Liðið komið!

Jæja, þá fer þetta loksins að rúlla af stað hjá okkar mönnum. Chelsea, Arsenal og Man City unnu öll fyrstu leiki sína í gær og Man Utd virðist vera að gera það sama í þessum töluðum þannig að nú er komið að okkar mönnum að spreyta sig.

Rafa Benítez hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið í vetur og er það sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Kelly, Spearing, Dossena, Benayoun, Ayala, Voronin.

Líst ágætlega á þetta, okkar sterkasta miðað við meiðsli. Það er fínt að Carra og Skrtel séu heilir sem og Gerrard og eins kemur á óvart að Babel sé valinn fram yfir Benayoun á kantinn, og að Riera sé ekki einu sinni í hóp. En við lesum í þetta allt síðar, nú er að einbeita sér að þessum leik.

Áfram Liverpool!

65 Comments

 1. Af hverju í fjandanum er Babel valinn framyfir Benayoun?? Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér varðandi Babel og þetta verði tímabilið þar sem hann springur út, en ég held að það sé ekki að fara að gerast.

 2. Hef ekki séð neitt sem orðar Riera frá okkur, einn af fáum reyndar í liðinu!

  Eftir að hafa horft yfir þennan bekk er mér orðið endanlega ljóst að við þurfum einn sóknarleikmann til viðbótar. Athylisvert að hvorki Nemeth né Ngog séu á bekknum.

 3. Lýst vel á þetta lið.
  Bekkurinn er hinsvegar ekki upp á marga fiska, reyndar gaman að sjá ungu strákana.
  Benayoun, kemur inná og reddar þessu ef þetta flotta lið verður ekki búinn að klára leikinn áður.

 4. Mér líst virkilega vel á þetta lið en það vantar algjörlega að fá inn sóknarmann á bekkinn sérstaklega þar sem það er talað um að Voronin sé á leiðinni til Þýskalands aftur. Vonandi að Babel nýti þetta tækifæri vel enda er þetta hans seinasta tímabil hjá Liverpool tel ég ef hann fer ekki að bæta sig á vellinum. Ég ætla að spá þessu 1-2 fyrir okkur.
  Veit einhver um góðann link á þennan leik ?

 5. Flott lið!

  Babel búinn að vera flottur í sumar og engin ástæða til að hafa áhyggjur af honum.

  Bring it on!

 6. Þetta er Tottenham liðið.

              Gomes
  

  Corluka Bassong King Assou-Ekotto

  Lennon Huddlestone Palacios Modric

           Keane    Defoe
  
 7. Sælir félagar
  Ég stend við mína fyrri spá. 1 – 4.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Mér líst vel á þessa spá þína Sigkarl og vonandi að okar menn mæti brjálaðir í þennan leik og sýni það að liðið er ekkert verra án Alonso. Það þurfa bara aðrir að stíga upp og ég ætla að hafa trú á því.

 9. Og þarna sáum við af hverju við leyfðum Robbie Keane að fara 🙂

 10. Ég vill ekki vera svartsýnn en við megum þakka fyrir að fá eitt stig út úr þessum leik, ef svona heldur áfram. Vonandi náum við að hanga á 0-0 fram að hálfleik og Benitez nái að breyta þessu

 11. Ég hafði ekki alveg áttað mig á hversu sterkan mannskap Tottenham hefur. Til dæmis er sóknarlínan Defoe, Keane, Crouch og Pavluychenko. Væri frábært að ná að vinna þá á útivelli.

 12. Fokk! Þvílíkt mark hjá Spurs. Þetta lá nú einhvern veginn í loftinu, okkar spilamennska verið bitlaus.

 13. Eins og staðan er núna og leikurinn hefur þróast þá væri frábært að ná jafntefli.

 14. Sanngjörn staða í hálfleik. Skelfilegur fyrri hálfleikur. Ekkert hugmyndaflæði í sókninni, ekkert! Alltof mikið af löngum sendingum fram og út í loftið. Yossi vonandi inn fyrir Babel.

  Af hverju tala menn ekki saman? Í það minnsta þrisvar sem það gerðist ekki, tvisvar í röð þegar Carra fór í Skrtel og svo einu sinni þegar boltinn var að fara til Reina en Carra (held ég) hreinsaði í innkast. Þetta er bara slakt.

 15. LFC bara heppið að vera ekki 4-0 undir í hálfleik. Aðra eins frammistöðu hef ég ekki séð hjá LFC LENGI, LENGI,,,, þvílík hörmung ! ! ! ! ! ! Eini leikmaðurinn sem hefur staðið sig er Reina, allir aðrir eru ennþá í sumarfríi

 16. Ég er nú frekar að horfa á lykilmennina í þessu liði okkar.

  Carragher er ekki tilbúinn í þennan leik, ekki bara árásin á Skrtel heldur bara arfaslakur. Torres heldur ekki boltanum og Gerrard árangurslaus með öllu.

  Getum verið nokkuð sáttir að vera bara 0-1 undir eftir hálfleik þar sem Tottenham hafa verið að spila á svakalegu háu tempói, með miklum tæklingum og djöflagangi. Skulum vona að þeir séu á of háu tempói og við náum að hrista liðið til. Engar skiptingar strax, bara ásarnir vakni takk!

 17. Það var nú bara fínt að fá þetta mark á okkur, þá fara þeir kannski að vakna af þessum blundi! Gerrard, Kuyt og Torres skora í seinni hálfleik, 3-1 fyrir Liverpool! KOMA SVO!!

 18. Þetta er alveg sorgleg frammistaða og allir mennirnir virka allt of þungir á sér í dag. Tottenham eru að yfirspila okkur þrátt fyrir að þeir séu ekki að leika neitt sérstaklega vel. Menn verða að drulla sér upp af rassgatinu og fara að setja smá sóknarunga í þetta.

 19. Þetta hefur verið ÖMURLEGUR hálfleikur og seinni öskrar á Benayoon. Ég vil frekar taka Lucas út og setja Gerrard niður. Banayoon til vinstri eða í holnuna og Babel þá framar.

  Við verðum að komast í spilið á miðjunni og Lucas er ekki að ná því. JM hefur svo ekki hitt eina sendingu á samherja í dag.

 20. Babu minn kæri, er hróplega ósammála með Lucas – að mínu viti einn þriggja leikmanna sem er með höfuðið í lagi og að gera eitthvað! Gerrard búinn að vera afar slakur.

  Reina, Johnson og Lucas fá plúsa fyrir mig eftir þennan hálfleik, Skrtel og Insúa neutral en aðrir mínus.

 21. Shit, nú verður að taka Masc eða Lucas af velli fyrir Youssi og Gerrard niður á miðjuna. Hún er hörmung.

 22. Babu, fyrirgefðu en ég verð að spyrja, hvers vegna að taka Lucas út þegar Mascherano “hefur ekki hitt eina sendingu á samherja í dag”?

  Fyrir mér var þetta alveg viðbúið. Sterkt Spurs-lið og okkar menn taktlausir eftir samstuð Carra og Skrtel. Ég myndi einmitt segja að Lucas og Insúa séu okkar skárstu menn, annars eru það lykilmenn eins og Carra, Johnson, Mascherano, Kuyt, Gerrard, Babel og Torres sem eru algjörlega úti að aka í fyrri hálfleik. Án Reina værum við svo að tapa enn stærra.

  Fyrir mér á Rafa engu að breyta í hálfleik nema bara rífa menn upp á rassgatinu og vekja þá aðeins. Betur má ef duga skal en ég get lofað ykkur að það að taka Lucas – eina miðjumanninn af þremur sem er að vinna vinnuna sína – út er ekki lausnin. Þó sumir hér inni séu búnir að ákveða fyrirfram alltaf hreint að þetta sé honum ofviða.

 23. Þetta er leikur og miðja sem maður tekur ekkert JM útaf gegn. Hann stoppar þá og við megum ekki við því að missa það cover sem hann veitir. Í fyrri hálfleik áttum við varla sókn og áttum ekki neitt í miðjunni…..er ekki Lucas að stjórna henni?

 24. Benitez skiptir eins og venjulega ekki leikmenn fyrr en í fyrsta lagi eftir 60 mín leik. Hann er að verða allt of fyrirsjáanlegur í þessu.

  Og LFc fær víti þökk sé gomes

  • .Þó sumir hér inni séu búnir að ákveða fyrirfram alltaf hreint að þetta sé honum ofviða.

  Ég hef alveg trú á Lucas í vetur, held að hann komi til með að springa út. En það hefur ekki verið að gerast í dag og miðað við hvaða stöður þeir spila þá vildi ég hann frekar en JM útaf, hvorugur heillaði í fyrri. Þar fyrir utan mættu Babel eða Kuyt alveg víkja líka fyrir Benayoon,.

 25. hvaða hvaða jón jónson var nú að skora… úff, léleg varnarvinna…

 26. og Gerrard auðvitað fyrir markið en hvaða helv. voru Spurs að skora aftur !

 27. Ég held án gríns að þetta sé lélegasti leikur sem ég hef séð Jamie Carragher spila. Hann er fullkomlega lélegur!

 28. Jafnvel spurning um að skipta honum útaf,,, ég hélt að ég mundi aldrei segja þetta um Carra :-/

 29. Liverpool eiga bara engann vegið skilið að hirða stig í dag með þessari spilamennsku.
  Varla til ljós punktur í þessum leik, nema góð markvarsla Reina, þó svo að það sé 2-1.

 30. Ef vid aetlum ad saekja 3 stig ur thessum leik verdur benitez ad gera drastiska breytingu. Thad er EKKERT ad gerast soknarlega og ekki er vornin ad hjalpa til.

 31. Jæja, Yossi að koma inná fyrir Babel.. Og………… PC að koma inná fyrir keane…úff

 32. Það sem ég skil bara ekki er hvernig er hægt að koma svona andlausir í fyrsta leik tímabilsins?
  Maður hefði haldið að menn kæmu brjálaðir til leiks eftir að hafa fundið lyktina af titlinum í vor.
  Koooooma svo!

 33. 15 til ad bjarga einhverju herna, ekki ad fara sja thad gerast midad vid spilamennskuna.

 34. Maggi, þeir gætu þess vegna allir verið meiddir, nema REINA,þvílíkt rugl

 35. Voronin að koma inná fyrir Kát,,hann má nú læða in einu fyrir okkur, þó svo við eigum það ekki skilið 😉

 36. Þetta fjarar út svona… LFc á bara ekki skilið neitt úr þessum leik… HÖRMULEG frammistaða..

 37. Chelsea og Man U merja ut sigur eins og their eru vanir.
  Arsenal tilkynna sig duglega inni titilbarattuna.
  Hvad gerum vid ?
  Spilum eins og varalid Hull.
  Tottenham komu akvednir til leiks og klart var ad their aetludu ad trufla leikskiplag Liverpool med thvi ad loka a sendingarleidir og loka torres og gerrard ur leiknum.
  Liverpool atti EKKERT vid thessu fyrren seinustu 10 minuturnar thegar Gerrard var dottinn nidur a midjuna og byrjadur ad stjorna spilinu.
  Eg er bjartsynn fyrir seasonid en thetta var ekki tilkynning um ad aetla ser titilinn sama hvad.
  3 stigum a eftir, hvad aetli thau verdi morg i vor ?

 38. Hvaða rosalega neikvæðni er þetta hérna?!

  Ömurleg frammistaða í þessum leik hjá liðinu og allt það en það er ekki hægt að gefa titilvonir upp á bátinn eftir einn leik. Ef LFC hefði spilað sinn besta leik frá upphafi í dag og unnið 10-0 eða e-ð myndi það þá þýða að við værum öruggir um að vinna deildina? Nei.

  Ég hef mikla trú á þessu liði og að þeir geti fylgt síðasta tímabili eftir og jafnvel farið alla leið 🙂

Spá Kop.is sæti 7 – 13

Tottenham 2 – Liverpool 1