Villa kemur á morgun á Anfield.

Martin O´Neill mætir með lærisveina sína á morgun á Anfield en þeir hafa aðeins spilað einn leik ennþá og var það gegn Wigan á Villa Park þar sem Wigan vann sannfærandi sigur 0-2. Liverpool liðið sýndi sitt rétta andlit gegn Stoke í síðustu umferð og er gríðarlega mikilvægt að við byggjum á því. Sá leikur var vel spilaður í alla staði.

Ég hef trú á því að Grikkinn, Sotirios Kyrgiakos, verði kominn með öll tilskilinn leyfi til að spila þennan leik. Ég er á því að þessi drengur verði aldrei jafnslakur og Torben Piechnik en heldur ekki jafngóður og Sami Hyypia. Ég hef hóflegar væntingar en eitthvað segir mér að hann muni gera það sem hann er fenginn til að gera, stanga tuðruna burtu, berjast og halda sér heilum.

Villa liðið er langt frá því eins sterkt og á síðasta tímabili og fyrir þá að missa Barry er eins og að Gerrard hefði farið frá okkur. Vinnufélagi minn tjáði mér að Villa hefði keypt ungan og efnilegan dreng frá Leeds á morðfjár og hann (sem er sjálfur Leeds maður) hafi aldrei “rate-að” þann leikmann. Sjáum til en hann ku heita Delph. Það vantar nokkra lykilmenn í liðið þeirra eins og Curtis Davies, Luke Young, John Carew, Stewart Downing og Bouma og það er klárt mál að sérstaklega að hafa ekki Carew og Davies veikir þá. En nóg um Villa og snúum okkur aftur að liðinu okkar.

Ég tel að Rafa geri litlar breytingar fyrir þennan leik frá sigurleiknum gegn Stoke. Grikkinn kemur inn fyrir Ayala.

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoon
Torres

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Voronin, Riera, Ngog, Babel, Ayala.

Strákarnir okkar hafa ekki tapað gegn Villa síðan 2001 og höfum við spilað 16 leiki heima og úti án taps (10 sigurleikir og 6 jafntefli). Þetta sýnir okkur að við erum með gott tak á Villa og það þegar það var töluvert sterkara en þeir eru í dag. Ég hef trú á því að þetta verði erfitt tímabil fyrir Villa á meðan ég er bjartsýnn fyrir okkar hönd.

Rafa þarf að virkja nokkra leikmenn betur í hópnum, leikmenn eins og Voronin, Riera og Babel. Það má vel vera að Rafa breyti meiru en einungis setji Grikkjann beint inní liðið hins vegar held ég að það væri sniðugt að halda nær óbreyttu liðið til að við náum ágætis “run-i” í deildinni.

2 mikilvægar staðreynd: Við höfum ekki tapað leik á heimavelli í 31 leik í röð! Þegar Torres skorar þá töpum við ekki í deildinni, hefur skorað í 28 leikjum og sigur í 23 þeirra (5 jafntefli).

Mín spá: Við sigrum þetta auðveldlega, 4-0 og skorar Torres 2 mörk.

ÁFRAM LIVERPOOL.

41 Comments

  1. Jamm, tökum þetta 3-0, gott ef Grikkinn tekur ekki ástsælan Hyypia á Villa og stangar einum inn 🙂
    Verð að bæta því við að ég var algerlega viss um að leikurinn væri í dag og þess vegna er ég ekkert að fíla það að þurfa að bíða til morguns 🙁

  2. Klárlega sigur hjá okkar mönnum á morgun ! Ég ætla að spá því að Lucas skori allavega eitt mark ef ekki 2 og Torres það þriðja ! 3 – 0

    YNWA

  3. Hvaða helgispjöl eru þetta, menn ennþá fullir eftir gærkvöldið! ,, Villa kemur á morgun á Afnfield.´´

  4. 4-0 fyrir Liverpool, Torres með tvö, Gerrard með tvær stoðir og eitt mark, Riera kemur inná og setur eitt.

    Annars smá þráðrán, hvað notiði til að búa til myndina af uppstillingunni?

  5. Sælir félagar
    Góð upphitun en dálítið bjartsýn spá. Mín spá er 3 – 1 Torres og Gerrard og minn maður Carra.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Sælir !!!
    Úfff hvað það hlýtur að vera erfitt að vera Carlton Cole í dag, vá maður. Skora virkilega flott mark og gefa síðan stoðsendingu á Defoe sem skorar og jafnar leikinn. Sá á eftir að sofa illa í nótt, hehehe.
    Ég get ekki séð leikinn á morgun því miður en ég hef góða tilfinningu fyrir honum. Segi 2-0 eða 3-1 fyrir okkar menn. Spái því að Babel skori þegar hann kemur inná sem varamaður :0)

  7. Hehe góður nr.8

    En já ég ætla að spá öruggum 3-0 sigri, Torres með tvö og Kyriagos með eitt með skalla. Johnson leggur upp bæði á Torres.

    Burnley!

  8. Ég held að við tökum þetta nokkuð auðveldlega. Við byrjum hægt, en leikurinn endar 4-0 eða 4-1 og Torres verður með 2-3. Ég er sammála uppstillingunni, það er að segja ég býst við að þetta verði uppstillingin á morgun og ég vona að þetta verði uppstillingin okkar á morgun.

    Ef menn eru enn á því að við þurfum einhvern á miðjuna sem getur stjórnað spilinu og gefið eitraðar stungusendingar, þá er kannski ekki svo vitlaust að fjárfesta í Carlton Cole!
    😉

  9. Það verður fróðlegt að sjá Grikkjann í leiknum á morgun. Held að hann sé ágætis fjárfesting núna þegar vörnin er öll meira og minna í meiðsla vandræðum. Ég ætla að spá þessum leik 1-0 fyrir LFC. Martin O’Neil er helvíti lunkinn stjóri, og þetta Villa lið verður eflaust í topp 8 næsta vor.

    Ég vona samt að okkar lið sé að springa út, og að leikurinn á móti Stoke sé byrjunin á því sem koma skal á heimavelli á þessu tímabili..

    Vonast eftir öðrum 4-0 sigri 😉 samt

  10. Vörnin hjá Villa er svo gott sem öll lemstruð og jafnvel talað um að Habib Beye (stafs?) komi til með að spila í miðverðinum…

    Með tilliti til þessa, auk úrslita úr leikjum liðanna úr nálægðri fortíð spái ég 5-0. Annað clean sheet og leikurinn búinn í 3-0 um 60-70 mín og G&T teknir af velli (nema mr. B vilji koma mr. T í betra leikform) og fringe leikmenn klára leikinn og Voronin skorar í uppbótartíma… Allir klárir með lengjuseðil???

    YNWA
    kv. Sæmund

  11. Ég gæti sé dossena fá tækifærið ekki að því að Insua sé ekki að standa sig, heldur kannski aðeins til að létta af honum og koma fleirri leikmönnum í gang. Annars tökum við þennan leik með annari.

  12. Villa fór eitthvað svo í taugarnar á mér í fyrra … þannig að ég vil helst sjá rassskellingu á morgun – en ætla að vera hógvær í spá: 3-1 fyrir oss og það munu vera Kuyt, Gerrard og Torres í þessari röð sem skora mörkin. Verði þau fleiri er næsta víst að Benayoun setji eitt eða Torres verði með fleiri.

    Smá hliðarspurning: Hvar er Olli penni á blogginu??

  13. Já, Aston Villa næstir. Leikur sem fyrirfram ætti að sigrast. Aston Villa hafa byrjað illa og verið ósannfærandi. Virðist sárvanta Gareth Barry á miðjuna, þeirra besta mann og drifkraft (svipað og ef Gerrard mundi yfirgefa Liverpool) og fengu ekki almennilega leikmann í staðinn (Fabian Delph er 18 ára krakki sem var að spila í neðri deildum og hefur ekkert að gera ennþá gegn stóru köllunum). Villa hafa ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum – töpuðu gegn Rapid Vín á útivelli 1-0 og gegn Wigan 2-0 á heimavelli. Eftir þessa leiki er ábyggilega kominn smá örvænting hjá Villa enda verið að ströggla gegn slökum liðum. Einnig eru lykilmenn meiddir hjá þeim. En, þeir hafa mjög spræka, tekníska og fljóta leikmenn sem geta valdið ursla. Ég er dálítið hræddur um bakverði Liverpool, sérstaklega Insúa, sem hafa verið óvenju sókndjarfir (sem ég mæli ekki á móti) og gegn Aston Villa sem hafa góða kantmenn er hætt við að okkur verði refsað. Ef það gerist að bakverðir okkar fara of mikið úr stöðum þá gerist það alltaf að miðverðirnir covera fyrir bakverðina og Mascherano bakkar mjög mikið. Vandamálið er að miðverðir okkar eru svakalega hægir. Ég óttast að Villa muni ná að rífa sig upp og að hraði og leikni sóknarmanna Villa verði ansi mikið fyrir hæga vörn Liverpool. Líklegast mun Carra og Kyrgiakos byrja saman inn á í sínum fyrsta leik saman og eru þeir báðir að eldast og eru nokkuð hægir. Sé fyrir mér að Agbonlahar, Ashley Young og Milner verði okkur erfiðir. Spái nú samt Liverpool sigri enda ætti miðjan okkar að éta miðjuna hjá þeim og vörnin hjá þeim hefur verið í tómu basli. En Villa mun opna markareikning sinn á Anfield.

  14. Villa ekki byrjað vel og ég spái 3-1 sigri okkar manna. Gerrard setur eitt ásamt Lucas og Riera.

  15. Jæja, þá er leikdagur runninn upp og allt að gerast. Þið þurfið varla að horfa á leikinn því mig dreymdi úrslitin í nótt og ég skal segja ykkur þau hér … 😉

    … því miður dreymdi mig markalaust jafntefli. 🙁

    Er annars bjartsýnn fyrir kvöldið!

  16. Ég spái því að liverpool vinna 3-0 á síðustu leiktíð unnu Liverpool Aston Villa stórsigur 5-0 en ég var á þeim leiki en á fyrra leiktímabili héldu margir að liverpool mundi vinna deildina eftir sigur á ManUTD 4-1 og sigur á Aston Villa 5-0 en í dag held ég að grikkin kemur inná og stendur sig vel en Torres,Babel og Gerrard spái ég að munu skora.

    YNWA

  17. Þetta hefur ekki gerst í mörg ár, en þetta er FYRSTI Liverpool leikurinn sem ég sé á þessu tímabili.

    Ég get varla beðið.

    Öll liðin sem við miðum okkur við virðast vera að byrja þetta mót hörkuvel, þannig að við verðum hreinlega að klára þennan leik. Hef líka fulla trú á að við gerum það.

  18. Mér finnst sárlega vanta alla umræðu um golf á þessari síðu um þessar mundir, en við erum ekki óvanir að sigra Villa 3-1, og því ætla ég að spá því þannig.

    Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur á að horfa, og alveg ljóst mál, að við verðum að gera Anfield að þeirri ljónagryfju sem völlurinn á að vera. Það borgar sig að setja tóninn strax, og 7-8 mörk í fyrstu tveim heimaleikjunum, væri alls ekki svo slæmt uppá framhaldið.

    3-1, og einhver í rauðri treyju skorar megnið af mörkunum.

    Insjallah…Carl berg

  19. Sælir félagar

    Ég held að þetta ætti að vera nokkuð öruggt í kvöld og reikna með ánægjulegum degi. STELPURNAR OKKAR vinna Frakka 3 – 1 og við vinnum A. Villa 3 – 1. Vörnin er í druslum hjá þeim og miðjan veik. Vængirnir eru nokkuð sterkir hjá þeim en þar sem miðjuspilið verður slakt þá munu kantarnir ekki nýtast þeim sem skildi. Sóknarleikurinn hefur því verið slakur hjá Villa og því eru áhöld um það hvort þeir ná að skora þar sem Young verður ekki með. Ég stend samt við spána 3 – 1 þó ekkert sé gefið sérstaklega ekki í fótbolta.

    Það ernú þannig

    YNWA

  20. Mér finnst gaman hversu allir eru bjartsýnir og í raun frábært þegar litið er á björtu hliðarnar. Bæði liðin hafa ekki byrjað tímabilið eins og þau ætluðu sér og þó sérstaklega Aston Villa. Það er rétt eins og segir í upphituninni að Gareth Barry er mjög stórt skarð að fylla upp í og þessi Delph fyllir það ekki, allavega ekki á þessu tímabili. Við erum einnig að reyna að fylla upp í skarð Alonso með Lucas sem að mínu mati er ekki minna skarð en AV er að berjast við að fylla.

    Við megum ekki gleyma að AV er með gott lið og mjög hættulega leikmenn í sínu liði og þótt þeir hafi byrjað illa geta þeir alveg unnið okkur á Anfield. Hvað Liverpool varðar að þá tel ég að líkurnar eru meiri okkur í hag en ég vill meina að það sé algjörlega eftir því hvoru meginn Rafa fór fram úr í morgun. Ef hann fór réttu megin fram úr tel ég að 1-2ja marka sigur líti dagsins ljós (2-1 eða 3-1) en annars er ég að sjá fyrir mér 1-1 jafntefli í tilþrifalitlum leik.

  21. eg held vid verdum ad skora eins fljott og haegt er til ad stuta sjalfstraustinu ta teim. ef vid skorum a fyrsta korterinu naum vid ad taka tennan leik stort, annars held eg ad tetta verdi mjog erfidur leikur ef Aston Villa na ad byrja ad spila saman og fa sma sjalfstraust. ef tad gerist byst eg vid ad vid vinnum 1-0 Kuyt skorar a 89 minutu.

  22. Sigkarl það eru 2 Young hjá Villa og það er bakvörðurinn Luke Young sem verður ekki með í kvöld þar sem bróðinn hans var myrtur en kantmaðurinn Ashley Young mun samt spila þennann leik.
    Ég spái þessu 3-0 fyrir okkur.

  23. Ég hef nú eftir miklum Leedsara að Fabien Delph sé mikið efni en allt öðruvísi leikmaður en Barry. Hann er teknískari og sókndjarfari leikmaður sem á víst framtíðina fyrir sér. En hvort hann er nógu góður í Premier League á eftir að koma í ljós.

    En við vinnum þennan leik nokkuð örugglega; 2-0 með mörkum Torres.

  24. Það er NR 1 að vinna, en alltaf flott að vinna stórt, hef trú á að Torres fari nú að raða inn mörkum, að sjálfsögðu besti framherji í sólkerfinu og þótt víðar væri leitað. JESS JESS BLESS.

  25. Gummi Halldórs : Ég þekki líka einn mikinn Leedsara, og það liggur í hljóðanna orðan, að Leedsarar vita ekkert um fótbolta 😉

    C.B

  26. Aston Villa með öll þessi meiðsli á að þýða öruggur sigur Liverpool í þessum leik. Það hræðir mig aðeins að Kristján Atli skuli vera með martraðir um markalaust jafntefli því þetta þýðir líklega bara að í kvöld kemur loksins jarðskjálftinn sem “skyggna” kerlingarrassgatið spáði fyrir nokkrum vikum síðan.

  27. Með svæðisdekkningu Rafa treysti ég Kyrgiakos ekki í þennan leik. Þó reyndur sé held ég að hann þurfi lengri undirbúningstíma til að byrja þennan leik…
    Kæmi mér þó ekki á óvart að hann verði sýndur stuðningsmönnum sem varamaður, gefist tækifæri til þess.

  28. Blessaðir félagar, ég var að velta því fyrir mér hvort einhver viti um einhvern skemmtilegan stað til þess að horfa á leikinn í Barcelona.

    Fór á Barcaleikinn í gær Nývangur kemst ekki nálægt anfield bara svo það sé á hreinu.

    En ef einhver veit um stað þá færi það frábært.

  29. Sælir félagar

    Ég þakka Ásmundi#28 fyrir ábendinguna og sé þar með að sóknarleikur AV mun verða beittari fyrir vikið en vörn þeirr á móti brothættari. Því stend ég við spá mína 3 – 1.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  30. Þetta verður Sigur hjá Liverpool og Stelpunum í kvöld þetta er bara dagur fyrir fallega fólkið. Torres og Margrét lára bæði með 3 hvor hmmm það væri visu áhugavert að sjá þau leika saman í Góðri XXX bíomynd : )

  31. The Reds XI in full is: Reina, Insua, Johnson, Skrtel, Carragher, Lucas, Mascherano, Kuyt, Benayoun, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Voronin, Riera, Ayala, Dossena, Kelly, Babel.

Gekk ógesslega illa í golfmóti í gær

Liðið gegn Villa