Espanyol í dag

Eru ekki allir í bænum, límdir við tölvuna, bíðandi frétta af Alonso-málinu? Eða er það bara ég? Allavega, þá er ekkert að frétta enn sem komið er og því er gott að fá eins og eitt stykki leik í dag til að dreifa huganum aðeins. Okkar menn heimsækja Espanyol á nýja völlinn þeirra, Cornella-El Prat, og hjálpa þeim til við að vígja kvikindið. Þetta er fallegur völlur, lítill og sjarmerandi, tekur 40 þúsund manns í sæti sem hentar Espanyol betur en heimili þeirra undanfarin ár, Ólympíuvöllurinn í Barcelona, sem er talsvert stærri og þeir hafa átt erfitt með að fylla.

Þessi leikur er, held ég að ég fari með rétt mál, hluti af kaupsamningnum á Albert Riera í fyrra. Þá keyptum við Riera frá Espanyol en þeir fengu á móti Steve Finnan á frjálsri sölu frá okkur í óskyldum leikmannaviðskiptum. Því miður nær Steve ekki að spila þennan leik en eftir mikið meiðslatímabil leyfðu Espanyol honum að fara aftur til Englands í síðustu viku og samdi hann við Portsmouth.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Martin Skrtel og Nabil El-Zhar eru enn meiddir frá því í leiknum gegn Tælandi auk þess sem Daniel Agger verður ekki hætt í þennan leik. Að sjá bæði Agger og Skrtel meidda fyrir tímabilið gerir mig 100% vissan um að Rafa muni kaupa miðherja í þessum ágústmánuði. En allavega, Rafa talar um það fyrir leikinn að nú sé tími fyrir suma af lykilmönnunum til að stíga upp um einn gír á undirbúningstímabilinu og að sumir þeirra muni spila 60-75 mínútur í dag og sumir jafnvel allan leikinn. Þannig að þessi leikur gæti orðið líkari alvöru fótboltaleik en fyrstu æfingaleikirnir, þar sem Rafa skipti alveg um liðið í hálfleik og nánast enginn lék meira en 45 mínútur.

Leikurinn er á dagskrá kl. 19:00 í kvöld og er sýndur á LFC TV á netinu.

60 Comments

 1. þarf maður ekki að vera áskrifandi af LFC TV til að sjá leikinn? Annars er ég límdur við tölvuna til að fá fréttir, konan að vinna og ég ætla að vera með flottann og góðann mat þegar hún kemur heim, maður verður að vinna sér inn punkta fyrir leiktíðina. 🙂

 2. Jú þú þarft að vera með season ticket að þessari síðu til þess að geta náð leiknum. En vonandi að maður sjái skemmtilegan leik í kvöld en eins og Benitez segir þá munu lykilmenn spila stóra rullu í kvöld.

 3. Leikurinn er síndur á LFC TV kl.21:00 í kvöld og svo auðvitað í beini á Players klukkan 19:00. Annars ætti ekki að vera neitt mál að finna hann á netinu

 4. Thad er haegt ad kaupa manadar askrift ad e-season a slikk, hefur alveg reddad mer herna a italiu. Og Ekki skemmir ad madur se ad styrkja klubbinn.

 5. Fann þetta á vísir.is skrifa 1 ágúst
  David Villa. Nordic photos/AFP Ómar Þorgeirsson skrifar:
  Samkvæmt mörgum bresku blaðanna í dag ætlar knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool að gera heiðarlega tilraun til þess að kaupa framherjann David Villa frá Valencia og slá þar með við stórliðunum Real Madrid og Barcelona sem eru búin að hundelta Spánverjan í allt sumar.
  Benitez mun ætla að nota peningana úr fyrirhugaðri sölu Xabi Alonso til Real Madrid til þess að fjármagna kaupin.
  Nokkuð langsótt ef til vill, en bresku slúðurblöðin eiga það þó til að ramba á hlutina annað slagið.

 6. Staðfest byrjunarlið Engin Németh

  The Liverpool team in full: Reina, Johnson, Insua, San Jose, Carragher, Lucas, Mascherano, Gerrard, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Plessis, Degen, Voronin, Riera, Alonso, Kelly, Babel, Ngog, Spearing, Dossena.

 7. Eru menn vissir um að hann sé beint á Players því það er ekkert minnst á þennan leik á heimasíðunni þeirra ?

 8. Það er ekkert víst að það sé búið að uppfæra hjá þeim síðuna.
  Annars geturðu prófað Spot sem er bara fyrir neðan Players, flottur staður.

 9. Ok sá þetta núna hjá þeim, þá er ekki víst að þeir sýni leikinn en þeir segja það á Liverpool.is

 10. þetta gengur svon stundum en ég held að Glen verði geggjaður hjá okkur og Lucas verði surpræsið í ár.
  YNWA
  Hannes

 11. Alonso með einkar skemmtilegan fýlusvip á andlitinu þegar hann er að koma inn á

 12. ekki líst mér á þetta liverpool lið omg geta ekki einu sinni gefið boltann á milli sín þetta verður verra en í fyrra

 13. djöfull erum við sorglegir í kvöld…..þurfum að styrkja okkur varnarlega og megum ekki missa alonso…..

 14. Þetta er hrikalegur leikur! Ljósu punktarnir finnst mér vera Lucas og Spearing.
  Við þurfum bara að losa okkur við Degen, hann á ekki heima í LFC.

 15. takið eftir hvað miðverðirnir eru mikilvægir san hóse er ekki alveg tilbúinn og það þíðir að Carra er í akkorði sem er ekki eins og maður vill hafa það

 16. Degen a alltof mikla sok i morgum thessara marka (einnig thessum 2 sem voru daemd af), thetta getur ekki bara skrifast a skort a leikaefingu.

 17. Ég verð bara að segja að ekki er Liv að spila sérstaklega vel, sendingar ónákvæmar og hlutir ekki að ganga upp. En þetta er æfingaleikur, annars fannst mér Torres stundum eigingjarn eins og hann sé pirraður og ætli að klára þetta sjálfur..

 18. 3-0 mér líst ekki á þessi úrslit í þessum æfingaleikjum og svipurinn á benitez sagði sína sögu,vonandi taka þeir ekki með sér svona leik með sér í deildakeppnina því þá fer ílla er ég hræddur um.

 19. Degen hefur nánast ekkert spilað, þarf ekkert að ræða hann neitt.
  Jákvæðu atriðin var að Babel var áræðinn og farandi í baráttu um bolta af fullri hörku, vonandi varanleg breyting frá síðasta tímabili. Gerrard kann enn að sparka bolta fast í átt að marki andstæðingsins og Lucas var fínn. Þar fyrir utan var þetta svæfandi leikur. 🙂

 20. æææ mikið er hann Degen langt frá því að vera boðlegur Liverpool. Liðið er að taka mikla áhættu með því að fara inn í langt keppnistímabil með hann sem varamann í hægri bakvarðarstöðuna. LFC VERÐUR að kaupa varnarmann/menn, þeir eru búnir að missa Hyypia, Arbeloa og hugsanlega Dossena þetta eru þrír leikmenn sem spiluðu samtals yfir 80 leiki (að ég held) á besta tímabili Liverpool síðan úrvalsdeildin var stofnuð.
  Kelly og San Jose eru efnilegir en samt ekki tilbúnir í alvöru bolta eins og staðan er í dag.

  Kv
  Krizzi

 21. Já þetta var allt Degen að kenna!!! Er ekki í lagi?? Annars var þetta skelfilegur leikur af hálfu Liverpool. Er hættur að horfa á þessa æfingaleiki! Þeir eru bara leiðinlegir.

 22. Eftir klukkutíma leik áttaði ég mig á því hvað vantaði í leik okkar. Ég lagðist á hnén fyrir framan sjónvarpið og kallaði nafn hans örvæntingarfullur

  Xaaaaaaaaaaaaaaaabiiii!

 23. Degen er svo lélegur að maðurinn er orsök alnæmis. Í besta falli er hann boðlegur Leikni í Breiðholti. Shit, ég var bara með tárin í augunum við að sjá hann í Liverpool búningnum. Annars var liðið í heild ekki uppá marga fiska í dag en Degen bar af í ömurleika.
  Ég mun ekki horf á leik aftur þar sem hann er í hóp ég sver það.

 24. Shit hvað LFC voru lélegir í kvöld. Þeir gátu alls ekki neitt. Gerrard var flottur og ég er ekki sammála mönnum sem segja að Spearing hafi verið góður. Hann velur finnst mér alltaf erfiðu leiðina og er ekki tilbúinn í leiðtoga hlutverkið. Degen er drasl að mínu mati, hvað Rafa sér í honum veit ég ekki. Hann er ekki góður sóknarlega og ekki góður varnarlega. Að stoppa og setja upp hendina og reyna ekki einu sinni að elta manninn er bara óafsakanlegt hjá atvinnumanni í fótbolta. Vá hvað maður er stressaður fyrir tímabilið ef spilamennskan á að vera svona.

 25. Fyrri hálfleikurinn á kafla alveg ágætur, sérstaklega var ég glaður með Lucas og bakverðina okkar. Ljóst að bakvörðunum er ætlað að taka mikinn þátt í sóknarleiknum næstkomandi tímabil, sem er vel.

  Svo var alveg klárt að margir þeirra sem komu inn í seinni hálfleik veiktu liðið töluvert, sér í lagi Degen og Plessis, sem voru arfaslakir fannst mér. Xabi Alonso er augljóslega ekki til í að vera í búningnum næsta vetur, innkoma hans í kvöld var bara til að slá Real Madrid fast á kinnina og sýna það að við erum tilbúnir að halda honum þó hann sé með fýluna niður á læri blessaður.

  En ég er sammála því að vörnin þyrfti hugsanlega styrkingu ef að Skrtel og Agger eru að verða meiðslamenn í vetur og þá held ég að Distin sé langbesti kosturinn.

  En þetta er allt í góðu að mínu viti og gaman verður að sjá hvernig það kemur út núna í haust sú áherslubreyting að fjölga “alvöru” leikjum á undirbúningstímabilinu. Espanyol voru á annarri innspýtingu en við, svo mikið var víst!!!

 26. Já þetta var accident waiting to happen.
  Manni var sagt eftir æfingaleikina hörmulegu í Austurríki að það væri sko alls ekkert að marka þá. Kristján Atli o.fl. hér fullyrtu þá að Liverpool hefðu verið í svo miklum þrek og sprettæfingum. Leikurinn gegn Espanyol yrði fyrsta alvöru test liðsins. “Well just look at what the cat dragged in.”

  Held að Rafa Benitez og æfingaleikir fari bara ekki saman. Pressan bæði á að skemmta áhorfendum og spila góðan fótbolta er bara of mikið fyrir stærðfræðiformúlurnar hans.

  Degen er drasl. Það er svo augljóst mál að við verðum að kaupa 1-2 varnarmenn fyrir tímabilið, leysa þráteflið í kringum Alonso og kaupa meiri sóknarkraft í liðið. Lífsnauðsynlegt.

 27. Svo maður haldi nú vælinu áfram þá sé ég ekki að við séum með eitthvað sterkara prógram á undirbúningstímabilinu núna en undanfarin ár. Í fyrra spiluðum við á móti Herthu Berlin, Villareal, Rangers og Lazio. Nú erum við einungis með tvo andstæðinga í slíkum gæðaflokki Espanyol og Atletico. Þá töpuðum við ekki leik, unnum m.a. Rangers 4-0 og fengum einungis á okkur 3 mörk í 8 leikjum. Eitthvað annað upp á teningnum núna.

 28. Ég hef ekki séð einn einasta æfingarleik, og mér sínist ekki að ég hafi mist af miklu.. Flest allir hafa endað illa.

 29. Mér líst bar a ekkert á liðið fyrir komandi tímabil. Alonso, Masch, með hálfum huga að spila og liðið lítur bara illa út. einn sigur á móti slöppu liði, og that´s it.

  Það þarf að losa um þetta Alonso mál, loka því, og annað hvort kaupa eða ekki leikmann í staðin fyrir hann. Einnig er vörnin ekki að standa sig.

  Titlar vinnast á góðri vörn. Við erum með tvo frá í vörninni í dag, ekki gott.

  Ég er bara ekki bjartsýnn , því miður

 30. Ég sá Alonso í kvöld,ég sannfærðist endanlega..ég vill ekki þennan mann í liverpool liðinu mikið leið Alonso ílla það var eins og einhver væri að pína hann frá því að hita upp og spila þessar ca 10 mín,honum leið ekki vel það sást langar leiðir,xabi er frábær leikmaður en hann vill ekki spila lengur fyrir liverpool og því er nauðsynlegt að hann fari og þá til RM eins og hann vill,vonandi ná félögin saman um kaupverð ca 28 til 30 milj.er alveg ásættanlegt,það er nauðsynlegt fyrir liverpool að fá svipaðn leikmann,ég hef aldrei verið mikill stuðningsmaður alonso og held því að það verði ekki erfitt að fylla hans skarð hvort það sé þessi ítali eða þá bara lukas.

 31. Það sast nu bara i gær ad vid höfum ekki mann til ad fylla i skarð Alonso…. Hann er nauðsynlegur fyrir þetta lið

 32. Já góðan dag , Alonso með fýlusvip og honum líður illa og hann vill ekki spila lengur fyrir Liv segja menn. En það er eitt ásamt reyndar mörgu öðru sem ég skil ekki,,,, HVERSVEGNA í ANDSKOTANUM SKRIFAÐI ALONSO UNDIR FIMMM(5) ÁRA SAMNING VIL LIVERPOOL Á S’IÐASTA T’IMABILI og er svo með fýlusvip á leikjum, það hlýtur eitthvað hafa gerst innan félagsins, ég man hversu voðalega mér brá þegar að Carr réðist að Arbeloa og ætlaði bara nánast í hann út af marki sem Liv, fékk á sig. Er kanski eitthvað svipað í gangi á milli leikmanna sem við höfum ekki séð og komin fýla í manskapinn, en hvað veit maður svo sem, en þetta er undarlegur viðsnúningur hjá Alonso. Svo má kanski Liv ekki sýna sínar bestu hliðar á æfingaleikjum, hafa allt duló. 🙂 😉

 33. varð Benites ekki brjálaður út i hann þegar hann vildi vera við fæðingu barns síns og missti af einhverjum leik. Rafa er fýlan uppmáluð og mun ekkert ganga meðan hann getur ekki glaðst

 34. Alonso skrifaði jú undir þennan langa samning en þá var ekki áhugi frá Real til staðar og núna þegar þeir koma til hans þá vill hann endilega fara en menn verða einfaldlega að virða þessa samninga ef að Real og Liverpool ná ekki samningum.

 35. OK hann vill endilega fara af því að RM hefur áhuga en ef hann getur ekki farið vegna peningamála þá þýðir ekki að fara í fýlu. Og að skrifa undir svo langan samning þýðir bara eitt að hann var sáttur í Liverpool. En við gefumst ekki upp, LIVERPOOL TEKUR DOLLUNA þótt að Alonso fari og að spilamenskan hafi verið slöpp í gær……

 36. Einhver minntist á sálfræðihernað Benitez. Í bjartsýniskasti ætla ég að halda að þessi leikur sé hluti af honum, að ná niður væntingum fyrir tímabilið. Vélin verði síðan sett í gang í upphafi PL.

 37. Alonso er augljóslega að fara og við ættum bara að hætta að reikna með öðru. Ljóst að fundur gærdagsins milli yfirmanna félaganna þokaði málum verulega, sennilega erum við að fá 30 millur fyrir drenginn og þá verður öllu lokað, spái því að það verði i dag eða á morgun.

  Alberto Aquilani virðist vera nafnið sem Rafa er að skoða vandlega og ég hef verið að heyra í mönnum sem ég þekki vel og fylgjast mikið með ítölskum bolta, ætla að reyna að henda saman pistli í dag eða á morgun byggt á því sem ég veit um hann.

  En svo ítreka ég enn og aftur að ég hef ekki stórar áhyggjur af æfingaleikjunum þó ég hafi vissulega orðið fyrir vonbrigðum í gær, þó sérstaklega seinni hálfleikinn og þá yngri í hópnum. Það er alveg ljóst að við munum bæta við sterkum miðjumanni og ég spái að því lengra sem líður inn á undirbúninginn og Agger og Skrtel eru vafamál mun verða litið á hafsentamálin. Alonso peningurinn verður kveikjan að mönnum, ef við erum að kaupa Aquilani fyrir 17 – 18 millur eru 12 – 13 eftir til að ná í menn til að auka breidd í hafsent og jafnvel frammi.

 38. Rafa verður að breyta sinni taktík þá meina ég í framkomu þetta er óásættanlegt að geta ekki hrifist með þegar vel gengur hann er hvorki af né á maður bara ramminn. Ég vil fá þjálfara með tilfinningar og svo kaupa Villa eða Silva annað gengur ekki fyrst hann klúðraði Owen málinu. Rafa verður náttúrlega að kenna þeim að spila boltanum á milli sín

 39. Einhverjir miðlar eru nú þegar farnir að halda því fram að Liverpool séu búnir að kaupa Aquilani frá Roma. Eitthvað ætlast samt að vefjast fyrir mönnum að loka þessu Alonso máli. Þetta er án efa að hafa mjög truflandi áhrif á undirbúning liðsins fyrir komandi leiktíð.

  http://www.goal.com/en/news/11/transfer-zone/2009/08/03/1419347/liverpool-sign-roma-ace-alberto-aquilani-report

  http://www.sport.co.uk/news/Football/24404/Confusion_reigns_in_Alonso_saga_as_Liverpool_complete_deal_.aspx

  http://www.tribalfootball.com/liverpool-keeping-powder-dry-romas-aquilani-261024

 40. Ég held að þetta sé ágætt verð fyrir mann sem seldist ekki í fyrra á 14 millur en hefur tvöfaldast í verði núna plús það að hann vildi endilega fara og þá er erfiðara að semja við kaupendurna.
  Ég verð sáttur ef Benitez fær góðann mann í staðinn.

 41. Sammála 46 ég skil ekki hversvegna í andskotanum Alonso skrifaði undir langtímasamning, svo nokkrum vikum seinna fer hann fram á sölu,stórfurðulegt.En þetta gengur ekki svona það verður að enda þetta kjaftæði og selja hann til madrid vonandi verður þetta klárað í dag eða á morgun í síðasta lagi.

 42. Ég skil ekki af hverju menn eru að finna að því að Alonso hafi skrifað undir langtímasamning í fyrra. Sá samningur er að sjálfssögðu gott vopn fyrir Liverpool núna í baráttunni við prútt Real Madrid og án hans værum við að tala um lægra verð.

  Klúbburinn hefur boðið Xabi betri kjör gegn því að vernda sína fjárfestingu með langtímasamningi. Það er ekkert óeðlilegt við þetta og það er barnaskapur að halda að langtímasamningur jafngildi langtímadvöl leikmanns.

 43. Mikil ósköp, auðvita festir ekki langtímasamningur leikmanninn svo framalega að sá sem vill kaupa borgi uppgefið verð, annars verður hann að standa við samninginn. En þá kemur upp sú staða eins og margir hafa bent á að leikmaðurinn í þessu tilfelli Alonso, verður fúll og leiðinlegur og smitar út frá sér. Annað, ef Alonso hefur alltaf haft það í huga að yfirgefa Liv,(það voru þreifingar áður)þá er það skrítið með þessa undirskrift á langtíma samning, að vitandi það að það er verra að losna frá Liv, og ég segi það bara aftur,,,,, það er eitthvað í gangi sem við vitum ekki og eitthvað hefur komið snöggt uppá…

Alonso fer fram á sölu

Slúður og annars konar bull