St. Gallen – Liverpool = 0-0 (ft)

Klárlega fyrst og fremst æfing í leikkerfinu, fínn leikur þar sem heimaliðið fékk fleiri dauðafæri en Liverpool fleiri færi. Ég hefði nefnt 1-1 sem réttustu úrslitin.

Glen Johnson lék seinni hálfleikinn mjög vel í stöðu vinstri bakvarðar, ógnandi og flottur. Af ungumönnunum fannst mér Spearing flottur á miðjunni með Gerrard í 442, N’Gog líflegur í framherjastöðunni og Nemeth grimmur. Voronin duglegur. Pacheco var svo sá sem mest er hægt að spjalla um, sá er með sjálfstraustið í lagi, kannski of, en hann er kvikur og skemmtilegur að sjá. Sjáum örugglega meira af honum í æfingaleikjunum.

Þessi nöfn held ég eigi séns í vetur, Kelly, Ayala, Gulasci og San José eiga lengra í land. Degen virkaði fínn framávið en tæpur varnarlega.

En ágætis hlaup gegn nokkuð spræku St. Gallen liði.

45 Comments

  1. Leist mjög vel á Glen Johnson og Pacheco. Sá síðarnefndi verður pottþétt framtíðar striker í L´poolliðinu.

  2. Líst vel á Glen Johnson en var ekki að fíla Pacheco í þessum leik. Hann er ungur að árum og á örugglega eftir að bæta sig en hann þarf alltaf að fara erfiðu leiðina og þarf að læra hvenar hann á að gefa boltan og hvenar hann á að taka menn á.

  3. ég var mjög ánægður með Pacheco en SiggieE ef þú skoðar hvað hann er með góða yfirsýn í reserve leikjunum leggur upp nánast mark í leik og skorar vel ! þessi leikmaður á eftir að vera stórstjarna…

  4. Elvar takk fyrir linkinn,virkaði skemmtilegur leikur. En veit einhver hverss vegna Agger var ekki með?

  5. Mér fannst Johnson frábær, og gaman að sjá hann standa sig svona vel þó hann sé ekki í sinni stöðu. Annar leikmaður sem var mjög góður var Spearing, það fór allt í gegnum hann í fyrri hálfleik.

  6. Gamann að sjá linkinn frá Elvari, en þessir æfinga leikir eru yfirleitt prúðir og menn eru að skoða sjálfan sig og aðra. Ef þetta hefði verið alvöru leikur er ég viss um að þá hefði verið skorað 2 ef ekki 3 mörk.

  7. Maggi Deggen fínn fram á við???? !!! Jesús, hann kom ekki með einn góðan kross fyrir markið legg til að við gefum hann til John Barnes og félaga í Tranmere !! Svona smá charity present

  8. hefðum getað skorað nokkur mörk bara ef Pacheco hefði gefið hann í stöðum eins og 4 á móti 2 eða eithvað svoleiðis

  9. Sammála Rósi. Degen átti léglegan leik, allar fyrirgjafir mishepnuðust og hann gerði lítið fram á við. En mér fannst Johnson vera frábær í þessum leik og pacheco líka góður þótt hann mætti stundum gefa boltann.

  10. Rósi og bjarki.

    Mér fannst nú sendingavandinn ganga yfir allt liðið utan N’Gog, Gerrard og Johnson.

    Hins vegar er hann stöðugt að koma utan á kantmann, í overlap og komst minnst þrisvar á bakvið bakvörðinn, þá vissulega klikkaði sendingin en miðað við mann sem hefur ekki spilað keppnisfótbolta í heilt ár kom það mér ekki á óvart. En ég stend við það að mér líkaði við “attitude-ið” hans og held hann gæti nýst okkur….

  11. Vissulega hefðum við getað skorað en guð minn góður hvað St. Gallen fengu góð færi. Vörnin hjá okkur var hræðileg.

  12. Það er ekkert að marka þessa æfingaleiki eins og ég kom inná nr,9. Það sem ég sá frá Elvari nr, 4 þá voru bæði liðin að klúðra færum og líka að sína flotta takta. Í svona leikjum er ekki aðalatriðið að vinna, heldur að vera með, eins og er hjá ríkisstarfsmönnum. 🙂

  13. Mér finnst menn full dómharðir á Dani Pacheco. Hann er að koma úr varaliðinu þar sem varnarmenn eru ekkert upp á marga fiska og þar sem er meira lagt í uppbyggingu einstaklinga en liðs. Það er sigur fyrir varaliðið ef 1/30 spilar aðalliðsleik. Einnig er þetta kannski eini sénsinn hans að komast í liðið og spila með stóru nöfnunum. Kannski ekkert skrítið að eftir pre-season vilji hann frekar heyra: Hver er aftur Pacheco? Þessi sem skoraði ógeðslega flotta markið gegn insert name frekar en æjji, hann átti einhverjar 2 stoðsendingar.

  14. Downing kominn til Villa, spurning hvort þeir séu að undirbúa sig undir brotthvarf Ashley Young ?

  15. owen í united og Beckham til Liverpool,slæmur draumur fyrir alla unnendur fótbolta

  16. Ætli það sé ekki nokkuð líklegt…. síðan getur maður náttúrulega aldrei útilokað “nýja Chelsea” 😉

  17. Allt rólegt hjá Liv, ekkert í gangi???????? Engar fréttir góðar fréttir, (hvernig geta þær verið góðar?).

  18. Núna er það nýjasta að Real vilji bjóða Liverpool 22 millur plús Negrado og Sneijder. En það er samt ekki marktækir miðlar sem eru með þetta en þetta yrði samt rosalegur díll.

  19. Rafael Benitez er bara snillingur ef hann nær Sneijder+Negrado og 22m en ég bara trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta staðfest… þetta er allavega alltof góður díll til að hafna… ekki mun ég sakna Alonso ef satt reynist …

  20. Maður mundi nú alveg sætta sig við bara Sneijder+20m punda, en ekki væri verra að fá Negredo líka. Af Real mönnum væri ég helst til í að fá Sneijder eða Robben (þó hann sé algjört fífl), held þeir passi vel inní kerfið sem við erum að spila og geta líklega leyst allar þrjár stöðurnar fyrir aftan Torres.

    Spurning hvort Benitez hafi engan áhuga á Heinze lengur, góður kostur (þó hann sé frekar leiðinlegur leikmaður) þar sem hann getur spilað bæði hafsent og vinstri bakvörð.

  21. Sneijder+Negrado ? Ég verð að viðurkenna að ég þekki lítið til þessara manna. Sneijder er hann ekki miðjumaður og drullu góður? En Negrado hverskonar leikmaður er hann? Getur nokkur sagt mér og kanski fleirum eitthvað skilmerkilegt um þessa menn, það væri vel þegið.

  22. sma paeling sem hefur ekkert ad gera med tennan aefingaleik, eg las einhversstadar ad Inter gaeti fengid Hleb ad lani fra Barca. Hleb gaeti verid god vidbot sem squad player hja Liverpool. Hann getur spilad tessar fljotandi stodur fyrir aftan Torres, svipad og Benayoun. To ad tad vaeri best ad fa stjornu sem labbar beint inni lidid (t.d. Silva), ta er tad ekkert alltof raunhaefur moguleiki. Naest besti kosturinn vaeri tvi ad fa godan squad player eins og Hleb eda einhvern alika. Held reyndar ad hann hafi verid of mikill vaeskill til ad bua i London, hvad ta i Liverpool…

  23. Snejder er frábær leikmaður sem getur bæði spilað á köntunum og á miðjunni og er algjör aukaspyrnusérfrðæingur og Negrado er sóknarmaður sem var í ömurlegu liði í fyrra en skoraði einhver 19 mörk.

    Og Hlep er að fara til Inter svo að Barcelona geti fengið Maxvell í vinstri bakvörðinn

  24. Ég væri alveg til í Snejder. Það er leitun að betri skotmanni.

    Negrado þekki ég lítið sem ekki neitt …

    Svo smá off topic, Torres var víst að eignast dóttur þann 10. júlí, gaman að því 🙂

  25. Ein spurning. Afhverju segja allir að silva labbi inn í byrjunarliðið. Gat nu ekki séð betur en að riera væri fyrsti kostur í spænska landsliðið. Ég held að við ættum bara að vera rólegir með þetta. við erum ágætlega mannaðir fram á við og erum með eitt besta ef ekki það besta á Englandi. Svo að öðru ef að við fáum snejder og nagrado plus pening fyrir alonso þá erum við orðnir meistarar því að snejder er ekkert síðri an alonso og plús það er hann skorari. Negrado gæti svo verið frábær bakup fyrir Torres.

  26. Hafa stjórnendur þessara síðu heyrt eitthvað um þessi skipti á leikmönnum frá Real og peningum fyrir Alonso?
    Mér finnst þetta alla vega frekar ótrúlegt,en Liverpool á náttúrlega inni að taka þetta lið í ósmurðann afturendann á leikmannamarkaðnum eftir Owen hneykslið hérna um árið. En svo er líka verið að segja að Real sé búið að bjóða 32 millur og það finnst mér líka gott.En það þarf alla vega að klára þetta mál sem fyrst og engum til góðs að draga þetta lengi. Og í lokin,mikið rosalega fannst mér mikill klassi yfir Glen Johnson í sínum fyrsta leik og ef eitthvað er að marka það sem maður sá þá verða þetta kaup sumarsins og þá tel ég með Ronaldo og Kaka kaupin hjá Real Madrid.

  27. Spurning hvort að Liverpool hafi allan tímann verið að bíða með að selja Alonso því einhversstaðar las ég að Real Sociedad hefði fengið 20% af kaupverðinu en sá díll rann út í dag. Veit einhver eitthvað meira um þetta?

  28. 30 Haukur:
    Ég hef smá áhyggjur af þessu með að Torres hafi verið að eignast barn. Við sáum hvað gerðist hjá Alonso á þar síðasta tímabili þegar hann eignaðist barn. Hann átti sitt lang versta tímabil fyrir Liverpool. Það var ekki ómerkari maður en sjálfur Shankly sem sagði einu sinni að það tæki leikmenn 6 mánuði að ná fullu formi eftir að eignast barn. Ég vona svo sannarlega að Torres yngri valdi hetjunni okkar ekki svefnleysi.

  29. Bob ,það var líka sagt að leikmenn í nýju liði og sérstaklega í nyju landi þurfi alltaf 1 tímabil til að ná áttum.En síðan er til leikmenn eins og Torres sem eru bara það hrikalega góðir að þeir þurfa ekki þessa aðlögunartíma og afsanna allar kenningar varðandi þær..Þannig að Torres kemur til með að afsanna þessa barnakenningu og kemur sterkari ef eitthvað er til leiks….Torres er bara fótboltaguð

  30. Viðbót við 35. Konan hans Torres Sér um barnið og vaknar við það þannig að Torres mætir til vinnu vel sofinn, enda er hún heimavinnandi húsmóðir, en það var ekki alveg eins með Alonso enda hans kona svolítið stjórnsöm. 😉

  31. According to “El Mundo Deportivo”, it has to happen this weekend….

    http://www.elmundodeportivo.es/gen/20090718/53747523239/noticia/horas-clave-para-el-fichaje-de-xabi-alonso.htm
    
    under the following circumstances (green light Benitez):
    - it has to be sealed this weekend
    - 35 mln euros, cash, no installments
    - one player of Madrid included in the final agreement
    
    
    
    
    But if there is NO deal on MONDAY....  ths summer 2009 transfer longest saga so far and most closed and opened threads (Xabi Alonso) comes to an end...
    
  32. Tja skv. Times hafa menn verið að bíða eftir 20% klásúlunni sem átti að renna út við Atletico nákvæmlega í dag.
    Þá geta þeir lagt kapalinn til enda, við fáum mögulega Sneijder sem hluta af kaupverðinu og Xabi fer yfir. Silva er víst svo næstur inn þannig að ef þetta reynist rétt, sem oftar en ekki er hjá The Times, þá fáum við Silva, Sneijder og Johnson. Allt góðir leikmenn.
    Sjáum hvað setur.
    Samt trúir maður dálítið Guardian og The Times sem nokkuð áreiðanlegum miðlum.

  33. Held að júlí mánuður 2009 verði okkar lang besti mánuður 🙂 Ef þetta reynist rétt þá held ég að Alex fari og versli eitthvað meira ha ha En treysti okkar þjálfara vel til að sjá um þetta og er viss um að hann sé að klára pùsl sem hann er búinn að vera að pùsla í smá tíma 🙂

  34. Eru menn nokkud til i ad skella inn link af leiknum i dag? Eins og gert var fyrir St.Gallen leikinn? Thad vaeri alveg awesome!

  35. Þeir á liverpool.is segja 99% líkur á að leikurinn sé í beinni á Players en ætli Rauða ljónið sýni hann ? Ég bý á Seltjarnarnesi og nenni ekki að fara alla leið á Players til að kíkja á hann, ekki það merkilegur leikur þótt vissulega allir Liverpool leikir séu merkilegir, bara mis merkilegir 🙂

Boltinn byrjar að rúlla!!!

Rapid Wien í kvöld