Klárt!

Alberto Aquilani er bara læknisskoðun frá að verða nýjasti liðsmaður Liverpool!

Ljóst að þetta hefur verið klárt nú um sinn, vísa að öðru leyti í fyrri pistil minn um drenginn.


Uppfært (KAR): Hér að neðan er flott myndband með ýmis konar tilþrifum Aquilani í rauðu Roma-treyjunni sem sýna ágætlega hvaða kosti hann hefur að geyma. Ég hef séð hann af og til í Meistaradeildinni og mín tilfinning fyrir honum hefur verið meira sem Lampard-týpu af miðjumanni – þ.e. sókndjarfur miðjumaður með góðar sendingar og tvo góða skotfætur – heldur en Alonso-týpu. Hvort það þýðir að Rafa ætli að vera sókndjarfari í ár (með bara Mascherano sem varnartengilið fyrir aftan Aquilani og Gerrard) eða að hann ætli sér að nota Lucas og Spearing oftar með Mascherano verður að koma í ljós.

Allavega, myndbandið er flott:

Tekið héðan.

82 Comments

  1. Mér líst bara vel á þetta, hver veit nema það verði afgangur eftir Aquilani kaupin til að geta fengið meiri breidd fram á völlinn líka?

    Annars ætti þessi læknisskoðun að verða eitthvað meira en bara formsatriði miðað við meiðslasöguna hans.

  2. Flott mál. Ef hann stenst læknisskoðunina og getur haldið sér nokkurn veginn heilum næstu árin gætu þetta verið feykigóð kaup. Það verður þó algjörlega að koma í ljós hvort hann nær að aðlagast og allt slíkt.

    Þessi kaup, á leikmanni sem er rétt að byrja að æfa í sumar eftir aðgerð á ökkla í vor og er því í minna en engu leikformi, þýða hins vegar að það mæðir mikið á Lucas Leiva í fyrstu deildarleikjunum í haust. Ég vona að hann reynist traustsins verður.

    En allavega, flott mál að klára þessi kaup strax í dag svo menn fengju ekki tíma til að panikka yfir Alonso-sölunni. 😉

  3. Kaupverðið sagt vera 18 milljónir Evra. Finnst þessi kaup samt nokkur áhætta miðað við hve lítið hann hefur spilað sl. 2 ár. Einhver endurtekin meiðsli sífellt að hrjá hann. En ég vona það besta, þessi leikmaður á að vera frábær á góðum degi og vonum að Rafi slípi hann vel. Ég hefði þó frekar verið til í Defour. Nú krefst ég að fyrir afganginn verður keyptur eitt stykki matchwinner í anda Torres og öflugur varnarmaður sem getur leikið í miðverði og vinstri bak. Þá verður þetta fínt.

  4. mér lýst vel á þetta ítalar floppa að vísu alltaf í enksu deildinni. En það sem ég hef séð af honum þá er hann svipaður leikmaður og Alonso við skulum bara vona og sjá . Og Líka hvað er ferguson gerpi að segja að við getum ekki unnið deildina eg tel okkur bara eiga meiri sens en scum nuna er enginn kristjanna til að skora 40mörk eða tevez til að skora á 90 mín svo FUCK YOU FERGIE !!!!!!!!!!!!!!!!

  5. Ég er ekki viss um að Chelsea aðdáendur séu sammála um að Ítalir floppi alltaf á Englandi. Zola var ekkert svakalegt flopp, eða di matteo, eða jafnvel Vialli.

  6. Hversu margir Ítalir hafa spilað í ensku deildinni? Og hversu margir Spánverjar voru búnir að meika það í ensku áður en Xabi, Garcia, Reina og Torres mættu á svæðið? Við skulum ekki horfa á vegabréf leikmannsins, það segir okkur ekki mikið. Spyrjum frekar um karakter, meiðslasögu og hæfileika.

    Annars er ég sammála því að þetta er nú nokkur áhætta svona ef miðað er við meiðslasögu þessa manns. Ég veit lítið um þennan leikmann en treysti bara Rafa fyrir þessu. Hann hefur nú aldrei verið í miklum vandræðum með að versla central miðjumenn og ná því besta úr þeim.

  7. hlakka mikið til að sjá hann spila í liverpool treyju og hald að hann standi álagið í englandi og ML

  8. Já sammála þessu með vegabréfið. Ekki veit ég til þess að margir englendingar hafi farið til Ítalíu og meikað það þar… hum.

    En Eftir að hafa séð þetta myndband með honum þá þykist maður í það minnsta sjá að þetta er leikmaður með hjartað á réttum stað. Öllum mörkum fagnað eins og titill sé í höfn. Rómverjar eru líka ekki þekktir fyrir að flakka mikið á milli liða. Þeir standa saman í gegnum súrt og sætt.

  9. Gaurinn er búinn að spila 48 leiki á síðustu þrem seasonum, mér líst ekkert á þessi kaup!

  10. Ég reikna nú með að Rafa og félagar viti af meiðslasögu mannsins, einhver ástæða er samt fyrir því að það er verið að kaupa hann og það á ágætis pening. Eitthvað hljóta menn að hafa fyrir sér þegar þeir versla fyrir svona upphæðir, þó þetta sé áhætta eins og alltaf þegar leikmenn eru keyptir.

  11. Silva að spila frábærlega núna á Old Trafford á móti Man Utd. Gæti ekki hugsað mér betri mann í lið Liverpool

  12. Hæpið að Silva komi til LFC víst að Aquilani er á leiðinni. En samt draumur og það góður.

  13. Vísa aftur í fyrri pistilinn minn.

    Þetta eru ekki endurtekin meiðsl, en vissulega hafa þau verið stór á undanförnum árum. Við verðum auðvitað að treysta þeim sem stjórna, ég veit ekki betur en margir hér hafi lýst stórt yfir því að við höfum gert mistök með að kaupa ekki ákveðinn svikara sem ákvað að spila á OT í vetur.

    Hann hefur leikið TÖLUVERT færri mínútur en Alberto síðustu þrjú ár.

    Þarna er leikmaður með hæfileika til að fylla skarð Xabi, helmingi ódýrari. Auðvitað á að skoða svoleiðis dæmi vel. Efast ekki um að læknaliðið á Anfield mun skoða hann virkilega vel.

    Ég reyndar spái því að þetta þýði að Andrea Dossena muni ekki yfirgefa England. Enda lék sá 60 mínútur í kvöld. Sammála Gumma Halldórs um að Rafa veit hvernig miðjumenn hann þarf og er sannfærður um að hæfileikar hans eru miklir og fyrir hendi.

    Allavega var þetta skemmtilega stutt bið eftir eftirmanni Xabi Alonso sem við skulum ekki gleyma að vildi fara þrátt fyrir vilja stjórans, aðdáendanna og alls liðsins um annað!

  14. Maggi, ekki alveg sama dæmið með Owen og okkar nýjasta liðsmann þar sem Owen kom frítt. Munar alveg 16 milljónum punda auk þess sem það er ekki ætlast til að Owen spili lykilhlutverk á Old Trafford. Hann mun gangast undir stífa læknisskoðun og ef hann stenst hana ekki, kemur hann ekki. Einfalt.

  15. Einnig, athyglisvert að Rafa sé að hrósa leikmanni sem er ekki kominn til liðsins, á opinberu heimasíðunni. Hann er greinilega öruggur um að hann standist læknisskoðunina með glans.

    “He can play a little bit higher than Javier Mascherano – maybe between him and Steven Gerrard. He has good passing – the final ball is good – and he also works. If he can settle down properly in England he can be a very good addition.”

    Segir Rafa meðal annars.
    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165317090805-2039.htm

  16. Í tengsl við meiðslin las ég einhverja grein sem ýjaði að því að ástæðan væri líklega miklar og erfiðar æfingar hjá Roma, þar voru nefnd dæmi um menn sem meiddust lítið sem ekkert fyrir tíma sinn hjá Roma en eru meiðslapésar eftir komuna þangað.

  17. Hjalti, jú.

    Owen er ætlað hlutverk og Aquilani líka. Auðvitað má taka peninga út úr jöfnunni, en ég eiginlega nenni ekki að velta upphæðum fyrir mér, er með ógeð á peningaumræðu, málið snýst um fótbolta og fótboltamenn.

    Og ætli Rafa sé ekki að fullvissa aðdáendur um það að liðið sé meðvitað, sennilega meðvitaðri en við um þörfina á því að fá góðan sendingamann í liðið í stað Alonso.

    Svo hef ég líka heyrt það sama og Reynir Þ. varðandi Roma en mér skilst nú reyndar að hans meiðsl hafi ekki verið álagsmeiðsl heldur afrakstur árekstra/högga í æfingum og leik.

    En auðvitað er Aquilani áhætta, eins og allir leikmenn sem eru fluttir milli liða, hvað þá landa!

    Ég ætla að horfa á glasið hér hálffullt, mesti spenningurinn er núna hvaða númer hann velur, því 8 (Roma – númerið) og 22 (squadnúmer með Ítölum á EM 2008) eru bæði frátekin.

    Er hann nýjasta sjöan í liðinu, vissulega ákveðin álög á því númeri…..

  18. Ókei. En þú hlýtur að sjá að það er munur á að kaupa mann sem er ekki ætlað stórt hlutverk frítt (Owen) og manni sem á að fylla djúpt skarð eins besta leikmann Liverpool á síðasta tímabili (Alonso), hvort sem þú nennir að taka peninga út úr umræðunni eða ekki. Þessvegna er munur á þeim og þar af leiðandi allt í lagi að bera saman meiðsli þeirra, að mínu mati. Ekki geri ég sömu kröfur til Degen og ég geri til Glen Johnson… En þetta skiptir ekki öllu, aðal málið er læknisskoðunin! 🙂

  19. miðað við þetta myndband þá er ég svakalega spenntur að sjá úr hverju þessi strákur er gerður

  20. Finnst það nokkuð ljóst að þessi maður er ætlaður allt öðru hlutverki en alonso. Rafa sagði sjálfur fyrir aftan steve og framan mascherano og því klárlega sókndjarfari en alonso. Það verður bara að koma í ljós með meiðslin en hann var víst í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum og kallaður litli prinsinn (kongurinn var auðvitað Totti) og átti frábært fyrsta season með aðalliðinu.
    Ég er bara nokkuð sáttur með þessi kaup, markaðurinn er uppsprengdur og ég hefði ekki viljað sjá ungan með enga reynslu.
    Nú er það bara að kaupa einn match winner… ekki vinnum við deildina með voronin og ngog ef torres er meiddur.. það er klárt.

  21. Ég er ekki viss um að ég vilji að hann fái 7 una enda hafa seinustu menn ekki alveg verið að brillera í henni, Kewell og Keane.
    Spurning hvort að Gerrard taki 10 una þar sem að hann er orðinn hálfgerður sóknarmaður og láti Aquilani fá 8 una.

  22. Voronin hefur tíuna, en Dossena missti nú sitt númer við komu Glen Johnson. 6 og 4 eru líka laus.

  23. Guð hjálpi mér að hann fái 7-una. Vona innilega ekki því þá er nú nánast búið að klára hans feril hjá Liverpool áður en hann byrjar. Held það eigi bara að henda því númeri upp í rjáfur og taka það ekki niður.

  24. Það er vissulega forvitnilegt ef hann fær ekki 7-una…! Þá er hún ætluð öðrum sem væntanlega er á leiðinni. Annars hef ég ekki trú á að fleiri komi eins og td. Silva þó svo að peningajafnan sé í góðum plús eftir sölu á Alonso, Arbeloa og fleirum og Benna lofað vissri upphæð til kaupa. Ekkert kemur mér á óvart lengur nema að Ferguson gamli vinni LFC eða fari holu í höggi.

  25. Af þessu myndbandi að dæma þá finnst mér hann vera gerólíkur Alonso. Hann er mun sneggri á boltann og er nánast jafnvígur á báða fætur sem er gott fyrir nútíma knattspyrnumann. Ef eitthvað er þá er hann líkari Gerrard en Alonso. Mér líst betur og betur á þetta en meiðslin spila mikið inn í hjá mér. Auðvitað á maður ekki að horfa á vegabréf mannsins en staðreyndin er samt sú að menn sem hafa komið frá ítölskum liðum hafa í flestum tilfellum ´´floppað´´. Getum nefnt fullt af dæmum. Svo eru til menn sem hafa staðið sig með sóma eins og Zola. Nærtækasta og þekktasta dæmið er Veron yfir þá menn sem hrundu algerlega eftir að hafa komið frá Ítalíu og er hann ekki einu sinni Ítali. Ítalski boltinn er mun hægari en sá enski, vita það eflaust flestir sem hérna skrifa. Þetta er því spurning um að hvernig hann aðlagast. Miðað við hvað hann er sprettharður þá leggst það vel í mig að hann aðlagist vel. Svo vona ég innilega að við séum að reyna að stela Silva undan nefinu á Scum. Mér líst EKKERT á það ef hann fer þangað og verð eiginlega hálf fúll

  26. vá hvað við sjáum margar stungur frá honum á Torres og enda með marki

  27. Af miðjumanni að vera, þá lítur út fyrir að þessi drengur sé óvenju hreyfanlegur. Á myndbandinu eru allaveganna mörg dæmi um hraða spretti hjá strák, sem gerir hann gjörólíkan Alonso, sem yfirleitt dreifði spilinu nánast á sama punktinum, og sást sjaldan spretta úr spori.

    Það er allaveganna gaman að sjá hvað hann virðist hafa gott auga fyrir óvæntum og óvenjulegum sendingarleiðum.

    Verðum við ekki svo að hætta við að selja Dossena, svo Aquilani hafi einhvern til að tala ítölsku við. 🙂

  28. Sammála því að þessi leikmaður er líkari Gerrard en Alonso….sem er mjög gott. Nei líklega fer Dossena ekki…ekki nema Benítez vanti eitthvað upp á næstu kaup – Sóknarmann!

  29. Ég var nú farinn að hafa áhyggjur af lýsinum sem heyrist í undir lokin á þessum myndbandi frá KAR 🙂

  30. líst vel á hann ef hann helst heill, er mjög ánægður með að við seldum ekki Xabi í fyrra fyrir 14 mills:)

  31. Vantar okkur vinstri bak? Við erum eins og er með þrjá menn í þá stöðu og að mínu mati ein sú best coveraða í liðinu. Aurelio er virkilega sterkur, en því miður oft meiddur, en Insúa er afbragðs backup. Svo eigum við Dossena, sem ég hreinlega sé sem 3 mann í stöðuna og við gætum alveg komist af með að selja hann hreinlega. Að mínum dómi margar aðrar stöður sem þarf að styrkja á undan vinstri bak.

  32. Maður sem meiðist mikið á Ítalíu hlýtur að meiðast eitthvað á Englandi!
    Ég er hræddur um að kuldinn eigi eftir að hafa eitthvað að segja líka, með krampa og svoleiðis vesen.

    Annars verður maður bara að vona að það gerist ekkert vesen, og hann haldist ómeiddur í allavega 4 ár!

  33. Væri ekki fínt að fá bara Lucas Neill á free transfer? Langt frá því að vera minn uppáhaldsleikmaður en ég held að hann væri fínn squad player, mig minnir að hann geti spilað báðar bakvarðastöðurnar auk þess að vera leikreyndur leikmaður í úrvalsdeildinni. Datt þetta bara í hug þegar ég sá hann orðaðan við Sunderland, Rafa er nú samt sem áður örugglega ekki búinn að fyrirgefa honum gróðafíknina þegar hann kaus að taka gylliboði Eggerts Magnússonar hérna um árið. Síðan mun maður náttúrulega heldur aldrei fyrirgefa honum að fyrir fótbrjóta Carra hérna um árið. Þannig að nei það væri kannski ekkert sérstakt að fá Lucas 🙂

  34. Sýnist þessi gaur ekki vera alveg eins og Alonso, hann er hraðari en Alonso (ég veit það er ekki erfitt) og hann virðist meira í þessum loka “úrslita” sendingum. Mjög svona skapandi með gott auga. Margar svakalega flottar stungur þarna og svo er hann að stinga sér sjálfur inn í eyður. Takið t.d. eftir þessari á c.a. 1:39 min. úff Torres hlítur að fá vatn í munnin að sjá svona matreiðslu.
    EN það er svo sem ekki hægt að dæma neinn af svona “highlights” videoi af netinu en það sem maður hefur séð, heyrt og lesið lofar góðu. Vonandi er meiðslasöguni lokið hjá honum.

  35. Greinilega magnaður leikmaður á ferðinni, eins og aðrir minnast á með meiðslin þá er hann vonandi kominn yfir það. Ætli Real gangi að því vísu að Kaka eða Ronaldo sé meiðslafrír. Efast um það.
    Fyndið að sjá Mexes þarna á einu skotinu sérstaklega þar sem hann var svo sterklega orðaður við okkur á tímabili.

  36. Djöfull er maðurinn með gott auga fyrir sendingum. Torres gæti slegið öll met í markaskorun með Þennan mann og Gerrard matandi sig….
    …..nú er bara að kaupa besta sjúkraþjálfarann á markaðnum.

  37. Bara til að undirstrika það sem margir segja með highlight myndbönd, ég veit að flestir átti sig á því að þetta gefur ekki rétta mynd. En ég man þegar við keyptum Lukas í hittifyrrasumar og hér kom inn álíka myndband af kappanum og ég sannfærðist með því myndbandi að þetta væri einn efnilegasti miðjumaður í veröldinni. Sérstaklega eftir verðlauning sem hann fékk og lof úr Brasilísku deildinni. Af því myndbandi að dæma sá ég ungann leikmann sem skorar mjög mörg mörk úr langskotum og hélt að við værum að fá hrikalega powerful miðjumann sem gæti skorað 8-10 mörk á tímabili með Gerrard sér við hlið… en svo er raunin ekki… Ennþá! Ég vona reyndar að hann muni sýna betri hliðar í framtíðinni, en þessi dæmisaga er bara til að undirstrika hversu ranga mynd þessi myndbönd geta gefið…
    Riise myndbandið getur líka sannreynt það.

    En vonum innilega að Aquilani verði góð kaup og hjálpi okkur að vinna titilinn á næsta tímabili.

  38. Jói, auðvitað vitum við öll að YouTube-klippur gefa ekki rétta mynd af leik manna og það er enginn að segja að Aquilani eigi eftir að eiga killer sendingu eða stórskot í hverri einustu sókn frá og með fyrsta leik. Ég hef hins vegar séð hann nokkrum sinnum í Meistaradeildinni og get alveg kvittað undir það að þetta myndband er ekkert út úr karakter. Hann er mjög flinkur spilari, góður sendingarmaður með næmt auga og rosalegt skot.

  39. HAHAHA já þessi PSG leikmaður virðist magnaður…hann er gríðarlega vinnusamur og kvikur að sjá. Flott myndband JónasB

  40. ‘Eg las einhverstaðar að Alonso og Macherano hafi bara skorað þrjú mörk samanlagt í deildinni í fyrra og það hafi verið ástæðan fyrir því að titillinn ekki vannst. Þetta video sýnir að þessi drengur er eldfljótur fram á völlinn og blandar sér mikið í sóknarleikinn og skorar stundum líka,svo að kanske verður Liverpool betra lið fyrir vikið. En það virðist alla vega vera skoðun Rafa að þeir Alonso og Masherano hafi verið of líkir og of aftarlega á vellinum og því hafi þurft að losna við annan þeirra og að selja Alonso fyrir 30 millur er náttúrulega bara snilld.

  41. Já svakalegt trixið hjá honum í horninu þegar hann var með þrjá menn í kringum sig, fljótur að hugsa.

  42. Ég væri ekkert á móti Aquilani.. En þetta er svo mikil áhætta varðandi meiðslasöguna að ég fæ eiginlega bara hausverk. En var Benitez ekki að skoða Sessegnon fyrir ekki svo löngu ? Væri alveg til í svona flinkan mann á miðjuna, þvílík svæði sem hann skilur eftir sig og hann tekur 2-3 menn úr leik í hverri sókn nánast.. Ekki vitlaust að skoða hann.

  43. Ég er sannfærður um að hann fái fjarkann hans Hyypia. Kominn tími á að miðjumaður klæðist fjarkanum.

  44. Af hverju segja svo margir að Ítalir hafi nánast alltaf floppað í enska boltanum?
    Ég man eftir örfáum slíkum en svo hafa aðrir algerlega brillerað … Zola, Vialli, DiCanio, Ravanelli koma fyrst upp í hugann.

  45. Jæja, það má ljóst vera að þetta getur orðið klassaspilari fyrir LFC ef hann helst heill. Ég tek undir með þeim sem að hafa sagt að Rafa veit það sem við vitum og meira til um meiðslasögu hans og er örugglega ekkert að gambla með 15-20millur. Vonandi nær hann líka að versla einhvern framherja/kantmann. Varðandi vörnina þá er vonandi að Distin komi, eða þá einhver svipaður.

    Verð að minnast á ánægjulega upplifun í gær, Martin Kelly. Mér fannst hann vera heldur betur magnaður í hægri bakverðinum. Hann er miðvörður að upplagi og þykir afspyrnu efnilegur sem slíkur en mér fannst hann alveg brillera í bakverðinum, sterkur varnarmaður, góður á boltann, áræðinn furðu snöggur. Degen er allavega í besta falli hæfur í að pússa skóna hans Kelly. Það verður spennandi að fylgjast með þessum strák.

  46. Off topic: Xabi quote-aður á BBC
    “I respect Rafa and thank him for the opportunity he gave me,” added Alonso.

    “The goodbyes were quite brief, everything happened very quickly and I didn’t have time to say goodbye properly.

    “I want to return to say goodbye to my team-mates and Rafa. As everything was very quick I hardly had time so as soon as I can I will say goodbye as I should have done.”

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/8184444.stm

  47. Er eg sa eini sem vaeri til i huntelaar til liverpool. hann er til solu og eg var ad lesa ad hann kosti 15 milljonir evra sem tydir ad vid eigum efni a honum. bara svona skjota tessu herna inn, eg er nefninlega rosalegur fan af tessum leikmanni.

  48. Hvernig er það með leikinn í gær,ég sá síðustu 30 mín eða svo, og skömmu seinna komu Gerrard og Torres inná , Torres fékk ekki úr neinu að moða og það var ekkert í gangi frammi, hef áhyggjur ef menn mata ekki Torres, Degan átti 2 send, fyrir markið sem að ég sá, en það var enginn frammi,, en þetta var æfingaleikur ójá. Er einhver með mörkinn sem Voronin og Ngog skoruðu. Sammála mönnum með þetta myndband, valið það flottasta lítið að marka.

  49. Það er eins og við séum að kaupa gamla kellingu með beinþynningu miðað við kommentin hjá mörgum. Að hann þoli ekki kuldann, hraðann eða hörkuna í enska boltanum….piff.

    Það skiptir engu máli hvaðan leikmaður kemur ef hann hefur sterkan karakter og trú á sjálfan sig. Aquilani virðist hafa þetta bæði enda hefur hann verið fyrirliði landsliða og hjá Roma (þegar Totti er meiddur). Hef fulla trú á þessum leikmanni og að hann eigi eftir að vera gríðarlega góð viðbót hjá Liverpool.

  50. 57 Af Real mönnum væri ég frekar til í Sneijder en Huntelaar. Rafa þyrfti líklega að breyta um kerfi ef Huntelaar kæmi (tel hann of dýran til að verma bekkinn) þ.e. vera með tvo frammi. Það breytir samt því ekki að mér finnst vanta einn góðan striker til að leysa Torres af hólmi af og til, finnst Ngog eiga töluvert í land og Voronin er langt frá því að vera nógu góður.

  51. ég er frekar spenntur fyrir Aquilani, en verð að viðurkenna að þetta hræðir mig svolítið :S

    4 Oct 2007 – 1 Jan 2008: Calf injury
    * 24 Oct 2008 – 21 Nov 2008: Thigh injury
    * 28 Nov 2008 – 2 Jan 2009: Thigh injury
    * 13 Feb 2009 – 10 Mar 2009: Ankle
    * 12 Mar 2009 – Present: Ankle (recent surgery)

    • Last 3 years: Started 27 league games out of a possible 114 (23% of games)
    • Last 5 years: Started 61 league games out of a possible 190 (32% of games)

    http://www.liverpool-kop.com/2009/08/great-rafa-benitez-is-about-to-waste.html

  52. Það heimskulegasta sem ég veit er að tala um mann sem sé of dýr til að verma bekkinn !! Scum var með Tevez og Berba á bekknum hjá sér á seinasta tímabili og þeir eru margfaldir meistarar undanfarinna ára. Eins með Chelski. Þú þarft 20 + millu menn í cover líka ef þú ætlar að vinna þessa deild og í augnablikinu er Liverpool ekki með þá menn.

    Ég vil fá Silva eða Villa til Liverpool, engin helvítis Real rejects. Ef þeir eru ekki nógu góðir fyrir Real þá eru þeir ekki nógu góðir fyrir Liverpool !!!

  53. Ég skil ekki svona lumma um að ef þeir séu ekki nægilega góðir fyrir Real þá séu þeir ekki nægilega góðir fyrir Liverpool.
    Hvað með leikmenn eins og Robben, Huntelaar, Sneijder, Van Der Vaart og marga fleiri ? Þó svo að Real hafi ekki not fyrir þá gætum við vel notað alla þessa leikmenn.

  54. Totii, segir manni frekar lítið með engan samanburð við aðra leikmenn.
    Líka skrítið að telja einungis starts en ekki apps, lætur þetta lýta út eins og einhvern hræðsluáróður frekar en að vera upplýsandi. Það að hann sé ekki í byrjunarliðinu er ekki einungis vegna meiðsla. Síðustu 3 tímabil er hann með 48 apps, svo er spurning hve oft hann var oft ónotaður sub?
    Þetta er ekki mikið, sérstaklega 06/07 og 08/09 með 13 og 14 apps. En þó ekki eins hræðilegt og þessi tölfræði sem þú kemur með. Smá pæling er líka að fyrir tíma Spalletti er hann með tvö tímabil og þá 41 (serie B) og 29 apps.

  55. Finnst það frekar skrýtið að fullyrða að ef menn séu ekki nógu góðir fyrir Real séu þeir ekki nógu góðir fyrir okkur. Við sjáum nú hvað Rafa Benitez hefur gert fyrir leikmann sem komst ekki í lið West Ham. Glen Johnson var ekki nógu góður fyrir Chel$ki fyrir nokkrum árum og ég er mjög spenntur fyrir honum.

  56. Voru þeir ekki líka enda við að kaupa til baka mann sem var ekki nógu góður fyrir þá, Arbeloa.

  57. Algjörlega sammála þeim sem tala um að ef leikmenn Real séu ekki nógu góðir fyrir Real þá virki þeir ekki fyrir okkur, Þetta er bara kjaftæði og það sjá allir. Er ekki að segja að við ættum að kaupa leikmenn af þeim en þetta er bull. Real vill bara losna við þessa menn til að sýna vald sitt á markaðnum og kaupa inn nýja rándýra leikmenn til þess að selja treyjur og minjagripi fyrir sig því staðreyndin er sú að Real Madrid er og verður alltaf Risafyrirtæki og ekkert annað.

  58. Auðvitað eru þessi ´´Real rejects´´ nægilega góðir leikmenn en við eigum ekkert að vera horfa í þá. Robben er sá eini sem ég myndi vilja sjá í Liverpool treyju af þessum leikmönnum, þrátt fyrir að hann hafi þvílíkt drullað yfir Liverpool á seinustu árum. Held samt að það sé miklu sniðugara að horfa á menn eins og Silva, Villa, Ashley Young og fleiri. Eru dýrari en ef metnaðurinn liggur í að vinna titil á komandi tímabilum þá er vonandi til gullkista falin einhversstaðar með peninga 🙂 Annars bara YNWA

  59. Krizzi, þetta er ósköp einfalt. Til þess að geta keypt dýra leikmenn, þarftu að eiga mikla peninga. Þessir peningar eru, að mér vitandi, ekki til.

    Vissulega væri ég til í að sjá Silva, Villa og þessa kappa hjá Liverpool, en það skiptir víst ekki höfuð máli hvað ég vil.

  60. Ég haf verið í miklum vandræðum að átta mig á þessum Aquilini. Þessi youtube myndbönd segja ekki alla söguna en við verðum að passa okkur að þetta voru ekki glefsur úr brazilíska, franska eða hollenska boltanum. Þetta var úr topp deild og landsliði Ítala.

    Ég held samt að besta leiðin til þess að meta þennan mann er frá viðbrögðum Rómarmanna. Hef verið að lesa nokkur Rómarblogg og svo virðist sem menn hafi AFAR skiptar skoðanir. Róm er víst með of stóran hóp og í fjárhagsvanda (eða eigandinn að blóðmjólka – fer eftir því hvernig menn líta á það) og vildu losa sig við leikmenn. Flestir virðast vera hæst ánægðir með þessa niðurstöðu. Þeir vildu frekar halda De Rossi, Pizarro, Taddei, Perrotta, og Menez. btw hefur væntanlega eitthvað að gera með leikjafjölda Aquilini – 6 “góða” miðjumenn.

    Svo er það hin hliðin. Aquilini var víst kominn á kant við Spalletti og Pizzaro (er víst mikill skap maður), hefur verið mikið meiddur og svo auðvitað færi enginn af fyrrgreindum miðjumönnum á 20m (fyrir utan De Rossi).

    En margir tala um hann eins og okkar umræða var um Owen þegar hann fór til Real Madrid þ.e. svikar, “í þetta skíta lið”, RIP, var alltaf meiddur hvort eð er o.s.frv.

    Sumzé… þrátt fyrir að hafa lært mikið á þessu er ég ennþá litlu nær… ætli maður verið ekki bara að treysta á Rafa í þetta skiptið.

  61. Miðað við þetta myndband þá er þetta hörku leikmaður og mun sókndjarfari en Alonso.
    Við skulum hafa það alveg á hreinu að ítalska deildin er ekkert einhver B-deild Evrópu. Þetta er ein af þremur bestu deildunum og með þeim betri í heimi.
    Ég ætla svo að vona að þetta verði eitt af kaupunum sem menn benda á þegar Benitez verður endanlega orðinn legent á Anfield Road.

    En svona til gamans, hvaða ítölsku flopp eru menn alltaf að vitna í ? Það hafa nú bara mjög fáir ítalir spilað í Enska boltanum.

    Ég flétti þessu upp og floppin eru víst þessi (endilega bætið við)
    Við erum að tala um tímabil frá ca 1995-2008:

    BERNARDO CORRADI man city.
    CORRADO GRABBI Blackburn
    PIERLUIGI CASIRAGHI Chelsea
    VINCENZO MONTELLA Fulham frá Roma 🙂
    ANDREA SILENZI Nottingham Forest frá Roma 🙂
    MASSIMO TAIBI ógleymanlegur ?
    NICOLA BERTI Tottenham
    Marco Materazzi, veit ekki alveg hvar á að flokka hann.
    Dosenna, eigum við ekki að láta hann njóta vafans enn sem komið er?

    Þeir Ítalir sem hafa gert sæmilega hluti eru hinsvegar:
    Gianluca Vialli,
    Roberto Di Matteo,
    Paolo Di Canio,
    Benito Carbone
    Gianfranco Zola,
    Fabrizio Ravanell,
    Massimo Maccarone
    Carlo Cudicini
    Federico Macheda 🙂
    Gattusso spilaði með Rangers

    Ef menn ætla svo að nefna Veron þá getum við allt eins nefnt á móti Ruud Gullit, Jurgen Klinsmann, Van Der Sar, eða jafnvel Henry þar sem enginn þeirra er ítali en komu frá Ítalíu til Englands með góðum árangri.

    Svo að lokum og algjörlega til gamans eru hér breskir leikmenn sem hafa farið í hina áttina með miðsgóðum árangri:

    David Beckham
    Paul Gascoigne
    Ian Rush
    David Platt,
    Des Walker
    Butch Wilkins
    Mark Hateley
    Luther Blissett
    Liam Brady
    Robbie Keane

  62. Þeir Ítalar sem hafa floppað eiga það flestir sameiginlegt að hafa ekki verið neitt sérstakir leikmenn eða verið komnir yfir sitt besta. Held að þjóðerni sé minnsta málið í þessum kaupum. Á móti má segja að ef Ítalar eiga að passa í eitthvað lið á Englandi þá væri það Liverpool undir stjórn einhvers taktískasta stjóra sem sést hefur.

  63. Á.G.Á. til að þetta væri áhugavert, þá þyrfti væntanlega að taka inní dæmið muninn á Liverpool og Roma sem liðum. Ég myndi til dæmis áætla að Liverpool skoraði talsvert meira af mörkum en Roma liðið.

  64. Einar: Þó að þú viljir ekki svekkja þig á slæmri tölfræði og finnist hún ekki áhugaverð þá er ég nokkuð viss um að þér finndist hún áhugaverð ef hún væri betri. Roma var 4. markahæsta liðið í Seria A með 64 mörk, Liverpool með 77 í P.L. Maðurinn hefur spilað ca 30% af leikjum síns liðs s.l. 5 ár, síðri tölfræði en hjá Kewell, og ekki hefur munurinn á liðunum eða skoruð mörk nein áhrif á þá tölfræði. En vonandi á maðurinn bara eftir að standa sig en ég bara kem ekki auga á ástæðu til að hrópa húrra fyrir þessum dýru kaupum, en ég skal éta hattinn EF……

  65. Á.G.Á., fyrir mér er erfitt að bera saman tölfræði tveggja leikmanna í ólíkum liðum í ólíkum deildum í ólíkum löndum. Hvort sem leikmaður kemur vel eða illa út úr slíkum samanburði er hann alltaf gagnslaus. Fyrir mér er aðeins ein leið að bera Aquilani saman við Alonso og það er þegar hann hefur spilað fimm ár fyrir okkur. Þá verður hægt að bera þau saman við fimm ár Alonso hjá okkur.

    Það væri samt gaman að sjá samanburð á ungum Alonso hjá Sociedad og ungum Aquilani hjá Roma. Hvor ætli hafi skorað meira og/eða átt fleiri stoðsendingar þar? Ekki að það yrði neitt gagnlegri samanburður en það væri auðveldara að bera slíkt saman heldur en Alonso/Liverpool vs. Aquilani/Roma, held ég.

    Eins og venjulega þá mun ég algjörlega bíða með að dæma þessi kaup fyrr en ég hef séð leikmanninn spreyta sig, og fá smá tíma til að aðlagast, í rauðu treyjunni okkar. Ég viðurkenni að ég hef áhyggjur af meiðslasögu Aquilani en hvað getu varðar hef ég ekkert séð sem veldur mér áhyggjum, þvert á móti. Hvort hann getur svo spilað jafn vel, eða jafnvel betur, fyrir okkur en hann gerði fyrir Roma verður bara að koma í ljós.

  66. Ég er alveg sammála þér Kristján og ég er ekki búinn að afskrifa manninn. Er handviss um að Benitez og co vita margfalt meira um manninn, hans ástand ofl.
    Eins og ég sagði þá er tölfræði ekki allt en samt sem áður gleður góð tölfræði mann þegar nýjir menn koma og einnig getur slök tölfræði valdið manni áhyggjum. Enda var ég bara að viðra áhyggjur mínar hér á ykkar góðu síðu en ekki að hálshöggva manninn.
    Bara áfram Liverpool og Aquilani og standi hann sig sem best!!!!

  67. “Statistics are like mini-skirts .. they give you good ideas but hide the most important parts” 🙂

  68. Ég held að Aquilani gæti betri en Alonso ef (og þetta er dálítið stórt ef) hann sleppur við meiðsli sem hafa verið að hrjá hann og að hann ráði við hraðann í deildinni. Hann hefur samt ekki verið að fá endurtekin meiðsli á sama stað, enda stóðst hann, að ég geri ráð fyrir, mjög ítarlega læknisskoðun. Einnig hefur hann ekki dalað neitt eftir meiðsli. En það hlítur að vera áhyggjuefni að hann spilað einungis 17 deildarleiki að meðaltali síðustu 3 tímabil. Roma spila yfirleitt svipað kerfi og Liverpool hefur verið að gera, það er með einn alvöru framherja upp á toppnum, svo að ef Benitez heldur sig við sama kerfi þá veit Aquilani upp á hár hvernig á að spila þar.

  69. Echo segir að hann fái #4

    • New Liverpool midfielder Alberto Aquilani will wear the number four shirt at Anfield.

Leikur í kvöld og smá hugleiðingar (Uppfært)

Enn af Real Madrid