Boltinn byrjar að rúlla!!!

lfc_sviss2

Mikið óskaplega var ég glaður að vakna í dag!

Sólin skein úti og ég næ að tana mig eitthvað aðeins meira. Kaffibollinn var góður og ég átti fínt með morgunkaffinu.

EN! Aðalmálið er að í kvöld get ég sest niður fyrir framan tölvuna mína og horft á uppáhaldsliðið mitt spila fótbolta í beinni, eftir tiltölulega stutta pásu frá því. Þetta undirbúningstímabil hefur ekki kallað á fjölda leikmannakaupa, og enn er ekki “almennileg” sala komin á pappír. Glen Johnson þekkir maður vel og því eru það aðrir leikmenn sem ég hlakka mest til að sjá.

Martin Kelly verður þar efstur á mínu blaði. Þessi stóri og sterki strákur hefur leikið vel með unglinga- og varaliðinu undanfarið ár og átti svo hug og hjörtu Huddersfieldaðdáenda á lánssamningi síðasta vor. Mikils er vænst af þessum strák, ég held að hann fái meiri séns en San José og Ayala, sem líka eru að berjast í hafsentinum.

Við þekkjum Glen Johnson, en annar hægri bakvörður er meira spurningamerki. Já mín kæru, Philip Degen er ómeiddur og hefur æft af krafti í júlí. Rafa átti nú eilítið erfitt með að svara Svisslendingunum um stöðu hans innan liðsins á blaðamannafundi gærdagsins þar sem hann fjallaði um undirbúninginn hingað til og leikinn í kvöld. En vonandi fáum við að sjá Degen, það er ljóst miðað við launin hans að Rafa hafði á honum trú í fyrrasumar og hver veit nema að hann verði bónusleikmaðurinn okkar í vetur. Ég held að hann fái séns á undan Darby í kvöld, en kannski líka í vinstri bakverði.

Auðvitað verð ég spenntur að sjá Jay Spearing. Hef mikla trú á þessum strák, tel hann eiga að fá möguleika í vetur með aðalliðinu og sannfærður um að hann verður hörkuspilari fyrir okkur í framtíðinni. Svo er það Krisztian Nemeth, ungverski senterinn sem talinn var hinn nýi Ian Rush. Meiðsli síðasta vetur fóru illa með hann, en vonandi nær hann heilum vetri núna. Satt að segja held ég að hans möguleiki sé að renna frá honum og hann þurfi að sýna sig verulega núna í sumar.

Svo er það taglið magnaða. Hann Andriy Voronin er kominn aftur og er nú “man on a mission”. Blaðamaður Lfc.tv tiltók sérstaklega frá Sviss í gær að kallinn liti afar vel út á æfingunum og kannski hefur Berlínardvölin skilað honum auknu sjálfstrausti og krafti. Ég allavega hlakka til að sjá hann aftur, var ekki glaður með hann alltaf, en held að hann gæti alveg orðið ágætur bakkupkostur fyrir Gerrard og Torres ásamt Benayoun og N’Gog.

Ég bý svo vel að eiga greiðsluaðgang að lfc.tv vefsíðunni og fæ því að sjá leikinn beint kl 18:00. Hins vegar er hægt að benda á að allir eiga nú aðgang að lfc.tv sjónvarpsstöðinni á netinu. Sjónvarpsstöðin sýnir leikinn frá kl. 20:00 í kvöld, og stöðin er líka á hliðarrás Stöð2Sport3 fyrir þá sem að greiða af enska boltanum yfir sumartímann.

Góða skemmtun í kvöld, gaman að leikirnir séu nú það sem við getum spjallað um!

35 Comments

 1. Nota bene, ég var búinn að setja inn færslu um leikinn, sem var mjög stutt og innihaldsrýr – þannig að ég henti henni bara út. En með því fór eitt komment, ég biðst velvirðingar á því.

 2. nei ég held að hann sé bara sýndur á heimasíðunni liverpoolfc.tv þar geturu keypt aðgang fyrir 1 mánuð á 5pund og getur þá horft á allt undirbúningstímabilið 🙂 en síðan er hann kannski sýndur á http://www.justin.tv
  þar eru nánast allir leikir sýndir

 3. Og nú Agger kominn aftur með bakverki skv. Echo. Ekki nógu gott það.

 4. Leikurinn verður svo sýndur á Liverpool TV óbeint klukkan 21 fyrir þá sem vilja pottþétt sjá hann í góðum gæðum. (stod 2 sport 3 er að sýna LFC.TV)

 5. Er ég að skilja það rétt að leikurinn verður aðgengilegur öllum(opinn) á lfc.tv kl 21 í kvöld?

 6. Einar … ekkert mál, ég var bara að bulla anyway í þessu commenti en Reina er væntanlega í fríi. Ég var að vonast til að sjá hann á miðjunni eins og hérna í pre-season leik um árið í Frakklandi.

 7. fháum viðð þá 3 stig efh vi’ vinum þenan leik ?
  ?

  ?

  og beanitess ættllar að vhera aframm hja liverpool og eki kauppa hennan owen kall ég. vil fá þennnan owne kal þvi pappi minn segir hann vera betri enh jhann thoress ogg beanitess

 8. Sýndur kl 21:00 á liverpoolfctv en eru þeir ekki klukkutíma á undan okkur??

 9. Comment nr.9 er eitthvað grín. Plís ekki eyða frekari orðum í það, don´t feed the troll!

 10. nr. 12 Biggi:
  Jú hann er kl. 18.00 einsog Maggi skrifar í pistlinum og endursýndur á LFCtv kl. 20.00

 11. Tæknilega séð má það sennilega ekki, en það er örugglega hægt 😉

 12. The starting XI is: Cavalieri, San Jose, Degen, Insua, Carragher, Spearing, Gerrard, El Zhar, Babel, Voronin, Nemeth

 13. Mér skilst að konan hans Macherano sé að fara að eiga þannig að hann er ekki væntanlegur á næstunni og jafnvel talað um að Gerrard fari ekki með til Asiu vegna réttarhaldanna sem eru á sama tíma. (voru þau ekki búin ? )

 14. Er að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Hálfdautt tempó í leiknum. Ef Liverpool nennti að setja í 2.gír þá myndu þeir skora.
  Insúa og Voronin eru einu mennirnir sem nenna að hreyfa sig upp og niður völlinn.

  Ótrúlegt svo að sjá Babel 2 sinnum áðan með hangandi haus inní teig ekki nenna að fara úr rangstöðunni. Endaði svo á að fá skot í sig og virtist nokk sama. Þvílík leti. Hefur þessi maður ekkert stolt né vilja til að sanna sig fyrir Rafa og spila sig aftur inní Liverpool-liðið?

 15. Ég fæ bara að stöðin (lfc.tv) sé lokuð nema fyrir áskrifendur, eru menn að bulla hérna eða?

 16. Dossena er í fríi fram að helgi eins og aðrir leikmenn sem léku á Confederations Cup. Masch á að mæta til Sviss á morgun held ég alveg öruggleag eftir að hafa fengið nokkura daga fæðingarorlof.

Xabi vill fara

St. Gallen – Liverpool = 0-0 (ft)