Tomkins um Real Madrid

Hér er nýtt blogg frá Paul Tomkins sem allir ættu að lesa: Two words for Real Madrid.

Ég myndi velja úr góða tilvitnun til að sannfæra fólk um að lesa þessa grein en hún er bara öll það góð, og eins og töluð út úr mínu hjarta, að ég ætla að sleppa því. Lesið hana ALLA. Hún er frábær og lýsir vel hvers vegna það ætti ekki nokkur heilvita manneskja að geta haldið með jafn sálarlausum sirkus og Real Madrid er.

Í alvöru. Ég get skilið það þegar ég hitti fólk sem segist halda með Man Utd, eða Juventus, eða Inter, eða Barcelona, eða einhverju evrópsku stórliði öðru en Liverpool. En þegar menn segjast halda með Real Madrid segi ég nær alltaf: „Í alvöru? Veistu EITTHVAÐ um Real Madrid?“ Mér finnst bara ótrúlegt að nokkur manneskja sem pælir aðeins í sínu vali geti ákveðið að halda með Real, að það sé lið sem gefi af sér þann sjarma að vilja styðja það.

Kannski er það bara ég.

Allavega, Arby er farinn til Real, þeir eru enn að reyna að keyra verðið á Alonso niður og Dossena er við það að fara til Napoli en heimtar víst of há laun fyrir þá. Og svo erum við víst að gera okkur líklega til að kaupa Alberto Aquilani frá Roma í stað Alonso ef/þegar hann fer. Meira af þessu öllu saman á næstu dögum, við reynum að fylgjast með framvindu mála. Mig grunar einhvern veginn að það verði komið lokasvar í þessa Alonso-umræðu áður en okkar menn mæta Espanyol í vináttuleik n.k. sunnudag.

45 Comments

 1. Ég les stundum þessa síðu og er samt Man Utd maður…. en djöfull er ég sammála þessu sem þú ert að skrifa um Real… ég skil ekki í fólki sem heldur með þessu helvítis liði…..

 2. djöfulls rugl er þetta í ykkur !

  Er Liverpool maður í rauðan dauðann, en eignaðist minn fyrsta Real Madrid búning merktan Hugo Sánchez, 1989. Hans besta ár þar sem hann skoraði 38 mörk í 35 leikjum…..
  Og þegar maður er níu ára gamall spáir maður ekki í svona hlutum. Og ekki skipti ég um lið
  En kommon, þetta er ekki eins og Man City, þar sem leikmenn koma útaf peningum einum saman. Þetta er draumur þeirra allra, Ronaldo, Benzema, Kaka og fleiri að koma á Santiago Bernabéu !!!
  En ef þeir vissu nú bara af þessari grein Tomkins…………

  Áfram, fyrst og fremst LIVERPOOL, en svona skítkast útí sigursælasta lið Evrópukeppninnar, Real Madrid, verð ég að verja……..

 3. ,, Og ekki skipti ég um lið”

  Athyglisverður punktur. Hafandi byrjað að halda með Liverpool á mínum yngri árum af jafn grunnhyggnum ástæðum og allir aðrir, hef ég stundum velt því fyrir mér hvort maður hafi valið rétt. Hvort þessi klúbbur sé í raun jafn yndislegur og maður elskar hann mikið og?

  Svarið mitt eftir að hafa velt þessu lengi fyrir mér er já. Ég held með stórkostlegasta fótboltaklúbbi í öllum heiminum. En eins og Kristján Atli segir, þá skilur maður menn sem halda með Barcelona, Man. Utd, Arsenal o.s.fr. Allir hafa þessir klúbbar sinn sjarma, hversu erfitt sem það er að viðurkenna það.

  En Real Madrid??? Nei. Þessi klúbbur hefur engan andskotans sjarma. Ég get reyndar skilið það að fólk sem er alið upp í Madrid og elst upp sem stuðningsmenn klúbbsins hafi taugar til hans, sbr. Arbeloa o.fl. En að þessi klúbbur geti átt sér stuðningsmenn í öðrum löndum og að þessi klúbbur geti trekkt til sín leikmenn frá öðrum löndum – hvað þá heldur leikmenn frá öðrum landssvæðum Spánar en höfuðborginni er mér með öllu gjörsamlega óskiljanlegt. Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að ef Liverpool, klúbburinn sem ég byrjaði að halda með í æsku, væri jafn ömurlegur í alla staða og Real Madrid væri ég löngu hættur að halda með Liverpool.

 4. Bogi H., það er enginn að setja út á það að níu ára krakkar byrji að halda með Real Madrid. Mér þætti það fullkomlega eðlilegt ef níu ára krakkar flykktust að því liði í dag af því að þeir eru jú með Ronaldo, Kaká, Benzema og fleiri hetjur. Krakkar pæla ekki meira í hlutunum en svo að elta frægðarljómann og því eignast lið eins og RM alltaf mikið af nýjum adáendum með hverri kynslóð.

  Þú ert hins vegar ekki níu ára lengur. Orðinn fullorðinn væntanlega, miðað við að þú varst níu ára þegar Hugo Sanchez var að spila fyrir RM, og vonandi með virka rökhugsun og slíkt. Og finnst þér ennþá alveg í lagi að styðja sirkusinn sem er í gangi þarna? Finnst þér eðlilegt að reyna að verja hegðunina sem er í gangi hjá þessu liði? Það er enginn að segja að þú eigir að skipta yfir í Barcelona af því að þeir séu eitthvað betri, ég er bara að segja að það er alveg eins gott að sleppa því að styðja lið á Spáni eins og að ætla að halda því til streitu að styðja Real Madrid af því að þú heillaðist af þeim sem krakki.

  Ef þú hefur ekki tekið eftir því er liðið sem þú heillaðist af í æsku löngu horfið og í stað þess liðs, sem var prýði Spánverja, er kominn bankafjármagnaður sirkus þar sem frægustu atriði heims eru til sýnis á hverju ári. Það sem einkennir þennan sirkus er hins vegar það að sirkustjaldið hrynur nær alltaf á endanum yfir alla viðstadda og þá er farið í að byggja annað og stærra sirkustjald með enn frægari atriðum til sýnis.

  Með öðrum orðum, liðið sem þú féllst fyrir er ekki sama lið og þú styður í dag. Það sama mætti segja um öll önnur lið, en á meðan lið eins og Liverpool, Man Utd, Arsenal, AC og Inter, Bayern og Barca, Atletico og hvað þau heita öll hafa náð að halda í sínar hefðir og persónueinkenni sem klúbbar er RM orðið að sálarleysinu einu saman. Eins og plakat þá lítur klúbburinn alltaf vel út á yfirborðinu en það er ekkert þar á bakvið.

  Bara mín skoðun. Hættu að halda með Real. 😉

 5. Frábær grein að venju hjá Tomkins. Og Bogi minn, ég ætla nú ekki að ganga svo langt að ráðleggja þér að hætta að halda með æskuliði þínu, en þú verður samt að skilja pirringinn í okkur hérna, og viðurkenna að hegðun Real Madrid gengur út fyrir allann þjófabálk. Persónulega mun ég verða fljótur að slökkva á leikjum RM, ef ég rekst á þá á skjánum í vetur, því ógleði er tilfinning sem mér leiðist.

 6. Mér finnst þetta nú full djúpt í árinni tekið hjá þér Kristján. Jújú, margt slæmt má segja um Real Madrid, reyndar má flest það slæma um klúbbinn eyrnamerkja Perez, sem er líklega einn allra versti stjórnandi sem til er. Líklega eru almennir stuðningsmenn Real svo gleymnir að þeir kjósa hann þrátt fyrir að hafa lagt klúbbinn í rúst og bisnessplanið hans er verulega hæpið. Kannski líkt og íslenskir kjósendur flykkjast nú utan um Sjálfstæðisflokkinn.
  En út á það virðist þetta ganga. Að koma með kosningaloforð , standa við þau og kommonn, hver vill ekki fá Kaká í liðið sitt. (Segi ekkert um Kristjönu).

  Ég hef einu sinni farið á Santiago Bernabeau og það var stórkostleg upplifun. Klúbburinn er að mörgu leyti einstakur og að fylla 86.000 manna völl aðra hvora viku er ekkert slor. Þeir eiga líka sinn pólitíska stað í hjarta Madrídarbúa (hluta þeirra) og annarra Spánverja.

  Varðandi Tomkins þá er ég algjörlega sammála honum og Rafa varðandi Alonso. Annað hvort borga Madrídingar uppsett verð eða fokka sér. Svo einfalt er það. Við látum þá ekki komast upp með að borga 80milljónir fyrir Kristjönu og svo 1/4 af því fyrir leikmann sem er mikilvægari fyrir liðið en Kristjana. Fyrir utan að það ætti að láta þá borga skaðabætur á raunverði fyrir Arbeloa sem ætti að vera 8-10 milljónir.

 7. Í samningaviðræðunum um Alonso ættu fulltrúar Liverpool að segja eftirfarandi.

  “Við pökkuðum ykkur saman og niðurlægðum ykkur 4-0 á Anfield í fyrra. Liðin okkar hafa spilað 3 sinnum og markatalan er 6-0 okkur í vil. Ykkur hefur ekki enn tekist að skora gegn Liverpool FC, ekki einu sinni verið nálægt því. Þið hafið heldur ekki komist lengra en 16-liða úrslit í CL í rúm 5 ár því þið hafið alls engan leiðtoga á miðjunni. Við höfum leikmann í okkar röðum sem er ómetanlegur og einstök týpa af miðjuleikmanni í Evrópu sem stjórnar leikjum á hæsta leveli. Þakkið bara fyrir að við setjum ekki enn hærra verð.

  Við höfum orðið 5 sinnum Evrópumeistarar Meistaraliða og erum sigursælasta lið Englands. Samt komið þið fram við okkur eins og smálið. Í síðasta sinn. Ef þið sættið ykkur ekki við okkar sanngjörnu verðlagningu þá pretty please, just FUCK OFF.”

  Ganga útúr salnum að þessu loknu og málið dautt.

 8. Ég legg til að Sölvi verði settur í samningaviðræðurnar. Alonso bara má ekki fara fyrir minna en 35m pund og helst vill ég bara halda honum á Anfield! Við finnum engan sem getur dottið inn í hans stöðu og skilað þeirri vinnu sem hann hefur verið að skila fyrir liðið. Hef mjög litla trú á að þessi Aquilani sé á leiðinni að fara í skóna hans Alonso á næstunni…

 9. Eftir að Sölvi verður búinn að klára 30+ milljóna punda Alonso dílinn legg ég til að hann verði sendur til Englands og Hollands til að ná betri samningum um Icesave reikningana 🙂

 10. Helvítis, þetta dregur nú heldur betur úr bjartsýninni fyrir næsta tímabil. Maður verður samt að treysta og vona að Rafa leysi þetta vel.

 11. Það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt áfall fyrir titilbaráttuna á komandi tímabili, að Alonso fari. Það vantar núna byrjunarliðsmann í lykilstöðu og það veltur eiginlega allt á því hvernig sá sem Rafa kaupir passar inn í liðið.

 12. Það er bara svo sorglegt að þegar allt virðist vera að smella saman þá virðast undirstöðunum kippt undan okkur. Það er eins og um einhver álög sé að ræða. Ég er nefnilega kominn með helvíti mikla leið á því að bíða eftir næsta tímabili endalaust.

 13. Nú verðum við að selja hann fljótt á 27-30mills og leggja allt í sölurnar til að finna réttann leikmann í stað hans. En á að kaupa striker og færa Gerrard niður eða á að kaupa Alberto Aquilani? Ég fékk hnút í magan þegar ég sá transfer requestið frá Alonso, er hann ekki að tapa fúlgum fjár á þessu? Fuckface……

 14. Þetta eru slæmar fréttir. En nú er bara að spila rétt úr stöðunni. Real Madrid þarf enn að greiða það verð sem Liverpool fer fram á fyrir Alonso, það hefur ekkert breyst. En það verður mjög erfitt að finna staðgengil og þetta er ekki gott innlegg í meistarabaráttu næstu leiktíðar.

 15. Það þýðir ekki að gráta það þegar Xabi verður seldur. Við erum með nægan mannskap ef við kaupum einn miðjumann í staðinn. Xabi verður að fá að ákveða sjálfur hvað hann vill gera það ber að virða.

  En varðandi greinina hjá Tomkins sem er mjög góð þá finnst mér vanta þátt Raul í þessu liði. Hann hefur haldið þessu liði saman undanfarin ár og þessir titlar þeirra geta að stórum hluta verið skrifaðir á hann.

  Ég held líka að Xabi sé mjög mikilvægur hlekkur í þessu liði því hann er yfirvegaður, skynsamur, jarðbundinn og auðvitað frábær spilari. Þeim vantar einmitt þannig leikmann til að dempa þennan hrærigraut hjá sér.

  En guð hvað ég vona að Mascherano sé hættur við að vilja fara. Ef/þegar Xabi fer þá er einfaldlega komið að Masch að sanna hversu góður hann er og taka við stjórninni á miðjunni.

 16. Vá ég vill alls ekki missa hann! Það er rétt eins og Tomkins segir að Alonso er hugsanlega make or brake um hvort við vinnum tímabilið svo 30 M er allt OF lítið fyrir það mikilvægann leikmann!
  Við höfum enga ástæðu til að gefa eftir ? Þótt hann hafi að einhverju leyti viljað fara þá myndi hann standa sig 100% ef hann hefði ekki verið seldur. Svipað og þegar Drogba ætlaði að fara fyrir tveim árum, Ronaldo í fyrra og fleiri, svona atvinnumenn standa sig bara og með alla spænsku vini sína í Liverpool þá myndi ég halda að hann færi ekkert í fýlu að vera áfram í LFC.
  Svo ég segi að Benitez eigi ekki að gefa tommu eftir í þessari viðræðum.

  Ég er svakalega sammála Sölva ! 🙂

 17. Ömurlegar fréttir en vonandi að Benitez sé löngu búin að finna arftaka hans.
  Þessir kæmu til greina af minni hálfu, Sneijder, Van Der Vaart, Javi Martinez, Michael Johnson.

 18. Já Sneijder + peningur væri fínt. Veit einhver hver verðmiðinn er á Sneijder?

 19. Er ekkert verið að ræða um það lengur að fá Sneijder og kannski 20 mills??? það væri frábært að fá sneijder og þennan pening sem við gætum notað til þess að kaupa klassa kantmann eins og Silva.. Ef þetta gengi upp þá tel ég að við værum að koma betur út heldur en að vera bara með Alonso enda báðir þessir leikmenn frábærir… En ef á að fá 27-30 mills og kaupa mann eins og þennan Aquilani hjá Roma fyrir stóran hluta upphæðarinnar yrði ég vonsvikinn enda hafa Ítalir ekki verið að gera það gott á Englandi nema í örfáum undantekningum auk þess sem sá maður virðist vera þokkalega oft meiddur. Sneijder er hins vegar frábær spilari sem hefur margt að bjóða og ef það má fá hann á tombóluprís væri það frábært enda við tel ég hann vera leikmann sem er 20 mills virði miðað við kaup og sölur sumarsins.

  En bara eina ósk mans núna er að ganga frá þessum hlutum í hvelli og ekkert hangs.

 20. Uss þetta eru ekki góðar fréttir fyrri okkur LFC menn. En ég er mjög hrifinn af því að fá sneijder finnst að Alonso sé á förum. Draumurinn væri Sneijder og David Silva til LFC. En ælti við þurfum ekki að sætta okkur við Tuncay og Cattermole???

 21. Kristján segir :

  “Hún er frábær og lýsir vel hvers vegna það ætti ekki nokkur heilvita manneskja að geta haldið með jafn sálarlausum sirkus og Real Madrid er.”

  Einsog Benitez?

  Þetta er annars auðvitað þvílíkt væl í þér Kristján og Tomkins (að vanda). Real Madrid er frægasti, sigursælasti og flottasti klúbbur í Evrópu og sá klúbbur sem flestir vilja spila fyrir.

 22. Ég treysti Rafa algjörlega til þess að leysa þetta mál fyrir okkur. Hann hefur byggt þetta lið upp eftir sínu höfði og hann veit hvernig mann þarf til að leysa Alonso af. Alonso er okkur mikilvægur en enginn er ómissandi.

 23. Sælir félagar
  Ég er Liverpoolmaður, gegnheill og innmúraður. En ég hefi verið fylgismaður Liverpool og Real Madrid í 30 ár. Ég frábið mér það að vera svívirtur og mannorðsmyrtur af félögum mínum fyrir það. Tryggð mín við Liverpool er algjör, tryggð mín við RM er algjör, tryggð mín við Skagaliðið er algjör, tryggð mín við Völsung á Húsavík er algjör.
  Hvað sem tautar og raular og allt veltist og snýst þá eru þetta mín lið í stærðarröð.
  ÉG er ekki alltaf ánægður með allt sem gerist hjá þessum liðum. Til dæmis var ég ekki glaður þegar Paul Ince kom til Liverpool, ekki þegar amaban kom í sumar frá MU til RM. En þetta eru bara hlutir sem ég ræð engu um. Og tryggð mín við þessi lið er óskoruð og heil eins og ykkar félagar við Liverpool, Barcelona o.s.frv. Ég virði þá afstöðu ykkar að halda tryggð við liðið ykkar. Ég krefst þess að fá sömu virðingu frá ykkur gagnvart tryggð minni.

  Það er nú þannig

  UNWA

 24. Sneijder leysir ekki Alonso af… Hann mundi spila í einni af þessum þremur stöðum fyrir aftan Torres. Samma mundi Van Der Vaart gera og Silva gera.

  Engin þeirra kemst með tærnar þar sem Alonso er með hælana í stöðunni fyrir aftan Stevie G.

 25. Ég vil Cambiasso hjá Inter!
  Eins væru Fabregas eða Senna hjá Villareal góðir. Helst af öllu vildi ég enn annan félaga Alonso á miðjunni í spænska landsliðinu Xavi, en það er blautur draumur (eins og Fabregas).

  Cattermole er ekki með öruggt sæti í liði sem vinnur enska titilinn, þó hann gæti verið mjög góð viðbót við liðið og byrjunarliðsmaður í meistaraliði eftir 1 eða 2 ár undir handleiðslu Rafa. Minni á að hann er ungur, enn gjaldgengur í 21 árs landsliðið.

 26. Miðað við þessar fréttir þá munum við fá fleiri fréttir af leikmannamálum og við munum eflaust fá til okkar a.m.k tvo leikmenn að ég tel. Gerrard getur auðveldlega leyst stöðu Alonso og Silva eða sneijder komið þá fyrir aftan Torres….

 27. Sammála Elmari, ef við finnum engan í stöðu Alonso þá getur Gerrard dottið aftur og við getum fengið einhvern í holuna, t.d. Snejder.

 28. Þeir fá sennilega einhverja Hollendinga með peningum fyrir Alonso.
  Læt mér detta í hug Robben og Sneijder plús kannski 15-18 milljónir punda.
  Það væri orðið nokkuð vel mannað fram á við held ég.

  Varðandi aðila í stöðu skítadreifara þá held ég að við eigum ekki að flana að neinum kaupum, kannski bara fara í barna og unglingastarfið og ná í gaura sem geta tekið leik og leik á móti Masch, Lucas og Plessis.

 29. Hvað með Eið smára frá Barcelona á ???euro fyrir aftan Torres og Gerrard Á miðjuna?? Bara hugmynd….Eiður gæti ekki verið dýr kostur en álitlegur..

 30. Ég verð að segja að ég er smá skotinn í þessari humynd hans Elmars með eið. Hann er nefnilega með drullufína yfirsýn yfir leikinn og er góður í að leggja upp fyrir menn. Hann er náttúrlega ekki kostur í að vera byrjunarliðsmaður í alla leiki, en hann gæti farið í einhverjar róteringar á móti öðrum.

 31. Ekki Eið… allt annað en þann letihaug..
  Væri alveg til í að fá Seijder plús smá monning..

 32. Eitt annað Kristján Atli !

  “Hún er frábær og lýsir vel hvers vegna það ætti ekki nokkur heilvita manneskja að geta haldið með jafn sálarlausum sirkus og Real Madrid er.”

  Ertu að kalla alla Real Madrid aðdáendur heilalausa hálfvita ? Hvurs lags djöfuls hrokagikkur ert þú að halda slíku fram ? Veistu hvað það halda margir með Real, bara á Íslandi ? Ertu að kalla þá alla síður heivita manneskjur ? DF Þetta komment hjá þér sýnir ekkert annað en að þú hefur engan skilning á því góða sem Real Madrid stendur fyrir ( talandi um heilvita manneskju ). Að lesa greinar eftir Real Madrid hatara eins og Tomkins er, er ekki marktækt.

  Er ekki bara partur af þessu rugli í kringum Alonso- Benítez og Liverpool ? Ég meina þeir borga “uppsett” verð fyrir Ronaldo, Benzema, Kaka, Albiol og fleiri. En þegar kemur að Alonso og Liverpool þá eru vandræði. Alveg eins og þegar við ætluðum að kaupa Alves, Aguero, Simao og fleiri……… ( ekki að Benítez réði þar, veit það )
  Endalaus vandræði………

  En aftur að því, að svona svívirðingum í kommentum hafa verið eytt í gegnum tíðina. Ekki satt?

  Áfram Liverpool og Real Madrid og ÍBV……… 😉

 33. Bogi H., hvar sagði ég að RM-aðdáendur væru „heilalausir hálfvitar“? Hættu að leggja mér orð í munn. Þú ert greinilega ákveðinn í að halda áfram með Real og er það vel, enda var þessi grein mín ekki ætluð sem endileg árás á aðdáendur þess liðs heldur aðallega bara til að segja mína skoðun á félaginu og fá smá umræðu í kjölfarið. Þú hefur bara komið hér inn og skammað þá sem gagnrýna RM en hefur enn ekki boðið upp á svo mikið sem eitt atriði til varnar þínu félagi. Ég gæti túlkað þá þögn sem samþykki á það sem ég (og aðallega Tomkins) gagnrýna í fari Real, en læt það liggja milli hluta.

  Enn og aftur, við erum að ræða um félagið Real Madrid en ekki aðdáendur þess og ég hef engan kallað hálfvita hér. Ekki leggja mér orð í munn.

 34. Bogi :

  Kristján er bara bitur yfir því að halda með jafn smánarlegum klúbbi og Barcelona á Spáni þegar þeir þurfa að eiga við Real Madrid á hverju ári. Skil svo sem að maðurinn sé pirraður út í Real Madrid, en hann missti sig gjörsamlega þegar hann skrifaði þessa grein og varð sér til minnkunnar.

  En gott að fá það á hreint hjá Kristjáni að Benitez sé ekki heilvita manneskja að hans mati.

 35. Þið eruð ágætir. Enn snúið þið út úr í stað þess að ræða Madrídar-liðið eins og ég reyndi í greininni. Svo ég taki af allan vafa, þá er ég ekki að tala um menn eins og Benítez sem spiluðu fyrir og þjálfuðu hjá RM og hafa því augljós tengsl við klúbbinn. Ég er að tala um hinn almenna áhugamann sem býr, til dæmis, á Íslandi og velur sér að halda með RM án nokkurra sýnilegra tengsla við liðið eða borgina.

  En jújú, haldið áfram að snúa út úr …

 36. já, ég er ekki frá því að greinarskrif hans hafi orðið honum til minnkunnar hjá stórum part af íslenskum fótboltaáhugamönnum.

  “Ég er að tala um hinn almenna áhugamann sem býr, til dæmis, á Íslandi og velur sér að halda með RM án nokkurra sýnilegra tengsla við liðið eða borgina.”

  já, sem sagt okkur síður heilvitu manneskjur…

  Ég ætla að spyrja litla frænda minn á morgun hvers vegna að hann sé svona síður heilvitur að halda með Real Madrid og Liverpool. Sérstaklega vegna engra tengsla hans við borgirnar eða liðin…….

  Eins og þetta er frábært Liverpool blogg þá er þetta einnig að verða mjög svo síður skemmtilegt Real Madrid Hate Club. Þið keppist ábyggilega um hver hatar Real mest, þið bloggararnir…….

  LFC & RMCF

 37. Enn og aftur, Bogi, reynirðu að gera mér eða okkur á síðunni upp skoðanir frekar en að reyna að verja klúbbinn fyrir þeim ásökunum sem Tomkins kom með í pistli sínum og ég ítrekaði.

  Ræði þetta ekki við þig frekar. Þú vilt frekar vera hörundsár út í þá sem bauna á RM og reyna að skapa leiðindi en að ræða málin á grundvelli rökhugsunar.

  Svo er þetta líka Real Madrid, klárlega ekki tímans virði. 😉

 38. Voðalegt tuð er þetta í ykkur Bogi H og Patti.

  1) Real Madrid er rosalega hrokafullur yfirstéttar klúbbur sem reynir á hverju ári að kaupa sér titla. Þeir líta á sig æðri öllum öðrum liðum og hafa þverbrotið nánast allar samskiptareglur sem eru á milli knattspyrnuliða.

  2) Real Madrid er t.d. allra virkastir í því að tala við leikmenn án leyfis félaga. Slíkt er fullkomlega siðlaust og óleyfilegt. Þeir t.d. höfðu beint samband við fjölskyldu Kaká og C.Ronaldo og nuðuðu í þeim mánuðum saman. Þeir nota líka skammlaust dagblaðið Marca til að dreifa óhróðri um andstæðinga og og lygasögum um leikmannakaup. Þeir hreinlega búa til vont andrúmsloft í knattspyrnuheiminum.

  3) Skipta um þjálfara og leikmenn eins og nærbuxur og það er engin heildarstefna í neinu hjá félaginu. Orðin traust, skipulag, liðsheild, samvinna og heiðarleiki eru ekki til í þeirra orðaforða.

  4) Á árunum eftir 2000 var félagið svo hörmulega illa rekið að það var á hausnum, tæknilega gjaldþrota. Hvað gerðist? Yfirstéttin á Spáni og borgaryfirvöld fóru bara í málið og keyptu af þeim æfingasvæði, gáfu það síðan tilbaka. Liðið er basically með ríkisábyrgð og getur ekki farið á hausinn sama hversu mikið þeir hrúga leikmönnum til sín og hversu geðbiluð fjárhagsleg stjórn liðsins er. Sanngjarnt? Siðlaust?

  5) Þeir eru búnir ásamt Man City að rústa félagsskiptamarkaðnum. Í miðri risa efnahagskreppu eru þeir að sprengja upp markaðinn sem verður mjög líklega til þess að einhver lið munu fara á hausinn.

  6) Tengsl liðsins m.a. við fasistann Franco. Æstustu stuðningsmenn Real “Ultras” eru oft með Zieg Heil-handabendingar á leikjum og hafa sterk tengsl við nýnasistahreifingar. http://www.gamespot.com/atari2600/sports/football/show_msgs.php?topic_id=m-1-50270257&pid=584743
  Ultras er mjög svipaður hópur og Combat 18 nýnasista aðdéndafélag Chelsea. Chelsea er annar yfirstéttar hægri fasistaklúbbur frá höfuðborginni líkt og Real, sama á við um Lazio á Ítalíu.
  Frábær félagsskapur það og góðar fyrirmyndir fyrir börn. 🙁

  Ég gæti haldið lengi áfram enda af nógu vondu að taka um þetta “Knattspyrnufélag”. Óskiljanlegt að einhver geti haldið af ástríðu með þessum skítaklúbbi.

 39. Merkilegt að Kristján fer hér í mikla vörn.

  Þessi síða hefur frá upphafi verið mikil Pro-Barcelona og Anti-Real Madrid síða enda ritstjórar síðunnar tveir menn sem hafa óspart tjáð sig um hatur sitt á Real Madrid og ást á Barcelona.

  Taka verður því öllum greinarskrifum þeirra um þessa tvo klúbba með miklum fyrirvara enda skrifa þeir jafn hlutlaust þar og þegar þeir skrifa um Liverpool.

  Kristján einsog áður er komið fram missti sig hins vegar í þessari grein og hefur enn ekki beðið afsökunar á því. Ef hann gerir það ekki ætti hann að breyta nafni þessa bloggs í Liverpool og Barcelona bloggið. Ef hann þolir ekki að skotið sé á hann þegar hann kemur fram með jafn fáránlegar yfirlýsingar og hann gerði hér er hann maður að minni. Fólk hefur fullan rétt á að svara þér fullum hálsi þegar þú lætur svona, sættu þig bara við það.

 40. Patti: “Taka verður því öllum greinarskrifum þeirra um þessa tvo klúbba með miklum fyrirvara enda skrifa þeir jafn hlutlaust þar og þegar þeir skrifa um Liverpool.”
  Við hverju býstu á LIVERPOOL-bloggi? Að menn skrifi hlutlaust um LFC?

 41. Skildirðu eitthvað af því sem ég skrifaði Páló? Hvenær sagði ég að þeir ættu að skrifa hlutlaust um L’pool?

 42. Patti. ég túlkaði þetta svona þar sem þú sagðir að það ætti að taka skrif síðuskrifara hér um þessa tvo klúbba (LFC og Barca) með miklum fyrirvara.

  Annað sem ég hjó eftir hjá þér: “Þessi síða hefur frá upphafi verið mikil Pro-Barcelona og Anti-Real Madrid síða enda ritstjórar síðunnar tveir menn sem hafa óspart tjáð sig um hatur sitt á Real Madrid og ást á Barcelona.” og þetta: “Ef hann gerir það ekki ætti hann að breyta nafni þessa bloggs í Liverpool og Barcelona bloggið. “

  Hef sjálfur fylgst með síðunni frá upphafi og ekki tekið eftir því að þeir hafi verið að skrifa mikið um Barca og Real (ef leikir þeirra við Liverpool eru undanskildir) nema eina færslu um daginn þar sem greinarskrif Tomkins um Real Madrid voru til umræðu. Þú getur kannski bent mér á aðrar færslur? Kannski er það bara ég sem túlka þessi skrif þín á þennan hátt.

  Hvort þeir tjái sig um önnur lið en LFC utan síðunnar er hinsvegar annað mál.

One Ping

 1. Pingback:

Fréttir af leikmannamálum

Alonso fer fram á sölu