Fréttir af leikmannamálum

Það eru nokkrar nýjar fréttir af leikmannamálum í dag:

Real Madrid halda áfram að þrýsta á Rafa Benítez að lækka uppsett verð á Xabi Alonso. Það virðist vera orðið nokkuð ljóst að Real ætla ekki að borga það verð sem Rafa vill fá fyrir hann núna og ætla að frekja sig niður í einhverja útsöluupphæð. Ég vona að Rafa haggist ekki – Xabi á langan samning eftir við okkur, virðist ekki vera neitt brjálaður í að fara þótt hann óski þess (hefur t.a.m. ekki viðurkennt að vilja fara og ekki óskað eftir sölu) og svo hafa Real-menn nánast játað að hann sé svo einstakur af miðjumanni að það sé erfitt að finna annan mann með hans eiginleika. Ég veit ekki hvað Real-menn voru að pæla með því, það er ekki beint gott viðskiptavit að játa að leikmaður sé einstakur og heimta svo að seljandinn lækki verðið.

Einn leikmaður virðist þó á leið til Real en Alvaro Arbeloa hefur viðurkennt að samningarnir séu að verða frágengnir. Hann sagði:

“At the moment I am focused on Liverpool but it is true that the deal is close to being completed. [..] I don’t know what the likelihood is in percentages, it’s a question more for the clubs. But, as I understand, it seems everything is going well and there is little left to resolve. It could all be sealed this week.”

Sem sagt, Arbeloa virðist vera í þann mund að ljúka farsælum tveimur og hálfum árum hjá okkur. Svo sem eðlilegt þar sem Glen Johnson er kominn í stöðuna hans, en ég viðurkenni fúslega að ég hefði viljað halda þeim báðum.

Að lokum, þá segir umboðsmaður Andrea Dossena að Liverpool hafi tekið tilboði frá Napoli í leikmanninn. Þannig að Dossena er líklegast einnig á leið til síns heima, eftir frekar stutta en viðburðaríka veru í Englandi. Ég veit ekki með ykkur en ég verð Dossena ævinlega þakklátur fyrir þetta mark. 😉

1-4!

Allavega, ég er nokkuð viss um að ef af sölunni á Alonso verður mun Rafa nota þann pening í að kaupa leikmann framar á vellinum, hvort sem er á miðju eða í sókn, en við verðum að spyrja okkur hvort það sé ekki þörf á að kaupa a.m.k. einn varnarmann ef bæði Dossena og Arbeloa fara. Fari þeir eigum við bara Johnson, Carra, Skrtel, Agger, Aurelio og Insúa til að fylla fjórar stöður, og svo óreynda menn eins og San Jose og Darby þar fyrir utan. Agger og Skrtel hafa báðir átt í erfiðleikum með meiðsli sl. ár og Aurelio er hæfileikarík meiðslahrúga þannig að það er alveg raunhæfur möguleiki, ef við styrkjum ekki varnarhópinn, að við gætum lent í að þurfa að nota kjúklinga á ögurstundu næsta vetur.

Sylvain Distin hefur verið nefndur og ef við fengjum einhvern eins og hann og svo kannski fjölhæfan bakvörð á la Heinze eða Ivanovic hjá Chelsea yrði ég aðeins rólegri. Eins og er, með yfirvofandi brottförum Dossena og Arbeloa, erum við frekar þunnskipaðir í vörninni að mínu mati.

38 Comments

 1. Ætli hann hafi ekki bara viljandi gleymt Degen, frekar myndi ég setja Darby í hægri bakvörð heldur en Degen því Darby yrði allavega líklegri til að ná að halda út í 90 mínútur miðað við meislasöguna hjá Degen.

 2. Það að ég skuli hafa gleymt Degen segir kannski allt um þann leikmann. Þá sjaldan að hann spilar virkar hann ekki beint traustvekjandi.

 3. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Heinze kæmi á endanum til Liverpool, hann er fjölhæfur leikmaður sem spilar bæði bakvörð og miðvörð og það líkar Benitez.

 4. Svo er eitthvað verið að tala um áhuga LFC á Lee Cattermole hjá Wigan.
  Hvur er það nú bara eiginlega?
  Hvaða stöðu spilar hann, veit það einhver hérna?

  Og eitt að lokum, ég hef verið að gæla við hann……… nei nei, ég hef verið að gæla við þá hugmynd að gerast svo djarfur að kaupa nú áskrift að Enska Boltanum hjá 365 Viðurstyggðum, er meira að segja búinn að impra á þessu við frúna og alles, enda reikna ég fastlega með að nú sé það tímabil að renna upp hjá LFC sem þessi #19 kemur í hús 🙂
  Svo skelli ég mér netið til að skoða hvað herlegheitin munu setja svert skarð í heimilisbókhaldið og neiiiiiiiiiii!

  5800 tæpar, eru menn ekki að grínast?
  Þetta er verðið fyrir bara Enska boltann, engin “vild” sem er að ég held skuldbinding í 12 mánuði, bara Enski boltinn, djöfull trúi ég þessu ekki.

  Eru þið að kaupa þetta eða?

  Afsakið þráðránið 🙂

 5. Kaupi þetta ekki, hef ekki lagt það í vana minn að láta rí** mér í ósmurt ragat og hef ekki hugsað mér að byrja á því. Það er ótrúlegt að þetta sé að viðgangast, 2000kr hjá Skjá1um og 6000hjá 365. AFHVERJU er þetta ekki sniðgengið?

 6. Lee Cattermole spilar á miðjunni, og var frekar sterkur á síðustu leiktíð. (held að hann sé fæddur 1988) gæti verið góð kaup ef Alonso fer.

 7. nei fjandinn hafi það vill ekki sjá hann cattermole í lfc búning,grófur og hundlélegur leikmaður að mínu mati

 8. Höfum við séð nógu mikið af Degen til að dæma hann ? Er ekki betra að sjá hvernig maðurinn spilar 100 % heill, áður en menn afskrifa hann ?

 9. það litla sem ég sá af Cattermole í fyrra lofaði góðu. Hann er að vísu grófur, en hann er líka ungur og óheflaður og væri hægt að gera hann að flottum leikmanni því mér finnst hann hafa hugarfarið inni á vellinum.

 10. Maður verður að spyrja sig hvernig getur staðist að Dossona er líklega á leið til Napoli fyrir 4,2 m.p. en Arbeloa til Real á 4 m.p. ! Hvaða rugl er það? Var Benitez kominn með svo harklega upp í kok af manninum að hann varð að selja hann á tombóluprís – og það til Real Madrid. Liðsins sem borgaði trilljón peninga fyrir Kaka og ennþá fleiri trilljón peninga fyrir Ronaldo.

  Að mínu mati var/er Arbeloa okkar besti bakvörður og fjölhæfur í þokkabót og ég vona að þetta sé einhver vitleysa.

 11. Eru menn í alvöru ekki að ná þessu með Arbeloa ?? Maðurinn á einungis eitt ár eftir af samningi sínum og þess vegna fer hann ekki á hærri upphæð en þetta.

 12. nei menn eru ekki að ná því að hann gæti samið við hvaða lið sem er frítt í jan og var nýbúinn að hafna nýjum samningi L´Pool

 13. Á einhverjum netmiðli í dag sá ég að Liverpool sé að semja við Roma um kaup á Alberto Aquilani. Hann gæti reynst fínn fyrir Alonso, hefur sendingargetuna en hefur líka skotinn og töluvert meiri hraða en Alonso. Sjáum til hvað setur.

 14. Fínt að losna við svona auminga eins og Arbeloa augljóslega er sem flýja um leið og þeir fá einhverja samkeppni. Gott að fá seðla frá Madrid fyrir væntanlega saumaklúbbsvinkonu Kristjönu Rögnvalds. Drullaðu þér burtu Arbeloa ekki seinna en strax. Finnst ekkert nema jákvætt að sjá menn sem hafa ekki áhuga að vera hjá besta knattspyrnuliði yfirgefa það.
  Svo þarf það bara að koma í ljós hvort Alonso eða Mascherano eru sama sinnis, ég vona það innilega ekki því þá tel ég líkurnar að vinna deildina nánast engar fari þeir báðir, ekki nema kaup aldarinnar verða framkvæmd í flýti.

 15. Mér finnst nú alger óþarfi að afskrifa Degen áður en hann sparkar í bolta! Rafa hafði trú á honum, sjáum hvað hann getur og dæmum hann svo.
  Dossena mun ávallt vera legend hjá mér fyrir þetta frábæra mark á móti man utd, snéri hnífnum hrottalega í sárinu á unitedmönnunum.

 16. Menn sem skilja ekki af hverju Arbeloa vill fara til Real Madrid ættu að draga höfuðið út úr rassgatinu.

 17. Alltaf ljóst að Arbeloa var að fara til Spánar og svo er að sjá hvað verður með miðjuprinsana tvo.

  Þeir hafa báðir fallið verulega í áliti hjá mér og í raun held ég að erfitt sé að sætta sig við það að þeir verði áfram á Anfield með “hangandi haus” næsta vetur. Vona bara að Benitez sé búinn að finna einhvern/einhverja til að leysa þá af fyrir tímabil. Svo þarf karlinn að fara að hugsa vandlega hvort ekki sé kominn tími á að leita að leikmönnum í mið og norður Evrópu. Þessi sólarflótti í skattalagaskjól má ekki verða málið hvert sumar…

 18. Christian Paulsen er á lausu, leysir miðjuprinsana báða af hólmi

 19. Vissulega slæmt að missa Arbeloa til Spánar en maðurinn vildi ekki gera nýjan samning við Liverpool og því ekkert sem Benitez getur gert nema að selja manninn eða missa hann frítt næsta sumar, þetta er góður leikmaður sem getur spilað allar stöðurnar í vörninni og því eru þetta klassakuap hjá Real en því miður ekki eins gott fyrir okkur.
  En með þennan Ítala hann Aqualini þá vil ég ekki sjá þennann meiðslapésa til okkar enda virðist hann ekki geta haldið sér heilum í meira en 2- vikur í einu og það gertur ekki verið eittthvað sem Benitez sé að leita eftir þó svo að hann sé frábær fótboltamaður.

 20. Sammála þér Maggi.

  Alonso var sáttur fyrstu leiktíðina sína hjá Liverpool en er búinn að vera “fluttur í huganum” síðan þá. Það er ferlegt að vera með menn í liðinu ef þeir eru ósáttir við umhverfi sitt og spila “bara” af því að það er vinnan þeirra. Það verður að vera meiri metnaður en það í gangi.

  Engu að síður eru Alonso og litli nautabaninn leikmenn af þannig kaliberi að það yrði allt of stór blóðtaka að missa þá báða.

  Vonandi sjá þeir að sér og skuldbinda sig af heilum hug í Liverpool FC.

 21. Leiðinlegt að missa Arbeloa fyrir svona smá aura. 3,5 mill. punda fyrir spænskan landsliðsbakvörð eru klassakaup. Hann kom vissulega ódýrt en ef hann hefði átt lengri samning má gera ráð fyrir að hann hefði farið talsvert dýrara frá Liverpool. Við þessu er ekkert að segja, nema þarf Liverpool að fara fjárfesta í bakverði, sem helst getur leikið báðum megin, þar sem Dossena er hugsanlega á leiðinni burt.

 22. Sammála þeim sem halda því fram að við þurfum varnarmann til LFC núna. Einhvern sem getur spilað nánast allar stöður. Ég vona bara að fréttirnar á netinu og annarstaðar fari að snúast um að leikmenn séu á leið TIL Liverpool en ekki frá LFC. Bíð enn spenntur eftir tilkynningunni um að David Silva sé búinn að semja við Benítes og sérstaklega þar sem usa bræður eru búnir að semja um skuldir sínar og sjá hve miklu þeir treysti til leikmannakaupa.

 23. Það hefur líka verið einhver kergja á milli Carra og Arbeloa….líklega því Liverpoolhjartað sló ekki nógu fast hjá þeim spænska. Annars má Alonso alveg fara fyrir þessa upphæð sem verið er að tala um. En auðvitað með því skilyrði að annar miðjumaður komi í staðinn. Cattermole er góður kostur og ég væri meira til í að fá hann frekar en einhverja prímadonnu frá Ítalíu.

  Ég veit ekki en ég sá alveg fyrir mér að Gerrard fari niður á miðju með Masch og Pacheco fari fyrir aftan senterinn. Reyndar sér maður alltaf einhvern kjúkling fyrir öll tímabil sem maður heldur að sé að fara að meika það með liðinu en það verða alltaf vonbrigði. En Pacheco er bara þvílíkt efni að ég ætla að halda því fram að hann sé tilbúinn.

 24. Fyrir mína parta þá veldur salan á Arbeloa mér vonbrigðum. Hefur staðið sig afburðar vel og fyllt í stöðu sem hefur verið veikur hlekkur hjá okkur í mörg ár.

  Vona að Johnson fylli í skarðið og geri í raun ekki aðrar kröfur en að hann standi sig jafn vel og Arboloa.

  Svo finnst mér kaup- og söluverðið á þeim félögum í hróplegu ósamræmi við getu þeirra. Átta mig reyndar alveg á að annar er breskur og hinn á bara eitt ár eftir af samningnum sínum. En 15 m punda mismunur er bara galinn.

  En hvað sem öðru líður þá vona ég innilega að báðum gangi allt í haginn. Sérstaklega okkar manni að sjálfsögðu.

  Áfram Liverpool!

 25. Hössi. Johnson gerði líka langan samning við Portsmouth í janúar, og hann bað heldur ekki um sölu eins og virðist hafa verið málið með Arbs.

 26. Eiga menn ekki að róa sig í að vera bjánar Lolli? Finnst þér þetta í fullri alvöru eðlileg viðbrögð við því Arbeloa fari til Madrid? Maður sem hefur bara staðið sig fínt hjá okkur og hefur ekkert unnið sér til saka. Djöfull eru menn harðir.

 27. Já og töffaraskapurinn hjá sumum hérna er alveg til fyrirmyndar eða þannig. Menn hljóta að mega setja spurningarmerki við svona sölur og það er ekki allir eins upplýstir hérna og aðrir. Þess vegna les maður bloggið á þessari snilldarsíðu til að fá upplýsingar. Ég t.d. vissi ekki að Arbeloa vildi bara ekki skrifa undir nýjan samning. Er ég þá með “hausinn í rassgatinu á mér” ?????
  Tökum slakið á töffarann, hann á ekki heima hér.

 28. Þetta er orð að sönnu hjá Tomkins:
  “I find Madrid so soulless, their team-building so lacking in imagination. I detest the presidential system whereby people get elected by promising to bring in players who belong to other clubs, who have yet to be approached in any official capacity.”

 29. Ég held það sé óþarfi að gera stórmál úr ummælum Lolla (#16) hér að ofan. Ég var að sjá þau fyrst núna eftir dag fjarri tölvu en hefði sennilega verið búinn að eyða þeim út fyrir dónaskap og úthrópanir ef ég hefði séð þau í tæka tíð.

  Ég held að flestir séu rólegir yfir sölunni á Arbeloa þar sem það var lengi búið að vera ljóst að hann væri að fara. Hann vildi ekki framlengja samninginn, bað um sölu og Real var alltaf eina liðið sem kom til greina. Þess vegna var Johnson keyptur og þess vegna var Arbeloa seldur svona ódýrt, en nota bene þá kom hann á að mig minnir 1.5m punda þannig að við erum nú samt að græða 2m á honum. Ég þakka honum fyrir góða þjónustu og vona að hann verði ekki fórnarlamb sirkusins í Madríd.

 30. Já, það verður fróðlegt að sjá Arbeloa berjast um hægri bakvörðinn við Sergio Ramos sem að mínu mati er einn ofmetnasti leikmaðurinn í boltanum.

Undirbúningurinn hingað til – uppfært.

Tomkins um Real Madrid