Gekk ógesslega illa í golfmóti í gær

Og svo er konan ólétt

22 Comments

 1. Heppinn í ástum, óheppinn í golfi … segir máltækið er það ekki?

  Innilegar hamingjuóskir með konuna! Hérna megin hjá mér styttist í það að dóttir mín passi í Liverpool búninginn sem ég fékk að gjöf síðustu jól 🙂

 2. Gott að þú hittir í einhverja holu..múhaahaaaa 🙂
  Trúlega var þetta of mikið, biðst fyrir fram afsökunar ef svo er 🙂

 3. Er þetta ekki alveg örugglega skot á vælarana sem voru að væla yfir golffæslunni um daginn? Hvort sem er, vel skotið Steini!

 4. Hahaha ég myndi allavega bíða aðeins með hamingjuóskirnar 🙂
  En að Steini fari 19.holuna á fæstum höggum kemur svosem ekkert á óvart (“,)

 5. Færsla ársins. Slær þessa færslu ekkert út. Til hamingju, gamli! 🙂

  Já, og svo á þessi færsla auðvitað ekkert heima efst á síðunni … 😉

 6. Eftir hvern er konan þín ólétt Ssteinn ? 😉

  En að öllu gamli slepptu, þá kemur það mér svo sem ekkert á óvart að þú skulir hafa skitið á þig í golfi, en að hreðjarnar á þér skuli ennþá vera á lífi, kemur mér öllu meira á óvart 😉

  Til lukku með þetta pungur, það er gott að vita til þess að þú leggir þitt lóð á vogaskálarnar til þess að fjölga okkur púllurunum…

  Insjallah…Carl Berg

 7. Mér finnst mjög asnalegt að þessi færsla eigi að vera efst á síðunni þegar umferð í ensku deildinni er í gangi.

  KALDHÆÐNI 🙂

  Innilega til hamingju með krílið ef sá hluti færslunnar er sannur 🙂 Er ekki alveg að fatta hvað er húmor og hvað ekki, hmm.

 8. Hvar í heiminum sjáið þið færslu á bloggsíðu um fótbolta, talað um gólfmót og barneignir, Þetta er flottasta fótboltabloggsíðan í heimunum í dag, búinn að sýna hana mikið hérna í Noregi og þeir halda ekki vatni, þótt að þeir eigi nokkuð góðar síður svo sem http://www.liverpool.no og svo http://www.liverbirds-stavanger.com Þá jafnast ekkert á við http://www.KOP.is

  Þið eruð bestir og ég þarf ekki að taka það framm hversu stór partur þessi síða er af mínu lífi í dag…

  Avanti LIVERPOOL – Rafa – http://www.kop.is

  PS: það er góð tilbreyting að fá eitthvað nýtt, líka upplýsingar um matsölustaði, gólf, barneignir og margt annað, en máltækið segir DODDI nr. 2; Óheppinn í spilum – heppin í ástum – bara til að hafa það á hreinu 😀

 9. sorry en hvað er í gangi í þessari færslu ég get ekki kommentað???

  Fúlll aðdándi 🙁

 10. Vælubílinn er í viðbragðsstöðu fyrir þá sem þurfa á honum að halda 😉

 11. Sælir félagar

  Hvað er í gangi. Er þetta ekki fótboltaspjall. Golf???? Alltílagi með börn og barneignir Liverpoolmanna, það eru framtíðarstuðningmenn. Bara fínt en golf????

  Nei að öllu gamni slepptu þá óska ég SSteini til hamingju með tilvonandi erfingja hlutabréfa í LFC.

  Það ernú þannig.

  YNWA (sem sést á því að kona SSteins er ekki kona einsömul).

 12. Æðisleg viðbrögð alveg hreint og gaman að sjá að menn föttuðu “pointið”. En ég þakka kveðjurnar, var ekki að ljúga neinu um það að það kemur nýr Poolari í hópinn í byrjun nóvember, en það var reyndar aukaatriðið hérna 🙂

  Blogg er blogg og ég mun kvelja ykkur næst þegar ég hef eitthvað að segja, og nú ætla ég að nota orð félaga míns hans Sigkarls til að enda þetta: það er nú þannig.

 13. Golf er viðbjóður….svo er nottlega óþolandi þegar þessar kellingar eru alltaf óléttar…

  • sorry en hvað er í gangi í þessari færslu ég get ekki kommentað???
   Fúlll aðdándi

  Það kemur stundum fyrir að comment fari í spam síuna og þarfnist samþykki okkar. Oftast er það þegar menn eru með link (eða marga linka).

  Ef þið lendið í þessu þá er um að gera að setja annaðhvort einfalt comment eins og Don Roberto gerir hér eða senda einhverjum okkar póst.

Kyrgiakos skrifar undir!

Villa kemur á morgun á Anfield.