Ó Michael

Hverju er hægt að bæta við þessa mynd?

Í alvörunni, horfið á þessa mynd!

judas

Michael fokking Owen í Manchester United búningi. Með United trefil. Brosandi.

Það eru 11 ár síðan að Owen skoraði markið gegn Argentínu, 8 ár síðan að hann hjálpaði okkur að vinna þrennuna.  Maðurinn sem var á sínum tíma okkar besti leikmaður, okkar bjartasta von, okkar helsti markaskorari… er farinn til Manchester United.

Owen var minn uppáhaldsleikmaður hjá Liverpool.  Ég hef aldrei verið í þeim hópi sem dýrkar Fowler og ég veit svo sem ekki beint af hverju það er.  Ég hélt alltaf meira uppá Owen.  Ég mun aldrei gleyma tvennunni sem hann skoraði gegn Arsenal og gerði það að verkum að ég tryltist af fögnuði inná bar fullum af Arsenal aðdáendum í Chicago.  

Það er alls ekki ólíklegt að stór hluti þeirra Liverpool stuðningsmanna sem eru núna í kringum tvítugt hafi alist upp með Michael Owen nafnið aftan á Liverpool treyjunni sinni og plaköt af honum uppá vegg.  Á tímabili var hann okkar skærasta stjarna.  Ungur, myndarlegur og frábær leikmaður.

Hann var líka hjá okkur í gegnum eitthvert leiðinlegasta tímabil sem ég man eftir sem Liverpool aðdáandi, tvö síðustu tímabi Houllier – þegar að fótboltinn var ömurlegur og maður fylltist hálfgerðu vonleysi að horfa á Liverpool í hverri viku.  Á þeim tíma þegar að við vorum langt á eftir Arsenal, Man U og Chelsea í getu.  Langt langt á eftir þeim.  Owen virtist oft hafa miklu meiri áhyggjur af gengi Englands en Liverpool.  

Svo þegar að Rafa Benitez tók við Liverpool þá fékk maður aftur vonina, en Owen sem hafði í langan tíma dregið Liverpool á asneyrunum, lofandi í hverri viku að hann myndi skrifa undir samning, [hljóp á endanum burt til Real Madrid](http://www.kop.is/2004/08/15/17.37.42/) þegar hann átti bara ár eftir af samningnum sínum.  Fyrir hann fengum við skitnar átta milljónir punda og Antonio Nunez.  Síðasta minningin sem maður á af honum sem Liverpool manni er [hann á bekknum í undankeppni Meistaradeildarinnar árið 2004](http://www.kop.is/2004/08/11/00.49.27/).

Owen fór og fyrir peninginn gátum við þó [keypt Luis Garcia og Xabi Alonso](http://www.kop.is/2004/08/25/19.23.33/).  Og við [unnum í Istanbúl](http://www.kop.is/2005/05/25/21.35.51/).

Á meðan var Owen flopp í Madríd.  Keyptur til að auka treyjusölu, en átti aldrei sjens á að verða fastamaður í Madrídarliðinu. [Alveg frá byrjun](http://www.kop.is/2004/09/29/23.22.30/) var það ljóst að hann myndi ekki slá í gegn.  Hann var einhvers konar semi-galactico.

Og eftir ár á Spáni ákvað Rafa að fyrirgefa honum en Owen var hræddur um Englands-ferilinn og í stað þess að taka sjens á því að Real Madrid myndi ekki selja (þar sem að þeir sögðu tilboð Liverpool of lágt) þá ákvað hann á síðasta degi að [stökkva á tilboð Newcastle](http://www.kop.is/2005/08/31/10.22.44/).  Newcastle!  Og fyrir þá heimsku hefur honum hefnst.  Hann hefur þar mátt þola fjögur ömurleg ár.  Ár sem hefðu átt að vera bestu ár ferilsins.  Hann hefur varla verið skugginn af sjálfu sér í slöppu Newcastle liði, sem að náði botninum endanlega í vor þegar þeir féllu úr Úrvalsdeild.  Í þau skipti sem að Owen kom aftur á Anfield var ekki púað á hann og eftir 2 eða 3 skipti fóru Liverpool stuðningsmenn sennilega að vorkenna honum.

Því það var eitthvað hræðilega sorglegt að sjá þessa fyrrverandi stjörnu og átrúnaðargoð okkar vera orðin að hægri meiðslahrúgu, sem að gat ekkert í ömurlegu Newcastle liði – spilandi með Nicky Butt og Alan Smith.  Þannig átti þetta ekki að fara.  Owen er bara 29 ára gamall.

Það var því vel skiljanlegt að Rafa vildi ekkert með Owen hafa í súmar.  Rafa gaf honum tvisvar sjens og hann hafnaði þeim í bæði skiptin.  Það eru ekki margir sem fá svo marga sjensa hjá Rafa og því er það fullkomlega skiljanleg ákvörðun hjá honum að segja Owen að eiga sig.  Og á tíma leit út fyrir að hann væri á leið til Hull eða Stoke.

Þangað til að Alex kemur á síðustu stundu og býður honum samning og Owen segir já, klæðir sig í Manchester United treyju og lyftir Manchester United trefli á Old Trafford í lok vikunnar.  Orðspor hans hjá Liverpool að eilífu eyðilagt.

Ég var miður mín þegar að Owen fór til Real Madrid, en í dag er mér eiginlega sama.  Ég er aðallega dapur yfir því að hann kjósi að skíta út sinn feril hjá Liverpool.  Því að svona gera menn einfaldlega ekki.  Uppaldir Liverpool strákar spila ekki fyrir Manchester United.  Punktur.  Ég veit að fótboltinn snýst um peninga og skil að vissu leyti þessa ákvörðun hjá Owen.  Og ég veit að eflaust er ég of dramatískur, en svona er þetta.

Þessi ákvörðun þýðir að ég get einfaldlega hætt að verja hann.  Allar gömlu minningarnar um Owen eru ekki lengur jafn góðar því að hann ákvað að spila fyrir Manchester United.  United hafa á síðustu vikum misst bæði Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo og fengið í staðinn leikmann frá Wigan og svo Michael Owen.  Ástandið er svo slæmt að ég sá á einni United bloggsíðunni (þar sem að blótað var yfir Owen kaupunum) að kommentari taldi að Nani væri nú eiginlega jafn góður og Ronaldo.  Slík er firringin.  United fá 29 ára gamlan mann, sem hefur verið afleitur undanfarin ár.  Hann hefur skorað sín mörk og ef hann fær færin, þá nýtir hann þau betur en margir.  En sá Michael Owen sem við höfum séð síðustu ár mun ekki bæta miklu við lið sem ætlar sér að keppa um enska titilinn.

Ég bíð allavegana spenntur eftir fyrstu Liverpool-Man U viðureigninni á næsta tímabili og ef ég væri Michael Owen þá myndi ég biðja til Guðs að hann þurfi þar ekki að mæta Jamie Carragher.

110 Comments

 1. Er þetta heimska, örvænting eða peningar hjá drengnum, eða kannski blanda af þessu öllu, sem fá hann til að taka þessa ákvörðun. Allaveganna, þá er ég ekki reiður út í MO. Miklu frekar dapur yfir því að hann skuli vera svo langt leiddur í einhvers konar tilvistarkreppu að hann sé tilbúinn til þess að rústa restinni af þeirri goðsögn sem hann hefði getað orðið.

  • Ég mun aldrei gleyma tvennunni sem hann skoraði gegn Arsenal og gerði það að verkum að ég tryltist af fögnuði inná bar fullum af Arsenal aðdáendum í Chicago.

  Þú ert alveg út á túni þerna Einsi, það var algjörlega P. Berger sem sá um Arsenal í þeim leik……allavega þegar sagan verður sögð héðan af 😉

  Annars sammála hverju einasta orði. Ég er reyndar á því að Owen sé bara alls ekki alveg búinn og óttast að hann muni setja sinn skerf af mörkum hjá Scum. Fergie er seigur í þessu og nýtti t.a.m. menn eins og Larson og Sheringham vel á þeirra efri árum.

  En þetta er eitt af þessum skiptum sem ég óska manni áframhaldandi meiðslum.

 2. Tommi, ég held þetta sé blanda af peningum, furðulegum karakter og því að hann er ekki sá skarpasti.

 3. Þótt að mér finnist skelfilegt að sjá hann í þessum búning að þá skil ég hann mjög vel. Ég meina eins og staðan var líklega hjá honum að þá gat hann valið á milli Stoke, Hull og Man utd, auðvitað velja allir knattspyrnumenn Man utd af þessum þremur liðum. Alveg viss um að ef Gerrard lenti í sömu aðstöðu að þá myndi hann velja utd, ekki langt síðan að það munaði bara nokkrum “metrum” að hann færi í Chelsea!!

 4. Jú, það góða við myndbandið er endirinn þar sem að Owen gefur eiginhandaráritun á Manchester City búning. Það er svo sem skiljanlegt að hann sé orðinn ruglaður.

  Rosalegar móttökur eftir að hann skrifaði undir að hitta 10 krakka, sem voru að labba framhjá æfingasvæðinu.

 5. Það hefur örugglega líka spilað inní að Rafa vildi ekki sjá hann. Owen er hundfúll að vera dissaður af Liverpool. Við hefðum átt að taka hann og selja Voronin til ManU 🙂 En þetta er súrrealísk mynd af Owen! Er ekki örugglega 1. apríl?

 6. Peningar? nei, hann fær 20.000 pund á viku, þessi maður er bara geðveikur alla leið…

 7. ég missti allt álit á manninum þegar hann dró Liverpool á asnaeyrunum áður en hann fór til real og hef ég aldrei tekið hann í sátt. Aldrei man ég eftir að áhorfendur hafi púað á fyrrverandi leikmenn liðsins en ég býst fyllilega við því þegar scum koma á Anfield á næstu leiktíð og það M owen. ótrúlegt.

 8. Ég er nú hræddur um að Owen eigi eftir að valda mörgum Liverpoolmönnum hausverk því hann á eftir að skora fullt með Scum. Hæfileikar gufa ekki upp. Ef þetta stunt opnar hinsvegar á það að við fáum Tevez (hann er jú líka samningslaus og nú er búið að koma með fordæmi um Liverpool/Scum svapp) þá er mér skítsama um Owen….TEVEZ á Anfield !

 9. Úff úff veit alveg hvað maður á að halda hélt bara að gamlir púlara gerðu ekki svona. Trúðu þessu ekki fyrr en ég sá þetta staðfest, Owen í united. Ég vona að hann nái ekki að sýna sitt besta form með þeim en ég er ansi hræddur um að hann eigi eftir að gera það. Það svo sem skiptir ekki máli ef að Liverpool verða meistari.

 10. Sorglegt move hjá þessum kappa. Í dag og í framtíðinni er hann bara eins og hitt draslið í utd. Það er alveg klárt að hann á ekki eftir að birtast oft á Liverpool TV í viðtölum eða klippum. Held að enginn leikmaður í sögu félagsins hafi komið jafn illa fram við félagið, þar með taldar hrákurnar hans Diouf. Fyrir mér er það annað þegar menn fara í Chelsea, Everton eða Arsenal. Það er fyrirgefanlegt en menn fara ekki til Utd.
  Þessi mynd er eins slæmur 1. apríl brandari…..

  Ég held að Owen hefði verið ágætur kostur í Liverpool liðið, komið frítt og maður hélt með Liverpool hjarta. En þetta sýnir að Rafa gerði rétt með að yrða ekki á hann. Hann fékk sína möguleika að koma aftur í tvígang en hann þáði þá ekki. Lét Shearer rugla í sér hve frábært væri að vera markaskorari í Newcastle og í staðinn endaði hann sem meiðslahrúga þar. Greinilegt að læknadópið er búið að stórskemma hann.

 11. Óska honum alls hins versta á knattspyrnuvellinum, hann er dauður fyrir mér. Í dag er síðasti dagurinn sem einhver Owen spilaði fyrir Liverpool FC.


 12. Hvað á maður að segja. Þegar ég var ungur markvörður í Viking í gamla daga, þá átti ég mér draum að spila fyrir eitt lið, og það var Liverpool. Ef börnunum mínum sem í dag eru fjögur byðist að spila fyrir scum udt. Þá myndi ég fyrr afneita þeim en að gefa þeim mitt samþyki fyrir því. Hvernig ætli fjöslkyldu Michaels Owen í Liverpool líði í dag?

 13. Mér líst ekkert á þetta. Skil hann samt vel úr því sem komið var að fara til Man Utd. Held að velflestir hefðu valið eins, miðað við það sem virtist í boði fyrir hann.

  Ég hef það bara svo sterklega á tilfinningunni að hann muni finna sitt gamla form með erkifjendunum og raða inn mörkum. Ég bara finn það á mér.

 14. Ég skal útskýra þetta fyrir ykkur. Owen has a cunning plan.

  Hann byrjaði á því að fella Newcastle og svo fer hann og eyðileggur United. INNANFRÁ!

 15. Owen var og verður alltaf stórlega ofmetinn kemst ekki með tærnar þar sem Fowler hafði hælana. Svo er hausinn á honum ónýtur megi hann rotna á nuddbekknum hjá sínu nýja félagi. Fín grein hjá þér Einar.

 16. Það vantar nokkrar blaðsíður í owen, að gera þetta#$%$#”#$ og ferguson notfærir sér þetta til að særa liv aðdáendu um allan heim,fokk fokk fokk.

 17. Þreyttur á fréttaleysi, Rafa verður að svara þessu með t.d. Silva

 18. Maður trúir vart sínum eigin augum. En ég vorkenni greyjið kallinum, finnst skína í gegn á myndinni hvað honum líður illa yfir því að klæðast þessari treyju og halda á treflinum. Þó hann reyni að brosa þá finnst mér eins og það vanti alla einlægni.

  Held samt að þetta sé sniðugt hjá Ferguson, hann tapar augljóslega ekki miklu ef þetta gengur ekki upp. Þarf ekkert að leggja út fyrir honum og samningurinn aðeins til tveggja ára ef ég man rétt þ.a. að ég er ekki sammála því að þetta sé e-ð “gamble” eins og maður hefur lesið e-s staðar. Ég efast ekki um að Fergie eigi samt sem áður eftir að reiða fram fúlgur fjár fyrir einhverri stórstjörnu í framlínuna áður en sumarið er á enda en ekki eingöngu útbrunni barnastjörnu.

 19. andskotans,djöfulls,helvítis,drulullu,fokking,fokk,MAÐURINN er með lausan samning og hann er EKKI á leiðinni heim.
  Rafa veðrður að toppa þetta!!??!!

 20. Carra!!?! ég treysti á að þú tæklir hann upp í nára a.m.k.
  AAAAARRRRRRGGGGGGHHHHHH hann er fuc… free agent!!

 21. Nenni ekki að eyða orðum á umræðuefnið en vildi koma með gremjuöskur varðandi þessi leikmannamál.

  http://www.mirror.co.uk/sport/football/2009/07/04/alonso-in-kop-swap-115875-21493603/

  Hvernig stendur á því ef Real Madrid er svona á eftir Alonso að Benitez reynir ekki að krækja sér í 1-2 Hollendinga (Robben, Sneijder, Van der Vaart osfrv) og einhvern aur fyrir Alonso??? Hann eltist bara við einhvern sóknar-spanjóla sem meikar akkúrat engan sense þegar við erum að missa miðjuna okkar. Auðvitað eigum við að nýta okkur “ástandið” sem er hjá Real Madrid núna og hirða af þeim 2-3 heimsklassa Hollendinga á meðan þeir vilja borga uppblásið verð fyrir Alonso. Maður spyr sig!

 22. Svo segir capello (ekki rétt skrifað eða ?)að ferguson geti komið honum (owen) í gang og þá fari hann að spila með landsliðinu.Ekki tókst Newc, að láta hann losna við meiðsladrauginn, en ferguson kraftaverkamaðurinn! auðvita með því að láta hann spila lítið sem ekkert. Gerrard og fl, verða að fara að segja eitthvað. Owen er með skítlegt eðli, afsakið, en ég er ekki enn farinn að trúa þessu. Bíddu meðan ég æli.

 23. eikifr: þarf Rafa ekki að passa sig á að kaupa ekki of marga útlendinga út af einhverjum nýjum reglum.

 24. Frábærar fréttir, síðast þegar hann sveik LFC unnum við CL, það að MO gangi til liðs við erkióvinina í Man.utd segir mér að við verðum meistarar næsta vor ekki spurning

 25. Eru þið til í að gera mér þann greiða og taka þessa viðbjóðslegu mynd út hér að ofan!!!

 26. Owen mun ekkert gera hjá Scum. Hann hefur misst hraðann sem var það eina sem hann hafði og mun ekki komast í lið hjá scums og þar af leiðandi aldrei komast í það form sem hann þarf. Fari hann og veri. Og jú, það var Berger sem slátraði Arsenal þarna um árið.

 27. Næst þegar Liverpool og fátæka liðið frá Manchester mætast og Liverpool er búið að tryggja sér sigur með nokkrar mínútur eftir og engu að tapa…þá held ég að við munum sjá eins og eitt stykki rautt spjald frá Carragher og Owen missa getuna til að ganga.

 28. þetta er bara svikari!!!! þarna sér maður bara hverjir hafa hjartað á réttum stað eða ekki 🙂

 29. Því miður getur maður ekkert annað gert en tekið undir flest kommentin hérna. Owen virtist vera skítakarakter og ég held að þetta move hjá honum staðfesti það.

 30. Þetta hefur nú verið pottþétt áskrift að sæti í enska landsliðinu að spila fyrir Scums þannig að hann er búinn að tryggja sér sæti í enska landsliðinu fyrir HM á næsta ári.

 31. jæja skrifiði nú einhverja aðra grein svo þessi viðbjóðslega mynd komi ekki upp í hvert sinn sem ég fer á netið. please.

 32. Frábær yfirferð hjá þér Einar. Ég átti einmitt von á svona pistli frá þér, sjálfum Owen-aðdáandanum. 😉

  Annars lítið um þetta mál að segja sem hefur ekki verið sagt. Owen veit að hann klúðraði sínum málum gagnvart Rafa sumrin 2004-05 og því var aldrei í boði fyrir hann að snúa heim í ár, en engu að síður var óþarfi hjá honum að snúa sér um hæl og ganga til liðs við erkifjendur okkar. Eftir að hafa í sjö ár verið hluti af liði sem reyndi ákaft að binda enda á titlaþurrðina í deildinni ætlar hann nú að snúast gegn sumum af þeim sömu og börðust með honum á þeim tíma (Gerrard, Carra) og reyna að hindra þá í að ná loksins takmarkinu?

  Skítapakk.

 33. Skelfilegar fréttir, en tvær hliðar á þessu máli eins og flestu.

  SJÓNARMIÐ OWEN:
  MO er atvinnumaður og er þarna að hugsa um sinn knattspyrnuferil og reyna að gera sem mest úr honum. Hull og Stoke eru ekki beint spennandi kostir. Það kæmi mér ekkert á óvart að læknalið Man Utd geti komið honum á flot. Miðað við ástandið hjá Newcastle síðustu árin þá hefur Doktor Saxi líklega verið yfirsjúkraþjálfari á þeim bænum. Einnig er enska landsliðið honum hjartfólgið og hann mun gera allt til að komast þar aftur inn þó ekki nema til að slá markamet Bobby Charlton.

  SJÓNARMIÐ LIVERPOOL STUÐNINGSMANNA:
  MO er með þessu gjörsamlega að drulla yfir aðdáendur Liverpool og sögu sína hjá klúbbnum. Þessi gjörningur sýnir einfaldlega forgangsröðina hjá drengnum og virðingarleysið gagnvart klúbbnum og fólkinu sem gerði hann að þeim knattspyrnumanni sem hann er. Þetta er ekkert bara einhver fyrrverandi leikmaður Liverpool sem er að ganga í raðir Man Utd! Þetta er Michael Fokking Owen, uppalinn hjá Liverpool, sem er að gerast liðhlaupi og það mun ég aldrei fyrirgefa honum!

 34. Sælir félagar
  Ég hefi ekki lesið kommentin hér fyrir ofan. Til þess er sorg mín of djúp yfir að einn af bestu sonum Liverpool er fallinn í valinn, dáinn. Hann er farinn til annars heims og þar mun honum líða eftir atvikum. Blessuð sé minning hans og nú er komið að því að kveikja í Owen bolnum sællar minnningar.
  Fyrir mér er maðurinn dauður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 35. Mikið rosalega hlakka ég til að sjá Man Utd mæta á Anfield og vona innilega að Owen verði í liðinu. Er hræddur um að kappinn fái hressilegar móttökur 🙂

 36. Þetta þýðir bara að hann á ekki möguleika á meistaratign á næsta ári.
  Hann valdi rangt lið. Ef þið huxið um það þá er það heimska að fara frá liði
  eins og Liverpool, ef það vill hafa þig áfram, því það er ekki gefið að menn
  eigi afturkvæmt. Mér er bara hjartanlega sama um Owen og hans feril..eða það sem eftir lifir af honum. Hann mun aldrei ná fyrri hæðum. Enda aðrir tímar og allt breytt.

 37. MO fer frá Liverpool 04-05 => Liverpool vinnu CL og Real vinnur ekki neitt, MO fer til Newcastle => Newcastle fellur á endanum … Verður gaman að sjá hvort þetta herbragð Liverpool manna virki jafn vel á united og á hin liðin.

  Er ekki annars hægt að blogga um eitthvað nýtt svo þessi mynd verði ekki efst á lista þegar maður opnar þessa síðu?

 38. ég segi bara gangi honum vel, löngu búinn að skila sínu verki hjá okkur og þar sem hann hefur verið mikið meiddur undanfarið vona ég bara að hann nái sér af þeim og komi svo heim aftur 🙂

  kv…

 39. Ég hef verið að lesa kommentin hér og ekki alveg áttað mig á yfir hverju menn eru að æsa sig.
  Fór svo að hugsa til þess ef David Beckham myndi skrifa undir hjá Liverpool í sumar og áttaði mig á alvarleika málsins.
  Maður veit varla hvað segja skal, mestar áhyggjur hef ég að því að það séu engir peningar til á Old Trafford, þetta hafi allt farið í að greiða niður skuldir. Allavega mun Owen ekki nægja til að bæta Ronaldo og Tevez.

 40. Er maðurinn ruglaður ef hann fær bara 20.000 hvað fengi hann þá hjá stoke?
  hvernig honum verður heilsað á Anfield?

  Hræddur um að gamli traktorinn ná koma owen í gang 🙁

  Sammála nr 19 (vona að planið virki) og líka greinahöfundi

  FOWLER er og verður kóngurinn og það var farið illa með hann í lokinn mátti koma inná í sínum síðasta leik

 41. Er ekki alveg jafn stressaður yfir þessu og margir.
  Finnst Owen ekki skulda Liverpool neitt.
  Hann er uppalinn í Liverpool, býr þar og þekkir LFC út og inn.
  Félagið vildi hann ekki og hann fær séns á að spila um titla í fyrsta sinn á ferlinum + séns á að komast aftur í landsliðið.
  Ef þið væruð leikmenn, hvort mynduð þið fara til Stoke, Hull eða Man Utd eftir að liðið “ykkar” væri búið að segja nei takk?
  Held að ansi margir ykkar myndu frekar vilja reima á sig skóna við hliðina á Vidic, Rooney og Berbatov heldur en Rory Delap og co. ef ykkur væri alvara með fótboltann ykkar.
  Þetta er auðvitað ekki besta múv í heimi en halló…við erum jú með Fernando Torres!

 42. Sammála 53, þetta hefur ekkert með peninga að gera. Ég held að þetta sé fyrst of fremst spurning um að fá að spila í góðu liði til að komast í landsliðið fyrir HM. Hann hefur alltaf verið mjög upptekinn að landsliðinu og vill standa sig vel þar. Ég meina hver getur álasað hann fyrir það.
  Ég er samt mjög dapur yfir því að hann skuli spila í Man treyju, átti ALDREI von á að þetta myndi gerast.

 43. Allt þetta ár hafa birst fréttir af slæmri fjárhagsstöðu Man Utd, (sem er auðvitað ekki eini klúbburinn sem er í vandræðum). Er kreppan farin að bitna þannig á þeim að þeir verða að nota peningana fyrir Ronaldo til þess að greiða niður skuldir? Amk fer manni að gruna að Valencia verði stærstu kaupin á Old Trafford í sumar.

  Nýjustu fréttir segja að Silva muni gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun.

  http://www.videosoccer.net/football-news/liverpool-plans-to-surprise-their-fans-with-a-big-signing-the-new-spanish-star-from-valencia-david-silva.html

 44. Strákar, ég var að sjá leik með Ian Rush, John Alridge, Bruce Grobbelaar og Alan Kennedy, og hitti þá fyrir leikinn. Djöfull er maður góður!

 45. Þetta er eins og að Hermann Hreiðarsson myndi taka upp danskt ríkisfang og spila með þeirra landsliði…

 46. 56

  nú leggst ég á bæn í kvöld og vona það sé rétt!! Silva Silva Silva Silva Silva Silva Silva Silva …..

 47. Hver verður fyrstur til að fá rautt spjald þegar LFC mætir MU með MO innanborðs? Carrager eða Stevie G sem sparka kvikindið FAST niður.

  Silva til LFC er gott og draumkennt slúður :):):):) May it come true

 48. His Hamstrings mean he has no Pace!….Owen!,Owen!….
  He wants to play for Bacon Face!….Owen!,Owen!….
  He left the Reds for sunny Spain and barely even played a game….Michael Owen….He’s got a Massive Head

 49. án vafa, selja Alonso, ég veit ég veit hann er góður og allt það en ég verð bara hræddur um að missi stöðuna sina á vellinum er torres fær með sér liðsauka fremst á vellinum og fer því liklega ódýrara næsta sumar, best að fá penge fyrir alonso, og hugsanlega fá t.d klaas jan huntelar eða Van der vaart.

 50. Ég hef verið mikill aðdáandi Liverpool í þó nokkur ár, en ég er samt ekki viss um að Owen eigi skilið allt þetta skítkast frá aðdáendum Liverpool. Þetta er no brainer hvort maður myndi velja Man Utd, eða Hull. Maður myndi klárlega fara á gamla klósettið ef maður teldi sig hafa getuna til þess að komast í liðið reglulega. Miðað við News of the World (skítablað ég veit), þá reyndi Owen ítrekað að komast til Liverpool.

  http://www.newsoftheworld.co.uk/sport/390781/MICHAEL-OWEN-would-have-taken-a-pound100000-a-week-pay-CUT-to-rejoin-Liverpool-Even-while-Owen-was-in-negotiations-with-Manchester-United-efforts-were-made-on-his-behalf-to-force-an-Anfield-intervention.html

  Dæmi hver sem vill, en ef þetta er satt hefði ég gert það sama.

 51. Ef að MO hefði ítrekað reynt að koma til LFC þá ætti þetta ekki að vera spurning um peninga. Bara um það hvar hann hefði átt að skrifa undir og segja ” I´ll play for free”

 52. Í þessu tilviki getum við líkt Man Utd við atvinnuleysisbætur, hann fær pening þar fyrir að neiðast til þess að vera þar.

 53. Þetta Owem mál minnir ansi mikið á það þegar meiðslahrúgan Christian Vieri lét samninginn sinn renna út hjá Inter og stakk þá svo í bakið með að fara á free-transfer beint til erkifjendanna í AC Milan. Báðir einstakar markamaskínur þegar þeir voru uppá sitt besta í kringum 2000-2003. Vieri fékk ef ég man rétt morðhótanir og þar fram eftir götunum. Takmarkið með að velja Milan var líka eins og hjá Owen að komast í landsliðið fyrir komandi stórmót.

  Vieri gat svo fullkomlega ekkert með AC Milan verandi búinn að missa allan hraða, spilaði aðeins 8 leiki en tókst þennan stutta tíma að rústa liðsandanum hjá Milan, með drykkju og hroka. Fór þaðan til Monaco til að komast í 2006 HM-hóp Ítala og dagaði að lokum tvisvar upp hjá Atalanta. Á afmæli núna 12.júlí og verður þá 36 ára. Algjörlega afskrifaður sem knattspyrnumaður í dag. Eitthvað segir mér að Owen fari beinustu leið á sama ruslahauginn.

  Owen sagðist í fjölmiðlum ætla sanna fyrir Benitez að hann ætti heima á Anfield þegar Newcastle spilaði við Liverpool í vetur. Í stuttu máli sagt tuggðu varnarmenn Liverpool Owen og spýttu honum svo útúr sér. Held hann hafi fengið 1 hálffæri samtals í báðum leikjunum. Jújú hann fær meiri þjónustu hjá Manure en Newcastle en hvað með það? Hans dagar sem topp fótboltamanns líkt og Vieri eru einfaldlega liðnir og það óttast engin varnarmaður í ensku deildinni Owen lengur. Þessi Júdas verður sparkaður niður stanslaust næsta vetur þangað til hann hræðist að fara inní vítateig andstæðinganna líkt og fyrir Newcastle í botnbaráttunni.

  Ég á gamla Owen treyju. Hvar verður brennan?

 54. já, er ekki mál að hafa eina brennu þar sem allir mæta með sínar owen treyjur??….

 55. Þessi pappakassi hefur aldrei verið í miklum metum hjá mér, og persónulega þá finnst mér þetta alveg frábært, hann er svo óíþróttamannslega vaxinn að skrokkurinn á þessum manni er bara ónýtur og hann á held ég aldrei eftir að getað spilað top game @ top level.
  Hann verður þá kannski notaður svona meira sem super sub.

  Það er bara vonandi að hann haldi áfram á þeirri braut sem hann er búin að vera á síðan hann fór frá Liverpool, það er að segja að fara í gegnum hvert einasta tímabil titlalaus!

  Það er hinsvegar alveg klárt mál að það eru mörg hundruð þúsund Owen treyjur farnar á bálið síðastliðna daga. Ef ég hefði á treyju merkta honum þá væri ég örugglega búin að skeina mér með henni!!!!

 56. Ég held að ferguson og owen séu að koma út úr skápnum, og þess vegna vildi Rafa ekki fá hann á Anfild, eða konan hans. Konan” Rafa þú ferð ekki að taka þennan homma í liðið. En elskan mín, hann er nokk góður og marksækinn. Konan” Hann er hommi og ég vil ekki að þú, Gerrard og fl, séu að umgangast homma, láttu hann fara til ferguson, annars fer ég bara heim til spánar. En elskan við þurfum ekki að vera hræddir við homma. Konan” Gerðu eins og ég segi, engan homma er það skilið. 🙂

 57. Það er algjör synd að sjá kall greyið í Man U búning.. Hefði verið gaman að fá hann til baka en ég skil Rafa vel að hafa ekki viljað hann

 58. legg til að þessi mynd verði fjarlægð af þessum vef sem fyrst af þessum skíta stubb í Manu treyju

 59. Núna segir slúðrið að Owen hefði tekið á sig 100 þús punda lækkun í launum ef hann hefði fengið að fara til Liverpool.
  Voru það ekki mistök hjá Benitez að reyna ekki að fá hann ?
  Það er ekki hægt að neita því að þetta hefðu getað orðið góð kaup, hann er auðvitað Enskur og ég held að hann sé ennþá með touchið fyrir markaskorun.

 60. Að kalla hann svikara er asnalegt af ykkur. Hann gerði margt fyrir klúbbinn okkar og ef Rafa vill hann ekki aftur, þá er Scum Utd. það skásta sem hann getur gert. Það er bara barnalegt af ykkur að segja að hann hefði átt að fara til Hull eða Stoke og spila þar. Auðvitað myndu allir velja Scum Utd. fram yfir Hull og Stoke (vil taka það fram að ég hata Man.Utd af öllu hjarta og elska Gerrard af öllu hjarta).

  Ef þið viljið endilega setja hann í flokk svikara osfrv. þá hlítur Gerrard einnig eiga heima í þeim flokki. Var ekki Gerrard næstum farinn til Chelsea af því að honum fannst LFC ekki sýna að þeir elskuða hann nægilega mikið eftir Istanbul? Hann vildi strax eftir Istanbul fá nýjan samning og fá að vera stærri en klúbburinn en þegar þetta drógst eitthvað á langinn þá var hann farinn til Chelsea. En nei, fær síðan allskonar hótanir og skítkast og þorir ekki að fara. Gerir síðan nýjan samning við LFC og er Guð í augum ykkar.

  Ekki misskilja mig, ég er mjög ánægður að hann sé ennþá hjá okkur, enda er hann besti miðjumaðurinn í EPL en ef þið efist eitthvað um hollustu Owen við LFC þá ættuð þið líka að efast um Gerrard. Ekki gleyma því að Owen vildi/vill koma aftur en þegar stjórinn vill hann ekki hvað á hann að gera? Hætta í fótbolta? Owen skuldar LFC ekkert og þarf ekkert að afsaka sig ef klúbburinn vill ekki fá hann aftur.

 61. Ég bið menn bara um að hætta að tala um hann sem Liverpool goðsögn.
  Annars er mér slétt sama.

 62. Algerlega sammála.

  Maðurinn er S***HÆLL af verstu sort!

  Burt með hann úr sögubókum og niður með allar myndir af honum í Liverpoolbúningi, alls staðar!

 63. JKI: af hverju er það asnalegt að kalla Owen svikara? Það hefur þegar komið fram að eftir WWII hafa aðeins örfáir einstaklingar spilað með bæði Manure og Liverpool. Þetta er svolítið sérstakt. Það að velja “lægri lið” er ekki svo slæmt. Þar fengi hann spilatíma og gæti spilað sig inn í landsliðið. Þegar þú ert uppalinn hjá einhverju félagi og gengur síðar meir til liðs við erkifjendur … þá ertu að fara yfir ákveðið strik.

  Það tekur enginn frá Michael Owen það sem hann gerði fyrir Liverpool. En ímyndaðu þér bara einhvern einstakling að gefa þér skjannahvít föt og svo síðar að kasta drullu yfir þau. Jú jú, þú getur þvegið þau en þessir blettir geta líka verið varanlegir. Owen hefur fengið tækifæri til að “koma sér í náðina” hjá Liverpool en nýtti þau ekki. Þú launar svo ekki uppeldið með því að fara til erkifjandanna!

  Eins og sagt var hér að ofan: hvernig heldurðu að Manure aðdáendum myndi líða ef Beckham hefði komið til okkar?

  Gerrard dæmið er ekki sambærilegt þar sem hann actually fór ekki. Og hann fékk sinn skerf af ummælum og hefði fengið verri útreið ef hann hefði farið. Hefði hann farið til Manure þá hefði hann verið dauður í mínum augum.

 64. Nú segist Owen að hann myndi hafa tekið 100.000 punda launalækkun til að koma til LFC og ætlast kannski til þess að einhver trúi honum. En þó að maður óski þess að knattspyrnuferill hans fari til fjandans,,, þá óttast maður hins vegar að hann fái líflátshótanir og verði líkamlega fyrir barðinu á ofbeldisfullum fótboltabullum.

 65. Skuldar Owen okkur ekkert?
  1. Mér finnst hann skulda Liverpool FC almennilegt söluverð frá því að hann var seldur til Real Madrid á bingóverði sumarið 2004. Það vita allir að það verð kom af því að Owen vildi ekki skrifa undir nýjan samning og átti bara ár eftir.
  2. Mér finnst hann líka skulda stuðningsmönnum Liverpool afsökunarbeiðni fyrir að hafa gengið til liðs við Manure núna.

  10 milljónir punda og I´m sorry og þá er ég sáttur 🙂

 66. Owen er fjórði maðurinn, eftir seinni heimsstyrjöld, sem hefur spilað (á eftir að spila) fyrir Liverpool og United. Þetta er ömurlegt hjá honum, en mér finnst samt fyndið að sjá United missa Ronaldo og Tevez, og ekki fá nema Valencia og Owen. Vona að þeir fái engann annan leikmann, og fari niður á 4-5. sætið. Það væri snilld.

 67. Það er ekki rétt að hr Benitez hafi ekki viljað hann. Owen stóð til boða að koma til baka á sínum tíma en valdi þá Newcastle. Og það er vægast sagt fáráðnlegt að líkja honum og Gerard saman þegar að hollusta við klúbbinn er annars vegar. Owen búinn að gefa klúbbnum og okkur fingurinn a.m.k þrisvar

 68. ÞESSI MAÐUR ER SVIKARI OG ÆTTI AÐ SKAMMAST SÍN. HANN MN EKKI FÁ GÓÐAR MÓTTÖKUR Á ANFIELD.

  OWEN Í JÚDASAR-LÍKI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 69. Hættið þessari vitleysu. Fótbolti er ekkert öðru vísi en annað, menn skipta um starfsvettvang og það er bara allt í lagi. Metið það sem Owen gerði fyrir klúbbinn og hættið þessu helvítis væli. Hann er annars staðar af því að klúbburinn vildi hann ekki. Ef þið viljið bölva einhverjum ættuð þið að bölva klúbbnum. En auðvitað á ekki að bölva neinum. Það er barnaskapur að láta svona. Keegan fór á sínum tíma, Ian Rush líka, og fleiri, og þeir voru jafn góðir Púllarar eftir sem áður. Það verður Owen líka.

 70. Fóru Keegan og Rush til Utd? Owen fór líka til Real og það er létt að fyrirgefa það og líta á hann sem legand eftir á. En svo ákveður þessi sauður að fara til þess liðs sem Liverpool menn hata mest og það er bara eithvað sem menn eiga ekki að gera. Það er hreinn viðbjóður að sjá Michael Owen í Utd treyjunni.

  • Keegan fór á sínum tíma, Ian Rush líka, og fleiri, og þeir voru jafn góðir Púllarar eftir sem áður. Það verður Owen líka.

  Þeir fóru líka á réttum tíma, gáfu út að þeir vildu fara og tryggðu að Liverpool fengi sem mest fyrir þá og Rush kom aftur m.a.s.

  Owen dró Liverpool á asnaeyrunum, fór vitandi að Liverpool hafði ekki efni á að hafna tilboði Real Madrid og gerði það síðan það seint að ekki hafðist nægilegur tími til að finna almennilegan eftirmann hans.

  Spot the difference?

 71. Helgi það ert þú sem ert með mestu vitleysuna á þessum þræði.

 72. Það er ótrúlegt að lesa þessa pistla og maður hreinlega efast um að höfundar sumra þeirra séu komnir yfir fermingu. Átti Owen að hætta í fótbolta af því að Liverpool vildi hann ekki aftur? Nei, góður drengur vill halda áfram og það er blint hatur og heimska að bölva honum á heimsenda. Atburðir síðustu daga sýna bara hvað Ferguson er kænn og snjall stjóri. Rafa verður það kannski líka þegar hann nær sama aldri. Við Púllarar verðum stundum að horfast í augu við harðar staðreyndir. Það þýðir ekkert að loka augum og eyrum og skilningarvitum yfirleitt. Batnar liðið við það? Líður ykkur betur við það?

 73. Ég skil owen mjög vel England er að fara vinna Hm næsta sumar og hann vill vera partur af því hvað annað hvað mynduð þið gera

 74. Sammála Þórhalli. Þegar rökin þrjóta þá fara menn að bulla um aldur annara

 75. Jæja, Arnar, Þórhallur og einhverjir fleiri, haldið þá áfram að bölva þeim sem hafa gert klúbbinn stóran, skorað ótal mörk og fært stuðningsmönnum ómælda gleði, rífið niður í svaðið menn sem þið hafið hælt síðustu árin. Svona barnaskap er bara erfitt að skilja – en kannski var það bara barnaskapur í mér að halda að Púllarar væru eitthvað skárri en Man Utd menn. Það er greinilega heimska í mér. En endilega haldið áfram.

 76. Helgi; taktu nú blessað höfuðið út úr rassgatinu á þér og vertu ekki að setja þig á þennan stall sem þú þykist vera á.

  Það er alveg deginum ljósara að þú ert enganveginn að fatta þessa umræðu. Það skilja það allir að Owen vilji spila fótbolta á topp leveli, og það muna allir eftir því hvað hann gerði fyrir klúbbinn.
  Það muna reyndar líka allir eftir því hvað hann gerði klúbbnum, og hvað klúbburinn gerði fyrir hann.
  Það er enginn að tala um að drengurinn hefði átt að hætta að spila fótbolta. Hann átti alveg séns á því að spila topp fótbolta á hæsta leveli og komast í landsliðið.. það var hans ákvörðun að velja að gera það hjá United, en ekki annarsstaðar.
  Menn eru bara sárir, því þeir héldu að hann væri með það mikið Liverpoolhjarta, að hann myndi aldrei ganga til liðs við Erkifjendurna í United. Það myndi enginn gera sem er með liverpoolhjarta. Þeir sem alast upp með klúbbnum, verða hluti af sögunni og eru alvöru Liverpoolmenn, myndu bara aldrei ganga til liðs við United, það er bara svo afskaplega einfalt. Ekki frekar en að Ryan Giggs, myndi aldrei spila með Liverpool.

  Þetta er bara algerlega fáránlegt, og ég átta mig engan veginn á því hvað drengurinn er að hugsa… að hann skuli bara ekki hafa fengið velgju þegar Ferguson hringdi í hann, er mér fyrirmunað að skilja…

  Carl Berg

 77. Er það komið á hreint að Benitez hafi viljað fá Owen aftur? Ef ekki, eins ömurlegt og það er, skil ég alveg að hann vilji spreyta sig hjá toppliði á ný. Væri hins vegar til að reyna stíft að fá Ashley Young til okkar – ungur, enskur , hraður og bara ansi góður sem myndi bæta miklu við liðið.

 78. Var einhver að tala um rök hér fyrr í kvöld – nú eru rökin ykkar orðin að rassgati. Það er von að hér sé umræða um fótbolta. En það er rétt hjá þér, Carl Berg, ég fatta ekki hugsunargang hjá eineygðum fasistum. En ég ætla að leyfa mér að geyma góðar Liverpool-minningar fyrri ára, hvort sem það eru mörkin hjá Owen eða öðrum.

 79. Var að golfa áðan með mjög heitum Man U aðdáanda og fyrir honum er þetta rugl. Þ.e.a.s. hann skilur ekki hvað Fergie ætlar sér með Owen. Hinsvegar sagði félagi minn, ef þetta er díll þar sem borgað er fyrir spilaða leiki og mörk og ekkert annað, er þetta jafn gáfulegt og hvað annað.
  Mér skilst á fróðari mönnum að hvert mark Owen fyrir Newcastle hafi kostað 1,2 milljónir punda. Hann skoraði víst um 35 mörk og kostaði um 41 milljón punda með öllu.

 80. Hundrað ummæli við færslu, um mitt sumar, sem fjallar ekki um okkar eigin leikmannakaup? Ja hérna …

  Mönnum er (skiljanlega) ansi heitt í hamsi í ummælunum hér að ofan. Sumt af þessu gæti ég hafa eytt út vegna dónaskaps en ég ákvað að leyfa þessu að vera þar sem þessi umræða var alltaf líkleg til að vera frekar tilfinningarík. Menn verða hins vegar aðeins að anda rólega.

  Owen afrekaði ýmislegt sem Liverpool-leikmaður og það verður ekki tekið af honum. Þótt hann spili núna fyrir Man Utd mun ég ekki brosa neitt minna þegar sigurmörk hans gegn Arsenal í bikarnum 2001 verða rifjuð upp héðan í frá en ég hef gert hingað til, og svo framvegis. Owen sem Liverpool-leikmaður var frábær og einstakur, og eitt skýrasta (og síðasta) dæmið um flotta unglingaframleiðslu Liverpool. Owen sem Real-leikmaður var eins og týndur sauður sem reyndi að falla í hópinn en hrökklaðist á endanum burt af félagslegum ástæðum. Þeim manni gat ég vorkennt. Ég gat hins vegar ekki vorkennt Owen sem Newcastle-manni því sá maður valdi miðlungslið og launahækkun fram yfir smá þolinmæði (mögulega fram í janúar 2006) við lok ágústmánaðar 2005 til að knýja fram endurkomuna heim til Liverpool. Hefði hann sýnt þá þolinmæði hefði hann á endanum (í ágúst 2005 eða jan 2006) snúið heim til Liverpool og verið minnst fyrir Real-útúrdúrinn á svipaðan hátt og Rushie er minnst fyrir Juve-ævintýrið.

  Það var hins vegar ákveðið atriði sem olli óþolinmæði Owen, og þvert á það sem margir hér virðast halda voru það ekki peningarnir. Michael Owen er nefnilega mjög metnaðargjarn leikmaður sem hefur alltaf tekið ákvarðanir sínar byggðar á þeim persónulega metnaði sínum, ekki peningum.

  Því miður fyrir okkur Liverpool-aðdáendur hefur þessi persónulegi metnaður hans einfaldlega aldrei snúist um Liverpool eða félagslið yfir höfuð heldur enska landsliðið. Að fá að keppa fyrir þjóð sína á stórmótum og eiga möguleika á að setja markamet með landsliðinu – um það hefur Owen ALLTAF snúist. Það sannaðist þegar hann panikkaði og valdi Newcastle frekar en að taka sénsinn á að vera á bekknum hjá Real þangað til hálfu ári fyrir HM 2006 og það er að sannast aftur núna í sumar.

  Ég get alveg ímyndað mér að það sem hafi haft úrslitaáhrif fyrir Owen var möguleikinn á að spila með Wayne Rooney í hverri viku. Ef Rooney væri ekki United-maður hefði hann sennilega staldrað aðeins meira við, þar sem hann veit að hann verður langt því frá fastamaður í byrjunarliði á Old Trafford og það er í sjálfu sér slæmt upp á landsliðsval að gera, en hann einfaldlega stóðst ekki mátið að fá að spila reglulega með Rooney og sýna Capello í verki í vetur hvað þeir tveir ná vel saman. Owen er nú, sem ávallt fyrr, að taka ákvarðanir með næsta stórmót landsliða í huga. Hann ÆTLAR SÉR að spila við hlið Rooney á HM 2010 Í S-Afríku og því vill hann spila með honum í allan vetur og freista þess að mynda samband með honum.

  Owen er ekki fégráðugur leikmaður. Hann er heldur enginn Júdas – það eru fimm ár síðan hann var Liverpool-leikmaður og þótt hann hafi reglulega síðan þá leitast eftir að fá að snúa til baka til Liverpool þá kaus hann að gera það ekki þegar það skipti máli – sumarið 2005 þegar Rafa bauð honum annan séns. Fæstir fá annan séns hjá Rafa – Owen hafnaði þeim séns og fær því örugglega ekki þann þriðja.

  Slökum aðeins á. Owen er búinn að senda okkur Púllurum langt nef með því að semja við Man Utd og þótt hann eigi sér glæsta fortíð með Liverpool er langt síðan þeirri fortíð lauk og nú getum við einbeitt okkur að því að slá honum við, eins og hverjum öðrum United-manni.

  Annars á Owen ekki eftir að hafa nein úrslitaáhrif fyrir United í vetur. Rétt eins og með Bendtner hjá Arsenal, Kalou hjá Chelsea eða Voronin hjá okkur þá er Owen maður sem mun spila nokkra leiki í byrjunarliði, koma nokkrum sinnum inn af bekknum og skora nokkur mörk. Það er EKKI það sem mun gera útslagið af eða á í titilbaráttunni og því bara nenni ég ekki að eyða of miklu púðri í Manchester United-leikmanninn Michael Owen. Hann er bara enn ein stjarnan í þeirra herbúðum sem Carra þarf að éta lifandi tvisvar á ári.

  Slökum því aðeins á Júdasar-talinu og ásökunum um fégræðgi. Owen snýst fyrst og fremst um England, ekki Liverpool eða Man Utd (og alveg örugglega ekki Newcastle sem hann fór verst með). Slíkur maður, sem er í raun ekki að semja við United og svíkja Liverpool heldur grípa tækifærið til að spila með landsliðsframherja #1 hjá Englandi, er ekki okkar orku virði.

  Næsta mál á dagskrá?

 81. mer finnst þetta allt i lagi ,, auðvitað er þetta dapurt en kommonn.

 82. Að kalla Owen mjög metnaðarfullan,,, vekur upp spurningar hjá mér. Hann fer til Real Madrid, að eigin sögn til að vinna titla og ári síðar til Newcastle,, en til að gera hvað?
  Og stóran hluta af þeim árum sem Owen spilað með landsliðinu virðist það heillum horfið og ekki líklegt til neins.

  Hér er síðan krækja sem ætti að ylja Helga um hjartarætur:http://www.dailypost.co.uk/sport-news/football-news/2009/07/05/michael-owen-i-d-always-hoped-to-play-for-manchester-united-55578-24079725/

 83. Ætlaði að hætta umræðunni, en hlekkurinn sem #104 birgir bendir á segir allt um drenginn og réttlætir fyllilega ósk mína að allar upplýsingar um hann verði strokaðar úr sögu félagsins.

  En þar með loka ég hurðinni á þennan einstakling…

 84. Ég held að þetta séu mjög sniðug kaup hjá Ferguson. Hann veit að Owen hefur metnað til þess að spila á HM næsta sumar, bara 29 ára og er góður markaskorari þegar hann er meiðslalaus. Skil Owen fullkomlega að velja Manchester United frekar en Stoke, þrátt fyrir Liverpool-ferilinn. Þetta er síðasti sénsinn hans sem knattspyrnumanns til að koma ferlinum aftur á skrið. Held að þið hljótið að geta sett þig í hans spor þrátt fyrir að vera gallharðir púlarar.

 85. Átti að vera ykkur en ekki þig fyrir ofan.

  Vildi bæta við að Ferguson á samt eftir að hlífa Owen og lætur hann ekki spila alla leiki, þannig að hann verður í toppformi á HM. Þ.e.a.s. ef hann sleppur við meiðsli. 🙂

King Kenny

Leikjaplanið framundan