Kyrgiakos skrifar undir!

LFC TV staðfestir að félagið hafi í dag samið við gríska landsliðsmanninn Sotirios Kyrgiakos til tveggja ára. Kyrgiakos er þrítugur miðvörður sem kemur frá AEK í Grikklandi en spilaði þar áður m.a. með Glasgow Rangers, þannig að hann ætti að vera kunnugur breskri knattspyrnu og enskumælandi.

Þetta eru að mínu mati góðar fréttir. Hann kemur inn sem staðgengill Sami Hyypiä í hóp okkar, reiðubúinn að gegna sínu hlutverki jafnvel í byrjunarliði strax í næsta leik ef Skrtel er enn meiddur, og minnkar álagið á mönnum eins og Ayala og Kelly talsvert. Ég vil frekar sjá unglingana okkar leggja inná reynslubankann í Deildarbikarnum og þess háttar en að setja þá strax undir pressu í titilbaráttunni í deildinni, þar sem hver mistök geta þýtt afhroð.

Þannig að, velkominn Kyrgiakos.

23 Comments

 1. Sáttur við kaupin. Hefði ekki viljað eyða meiri pening í fjórða miðvörðinn.

  Mjög ánægður með hæðina á honum. Við höfum verið í vandræðum með að verjast föstum leikatriðum og verið alveg bitlausir í teig andstæðinganna í föstum leikatriðum. Grikkinn verður góður þegar Chelsea liggur á okkur á lokamínútunni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í leit að jöfnunarmarki.

 2. fagna þessu og held að Rafa hafi aldrei ætlað að eyða 7 – 12 m punda í miðvörð og nota bene í óreynda leikmenn vitum að Carra,Skrtel eru first choice

 3. fínt að fá backup sem er leikreyndur og talar líklega ensku fyrir 2m, getur leyft rafa vonandi að fá meiri pening í önnur kaup

  og sá fólk micheal turner i fyrsta marki defoe a miðv? týpísk richard dunne mistök

 4. Sammála þeim sem skrifað hafa á undan, þessi lítur fínt út sem 4. miðvörður. Gott líka að fá stóran lurk sem ætti að geta skallað blöðruna.

  Eina held ég að JónasB sé alveg með þetta, pottþétt herbergisfélagi Voronin 🙂

 5. Hel að hann eigi eftir að reynast vel,reynslubolti sem skiptir mikklu máli í þessu fagi,en að hann verði herbirgisfélagi með Faxa veit ég nú ekki 🙂

 6. Er bara sáttur við þessi kaup, held að þetta eigi eftir að reinast okkur vel, Tala nú ekki um í föstum leikatriðum hvort heldur er í sókn eða vörn, hæðin og svo er hann líkamlega sterku sem er bara gott. Þetta eru að ég held góð kaup fyrir þennan pening…. Svo er bara að hann stimpli sig inn í Liverpool með skalla marki á móti Aston Villa…

 7. Djöfull held ég að þessi verði fínn. Suðrænn Hyypia og mun sitja heillaður á bekknum.
  —-takið eftir því að Tottenham eru með hörku lið, hrikalegt að mæta þeim í fyrsta leik… Þetta verður barátta á milli Liv og Che…. Gangi okkur vel.

 8. Gaman að fá Grikkja Í Lpool. hann á eftir að slá Carager úr liðinu. 🙂 (Smá djók!!!)

 9. En hvað er með þessa hárgreiðslu? Eru menn með tagl að koma aftur í tísku?

 10. nr 10

  Já, Voronin að þakka.

  Karlar vilja vera hann, konur með honum

 11. Það ætti auðvitað að banna þetta! 🙂
  Og hver horfir á Voronin og hugsar…. hey, þetta er COOL… ??? 🙂

 12. Slir félagar.

  Gott mál og ekki meira um það.

  Það er nú þannig

  YNWA

 13. já ég er bara vel sáttur við þessi kaup þetta er hörkunagli, flótur og ákveðinn og sterkur í loftinu. svona miðað við það sem ég hef séð sem er reyndar ekki mikið hehe

 14. ja einn mesti töffarinn í heiminum er með tagl(Steven Seagal sjálfur)

 15. Stefán Sjávargali er auðvitað 100% maður! En þessir DalaGrikkja er pínu pínlegt að horfa uppá… Ætli þeir hjálpist að eftir sturtu að greiða flókann úr?

 16. Velkominn til Liverpool Stilios Kyrgoiokosblasenkiko eða hvað það var, skiptir engu. Um leið og þú klæðist Liverpool treyju þá elskum við þig nema þú heitir Degen !

 17. Og já ég sé það alveg fyrir mér að menn muni syngja ´´Notorios Sotorios´´ í Kop stúkunni !!!

 18. sko ég er 13 ára púllari 🙂 en kyrgiakos erhann eithvað góður veit ekkert hver þetta er samt hann ætti að fara í klippingu 😀

Bloggsíða. Þetta er BLOGGsíða.

Gekk ógesslega illa í golfmóti í gær