Yossi fagnar nýjum samningi með því að fara í klippingu

Yossi Benayoun, sem að var einn okkar besti leikmaður á síðasta tímabili hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningnum sínum við Liverpool. Núna er hann samningsbundinn til ársins 2013.

yossiandrafa1

Ég verð nú að segja að Yossi hefur sjaldan litið jafn vel út og á þessari mynd, sem var tekin á æfingasvæðinu í gær.

Það voru einhverjir blaðamenn að rembast við að skrifa sögur um að Yossi væri á leiðinni til annara liða í sumar, en það var auðvitað fráleitt að það myndi gerast, enda er hann gríðarlega mikilvægur fyrir þetta lið. Hann kemst eflaust ekki inní okkar besta byrjunarlið, en það eru fáir leikmenn betri í að koma með aukinn kraft inní liðið.

38 Comments

 1. fallegar frettir. Held ad hann eigi eftir ad vera enn betri tetta timabil enda er hann fullur sjalftraust.

 2. Frábærar fréttir fyrir okkur. Yossi klárlega einn af leikmönnum tímabilsins og mjög gott að sjá að flestir lykilmenn okkar síðustu ár ætla sér að vera með í því sem að Rafa er að byggja upp.

  Treysti því að í lok sumars verði Rafa kominn með þá menn sem trúa á hann og treysta auk þess að vera tilbúnir að deyja á vellinum fyrir klúbbinn. Þá eigum við fínan vetur í vændum!

 3. Jæja þetta eru fínar fréttir enda var Yossi virkilega mikilvægur fyrir okkur í fyrra og átti frábæran tíma sérstaklega eftir áramót þar sem að hann var rosalega góður og sennilega einn besti maður liðsins.
  En mér finnst Yossi samt eiga bara að vera varamaður enda gott að eiga góða leikmenn á bekknum sem geta breytt leikjum og það er eitthvað sem hann getir gert sem sínum snilldar hlaupum og sendingum.

 4. Yosse yrði betri og betri ef að hann væri fastamaður í liðinu, hann getur spilað nánast allsstaðar. Annars rosalega gott mál þessi samningur.

 5. Benayoun er bráðnauðsynlegur fyrir þetta lið. Ég er ósammála því að hann eigi ekki að vera í byrjunarliði, a.m.k. í vænum hluta heimaleikjanna. Eins og við vitum allir þá er hann mun kreatívari en Kuyt og á að vera í hægri kantstöðunni gegn langferðabifreiðunum.

 6. Mikil og góð tíðindi að vera búinn að tryggja framtíð hans á Andfild, Yossi er virkilega góður leikmaður og hann fær oft ekki það hrós sem hann á skilið. Hann gefst aldrei upp og vinnur laveg ómetanlega vinnu fyrir liðið og síðasta tímabil var hreint út frábært hjá honum. Rafa er að púsla þessu öllu saman fyrir átökin á komanid tímabili, nú þarf bara að tryggja að Alonso og Masscerano verði áfram og fá 1 til 2 topp leikmenn í viðbót og við erum klárir í hvað sem er. Eitthvað segir mér að þetta tímabil verði okkar og að við vinnum deildina og förum í úrslit í CL. Hér verður lámark farið á tvo leiki á Andfild á næstu leiktíð og jafnvel einn CL leik…. ÁFRAM LIVERPOOL

 7. Ég hld að Rafa kaupi ekki 1-2 topp leikmenn, held að hann noti Nogo,El Zhar,Babel og Voronin frammi og til að leysa Torres af, en hvað veit maður.

 8. Ég held að hann geti vel verið í byrjunarliðinu á næsta season-i. Var einn af okkar bestu mönnum síðasta árið.

 9. Ef við sleppum að mestu við meiðsli þá sé ég fyrir mér að Kuyt og Yossi komi til með að skipta hægri kantinum á milli sín. Þau eru líka ófá skiptin sem Yossi hefur komið inná af bekknum og breytt gangi mála. Góður leikmaður með frábæran karakter.

  Mér er sama þó að notast verði við Ngog og Voronin frammi svo lengi sem heimsklassa leikmaður eins og Silva verði keyptur á vinstri kantinn. Amk vil ég það frekar en að keyptir verði tveir meðalmenn fyrir upphæðina sem Silva myndi kosta.

  Skv. nýjustu fréttum hafa Liverpool sett 40 milljóna punda verðmiða á Alonso.

 10. En hvernig er það, hefur ekki Rafa bætt á sig í sumar? Hann er að verða ansi hnöttóttur og brjóstgóður karlinn.

 11. Nú er það á netmiðlum að Real hafi gefið Liverpool tvær vikur til að ákveða sig hvort þeir vilji selja Alonso og líka að Real hafi gert 5 milj punda tilboð í Arbeloa, Er eitthvað annað í söðunni en að halda Alonso en selja Arbeloa þar sem hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum, ekki sínist manni hann vera fara að endurnýja samninginn sinn (metnaðrlus). Persónulega þá finst mér við ekki undir neinum kringumstæðum eiga að selja Alonso…

 12. Hvernig má það vera að mönnum finnist að Yossi eigi að vera á bekknum? Yfirburðamaður i þessu liði eftir áramót i fyrra og eini ljósi punkturinn í fjölda leikja, skil ekki svona umræðu, ekki urðu KR Íslandsmeistarar i körfu vegna þess að þeir hvíldu Jón Arnór þangað til i seinni hálfleik,

 13. Sammála Sigtryggi, mér finnst eiga henda Benayoun þarna á vinstri kantinn. Myndum vera miklu betri með hann þar heldur en Riera/Babel, en, að vísu hefur Riera spilað eins og engill í Álfukeppninni og vona ég að það haldi áfram inní næsta tímabil, annars skella bara Yossi þarna og klárt mál!

 14. Er ég sá eini sem tel að Yossi mundi örugglega vera talsvert betri leikmaður ef hann væri ekki vaxinn eins og 8 ára stelpa ? afhverju er maðurinn ekki látinn éta duglega og lyfta, bæta sprengikraftinn, hraða og styrk. einn um þetta ?

 15. Hvernig væri bara að næla í Ruud van Nistelrooy ódýrt og hafa hann sem varamann fyrir torres, myndi líka koma með skemmtilega fléttu í þetta owen rugl

  • Er ég sá eini sem tel að Yossi mundi örugglega vera talsvert betri leikmaður ef hann væri ekki vaxinn eins og 8 ára stelpa ? afhverju er maðurinn ekki látinn éta duglega og lyfta, bæta sprengikraftinn, hraða og styrk. einn um þetta ?

  Og láta hann missa getuna til þess að komast á milli 2 varnarmanna þrátt fyrir 3-4 cm til að komast þangað. Ástæðan fyrir því að Yossi er svona fær er að hann er lítill og nettur, eitthvað sem hann myndi missa ef hann færi að þyngjast mikið.

 16. Yossi, þarf ekki að bæta neinu á sig, hvorki vöðvun né neinu öðru, þarf bara að spila næsta tímabil eins og hann gerði á síðasta tímabili og allt verður í góðu lagi. Nú eru Liverpool að spá í miðjumann fra Fraklandi. skildi það verða til þess að Alonso verði seldur. Og væri ekki bara ráð að kaupa Baross afut í framlínuna með Torres… hann er að skora nóg í Tyrklandi, að vísu ekki eisn sterk deild en samt hann raðar inn mörkum…

 17. Yossi frábær leikmaður og þarf ekki að bæta á sig vöðvum eða éta meira. Ekki þurfti hann vöðva til að skalla boltann í netið á móti Real úti í Meistaradeildinni. Nettur og fljótur leikmaður sem erfitt er að ráða við. Það er gott mál að Real er að koma með þessa yfirlýsingu um að Alonso sé of dýr fyrir þetta lið og vonandi verður þetta til þess að þessi magnaði leikmaður verði um kyrrt hjá væntanlegu meistaraliði Liverpool. Sáu þið hinsvegar að það voru um 80.000 manns sem mætti og hylltu Ronaldo á Santiago Bernabeu í vikunni ??? Hahahah, ég hefði ekki farið þótt einhver hefði borgað mér fyrir það. Þessi maður býr náttúrlega í “Ég” landi þar sem hann er borgarstjóri, forseti og einráður. Hann er enginn teamplayer og mun aldrei verða það. Afsakið þráðránið

 18. Sammála síðasta ræðumanni, Yossi er bara góður eins og hann er og hann er bara að verða betri og betri og falla betur inn í liðið, er viss um að hann blómstrar á næstu leiktíð. Já Ronaldo er ekki team player, en hafið þið tekið eftir því að það seljast engar treyjur með nafni OWEN hjá Man Utd, skrítið nei maðurinn er í vittlausu liði og það fatta það allir nema hann, en ég vona samt hans vegna að honum gangi vel (nema á móti Liverpool)….

 19. eitt herna off topic, veit einhver hvenær eða hvort nyju varabuningar LFC séu komnar ?? :’)

 20. Ég spurði sömu spurningar í Jóa Útherja um daginn og þá var svarið í byrjun ágúst. Mér var sagt að þetta lægi hjá Adidas að þeir hafi klúðrað pöntunum eða eitthvað álíka. Ég var einmitt mjög svekktur því ég býð spenntur eftir nýja svarta varabúningnum.

 21. já, því þegar ég spurði 11. júní sl. þá var sagt í byrjun júli.. adidas með kúk uppá bak í þetta skipti

 22. Ég er alveg sammála nr. 18, Nistelroy kæmi ódýrt, þér vilja selja. Hann er reyndar með einhverjar launakröfur en orðin að ég held 33 svo hann kemst nú örugglega fljótlega á jörðina með það þegar hann sér fram á að vera ekki í plönum real. Þekkir ensku deildina og er fæddur skorari, myndi setja hann fyrir okkur reglulega, gott backup fyrir Torres og svo eyða peningunum ef einhverjir eru til í að fá alvöru kantmann.

 23. Ég var að koma frá London í gær og á Gatwick sá ég nýja varabúninginn í íþróttabúðinni þar.

  Það vantaði samt sem áður premier league merkið á upphandlegginn og svo var hann einhverjum 15 pundum ódýrari heldur en aðalbúningurinn. Mér fannst e-ð skrítið við það og ákvað því að kaupa rauðu treyjuna í staðinn.

 24. Snild með Benayoun, algjör tær snild.

  Og Nistelroy væri flottur já, hann gæti alveg átt eftir 1-2 góð tímabil og er einn af þessum náttúrulegu markaskorurum. En hann er hins vegar meiddur og verður frá langt fram á haustið. Og ég veit ekki hversu sniðugt það er að fjárfesta í manni á hans aldri sem á við meiðsli að stríða.

 25. Hvernig er það hjá þessum klubb okkar ætla menn ekki að fara koma með neinar krassandi fréttir af leikmannamálum, maður vafrar um alla heimsins vefi í leit af fréttum en það virðist sem allir séu á fullu að gera eitthvað nema Livepool, erum við virkilega svona blankir… eða er verið að vinna þessa vinnu bak við tjöldin…?

 26. Vá hvað ég er sammála þér Valli. Ég fer inná alla þessa helstu vefi á hverjum einasta degi til að reyna fá fréttir en ekkert virðist vera að gerast. Maður bíður spenntur eftir að fá fréttir af einhverjum stórkaupum og er manni farið að langa eftir ferskum fréttum um ALVÖRU leikmannakaup :0)

 27. Valli og Maðurinn að austan eruð þið nýjir í silly season bransanum eða? 🙂
  Júlí er prime time fyrir óþeyju eftir fréttum að leikmannakaupum.

  En það er mjög jákvætt að halda Benayoun, ef hann heldur áfram þaðan sem frá var horfið frá síðasta tímabili þá erum við í góðum málum.

 28. Ég var að lesa um að Chealsa og Manu væru að berjast um Young hjá Aston Villa,er það ekki maður sem Liverpool ætti að vera að reyna að kaupa?
  Var líka að lesa viðtal á Sky við Souness (Einn sá besti sem leikið hefur í rauðu treyunni) og hann hefur áhyggjur af peningamálum Liverpool og segir að Rafa verði að styrkja nokkrar stöður ef við eigum að vera í baráttunni um titilinn og hann segir líka að hann sé mikill aðdáandi Alonso og að honum verði að halda á Anfield og því er ég 100% sammála.
  Terry Mac en ein gamla stjarnan er svo að hæla Yossi manninum sem þessi þráður er um og ég er líka alveg sammála honum ,Benni er góður og gott að hann verður áfram.

 29. Eins leiðinlegt og það er að sjá “Hvenar” og hið gamla gælunafn nýja leikmannsins okkar þá er víst búið að boða til blaðamannafundar á morgun, skv. því sem maður er að lesa á spjallborðum úti.

Leikjaplanið framundan

Aurelio meiddur, Johnson mættur og fleira