Tottenham á morgun

Biðin er á enda, já, bravóóóó, þetta er loksins búið. Maður er búinn að gera ýmislegt í sumar til að stytta sér stundirnar, ég til að mynda fór varla á netið í heilan mánuð. Þetta silly season fer svo hrikalega í mínar fínustu taugar að ég hreinlega stundum kúppla mig algjörlega frá því. Segjum sem svo að ég hafi sofnað eftir síðasta leik í deildinni í maí og vaknað í morgun, litið yfir leikmannahópana og metið þá. Eigum við séns? JÁ, VIÐ EIGUM VIRKILEGA GÓÐAN SÉNS, og ekki orð um það meir. Drengir (já þið sem fáið góðar summur frá okkur í hverri viku fyrir það að skemmta okkur) vinsamlegast byrjið af krafti og sýnið hvað í ykkur býr. Enga helv…. minnimáttarkennd, við sýndum í vor á hvaða stalli við erum, nú er bara að láta kné fylgja þessum belg sem þvælst hefur fyrir okkur alltof lengi.

En að leiknum. Enn og aftur er ég búinn að spá þessu mesta “næstumþvíliði” allra tíma góðu gengi. Ég hef ávallt haft bara ágætis tilfinningu fyrir Spurs, ekki spyrja af hverju. Nú eru þeir með hörku mannskap (já þeir hafa verið með góðan mannskap hrikalega oft áður) en munurinn núna er að Harry (hvernig getur hann verið pabbi Jamie?) Redknapp er stjóri hjá þeim og ekki líklegt að þeir skipti 38 sinnum um stjóra á tímabilinu. Það er ekki vafi í mínum huga að Spurs eru t.d. með sterkara lið en Arsenal. Það þarf ekki annað en að líta yfir leikmannahópa liðanna til að sjá það. Æj, ég nenni hreinlega ekki að tala lengur um þetta lið, þeir eru góðir, leikurinn verður erfiður og ég vil bara að mínir menn vinni. Þó ekki væri nema til að hefna tapsins á síðasta tímabili, come on, við töpuðum gegn Boro (seinni tapleikur okkar) með ferlegri spilamennsku, en við töpuðum fyrir Spurs (hinn tapleikurinn okkar) þegar við spiluðum hreint út sagt frábæran leik og Rafa er sammála mér í því að þetta hafi verið besti leikur okkar á útivelli á tímabilinu.

En hvað um það, TÍMABILIÐ ER AÐ BYRJA Á MORGUN. Mikið lifandis skelfing er ég hrikalega ánægður með það. Ég ætla mér ekki að skemma neitt fyrir Magga og hans niðurtalningu, en ég get alveg hreint upplýst það hér að þótt Chelsea verði sterkir í ár, þá spái ég okkar mönnum titlinum, annað kemst ekki að hjá mér. PUNKTUR.

Liðið? Stóra spurningin verður fyrirliðinn okkar Stevie. Það eru allir að tala um að hann verði með, en ég hef ekkert voðalega góða tilfinningu fyrir því og þetta er by the way, langt frá því að vera það sem við þurftum á að halda. Þetta er ekki flókið, við þurfum að vera heppnir með meiðsli hjá lykilmönnum (lesist: Reina, Carra, Javier, Stevie, Dirk og Fernando). Þeir Stevie og Torres auðvitað algjör lykill að því að ná bikarnum. Ef Rooney og Kristjana hefðu byrjað aðeins 14 leiki saman á síðasta tímabili, þá hefði þetta lið þeirra aldrei orðið meistari, ALDREI. Mér sýnist að mulningsvélin okkar sé klár í slaginn að nýju, og allt lítur út fyrir að sál liðsins sé það líka. Þeir verða því væntanlega saman í hjarta varnarinnar þegar gengið verður út á White Hart Lane.

Spá mín um byrjunarliðið er svohljóðandi:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

Þetta verður líklega erfiðasti leikur okkar í langan tíma. Það sem vinnur með okkur er það að mig rámar aðeins í það að Spurs séu alveg hrikalega seinir af stað, bara festa gaddana í startblokkunum. 6 árið í röð sem Rafa byrjar á útivelli með Liverpool, ég ætla að spá því að við náum að fara með öll 3 stigin heim (þó svo að jafntefli sé ansi líklegt) og að það verði meistari Torres og Duracell Dirk sem klári leikinn í 2-1 sigri.

40 Comments

 1. Fyrsta kommentið við fyrstu upphitunina! Brilljant! Leiktíðin er að byrja á ný, jibbí jó jei …

  Sammála liðsuppstillingunni hjá þér, Yossi kemur svo inn fyrir Stevie G ef hann nær ekki að byrja og fyrir mér getur fjögurra manna sóknarlínan Kuyt, Riera, Benayoun og Torres alveg skorað mörk á White Hart Lane þótt Gerrard vanti.

  Annars líst mér vel á þetta Tottenham-lið og það gæti alveg farið svo að við hreinlega töpum á morgun. Slíkt yrðu mikil vonbrigði en ég ætla að vera rólegur ef það gerist, því deildin hvorki vinnst né tapast í fyrsta leik og það er ekki marktækt að bera okkur saman við hin þrjú stórliðin, sem fá öll heimaleik og tvö þeirra gegn skítaliðum (og það þriðja gegn Birmingham, hehe) á meðan við þurfum að byrja á WHL.

  Ég spái 1-1 stórmeistarajafntefli í skemmtilegum leik. Kuyt virðist vera í hörkuformi og setur okkar mark, svo fáum við á okkur einhverja drullu frá Jenas, O’Hara eða einhverjum álíka utan af velli.

  Annars er ég bara feginn að sísonið er að byrja. BRING IT ON!

 2. Góður pistill SSteinn, Já tímbilið að byrja og ég er að springa úr spenningi, það er með mig eins og þann sem pistilinn skrifar, ég hef trú á því að við vinnum þennan leik, við bara verðum að taka fyrsta leik það er bara vítamín sprauta fyrir framhaldið… Okkur hefur oft gengið illa með Spurs, en það sem ég held að við höfum í forskot er að við erum með meira af sömu leikmönnum og á síðasta tíma bili, það er heill haugur af nýjum leikmönnum hjá Spurs og ef þeir eru seinir af stað eins og SSteinn segir þá er það bara hið besta mál… Það er algert likilatriði að Gerrard og Torres já og bara sem flestir haldist heilir, ef það verður þá er ég ekki smeikur fyrir komadi tímabil. Það er líka rétt sem Hafnfirðingurinn (þeir eru bestir) Kristján Atli segir að mótð hvorki vinns eða tapast á fyrsta leik og aðal atriðið er að boltinn er að byrja og þá getur maður hætt að flakka á fjarstíringunni til að leita af einhverju til að horfa á….. Þvílík sæla… til hamingu með daginn Púlarar nær og fjær….Áfram Liverpool.

 3. þeir þarna sem eru um 50 km fjarlægð frá Anfield,þeir sömu og fengu litla strákinn sem spilar nr 7 hjá þeim í dag,sýndu það að það er einginn heimsendir þótt liðið byrjar illa,sem btw hef ég einga trú á.vorum yfirburðabestir í deildinni í fyrra þótt svo snillingarnir 2 Gerrard og Torres hafi eingöngu byrjað 14 leiki saman í byrjunarliðinu að mér skilst.
  Og þótt Alonso sé farinn og ítalinn kominn í staðinn,þá vil ég meina með þessum breytingum ætlar Rafa að spila meiri sóknarbolta..Að mér sýnist þá er þessi Ítali mun sókndjarfari en Alonso þótt ég vilji ekki fullyrða það(eingöngu séð myndbrot af kappanum og hann virðist ekki vera síðri spilari með næmt auga fyir sendingum og allskonar þríhirningum og vill sækja og helst komast sjálfur í gegn).Meðan Alonso var alltaf frekar varnasinnaðri og oftar en ekki fór hann vallla inn í teig andstæðingana .

  En Alonso er sárt saknað samt sem áður,en vil samt meina að með þessum skiptum þá ætlar Rafa að spila framar með liðið en bara samt eftir nokkra mánuði þegar hann hefur náð sér:)…

  En mikið asskoti hlakkar mér til að tímabilið sé byrjað og alvöru bolti til að horfa á með litilli en samt smá virðingu fyirir þeim icelenska……

  En við eigum að vinna tottenham þótt skipperinn verði ekki með sem ég hef einga trú á að svo verði.Hann mun spila.Örugglega svipað og stjórinn sem ætlaði að sýna okkur 2 heimanaf eftir að hafa tapað 2-1 á Anfield og varð svo rassskeldur 1-4.Hann seigir fyrir hvern leik að rio ferd sé alltaf tæpur fyrir hvern leik en alltaf spilar hann….En við getum leikandi tekið þessa deild með því að hætta þessum asskotans jafnteflum á móti stoke og þannig liðum,tel að það sé lykillinn að titlinum

 4. Merkilegt að við skulum eiga Tottenham úti og Stoke heima í fyrstu tveimur leikjunum því ef úrslit þessara leikja á síðustu leiktíð hefðu verið eins og þau áttu að vera þá værum ekki að spá okkar mönnum titli nr. 19 heldur titli nr. 20 í vor því eins og menn kannski muna þá gjörsamlega áttum við báða þessa leiki í fyrra sérstaklega Tottenham leikinn og hreint fáránlegt að við skyldum tapa þeim leik og svo var löglegt mark dæmt af okkur í upphafi leiksins gegn Stoke en það þýðir víst lítið að fást um það núna og ég er búinn að spá okkur 7 stigum úr fyrstu þremur leikjunum þannig að leikurinn á morgun fer jafntefli, svo vinnum við Stoke og Aston Villa heima og það yrði þá allavega bæting um 3 stig miðað við þessa sömu leiki í fyrra.

 5. Ég er skíthræddur við þennan leik og það er ekki bara út af tapinu í fyrrahaust heldur leggjast leikirnir við Tottenham á White Hart Line einhvernveginn alltaf illa í mig. Tottenham er flottur klúbbur með flottan völl og flottan mannskap en ná samt oftast ekki að gera eins og þeir ættu að gera. Maður er alltaf hræddur við þá og nú með Redknapp við stjórnvölinn minnkar ekki hræðslan. Maður vonar bara að þeir verði seinir í gang eins og svo oft áður og helst bara alls ekkert komnir í gang á morgun og Liverpool vinni því 3 stig í fyrsta leik eru bráðnauðsinleg og annað gríðarleg vonbrigði ( allavega fyrir mig ) .

  Ætla að vera bjartsýnn og spá 0-1 Torres með markið undir lokin

 6. Algjörlega sammála uppstillingu, og sammála NR1 með Yosse B, getur byrjað eða leyst Gerrard af. Tökum þetta stórt og nú er alvöru fótbolta en ekki æfing, og nú sýnir LIVERPOOL hvað í þeim býr. 0-3, Torres 2, Gerrard eða Kuyt 1……JESS JESS BLESS. 🙂

 7. Ég er á báðum áttum með þennan leik enda hefur Tottenham á góðum leikmönnum að skipa og eru með góðan þjálfara sem hefur átt það til að taka af okkur nokkur stig. En ef að Torres, Gerrard, Skrtel og Carragher verða með á morgun þá munun við taka 3 stig og komast á flug. Það er alls ekki gott að byrja á svona erfiðum útivelli en ef við tökum hann þá munum við byrja mótið vel.

 8. Hef trú á Liverpool og við vinnum þennan leik ekki spurning. Er svo að velta því fyrir mér hvort sé betra að byrja á móti Hull á heimavelli eða Tott á útivelli sem dæmi.
  Ég er þeirra skoðunar að það sé betra að byrja á móti mótherja sem er talinn sterkur heldur en að byrja á móti slakari liðum. Slakari liðinn eru meira til í að berjast og yfirleitt ná upp ákveðni stemningu í byrjum móts meðan þau hafa trú á málstaðinn svo fer þetta smátt og smátt í klósettið þegar líður á mótið.

  Get ekki beðið eftir fyrsta leik, áfram Liverpool og hefnum fyrir óverðskuldað tap á síðasta tímabili.

 9. Ég er alltaf smeykur við Tottenham, og þetta verður erfiður leikur. En eins og einhver benti á hér áðan þá er Tottenham búið að taka talsverðum breytingum í sumar og það getur unnið með okkur ef menn eiga eftir að spila sig saman. Ég er nokkuð viss að Stevie byrji, bara upp á móralinn, en klári ekki leikinn. Yossi kemur svo inn fyrir hann í kringum 65. mín.
  Ég ætla að spá LFC sigri, og ég vona innilega að menn komi inn í þetta tímabil með sama mómentum og var í lok síðasta.

 10. Loksins byrjar þetta, loksins fer þetta sumar að enda (fótboltalega séð), búið að vera meiri vitleysan…

  Þessi leikur veltur svolítið á meiðslavandræðum Liverpool og þá á ég frekar við vörnina en Gerrard. Við sýndum það á síðasta tímabili að við getum alveg unnið stóru leikina án Gerrard og Torres (ManU heima án G & T, Chelsea úti án T og Real úti án G). Liðin sem við höfum verið að basla mest með, eru liðin sem verjast á 11 mönnum. Ég væri miklu hræddari við að fara í þannig leik án G &/ T, heldur en gegn liðum eins og Tottenham. Tottenham geta hinsvegar sótt ágætlega og því mikilvægt að vörnin sé í toppstandi. Varnarlínan í upphituninni væri kærkominn og verður að teljast líklegust nema að Carra geti ekki spilað, en við vonum það besta. Ég hef litlar áhyggjur af leiknum ef varnarlínan verður svona með skrímslið til aðstoðar og Reina í markinu.

  Æfingaleikirnir sitja kannski enn í mönnum enda úrslitin þar vægast sagt hörmuleg en þau skipta engu máli, þau verða ekki tekinn með inn í mót og síður en svo verða 22 sem spila sömu leikina. Svartsýni algjörlega óþörf sökum þessara leikja, sem maður hefur verið að heyra héð og þar.

  Ef Gerrard verður ekki með vil ég sjá Yossi taka hans stöðu með Riera vinstra megin, en ef hann verður með vil ég fá Yossi vinstra megin. Yossi er bara svo fáranlega góður, mikið betri í vitlausri stöðu en Riera og Babel í réttri stöðu.

  Vil svo frekar hafa Nemeth á bekknum en Vororin eða Ngog, sem hvorugir geta neitt. Kannski Babel jafnvel en hann gat ekki neitt síðasta tímabil og því varla hægt að treysta á hann, Nemeth hefur a.m.k. unnið sér fyrir sénsinum. Það þarf þó alvarlega að kaupa framherja.

  Vandamál Liverpool í vetur verður klárlega breiddin. Við megum ekki við miklum meiðslum enda hópurinn nokkuð þunnur, en ef við komumst ágætlega frá þeim, þá höfum við alla burði til að sigra þessa deild enda höfum við eitt af bestu byrjunarliðum heims. Við eigum að vinna þetta Tottenham lið any day, á hvaða velli sem er, hvort sem Redknapp stjórnar þeim eða ekki… við erum Liverpool og allt annað en 3 stig er skandall!

  Spái 1-3, Torres byrjar mótið með 3 og Kuyt verður í lykilhlutverki hvað stoðsendingar varðar.
  YNWA… áfram Liverpool!

 11. Mótið er byrjað, mér finnst gaman,
  mætir Púllarar standa sig.
  Sigrum bara’ef við stöndum saman,
  seint mun Redknapp hræða mig!

  Áfram Liverpool – 1:2 fyrir oss!

 12. Já það er við hæfi að henda einni færslu inn allvegana á nýju tímabili, til hamingju Liverpoolarar nær og fjær, við vinnu þetta allt saman sjáið bara til

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 13. Heppni sem er oft með m u og cel$#$ og vinna leik á síðustu mín eins og cel#”#$# í dag. Vona að Liv verði heppnara en á síðustu leiktíð. En kanski þurfa þeir ekki heppni, vegna þess að þeir munu vinna leiki sanfærandi, það er mín trú…

 14. Við unnum nu marga leiki með að skora á síðustu mín en já eg held að við vinnum tottenham 3-0 torres með öll hann skorar alltaf á móti tottenham YNWA!
  Og til hamingju stelpur Vona að þið takið Þetta í Finnlandi hef fulla trú á ykkur

 15. Ef þeir frændur Skrtel og Carragher eru í standi til að byrja þennan leik þá hef ég akkúrat engar áhyggjur. Við skorum 1-2 mörk og fáum á okkur minna og það er það sem blífur í þessu. Sammála með Benayoun, hvort sem hann verður á bekknum eða í byrjunarliði þá mun hann koma sterkur inn í þetta og gera góða hluti. Það er einmitt spurningin í uppstillingunni, hvort hann verði úti vinstra megin, hvort Lucas verði í byrjunarliði með Gerrard niðri á miðjunni. En vá, sísonið að byrja!!!

 16. Flott upphitun Ssteinn, og gott að heyra að þú ert orðinn nettengdur aftur eftir sumarið. Ég er sammála flestu þarna, en ég á reyndar von á því að Yossi Benayoun komi talsvert við sögu í þessum leik. Að sjálfsögðu spái ég okkar mönnum sigri í þessum leik, sem og öllum öðrum og ég hef fulla trú á okkur í þetta verkefni. Ég vona bara svo sannarlega að leikmennirnir hafi það líka, því þá er ég sannfærður um að þetta fer vel.

  Svo ætla ég að fá að vera með smá þráðrán, og misnota spjallið hér stórkostlega, og vona að síðuhaldarar fyrirgefi mér það, því þetta er í þágu stuðningsmanna Liverpool á Norðurlandi. Við viljum jú allir hafa stemmningu og gaman.

  En við fyrir norðan erum sem sagt komnir með nýjan Heimavöll og heitir sá staður Vegeterian og er staðsettur þar sem Pizza 67 var í gamla daga (beint á móti stjörnusól), og þar ætlum við að hittast í vetur og halda uppi góðum félagsskap og horfa saman á leiki og styðja liðið okkar. Það eru nokkrir fastir punktar í tilverunni… Liverpoolklúbburinn, Kop.is og heimavöllurinn okkar. Höfum gaman, styðjum við liðið og njótum félagsskaparins saman.

  Hlakka til að sjá ykkur í vetur, bæði hér á síðunni og á nýjum heimavelli.

  Takk fyrir mig strákar, og vona að mér verði fyrirgefið þetta, ég skal ekki gera þetta aftur.

  Insjallah.. Carl Berg

 17. Loksins er þessi bið að verða á enda. Sammála pistlahöfundi með líklega uppstillingu. Þessi leikur verður klárlega ekki gefins viðureign. Læt vera að spá um úrslit en er guðslifandi feginn að þetta er að byrja aftur.

  Come on you reds!!!!

 18. Það er ekki laust við það að maður sé með fiðring í maganum 🙂 Sammála flestu í pistlinum. Ætla að spá þessu ári sem árinu hans Luca Leiva, held að RB sé að átta sig á því að hann á að vera framar á vellinum eins og kom berlega í ljós síðustu 20 mín. á móti AM þar sem hann skoraði eitt og var næstum búinn að setja annað. En sjáum hvað setur. Á morgun verður að minnsta kosti fyrsti dagur í angist og hamingju af mörgum!!!!

 19. Mínar væntingar á síðustu leiktíð voru að Liverpool myndi blanda sér alvarlega í toppbaráttuna. Yfirleitt hafa meistaralið verið a.m.k. eina leiktíð í baráttunni áður en titlinum er fagnað. Það tókst í fyrra og í raun var Liverpool grátlega nærri því að vinna deildina. Núna eru mínar væntingar þær að Liverpool vinni deildina, það er ósköp einfalt mál. Liðið á að vera tilbúið og að setja væntingarnar eitthvað neðar væri minnimáttarkennd.

  Leikurinn á morgun? Já hann gæti orðið erfiður og við gætum tapað stigum. En sá 19. kemur í vor. Ég er sannfærður um það!

 20. Það er bara ekkert flókið með með þennan leik. LFC tapar þessu eða nær í besta falli jafntefli. Árangur undanfarna ára á White Hart Lane segir okkur það. Við erum alltaf að skíta á okkur úr bjartsýni fyrir hvert tímabil, en mér finnst bara ekki mikið tilefni til þess. Við erum með aðeins slakara lið en á síðasta tímabili að mér finnst. Alonso, Arbeloa,Hyypia, Pennant og fleiri farnir, en aðeins Johnson komin, sem er leikhæfur.

  Tottenham verður í topp 6 í vor, og þeir eru alltaf sterkir á heimavelli sínum.

  Ég ætla að spá þessum leik 1-1. Torres með mark LFC.

 21. Góðan dag, og alltaf færist leikurinn nær og nær. Elías Hrafn: Ekki tók ég saman hversu oft að Liv, vann leik á síðustu mín, en það var sjaldnar en oftar.
  Enda hafa menn oft hvartað yfir heppni hjá mu og cels#” að taka leikinn 1-0 eða 3-2 á síðustu mín. En ég verð að koma að Everton???? hvað eru þeir að gera í þessari deild. Lið sem hefur verið í 6-9 sæti ár eftir ár og láta svo Ars taka sig í görn??????? . Ef ég væri Everton fan þá mundi ég tilkynna veikindi næstu tvær vikurnar. En koma svo strákar í Liverpool SKORA-SKORA-SKORA. 🙂 😉

 22. Rafa er tilbúinn að selja Voronin til Hertu B. Hann er og virðist vera á móti honum, og eins og margir segja ,,,,Rafa er sérvitur og lætur ekki segja sér fyrir verkum, en er ekki eins slæmur og Atli Eðvaldsson.

 23. þið verðið að skilja að Voronin er bara ekki maðurinn til að spila á Englandi.
  með þetta viðbjóðslega mullet. hann lítur út eins og þýskur melludólgur og því
  er hann á hárréttum stað í þýskalandi. svo er hann bara ekki nógu góður til að
  vera í toppliði í evrópu. Herta B er hans hæsta level.

 24. Áfram Liverpool og Liverpool……. Stend við mín orð 0-1 Torres undir lokin.

  Carlberg, gangi ykkur vel í vetur að skapa góðan stemmara því miður er ég fluttur suður og verð ekki með ykkur en ég gleymi seint vormánuðum 2007 þegar ég var með ykkur á Allanum.

 25. S.Jonss( mikið að essum í þessu). Ég verð að segja að Voronin er ekki melludólgur, og þótt að hann sé með bítlahár,,, þá er Eiríkur Hauksson með mikið hár, en ég vil ekki kalla hann melludólg. Ég veit ekki betur en að Voronin hafi á æfingarleikjum skorað flestu mörkinn en það er ekki að marka eða hvað?,,,,. Við meigum ekki selja Voronin nema fyrir drullu góða upphæð, þessi maður var drullugóður að skora mörk í þýskalndi og hann getur alveg gert það í englandi, og ekki segja að enski boltinn sé betri en sá þýski, vegna þess að þýska landsliðið hefur oftar en england verið í úrslitum um 1 eða 2 sæti= sem sagt Voronin er miklu betri en Keane eins og ég sagði alltaf þegar að hann var keyptur,,, Kean er góður í fyrstu deildarliði en er meðaldólgur í úrvalsdeildinni. Voronin hefur sagt að hann ætli að berjast fyrir LIVERPOOL og þannig eiga allir að hugsa………..

 26. Veit einhver hvort tad sé einhver stadur á Bifröst sem sýnir leikinn?

 27. Guð hvað mér er búið að hlakka til, tengdi alla afruglara á föstudaginn bara til að vera viss um að vera klár í dag klukkan 16:00

 28. Já, Hreðavatnsskáli sýnir leikinn. Og þar er hægt að fá djúsí börger.

 29. steam? fyrir liverpool leikinn… og ef einhver veit um fyrir manchester leikinn, langar að sjá birmingham vinna þá!

 30. Hafið þið verið að lenda í því að það sé lokað á strauminn af leikjum vegna kvótafyllis?
  Þetta gerist alltaf orðið þegar ég nota justin.tv og er algerlega óþolandi.

 31. já! þetta gerist alltaf eftir svona 20sek eftir að þú ert ´búinn að velja steamið…. bara bögg!!

 32. Ég lenti einmitt í þessu líka, ætlaði að kíkja á united leikinn, hefur einhver prófað að fá sér aðgang að þessu, sé það kostar 10 dollar fyrir mánuðinn sem er allavega miklu ódýrara en 365 er að rukka þó gæðin séu vissulega ekki þau sömu.

 33. Manu leikurinn er á Veetle.com og ég held að LFC leikurinn verði þar. Superb gæði.

 34. Grétar takk fyrir þetta, ég er ekki frá því að þetta séu bestu gæði sem ég hef horft á svona í gegnum netið, er búinn að horfa núna í nokkrar mínútur og þetta svínvirkar alveg, enskir þulir og allt fullkomið nema staðan í leiknum auðvitað fyrst Evra þurfti að bjarga á línu fyrir þá rétt fyrir leikhlé.

 35. Það var ekkert Davíð. Ef leikurinn er á Veetle horfi ég alltaf á hann þar. En að öðru, er liðið komið?

Smá bið

Spá Kop.is sæti 7 – 13