða Dossena, sem eru þarna bara til að fylla upp í hópinn og kóvera stöku sinnum ef aðrir eru meiddir. Þeirra í stað væri auðveldlega hægt að fylla leikmannahópinn af enskum leikmönnum þótt þeir verði eðlilega ekki alltaf af sama gæðastaðli. Dossena er ítalskur landsliðsmaður, hvaða leikmann getum við fundið í Englandi til að vera þriðji vinstri bakvörðurinn okkar sem er af sama staðli?

  Allavega, þetta þýðir eins og Anton sagði að enskir leikmenn af einhverjum gæðum verða dýrari og eftirsóttari þar sem það þurfa öll 20 liðin að fylla þennan sama kvóta. Það verður áhugavert að sjá hvað okkar menn gera á leikmannamarkaðnum næsta sumar, hverjir af útlendingunum verða taldir óþarfir og hvaða “home grown” leikmenn við reynum við í staðinn.

 3. Það sem er ennþá skemmtilegra er að meðan þessar reglur taka gildi hefur Chelsea ekki leyfa til að kaupa leikmenn. Þar á bæ eru menn komnir í sérkennilega klemmu. Ég vorkenni þeim alveg gríðarlega.

 4. Eitt er víst að ég vorkenni drullu liði eins og Chel$kí ekki baun…það er á hreinu

 5. týpískt rugl og á bara eftir að koma niður á ensku deildinni til lengri tíma litið!! menn þykjast vera hugsa um heimastrákana en þetta hjálpar þeim ekkert,leikmenn verða dýrari,enskir þá, og eins og við vitum að ef leikmaður er nægilega góður kemst hann í liðið!og það komi ekki fleiri ungir leikmenn uppúr unglingastarfi kemur svona reglum ekkert við eða hjálpa ekki! þessari reglu bætað þeir við núna ofan á skattlöggjöf á englandi er bara byrjun af hnignun enska boltan! sem er einmitt búin að vera toppa sig eins og við vitum flestir!

 6. Er bara ekkert viss um topp enska boltans í heild.

  Efstu fjögurra auðvitað, en sjarminn í Englandi var nú eitt sinn þannig að það voru mörg lið sem erfitt var að vinna, deildin vannst á 75 – 82 stigum og allir útileikir voru erfiðir.

  Svona regla miðar að því að lið geti ekki verið með 49 leikmenn í aðalliðshópnum og tryggir breskan kjarna í liðunum. Auðvitað ætti það að leiða til þess að stóru liðin muni horfa frekar eftir heimamönnum. Í dag er talað um 8 heimamenn, en ég er sannfærður að fljótlega verður sá kvóti aukinn, í 12 eða 14.

  Skulum ekki gleyma því að svona kvótar hafa lengi verið hjá Ítölum (Síðustu heimsmeisturum) og Spánverjum (síðustu evrópumeisturum), nokkuð sem enskir horfa á.

 7. Þetta breytir aðeins áherslum liðanna núna næstu árin og enskir/uppaldir hjá enskum félögum verða tímabundið dýrari. Þegar unglingarnir úr alþjóðlegu akademíunni fara síðan að koma upp þá verða þeir partur af þessum 25 manna hópi þótt þeir séu ekki enskir. Sennilega verða þó síður keyptir fringe spilarar frá útlöndum, það þarf að vanda betur valið á þeim. Og hugsanlega fá þá unglingarnir frekar séns.

 8. Ég held persónulega að þetta þýði engar hreinsanir hjá okkur, smá áherslubreyting, that’s it. Þið sjáið bara hópinn núna, það eru tveir sem ekki komust á þennan 25 manna lista okkar, Degen og El Zhar. Í hópnum sem var tilkynntur eru heldur ekki nokkrir framtíðarleikmenn eins og Nemeth, Pacheco, Bruna, Ayala og fleiri. Þeir falla einnig allir undir homegrown regluna.

  Ég veit hreinlega ekki hvort mér finnist þetta gott eða slæmt, þetta er gott að því leiti að við munum halda lengur í unga og efnilega leikmenn, en ég er ekki endilega á því að þetta sé svo gott fyrir þá, því þeir fara síður út að láni og komast því ekki til liða þar sem þeir spila meira og fá að þróast. Ég er einnig á því að það er stór munur á leikmannahópum sem liðin sem berjast í Evrópukeppnum þurfa að vera með, versus þeirra liða sem eru bara að berjast í deildinni. En að mínum dómi er þetta þó ekkert breakthrough dæmi. Held að það sé ekki nokkur maður sem telji að Liverpool liðið myndi veikjast heil ósköp við það að Degen og El Zhar yrðu seldir, og ég sé jafnframt ekki þörf á neinum hreinsunum eins og talað hefur verið um.

 9. Ég er ánægður með þessa áherslubreytingu. Þetta þýðir að nú sé mun líklegra að við sjáum ungu og efnilegu leikmennina komast í 18 manna hóp. Ég held að við séum allir sammála um það að við viljum frekar sjá Pacheco fá sjénsinn og reynsluna af aðalliðinu heldur en Voronin.

  Voronin er nú ágætis leikmaður með góða yfirsýn, eins og hann sýndi í síðasta leik, en í 4-0 stöðu þá er ég ekki í neinum vafa um hvorn ég myndi vilja fá inn á völlinn.

 10. Ég held að ég sé bara sammála SStein eins og fyrridaginn. Þetta mun ekkert koma niður á okkur af einhverri hörku og eina sem gerist er að áherslur munu breytast aðeins. Meiri pening verður dælt í unglingastarfið og útsendarakerfi aukið. Ég sé það allavega alveg fyrir mér. Svo er víst búið að lofa Rafa miklum peningum til leikmannakaupa fyrir næsta tímabil í framhaldinu af þessum nýja styrktarsamningi. Ætli það muni ekki gera hann færari á enskum leikmannamarkaði og ef hann finnur fleiri eins og Johnson þá er ég sáttur ! Ég hef allavega ekki miklar áhyggjur af þessu. Upp úr unglingastarfi Liverpool hafa oft komið miklir talentar þótt það hafi verið frekar þunnt á því seinustu ár.

  • “Players who are aged under 21 are eligible over and above the limit of 25 players per squad.” Scudamore

  Skil ég þetta rétt? Átta heimalningar undir 21 árs aldri þurfa að vera í 25 manna hópnum en síðan má sækja fleiri u-21 leikmenn komi til meiðsla eða annara atvika sem geta gert það nauðsynlegt?

  Gott mál ef ég skil það rétt…

  Kv. Sæmund

 11. Ég skil þetta allavega þannig að það þurfa að vera átta leikmenn í liðinu sem hafa verið á Englandi í 3 ár áður en þeir urðu 21 árs gamlir. Svo má bæta við u21 árs leikmönnum ef það vantar. Þannig að af það er mikið um meiðsli þá og Benitez er búinn að fylla kvótann af eldri leikmönnum þá verður hann taka ungan leikmann úr varaliðinu í stað þess að kaupa gamlan jálk annars staðar frá.

  En ef við skoðum Insua, sem er í þessum 8 manna hóp hjá okkur, þá kom hann í janúar 2007. Þannig að þegar hann verður 21 árs gamall (í janúar 2010) þá hefur hann verið á Englandi í 3 ár. Hann er samt talinn vera uppalinn á Englandi þó hann hafi bara verið þar í u.þ.b. 2 og hálft ár.

 12. Ég held að þetta komi til með að vinna í haginn fyrir enska leikmenn, að því leitinu til að nú koma til með að vera fleiri enskir leikmenn í ,,stóru liðunum” sem að þýðir að þeir fá meiri reynslu í hæsta gæðaflokki og með hæsta gæðaflokki meina ég með titilbaráttu í úrvalsdeild, úrslit/undanúrslit í meistaradeild og bikarkeppnum. Ensku félagsliðin eru yfirleitt með þeim betri í evrópuboltanum og heimsboltanum ef því eru að skipta en svo sökkar enska landsliðið heldur betur þegar á holminn er komið og hver er ástæðan? Reynsluleysi leikmanna og minnimáttarkennd. Meiri og betri reynsla og meira sjálfstraust… betri leikmenn og stöðugri.

 13. “Svo er víst búið að lofa Rafa miklum peningum til leikmannakaupa fyrir næsta tímabil”
  Humm, hversu oft ætli maður hafi heyrt þennan áður ? 🙂

 14. Rafa hefur af þessu tilefni bent á ákveðinn galla við varaliðskeppnina og bent á að komast í aðalliðið sé of stórt stökk fyrir flesta. Hann hefur áður viðrað skoðun sína á því að leikmenn í unglingaliðinu og varaliðinu séu ekki að fá nógu krefjandi leiki til að bæta sig, það sé ein útskyring þess að ekki komi fleiri leikmenn upp úr akademíum stóru liðanna. Þetta má til sanns vegar færa. Ef Liverpool fengi að vera með varalið í neðri deildunum eins og á Spáni og Þýskalandi, þá fengju þessi pjakkar betri sýn á hvað er að spila alvöru leiki. Hvort það myndi skila okkur betri ungum leikmönnum er eitthvað sem ég hef reyndar ekki hugmynd um, en þetta myndi örugglega ekki skila verri leikmönnum.

Liverpool semja við Standard Chartered

Debreceni mæta á Anfield á morgun.