Liverpool – Singapore

Jæja, fjórði æfingaleikur sumarsins fer fram nú í dag og er hann gegn landsliði Singapore á heimavelli þeirra. Leikurinn hefst kl. 11:00 og er sýndur á Stöð 2 Sport, LFC TV á netinu og fleiri stöðum.

Rafa stillir upp svipuðu liði og undanfarið, Spánverjarnir eru á bekknum en Mascherano byrjar. Liðið er svona: Cavalieri, Degen, Carragher, Agger, San Jose, Benayoun, Mascherano, Lucas, Babel, Ngog, Voronin.

Bekkurinn, þeir sem spila í seinni hálfleik, er þá eftirfarandi: Johnson, Plessis, Torres, Riera, Pacheco, Dossena, Gulacsi, Insua, Alonso, Kelly, Arbeloa, Kuyt, Reina, Spearing, Nemeth.

Verður fróðlegt að sjá liðið í dag.

31 Comments

  1. Humm…þessi leikur virðist vera keppni í því hversu oft er hægt að brjóta á Javier Mascherano í einum hálfleik

  2. Kuyt búinn að leggja upp síðustu tvö … Singapore menn eins og leir í höndum okkar manna 🙂

    Allt annað að sjá liðið í þessum leik miðað við fyrri æfingaleiki.

  3. er þetta Daniel Pacheco þarna núner 8 á miðjuni….hann er allavega betri en lucas…

  4. Owen who? We got Nemeth!

    Djöfull er Kuyt búinn að vera góður, 3 stoðsendingar í einum hálfleik!

  5. Kuyt var alveg rosalegur í dag! Ef hann verður í þessu formi í vetur, og með Johnson fyrir aftan sig þá verðum við með besta hægri vænginn í deildinni. Pacheco var líka flottur á miðjunni í dag.

  6. Pacheco var skuggalega flottur á miðjunni. Mjög yfirvegaður…kannski mótherjinn…en allavega með flottar snertingar. Minnti á Xavi. Hmmm…

    • hvar var Glen Johnson

    Hann er víst með smávegis meiðsli á “Achilles Tendon” sem að ef líffræðin mín er ekki að bregðast mér er hásin. Ætti að vera orðinn góður fyrir næsta leik.

  7. nákvæmlega eins og xavi…!!! kanski hentar honum bara fekar að vera á miðjunni….

  8. Jæja flottur leikur hjá okkar mönnum og greinilegt að formið er að koma hjá þeim og gaman að sjá Németh skora 2 mörk og Kuyt leggja upp 3 stykki takk fyrir.
    Pacheco er rosalega efnilegur og vonandi að hann fái nokkur tækifæri í vetur, drengurinn er ekki nema 18 ára og virkilega spennandi leikmaður.

  9. Jæja, þarna komu mörkin sem einhverjir báðu um!

    Held reyndar að Singapore hafi verið mun slakari en Thailand, fannst þetta bara spurning hvenær fyrsta markið kæmi, en þegar ferskir fætur komu inn varð þetta slátrun.

    Margt mjög jákvætt, sérstaklega flott að sjá Kuyt á vængnum og staðsetningar Nemeth voru eins og hjá mun eldri og reyndari senter.

    Nóg í bili, er að setja saman pistil um mína skoðun á pre-season hingað til byggt á þeim leikjum sem við erum búnir að spila, bæði aðallið og XI. Meira þá um liðið.

  10. Ups:
    – Fyrirliðinn Kuyt var frábær. Ég elska maninn!
    – Nemeth sýndi að hann gæti verið tilbúinn…jafnvel á undan Ngog
    – Pacheco var mjög góður fyrir aftan senterana…Pacheco verður á allra vörum innan skamms
    – Benayoun var sprækur
    – Torres að sjálfsögðu góður

    Downs:
    – Agger óöruggur í nýrri stöðu
    – Ngog er ekki alveg að tengja þarna frammi
    – Degen vantar gæði
    – Riera missti það alveg eftir markið sitt…enda var hann tekinn útaf stuttu eftir að hann var settur inná

  11. Sammála með að Thailenska liðið hafi verið mun sterkara, en fín frammistaða engu að síður.

    Það sem stóð upp úr fyrir mig í þessum leik er hve mér finnst Nemeth alltaf minna meira og meira á Fowler, alls ekki líkamlega magnaðasti eða fljótasti maðurinn á vellinum en hefur flottan fótboltaheila, vel staðsettur og eitraður í boxinu.

    Verð að minnast líka á Vorinin sem sýndi góðan leikskilning og vildi virkilega fá boltann, skoraði mark. Ágæt frammistaða hjá honum.

  12. Við erum með fína backup sentera í Nemeth og Voronin. Ég mundi allavega velja þá framyfir N’gog og sennilega Babel.

  13. Gaman að sjá ungu strákana, sammála mönnum um að Nemeth og Pacheco virka eins og staðan er núna mest spennandi fyrir framtíðina. Annars ekki sterkur mótherji en fín framistaða. Svo get ég ekki annað en minnst á Kuyt. Hann var frábær í dag, barðist eins og alltaf en svo komu aðrir þættir inn sterkari en áður, fannst alltaf hætta þegar hann fékk boltann.

Skrtel og El Zhar meiddir, sendir heim

Undirbúningurinn hingað til – uppfært.