Mánudagspælingar…

Mikið ofboðslega er útlit fyrir rólegar tvær vikur. Ef ég man rétt þá er leikmannaglugginn á Englandi opinn til 17:00 á morgun og það er ekki verið að orða okkur við svo mikið sem ungling, hvað þá einhvern til að breikka hópinn. Maður gerir sér allavega ekki vonir um að neinn leikmaður sé að koma í viðbót og horfir því fram á að þetta silly season hafi komið út nokkurnvegin á sléttu fyrir þúsundkallamæringana sem eiga klúbbinn.
Frábært meðan lið eins og Spurs, City, Sunderland (já ég sagði Sunderland) o.fl. virðast eiga svona peningatré. Ekki alveg það sem maður vonaðist eftir miðað við síðasta tímabil, hópurinn hefði mátt við því að styrkja fleira en hægri bakvarðarstöðuna og við hefðum alveg getað lifað án þess að veikja miðjuna. Það er kannski full snemmt að tala um að við séum búnir að veikja hjá okkur miðjuna (enda Aquaman ekki búinn að spila) en þanngað til það gerist þá er hún í það minnsta ekkert sterkari, það er ljóst.

Á laugardaginn gerði ég svo svolítið sem ég man ekki eftir að hafa gert í einhver ár, ég missti af Liverpool leik! Þannig að þetta landsleikjahlé kemur á alveg herfilegum tíma og ég hef fengið langt undir ráðlögðum vikusammti af Liverpool nú þegar.

En ef maður lítur á björtu hliðarnar þá held ég í fyrsta skipti í mjög mjög langan tíma komi landsleikjahlé á ágætis tímapunkti fyrir Liverpool. Liðið hefur verið með kvef í byrjun móts og hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur. Allavega held ég að smá pása sé af hinu góða aldrei þessu vant og það var afar gott mál að fara inn í þetta hlé með sigur gegn Bolton í farteskinu. Svona come back ætti aðeins að styrkja móralinn.

Annars hefur þessi byrjun á mótinu farið nokkuð lítið óvænt af stað og í raun hefur það helst vakið athygli að okkar menn hafa þegar tapað jafn mörgum leikum og í fyrra (og ekki ennþá gert jafntefli). Ásamt því að Burnley hefur unnið okkar helstu rival klúbba.

Chelsea

Rússarnir eru á toppnum og byrja mótið með svolitlum meistarabrag, eru með fullt hús stiga og markatöluna 10-2. Drogba getur verið besti striker í heimi þegar hausinn er rétt skrúfaður á hann og hann hefur verið drjúgur í upphafi. Þeir tóku reyndar fyrsta leikinn með marki á síðustu mínútunni í uppbótartíma en áttu þann sigur engu að síður mikið skilinn. Sjálfur spáði ég þeim titlinum fyrir mótið en vona að það komi eitthvað bakslag í þetta hjá þeim. Þeir eru með frekar gamalt lið, en á móti kemur þá hafa þeir stóran hóp og ákaflega reynslumikinn. Eins er þetta bara unglingalið miðað við hvað CA hefur verið með hjá AC Milan.

Spurs

Byrjun þeirra í ár er fullkomlega andstaðan við árið í fyrra, þeir hafa fullt hús stiga og eins og þeir sýndu því miður í leiknum gegn okkur þá eru þeir ekki að fara tapa mörgum leikjum á heimavelli. Þeir eru engu að síður þekktir fyrir óstöðugleika og fjarvera Modric á eitthvað eftir að setja strik í reikninginn hjá þeim. Hafa engu að síður fáránlega sterkan hóp og góðan stjóra.

City

Ótrúlegt en satt þá er pressan á City ekki alveg í samræmi við eyðslu sumarsins. Þeir eru með moldríka eigendur en ætla greinilega ekki að taka svona Real Madríd stefnu á þetta, kaupa heldur góða leikmenn sem hafa sannað sig í EPL. Verð að viðurkenna að maður er smá smeykur við þetta lið og held að þeir gætu orðið ansi öflugir á næstu árum.

United

Hafa byrjað mjög vel og verða í toppbaráttu allt til enda, vinna sína 1-0 sigra þegar þarf og ég held að Tevez og Ronaldo verði ekki eins ofboðslega mikið saknað og margir halda. Liðið er engu að síður alls ekki komið á fullt skrið, tap gegn Burnley var hressandi og þeir voru ljónheppnir gegn leikurunum í Arsenal.

Arsenal

Þeir eru á fljúgandi siglingu og ansi líflegir sóknarlega, hvað þeir halda það út lengi er erfitt að segja en þeir verða sterkari en í fyrra. Ég spáði þeim 5.sæti fyrir mót (og Spurs 4.sæti). Ég er ekki að sjá það gerast núna og vona bara að það verði ekki Liverpool sem gefur sætið eftir til Spurs/(eða City).

Það er vægt til orða tekið þegar maður heldur því fram að byrjunin á mótinu hafi alls ekki verið eins og maður gerði sér vonir um, 4 leikir og við þegar 6 stigum á eftir efstu liðunum. En þetta er marathon ekki spretthlaup og því full snemmt að tapa gleðinni og missa sig í svartsýni og þunglyndi strax.

57 Comments

 1. Algjörlega ósammála því að þetta sé maraþon, þetta eru 38 spretthlaup og það þarf að taka hvert einasta þeirra alvarlega og gefa allt í það. Kosturinn við spretthlaup er að þú færð að hvíla þig á milli hlaupa og meira að segja í einhverja daga, annað en í maraþoni. Það er alveg hægt að tapa þessum titli snemma tímabils með lélegri frammistöðu í þessum spretthlaupum.
  Er nú samt ekki að segja að titillin sé sloppinn úr okkar greipum, en við verðum allavega að treysta á að leikmenn taki sig saman í andlitinu og gefi ALLT sitt í hvert og eitt spretthlaup sem eftir er, þá gæti þetta allt saman farið á besta veg. Tel okkur alveg vera með mannskap í það.

 2. Sammála Á.G.Á þetta er spretthlaup sem við verðum að fara að taka þátt í af heilum hug ef ekki á illa að fara, en ég tel að seinasti leikur hafi sett okkar menn í gang.
  Enn jesús hvað þessi landsleikjahlé eru mikill viðbjóður, maður fer hreinlega á cold turkey.
  Áfram Liverpool.

 3. Ég er ekki samála því að þetta sé spretthlaup. Afhverju eru þá stjórar að hvíla leikmenn í sumum leikjum? því þetta er langhlaup og það þarf að huga að því þegar farið er í gegnum hvern leik. Ekki spila stórstjörnu sem er tæp vegna meiðsla í heimaleik á móti Burnley þegar næsti leikur er gegn Man utd á útivelli.
  Man utd = hafa ekki verið sanfærandi í byrjun móts og held ég að þeir verði ekki meistara í ár.
  Chelsea = virka mjög sanfærandi og liðið þeira er rosalega sterkt og spái ég því að þeir verði meistara
  Arsenal= virkilega skemmtilegt lið en brotthætt ég spái þeim samt betra gengi en í fyrra.
  Liverpool= verðum í barátuni við Man utd um 2.sætið í ár.

 4. Hættið þessu bulli þetta er hvorki, spretthlaup, langhlaup eða marathon, þetta er fótbolti. Endeimis vitleysa í ykkur strákar.
  Notum svo tíman í þessu blessaða landsleikja hléi til að æfa golfsveifluna.

 5. Tek undir með Babu að líklega muni eitthvert annað lið en hinir föstu áskrifendur að topp 4 enda þar. Þar er ég að tala um City með sitt 250 milljón punda lið. Þeir hafa verið mjög snjallir í sínum kaupum eins og Babu nefnir og keypt leikmenn með reynslu af EPL sem mun skila þeim í 4 sætið í lok leiktíðar. Líklega mun það koma í hlut Liverpool eða Arsenal að að verma 5 sætið og vonandi verður það hlutskipti Arsenal. Varðandi Spurs þá eru þeir það mikið jojo lið að barátta um evrópusætið verður þeirra hlutskipti þennan veturinn.

  Að lokum tek ég undir með Babu og spaí því að Celskí taki þessi deild enda er hópurinn þeirra (með menn heila) hreint út sagt hrikalegur. Allt tal um þeir séu gamlir er bara blaður, lykilmenn eins og Ceck, Cole, Terry, Lampard, Essien og Drogba eru allt leikmenn á besta aldri um 28 ára fyrir utan Drogba sem er 30 ef ég man rétt. Að gefa þeim 6 stig í upphafi móts verður erfitt að brúa því ég hef þá trú að Celskí tapi ekki fleiri en 2-3 leikjum í vetur.

  Vonandi koma allir lykilmenn heilir heim úr þessu landsleikjahléi.

 6. Sælir félagar

  Ég þakka Babu fyrir góðan og þarfann pistil. Gaman að geta talað um annað en síðasta leik. Ég skil ekki þessa spádóma sem hér birtast? Með hverjum halda þessir menn. Auðvitað spái ég Liverpool titlinum alveg þangað til öllu er lokið – og jafnvel lengur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 7. Well, þeir eru dálítið ryðgaðir eftir sumarhléið og mér sýnist liðið hafa veikst í sumar við fráhvarf Hyypia og Alonso. Það var verulega slæmt held ég að Alonso fór svona seint og það hefur verið svekkjandi fyrir spánverjanýlenduna en þeir ættu að jafna sig á því.

  Hafsentaparið sem er meitt til skiptis eða báðir í einu eiga í raun ekkert backup fyrr en Grikkinn kom og spurning hvað rætist úr honum. Hann er þó bara replacement fyrir Hyypia ….

  Veikleikarnir eru þeir sömu í liðinu og áður, þ.e.a.s. frekar einhæfur sóknarleikur. Ef Gerrard er klipptur út þá gerist lítið. Það er bara þannig.
  Rafa virðist ætla að stóla á það leysa þetta vandamál innanhúss hjá sér og ok gefum honum sjens.
  Þó hefur hann að mínu mati verið of duglegur að lána ungu drengina sem ég er dálítið hræddur um að geti komið í bakið á honum, verði þetta season meiðslaseasonið. Það má skilja mig svo að mér finnist Rafa vera með of þunnskipað lið af alvöru talent til að klára mótið en vonandi hef ég rangt fyrir mér.

  Hvað varðar svo veturinn þá vil ég minna á að það er í lagi að tapa c.a. 4 leikjum yfir heilt season og verða meistari. Það sem tapar sennilega titlinum eru of mörg jafntefli. Undanfarin ár hafa okkar menn verið jafntefliskóngarnir og það hefur verið að fella okkur, sérstaklega síðasta vetur. Tvö jafntefli er verri niðurstaða en sigur og tap. Það munar 1 stigi!
  Höfum það í huga og vonum það besta.

  • Veikleikarnir eru þeir sömu í liðinu og áður, þ.e.a.s. frekar einhæfur sóknarleikur.

  Helsta vandamálið hefur verið að verjast föstum leikatriðum. Sóknarlega erum við ekki á fullu gasi ennþá (eins og við vorum í fyrra) og menn eins og Torres hafa ekki verið að sýna sitt rétt andlit, ég meina hann er bara með þrjú mörk og eina stoðsendingu í 4 leikjum (guð hjálpi andst. þegar hann er í stuði).

  Vörnin á eftir að koma til, það er ekkert óvanalegt að varnarleikur verði ótraustur í fyrstu leikjunum þegar ALLIR miðverðirnir eru meiddir eða tæpir (já eða eins og núna síðast nýjir a la Guðmávitahvaðopolus).

  Ég er ennþá bjartsýnn á þetta og loksins loksins höfum við náð að sjóða saman bakverði sem geta virkilega bætt einhverju við sóknarleikinn (og varist). Insua er afar efnilegur og spennandi leikmaður og Johnson hinumegin hefur einfaldlega verið frábær og bætir heilmiklu við þetta lið, einhverju sem lengi hefur verið óskað eftir. Þetta er ný vídd í sóknarleikinn og er þegar farið að opna varnir andstæðingana meira en við gerðum oft í fyrra, þó þetta hafi ekki verið að leka allt inn.

 8. Ég ætla að leyfa mér að spá því að það lið sem vinnur deildina í ár gerir það með hámark 79 stig. Það verður minna bil frá 1 – 5 sætis heldur en nokkurn tíman áður. Ég leyfi mér bara að spá Chelski titlinum líka þótt það fari greinilega fyrir brjóstið á Sigkarl. Ég held samt með Liverpool fram í rauðan dauðann og vona að þeir vinni. In Rafa we trust !

  • Nei Toggi þetta er klárlega fjórsund.

  Förum á flug(sund) eftir áramót og endum á skriði!!

  Ég held ég fari að sofa.

 9. Sælir félagar

  Að spá einhverjum öðrum en Liverpool sigri í deildinni fer ekki bara fyrir brjóstið á mér. Það fer fyrir bæði brjóstin og allt. Í upphafi tímabils þegar allt er eftir spretthlaupið, langhlaupið, mataþonið, hindrunarhlaupið, boðhlaupið, fjórsundið, boðsundið, flugsundið og skriðasundið hjá öllum liðum þá eru það nánast helgispjöll að spá andstæðingunum sigri. Hvernig væri ef leikmenn hugsuðu eins. Skelfileg tilhugsun. Þó menn séu áhyggjufullir fyrir tímabilið og sjái mikinn styrk hjá andstæðingunum þá verðum við að fara í hvern leik til að vinna og í hvert mót til að vinna það.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Vá ég botna nú ekki í þessu, þvílíkt og annað eins. Sorry vinur en ég er nokkuð viss um að leikmenn Liverpool, þjálfarar eða aðrir sem eru í innsta hring hjá Liverpool muni taka það til sín að ég eða aðrir spái þeim ekki titlinum. Ég þrái það ekkert meir að Liverpool vinni titilinn, held bara að það verði ekki í ár. Ég spái því hinsvegar að þess sé ekki langt að bíða. Ef Liverpool verður meistari í vor þá skal ég éta orð mín og spá með hvítlaukssósu. Þú skalt ekki véfengja ást mína og stuðning á Liverpool en raunsæji er besta vopnið í því að verða betri og ég held að Liverpool verði betri og betri !!

 11. Að mínu mati hafa menn verið á hælunum í öllum leikjunum sem þeir hafa spilað, ef maður ber leikina saman við lok síðasta tímabils. Auðvitað voru allir í mun betra formi þá, en mér finnst spilamennskan, hungrið og flæðið í okkar leik hafa verið mjög slakt. Við virkum þungir og hugmyndasnauðir.

  Ég hafði svo miklar væntingar fyrir tímabilið og það er eins og köld vatnsgusa í smettið að horfa á okkar lið í þessum leikjum. Ég vona svo innilega að við rífum okkur uppúr slumpinu.

  Varðandi spretthlaup/langhlaupsumræðuna, þá getur Rafa vissulega ekki teflt okkar sterkasta liði hverju sinni, en menn verða að sýna hungur og vilja í hverjum einasta leik og berjast framá 94. mínútu.

  En ég hef fulla trú á okkar manni, Rafa, að hann nýti vel landsleikjahléið og finni lausn á vanda okkar og við komum til leiks eins og blóðhundar í drápshug!!;)

 12. Sælir félagar

  Haukur ég efast ekki um að þú ert gegnheill stuððningsmaður okkar ástkæra L’pool. Þrátt fyrir efasemdir þínar (sem ég deili með þér) megum við ekki láta deigan síga. Fylgismenn annarra liða koma inn á þessa síðu og sjá að við trúum ekki á okkar lið og núa okkur því um nasir að ekki einusinni við, stuðningmenn liðsins, trúum á sigur okkar manna. Og lýsa þar með vantrú okkar á Rafa og og leikmenn liðsins. Þetta er einfaldlega barátta sem við megum ekki tapa fyrirfram.. Hvað það varðar að leikmenn og stjóri L’pool fylgist með þessum skrifum okkar þá tek ég það sem fyndni á minn kostnað og allt í góðu með það. En málið snýst ekki um þá íroníu heldur er þetta, eins og áður segir, barátta sem við erum í við stuðningmenn annarra liða. Auðvitað mun sú barátta ekki gera gæfumuninn en það er erfitt í umræðum við Scumara og annan lýð að standa uppi með vantrú okkar eigin fylgismanna. Annars allt í góðu 😉 og mundu að “þú verður aldrei einn á ferð” sem stuðningmaður Liverpool

  Það er nú þannig

  YNWA

 13. Hvaða bull er þetta í þér Sigkarl, má aðdáandi Liverpool ekki spá öðru liði en þeim sigri í deildinni. Eins og Haukur kemur inn á þá breytir það litlu um gengi liðsins hvort við spáum þeim 2 eða 3 sæti. Í byrjun hvers tímabils hefur maður áhveðna tilfinningu fyrir því hvernig liðinu muni vegna og jafnvel öðrum liðum, út frá því SPÁIR maður í hvaða sætum liðin muni enda í lok leiktímabil. Þetta gera pennar þessarar frábæru síðu ár eftir ár og þetta árið gat ég ekki betur séð en að sumir þeirra hefður SPÁÐ öðru liði en Liverpool sigri næsta vor.

  Síðustu ár hefur uppskriftin að titlinum verið sterk og góð breidd í leikmannahópi + lítil meiðsli lykilmanna. Eins og þetta lítur út fyrir mér í upphafi móts þá skortir Liverpool sterka og góða breidd í hópinn, af þeim sökum SPÁI ég þeim ekki titlinum næsta vor. Það breytir því ekki að ég mun horfa á hvern einasta leik hjá þeim eins og ég hef ávallt gert með von um sigur í hverjum þeirra. Að horfa raunsætt á hlutina hefur ekkert með það að gera hversu mikill aðdáandi Liverpool þú ert.

 14. Van Der Vaart til Man Utd? Ribery til Chelsea? Gattuso til Arsenal?

  Þetta eru pælingarnar sem eru í gangi hjá stóru klúbbunum í dag, ekki ein einasta frétt af Liverpool.

  Síðasti dagurinn í félagaskiptaglugganum og verður fróðlegt að fylgjast með fréttum í dag !

 15. SigKarl

  Finnst þe? enginn mótsögn vera fólginn í því að skamma drenginn fyrir að efast, en skella svo inní sviga upplýsingum um að þú sjálfur deilir þessum efasemdum með honum ?? 😉 Það er sem sagt ekki í lagi fyrir hann að efast, en þú efast samt sjálfur ?

  Með fullri virðingu, þá hafa skrif þín hérna inni, ekkert alltaf borið vott um að þar sé á ferðinni bjartsýnasti stuðningsmaðurinn 😉

  Annars skiptir það engu hvort menn vilja líkja þessu við maraþon, niðurbútað spretthlaup í þrjátíu og átta liðum, hindrunnarhlaup, eða borðtennis. Það breytir heldur ekki neinu fyrir mig sem stuðningsmann, þó svo að einhver annar stuðningmaður haldi að Chelsea taki dolluna í ár. Menn hljóta að halda með þessu liði og horfa á fótbolta á sínum forsendum, og þó sumir haldi að eitthvað annað lið taki dolluna, þá er liðið ekkert búið að tapa neinu fyrirfram, og ekki stuðningsmennirnir heldur. Það er liðsins að sýna okkur að sumir hafi rétt fyrir sér, en aðrir ekki…og trust me… þetta kemur allt í ljós 😉

  Annars væri bara alls ekki svo vitlaust að taka upp þráðinn þar sem golfumræðunni lauk hérna um daginn, svona fyrst það er rétt rúmlega manns aldur þangað til næsti leikur verður spilaður í enska boltanum !!

 16. Ég er ekkert að drepast úr bjartsýni en helli mér ekki heldur í svartsýnina eftir þessa fremur slöku fyrstu leiki en ég verð að segja að mér myndi létta mjög ef að Benitez myndi vera með einhvern Ás í erminni núna á síðasta deginum í leikmannaglugganum.

  Ég er samt búinn að leita alls staðar og það er ekki einu sinni eitthvað tilgangslaust alúður í gangi:/

 17. Sælir
  Við skulum nú ekki rífast um þetta. Sigkarl hefur rétt á sinni skoðunn og ég á minni. Ég kýs allavega frekar að vera með fæturnar á jörðinni og hleypa mér ekki í einhverja draumóra. Staðreyndin er sú að undanfarin 10 ár höfum við sem styðjum Liverpool FC alltaf verið bjartsýnir. Ég er stoltur af Liverpool þótt þeir vinni ekki deildina, bara að þeir gefi sitt besta, mér gæti ekki verið meira sama þótt stuðningsmenn annara liða séu að skoða þessa síðu. Það segir meira um þá en mig enda skoða ég ALDREI spjallsíður hjá öðrum liðum. Afhverju ? Jú mér er alveg sama hvað þeir eru að væla eða hreykja sig yfir. Ég er allavega ekkert minni stuðningsmaður en þessir ágætu menn sem sitja á Players allar helgar að fylgjast með. SSteinn og co. Munurinn á mér og þér Sigkarl er að ég er hóflega bjartsýnn og þú ert meira bjartsýnn, það er allt og sumt.

  Ég var að gera létt grín að þér já en ég vona að þú hafi húmor fyrir því 😉
  YNWA

 18. Nú þegar síðasti dagur félagaskipta er runnin upp þá er Tottenham að gera finnst mér góð kaup. Þeir eru að ná í Kranjcar frá portsmouth. Heitinga að fara til everton og flest lið sem ég tel að muni enda í topp 10 virðast vera að styrkja sig. Ekki eitt orð um Liverpool, enda engin peningur til. Það eru samt einhverjir þokkalegir leikmenn sem við gætum fengið á láni eða frítt, en samt er Rafa ekkert að gera til að styrkja hópinn.
  Trendið hjá okkur púllurum hefur verið eins fyrir hvert einasta tímabil. OFURbjartsýni fyrir tímabil, sem er svo slegin niður fljótlega, (fyrir utan síðasta tímabil kannski)

  Því miður erum við með of metnaðarlitla eigendur til þess að geta staðið upp í hárinu á manutta og celski þetta komandi tímabil. Við endum vonandi í topp 4 í vor, og vonandi verða lykilmenn heilir hjá okkur.

  Ég vona líka að ég hafi rangt fyrir mér með þessa spá, en held ekki, því miður.

 19. Ja hérna þessi umræða hefur aðeins farið í vitlausa átt og menn greinilega ekki alveg með nógu margt til að þræta um!! 😉 Ég hef ekki einu sinni gaman af hlaupi sama hvaða tegund eða vegalengd er átt við… ekki nema svona bangsahlaupi auðvitað!!

  Annars er mjög margt að gerast á leikmannakarkaðnum eins og þeir á Gaurdian eru alveg með á hreinu:

  2.05pm A human being has been seen driving a car in north London. What can it mean?

 20. Ég er sammála Hödda í einu og öllu. Og Babu hlaup geta alveg verið skemmtileg, allavega þegar sætar, brjóstgóðar stelpur eru að hlaupa hahaha.

 21. David Trezeguet sást á John Lennon flugvelli hlaupa út í leigubíl sennilega á leið til Anfield !

  Frændi einhvers gaurs er að vinna á flugvellinum og sendi gaurnum sms og lét hann vita! Þetta er klárlega (Staðfest) ! haha!

 22. hahahaha já góður orðrómur með Trezeguet. Væri alveg til í að fá hann. Annars var frænka mín að versla í Liverpool í morgun og sá Cher. Ætli hún sé að fara syngja á einhverri samkomu í Liverpool borg ?? hahahaha

 23. Sælir félagar

  Þakka Hauk fyrir spjallið sem ég hafði gaman af og nenni ekki að fara að rífast um jafn ómerkilega hluti við aðra #20 krissi, #22 Carl Berg.
  Hitt er sorglegt hverni Kanarnir hafa búið að félaginu og Rafa við leikmannakaup.
  Það er auðvitað orðið þannig að maður vonast á hverjum degi eftir fréttum af því að einhverjir málsmetandi menn (les. menn með djúpa vasa) og knattspyrnulegan metnað séu að kaupa liðið.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Það er einhver orðrómur um að Bentley sé á leiðinni til okkar. Hvað finnst mönnum um það, ef satt reynist?

 25. Mjög vafasamur orðrómur um að David Silva sé á leiðinni – í skiptum fyrir Babel + pening. Sennilegast bara bull – maður lifir í voninni . . .

 26. Hversu sad er þetta ef þetta er það eina sem er linkað við okkur á BBC.

  “I work for Clarks and have just been requested to send some size 10 shoes to our shop in Liverpool. As I’m sure you know, David Villa is a size 10 so I believe he will sign for Liverpool today.

 27. “David Villa Spotted at John Lennon airport. Plane landed at 15:36 Personal terms have been agreed. subject to medical” Af Liverpool Echo blogginu, þó að ég sé ekki að trúa þessu þá væri það snilllllld !

 28. haha já þetta er allt snilldar orðrómur !! Og Sigkarl takk sömuleiðis, góð skoðana skipti eiga ekki að vera á persónulegum nótum. Við stöndum saman þrátt fyrir allt enda einu mennirnir með viti sem halda með Liverpool FC. Aðrir öfunda okkur af því réttilega !! haha

 29. Ég ætlaði að víst að skrifa David Villa – maður lifir enn í voninni . . .

 30. Ég hef sagt það áður og ég segi enn að David Villa er á leiðinni!

  Hvenær lokar glugginn annars, kl. 19:00???

 31. Einu fréttirnar sem eru staðfestar af Liverpool í dag, síðasta dag félagaskipta eru þær að FA hefur sent inn kæru á Benitez útaf ummælum hans um dómarann eftir leik okkar við Tottenham. Annað verður ekki staðfest í dag, þó svo að hinn og þessi sé að sjá ofsjónir á einhverjum flugvöllum í Bretlandi. Það er bara kjaftæði í athyglissjúkum einstaklingum. Því miður :-/

 32. Helgi J. #37. Auðvitað er David Villa á leiðinni, en hann er bara á leiðinni á æfingu með Valencia ! ! THAT´S IT ! ! ! ! !

 33. Helgi #37 glugginn lokar klukkan 4, sem sagt eftir þrjú korter!

 34. Held það sú nú enginn að tala af alvöru hérna Höddi. Bara létt spaug enda má það alveg. Veitir ekki af að lyfta andanum hérna stundum haha.

 35. Bentley ku hafa verið á leiðinni norðureftir á bíl í morgun – e-r félagi hans akandi, því hann er sjálfur náttúrulega búinn að missa prófið – BBC segir hann á leið til LFC á 1árs-láni. Hmmm.

 36. Drengir vitið til að um leið og Aguilani er kominn til okkar þá erum við með nægilega sterkt lið til að berjast um titilinn. Ég hefði verið til í sóknarmann í back up fyrir Torres en það er ekki að fara gerast.
  Höldum í vonina, þetta verður ekkert slæmt tímabil.

 37. Verst að það er búið að loka glugganum og hvergi neitt um Liverpool. Góð saga samt

 38. Sælir félagar

  Búið að kæra Rafa fyrir smámuni sem til dæmis Sör Exem þarf aldrei að svara fyrir. Hann má hrauna yfir dómara og dómgæslu og fær aldrei tiltal. Skítur er eina orðið yfir þetta

  Það er nú þannig.

  YNWA

 39. Ég vissi ekki betur en að félagaskipta glugginn á Englandi væri opinn í dag, aðeins lengur en annarstaðar vegna einhvers frídags og þá væri engöngu opið á milli félagaskipta innan Englands….allstaðar annarstaðar lokaði hann á miðnætti í gær……. Er það rangt hjá mér?

 40. Ég reyndar las að Liverpool væri eitthvað að skoða 5 milljón punda tilboð í Gulldrengin hjá Juve……Markaskorarann Trezeguet!

  Held að hann væri MJÖG góð viðbót , og flottur leikmaður til að hafa á beknum þegar Torres er slappur 😀

 41. sma uturdur, en Eidur er farinn til Monaco. Eitthvad segir mer ad hann se bara ad fara tangad vegna lagra skatta. Hann er buin ad vera a bekknum i 4 ar samfleytt hja Chelsea og Barca og nuna fer hann til Monaco. Eins og hann er nu godur fotboltamadur ta er hann lika mjog latur og saettir sig vid ad sitja a bekknum med svimandi ha laun.

  Tad fer i taugarnar a mer ad langbesti fotboltamadur Islands i morg ar se ekki med meiri metnad en tetta.

 42. veit einhver um síðu sem segir frá kaupum og sölum allra liða og þar sem maður getur séð hvað liðin hafa almennt eytt!

 43. Svenni, veist þú eitthvað um það hvaða möguleika Eiður átti i stöðunni. Persónulega held ég að Monaco sé miklu betri kostur en West Ham t.d. sem er eini annar klúbburinn sem virðist hafa verið alvarlega inní myndinni. Hann verður lykilmaður í þessu liði, spilar alla leiki, liðið hefur metnað til að ná langt í deildinni og var í úrslitum champions league fyrir 5 árum c.a.
  West Ham aftur á móti er á hausnum.

 44. Mjög góður pistill og líklega í fyrsta skipti sem ég er sammála Babu í einu og öllu 🙂

 45. Svenni 50, Heldur þú virkilega að Eiður hafi verið sáttur við að sitja á bæði Chelsea og Barcelona. Það held ég ekki. En hann gafst ekki upp og fór strax.
  Ef við gefum okkur það að Eiður hafi getað valið um að spila í ensku deildinni fyrir helming af þeim launum sem honum bjóðast hjá Monaco þá held ég að þetta sé rétt ákvörðun hjá honum.

 46. Eiður gerði það sem kröfu í fyrra að ef hann færi frá Barcelona yrði það eingöngu til liðs sem ætti sæti í Meistaradeildinni.

  Núna ári seinna er hann kominn til liðs sem lenti í 5.sæti í frönsku deildinni og er ekki í neinni evrópukeppni. Það er ekkert að því að viðurkenna að Eiður er augljóslega að taka peningalega hagsmuni framyfir fótboltalegan metnað. Það er að síga vel á seinni hluta ferilsins og hann hefur litla sem enga menntun að stóla á þegar ferlinum lýkur. Auðvitað þarf hann að huga að fjárhagslegu öryggi sinnar fjölskyldu og sjá fyrir þeim.
  Ég vona bara að hann sé endanlega læknaður af spilafíkninni. Ef ekki þá er Monakó varla staður fyrir hann!

  Eiður náði aldrei að sanna sig hjá Barcelona og var í raun langt frá því. Er positional leikmaður og með þannig skrokk sem þarf að vera vera í fullkomnu líkamlegu formi og spila reglulega til að hæfileikarnir og leikskilningurinn komi í ljós. Jose Mourinho kom honum í toppform en Barcelona og kúlturinn á Spáni hentaði Eiði bara ekki. Vona að hann gefi sig 110% í íslenska landsliðið núna.

  Er öruggt að Liverpool fékk engan í lok leikmannagluggans? Mér finnst með algerum ólíkindum ef enginn var fenginn að láni eða að við gátum t.d. ekki nýtt okkur brunaútsöluna hjá Real Madrid.

Bolton 2 – Liverpool 3

Nornaveiðar