Enn af Real Madrid

Í síðustu viku skrifaði ég stutta færslu um Real Madrid þar sem ég viðraði skoðanir mínar á klúbbnum og framgöngu hans í sumar (og undanfarin ár). Í kjölfarið spruttu upp heitar umræður um þessar skoðanir mínar. Núna langar mig enn og aftur að ræða Real aðeins en í þetta sinn ætla ég að láta skoðanir mínar á siðferði klúbbsins lönd og leið og einbeita mér þess í stað að knattspyrnuliðinu Real Madrid eins og það lítur út fyrir komandi tímabil.

Eins og Florentino Pérez hafði lofað við forsetakjör sitt í vor hefur hann keypt hvert stórnafnið á fætur öðru í sumar og þar á meðal tvo leikmenn sem hafa verið kjörnir leikmenn ársins af FIFA og þrjá aðra sem voru í Evrópumeistaraliði Spánverja í fyrra. Tveir þessara þriggja Spánverja komu frá Liverpool.

Spurningin er einföld: hvernig fittar þetta allt saman? Er Pérez með pottþétta uppskrift að velgengni eða er þetta dæmt til að mistakast hjá honum?

Eins og leikmannahópur Real Madrid lítur út í dag geta þeir hæglega stillt upp tveimur heimsklassaliðum. Ég er búinn að henda þessu upp í tvö lið til að sýna þetta nánar:

Fyrra liðið:

Casillas

Ramos – Pepe – Albiol – Marcelo

L. Diarra – Alonso – Gago

Kaká – Benzema – C. Ronaldo

Seinna liðið:

Dudek

Arbeloa – Garay – Metzelder – M. Torres

Granero – M. Diarra – Guti

Raúl – Negredo – Higuaín

Hér nefni ég ekki hollensku leikmennina Sneijder, Van der Vaart, Van Nistelrooy, Robben, Huntelaar og Drenthe sem eiga víst flestir að vera til sölu, og þá vantar einnig í þetta lið miðjumanninn Ruben de la Red sem er frá út þetta árið með alvarleg meiðsli.

Ef við skoðum þetta þá er alveg ljóst að Real Madrid verða feyknasterkt lið í vetur … að því gefnu að Manuel Pellegrini, þjálfari, geti hnoðað þennan hóp saman í liðsheild sem fúnkerar. Það verður hægara sagt en gert, sér í lagi að halda eldri kóngum eins og Raúl, Guti, Ramos og Casillas sáttum þegar egóið í hópnum hefur margfaldast í sumar. Að mínu mati eru eftirfarandi atriði svona áhugaverðustu spurningamerkin fyrir þetta lið í vetur:

* Cristiano Ronaldo er dýrasti leikmaður í heimi en það er alveg klárt að þetta lið verður seint kallað hans lið. Hjá Man Utd snerist allt um hann og meira að segja Rooney var yfirleitt hafður í hlutverki vinnudýrs í kringum hann svo að portúgalski töframaðurinn gæti framkvæmt listir sínar á réttan hátt. Hjá Real verður þetta ekki svona. Ef eitthvað er myndi ég segja að Alonso og Kaká geymi lykilinn að spilamennsku liðsins. Alonso verður þarna í sama hlutverki og undanfarin fimm ár hjá okkur – heilinn á miðjunni – á meðan spilið mun að mestu leyti miðast við að koma Kaká inní leikinn því það er hann sem býr til sóknirnar sem menn eins og Ronaldo, Raúl og Benzema eiga að geta notið góðs af. Ronaldo mun því klárlega sjá aðeins minna af boltanum en hann er vanur, og hann mun ráða talsvert litlu inná vellinum, umkringdur sér eldri, rótgrónari og hreinlega mikilvægari leikmönnum í spilamennsku Real. Hversu lengi þolir Ronaldo að vera ekki nr. 1?

* Raúl. Er pláss fyrir kónginn í Madrid í þessu liði? Eða er hans tími kominn? Í flestum tilfellum myndi maður halda að svona leikmaður myndi annað hvort yfirgefa klúbbinn eða gangast við minni rullu sem reynslubolti sem getur komið inná og haft úrslitaáhrif. En Raúl er ekki flest tilfelli, reyndar er leitun að jafn valdamiklum leikmanni í öðru stórliði í Evrópu. Ég sé hann ekki fyrir mér þola bekkjarsetu og auðvitað yfirgefur hann Real aldrei, þannig að við getum búist við pólitík og innanbúðarklíku – svipaðri þeirri þegar Anelka var keyptur til að keppa við Raúl um framherjastöðuna fyrir tæpum áratug – sem gæti sprengt allt í loft upp hjá þeim hvítu.

* Arbeloa, Negredo, Granero og Garay. Að vissu leyti get ég skilið Negredo og Garay sem Real hafði keypt fyrir sumarið í sumar og valdi að taka þá til sín núna. Þeir réðu litlu um að koma til liðsins í þessu fjölmiðlafári í sumar og verða bara að gera það besta úr stöðunni, þótt maður sjái erfiðlega hvar þeir eigi að geta troðið sér inn í byrjunarliðið. En Granero og okkar maður, Arbeloa, velja að koma til liðsins í sumar vitandi það að það er ekki séns í helvíti að þeir verði fastamenn í byrjunarliði. Er svona spennandi að fá að hvetja Kaká og co. til dáða af bekknum í vetur?

* Manuel Pellegrini. Sem þjálfari stóð hann sig mjög vel hjá Villareal og gerði frábærlega í að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar sl. vor. Hins vegar er hann algjörlega óskrifað blað í þessari stöðu því staða hans hjá Villareal gæti ekki verið ólíkari því sem bíður hans nú hjá Real Madrid. Hjá Villareal var nákvæmlega engin pressa; liðið var frekar ódýrt, bærinn lítill og völlurinn eftir því og einhvern veginn vingjarnlegt andrúmsloft þar sem leikmennirnir náðu samstöðu og nutu þess að spila í fremstu röð fyrir lið sem ætti í raun ekki að vera komið svona langt. Hjá Real er hann hins vegar að þjálfa marga af frægustu knattspyrnumönnum heims hjá einu af stærstu félögunum, ef ekki því stærsta, og það undir fáránlegri pressu og smásjá fjölmiðla. Það er einfaldlega engin leið að vita hvort hann klúðrar þessu eða gerir þetta með stæl, aðeins tíminn mun leiða það í ljós. En eitt er víst, það hafa frægari menn en hann reynt og mistekist.

Allt skilar þetta sömu, einföldu niðurstöðunni: ég hlakka til að sjá Real Madrid spila í vetur. Hvað svo sem verður þá er ljóst að þetta verður verulega áhugavert, og ef Galacticos-tilraun nr. 2 endar jafn illa og sú fyrri gerði tel ég nokkuð ljóst að við munum aldrei sjá þetta reynt aftur.

82 Comments

 1. Skemmtilegar vangaveltur hjá þér Kristján og ég er alveg sammála þér í því að Real geti farið á hvorn veginn sem er. Eins og þú bendir á þá hafa þeir reynt þetta áður, að kaupa eintómar stjörnur og láta þá sækja titlana. Það tókst nú ekki svo vel upp fyrir nokkrum árum. Held að þetta velti mjög mikið á þjálfaranum. Mourinho tókst þetta með Chelskí enda er hann með mikinn karakter. Hinsvegar held ég að hvaða þjálfari sem væri hjá Real fengi ekki að ráða byrjunarliðinu 100% (eða hvaða aðrir leikmenn yrðu keyptir).
  Það má segja að þessu sé svipað farið hjá Man. City. Verður hægt að mynda heilsteypt lið úr öllum þessum nýju leikmönnum?
  Eitt er víst að á hvorn veginn sem fer þá munum við alltaf fá góða skemmtun af Real í vetur. Annað hvort með stórkostlegum fótbolta eða stórkostlegu floppi.

 2. Með vin okkar Alonso þá gef ég dágóðan slatta af skít í “ég varð að fá nýja áskorun” bullshit-ið í honum. Hann er baski sem sá grænt þegar Real bankaði á dyrnar, svosem engin skömm í því, hið sama virðist eiga við um flesta aðra sem spila þessa íþrótt.

  En segjum sem svo að Real takist nú að vinna titilinn og hann verði jafnvel einn af þeirra aðallisleikmönnum þá hljóta fagnaðarlætin að vera ca, nei vá æði, Real vann, vel keypt, Perez er frábær. Hið sama er ennþá verra í tilfelli Arbeloa sem kemur til með að verða ennþá meiri squad player hjá Real heldur en hann var/yrði hjá Liverpool.

  En segjum sem svo að Liverpool tæki nú upp á því að verða meistari á sama tíma og Real, og let´s face it það er vel mögulegt miðað við árið í fyrra. Það yrði sungið um þann hóp í áratugi og þeirra minnst líklega alla sína ævi. Þetta skiptir kannski litlu í nútíma fótbolta og spánverjar eru voða skotnir í Real, en mikið óskaplega vona ég að Alonso og Arbeloa lendi í svipuðu dæmi og hann Owen okkar (sem missti af CL 2005).

  Ég hef alla tíð ekki þolað Real Madríd og þessi galatico æði þeirra hjálpa ekkert, megi þeim ganga sem allra verst. Lið sem hefur jafn miklar áhyggjur af því að selja treyjur og af því að vinna titla (helst auðviitað í hendur).

  Varðandi liðið verður þó að viðurkennast að hópurinn hjá þeim er VÍGALEGUR og vel það, í raun er hann bara fáránlegur. Það þarf hæfileikaríkan þjálfara til að ná ekki árangri með þetta lið, myndi nú samt halda að þessir ullarhattar hefði betur bara haldið Capello sem færi létt með að stjórna þessum köllum í stað þess að fá stjóra Villareal!!!!
  Maður á samt ekki að dæma menn fyrirfram….en ég efa ekki að Benitez/Wenger og co. verði orðaðir við Real á ný eftir svona 4-10 mánuði. Mesti kosturinn við Real er eimnitt hvað þeir eru vitlausir og óþolinmóðir þegar kemur að þjálfurunum og því alltaf að byrja upp á nýtt.

 3. Sannarlega góð grein hjá þér Kristján, og víst er að það vakna margar spuningar þegar litið er á þetta Real lið. Mér finnst þetta nokkuð áhugavert hvað varðar Raul verður fróðlegt að sjá Pellegrini púsla þessu saman. Eitt er víst að þarna eru menn sem eru ekki sáttir við að vera á bekknum, en blessaður Pellegrini hefur bara engu ráðið með það hvaða leikmenn hann vildi fá, og ekki held ég að hann sé öfundsverður að vera í þessari stöðu…

  Real hefur leikð þetta áður að sanka að sér leikmönnum og það dæmi gekk ekki upp nema að litlu leiti. Það er bara þannig að þegar margar stór stjörnur eru í sama liði að þá vilja allir gera allt upp á eigin spítur, hver heldur t.d. að CR geti sætt sig við að vera ekki aðal maðurinn að hann eigi að vera einhver liðsspilari, sé það ekki gerast… Það besa sem þetta Real lið hefur er að mínu viti Alonso, því og nú ver og miður, en svona er þetta bara í fótbolta menn koma og far, ég hef fulla trú að Liverpool og held að við eigum eftir að eiga okkar besta tímabil í 20 á núna og hana nú….

 4. Já Jón það ætla ég að vona að þetta verði flopp, sammála þér þoli ekki þetta Real kjaftaæði bla bla bla…. Þeir ætluðu ekki neitt smá að niðurlægja okkur í fyrra…. En hvað gerðu Púlarar, jú létu verkin tala….

  Áfram Liverpool

 5. Sammála Babu með Alonso og eftir að lesa viðtal við hann eftir að hann skrifaði undir hjá Real,þá sannfærðist ég um það að var góður díll að losna við hann fyrir 30 millur.Hann sagðist ekki hafa haft tíma til að kveðja Gerrard og félaga af því að þetta skeði svo hratt allt saman, GIVE ME A BRAKE Alonso !!!!
  En spurningin um það hvernig þessu Real liði gengur í vetur veltur á því hvernig þessar stjörnur ná saman og ég vona bara að þær nái alls ekki saman og að þetta endi með ósköpum,þó ekki væri nema fótboltans vegna. Þessi peningagræðgi sem komin er í fótboltann verður að stoppa ,annars endar þetta illa!

 6. Skemmtileg grein og góðar pælingar. Ég persónulega trúi því ekki að þetta lið verði ekki að berjast um titilinn á Spáni í vetur, þeir eru hreinlega með of góðan hóp. Hinsvegar þá yrði annað sætið alveg jafn mikið flopp og það fjórða að mínu mati, og ef Barcelona heldur áfram sinni frábæru spilamennsku þá sé ég þetta Real lið ekki standa uppí hárinu og þeim, frekar en nokkuð annað lið. Guardiola kominn með smá meiri reynslu (auðvitað bara fyrsta season hans sem þjálfari í fyrra), Zlatan og Maxwell komnir inn og þetta Messi-Iniesta-Xavi samband verður örugglega ennþá jafn fáránlega gott.

  Mín spá er sú að þeir taki ekki titilinn þetta árið og sæti mikilli gagnrýni fyrir það, en þó er þetta of sterkur hópur og ef við horfum á söguna þá þurfa þessir leikmenn ekki að bíða í mörg ár eftir því að taka titilinn, þannig er bara Real.

 7. Ég er sammála því að annað hvort gerist, að þarna sé verið að skapa ósigrandi liðsheild eða að flopp muni eiga sér stað. Ég hallast fremur að því síðarnefnda. Ef maður fyllir herbergi af svöngum og gráðugum rottum þá enda þær á því að éta hverja aðra.

 8. Er að vona að Real Madrid floppi big time. Flopp á þeim bænum er annað sætið í deildinni eða detta út í fjögurra liða úrslitum Meistaradeildar eða fyrr. Samt svolítið skrýtin þessi Real Madrid-þráhyggja hjá þér Kristján.

 9. Barcelona er samt með miklu betra lið. Ekkert endilega á pappírnum, heldur í liðsheildinni. Stjörnuleikmenn gera ekkert fyrir liðið ef það er engin liðsheild það er bara þannig. Barcelona vinna titilinn aftur, klárt mál.

 10. Engin þráhyggja á þessum bænum, Hinrik. Það er hins vegar eðlilegt að maður pæli meira í þeim en venjulega eftir sumarið sem þeir hafa átt. Það er allt og sumt. 😉

 11. Flottur pistill hjá þér Kristján og er alls ekki sammála því að þetta sé einhver þráhyggja. Loksins sagði einhver það sem við hinir (eða allavega ég) höfum verið að hugsa. Þetta Real Madrid lið er mjög stórt spurningarmerki í dag og ég er svo innilega sammála því að Kristjana Rögnvalds eigi alls ekki eftir að sætta sig við neitt annað en að vera aðalmaðurinn og leikmaðurinn sem allt snýst um hjá RM. Köstin sem maður sá hann taka á knattspyrnuvellinum á t.d. síðustu leiktíð minntu oft á tíðum á lítinn frekan krakka sem fékk ekki það sem hann vildi. Í RM eru margir fanta góðir knattspyrnumenn, sumir sem eru ekki komnir langt á ferlinum og svo aðrir (Raul) sem eru goðsagnir. Raul sem á líklega 1-3 góð ár eftir í boltanum mun ekki sætta sig við að vera einhver varaskeifa fyrir leikmenn sem hafa ekki náð með tærnar þar sem hann er með hælana og því verður gaman að sjá hvernig þau mál þróast. Þjálfarans bíður stórt og erfitt verkefni og það kæmi mér lítið á óvart ef strax á fyrstu mánuðum tímabilsins að einhverjir væru byrjaðir að kvarta og þá meina ég leikmenn. Sjáum hvað setur, flottur pistill
  Forza Liverpool.

 12. Tel líklegast að Real spili einhverja sókndjarfa útgáfu af 4-5-1 og Raúl verður þá að sjálfsögðu í byrjunarliðinu sem striker fyrir framan Kaká.
  Hinsvegar þætti mér ekki ólíklegt að Robben verði þarna áfram enda ekki mikil barátta um hreina vinstri kantstöðu hjá Real. Ronaldo verður væntanlega á hægri og Kaká fremstur á miðju með Alonso og Lassana Diarra fyrir aftan. Það er líka alltaf möguleiki að Raúl spili sem hár kantmaður og Benzema verði fremstur, hann er hinsvegar alveg óskrifað blað hjá Real.

  Allavega verður forvitnilegt að fylgjast með þeim í vetur, tel nú að þeir verði í öðru sæti í deild en vona innilega að þeir drulli uppá bak í meistaradeildinni. Djöfull væri gaman ef Liverpool myndi mæta þeim aftur í 16 liða úrslitunum!!

 13. Ef að Real vinna ekki spænska titilinn í ár þá kaupa þeir bara Messi eða Iniesta á 120 milljón punda næsta sumar 🙂

 14. Sammála flestu þarna.

  Finnst skondið að verið sé að endurtaka “Galatico” tilraunina eftir flopp þeirrar fyrri, við skulum ekki gleyma því að fáir titlar hlutust af dæminu og þrátt fyrir allt tapaði Real Madrid fullt af peningum. Beckham, Zidane og félagar kannski stóðu undir kostnaðinum við sig en það þýddi einfaldlega það að annar kostnaður við liðið var það mikill að Madrid lenti í vanda.

  Sem svo Perez leysti með því að fá bankalán sem hann svo skilur eftir ef að allt fer illa. Eins og síðast.

  En Real Madrid er meira fyrirtæki en knattspyrnulið og krafan þar virðist ansi oft snúast um nöfnin í treyjunum frekar en árangur. Sem er fínt, því á meðan svo er mun Rafael Benitez ekki færa sig um set, og alls ekki Wenger heldur að mínu mati.

  Ég held að Barcelona vinni titilinn aftur á Spáni, því vandi Real Madrid lá í arfaslökum varnarleik, sérstaklega bakvarðanna Ramos og Marcelo, sem eru að mínu mati 90% sóknarbakverðir en 10% varnarbakverðir. Ronaldo og Kaka verjast afar lítið, svo að ef að líkum lætur snýst málið um að liggja aftarlega á vellinum og sækja hratt á liðið……

  En sjáum til!

 15. Ég get ekki að því gert en mér finnst þessir varnamenn hjá þeim ekkert alltof traustvekjandi, t.d. í miðvarðastöðunni er Pepe mesti meðaljón sem til er.

 16. Sælir félagar

  Real hefur verið mitt lið á Spáni í yfir 30 ár. Mér finnst pistill Kristjáns góður og er ekki sammála því að hann sé fullur af þráhyggju. Kristján reynir þar að ræða um lið sem hann fyrirlítur á málefnalegan og rökstuddann hátt. Sem er gott.

  Mér er auðvitað ekki ílla við RM. Maður heldur með sínu liði þó þar sé ekki allt á góðu bókina lært. Ég er sammála Kristjáni um flest sem hann segir. En ég held þó að þetta lið muni skora helling af mörkum og árangur þess muni byggjast á því hvernig þeim gengur að verjast. Ef varnarleikur liðsins verður öflugur og stabíll þá mun þetta lið ná langt. Og það er í rauninni ekkert sem segir að svo muni ekki verða.

  Auðvitað er ömurlegt að halda með liði sem Kristjana leikur með. Það er leikkona sem alltaf hefur farið í taugarnar á mér og gerir það enn. En hvað sem öllu líður þá er Liverpool mitt fyrsta og kærasta lið og ég hefi alltaf staðið með því í viðureignum við RM. Svo mun alltaf verða. En mín ósk er sú að Liverpool og RM muni leika í úrslitum meistaradeildarinnar og það muni Liverpool hafa sigur í mögnuðum leik. Það sakar ekki að eiga sér drauma.

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Ég held að Real Madrid muni spila eitthverja útgáfu af 4-3-3, eitthvað líkt þessu.

  Casillas
  Ramos – Pepe – Albiol – Marcelo
  L./M.Diarra(DM)
  Alonso – Kaká
  Ronaldo – Benzema
  Raúl

  Svona sé ég þetta fyrir mér allavega.

 18. Ég ætla að vona að við mætum þeim í úrslitaleiknum í meistaradeildinni og vinnum. og láta Alonso horfa á Gerrard vin sinn lyfta bykarnum.

 19. Nú fer ég að spá, hvernig væri að henda inn nýrri Kop deild á Fantasy deildina? Þar er einnig hægt að taka þátt í tippleik inn á Fantasy sem heitir Know The Score. Hvernig væri að henda því upp svo ég geti unnið eitthvað nk. maí 🙂

  Einnig væri helvíti gaman að hafa keppni um lokastöðuna í deildinni, 3 stig fyrir rétt sæti, 2 stig fyrir sæti einum frá lokasæti liðsins, og 1 stig fyrir tvö sæti frá lokasæti liðsins. Svo kannski 5 stig fyrir hvert fall lið og 20 stig ef öll 3 eru rétt. Svo 10 stig fyrir rétta meistara, 5 stig fyrir rétt 2, 3 og 4 sæti og so on… Bara hugmynd.

 20. Gaman að bera þetta Real lið saman við Ajax 1995 þegar þeir nánast án kostnaðar og með uppalda leikmenn að mestu unnu hollensku deildina án þess að tapa leik og tóku Evrópukeppnina á móti ekki verri liði en Milan sem á þeim tíma var stórveldi. Persónulega er ég meiri aðdáandi Ajax aðferðarinnar en kaupgleði Real manna. Hluti af því hlýtur að vera að byrja innan frá og búa til hóp af leikmönnum sem mynda lið. Held þar af leiðandi að þetta eigi eftir að floppa hjá Real.
  Borið saman við okkur þá finnst mér eins og við séum á milli þessara tveggja póla. Við erum með nokkra heimaalda leikmenn sem hafa komist í liðið en erum svo að rembast á markaðnum við að tryggja okkur nýja og nýja leikmenn hvert árið. Kannski er það munurinn á ensku og hollensku deildinni myndi einhver segja, en þá hefði Milan átt að valta yfir Ajax, ekki satt?
  Hvort sem okkur gengur betur eða verr á þessu tímabili þá myndi maður vilja sjá meiri aðkomu uppaldra leikmanna í liðið. Ef við höfum ekki pláss í liðinu fyrir leikmenn sem koma upp í gegnum akademíuna þá er nánast hægt að skera niður þann kostnað og eyða í enn einn snillinginn. En þá erum við væntanlega að fara Real leiðina.

 21. Ég held að Pelligrini verði farin frá Real M fyrir áramót. Þetta RM lið verður eins og höfuðlaus her allt þetta season. Ég skal éta fullt af höttum ef þeir vinna CL.

  Það er engin sál í þessu liði. Bara peningabúnt….. Fyrir utan RAUL.

 22. Það er alltaf varasamt að vera með eintómar stjörnur, allir vilja sýna sig og einleika= stjörnustæla. Tónlistamenn hafa reynt þetta en allir vildu taka sóló og úr var engin laglína. En kanski verður R M drullugottlið en ekki eins og LIVERPOOL.

 23. Afsakið þráðránið en veit einhver hvernig læknisskoðunin hjá Aguilani fór? Eða er hún ekki búin ?

 24. Það hefur ekkert komið um þessa læknisskoðun neinsstaðar.
  Það var talað um að hún yrði ekki fyrr en í dag og væntanlega ekki kynntur fyrr en á mánudag EF hann stenst hana

 25. Ef að Aguilani er í laga, spilar hann þá ekki bara á morgun. 🙂

 26. Þetta er bara vel markaðsett hjá Perez og þeir munu borga sig rétt eins og fyrsta Galatico ævintýri RM (Zidane og co.) hvernig svo sem árangurinn verður.

 27. Már Gunnars, það er alveg útilokað að Aquilani verði með á morgun enda hefur hann verið mikið meiddur og sennilega tekur það hann 2-4 vikur að komast í gott form, en það er talað um að hann sé í London í læknisskoðun hjá West Ham en eru þar Ítalskir læknar sem þekkja hann. Eða þetta segir sagan.

 28. Ég held að það komi strax í ljós hvernig þetta gengur hjá RM. Ef þeir detta í einhvern gír á fyrstu vikunum gæti verið erfitt að eiga við þá. Það er hins vegar ansi stórt ef!

  Það sem líklegra er, er að liðið hiksti til að byrja með, silly jafntefli á heimavelli, eitt eða tvö töp, osfrv osfrv…..
  Þá er fjandinn laus. Blöðin byrja, pirringur á vellinum hræringar með taktík og í leikmannahóp.

  Eins og KAr nefnir þá er Raul alger lykilpersóna í leikritinu. Með hann ánægðan á RM smá séns.

  Svo maður fabúleri aðeins, eftir að séð martraða dráttinn hjá Arsenal í CL, þá kæmi mér ekkert á óvart ef Wenger væri kominn til RM áður en langt um líður.

  Þökk annars fyrir skemmtilegan pistil

 29. frá í 4-8 vikur… ætli við fáum að sjá hann spila fyrr en í október ?

 30. Nei, þa verður hann búinn að togna smávægileg á ökkla og missir af næstu tveimur vikum líka.

 31. Mér finnst það stórundarlegt að borga jafnmikið fyrir meiddan AA og fyrir Torres. Stórundarleg kaup og það er mjög mikil pressa á Rafa að AA standi sig vel í LFC búning.

  Hef svosem mikla trú á AA svo lengi sem hann helst heill, getur skorað mörk og með góðar sendingar, meira en það sem Xabi gat gert.

 32. Reyndar er kaupverðið nú lægra en í tilviki Torres. 15 milljónir punda á borðið og 2-3 sem eru árangurstengdar næstu tvö árin og geta bæst ofan á þessar 15.

  Það verður einnig að taka það inn í dæmið að Real Madrid hefur algjörlega fokkað upp leikmannamarkaðnum í sumar og verð á góðum leikmönnum hefur gjörsamlega rokið upp.

 33. Hvaðan koma peningarnir eiginlega? fyrir 10 árum voru 15 milljónir punda ógeðslega mikið en núna er það bara nóg fyrir einhvern meðaljón ef þetta heldur svona áfram á fótboltamarkaðurinn eftir að hrinja

 34. Talandi um fáránleg kaupverð. Benitez bauð 6m punda í Mikael Turner varnarmann Hull. Þeir neituðu um leið og segjast ekki selja hann undir 12m punda! http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1205136/Liverpool-bid-Turner-rejected-Hull-slap-12m-price-tag-defender.html?ITO=1490

  Enskur varnarleikmaður sem á ekki 1 landsleik að baki og aðeins 1 sæmilega gott tímabil í úrvalsdeildinni verðlagður á hvorki meira en 12m punda. Þetta er http://www.klikkun.is

 35. Verðbólgan á leikmannamarkaðinum er bara orðin alveg rosaleg … og helsti orsakavaldurinn er líklegast Real Madrid með sitt kaupæði og sand af seðlum.

  Nú eru smálið eins og Hull farin að ganga á lagið og heimta þvílíkar upphæðir fyrir “nobodys” eins og Mikael Turner. Hvar endar þetta eiginlega? Þetta er bara farið að minna mann á íslenska efnahagsundrið og líklega á þetta eftir að springa í loft upp eins og það.

 36. Sá Alonso í þessum leik og tók eftir því að hann missti hann oft á skelfilegum stöðum á vellinum. Einnig sá ég Negredo sem var orðaður við okkur og hann er bara helvíti góður fannst mér. Óheppin að skora ekki undir lokin.

 37. Já sammála, Negredo er rosalega fljótur, sterkur og teknískur. Væri alveg til í hann til LFC. Hann skoraði jú 19 mörk sem lánsmaður hjá Almeria í fyrra.

 38. AA stóðst læknisskoðun er sagt í fjölmiðlum. Hann er samt ekki leikfær fyrr en eftir 4-8 vikur vegna uppskurðs sem hann er að ná sér af. Hefði haldi að menn geti ekki staðist læknisskoðun nema að þeir geti sýnt að þeir séu góðir eftir uppskurðinn, sem hefur efalaust heppnast vel, en engin veit fyrr en hann fer að spila. Ég hef aldrei vitað til þess að menn standist læknisskoðun, en geti ekki spilað vegna meiðsla?????? En kanski hefur það gerst áður?

 39. jú það er nú bara stutt síðan það gerðist og það var ekki minni maður en Zlatan þegar hann samdi við Barcelona um daginn, það eru víst nokkrar vikur í að hann verði klár og í því dæmi eru miklu hærri fjárhæðir um að ræða.

 40. vá -há hvað RM koma til að kúka á sig og enda í 4 í Deild.skotnir út í 16 liða í meistaradeild. vá hvað maður finnur kúkaligtina bara strax…
  ………………………………………….
  ps: og hvað Man-u eru að pressa ekkert smá á Owen
  þar er líka smá kúkur þar á ferð.

 41. Já Davíð: en það réttlæir ekki það að lið geta verið að kaupa köttinn í sekknum, en efalaust er eitthvað í samningnum um að hann verði góður og að þessi meiðsl verði honum ekki til trafala.

 42. Stuart Downing fór nú í læknisskoðun hjá Aston Villa og hann er nú fótbrotinn.

 43. Þegar menn gangast undir læknaskoðun þá er verið að athuga hvort að einhvað hrjái leikmanninn sem ekki er vitað af fyrir, það nær yfir öll meiðsli sem og sjúkdóma. Þeir fara í ítarlega hjartaskoðun svo að dæmi sé tekið.

  Því geta menn vel farið í gegnum læknisskoðun þó að meiddir séu.

 44. Já þetta Downing dæmi er ennþá furðulegra því hann á held ekki að verða klár fyrr en um áramótin ef man þetta rétt.

 45. Kanski eru leikmenn ódýrari ef þeir eru meiddir, nei líklega ekki..

 46. Riise lofar Alberto A i hástert og segir að hann muni plumma sig vel hjá Liv…

 47. Sterkt lið sem mætir Atletico Madrid, ekki ósennilegt að byrjunarliðið verði svona gegn Spurs nema kannski að Skrtel/Agger koma væntanlega inn fyrir Ayala ef þeir verða orðnir heilir heilsu.

  Liverpool team in full: Reina, Johnson, Ayala, Carragher, Insua, Kuyt, Lucas, Mascherano, Benayoun, Gerrard, Torres.

  Subs: Cavalieri, San Jose, Plessis, Degen, Voronin, Riera, Dossena, Kelly, Babel, Ngog, Spearing.

 48. Carragher meiddur útaf, andskotans vesen núna eigum við engan heilan miðvörð í liðinu.

 49. vornin er alveg hrikaleg i tessum leik. um leid og carra for utaf ta er tetta einsog ad horfa a 4 flokks vararlinu

 50. Já þeir eru ansi sjeikí þessir haffsentar, Atlético eru alltaf hættulegir þegar þeir koma nálægt vörninni. En Torres á nú líka að vera búinn að skora.

 51. Hvorki Lucas né Mascha eltu sóknarmenn Athletico í seinna markinu. Virkilega léleg varnarvinna. Hef áhyggjur af miðjunni og vörninni. Þessir kjúllar skjálfa á beinunum um leið og þeir fá boltann. Setja bara Riera inná, droppa Gerrard á miðjuna og Benna í holuna. Lucas útaf bara. Staðan ætti líka að vera 2-2 að mínu mati.

 52. martin kelly virkar bestur af þessum kjúllum í vörninni, ánægður með hann, heimamaður sem er harður í horn að taka.

  eigum við svo að ræða glen tudda johnson, hann er að éta menn í návígum, þvílíkur skrokkur, helkjötaður drengurinn, e-ð annað en arbeloa.

  annars er lítið að marka þennan varnarleik hjá lfc því það vantar skrtel, agger og carragher.

  hæfilega bjartsýnn fyrir leiktíðina….ekkert of bjartsýnn

 53. Frábær innkoma hjá Voronin, N’gog og þá sérstaklega Martin Kelly. Líst vel á drenginn sem back up fyrir Johnson í bakverðinum þar sem Degen er því miður ekki nógu góður. Spurning um að færa Lucas framar á völlinn, hann er betri þar en í varnarvinnunni. Varð bjartsýnni fyrir leiktíðina í síðari hálfleik, fannst fyrri hálfleikurinn slakur þó svo að við hefðum fengið betri færi þá.

 54. hvernig endaði svo leikurinn ? Við vorum 0-2 undir síðast þegar ég frétti og þá voru einhverjar 15-20 mínútur eftir af leiknum.

 55. 63:
  Ég veitti því svosem ekki mikla athygli, en hann var talsvert í boltanum þarna frammi. Fannst hann bara komast vel frá þessum leik. Glen Johnson átti frábæra spretti og virkar mjög teknískur og lunkinn með boltann (sem ég vissi nú svosem fyrir).

  Torres var líka fínn, en óheppinn. Smellti honum einu sinni í stöngina innanverða.

  Mér fannst þetta í rauninni alveg ágætis leikur hjá okkar mönnum, það sem réði úrslitum voru kjúllarnir í miðverðinum, t.d var seinna mark Atletico (eins flott og það nú var) algjörlega vegna klúðurs í vörninni. Þetta mark hefði aldrei litið dagsins ljós með Carra og Agger/Skrtel í miðverðinum.

 56. nr 59 Olli….annars er lítið að marka þennan varnarleik hjá lfc því það vantar skrtel, agger og carragher.

  svo þegar útí baráttuna er komið hvað þá? og engin Carra, Agger eða Skrtel Eigum við þá bara að fá 3 stig. Það vantaði náttúrulega alla varnarmennina hjá okkur svo þetta telur ekki! ! !

  Þetta skiptir auðvitað máli, og er helling að marka þennan leik þrátt fyrir að lykilmenn hafi verið meiddir, guttarnir verða þá að stíga upp og berja sér á brjóst. Kannski verða þeir meiddir í allann vetur, hver veit ! ! !

  Kristján V

 57. Mér fannst Liv ekki gera rassgat í dag og eg er ekki sáttur hvað liv var drullu léleigir og það er kominn tími á það að þeir drulli boltanum inn. vona að þeir fari ð leika alvöru bolta……….

 58. spurnig hvort Rafa kaupi eitt stykki reyndan varnarjaxl eða taki sjensinn á þetta og leyfi kjúllunum 3 að berjast um þessa fjórðu miðvarðarstöðu. Þeir þróast sjálfsagt hraðar ef þeir sjá einhvern möguleika að komast í liði og þeim sé sýnt þannig smá traust. En það er mjög mikilvægt að liðið byrji ekki illa, því þá kemst fljótt neikvæð umfjöllun um liðið, að sé liverpool ekki það sama án Alonso og svoleiðis kjaftæði. Ferguson er jú búinn að leggja jarðveginn fyrir svoleiðis umræðu, slímugi barstaður.
  Glen kemur vel út, en einn þrusukaupin hjá Rafa, og með kuyt með sér á hægri er þetta áræðanlega einn massaðasti hægri kantur í bransanum.

 59. Komið í ljós að Aquilani kostaði Liverpool 20 milljónir Evra eða 17,16 milljónir Punda.

  Auk þess mun Liverpool borga Roma 0,3 milljónir Evra á hverju ári í 5 ár svo lengi sem Liverpool kemst í Meistaradeildina árlega.

  Þá verða borgaðar 0,25 milljónir Evra fyrir 35. leiik, 0,25 milljónir Evra fyrir 70. leik, 0,25 milljónir Evra fyrir 105. leik og loks 0,25 milljónr Evra fyrir 140. leik Aquilani.

  Liverpool þarf að borga Roma 1 milljón Evra ef klúbburinn vinnur enska titilinn eða Meistaradeildina.

  Að lokum fær Roma 5% af næsta kaupverði Aquilani.

  Samtals getur kappinn því kostað 23,5 milljónir Evra eða 20,16 milljónir Punda á gengi dagsins í dag.

  Opinber tilkynning AS Roma í ítölsku kauphöllina hér fyrir neðan :

  COMUNICATO UFFICIALE AS ROMA

  L’A.S. Roma S.p.A. rende noto di aver raggiunto l’accordo con il Liverpool Football Club and Athletic Grounds Limited per la cessione a titolo definitivo del diritto alle prestazioni sportive del calciatore ALBERTO AQUILANI, con effetti a decorrere dalla data odierna, a fronte di un corrispettivo di € 20 milioni, oltre a bonus. Tale corrispettivo sarà pagato dal Liverpool Football Club ad A.S. Roma in quattro rate, di cui la prima, di € 5 milioni, contestualmente alla sottoscrizione del contratto di trasferimento, la seconda, di € 3 milioni, entro il 4 gennaio 2010, la terza, di € 7 milioni, entro il 30 giugno 2010, e la quarta, di € 5 milioni, entro il 30 giugno 2011.

  Opinber tilkynning AS

  Inoltre, il Liverpool Football Club riconoscerà ad A.S. Roma le seguenti ulteriori somme:
  – € 0,3 milioni, per ciascuna volta in cui la sua prima squadra partecipi all’Uefa Champions League, durante le stagioni sportive dalla 2010/2011 alla 2014/2015, sino ad un massimo di € 1,5 milioni;
  – € 0,25 milioni, alla 35^, 70^, 105^ e 140^ presenza del Calciatore in gare ufficiali;
  – € 1 milione, alla prima occasione in cui il Liverpool Football Club vinca l’English Premier League o l’UEFA Champions League, entro il 30 giugno 2014.
  – 5% del corrispettivo ottenuto dal Liverpool Football Club in caso di cessione del diritto alle prestazioni sportive del Calciatore in favore di altra società di calcio.

  L’A.S. Roma ed il suo Presidente desiderano ringraziare Alberto Aquilani per la professionalità dimostrata durante le stagioni in cui ha vestito la maglia giallorossa, per le doti umane e le qualità messe a disposizione della squadra, augurandogli di continuare nel suo percorso di crescita professionale per ottenere i più importanti successi sportivi e le tante soddisfazioni che merita.

 60. 70 – Hyypia var með lausan samning og enginn gat stoppað hann.

 61. Hvað átti Benitez að sjá fyrir að 3 fyrstu miðverðirnir myndu meiðast rétt fyrir mót ? Við verðum bara að biðja til guðs að einhverjir tveir af þessum þremur verði klárir fyrir fyrsta leik, kemur sér vel að við eigum sunnudagsleik í fyrstu umferð.

 62. Ágætis leikur þrátt fyrir tap.

  Kuyt, Torres, Lucas, Johnson, Gerrard og Insúa voru mjög fínir og líklegt er að Benítez ætlar sér að nota Insúa sem fysta vinsti bakk. Enda er drengurinn frábær leikmaður.

 63. Málið er bara það að Liv er það stórt félag að það á ekki að láta drulla yfir sig þeir eiga ekki að þurfa að byðja menn að koma til Liv,menn eiga að þrá að koma til LIVERPOOL…… það er eitthvað að í sambandi við þetta helvvvvvv peninga sem skemma allt,,,, Já sem skemmdu ísland. drulluhalar og aumingar. Við getum varla horft á bolta og hugsað er þatta fyrirframm kveðið???????? eða hvaððððððð

 64. Úff, fyrirliði Espanyol var að deyja í kvöld úr hjartaáfalli aðeins 26 ára gamall, hann spilaði gegn Liverpool fyrir stuttu síðan. Sorglegt.

 65. Skelfilegt að heyra þessar fréttir um Dani Jarque. Hræðilegt.

 66. Ég verð nú bara að segja að ég var helvíti ánægður með Lucas í kvöld. Ef einhvern tíma er tækifæri fyrir þennan strák að stíga upp þá er það núna og hann hlýtur að finna það. Þetta er algjört make or break season fyrir hann hjá Liverpool að mínu mati. Virkilega gaman líka að sjá Glen Johnson og Insúa, þeir spila með punginn á réttum stað (samt ekki á sama stað).

  Hvað varðar færsluna, þá get ég ekki ímyndað mér annað en að stærsta verkefni Pellegrini í vetur verði að halda góðum móral. Þá gæti þetta gengið vonum framar.

 67. Bragi (79), síðasta setningin þín getur ekki gengið upp. Real er í þeirri stöðu að ef þeir vinna allt, þá er það ekkert vonum framar heldur bara það sem þeir ætluðust til

  • Virkilega gaman líka að sjá Glen Johnson og Insúa, þeir spila með punginn á réttum stað

  Ertu með einhver dæmi um hið gangstæða? 🙂

 68. 80 Babu Peter Griffin var með hann á hökunni í einum þætti af Family Guy…. en það er önnur saga

Klárt!

Michael Turner