Eftir leik…

Eins og sjá má í síðustu færslu þá fórust syskinin himin og jörð í gærkvöldi og versta byrjun Liverpool síðan við unnum síðast bara einn leik af fyrstu þremur staðreynd.

Leikmenn hafa nú aðeins verið að reyna að róa aðdáendur og biðja fólk nú um að afskrifa liðið ekki alveg strax, Glen Johnson sagði:

“Obviously this is not the start to the season that we wanted but it’s only the third game and there is a long way to go,” said Johnson.

“It’s still the early part of the season so we are not going to beat ourselves up at the moment. Of course, we’d like to have a few more points but it’s not to be so we’ll just keep going.”

Svosem ekkert út á þetta að setja hjá Johnson, bara ofboðslega pirrandi að hann þurfi að vera tala á þessum nótum strax í ágúst.

Hann bætir síðan við:

“I definitely believe that teams like Aston Villa and Tottenham and Man City will take points off the so called big four this season.

“That is good thing about the Premier League, anybody can beat everybody.”

Ég er nú á því að Liverpool þurfti alls ekki að taka þetta svona ofboðslega bókstaflega!

Rafa hafði svo þetta að segja um leikinn:

“The first 20 minutes we had our chances, we didn’t take them. Then we made a mistake, scored an own goal, then conceded in injury time. Afterwards we were pushing but gave away a penalty – there were too many mistakes in crucial moments.

“Clearly we did not play well. We gave the ball away against a team that’s good on the counter. We have lost and we have to improve.”

Reyndar hafði Benitez heilmargt að segja um þennan leik eins og sjá má hér. En það eina sem sum blaðanna stöldruðu við var þetta:

“We were pushing harder and better but the crucial moment was when we gave the penalty away and that made a difference”.

Hvort Benitez sé bara að kenna Gerrard um tapið og beina fingri að honum einum veit ég ekki alveg, væri samt til í að heyra rök þeirra sem halda því fram að þetta atvik hafi ekki gert gæfumuninn fyrir Villa (sem var í hálfgerðri nauðvörn) fram að því.

Opinbera síðan er svo með visku frá Rush og Tomkins sem báðir hafa rétt fyrir sér þó það fari í taugarnar á mörgum eftir hörmung eins og í gær

Ian Rush kemur inn á að þessi töp geti verið löguð með því að snarfækka jafnteflum ársins í fyrra:

“It means that Liverpool have to adopt a positive mental outlook in every game from here on in. The Reds were held to too many draws last season”.

“United won the Premier League title last season despite losing four matches.

“And that’s because they drew five fewer than Liverpool throughout the course of the campaign. The three points for a win format means that a defeat – even a home defeat as desperately disappointing as last night’s – is not as damaging as it might otherwise have been.”

Þetta er alltsaman rétt hjá Rush-aranum… en það er óþolandi að þurfa að hlusta/lesa svona raus þegar það á eftir að framkvæma þetta. Það er ekkert sem bendir til þess að þessum jafnteflum eigi eftir að fækka og hvað þá að þau breytist í sigur frekar en tap (eins og nú í byrjun).

Tomkins kemur inn á þetta í pistli sínum:

There’s so much time to turn it around it’s untrue, so technically the challenge is far from over. But it needs the players to step up and prove that it’s just a blip, and make sure that it’s a blip that is out of the way as soon as possible.


og sá að því er mér sýnist sama leik og ég í gær:

Did Liverpool deserve to lose against Villa? Unlike at Spurs, in some ways, no. On balance of play, the Reds had the better of the game, but after missing four good chances in ten first-half seconds, it had ‘one of those days’ written all over it.


Hann kemur svo líka með góða punkta varðandi mörkin sem við höfum verið að fá á okkur í upphafi:

Whatever system Liverpool use, it needs to be performed better than it has thus far. Zonal can work. Zonal has worked. And it will again. But as with confidence in all areas of the game, if you hit a blip then doubt creeps in. If you are not sharp enough in what you do, you will be punished.

Perhaps the main problem is that with Insua, Mascherano, Lucas and Benayoun, the team is not a particularly tall one. Two of the better headers of the ball are Carragher and Kuyt, neither of whom are giants (and therefore can be beaten by a really tall player). So defending set pieces will always be a challenge.

Mikið til í þessu og eins og einhver benti á í kommentum í síðustu færslu þá erum við ekki með neitt ofboðslega hávaxið lið.

En það þarf alveg andskotanum meira að ganga upp með okkur og liðið má ekki við mikið meira af svona áföllum til að þetta tímabil eigi að verða eitthvað í líkingu við það síðasta (og vonandi aðeins betra). Vonandi bara hafa hin liðin aðeins afskrifað okkur núna.

Það er Bolton úti næst, legg til að við förum að einbeita okkur meira af því núna.

Svo ef við reynum að líta á björtu hliðarnar þá var þetta allvega ekki Burnley, eina jákvæða við þetta timabil það sem af er (svo lengi sem þeir fara ekki að stríða okkur líka).

————————————————————————————————————————–

Annars er silly season ekki búið ennþá og af okkar mönnum er akkurat ekki nokkur skapaður hlutur nýr að frétta, nema jú að við lánuðum þá bræður frá Ungverjalandi Nemeth og Simon til Grikklands í vetur. Þannig að ekki er Nemeth að fara gera miklar rósir hjá okkur í vetur, en fær vonandi hörku reynslu í góðu liði með geggjaða áhorfendur.

Að lokum, til gamans bendi ég á að vinstri kannturinn hjá Everton er meira nörd heldur en okkar.

og alveg í blálokin að líklega er munurinn á gegni Robbie Keane hjá Spurs og okkur sá að hann fær mun meiri hjálp hjá Tottenham.

Já svo til að enda þetta og með þriðju OTP frétinni þá er gaman að koma inn á að þetta fífl , Steven Cohen er farið úr loftinu (Í USA). Auðvitað ekki fallegt hvernig það ber að og að fjölskyldu hans hafi verið blandað inn í þetta (nógu slæmt fyrir þau að þurfa að umbera hann) en það verður sannarlega ekki söknuður af þessum bjána. (ef þið þekkið ekki málið þá mæli ég með google).

34 Comments

  1. Já, alveg rosalega flott að Steve Cohen hafi fengið lífshótanir. Sannaði hann ekki bara mál sitt? Að sumir stuðningsmenn L’pool eru bara algjör fífl og eru þeir allra verstu í bransanum?

  2. “og versta byrjun Liverpool síðan við unnum síðast bara einn leik af fyrstu þremur staðreynd.”

    Hahaha góður!

    • Já, alveg rosalega flott að Steve Cohen hafi fengið lífshótanir.

    Sagði ekki að þessar hótanir hefðu verið góðar, sérð það með því að lesa þetta!!

    • Sannaði hann ekki bara mál sitt? Að sumir stuðningsmenn L’pool eru bara algjör fífl og eru þeir allra verstu í bransanum?

    • Nei!? En þú getur svosem talað fyrir sjálfan þig.

  3. Örfáir punktar.

    1. Patti. Ef fjölskyldumeðlimur eða einhver þér nákominn myndi deyja vofeiflega í slysi og einhvert fífl í útvarpinu myndi saka þig um að hafa drepið viðkomandi – myndir þú ekki missa stjórn á skapi þínu? Ég hef ekki hugmynd um hvort morðhótunin til fávitans hefur verið send inn af Liverpool-stuðningsmanni, en ef svo er skil ég það fullkomlega. Suma hluti talar maður einfaldlega ekki um opinberlega, í hálfkæringi eða án þess að vera búin að kynna sér þá áður – þar með talin slys þar sem fólk deyr. Ég vona að þú skiljir það.

    2. Vilji menn lesa óritskoðuðu útgáfuna af skrifum Paul Tomkins geta menn séð þau hér:
      http://tomkins-blogs.typepad.com/

    3. Eitt af mörgu hrikalega slæmu við leikinn í gær var að Lucas, af öllum mönnum, skyldi skora sjálfsmark. Sjálfsmörk eru slys sem koma fyrir bestu menn, en að það skyldi hafa verið Lucas af öllum mönnum var einstaklega óheppilegt. Hann var allt annar maður á móti Stók en á móti Tottenham og virtist ætla að halda uppteknum hætti í gær. Eftir sjálfsmarkið hvarf það sjálfstraust. Það slökknaði á honum. Ég veit ekki hvort sjálfstraust hans mun hreinlega nokkurn tíma bíða þess bætur. Er ekki hægt að búa til lag um hann til að kyrja á vellinum? Hann þarf klapp á bakið blessaður.

    4. Eitt af mörgu hrikalega slæmu við leikinn í gær var vítið sem Gerrard gaf. Hvurslags djöfuls andskotans óþroskaði vitleysisskapur var þetta í fyrirliðanum að fara í þessa tæklingu? Kannski er þetta bara aldurinn? Kannski hefði hann verið mættur tímanlega í tæklinguna fyrir fimm árum? En hvað sem því liður – Barnalegt!

    5. Eitt af mörgu slæmu við leikinn í gær var vælið í Torres í gær. Það var svo sem auðvelt að vorkenna manninum meðferðina, verandi með glóðarauga, saumaður í framan og með rifinni treyju – en síðan hvenær í ósköpunum hafa menn grætt á því að væla í dómaranum? Dómarar forherðast við slíkt. Nema þú heitir John Terry og spilir með Chelsea.

    6. Þegar Reina var farinn að taka sér Fernando til fyrirmyndar og trompast út af einni hornspyrnu til eða frá rétt fyrir hálfleik kviknuðu viðvörunarljós í kollinum á mér. Þegar stjórinn var síðan búinn að bætast í vælukórinn sá maður fyrir að einbeitingin sem þyrfti til að verjast hornspyrnunni var annarstaðar.

    7. Færið sem Gerrard klikkaði fyrir opnu marki í stöðunni 0-0. Einbeitingarleysi. Þetta færi hefði ekki geigað í fyrravor. Þá var allt undir og titillinn innan seilingar. Menn vissu að titillinn var raunhæfur möguleiki en vissu þó að ekkert mætti út af bregða ætti að takast að landa honum. Í sakleysi sínu vonaði maður að sú einbeiting myndi einkenna liðið frá fyrsta degi í vetur.

    8. Af öðrum ólöstuðum var lélegasta frammistaða Liverpool í gær okkar stuðningsmannanna. Að sjá Anfield tæmast um miðjan seinni hálfleik var átakanlegt og gerði mann enn reiðari en frammistaða leikmanna. Þeir voru þó allaveganna að reyna og stóðu vaktina þangað til leikurinn var flautaður af. Maður gerir þá kröfu til leikmanna að þeir geri allt sem í sínu valdi stendur til að liðið nái árangri. Sömu kröfu á maður að gera til sjálfs síns sem stuðningsmanns.

  4. Ef ég þekki þessa sögu rétt Kristinn þá hefur Steven Cohen í gegnum tíðina verið að benda á kaldhæðni þess að EKKERT má segja um Hillsborough-slysið (réttilega að mínu mati) en L’pool-stuðningsmenn hafa í gegnum tíðina verið að minnast á Munchen-slysið.

    Málið að mati Cohen og að mínu mati líka er það að Liverpool-stuðningsmenn líta á sig sem heilagra en allt sem heilagt er. Þeim finnst alltaf einsog allur heimurinn sé á móti sér.

    Það er allt og sumt.

  5. Ef við eigum að fara að ræða stuðningsmenn þá er í lagi að menn tali af virðingu hér inni. Manchester stuðningsmenn aðallega tala um Liverpool stuðningsmenn sem sora og lýð. Ég persónulega sem stuðningsmaður frá blautu barnsbeini hef borið virðingu fyrir öðrum stuðningsmönnum annara liða, sama hver á í hlut. Staðreyndin er bara sú að á Englandi eru svartir sauðir innan um alla stuðningsmenn. Að alhæfa alltaf um Liverpool stuðningsmenn sem soralýð er mér ekki að skapi. Það hefur Cohen gert alla tíð, talað illa um börn, konur og menn jafnvel gamalmenni sem soralýð. Þessi maður á ekki heima í útvarpi eða neinum öðrum miðli. Leiðinlegt að hann skuli þurfa að lenda í líflátshótunum, en svona menn eins og hann gefa bara einfaldlega færi á sér fyrir slíkt !! Hillsborough slysið var hörmulegt og það sem olli því að mínu mati var lélég öryggsigæsla, alltof mörgum var hleypt inn á of lítið svæði. Vissulega voru þar svartir sauðir innan um en lélég öryggisgæsla olli þessu fyrst og fremst. Ég get talað um það hvenær sem er Patti eða hvað þú heitir og hættu að alhæfa svona !!

  6. Gæti Wesley Snejder ekki verið ágætis viðbót við liðið okkar? Hann er víst hættur að fara til Inter eða hvað?

  7. Hvar er ég að alhæfa Haukur? Talandi um virðingu, prófaðu að lesa RAWK-spjallborðið stundum og sýndu mér virðinguna sem þar er inni.

  8. Patti.

    Ef þú vilt fá virðingu í umræðu bendlar þú þig ekki við Steve Cohen hér. Lesa bara snefil af því sem hann skrifar og þá er engin kaldhæðni þar á ferð, heldur stórir sleggjudómar og kolrangir.

    Munchenslysið var hræðilegt slys, flugslys. Hillsborough harmleikurinn var af allt öðrum toga, enda breytti hann umhverfi fótboltavalla að eilífu. Þú getur hæglega lesið þér til um harmleikinn og fundið þína skoðun á því hvað gerðist.

    Varðandi köll Poolara vegna Munchen og United vegna Hillsborough er ekkert sem afsakar það. Frekar en t.d. köll Evertonaðdáenda að Steven Gerrard t.d. eða það sem Cityaðdáendur munu velta United upp úr Tevez.

    En Cohen er ekki bulla á pöllunum, heldur blaðamaður að dreifa sora. Mikill munur á því. Er nú á því að þú yrðir frekar pirraður ef einhverjir af okkur pennunum hér færum að níða United niður vegna Munchenslyssins.

    Eða er það ekki?

  9. ´´Ef ég þekki þessa sögu rétt Kristinn þá hefur Steven Cohen í gegnum tíðina verið að benda á kaldhæðni þess að EKKERT má segja um Hillsborough-slysið (réttilega að mínu mati)´´

    Ég er Liverpool stuðningsmaður og þú getur alveg talað við mig um þetta slys. Þú fullyrðir að ekkert megi segja um það. Ert þá að tala um alla stuðningsmenn Liverpool !! Kynntu þér bara málið Patti minn eða hættu að skipta þér af umræðum hérna inni. ´Það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að hlusta á illa upplýstan einstakling gaspra um eitthvað sem hann veit ekkert um !!

  10. Að lesa Paul Tomkins eftir tapleik hjá Liverpool skilar jafnmikilli gagnrýni á liðið eins og að horfa skakkur á Lísu í Undralandi.

    Siggi

  11. Lágmark sem leikmaður biður um er að þjálfarinn sýni honum traust og þolinmæði sem hann fær hjá Spurs. Þetta fékk Robbie Keane aldrei hjá Liverpool en ég ætla að taka svo stór orð upp í mig að segja að Liverpool hefði orðið meistari á síðasta ári ef Robbie Keane hefði verið ennþá hjá okkur! En maður virðir það við Benitez greyið að hann er mjög mikið fyrir áskoranir og fara lengri og erfiðari leiðir í að ná árangri en þar er ég bara ósammála honum og ekkert við því að gera.

  12. það var laglegt siggi.
    Er ekkert að frétta af þessu Van der Vart slúðri eða var þetta bara tær nauta kúkur?

  13. eikifr

    • Lágmark sem leikmaður biður um er að þjálfarinn sýni honum traust og þolinmæði sem hann fær hjá Spurs.

    Það er svolítið crusial að ýta á link-inn til að ná punch-inu 😉

  14. Það væri gaman að vita hvernig þessi margumræddur ” vælubíll ” lítur út 🙂

  15. Hann er um það bil svona:

    |^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^^ | |____
    |….. HÉR KEMUR …| | |'””|””\_ ,_
    | __ VÆLUBÍLLINN _ l ||||__|)
    | (@)(@)* * *(@)(@) * ** | (@)

  16. Vælubíllinn kemur í mörgum mismunandi litum. Hinsvegar er það áhyggjuefni hversu oft þessi bíll er að koma inná þessa síðu.
    Mér hefur fundist hann oft koma hjá vinum mínum sem styðja t.d. Utd þar sem þær sultur eru alltaf með “vælu” afsakanirnar á hreinu. Hinsvegar er vælið á þessari síðu farið að aukast alveg svakalega.

  17. he he gaman af þessu…en nauðsynlegt að hafa hann til taks á þessum síðustu og vestu tímum.

  18. Ég verð nú að vera ósammála Tomkins, Einari Erni og fleirum út af síðustu skýrslu og því að Liverpool hafi verið betra liðið á mánudagskvöld. Aston Villa var mun betra liðið því leikplanið þeirra gekk upp. Leikplanið hjá Liverpool gekk ekki upp. Aston villa lagði upp með að liggja til baka, halda aftur af Liverpool og beita skyndisóknum. Það gekk upp, þeir unnu leikinn og voru betri í því sem þeir voru að gera heldur en Liverpool. Jújú, þeir voru heppnir og Friedel átti einn af sínum stórleikjum. En planið þeirra gekk upp. Það þýðir ekkert að væla um að menn nýti ekki færin því þeir eru einfaldlega ekki með nógu góð slútt – ergo: ekki nógu góðir í leiknum. Fjöldi markskota, hlutfall með boltann og fjöldi hornspyrna og aukaspyrna hefur ekkert með gæði liða að gera.

  19. Eins og mælt úr mínum eigin munni, Ívar Örn. Liðið verður einfaldlega að klára betur færin sem þeir skapa sér og minnka stressið í föstum leikatriðum.

    Síðustu tímabil hefur leikur liðsins reyndar byrjað svipað en andstæðingarnir núna kannski sterkari og hungraðri í sigur (utan Stoke).

  20. Ég sá ekki leikinn. En mér er slétt sama hvort að Liverpool hafi verið betri aðilinn eða ekki í þessum leik. Við þurfum bara að vinna svona leiki ruthless og skiptir þá engu hvort að við erum með boltann í 1 mínútu eða 89 mínútur leiksins! Öðruvísi verður þetta 20 ára tímabili bara ennþá lengra!

    Ég veit að þetta “betri aðilinn” að að hljóma eins og liðið eigi mikið inni og hafið verið óheppið….”gengur betur næst” og allt það. Mér er bara sama. Sorry, en ég er bara ekki í stuði til að réttlæta tapleiki Liverpool þessa dagana. Við áttum bara að vinna þennan leik!

  21. Ætla menn að rífast út af því hvort liðið var betri aðilinn eða ekki endalaust? Staðreyndin er sú að fyrir suma er það jákvætt að hafa haft stjórn á spilinu og sótt allan leikinn, en fyrir aðra er það neikvætt að hafa fengið á sig tveimur mörkum fleir en skorað var. Hvort sem menn reyna að sjá jákvæðar hliðar eða ekki þá er bottom lænið að leikurinn tapaðist. Við vorum óheppnir í fyrsta markinu en áttum á endanum skilið að tapa þrátt fyrir það, að mínu mati.

    Horfum fram á veginn. Þessi tvö töp orðin staðreynd og liðið þarf að rífa sig saman fyrir næstu leiki. Ég vona að ég sjái bandbrjálaða baráttu frá lykilmönnum okkar gegn Bolton á laugardag. Meira getum við varla beðið um í svona stöðu.

  22. Henda Kyrgiakos inná er hann ekki 196 cm á hæð eða eitthvað álíka! Hafa hann brjálaðan í boxinu að skalla boltum í burtu.

  23. heyr heyr KAR

    Leikurinn tapaðist nefnilega ekki vegna Lucas. Það voru lykilmenirnir sem skiluðu ekki sínu.

  24. Sigurjón, ekki misskilja mig, Lucas var einn þeirra sem klikkuðu í þessum leik. Hann lék vel framan af, gerði svo klaufalegt sjálfsmark og hrundi eftir það og gat ekki neitt. En það voru bara margir aðrir sem klikkuðu líka.

    En já, Hjálmar, mér líst alls ekkert illa á að hafa Kyrgiakos inni gegn Bolton. Föst leikatriði og háir boltar hafa verið mikið vandamál hjá okkur í upphafi leiktíðar þar sem Carra, Skrtel og co. virðast ekki vera að standa sig jafn vel í því og í fyrra. Um að gera að fá eitt stykki Turn inní þetta. T.a.m. held ég að Hyypiä væri sjálfvalinn í byrjunarliðið í næstu leikjum ef hann væri enn hjá okkur, vegna þess hve illa hinir eru að spila.

  25. Líst ágætlega á Carrick, en Ferguson selur ekki leikmenn til Liverpool, svo það er óarfi að pæla meir í þessu.

  26. Bjarki Már# 30.
    Þetta er ALDREI að fara að gerast, tel þetta svona jafn miklar líkur á því og að Lampard gangi til liðs við okkur.

    En mikið rosalega er búið að vera erfitt að koma inn á þessa síðu seinustu daga þar sem menn keppast við að drulla og kvarta yfir liðinu, er ekki hægt að fara peppa þetta aðeins upp og vera ögn jákvæðari fyrir komandi leik. Það á eftir að skila sér þ.e góðu straumarnir.
    Áfram Liverpool.

  27. Í allri umræðunni á þessari síðu, enskum síðum og jafnvel nokkrum í noregi sem ég hef lesið þá er Lucas alltaf að fá mestu gagnrýnina og sú gagnrýni byggir oft á hugmyndaleysi hans á miðjunni sem og getuleysi hans við að koma frá sér lengri en 10 metra sendingu. Það er allt saman yfirleitt skrifað af mönnum sem virðast hafa mikið vit á fótbolta og fylgjast vel með. Það sem gleymist hinsvegar oft og er versti parturinn við þennan leikmann, eru brotin sem hann gefur fyrir utan teig. Gjörsamlega glórulaus og tilgangslaus sem gefa of oft mörk. Aðal gallinn hans í síðast leik var ekki að skora þetta sjálfsmark. Það kemur fyrir bestu menn og eru bara hrein og klár mistök, þó svo að í þessu tilfelli hafi það samt sem áður ekki meikað nokkurn einasta sens, enda enginn maður í honum þegar hann skallar. En verst er að hann gaf þetta brot sem aukaspyrnan varð til úr og alls ekki fyrsta aukaspyrnan sem hann gefur á svipuðum slóðum. Liverpool menn eru nefnilega statistic lega séð með eina verstu vörnina í föstum leikatriðum og því ber að forðast allar aukaspyrnur okkar megin við miðju sem og allar hornspyrnur. Góðu fréttirnar eru að Grikkinn er að koma og hann kann að skalla bolta burt úr teig. Þá eru 2 skallamenn komnir í Liverpool, Torres og Kyrgiaskos

Liverpool 1 – Aston Villa 3

Spá – topp sex