Slúður og annars konar bull

Hér er góð ástæða þess að ég elska hata silly season:

Daily Mail: Real eru þreyttir á að eltast við Xabi Alonso og ætla að kaupa Steven Defour í staðinn.

Telegraph: Alonso segist feginn að viðræðurnar við Real Madrid gangi vel.

Tvær fréttir með algjörlega andstæðu inntaki, birtar á netinu með innan við fimmtán mínútna millibili. Báðar þykjast hafa innanbúðarupplýsingar, sem segir okkur að allavega annar miðillinn er 100% að ljúga. Ég myndi skjóta á að Telegraph-fréttin sé réttari þar sem þeir vitna beint í óljós tilsvör Alonso um málið (hann segir í raun ekkert nýtt) en það er sama, maður getur fengið mígreni af þessari hringavitleysu stundum. Svona fimm sinnum á dag sannfærist maður um að hann sé að koma, fara, koma, fara …

Já, og Liverpool töpuðu æfingaleik í gær. 3-0. Sem þýðir víst að liðið getur ekkert, á langt í land með að ná einhverjum árangri og við getum í mesta lagi vonast til að ná fjórða sætinu í vetur. Það er kannski vert, áður en fólk tapar sér í svartsýninni, að minna menn á sumarið 2006. Þá tapaði Liverpool 5-0 fyrir Mainz í æfingaleik. Níu dögum seinna vann liðið 2-1 sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn og lauk því tímabili með því að spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Þannig að æfingaleikir segja andskotann ekki neitt, þeir eru bara æfing.

Ég endurtek, og vona að allir segi þetta með mér: ÆFINGAleikir eru bara æfing og því engan veginn marktækir fyrir tímabilið.

Ég felli enga dóma um liðið fyrr en í fyrsta lagi eftir 3-5 umferðir í deildinni. Ég myndi segja að í lok ágúst/byrjun september sé fyrsti möguleiki á raunhæfu mati á því hvert liðið stefnir í vetur. Þá verður leikmannaglugginn lokaður og fjórir deildarleikir búnir þannig að við getum séð hvernig liðið byrjar og, það sem mikilvægara er, hvaða leikmenn eru komnir eða farnir. Slökum aðeins á þangað til.

15 Comments

 1. Jæja Rafa búinn að koma á fundi við Real og okkar menn búnir að hitta Real menn og byrjað að ræað um Alonso, ok seljum hann en ekki fyrir minna en 30 milljónir ekki eyri minna, nú annars látum við hann bara spila með okkur næsta tímabil… þá sér hann líka hvað það er vittlaust að fara…

 2. Ég segi að við eigum að krefjast 33 milljóna fyrir alonso og ekki eyri minna! Pínum þetta spænska skítalið aðeins! Samt sagt að það hafi verið samþykt 27 milljóna tilboð hnuss.

 3. Sammála Kristjáni Atla. Æfingaleikir eru til að prófa leikmenn og leikkerfi. Úrslit í æfingaleikjum segja ekkert til um það hvernig liðið verður í vetur.

 4. 27 mills fyrir Alonso sem á mörg góð ár eftir eru smáaurar. Það má alveg deila um það hvort það eigi að leyfa Alonso að fara eða að halda honum, líkt og Villa gerði við Barry í fyrra. Ég er hins vegar á því að þegar menn vilja fara þá á að leyfa þeim það, þar sem það er félaginu ekki til góðs að halda óánægðum mönnum hjá félaginu.

  Ef Alonso fer þá er alveg klárt að Liverpool verður að bæta við sig öflugum spilandi miðjumanni og þeir eru ekki margir á lausu. Þá stefnir allt í að Liverpool þurfi jafnframt að fara fjárfesta í varnarmönnum í ljósi þess að Arbeloa er farinn og Dossena hugsanlega á leið burt. Þá er Aurilio þessa stundina sem oft áður í meiðslum.
  Eins og staðan er í dag þá er liðið búið að missa Hyypia, Pennant, Arbeloa og fengið Johnson. Vissulega styrkir Johnson liðið en brotthvarf hinna minnka breiddina og ef Johnson meiðist þá er liðið í töluverðum vandræðum þar sem Degen er vægast sagt varla boðlegur í ensku 1. deildina. Ég hef trú á að það eigi eitthvað eftir að ganga í þessari viku í leikmannamálum, hvort sem um verði að ræða kaup eða sölur.

  Damn, það er allt að fara gerast….tæpar tvær vikur í fyrsta leik!!!!!……:)

 5. Ég er ekki sammála að 27 mill séu smáaurar, þetta er helvítis hellingur af peningum. Áður en RM sprengdi öll velsæmismörk í peningaaustri þá þótti mörgum allt yfir 20 mill vera því sem næst ofborgun. Er samt sammála því að það á að halda sig við verðmiðann sem settur var á manninn, þá sérstaklega í ljósi að það er um RM að ræða. Þeir geta bara ekki sprengt allt verð uppúr öllu valdi og fara svo að prútta síðar, nósörríbob.

 6. 30 millur plus huntelaar, gago eda diarra finnst mer vera mjog sanngjart fyrir alonso, verdum vid ekki ad reyna ad fa leikmann med i tennan dil?

 7. Ég er sláttur við að Alonzo fari, og ef hann vill það þá fari hann bara… ekkert mál, á samt eftir að sakna hans, en 30 millz og menn í kaupbæti og ég er sáttari.
  Held samt að Hr. Bentíez sé með annað tromp í hendinni…..

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 8. 11
  “Ég heimta hámarksárangur og hámarksárangur næst aðeins, með dugnaði og hámarkseinbeitingu. Og það skal enginn andskotans djöfulsins helvítis liðsmaður sýna mér það að hann sé ekki að gera sitt besta. Ég vil enga aumingja í mitt lið! Aumingjar geta farið núna!” (Jón Gnarr a.k.a Rafael Benitez)
  http://www.youtube.com/watch?v=H85z3nlX-To

  Þetta er mjög líklega ræðan sem Rafa hélt yfir liðinu og Xabi Alonso eftir leikinn gegn Espanyol. 🙂

 9. Jæja, ef eitthvað er til í þessu þá er bara ekki neinn af okkar central miðjumönnum sem við notuðum síðasta tímabil ánægðir. http://www.imscouting.com/global_news_item.aspx?id=2735
  Ekki það að sala á honum breyti öllu fyrir okkar lið, en tel okkur ekki mega við meiri breytingum á miðjunni. Spearing er kannski bara maðurinn til að fylla skarð Lucasar.

 10. Fyrst vildi Kristján Atli bíða og sjá hvernig liðinu gengi gegn Espanyol því það væri alvöru prófraun. Sú prófraun fór illa og þá eigum við að meta liðið eftir 3-5 leiki. Ef sú prófraun fer illa þá eigum við væntanlega að sjá hvernig nóvember fer því liðið er enn að ná sér eftir erfiðar þrekæfingar Benitez í júlímánuði.

Espanyol í dag

Alberto Aquilani.