Stoke á Anfield á morgun

Framundan er fyrsti heimaleikur okkar manna á þessu tímabili gegn sjálfum íslandsvinunum í Stoke…  helv***  Stoke!! Ef ég man þetta rétt þá skuldar Stoke okkur tvö stig eftir leikinn á Anfield í fyrra, önnur tvö fyrir seinni leikinn og þar með má segja sem svo að þeir skuldi okkur titilinn.

Helv*** Stoke.

Ég man afar vel eftir fyrri leiknum frá því í fyrra enda stóð þar hæst uppúr að Gerrard skoraði fullkomlega löglegt mark úr aukaspyrnu sem því miður var dæmt af án ástæðu.

Miðað við úrslit og frammistöðu síðasta leiks er nokkuð ljóst að okkar menn þurfa að spýta hressilega í lófana og koma með sannfærandi leik gegn Stoke, jafntefli eða tap er einfaldlega ekki í boði. Segja má að Liverpool sé svolítið komið með bakið upp við vegg núna og ekki hafa fréttir að klúbbnum í þessari viku verið að fylla menn neinni óstjórnlegri bjartsýni. Skrtel gerði heiðarlega tilraun til að éta Carragher og er því tæpur fyrir leikinn gegn Stoke. Það hefur reynar verið talað um tvær vikur frá hjá Skrtel en þar sem hann er ekki alveg eins og fólk er flest þá er hann bara nokkuð líklegur í leikinn á morgun. Carragher er hinsvegar ekki ætur og því klár í slaginn. Þriðji miðvörðurinn daninn Daníel Agger er svo ennþá meiddur og verður það í 2-3 vikur áfram. Hinn 18 ára Ayala verður allavega klár með kúkinn í buxunum (enda ekkert grín að þurfa að mæta nautunum í Stoke).

Hann gæti þó sloppið því skv. afar óvæntum fréttum virðumst við vera ansi nærri því að “landa” grískum miðverði Sotiris Guðmávitahvaðopolus sem hefur gert garðinn “frægan” hjá liðum eins og Rangers, snillingunum í E. Frankfurt og AEK Athens. (förum betur í það þegar öruggari heimildir berast).

Ofan á þetta hafa síðan flestir helstu miðlar bretlands verið að flytja fréttir af því að Benitez fái bara tvær milljónir punda til að styrkja hópinn enn frekar, eitthvað sem er bráðnauðsynlegt að margra mati. Þannig að ofan á hræðilegan leik gegn Spurs hefur bæst við skortur á miðvörðum og peningum til að kaupa nýja leikmenn.

En það þýðir ekki að væla meira yfir því, það eru fá lið betri þegar þau eru með bakið upp við vegginn heldur en einmitt Liverpool, hópurinn okkar er ekki svo ýkja ósvipaður hópnum sem var hársbreidd frá því að vinna mótið í fyrra og Stoke bara fær ekki stig á Anfield tvö ár í röð!

Að giska á byrjunarlið er örlítið flókið þar sem maður veit ekki hverjir verða í miðverðinum:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoon
Torres

Bekkur: Cavalieri, Kelly, Ayala, Insua, Babel, Voronin, Spearing.

Ég tippa á að Skrtel “bíti á jaxlinn” (eða ekki) og spili þennan leik og ítalska hetjan Andrea Dossena verði eina breytingin á vörninni og komi inn í vinstri bakvörðinn fyrir Insua.
Lucas verður mikið meira ógnandi heldur en í síðasta leik og fær ferðaleyfi fram frá vini sínum Javier Mascherano. Í svona leik, gegn liði eins og Stoke ætti Lucas jafnvel að nýtast betur heldur en t.d. Alonso gerði enda með meiri yfirferð og sóknargetu.

Ef við miðum við síðasta leik þá er alveg pottþétt að annaðhvort Babel eða Kuyt þarf að víkja fyrir Benayoon og það þarf engan vísindamann til að átta sig á hvorum verður fórnað. Ég er all for it að leyfa Babel að fá nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu, en hann verður að fá að spila mun framar heldur en hann fær á vinstri kanntinum, hann var ekkert annað en farþegi í síðasta leik og við megum ekki við því gegn Stoke. Gerrard var sæmilegur gegn Spurs en greinilega ekki í 100% standi og frændi hans Torres mætti alveg endilega hefja tímabilið á morgun, hann sá sér því miður ekki fært að mæta á Wihte Hart Lane um síðustu helgi.

Hjá gestunum er ekki mikið um meiðsl, þeir hafa líkt og í fyrra sitt kraftakalla lið sem mökk leiðinlegt er að horfa á, þeirra mest spennandi leikmenn eru líklega Ryan Shawcross enda mikið í umræðunni undanfarið og þrálátlega orðaður í burtu frá klúbbnum. Sóknarlínan inniheldur síðan kempur eins og Etherington, Ricardo Fuller og sjálfan James Beattie.

Dean Whitehead leikmaður Stoke var eitthvað að útvarpa sinni skoðun í aðdraganda þessa leiks:

“I think Alonso is going to be a major miss for them – he seemed to run the game when he was playing”

Skarpur strákur. Núna er það í höndum Lucas og co að sýna að missir Alonso er ekki eins mikill og við óttumst.

Spá: Á morgun á ég afmæli og ef strákarnir klúðra leiknum dæmi ég helsta sökudólginn til að hlusta á tveggja tíma fyrirlestur frá SStein um Höbbn í Hoddnafirði. Það vill engin lenda í og því verður fínn 2-0 sigur staðreynd með mörkum frá Torres og Lucas.

p.s. stundum finnst mér að okkar mönnum (og fleiri liðum reyndar) vanti snillinga eins og Jimmy Bullard í sitt lið, sama má segja um okkur stuðningsmenn, upp með húmorinn.

96 Comments

  1. Nú fórstu nú alveg með það Babu, það vilja allir fræðast um þennan fræga og fagra stað og það frá svona skemmtilegum sögumanni.

  2. held nú að insúa verði í staðinn fyrir dossena og er agger ennþá meiddur var hann ekki tæpur fyrir tottenham?

  3. Það á ekki að vera nein þörf fyrir Macsherano í þessum leik. Færa Gerrard á miðjuna og smella Riera, Yossi og Kuyt fyrir aftan Torres. Spái annars leiknum 1-1.

  4. Stoke vinnur óvænt 0-2 carrager með 2 sjálfsmörg,sýnir hvað ég hef mikkla skoðun á þeim gamlingja

  5. Hversu áræðanleg er þessi frátt á goal.com miðað við að þeir halda að leikurinn á morgun verði í Stoke. “Liverpool travel to Stoke City”

  6. Fannst engum fleirum en mér atvikið þegar Skrtel meiðist vera 100% Carra að kenna? Boltinn var allan tímann á leið til Skrtel sem var með augun á boltanum á meðan Carra kemur hlaupandi eins og naut í flagi og skallar manninn. Þetta var því meira svona Carragher að troða hausnum í gin ljónsins.

    Mikið afskaplega sakna ég Alonso. Ef það á að keyra á Lucas og Masch næstu vikurnar er ég hræddur um að alla sköpun vanti í okkar sóknarleik eins og reynslan sýnir. Held hreinlega að þangað til Aqualini kemur verði að fórna Gerrard niður og smella Benna Jóni í holuna.

  7. ég held að menn séu að örvænta full mikið, þetta var fyrsti leikur tímabilsins og lítið að marka hann. Sé fram á 3-1 sigur, Gerrard, Torres og Kuyt með mörkin. Svo smellur þetta allt saman eftir það. 🙂

  8. Jú Nafni – þetta var algerlega Carra að kenna. Alveg fáránleg varnarvinna hjá honum og það sem meira er að hann virtist líta upp og sjá Skrtel en samt rjúka á móti honum. Ég var alveg hrikalega pirraður á Carra í þessum leik á móti Spurs sérstaklega fyrir þetta atvik.

  9. Sælir félagar
    Það er rétt að minn maður Carra átti alla sök í árekstri miðvarðanna. Þarna gerði hann sjaldséð mistök en á margfalda innistæðu fyrir þeim. Hann mun því leggja inn í stóreignabanka sinn hjá okkur og skora 2 mörk í 3 – 0 sigri okkar manna. Þar með verður hann markahæstur í liðinu á leiktíðinni því Reina mun skora þriðja markið beint úr útsparki. Sem sagt 3 – 0 fyrir vörnina og Torres mun biðja um að fá að spila miðvörð í næsta leik. Enda eðlilegt eftir frammistöðu hans í leiknum á móti Spurs.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Held barasta að það ætti að dæma sökudólginn til þess að fara til habbnar á hobbnafirði ef leikurinn tapast. Það hlýtur að gefa þeim spark í rassinn, því það vill náttúrulega ekki nokkur maður með réttu ráði fara þangað 😉

  11. Það verða ekki kanarnir sem munu spila þennan leik á morgun.
    Ef svo skyldi fara að þessi leikur myndi ekki vinnast þá er erfitt að klína því á eigendurna, enda eru það leikmennirnir sem klikkuðu í seinasta leik og Benitez og leikmennirnir verða einfaldlega að klóra sér í hausnum og finna leið til þess að skora fullt af mörkum á morgun og ná í 3 stig.

  12. Ok ég hef verið að reyna að halda uppi bjartsýni og hressleika í umræðum hérna á kop en guð minn góður hver er þessi grikki sem er að koma ??? Er hann virkilega það besta sem við getum gert þótt að um algeran varamann er að ræða ??

  13. hann verður nú fjórði varnamaðurinn, fyllir bara i þetta skarð þegar þessir á undan eru meiddir, og afhverju ekki, ódýr..

  14. Við skulum ekki gleyma að Benítez er ekkert heimskur, hann kaupir ekki hverm sem er. Hann er eflaust með lista yfir svona 20 varnarmenn sem hann vill fá (og getur keypt) sem eru síðan flokkaðir eftir verði. Líklega vildi hann frekar kaupa Turner en á ekki 10 milljónir punda til þess.

    Þessi gaur, ef hann kemur, er á óskalista Rafa, neðarlega þó. Hann er ódýr og er væntanlega á lágum launum. Rafa vill einfaldlega (og eðlilega) hafa mann sem hefur spilað 300 leiki í 10 ár í miðverðinum.

    Ég hefði samt frekar kosið Sol Campbell. Hann kæmi frítt, vill kannski há laun fyrir varamann, en hann kæmi frítt á móti. Svo á hann reyndar bara eitt til tvö ár eftir sem varamaður en þessi gaur kannski 3-4….

  15. Mér lýst nokkuð vel á þessi kaup. Það er augljóst að við eigum ekki mikinn pening, og það að fá svona reyndan mann sem hefur spilað með liðum eins og Rangers er mjög gott. En þegar kemur að leikmannamálum hjá okkur núna þá finnst mér bara að ungu strákarnir eigi að fá sénsa, kannski verður þetta tímabilið þeirra. Til dæmis finnst mér ekki mikil ástæða til að kaupa striker þegar við eigum mann eins og Nemeth sem er náttúrulegur markaskorari, og sýndi á undirbúningstímabilinu að hann er tilbúinn í að fá einhverja sénsa. Sömuleiðis eigum við menn eins og Spearing sem var mjög flottur á miðjunni á undirbúningstímabilinu, og Pacheco sem er augljóslega mikið efni. Gefum þeim séns og sjáum hvað gerist.

  16. Flott kaup held ég þetta er eflaust ekkert lamb þessi karl og hver veit kannksi nær hann bara að komast i byrjunarliðið hja liverpool hann er stór og sterkur og gæti verið öflugur í föstu leikatriðum góð kaup hja benitez (Vona ég )

  17. Ég man eftir Kyrgiakos frá því ég spilaði CM04 hér um árið. Þá var hann titlaður sem varnasinnaður miðjumaður og var bara þrusugóður í þeim leik. En það segir manni svo sem ekki nokkurn skapaðan hlut, ég vona að ef af þessum vistaskiptum verði þá muni hann spila einsog engill fyrir okkur þegar hann kemur inná völlinn.

  18. 3-0 heimsigur í kvöld (Torres 11, 23 / Benayoun 78)
    Babel byrjar leikinn og Benayoun kemur inn á á 72. mín.

  19. Sammála Helga í nr 26. Þriggja marka sigur í kvöld, Benayoun x 1, Glen J. opnar markareikning sinn og Torres setur eitt.

    Skyldusigur – engar afsakanir.

  20. Það er auðvelt að segja svona hluti í útvarpsviðtali, ef Rafa hefur eitthvað við mig að segja getur hann sagt mér það persónulega – ef hann er nógu hugrakkur til þess.

    🙂

  21. he he, góður Kristinn. En engu að síður ánægjulegt að hann fylgist vel með okkur hérna á þessari síðu.

  22. Eftir sorglegan lélegan leik gegn ágætu liði Spurs þá er það Stoke. Það er ljóst að brotthvarf Alonso hefur haft gríðarmikil áhrif á liðið. Hann stjórnaði hraðanum í leik liðsins og gat gefið hárnákvæmar tíu metra sendingar eða 40 eftir því sem við átti. Leikmenn virtust ekki vita hvað þeir áttu að gera við boltann gegn Tottenham. Spilamennska liðsins er gríðarlegt áhyggjuefni í upphafi mótsins ef maður ber saman við Chelsea og Arsenal sem líta vel út sérstaklega Chelsea, var eina liðið af Big Four sem hélt öllum sínum leikmönnum í sumar. Það er enginn spurning í mínum huga að færa verður Stevie niður á miðjuna á meðan beðið er eftir Italanum Alberto. Kaup stjórans á hinum meidda Ítala er áhættufjárfesting í meira lagi. Verða kaupin upphafið að endalokunum hjá Benitez líkt og kaup Houlliers á heilögu þrenningunni um árið Diouf,Diao og hundinum Bruno. Þar voru þrír pappakassar keyptir fyrir 20 milljónir punda. Nú er verið að kaupa einhvern Grikkja Sókrates eða hvað hann nú heitir. Ég spyr afhverju í ósköpunum var Hyypia ekki boðinn 2 ára samningur, jú jú hann vildi spila meira en við gætum notað hann núna. Einn allra besti skallamaður sem hefur verið í ensku úrvalsdeildinni, leiðtogi og í síðasta byrjunarliðsleik sínum gegn Man U á Old Trafford átti hann snilldarleik. Var Hyypia mikið verri en Carra, ávallt meiddi Agger eða tæknitröllið Skrtel? Svar mitt er Nei. Mér finnst að Rafa hafi eilítið misst plottið í sumar. Tvenn risakaup G.Johnson, ok borgum bara tíu en samt kaupverðið um 17 og síðan Alberto “Mussolini”Aquilani á 16 til 20 fer eftir ákvæðum í samningi. Datt engum í hug að kaupa striker! Halló er enginn heima?? Hvaða kúadella var það? Ég vildi fá M.Owen, nei takk hann er ekki nógu góður lengur eða eitthvað… Rafa var enn fúll af því að Owen fór þegar hann tók við og fór svo til Newcastle. Við gátum fengið hann frítttttttt!!!!!!! Nei, spánverjinn var enn í fýlu og vildi ekki sjá hann. Hann tók samt Robbie Fowler fimm árum eftir að síðasti söludagur rann út á honum. Liverpool á svo mikið af peningum að þeir vilja frekar borga fyrir leikmenn!!! Það eru undarlegir hlutir að gerast á Anfield meðbyrinn sem liðið hafði eftir síðasta tímabil er ekki lengur til staðar. Allt tímabilið er framundan en er einhver bjartsýnn á PL titiil? Anyone, Anyone, Bueller,Bueller.

  23. Ég trúi ekki öðru en að Liv taki þennan leik er nokk sama hvernig, en það er kominn tími á að Liv vinni,,,, þess vegna á síðustu mín en að fara með jafntefli. M U og Cel$#”#$ eru alltaf að þessu. Okkar tími er kominn.

  24. Uss, uss, uss, Hörður Magg. Þú ert nú heldur svartsýnn eftir einn leik. Dollan kemur til okkar í ár. Þú ert að vitna í vitlaust atriði úr myndinni. Það rétta væri: “Come here doggy! Look what Uncle Ed’s got for you, you little fucker!”

  25. Annsi svört mynd sett upp hér Hörður eftir aðeins einn leik.Skil ekki alveg þetta yfirhraun á Rafa Nr.1 Xabi vildi fara,nr.2 Sami líka og nr.3 það er einn leikur búinn að tímabilinu hættum að væla um hvaða menn eru farnir.
    Það er alveg ljóst að Rafa vildi halda Xabi,Arbeloa og Sami en þeir kusu að fara annað.

  26. Mikið er maður orðinn leiður á þessu djöfulsins svartsýnisrausi og fólki sem skýtur niður allt og alla hjá Liverpool. Fólk kýs að sjá bara neikvæðu hliðarnar á öllum málum sem tengjast félaginu. Það liggur við að maður þurfi þunglyndislyf eftir að lesa spjallið hérna og á liverpool.is

    Liverpool gerðu klaufalegt jafntefli við Stoke á heimavelli í fyrra og ég held að það sitji enn í leikmönnum. Jafntefli við “minni liðin” á Anfield kostaði okkur titilinn í fyrra og ég held að leikmenn séu mjög meðvitaðir um það. Ég spái því að menn mæti mjög ákveðnir til leiks, staðráðnir í að láta ekki leikinn frá í fyrra endurtaka sig, og vinni öruggan 4-0 sigur. Einnig hef ég bara enga trú á að Liverpool tapi 2 leikjum í röð.

  27. Það er vel skyljanlegt að menn séu fúlir eftir tottleikinn (liðið hans Clintons)við viljum JÚ vinna alla leiki, og auðvita hefði verið gott ef Alonso hefði verið áfram, en Höddi hann spilaði ekki alla leiki á síðustu leiktíð og ekki kom það svo mikið að sök(held ég).Það sem mér finnst stundum sárt með Liv að þeir eiga kanski leikinn en skora ekki (það á ekki við í síðasta leik)þannig hefur það verið mörgum sinnum og þeir verða að laga það,,, en við verðum að vera bjartsýnir svona allavegana í byrjun leiktíðar. 🙂

  28. Hörður #31
    “Það eru undarlegir hlutir að gerast á Anfield meðbyrinn sem liðið hafði eftir síðasta tímabil er ekki lengur til staðar. Allt tímabilið er framundan en er einhver bjartsýnn á PL titiil?”

    Er ekki lengur til staðar ? Hvaða bull er í gangi, það er einn leikur búin! Þrátt fyrir slaka frammistöðu á sunnudaginn þá var það hátíð við hliðiná leiknum gegn Boro í fyrra – var ekki þessi meðbyr til staðar þá ? Menn eru búnir að missa sig í svartsýninni í vetur eftir að horfa á fréttir 7 daga vikunar um Icesave …

    1 umferð búin, þetta er ráðið, við föllum, Arsenal verður meistari – hverjum getum við haldið í championsship ?

  29. Sammála mörgum hérna. Menn eru óþarflega svartsýnir og sumir tala eins og heimurinn sé að farast…. eftir einn leik. Öll stóru liðin eiga eftir að tapa í vetur þannig þetta er ekkert búið. Mig grunar líka að Tottenham eigi eftir að taka fleiri af toppliðunum í vetur.

    Svo er ekkert að því að fá þann gríska. Okkur vantar fjórða miðvörðinn, sem backup fyrir Carra, Agger og Skrtel. Algjör óþarfi að spreða miklum peningum í mann sem á ekki eftir að vera fastamaður.

    Spá fyrir kvöldið. 3-0. Við hrisstum okkur upp eftir slakan leik síðast. Torres á stórleik (hann spilar ekki tvo svona leiki í röð !) og skorar tvö. Gerrard skorar svo eitt úr víti sem Benayoun nær í.

  30. Ég væri nú meira en til í að heyra SStein halda 2 tíma fyrirlestur um Höfn í Hornafirði( enda fallegasti staður á Íslandi) :), í staðinn fyrir þessa hörmung sem ég horfði á á Sunnudaginn.
    Í leiknum á Sunnudaginn þá held ég að Redknapp hafi bara unnið sína heimavinnu betur en Rafa. Þ.e.a.s undirbúið liðið betur. Það sést best á því að heimamenn voru alltaf mættir á réttu staðina til að hirða af okkur boltann. Það var einsog þeir hafi lesið allar okkar sóknaraðgrðir í gær, sem var jú nákvælega það sama og okkar menn gerðu við man jú og fleiri lið á síðustu leiktíð. Við skulum bíða með svartsýnina þangað til eftir leik í kvöld…

  31. eg trui ekki odru en vid tokum orrugan 3-0 sigur. Torres verdur eitradur eftir ad benitez sagdi honum ad haetta ad pirra sig a andstaedingnum. Lucas verdur mjog framarlega a vellinum og gerrard a eftir ad eiga storleik. Eg vil sja benayoun byrja og dossena fa sens i vinstri bakverdinum. Koma svo tetta smellur allt i gang i kvold.

  32. Vorum við ekki frekar seinir í gang í fyrra líka? Vorum að skora alloft á síðustu sekúndunum í byrjun leiktíðar? Held að við þurfum nokkra leiki til viðbótar til að koma öllum í gang, held að við eigum eftir að vinna næstu leiki frekar naumlega. Spái 1-0, Lucas litli setur hann úr langskoti

  33. Því miður leggst þessi leikur illa í mig. Það er klárt að það vantar eitthvað í okkar lið. Stoke mer sigur 0-1 og markið kemur úr föstu leikatriði.

  34. Langsóttasta svartsýnisraus sem ég hef séð Höddi. Liverpool búið að tapa deildinni eftir einn leik, Aquilani búinn að floppa eftir 0 leiki. Allt út af því við fengum ekki Owen! Talandi um að missa plottið skom.

  35. Lucas – Masch
    Kuyt – Gerrard – Benayoun
    Torres
    Ef þetta er svona þá eru 2 menn sem eru skapandi. Hinir geta ekkert þegar gemur að því að sækja og það er bara ekki nóg ef menn ætla að vera á toppnum.

  36. Nr. 45 Arnar
    Ég tel Gerrard, Benayoon og Torres = 3
    Kuyt telst nú ekki skapandi en hann skoraði sinn skerf í fyrra og lagði upp annað eins. Lucas getur alveg verið liðtækur í sóknarleiknum

    Svo eigum við Aquaman alveg inni. Eins Riera og Babel.

  37. Arnar: maður mundi ætla að Yosse B og Kuyt séu skapandi, allaega var Kuyt að gera ágætis hluti á æf,tímab, og Yosse hefur verið einn af okkar bestu mönnum undanfarið, en eru menn ekki að dæma menn út frá síðasta leik sem er ekki réttlátt eða sanngjarnt. Þessir 2 sem þú nefnir ekki eru væntanlega T&G

  38. Sælir félagar

    Svartsýni eftir undirbuningstímabilið og leikinn gegn T’ham er ekki óeðlileg. Verum ekki að böðlast hver á öðrum vegna þess. Menn hafa áhyggjur, eðlilega, og það er vegna þess að þeir vilja veg liðsins sem mestan og biðin eftir dollunni er orðin löng.
    Því miður er ég einn af þeim sem hefi áhyggjur en reyni að tapa mér ekki í svartsýni. En ég get alveg fyrirgefið mönnum áhyggjur þeirra.

    Ég vona og vil að leikurinn í kvöld vinnist og spái enn og aftur 3 – 0. Enda kemur ekkert til greina annað en vinna þennan leik. Ef það tekst ekki er ástæða til að hafa áhyggjur og það verulegar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  39. Voðaleg neikvæðni er þetta. Hérna inni eru menn sem eru klárlega búnir að tapa þessum leik fyrirfram. Ég held það að Liverpool leikmennirnir viti það best að þeir spiluðu ekki vel í síðasta leik og koma dýrvitlausir í leikinn í kvöld. Gæti ekki verið meira ósammála Arnari (#45) því að Kuyt er víst mjög skapandi leikmaður. Hann er góður skallamaður, gefur góða krossa og er líka hættulegur í teignum. Sástu ekki Holland vs England eða???? Svo er Lucas líka mjög skapandi leikmaður. Eru allir búnir að gleyma stungusendingunni sem hann átti á Gerrard í 1-5 sigri Newcastle í fyrra (myndbandið kom á kop.is fyrir stutt).
    Hættum þessari drullu og förum að hugsa jákvætt.
    E.s. mér líst vel á Grikkjann, fullt af reynslu, algjör nagli og styrkir vörnina.

  40. Voðalega eru menn viðkvæmir. Ég sagði aldrei að Ítalinn væri flopp en sagði hinsvegar að hann væri áhættufjárfesting. Hann er meiddur og hefur verið það mikið undanfarin ár. Ég var ekki að afskrifa atlögu að titlinum taldi hinsvegar á þessum tímapunkti að það væri ekki ástæða til bjartsýni. Síðan var ég að rekja nokkur mál sem gerðust í sumar og ég var ekki sammála hvernig haldið var á. Er þetta blogg ekki til að menn tjái sig um málefni okkar ástsæla liðs? Það er óþarfi að snúa út úr orðum manna og gera þau að einhverju öðru en þau eru. Ef þetta á að vera einhver Hallelúja samkoma getum við þá ekki allir farið á samkomu hjá Gunnari í Krossinum. Það virðist vera árátta hjá sumum sem skrifa hér greinarhöfundum og öðrum að þegar menn velta málum upp sem ekki eru þeim að skapi þá er snúið út úr og menn allt að því sakaðir um landráð. Stjórinn er ekki hafinn yfir gagnrýni en virðist kominn í pínu lítinn sandkassaleik sjálfur. Rafa er snillingur en hann á að tala öðruvísi um sum mál í fjölmiðlum. Liverpool tapaði ekki gegn Spurs vegna þess að dómarinn flautaði ekki aðra vítaspyrnu heldur vegna þess að Tottenham var betra liðið. Ég spái 1-0 fyrir Liverpool í kvöld. Pepe Reina skorar eftir útspark

  41. Höddi Magg, tek undir með mönnum hér að yfirlýsingagleði þín er nú ansi mikil um að “ljóst sé að brotthvarf Alonso hafi haft gríðarlega mikil áhrif á liðið”.. atvinnumaður eins og þú veist nú að það er bara allltof snemmt að dæma um hvort brotthvarf alonso hafi einhver áhrif á liðið eftir einn leik. Liverpool átti slæman leik á sunnudaginn, 9 af 11 leikmönnum voru að spila langt undir getu. Liverpool átti líka slíkan leik á síðustu leiktíð líka með Alonso innanborðs. Ég skal glaður hlusta á sömu yfirlýsingu þína og taka mark á þinni “sérþekkingu” þegar liðið er á tímabilið ef þú hefur rétt fyrir þér. Það geri ég hins vegar ekki eftir einn leik.

  42. Hyypia og Alonso voru alveg ákveðnir í að vilja fara, það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Sama hversu svekkjandi það er. Þú nefndir önnur lið sem hafa byrjað vel, fengu þau lið ekki einnig eilítið skemmtilegri leiki en tottenham away í fyrstu umferð? Það verður allt annað en gefið mál fyrir okkar keppinauta að ná stigum af Tottenham. Fyrir þetta tímabil var ég bjartsýnn á áframhaldandi toppbaráttu álíka og á síðasta tímabili og það hefur ekkert breyst nú.
    Eins og Gunnar í krossinum myndi segja, við eigum ekki að bjóða neikvæðninni í kaffi.

  43. Biggi
    – Ég skal glaður hlusta á sömu yfirlýsingu þína og taka mark á þinni “sérþekkingu” þegar liðið er á tímabilið

    Höldum þessu sem minnst á persónulegu nótunum, sjálfur sé ég ekki svo ýkja mikla yfirlýsingagleði við að segja að brotthvarf Alonso hafi gríðarleg áhrif, það er nú frekar gefið. En á móti kemur þá var lítið við því að gera þar sem Martin O´Neill, þrjóskasti maður veraldar, er ekki að stýra Liverpool.

  44. Alveg rétt hjá Herði Magg, menn mega tjá sig um það sem þeim finnst, og það eru allir að gera, hvort sem það er í niðurryfi , svörum eða jákvæðnis-tali.

  45. Alveg sammála Reyni #53. Þýðir ekkert að velta sér upp úr sumrinu eða þessum eina leik sem liðinn er.

    Varðandi Stoke leikinn, þá er það lið sem við vitum að reynist okkur illa. Stoke MUN pakka í vörn og spila með djúpa miðjumenn. Fyrir þá er 0-0 jafntefli eins og að vinna heimsmeistaratitilinn. Við þurfum að fara upp kantana. Þá reynir á einu mennina (fyrir utan Riera sem er meiddur) sem eru færir um að fara upp kantana hjá okkur, Glen Johnson og Insúa. Ætla að spá því að við vinnum 1-0 og Glen Johnson og Insúa verði sprækastir. Held að það henti okkur ekki að byrja með Babel, Kuyt og Yossi. Þessir þrír leita mikið inn á miðjuna, enda eru þeir ekki kantmenn nema Babel er hollensk afbrigði af útherja. En spái því að bakverðir okkar verði okkar hættulegustu menn.

  46. Finnst alveg ótrúlegt að lesa svartsýnisbölið hjá mörgum hér, einn leikur búinn og allt í rúst! Common, hvað er að? Ég sé ekki betur en að við séum betur mannaðir en í fyrra. Auðvitað er Alonso farinn og það tekur nokkra leiki að fínpússa spilið. Glen Johnson er kominn og sýndi á móti Spurs hvað hann getur, ítalinn er frábær leikmaður, að vísu meiddur en NB á ökkla ekki á stórum lið, ss hné. Hann á eftir að gera góða hluti, er alveg viss um það, fær almennilega læknisaðstoð og verður ekki hent í lið áður en hann er orðinn góður (sem gerðist oft hjá ROMA!). Hyypia vildi fara rétt eins og Alonso ekkert við því að gera og þarf ekki að væla um það! Enginn gat séð fyrir meiðslavandræðin á miðvörðunum og þessvegna er nauðsynlegt að kaupa 4 miðvörð sem við erum vonandi að gera núna. Margir spekingarnir á netinu hafa afskrifað Liverpool eftir þennan eina leik, þvílíkt rugl og ég veit að það kemur annað hljóð í strokkinn eftir 6-0 sigur okkar í kvöld. Og já Kuyt kallinn var með næst flestar stoðsendingar hjá hægri kantmanni síðasta tímabil 🙂

    YNWA

  47. Það er alveg rétt Már & Hörður, en er í alvöru kominn tími á að fella dóm á liðið eftir 90 mínútur af leiktíðinni – hvað þá fullyrða um að meðbyrin frá því í fyrra sé horfinn og að sala Alonso sé það versta sem hefur komið fyrir klúbbinn síðan Diouf var keyptur…

    Ég get lofað því að það er ekki einn púllari hérna á þessu spjallborði sem er ánægður með úrslitin eða spilamennskuna á sunnudaginn var – en það er fullsnemmt að koma með slíka dóma á liðið.

    Það er oft sagt að “það sé ekki búið fyrr en sú feita hefur sungið” – það er ekki einu sinni farið að selja miða á tónleikana, þannig að við skulum nú bara anda með nefinu og forðast að alhæfa eftir 90 mínútur. Hinsvegar er ekkert sem er að því að ræða slaka spilamennsku í síðasta leik, en fyrr má nú vera.

  48. Góð áminning Sigurjón. Kuyt var stoðsendingahæstur hægri kantmanna og næst markahæstur allra kantmanna á síðasta tímabili (ef Cronaldo telst sem kantmaður).

  49. Það verður aldrei þannig að allir geti verið sammála drengir,ekki einu sinni í fulkomnum heimi,það verða að vera ymsar skoðanir í gangi bæði svartsýnar og bjartsýnar,og hættið þið bjartsýnu (torres) að pirra ykkur á neikvæðu skoðunum þeir eiga líka rétt á sér,ef þær væru ekki þá væri lítið að tala um,það er hluti af allri umræðu,ég aftur á móti er svona miðlungs,varðandi leikinn í kvöld þá hef ég fulla trú á stórsigri í kvöld mín spá er 7-0 svona til að þakka niður í efasemda röddum ))))) eins og fíf

  50. Ég vill sjá sóknarbolta í kvöld gegn mjög varnarsinnuðu stoke liði, ég get sætt mig við 1-0 en vill sjá lið eins og LIVERPOOL slátra svona liði, 3-0 minnst. Það verður að sækja á þetta lið, ekki “þreifa” á þeim í 60 mínútur, og reyna svo eitthvað örvæntilgafullt á síðustu mínútunum, til þess að ná þessu eina marki.

    Ég vill sjá LIVERPOOl liðið keyra upp “tempóið” í leiknum frá byrjun. Svo þurfum við bara að verjast þessum ca. 10 innköstum sem þeir fá á okkar vallarhelmingi 🙂

    S.s. Ég býst við leiðinlegum leik, 0-0 eða 1-1.. En vona svo innilega að við rúllum yfir þá,,, hmmmm, vona 5-0.. TORRES vaknar, og skorar 4.

    Vonum það besta.

    ÁFRAM LIVERPOOL

  51. Ég er klárlega á því að þetta tap hafi verið með því betra sem gat komið fyrir liðið. Hörður og fl. tala um að nú sé meðbyrinn farinn og allir að snúast gegn liðinu en það er virðist nú bara vera með þetta lið, Stevie og félaga, að þeir spila alltaf best þegar allir eru að skíta yfir þá og enginn býst við neinu.

    Held að fólk ætti að róa sig aðeins í yfirlýsingunum. Hef ekki mikla trú á að Spurs séu að fara að tapa mikið af stigum þarna heima og vil á sama tíma minna menn á síður en svo glæsilega byrjun Man. Utd. í fyrra. Það er nú bara þannig að þetta er maraþon ekki spretthlaup og þá skiptir byrjunin ekki alltaf öllu máli. Allt tal um að salan á Alonso hafi drepið titilvonir okkar og fleira er bara bull og ótímabært. Eigum við ekki bara að bíða og sjá hvernig þetta fer fyrst ?

    Annars rosalega erfiður leikur gegn Stoke í kvöld sem kunna svo sannarlega að spila kraftabolta og vel það. Mikill karakter og ég hef alltaf verið svona lúmskur sucker fyrir þessum liðum. En þá er það bara að girða sig í brók fyrir Torres og Carra og alla þessa gæja og sýna þeim hverjir ráða. Fyrir utan að þeir eiga auðvitað skilið flengingu eftir ránin hérna í fyrra…

  52. Eitt sem ég hef tekið eftir í umræðu v/síðasta leik að það tala allir um það hvað Liv voru slakir en Tott hafi verið þrusgóðir (á heimavelli)og með sterkt lið. EN HVERSVEGNA rúlluðu þeir þá ekki yfir okkur, þannig að þetta lítur kanski ekki eins illa út hjá LIVERPOOL KOMA SVOOOOOOOOO.

  53. Það er ekkert að því að viðra tilfinningar sínar, sama hvort svartsýnustu eða bjartsýnustu menn eru að skrifa. Bara að halda því þannig að enginn verði móðgaður eða persónugera hlutina !! Ég er sjálfur þannig gerður að taka hlutunum með ró. Ef illa gengur þá bara sest maður niður og metur stöðuna og rífur sig svo upp aftur. Er viss um að það er einmitt það sem leikmenn og þjálfarar Liverpool eru að gera akkúrat núna á liðsfundi fyrir leik ! En sleggjudómar eftir 90 mínútnaleik eru kannski ekki tímabærir. Í fyrra var Scum í vondum málum allt til 10 des að mig minnir. Þá fór vélin í gang og þeir unnu leik eftir leik eftir leik. Hvar enduðu þeir ?? Jú með dolluna enn einu sinni og taktík Ferguson virkaði. Skulum gefa meistara Rafa og hans mönnum aðeins lengri tíma. Það eru allir einu ári eldri og eitt ár til viðbótar komið í reynslubankann þannig að smá mótbyr ætti ekki að draga neitt úr mönnum. Ég spái stórsigri í kvöld. 5-1. Annaðhvort Torres eða Gerrard með þrennu !!

  54. ég er 15ára poolari og ég veit örruglega jafn mikið og margir hérna fyrir ofan um liverpool… mér finnst að menn sem segja eftir einn leik að tímabilið sé lokið should walk alone… við erum með besta markmann í heimi, besta miðjumann í heimi og besta framherja í heimi, við gerum það sem við viljum á vellinum… koma svo, hættum allri svartsýni og förum að styðja besta félag í heimi og munum að hver sannur poolari styður félagið og annan poolara útí eldRAUÐANdauðann!!! lesið á liverpool merkið og hugsið um það sem stendur efst á því…. YNWA

    When you walk through a storm
    Hold your head up high
    And don’t be afraid of the dark
    At the end of the storm
    Is a golden sky
    And the sweet silver song of a lark

    Walk on through the wind
    Walk on through the rain
    Tho’ your dreams be tossed and blown
    Walk on, walk on
    With hope in your heart
    And you’ll never walk alone
    You’ll never walk alone

  55. 4-0 benni , kuyt,torres 2 eða bara pepe skori eitt til tilbreytingar 😀

  56. Eitt skulum við gera okkur grein fyrir að ef að Benitez vinnur ekkert á þessari leiktíð er hann farinn. Það sýnir bara hvað við Púllarar erum stressaðir yfir gengi okkar manna að bara eftir fyrsta leik er allt vitlaust. Ég skil það vel og hef sjálfur aldrei verið hrifin að Benitez. En hann fær einn séns enn. Og því miður held ég að miðað við fyrsta leik verður þetta tímabil bikarlaust enn og aftur. Við erum búnir að bíða í 19 ár eftir Englands-titlinum, er það nokkur furða að við séum orðnir óþolinmóðir eftir honum.

    ÁFRAM LIVERPOOL

  57. Orðrómur í gangi um að knattspyrnustjóri í Liverpool hafi gengið út. Gæti verið Moyes út af Lescott eða Rafa út af ruglinu í stjórninni.

  58. með gengið út á ég við að hann hafi hætt, ekki að hann hafi byrjað með dömu.

  59. Ánægjulegt að sjá 15 ára ingimar (#67) mæla skynsamlega og á þroskaðan hátt. Ummæli Magnúsar (#69) koma hins vegar ekki á óvart þar sem þetta er framhaldssaga frá fyrra ári.
    Það eru hins vegar góðir punktar í skrifum Hauks (#66) um leiðinlegasta lið í heimi og hvernig þeir byrjuðu í fyrra – byrjuðu mjög rólega og voru um miðja deild eftir einhverjar fimm umferðir….. – og hvar enduðu þeir (því miður).

  60. Ég hugsa að Rafa myndi ekki ganga út sisona. Ef hann væri að láta stjórnina fara mikið í pirrurnar á sér þá væri hann LÖNGU farinn. Ef það er einhver stjóri genginn út í Liverpool borg þá er það frekar Moyes þótt ég telji það líka ólíklegt !!! Eða kannski stjórinn á safninu þarna sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu !! haha

  61. Eru menn ekki að misskilja eitthvað ? Á hvaða vefmiðlum eru þessar fréttir ???

  62. Þetta er útum allt… Team talk, Red and white kop og fleiri. Segja meðal annars að það séu einhverjar skrítnar yfirlýsingar frá mönnum eins og Aldridge…Veðmálafyrirtækin eru hætt að taka við veðmálum um að hann sé næstur til að hætta/fara…Að Sammy lee verði við stjórnvölinn í kvöld…. Hvað er í gangi með okkar ástkæra félag. Nú fyrst er ég stressaður fyrir leikinn í kvöld.

  63. Að Rafa hafi gefist upp eftir 1 leik ja hann er þá eins og sumir hér á KOP. Vá vá

  64. Ég er nú nokkuð viss um að þetta sé bara eitthvað bull og enginn fótur fyrir þessu. Eins og venjulega þá trúi ég hlutunum þegar ég sé þá gerast. Ekki fyrr !

  65. Ég trúi þessu heldur ekki en ef satt reynist þá held ég ekki að það sé útaf þessum eina leik hedur hinu endalausa veseni með eigendunum. En það sem hræðir mig er hvað þetta er eitthvað hávært og fljótt að breiðast út. Hver veit á morgun gæti þetta verið In Sammy we trust!

  66. Mér finnst Rafa Benitez leiðinlegur karakter og að láta dómarann eitthvað heyra það eftir 2-1 tapið gegn Spurs er einhver almesta þvæla sem ég hef heyrt. Þetta sýnir bara það að menn eru með augun á öðru en því sem skiptir máli. Liverpool liðið var svo lélegt að það hálfa væri nóg og í staðin fyrir að gagnrýna það einbeitir hann sér að dómurunum. Benitez virkar mjög þurr og leiðinlegur gaur sem kann ekki að fagna mörkum, hef ekki einu sinni séð hann brosa, setur svartan depil á hann. Brotthvarf Alonso hefur mjög mikil áhrif og það sást vel og mér fannst peningum illa eytt á leikmannamarkaðnum í sumar. Þið sem eruð viðkvæmir við gagnrýni á Benitez, í guðana bænum þá þurfið þið ekkert að svara þessu ég er ekki að fara breyta skoðun minni…

  67. Ef þetta er rétt þá kemur þetta svo sem ekki á óvart þar sem samband Rafa við eigendurna hefur verið stirrt töluvert lengi. Af sama skapi þá liggur Liverpool töluvert vel við höggi þessa dagana þar sem öllum er ljóst að fjárhagsstaða félagsins er erfið og Rafa ku vera ósáttur við skort á fjármagni til leikmannakaupa, því er auðveldara en ella fyrir sögusagnir sem þessa að fá byr undir báða vængi.

  68. Be positive, we’ll win by at least 2…Stoke won’t score. And don’t invite me to coffee.

    YNWA

  69. Sko, ef ég man rétt fór svona orðrómur af stað rétt eftir áramót líka, rétt áður en Rafa framlengdi samninginn sinn við okkur. Þannig að það eru svona 95% líkur á að þetta sé einnig kjaftæði, innistæðulaus orðrómur sem veldur því að einhverjir örir veðjarar stökkva í veðbankana og það magnar orðróminn.

    Það eina sem gefur þessu mögulega eitthvað vægi er að John Aldridge á víst að hafa verið í viðtali á TalkSport útvarpsstöðinni/þættinum í Liverpool í dag og þar á hann að hafa sagst hafa heyrt eitthvað “sickening” í morgun en vildi, af virðingu við klúbbinn, ekki segja hvað það er. Hann sagði að það myndu allir frétta það fljótlega hvort eð er. Hvort hann er þar að meina brotthvarf Rafa eða eitthvað annað er ómögulegt að vita.

    Við skulum orða þetta svona: við vitum þetta eftir 90 mínútur, eða þegar liðin ganga inná völlinn á Anfield. Ef Sammy Lee er einn neðst fyrir miðju varamannabekks Liverpool verður allt VITLAUST á vellinum, í fjölmiðlum og víðar. Ef Rafa verður á staðnum, eins og ég tel líklegast, getum við brosað að gulu pressunni fyrir að hafa verið of fljót að trúa innistæðulausum kjaftasögum.

    Kemur í ljós. Stutt í leikinn.

  70. Sko, og eins og Grétar segir hér rétt fyrir ofan mig er Rafa staddur á vellinum með liðið. Þannig að þetta er bull orðrómur. 😉

  71. Það er líka talað um það að Benitez muni stjórna í leiknum í kvöld vegna þess að Sammy er í banni og því yrði Liverpool í ennþá verri málum en eigendur Liverpool munu svo tala við Benitez eftir leikinn.
    Þetta kemur frá YNWA.

  72. Það verður samt áhugavert að heyra hvað Aldridge var að tala um. En að einhverju skemmtilegu. Fyrir nákvæmlega 2 árum upp á dag hófst nýr kafli í sögu LFC. Torres skoraði sitt fyrsta mark! Vonandi heldur hann uppá það í kvöld með markaveislu!!

  73. liðið komið:

    The Reds XI in full: Reina, Insua, Johnson, Ayala, Carragher, Mascherano, Lucas, Benayoun, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Dossena, Voronin, Riera, Ngog, Babel, Kelly.

  74. Verður prófraun fyrir Ayala í föstum leik atriðum, annars fínt lið.

  75. Jæja, liðið komið. Líst vel á að Benayoun er kominn í byrjunarliðið, en hef aftur á móti töluverðar áhyggjur af hjarta varnarinnar.

    The Reds XI in full: Reina, Insua, Johnson, Ayala, Carragher, Mascherano, Lucas, Benayoun, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Dossena, Voronin, Riera, Ngog, Babel, Kelly.

  76. Bjarki Már þú hefur fullan rétt á þinni skoðun á Meistara Rafa. Annað mál er að hann brosir oft og er mikill karakter víst. Skiljanlega brosti maðurinn ekki eftir tapleikinn !! Svo með dómarann, þessi ágæti maður Phil Dowd hefur aldrei dæmt vel í Liverpool leikjum. Trúðu mér ég missi ekki af leik og hef lagt ástundum á dómgæslu og það er eftirtektarvert hversu dapur dómari Phil Dowd er. En í þessum leik þá var hann ekki úrslitavaldur þótt að hafi svo sannarlega mátt dæma víti þegar brotið var á Voronin. Voru einfaldlega daprir þennan dag. En hann brosir oft, er kíminn í viðtölum og veit alveg hver vandamálin eru. En þú hefur þinn rétt á að efast um hann, ábyggilega allir Liverpool aðdáendur á einhverjum tímapunkti gert slíkt !

  77. Í framhaldi af því sem Haukur segir hér að ofan þá má nefna að Rafa var spurður af fjölmiðlamanni sérstaklega út í þessi vafaatriði og hann sagði bara það sem honum fannst þannig að ekki er hægt að segja beint að Rafa hafi látið dómarann heyra það eins og Bjarki [83] vill meina.

Við. Erum. BLANKIR! – Uppfært

Liðið gegn Stoke – Ayala og Carra miðverðir