Rapid Wien í kvöld

Jæja, þessi leikskýrsla hans Magga er búin að vera hér efst á síðunni í fjóra daga. Það er kannski til marks um fréttaleysi undanfarinna daga (fyrir utan eitthvað Xabi Alonso slúður).

Allavegana, æfingaleikur númer 2 er í kvöld – gegn Rapid Wien. Þetta er einnig síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Austurlanda. Þá verður einmitt spennandi að sjá hvernig ferðahópurinn lítur út þar sem að margir hafa getið sér til um að Xabi Alonso muni ekki ferðast með liðinu. En allavegana, hérna geta menn rætt um leikinn. Samkvæmt Liverpool.is verður hann sýndur á Players fyrir þá sem eru á Höfðborgarsvæðinu.

84 Comments

  1. Er leikurinn sýndur á Liverpool stöðinni sem nú er inni á Digital Ísland?

  2. Leikurinn byrjar kl 18:15 á Liverpool tíma, sem gerir kl 16:15 á Íslandi. Leikurinn er sýndur skakkt á LFCTV, þ.e. 2 klst eftir kickoff.

    Hann byrjar sem sagt á LFCTV kl. 18:15, allar 90 mínúturnar.
    http://www.liverpoolfc.tv/tv/

  3. Byrjunarliðið: Cavalieri, Degen, Insua, Carragher, Ayala, Gerrard, Plessis, Babel, El Zhar, Nemeth, Voronin.

    Á bekknum: Martin, Gulacsi, Kelly, San Jose, Pacheco, Benayoun, Kuyt, Mascherano, Lucas, Ngog, Spearing, Skrtel

  4. ArnarÓ geturu sagt mér á hvaða síðu þú fannst þetta ? mjög góð gæði….

  5. Þetta er svona dæmigerður early pre season æfingaleikur. Liðið gerir lítið sem ekkert af viti og er miklu mun veikara liðið. Afhverju að vera að spila þessa leiki ef menn nenna ekki að gera e-ð ???

  6. Varð nokkur var við Alonso og Arbeloa við hliðina á varamannabekknum?

    Jónas Íslendingur….af hverju þá ekki bara að sleppa því að hafa undirbúningstímabil? Svona leikir er mikilvægur liður í því að undirbúa liðið og eru úrslitin algjört aukaatriði. Mikið af leikmönnum hafa lítið sem ekkert spilað saman áður og er tilgangur þessara leikja aðallega sá að leikmenn nái sér í gott leikform og að þjálfari sjái samspil og skilning milli leikmanna.

    Þá annars að einum leikmanni, Daniel Pacheco…mikið óskaplega líst mér vel á þann dreng og vona að hann fái sinn séns í vetur

  7. Voru Alonso og Arbeloa ekki á svæðinu áðan ?
    Ég sá allavega Torres vera að éta brauðbollu sem hann tók af Riera og ég sá líka Reina en ekki hina 2.

  8. Jæja.

    Annar leikur til að kenna mönnum hlaupin. Fannst eiginlega algerlega eins leikur eins og gegn St. Gallen, sömu menn að spila vel og sömu illa.

    Jay Spearing og Dani Pacheco að leika það vel að mér finnst þeir eiga að fá mínútur hjá LFC í vetur. Martin Kelly líst mér stöðugt betur á og Voronin og Degen sýnast mér geta orðið “squad” kostir.

    Nemeth, Gulasci og Plessis ekki að skora stig hjá mér.

    En flott að sjá að Alonso er mættur á svæðið!!!

  9. Sælir, bræður í trúnni! Ég var með guttanum mínum á leiknum í Vín núna í kvöld og þótti rétt að rapportera aðeins. Umgjörðin var stórkostleg, löngu uppselt og yfir 50.000 manns á vellinum, blöðrur og alls kyns álglys steig til himins fyrir leik, rosalegt, veðrið frábært. Við áttum því von á því að Liverpool myndi allavega gera tilraun til þess að vinna leikinn, helst nokkrar, enda er austurrísk knattspyrna að upplifa þónokkuð niðurlag um þessar mundir svo ekki sé meira sagt, Rapid Vín með jafn mikið rekstrarfé á þessari leiktíð eins og Liverpool lagði út fyrir Johnson um daginn. Svo var því miður ekki, liðið var sennilega að prófa eitthvað algerlega allt annað en það hvernig maður yfirbugar andstæðinga sína í knattspyrnuleik. Svo skelfilegur var leikur liðsins, sérstaklega fram á við, þar sem knattspyrnuleikir eiga það til að ráðast. Það er erfitt að ráða í það hvað Benitez er að æfa í þessum tveimur æfingarleikjum sem liðið hefur leikið til þessa, eitt er víst, liðið er að leika með ólíkindum leiðinlega og árangurslitla knattspyrnu. Ljósu punkarnir voru auðvitað Gerrard, sem sýndi, þegar hann vildi, að hann gæti unnið leikinn upp á sitt einsdæmi. Insua var frábær sem og Carragher. Hitt er svo annað, að þeir sóknarmenn sem við höfum til umráða í fjarveru Torres eru menn sem eru ekki nálægt því að vera á þeim standard sem lið eins og Liverpool ætti að setja sér, því miður. Þar vantar með ólíkindum mikið upp á. Hápunktur kveldsins var You never walk alone…þar sem hver einasti maður enskumælandi eða ekki, öskraði með, frussandi og rammfalskur. það eina sem minnti á annars vonandi gott knattspyrnulið.

  10. Gaman að þessu Einar hressi, ágætis skýrsla. Vil bara biðja menn að hafa í huga að í æfigaleikjunum er markmiðið ekki að sigra leikinn heldur að ná eins og Maggi segir hlaupum og dekkningu, það er fyrst og fremst verið að æfa taktík og láta menn koma sér í form. Jónas Íslendingur: ef þú hefur spilað fótbolta sjálfur þá veistu að hugarfarið skiptir ansi miklu, í æfingaleikjum eru menn eru alveg að nenna þessu þótt það virki kannski ekki þannig því sigurinn skiptir litlu máli. Reyndar myndi ég vilja sjá kjúklingana nýta sér þessa sénsa en þeir eru kannski ekki með nóg gæði til að geta það.

  11. Smá rán hérna..

    Veit einhver hvað er að gerast með ynwa.tv?

    ekki það að þetta sé ekki frábær síða.

  12. Einar hressi – gaman að heyra af manni sem var á leiknum. Gott að heyra að það var frábær umgjörð en því miður verð ég að segja að þú varst á villigötum ef þú hélst að Liverpool ætluðu sér að bjóða upp á eitthvað hungur eða blússandi stórleik í dag.

    Það hefur verið þannig, meira og minna frá því að Rafa tók við liðinu fyrir fimm árum, að það gerist nánast ekkert markvert í fyrstu 2-3 æfingaleikjunum. Þessir leikir sem eru spilaðir í æfingabúðunum í Sviss og Austurríki eru fyrst og fremst hluti af æfingaprógramminu. Ekkert annað. Liðið æfir tvisvar á dag alla daga sem þeir eru í þessum æfingabúðum og á leikdag æfa þeir fyrr um daginn og spila svo síðdegis. Leikirnir eru aðeins seinni æfingin nema að í stað þess að æfa hlaupin sjálfir og/eða spila 11-á-11 innbyrðis mæta menn óþekktu liði og smá stemningu á leikvanginum, fá tilfinningu fyrir alvöru stöffinu aftur.

    Það er í raun vandinn. Klúbburinn er klárlega að hagnast á því að selja aðgang að svona leikjum, bæði í sæti og með sjónvarpsútsendingum, og því falla margir í þá gryfju að ætlast til að sjá einhverja skemmtun. Ég horfði á fyrri hálfleikinn gegn St Gallen og um klukkutíma af leiknum í dag en var allan tímann meira að horfa af forvitni en af einhverri löngun til að sjá skemmtilegan leik. Ég vissi að það væri frekar ólíklegt.

    Í raun má segja að þessir fyrstu tveir leikir, sem og leikirnir sem þeir spila í Asíu núna í næstu vikunni, séu bara framlengingar af æfingasvæðinu. Fyrstu leikirnir sem ég myndi líta á sem marktæka um framhaldið eru leikirnir gegn Espanyol á Spáni og Atletico Madrid á Anfield, rétt áður en tímabilið hefst. Allt fyrir það eru bara æfingar og/eða tækifæri til að leyfa einhverjum 22-24 leikmönnum að spreyta sig í einum og sama leiknum.

  13. Jahá. Gaman að sjá leikmenn Liverpool afskrifaða fyrirfram og afsakaða síðan eftirá! 🙂

    Það er sama hvernig menn snúa sér. Þessar frammistöður gegn St.Gallen og Rapid Vín skipta auðvitað ekki neinu fyrir keppnistímabilið í Englandi en þær eru engu að síður alger hörmung frá a-s.

    Erum við ekki m.a. í þessum æfingaferðum að reyna auka treyjusölu og vinsældir Liverpool FC á heimsvísu? Hver ykkar hreinlega sofnaði ekki yfir þessum leikjum og drepleiðinlegum sóknarleik okkar manna? Hvernig verður samanburðurinn þegar Liverpool fer bráðum til Asíu og gerir þar mögulega steindautt 0-0 jafntefli gegn Thailandi þegar Man Utd vann þar nýlega 3-2 sigur í hröðum og spennandi leik?
    Hvaða heilvita krakki í Sviss, Austurríki eða Asíu mun þá grenja í foreldrum sínum að kaupa treyju með Voronin, El Zhar, Plessis og C. Nemeth?

    Það er soldið sársaukafullt að sjá hversu augljóst það er að flestir ungu leikmenn Liverpool eru ekki nógu góðir. Sem og vissir squad-leikmenn aðalhópsins. Allir sóknarmenn liðsins virðast steyptir í sama mót, líta út eins og vélmenni á velli, kunna allar varnarfærslur og að halda stöðum en þora aldrei að taka áhættur eða taka menn á. Einu skiptin sem einhver sprettir virkilega úr spori er þegar á að pressa og loka svæðum.

    Hefði skipt litlu þó við ynnum þessa leiki 1-0, sóknaleikurinn var svo fullkomlega random og hægur að manni blöskraði oft áhugaleysi manna að spila sig inní aðalliðið. Maður hreinlega skildi heldur oft ekki hlaupin sem menn voru að taka í sókninni, þetta endalausa hik og tilraunir til að þræða sig í gegn með reitabolta þegar nálgaðist vítateiginn. Enginn að taka hlaup til að teygja á vörnum og opna svæði. Færslurnar milli kanta og upp völlinn tilviljunarkenndar og engin sóknarógnun af bakvörðunum, sérstaklega Degen sem er hreinlega ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool. Jafnvel Ryan Babel var stundum kominn niður í vörnina að hreinsa upp. Hvenær gerðist það síðast?!

    Ef Leikmenn Liverpool fá aldrei að taka áhættur og æfa sóknarleikinn almennilega. Hvernig eiga þeir þá að tjá sig inná vellinum, geta lært af mistökum og þroskast?
    Ég er ekki með neina svartsýni fyrir komandi tímabil. Við erum og verðum með svaðalega gott lið sem berst á öllum vígstöðum. En í guðana bænum Rafael Benitez……..taktu Liverpool úr handbremsu af og til… Live a little.

  14. Gaman að lesa smá rapport frá manni sem var á leiknum, en þó ég skilji vel gremjuna yfir því að hafa ekki séð skemmtilegri leik, þá er ég nú sammála KAR með það, að menn þurfa ekkert að tapa sér í stressi þó svo að myljandi knattspyrna á hæsta tempói hafi ekki verið spiluð þarna.

    Þessir leikir eru fyrst og fremst til æfingar fyrir liðið, og ég hef litlu við útskýringar KAR að bæta.
    En það jákvæða verður alltaf sú staðreynd að það styttist óðum í að alvaran taki við, og maður býður bara viðþolslaus eftir því að flautað verði til leiks í deildinni…

    Insjallah.. Carl Berg

  15. Eg verð að biðja menn að fara ekki með fleipur þegar þeir svara því sem ég skrifaði, og vanda sig aðeins við skriftirnar þó þeir viti nú greinilega allt sem hægt er að vita um knattspyrnu á heimsvísu, og rúmlega það. Enginn sem hefur séð æfingarleik hjá stóru félagi á æfingartímabili á von á “flugeldasýningu” eða “blússandi” sóknarleik”, hvað þá að viðkomandi “tapi sér sér stressi” þess vegna, gerist það ekki. Svo er alls ekki. Ég verð að vera sammála Sölva í hans skrifum, það er ekki hægt að bjóða fólki upp á slíka frammistöðu eins og þá sem Liverpool bauð upp á í þessum æfingaleikjum sem nú eru afstaðnir, hvað þá að hægt sé að gera ráð fyrir að þetta sama fólk vaði á næsta rauðbirkinn og freknóttan mann á sölubás og heimti af honum nokkra trefla til að minna sig á annars stórbrotna skemmtun. þessir leikir skerða verulega orðspor liðsins. Ég ætla nú ekki að fara að elta upp tölfræði, en ég hef haft það á tilfinningunni að liðið hafi átt erfitt með að skora á fyrsta hluta keppnistímabils, og oft í fyrrihálfleik, hér hafa verið skrifaðar margar greinar um það. Ég er ekki hissa á því, ætli menn að nota leiki eins og þessa til þess að æfa hlaup, og horfa fram hjá því að það er knattspyrnuleikur í gangi?? Þá undirstrika ég það, að mín upplifun var sú að þeir leikmenn sem eiga að vera til taks, taki sá spánski upp á því að togna krónískt aftur í aftanílæri, virðast engan veginn vera leikmenn á þeim mælikvarða sem liðið ætti að setja sér, og þetta er í mínum huga töluvert áhyggjuefni. Kannski helgast þessi skoðun af misskilningi, þessir ungu bröttu menn eru kannski bara í þessum leikjum til að æfa hlaup og dekkingar, en verða væntanlega tilbúnir til þess að gerast stórhættulegir markaskorar þegar sá spánski fer að haltra um með kreppt andlitið.

  16. Finnst skrýtið að þið séuð ekki komnir með grein um Sneijder. Gætu orðið frábær skipti ef af verður.

  17. Gaman að segja frá því að Villareal skoruðu 27 mörk í fyrsta æfingaleik sýnum… 🙂 http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=78777
    Það hefur samt EKKERT að gera með það hversu góðir þeir verða á næsta tímabili en ef þetta hefði verið staðan eftir leik okkar manna í gærkvöldi værum við held ég ekki grátandi af leiðindum.

  18. Já, Þakka þér Einar fyrir að benda mér vinsamlegast á það að vanda mig við skriftirnar hérna inni. Ég skal taka það til greina, en verð þá jafnframt að benda þér, vinsamlega á þá staðreynd að ég sagði aldrei að þú hafir talað um það að menn væru að tapa sér úr stressi.
    Fyrir það fyrsta, var þessu nú beint almennt til manna, en ekki sérstaklega til þín, og í öðru lagi þá átti nú heldur ekkert að taka þetta bókstaflega, enda veit ég ekki frekar en þú, hvernig mann “tapa sér” af stressi. Maður segir oft svona til þess að leggja áherslu á mál sitt, svipað og að tala um að “fólk vaði á næsta rauðbirkinn og freknóttan mann á sölubás”.
    Ég hafði gaman að lesa það sem þú skrifaðir, og skil vel að þú hafir orðið gramur yfir knattspyrnunni, eins og ég sagði að ofan… en mér finnst það nú fokið í flest skjól ef þú ætlar að koma hingað inn og skamma menn fyrir að vanda sig ekki nægilega mikið þegar þeir eru að svara þér. Ef þú vilt að þér sé svarað á ákveðinn hátt, þá ættirðu kanski bara að skrifa svarbréfin sjálfur!!
    En ég mun gæta þess í hvívetna héðan í frá, að vanda mig eftir bestu getu, og hugsanlega fá hlutlaust matsfyrirtæki til þess að lesa komentin mín yfir áður en ég sendi þau frá mér. Þá mun ég einnig óska eftir úttekt á fyrr skrifum mínum og skipa nefnd til að fara yfir málið.

    Insjallah… Carl Berg

  19. hehehe góður Carl Berg… Skil ekki hvað menn eru að væla þó það séu einstaka stafsetningarvillur hér og þar ef bréfið skilst vel. Menn eru í vinnu og eru kannski að drífa sig enda margt mikilvægara hjá fólki en að eyða miklum tíma í að svara póstum um knattspyrnu… En Carl Berg það er mikilvægt að þú verðir búin að ráða í þessa nefnd fyrir kvöldið því annars átt þú á hættu að verða bannaður hér á þessari síðu hehehehehe….

  20. Hinrik – ég hef einfaldlega ekki séð þetta Sneijder slúður á neinum áreiðanlegum miðli. Er ég að missa af einhverju?

  21. Hvernig er það … fór Xabi Alonso með liðinu til Thailands ??? Veit það einhver?

  22. Já Alonso fór með til Asiu.
    Það er svo endalust af slúðri þarna úti að það er orðið frekar leiðinlegt að fylgjast með þessu rugli en þetta er tekið af TIA

    Alonso is expected to join Real Madrid for 23 million euros, and exciting Spanish prospect Alvaro Negredo will be going in the opposite direction. Another Real Madrid player to go to Liverpool is 25 year old Dutch midfielder, Wesley Sneijder, who will join the Merseyside club on a 24 month loan, as part of the deal that takes Alonso to the Bernabeu.”

  23. Auðvitað er þetta alltaf möguleiki eins og sjá má með Eto’o og Zlatan.
    En þeir eru að skipta um lið plús pening og Barca lánar þeim Hlep líka.

  24. Alonso er ‘i Bankok með Liverpool.
    Mér finnst nú ekki að Einar Hressi ætti að skreyta sig með þessu Hressa nafni,ef hann getur ekki sætt sig við það að menn svari honum. Maðurinn hefur sennilega borgað allt of hátt verð fyrir miðann sinn og kemur svo hér inn og grætur yfir því að varalið Liverpool skuli ekki valta yfir þetta Vínar drengja lið. En samt gaman að sjá menn koma hingað með miklar meiningar á silly sesoninu ,þó mér lýtist ekki á það hvernig þú verður ef ekki gengur allt að óskum þegar alvöru leikirnir byrja.

  25. Owen byrjaður að skora… afhverju tóku við hann ekki!!!!!!!!!!!!!!!! svo eru við ekkert að skora á móti skíta liðum

  26. Ohhhhh Owen er að fara toppa hjá man utd ég veit það honum dauðlangar að fara með Enska liðinu á Hm og hann mun skora fullt af mikilvægum mörkum fyrir scum.Næsta leiktíð verður gríðarlegur hausvekur fyrir okkur poolarana en annars vegar held ég því fram að alonso er ekki að fara neitt munið þessi orð mínir kæru vinir

  27. Tek undir þráðránið hans Geirs, við hefðum átt að fá Owen til okkar. Þessi skoðun mín byggist ekki á þeirri staðreynd að hann hafi skorað mark í báðum fyrstu leikjunum sínum fyrir djöflana heldur því að Owen er markaskorari af Guðs náð. Því miður höfum við ekki marga svoleiðis í dag. Ég er mikill Benitez maður en ef hann fær ekki almennilegan backup striker fyrir Torres þá hefur hann sennilega gert ein sín stærstu misktök síðan hann tók við liðinu. Voronin og N’Gog eru eflaust ágætis leikmenn en því miður komast þeir ekki með tærnar þar sem stubburinn með vatnshöfuðið hefur hælana.

  28. Ó kræst, ætlum við að byrja á þessari Owen umræðu vegna þess að hann hefur verið heill í tvær vikur og skorað mörk gegn einhverju úrvalsliði Malasíu?

    Owen valdi það að spila fyrir Man United. Get over it.

  29. Einar. Þetta er á Goal.com. Hef reyndar líka heyrt að Benitez hafi ekki litist vel á þessi skipti.
    Xabi Alonso’s move to Real Madrid is back on the cards, with Liverpool reportedly willing to consider a deal if Wesley Sneijder is included.

    Alonso is seemingly intent on a move to the Bernabeu, but thus far the two clubs have failed to reach an agreement over a transfer fee.

    According to The Times, however, Liverpool are now willing to accept a cut-price deal, if Wesley Sneijder is included in the package. The Reds are currently demanding €37million, a fee that Los Merengues are unwilling to match.

    Despite the belief that all the Dutch players at Real Madrid are for sale, Manuel Pellegrini has stated that he considers Sneijder to be a vital part of the side. However, he might be willing to part with the Dutch midfielder in order to land Alonso.

    It is expected that Alonso will not join the Liverpool squad on their pre-season tour to Asia, as both clubs continue to negotiate.

  30. Ég held þessi frétt falli um sjálft sig Hinrik því í henni er tilgreint að Alonso fari ekki með til Asíu en eins og við vitum núna þá er hann með í för þannig að það eina sem fréttin hefði getað verið örugg með, þ.e.a.s. hvort að Alonso fari ekki með til Asíu, gekk ekki eftir

  31. Hverjum er ekki skítsama þótt Owen hafi skorað á móti einhverju liði um helgina. Hann fékk fullt af tækifærum að koma aftur til Liverpool en skeit alltaf yfir klúbbinn og Benitez. Vil ekki sjá þennan Júdas og Benitez fær fullan stuðning frá mér.

  32. Langar að benda mönnum á að það var Rapid Vín sem bað Liverpool um að koma og spila við sig, upphaflega ætlaði LFC að spila “low-key” æfingaleik í Sviss eins og þeir hafa vanalega gert. Rapid áttu frí um helgina og sáu fram á að ná í pening. Sem fullt hús áhorfenda hefur tryggt þeim!

    Rapid Vín þurfti ekki að spila í austurrísku deildinni um helgina af því þeir hófu leik í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, liðið þeirra er klárt fyrir tímabilið og augljóslega tilbúið í slaginn. Unnu Evrópuleikinn sinn gegn albönsku liði 5-0. Okkar lið er auðvitað ekki tilbúið í átökin, og því algerlega óraunhæft að reikna með neinu öðru en því sem við sáum í þessum leikjum báðum.

    Því að ungir menn voru að fá sénsinn og þeir reyndari þurftu að leika stöður sem þeir eru ekki endilega vanir, t.d. Johnson í bakverði og Gerrard inni á miðju í 4-4-2 leikkerfi. Þetta er nú ekki nýtt, man þegar ég sá KR-Liverpool 1984 á undirbúningstímabilinu enskra, leikurinn endaði 2-2!

    Að auki þarf bara að skoða myndirnar af æfingum til að sjá að þar er verið að lyfta í drep og hlaupa í þrot. Enda var munurinn á liðunum í gær t.d. klárlega sá að austurríkismennirnir voru mun, mun, mun léttari en við. Og auðvitað leikreyndari, tilbúnari í að fórna sér fyrir troðfullt hús.

    Gott hjá þeim, og ég er sammála lýsendum Lfc.tv frá í gær að svona leikur væri nákvæmlega það sem ungu mennirnir okkar hefðu gott af, þeir voru heilmikið að ræða um þá áherslubreytingu Liverpool að leika “alvöru” æfingaleiki á undirbúningnum. Í stað Tranmere á Englandi og blöndðum liðum Luzern og Wizla Krakow á litlum völlum í Sviss væru lið í efstu deildum Sviss og Austurríkis á þeirra heimavöllum, troðfullum.

    Að sjálfsögðu var fullt af drengjum frá Vín sem fara að halda með Liverpool, því málið er það að ungir menn hrífast af liðum sem þeir sjá augliti til auglitis og ég er með það á polltæru að Liverpoolheimsóknin í Austurríki skilaði fleiri aðdáendum til okkar þar, en það að United vann MALASÍU í sjónvarpinu. Ég allavega varð Valsari þegar stjörnuliðið þeirra kom á Sigló 1978 og þrátt fyrir ýmislegt síðan er alltaf í mér Valstaug…

    Svo Owen. Hlýtur að koma punktur aftan við þann svikara. Samt verð ég að bæta enn einu sinni við að hann væri jafnvondur kostur sem backup og Keane var! Hann er ekki tilbúinn að vera backup á HM ári!!!! Ef Torres og Gerrard haldast heilir, sem við auðvitað vonum, duga Voronin, N’Gog og Kuyt til að leysa aðra leiki en aðalleikina! En það þarf ekki að svara Owenumræðupunktinum mínum, er kominn með upp í eyru af honum. Hann er Unitedmaður og þá þoli ég ekki í þeim búningi. Hann er engu skárri, heldur mun verri!

    Sammála KAR að ég ætla að taka mark á Atletico Madrid leiknum til að dæma liðið.

  33. Tja, Anton. Þó að Alonso hafi farið til Asíu með liðinu þá hefur það lítið að segja um hvort að félagaskiptin ganga eftir eða ekki. Það er fleiri en einn netmiðill sem hefur fjallað um þetta. Skrýtnari hlutir hafa gerst. Hef reyndar ekki haft fyrir því að kanna hversu mikið Alonso hefur spilað í þessum leikjum.

  34. Svo er talað um expected á goal.com. Hugsa að þeir hefðu sagt certain ef þeir væru að tala um að hann væri örugglega ekki að fara með Liverpool. 🙂

  35. Hinrik, Alonso hefur ekkert spilað í þessum tveim leikjum í Sviss og Austurríki frekar en hinir Spánverjanir því þeir fengu auka frí vegna þátttöku Spánverja í álfukeppninni en hugsanlega verða einhverjar Spánverjar með í leiknum á miðvikudag gegn Thailandi, veit einhver klukkan hvað hann byrjar því á stod2sport.is er sagt kl. 13 en hérna fyrir ofan klukkan 14 svo hvort er rétt ?

  36. Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en Xabi Alonso var með símann í höndunum á bekknum, líklegast að bíða eftir hringingu frá umbðsmanninum.

  37. Vá hvað þessi grein segir nákvæmlega það sem ég hef lengi hugsað og fundist um Benitez og æfingaleikina. Veit að þetta er mjög viðkvæmt mál hjá mörgum hérna inni á síðunni og ekki má gagnrýna eftir æfingaleiki. Tek það fram að ég er EKKI að deyja úr stressi eða búinn að spá liðinu slæmu gengi eftir þessa tvo æfingaleiki, eða hvað þá að vilja Benitez burt. Það er bara svo nækvæmlega mín skoðun bæði á því sem er að gerast hjá liðinu bæði í deildinni og æfingaleikjum. Þetta segir einnig frá því að liðið getur svo frábæra hluti þegar beislinu er sleppt af því, eins og gert var á síðasta þriðjungi síðasta tímabils.

    “Yes, pre-season friendlies are pretty meaningless for the most part, but there’s nothing wrong with starting as you mean to go on.”

    Greinin segir meira um þetta.
    http://www.liverpool-kop.com/2009/07/its-time-for-liverpool-fc-to-kick-its.html

  38. Við skulum líka átta okkur á því að menn eru ekki komnir í 100% form og byrja alveg örugglega rólega, enda langt tímabil framundan. Það er ekkert skrítið að menn séu ekki að leggja sig 100% fram í þessum fyrstu æfingaleikjum.

    Hinsvegar á örugglega eftir að vera stígandi í þessu leik frá leik, og þá er tilganginum náð.

  39. pÉg hef séð nokkuð marga miðla undanfarið linka LFC við Alberto Aquilani frá Roma. Talað um hann sem replacement fyrir Alonso. Hvað segja menn við því, yrði hann verðugur arftaki ef rétt reyndist ?/p

    phttp://www.channel4.com/sport/football_italia/jul21e.html
    http://www.liverpool.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=161901
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1200358/Roma-consider-offers-reported-Liverpool-target-Alberto-Aquilani.html?ITO=1490
    http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=661394cc=5739/p

  40. (Smá útúrdúr: Náði því einhvert hvað stóð á borðanum á bakvið annað markið í leiknum á móti Rapid Wien….? Þetta voru eitthver heillarskeiti til Xabi…)

  41. Þetta gæti líka verið ég þarna á þessu videoi… eða hver sem er, ef út í það er farið.

    Finnst þetta heldur lélegt sönnunargagn.

  42. Það er alltaf best að vera skráðr í Liverpool klúbbinn á Íslandi uppá ferðir, hefur þá forgang í þær og hagstæðasta verðið en ef þú ætlar á eigin vegum í gegnum London eða Manchester þá mæli ég með því að þú talir við Lúðvík hjá Úrval Útsýn um miða, hann er helvíti klókur að redda þeim þó það kosti slatta af peningum og jafnvel meira en slatta í dag með pundið í 209 krónum

  43. ÁGÁ:

    Þú færð enga þjónustu hjá Liverpool klúbbnum á Íslandi, því miður virðist þetta vera klúbbur einhverra útvalinna þegar kemur að þessum klúbbaferðum. Þegar ferðirnar eru auglýstar er yfirleitt þegar orðið uppselt í þær.

    Ég þekki til í Spurs, MUnited og Gunners klúbbunum og þar er ekkert mál að fá góða miða ef það er gert með nægum fyrirvara. Þeir í klúbbnum hér heima skýla sér á bakvið það að þeir fari bara í þessar ferðir en svo hefur maður heyrt af því að útvaldir hafi verið að fá miða á allskonar leiki, jafnvel 2-3 leiki í röð (1-2 í deild og 1 evrópuleik)

    Ef þú ætlar að fara myndi ég byrja á því að redda miðum og þá á góðum stað. Hef slæma reynslu af því að kaupa ferð án þess að vita hvar sætin eru. T.d. fór ég í ferð 2007 með express ferðum og fékk sæti á ömurlegum stað, og við fengum miðana nokkrum mínútum fyrir leik.

  44. Sá sem var olnbogaður var starfsmaðurinn er það ekki? áður en Gerrard tók upercut.

  45. Skv. þessari frétt þá var það vinur hans (sem hefur játað) sem tók fyrsta ollarann:

    One of Mr Gerrard’s friends, John Doran, who has admitted affray, pushed Mr McGee away but “could not resist following through with his right elbow into Mr McGee’s face,” said Mr Turner.
    “We say at this stage Gerrard totally lost it,” he told the court.

    Tengill á BBC

  46. Voðalega er það erfitt að vera knattspyrnumaður í dag, ekki hægt að vinna vinnuna sína og hafa (ofdekruðu) konuna góða nema búa í sólinni á Spáni!

    Rafa á bara að taka þessa pjakka á teppið og segja þeim hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þeir eru báðir á samning og verða að gjöra svo vel og standa við hann.

  47. Voðalega eru síðuhaldarar rólegir. Koma svooo við þurfum á mórölskum stuðning að halda… þið eruð stór þáttur af lífi okkar og við erum örvæntingarfullir!!!!

  48. Já þetta lítur ekki vel út fyrir okkur þessa dagana. Gerrard í bölvuðu veseni og fær sennilega einhvern skilordsbundinn dóm og mikla sekt en stærsta vandamálið eru hinir 2 miðjumennirnir okkar.
    Benitez verður að fara að koma einhverju lagi á þetta og setja pressu á Real að annaðhvort koma með alvöru tilboð eða hætta þessu rugli annars fari þetta mál bara fyrir UEFA enda ekki eðlilegt að lið noti fjölmiðla til þess að gera menn ruglaða í ríminu.
    Bara af eða á og það sem allra fyrst.

  49. Hvaða djöfulsins kjaftæði er þetta hjá þér ArnarÓ? Klúbbur fyrir útvalda einstaklinga? Er ekki lágmark að menn hafi eitthvað smá fyrir sér í hlutunum þegar komið er fram opinberlega með svona sleggjudóma og ásakanir? Ferlið er einfalt þegar kemur að ferðum hjá klúbbnum, fyrst er auglýsingin send á póstlista meðlima klúbbsins og njóta því borgandi meðlimir hans því forgangs. Það er klárlega ástæðan fyrir því að stundum er uppselt í ferðirnar áður en við getum auglýst þær á síðunni sjálfri. Því miður fáum við ekki eins marga miða og við vildum fá.

    Og svo talar þú enn og aftur um einhverja útvalda aðila. Það er auðvelt að hamra á lyklaborð og setja sig á háan hest en kynna sér ekki málið. Það er staðreynd að klúbburinn fær EINGÖNGU miða frá Liverpool FC í þessar ferðir, við fáum sem sagt ENGA staka miða á aðra leiki. Ég hef þó aðstoðað fólk eftir fremsta megni með miða á völlinn í gegnum aðrar leiðir, og held ég að þeir skipti tugum og hundruðum sem geta vottað um það. Ég hef aldrei tekið eina einustu krónu fyrir þessar reddingar, og ég hef ALDREI farið í einhverjar manngreiningar þegar kemur að þessu, flestir sem ég og aðrir úr stjórn klúbbsins aðstoðum varðandi miða, er fólk sem við þekkjum akkúrat ekki neitt. Það er ömurlegt að lesa svona pósta ArnarÓ og lágmark að hafa eitthvað fyrir sér í hlutunum áður en svona löguðu er hent fram.

  50. Jæja engin upphitun fyrir stórleik dagsins?

    Babú getur ekki bloggað frá Króatíu því það er ekkert “þ” á lyklaborðinu þar 😉 (Þessi facebook)

  51. Hvernig stendut á þessu að Alonso og Mascherano vilja fara, ekkert sem benti á þetta á síðustu leiktíð. Er einhver upplausn hjá Rafa, hvað er í gangi. Að vísu var Alonso að pæla eitthvað í fyrra, en að gera stóran samning og langt fram í tíman, og ætla svo að fara, vantar ekki eitthvað í hausinn á sumum. Hund fúllllllllllt.

  52. Er nokkuð víst að þetta séu sannar fréttir ? Ég held að þetta sé bara spuni…

  53. Ég ætla rétt að vona að þetta sé spuni blaðamanna og/eða bull í umbum þessara manna. Við þurfum á þessum mönnum að halda í baráttunni næsta tímabil. En ef Alonso vill endilega fara sem er ekki olíklegt miðað við allar fréttir þess efnis væri þá ekki ráð að fá eihvern hollending frá Real…ná þeir ekki einum tugi þarna í real…ekki slæmt að fá pening og sneijder eða einhverna annan uppí Alonso..

  54. 75 – Það getur ekki boðað gott að Alonso sé ekki í hóp í svona leik.

    En ég vona að þetta eigi sér fullkomlega eðlilega skýringu.

  55. Ég get staðfest það sem Ssteinn er að segja veit um fullt af fólki sem hefur fengið miða í gegnum klúbbinn… Menn eiga ekki að koma fram með svona djöfulsins kjaftæði og reyna að setja högg á langbesta klúbb landsins.

  56. Ssteinn og félagar hafa farið langt út fyrir allt sem getur talist sjálfsagt í að redda mönnum miðum á leiki og mér finnst ömurlegt að lesa svona bull hjá ArnariÓ. Það ætti frekar að þakka fyrir sig en vera mað svona bull.

  57. Sáið þið áðan áður en leikurinn hófst að einhver tælendingur var með heimatilbúið pappaspjald þar sem hann hafði skrifað á það “You’ll Never Walk Again”, hahaha. Magnaður skítur. Held hann sé ekki sá besti í ensku á vellinum :0)

  58. 83

    Þetta hefur bara verið United maður að bulla aðeins í ykkur 🙂

St. Gallen – Liverpool = 0-0 (ft)

Liverpool – Taíland