Owen til Man Utd? HA?!?

Samkvæmt áreiðanlegum fréttum í flestum stóru blöðum Englands í kvöld Eru Man Utd við það að semja við Michael Owen á frjálsri sölu fyrir næsta tímabil.

Lesið þetta aftur: Michael Owen er að ganga til liðs við Manchester United!

Ókei, ókei, reynum að fara aðeins yfir þetta á rökréttan hátt. Í fyrsta lagi, þá mun væntanlega gjósa upp reiði Liverpool-stuðningsmanna í garð Owen. Með réttu, það skrifar enginn heilvita Púllari undir samning við erkifjendurna. Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta verður að veruleika er Owen búinn að missa sinn sess sem ein af goðsögnum Liverpool-sögunnar og verður meira eins og svarti sauðurinn þegar farið er yfir sögu klúbbsins. Hins vegar verðum við að gefa honum það að það kemur alls staðar fram að Liverpool hafa ENGAN áhuga á að fá Owen til sín í sumar. Hann er því í þeirri stöðu að þurfa að vinna sig upp í áliti ensks almennings, vinna sig inn í landsliðshópinn fyrir HM á næsta ári og reyna að ljúka ferlinum með glæsibrag og fyrst Liverpool eru pottþétt út úr myndinni (að frumkvæði Benitez, greinilega), getum við þá verið reið út í hann fyrir að velja lið sem er alltaf að berjast um titla og getur boðið honum Meistaradeildarbolta? Ég held varla.

Í öðru lagi, þá eru samningsmálin langt því frá frágengin. Owen þarf nefnilega að gangast undir ítarlega læknisskoðun hjá United á morgun áður en þeir samþykkja að semja við hann. Við skulum vona að eitthvað af þessum þrálátu meiðslum hans bjargi honum frá því að eyðileggja orðspor sitt réttu megin við hraðbrautina á milli Liverpool og Manchester.

Í þriðja lagi, að ofantöldu fráskildu, þá er Michael Owen við það að gerast leikmaður Manchester United. Ég gæti ælt.

Í öðrum slúðurfréttum í dag er það helst að Barca eru víst að undirbúa tilboð í Mascherano og Benítez hefur augastað á Gaetano D’Agostino hjá Udinese til að koma í hans stað. Þetta er allt slúður og við fylgjumst með því öllu betur næstu daga, en morgundagurinn fer væntanlega í að bíða frétta af þessari blessuðu læknisskoðun. Ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé það gerast, og jafnvel ekki einu sinni þá.

Ég meina, ekki einu sinni United-aðdáendur vilja að þetta gerist

70 Comments

 1. Er hann ekki bara að þessu til að hjálpa Liverpool að vinna titilinn?

  Hann mun skora þegar Man Utd er undir en klúðra færum viljandi þegar hann getur tryggt djöflinum sigur.
  Þetta verður eins og í Star Wars. Darth Vader mun snúast hugur og láta hjartað ráða þegar mest liggur við.

 2. Svona gera menn ekki. Það er ósköp einfalt.

  Allt sem þú segir um að Liverpool-aðdáendur eigi að gefa honum séns til að auka álit almennings og vinna sig inn í landsliðshópinn er rangt.

  Allt sem þú segir um að fíflið sé að skrá sig út úr sögu félagsins með þessu er hins vegar hárrétt.

 3. Það voru margir sem hlógu á sínum tíma þegar Ferguson setti pening í kaup á náunga sem heitir Teddy Sheringham. Þetta var leikmaður sem var að komast á aldur en hann hafði þó eitt með sér og það var að hann hafði alla tíð skilað mörkum. Teddy Sheringham gerði síðan það fyrir United, hann skilaði mörgum mjög mikilvægum mörkum. Michael Owen hefur alltaf gert það fyrir öll þrjú liðin sem hann hefur spilað fyrir þegar hann hefur gengið heill til skógar. Spurningin hér er einungis sú hvort Owen takist að halda sér heilum. Ef Ferguson er tilbúinn að veðja á það þá er það vissulega nokkuð djarft spilað miðað við meiðslasögu Owens. Ef Owen hins vegar fer til United og tekst að halda líkamanum í góðu lagi þá segi ég bara eitt: 15-20 mörk.

 4. ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað fá Owen after (ef hann hefði verið til i sammgjarnan deal) en það er var sammt bara vegna þess að ég veit hvers hann er megnugur ef hann er heill, en þessi maður er langt frá því að hafa LIVERPOOL hjarta ( hjarta eins og við sem styðjum LIVERPOOL fram í eitt) Góður leikmaður sem hugsar sammt bara um sín vikulaun og ekkert meira en það. Ef hann hefði vott af sál þá myndi hann spila hjá Newcastle eitt tímabil frítt, en það mun hann seint gera því hann veit hann fær betri laun annarsstaðar. Sorry Owen þú ert góður en þú verður aldrei “the” GOD.

 5. hahahahahaha 25 milljónir fyrir Mascherano, Barca kunna að koma manni í gott skap.

  hahahahahaha Owen til manu, alveg til að toppa allt klúður hann hefur gert síðan hann yfirgaf Liverpool. Hvernig ætlar Owen að vinna sér sæti í landsliði Englands á bekknum hjá manu hahahahaha. Menn gera ýmislegt fyrir aurinn.

  Kv
  Kristján

 6. Ég hef ávalllt verið hrifinn af Michael Owen sem knattspyrnumanni. Hann var hetja í mínum augum hjá Liverpool, mér sárnaði brottför hans til Real Madrid en hefði fyrirgefið honum það ef hann hefði komið til Liverpool eftir það (líkt og Rush gerði í eitt tímabil til Juventus). En þá var það þjálfarinn sem vildi hann ekki og peningarnir voru ekki til – Newcastle átti þá. Jafnvel núna hefði ég viljað sjá hann koma aftur.

  En mér finnst þetta hrikalega sorglegt og fyrirgef honum seint að fara til Manure, ef þetta verður að veruleika. Ekki virðist hann þó vera að fara til Manure vegna peninganna, því launin hans munu snarminnka. Þetta verður árangurstengt og það er kannski jákvætt fyrir hann.

  Ég myndi samt aldrei afsaka þessi félagaskipti vegna þess að hann vilji vinna sér inn sæti mögulega í enska landsliðinu. Jú, kannski tækifæri til að spila í Champions League en ekki fyrir enska landsliðið. Ég veit ekki betur en að Glen Johnson hafi unnið sér inn enskt landsliðssæti með því að spila vel með Portsmouth. Menn þurfa ekki að vera í toppklúbbunum 4 til að vinna sér inn landsliðssæti.

  Ég fylgist spenntur með á morgun.

 7. Það er hægt að grafa djúpt og lengi, en það finnst aldrei nægilega góð ástæða/afsökun fyrir drenginn að ganga til liðs við Man United.
  Hinsvegar neita ég því ekki, að ég er að verða pínulítið stressaður yfir þessu “kaupleysi” hjá Ferguson. Manni dettur í hug að spyrja hvort karlpungurinn sé að bíða og fylgjast með hversu mikið hin liðin ætla að styrkja sig, svo þegar þau eru búin að eyða sínum peningum, BÚMM! Kaupa svona sirka bát helmingi fleiri og dýrari kanónur en þau.
  Hann veður náttúrulega í peningum þessi misserinn, og þar sem allt virðist vera falt fyrir peninga þessa stundina, þá þarf hann ekkert að hafa neinar áhyggjur…ekki af því minnsta kosti. Hann þarf ennþá að hafa áhyggjur auðvitað af því hvað hann er hund fokkíng leiðinlegur og ljótur, og stýrir leiðinlegu og ljótu liði og allt það… en það er víst einhver allt önnur Elín.

  Insjallah…Carl Berg

 8. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að taka þátt í því að réttlæta þetta hjá honum, svona gerir maður ekki. Sjá Owen skora fyrir United væri alveg sorglegt og vel það.

  Honum tókst að fá marga púllara upp á móti sér þegar hann fór til Real, en það var samt alveg skiljanleg ákvörðun sem misheppnaðist hrapalega hjá honum. EN ef hann vill alveg endilega vera hataður í Liverpool og eyða endanlega öllu því sem hann afrekaði hjá Liverpool þá er þetta einmitt leiðin.

  Sáttur við hann í FA Cup final gegn Arsenal…..rest gæti ég verið snöggur að gleyma.

 9. Hann gerði helling fyrir Liverpool og það er ekki hægt að lá honum því að vilja halda áfram ferlinum sérstaklega með risaliði eins og Man utd auðvitað hefði maður viljað sjá hann koma aftur þó ekki nema til að leysa Torres af á 70 mín og koma inn einu og einu marki, en þetta er fótboltinn í dag..peningar teknir framyfir heiður og að fylgja hjartanu og liðinu. Ég óska honum bara góðs gengis ef hann fer þarna og mun bjóða hann velkomin ef hann kemur aftur til Liverpool, en það er ekki hægt að kalla manninn júdas eftir allt sem hann hefur gert fyrir Liverpool það er ástæða fyrir því að hann er einn af þeim bestu og verðum við bara að virða þetta val hjá honum.. Liverpool á bara að bjóða það sem er sett í hann þó að það væri ekki nema uppá respectið hann á 1-2 ár góð eftir kannski 3 og þeim væri vel varið hjá Liverpool

  Owen the great!!!!!!!

 10. Hvað getur maður sagt? þetta er frekar dapurt og,,, tja,,, heimskulegt.

 11. Byrjum fyrst á formlegheitunum. Ég er Man Utd maður. Svo…. Hvað í andskotanum er að gerast, eruð þið að senda hann ?!!!?? Andskotinn sjálfur, ekki það að mér finnist hann vera eitthvað lélegur og meiddur alltaf, hann er bara liverpool maður. Mér er hálfóglatt. Þið eigið að vera keppinautar á vellinum ekki samherjar.

  Tveir punktar.
  1. Traust og tryggð á að vera í báðar áttir. Mér hefur ekki virst sem að Liverpool hafi verið áfjáð í að ráða Owen aftur og geta Liverpool menn lítið sagt við þessu að mínu mati.

  1. Lítur Ferguson á Wellbeck og Kiko sem það góða og efnilega leikmenn að með þessu sé hann að leika biðleik. Gæti verið en ég vaknaði með óbragð í munni.
 12. Það er alveg á hreinu að ef þetta gerist þá munu eflaust margir Liverpool menn þurrka út það sem þessi maður hefur gert fyrir félagið og byrja að hata drenginn enda gerir enginn Liverpool maður þetta.
  Owen hefur alltaf verið uppáhalds leikmaðurinn minn og ég hef fyrirgefið honum að hafa farið frá klúbbum og vildi alltaf fá hann aftur en svona á bara EKKI að gerast. Djöfull verð ég reiður ef þetta gerist.

 13. Ég veit hreinlega ekki hvorir eru meira pirraðir – Man U aðdáendur eða Liverpool aðdáendur. Ég myndi tippa á fyrri hópinn.

 14. Eru menn ekki að sjá að þetta er algjörlega skiljanleg ákvörðun hjá Owen? Hann vill ólmur koma til Liverpool og hefur viljað koma frá því að hann fór. Liverpool vill eki sjá hann og hann virðist geta valið á milli Hull og utd. Þetta er algjörlega No brainer fyrir hann.
  Þeir sem tala um að hann sé að elta peninga eru á villigötum held ég þar sem þessi skipti virðast mun frekar snúast um knattspyrnulegan metnað frekar en nokkuð annað.

 15. Það ætti að stroka nafn Owen´s út í sögu Liverpool ef hann skrifar undir.
  Þetta er nú meiri mannfýlan…

 16. Ég er aðallega ringlaður.
  plúsar: Kostar næstum ekkert, við borgum örugglega skiðogingenting í laun og ef hann helst heill gæti hann skorað svolítið. Og þetta pirrar ykkur.
  mínusar: Jafnvel þó hann skori pokafylli af mörkum verður hann aldrei hetja, hann var góður fyrir 5-7 árum síðan, vil ekki hugsa til þess að hann fari aftur í landsliðið og slái kannske markamet Charlton, tæklingin á Ronny Johnsen og síðast en ekki síst, þett’er fokking Michael Owen?
  Það er eins gott hann skori þessa pokafylli, það er eina leiðin til að koma þessu á núllið, annars yuk
  En ég skil hann alveg að taka þessu ef það býðst,

 17. Gaetano D’Agostino er að sögn ítölsku pressunnar búinn að semja við Juve en ekki fengist staðfest á opinberum síðum félaganna. Owen er að taka niðurfyrir sig með þessu og missir alla mína virðingu með þessu!

 18. Það er náttúrulega alveg ljóst að fyrst United fá Owen bara hlýtur Van Nistelrooy að vera á leiðinni til Liverpool … 🙂

 19. Michael Owen í læknisskoðun hjá Man Utd í dag

  Þetta er drullusokkur af verstu gerð.

 20. Þið gætuð fengið að sjá Owen lyfta 19. englandsbikarnum í lok ársins 🙂

 21. Það er náttúrulega hægt að skoða þetta frá nokkrum sjónarhornum.
  Leikmaðurinn: Möguleiki á að komast að hjá stórum klúbbi og bjarga ferlinum. Annars eitthvað smálið sem er ekki í neinni titlabaráttu. Skiljanlegt.
  Aðdáandi Liverpool: Eins og sagt hefur verið að ofan: You´re nothing to me. Sigurmörkin gegn Arsenal og öll hin glæsilegu tilþrifin eru gleymd og grafin.
  Aðdáandi Man U: What?? Gamla Liverpoolmeiðslahrúgu?!?! Vonandi veit Alex hvað hann er að gera.

  Hann er pottþétt að eyðileggja mannorð sitt fyrir Liverpoolmönnum en að hann geri þetta er skiljanlegt upp á að reyna að bjarga ferlinum sem er búinn að vera í tómu tjóni síðustu, hvað, 5-6 árin – sem ættu þó að vera bestu ár hans sem knattspyrnumanns.

 22. Ég bara get ekki verið annað en brjálaður. Jú þetta er kannski spennandi val fyrir hann upp á atvinnuferilinn að gera en kommon þetta er scum utd. Enginn heiðvirður púllari lætur nafn sitt sjást í tengslum við scum utd.
  Ég hef lengi talað fyrir því að það væri ekket að því og nánast eðlilegt að gefa Owen séns eitt season hjá okkur. En ef maðurinn ættlar til scum þá finnst mér það bara lélegt hjá honum. Það er ekki spurning að hann mun fá fleiri sénsa og meiri spilatíma hjá miðlungliði í PL. Yrði fastur byrjunaliðsmaður hjá td. Hull og gæti þar sannað sig í landsliðið (eða LFC)
  Með þessu missi ég alla virðingu fyrir honum og set hann í sama flokk og Mc. Manoman.

  • Hættum nú að setja hann á sama stall og Legend Fowler

  Vorum við að því?

 23. Kemur ekki á óvart. Maður hefur löngu snúið baki við MO síðan hann bað um að verða seldur til Real Madrid á sínum tíma. Maðurinn hefur ekki vott af tryggð eða heillindum. Nema þá við sitt eigið peningaverski. Nenni ekki fara út í einhverjar var og ef umræður því þetta er núið.

  Það eina sem ég get sagt er Michael Owen F U !!!!!!!!!!!!!!!

 24. Ég man þegar Paul Ince fór frá Inter til Liverpool. Mér fannst það slæmt að sjá hetju frá Old Trafford fara á Anfield. En þetta er miklu miklu meira. Nú er Legend frá Liverpool að fara á Old Trafford. Veit ekki hvað mér finnst um þetta.

 25. Rólegir hér,

  Þetta er mjög góðar fréttir því við vitum hvað gerist þegar Owen fer til “topp félags” að “vinna bikara” 🙂

  • Ég man þegar Paul Ince fór frá Inter til Liverpool. Mér fannst það slæmt að sjá hetju frá Old Trafford fara á Anfield

  Ince var cunt sem ólst upp hjá West Ham, var í raun ekki vinsæll þar þegar hann fór til United.

  Owen er uppalin hjá Liverpool……það er alls ekki það sama

  Ég hef alltaf haft trú á Owen og kvikindið skorar alltaf sinn skerf af mörkum, sama hvernig standi hann er í. Fyrst núna vona ég að meiðslasögu hans fari ekki að ljúka…..sem væri þó alveg típískt.

 26. Sælir félagar

  Það er margt í þessu og víst á MO sér málsbætur þar sem Liverpool hefur ekki litið við honum þó vitað væri að hann vildi koma aftur . Fyrir góðan díl fyrir félagið. En samt!?!?

  Hitt er annað að fara að spila fyrir MU. Arg. Ég gat aldrei þolað Ince þegar hann kom til okkar. Ég mun aldrei geta fyrirgefið MO að spila fyrir MU.

  Owen bolurinn minn verður brenndur til kaldra kola ef svo fer.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 27. Ég sé alveg fyrir mér, þegar Liverpool mætir á Old Toilette. Félagarnir Nebbi Skalli og Kalli Beikon mæta saman á pöbbann að horfa á svipaða niðurlægingu og sást þar í fyrra…. Þeir halda með sitthvoru liðinu og greyið Liverpoolmaðurinn neyðist til að sitja hjá illa gefnum United vini sínum, en hefur vit á því að ræða sem minnst við hann.
  Þeir sem sitja fyrir aftan þá félaga, taka þó fljótlega eftir því, að það stendur Owen aftan á báðum treyjunum sem þeir félgarnir klæðast.

  hhmmm…. það er nú eitthvað sem passar ekki alveg í þetta finnst manni. !! … hmm..já, kanski hugsanlega sú staðreynd að sá sem heldur með United, er náttúrulega miklu meira en bara illa gefinn !!

  Carl Berg

 28. Owen var góður leikmaður fyrir Liverpool en þó að hann hafi verið vinsæll á sínum tíma náði hann aldrei að komast nálægt vinsældum Fowlers.

  Hann gaf öllum Liverpool stuðningsmönnum fingurinn um árið og skrifaði undir hjá Real eftir að hafa lofað ítrekað að skrifa undir nýjan samning við LFC. Margir halda að Real hafi fengið hann alltof ódýrt en málið er að Owen spilaði snjallan leik. Hann beið þar til samningurinn við LFC var að renna út, róaði stuðningsmenn af og til með því að segjast elska klúbbinn og að hann myndi að sjálfsögðu skrifa undir framlengingu. Hann sendi síðan öllum fingurinn og fór til Real á hlægilega upphæð þegar samningurinn var við það að renna út.

  Hann er og hefur alltaf verið málaliði og hefur sýnt það aftur og aftur. Hvernig ætli Newcastle stuðningsmenn hugsi um hann þessa dagana.

  Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama hvar hann vermir bekkinn á næsta ári.

 29. Og það er ljóst að töp fyrir Liverpool fara illa með menn. Real Madrid tapar 4-0 og tryllist í leikmannakaupum.

  Man U tapar 1-4 og kaupir besta manninn hjá Wigan og svo Liverpool reject-ið Michael Owen.

 30. Ég missti allt álit á Owen þegar hann á toppi síns ferils þvingaði Liverpool til að selja sig á útsöluverði til Real rétt í byrjun leiktíðar. Átti þá bara ár eftir af samningi sínum og gerði ekkert annað en að þvinga fram sölu, þvílík tryggð við sitt lið. Nú heldur hann áfram og sýnir Newcastle hvaða mann hann hefur að geyma með því að stökkva þar frá borði og toppar svo allt með því að láta sjá sig á Old Trafford, greinilega algert stórmenni og veitir Ronaldo augljóslega harða samkeppni um karatersverðlaun knattspyrnumanna þetta árið.

  Annað óskilt Owen, verð að segja að ég er orðin drulluhræddur við þetta sumar, markaðurinn virðist snúast um það hvort Liverpool greinilega í peningaþröng nær að hanga á sínum mönnum eins og Alonso og Macherano fremur en að við séum að elltast við að styrkja liðið frekar. Eins og staðan er núna er ég eiginlega bara orðin sáttur við að halda okkar aðalmönnum og ná Johnson. Johnson held ég reyndar að eigi eftir að reynast okkur vel.

 31. Æi, ég hef alltaf vorkennt Owen og nenni ekki að vera eitthvað fúll út í hann. Gríðarlega hæfileikaríkur en virkar of einfaldur og hrekklaus til að geta haldið dampi í atvinnumannaheiminum (fyrir nú utan öll meiðslin). Ég held að í orðabókum sé mynd af honum notuð sem skýring á hugtakinu “seinheppni”. Athyglisvert að lesa þetta líka:

  “Someone who knew him well revealed that Owen used to regularly drive from his Madrid hotel to the airport in order to buy English newspapers, never realising that, had he bothered to venture a few yards into the city, he could have bought the Daily Mail et al from numerous downtown kiosks. Such a lack of imagination left him far from suited to the expat life and a return to England the following summer came as no surprise.”
  http://www.guardian.co.uk/sport/blog/2009/jul/03/michael-owen-manchester-united-newcastle

  Ekki alveg skarpasti hnífurinn í skúffunni, blessaður. Ég bjó sjálfur úti í Madrid þegar hann kom þangað, það var nú reyndar ekki komið sérstaklega vel fram við hann, hinir í hópnum höfðu hann útundan og töluðu illa um hann þótt hann væri viðstaddur (enda kunni hann enga spænsku), töldu hann ekki nógu mikinn galactico. Guti var sérstaklega fúll, enda alltaf á bekknum á þessum tíma. Blaðamennirnir lögðu Owen hálfpartinn í einelti (þar til hann byrjaði að skora, þá fóru að sjást setningar eins og: “ese tío es un crack.” (“þessi gaur er frábær”)). Sjálfur sigldi hann í gegnum þetta, einfaldur og hrekklaus, alltaf á svipinn eins og hann skildi ekki alveg hvað væri í gangi í kringum hann (sem hann hefur eflaust ekki gert). Ég hefði alveg verið til í að fá hann aftur til Liverpool frá Madrid. Hann má alveg eiga skammlaust tímabil hjá Manure mín vegna (nema auðvitað ef hann skorar hjá L., þá hætti ég að vorkenna honum)

 32. Er ekki málið að kíkka á Obafemi Martins fyrir 6 millur? Var hörkugóður til að byrja með hjá Newcastle en geri mér reyndar ekki alveg grein fyrir hvar hann er staddur í dag enda var Newcastle í bullinu á síðasta tímabili. En mér fannst hann djö…. magnaður á fyrri hluta ferilsins a.m.k. – nokkurs konar kraftframherji.

 33. Ég væri til í að sjá viðbrögð carra, Gerrard og annarra eldri Liverpool legends

 34. Jæja það eru allavega góðar fréttir að sjálfur King Kenny sé kominn aftur til félagsins, sannur kóngur þar á ferð sem ekki hefur brennt allar brýr að baki sér ólíkt öðrum.

 35. Hver er Michael Owen er það einhver dúddi ja ekki Liverpool maður
  Svartir sauður glatað fé kista úr ali Owen er sokkur

 36. Það er alveg klárt að nafn hans verður afmáð úr sögubókum Liverpool og hann verður ekki nefndur í samhengi með Fowler, Redknapp, Carrra og Gerrard. Hann gaf skít í Liverpool þegar hann fór til Madrid og ákveður að ganga frítt til Man Utd. af öllum klúbbum. Þetta segir manni bara að sumir eru ekki með hjartað á réttum stað og kunna ekki að meta það sem gert hefur verið fyrir þá í fortíðinni. Meira að segja Teves eftir tvö ár í láni hjá Utd. gaf það út að hann vildi ekki fara til erkifjéndana í Liverpool. Það má virða hann fyrir það að hann sýndi Utd aðdáendum ákveðna virðingu með því.

  Allavega hef ég misst alla virðingu fyrir þessum leikmanni og fer sem horfir , set hann í flokk og aðra leikmenn Man Utd sem ég gjörsamlega þoli ekki.

 37. Tevez sýnir mikla virðingu gagnvart aðdáendum United og gengur til liðs við Man City!

 38. Ég lít á Liverpool sem meiri erkióvin Man Utd heldur en City. Menn hafa nú farið milli Liverpool og Everton hægri vinstri. Ég hefði alveg fyrirgefið Owen að fara í Everton.

 39. Líklega ein bestu kaup sumarsins. Eins og mér er illa við að segja það þá veit Sir Alex nákvæmlega hvað hann er að gera.
  Málið er að Sir Alex er ekki að kaupa Owen til að verða lykilmaður eða byrjunarmaður sem spilar 38 leiki.. Hann mun eflaust koma inn af bekknum og byrja leiki af og til.. Gera NÁKVÆMLEGA eins og skrokkurinn hans leyfir.
  Tel þetta einstaklega smart kaup en ég hafði vonað að Rafael hefði gert þetta sjálfur.. Owen hefur skorað hvar sem hann hefur verið og mun gera það áfram hjá ManU, það er alveg ljóst tel ég.. Hann mun spila afar stórt hlutverk hjá þeim þótt hann verði ekki einn af fyrstu 11. Mun vera einn af þessum mikilvægu leikmönnum rétt fyrir utan byrjunarlið sem koma inn þegar verið er að hvíla hina og skila sínu.. Pælið líka í að geta sett svona mann inná, ekki myndi það veikja mörg lið. Hræddur við þessi kaup satt best að segja.

 40. var að horfa á man u tv, umfjöllun um eitt stykki owen kuntu, STAÐFEST

 41. Er hann gjörsamlega að tapa glórunni ??? Þvílíkur skíthæll !!!!!!! Algjörlega gleymdur og þurrkaður út af öllum stuðningsmönnum Liverpool !!!!!!! Vona ég…………….

  Á ekki til orð………………….

  Áfram Liverpool !!!!!!! Owen hver !!!!!!!!!!!!!!!

 42. Maður getur ekki annað en hlegið af þessu. Ferguson missir bæði Ronaldo og Tevez og hann getur ekki betur enn fengið Michael Owen í staðin? Ótrúlegt.

  (ég veit alveg að hann getur það, en í augnablikinu er þetta svolítið fyndið)

 43. Ég hef alltaf sagt það að Owen er sell-out hóra! Sorry guy’s, en þetta er einfaldlega ósættanlegt!

  youll never walk alone… uh þetta á svo sannarlega ekki við hann Owen kallinn.

 44. Þetta verða snilldarkaup hjá Ferguson því miður fyrir okkur,Owen er enn snilldar “finisher”´ en hvað geta menn sýnt hjá Newcastle ,..jú mark í öðrum hvorum leik…Fergie sá að það kostaði ekki túkall nema laun sem víst öll liðin þurfa að borga!!!!því gátum við ekki nýtt okkur karfta þessa manns,og fyrst manutd ræður hann í vinnu eftir ÍTARLEGA LÆKNISRANNSÓKN SPYR ÉG “AF HVERJU ER OWEN EKKI KOMIN HEIM Á ANFIELD” og ekki nóg með það heldur hneggjar Ferguson yfir því að meiri partur Liverpool áhangenda arga yfir þessu og jafnvel skilja ekkert í Benitez að hafa ekki fengið Owen aftur til Liverpool eins og Guð kom aftur á sínum tíma og allir dásemuðu kallinn fyrir það..

  sorry
  þetta styrkir scum utd til muna…
  en vonandi bregst Benni okkar við þessu og róar okkur púllara sem ekki eru sáttir með þessi félagsskipti…..

 45. Andi: Felst styrkingin þá í því að missa Ronaldo+Tevez og fá Valencia+Owen? Segðu mér annan. :>
  Ég tel frekar að meirihluti Liverpool manna séu frekar hissa á að þeir hafi viljað hann, eða algjörlega sama um Owen.
  Annað, ekki vera að líkja Guð við Owen.. bara.. ekki.

 46. Sýnir bara karakterinn í Owen, fór utaf hann vildi vinna titla, vann ekkert og endaði hjá erkifjendum félaginu sem hann ólst upp hjá, ekki vill ég svona ræfil heim, ekki hefði Fowler farið til Utd.. skít með hann og vonumst til að hann meiðist og endi ferillinn, ekki með spilaðan leik fyrir Utd ruslið.

 47. Vissulega er það svekkjandi að sjá Owen ganga í raðir Man Utd, en ég held að aðdáendur Liverpool geti ekki verið reiðir út í hann. Hann gerði góða hluti fyrir okkar klúbb, hann var atvinnulaus og hann vill komast aftur í Enska landsliðið, ekki gerir hann það með Everton, West Ham eða álíka liðum. Hjá Man Utd hefur hann menn með sér sem geta matað hann af færum til að skora mörk og það er ég viss um að hann á eftir að raða inn mörkum fyrir þá. Ég er alveg viss um að hann vildi fara til Liverpool, en málið er að Rafa vildi ekki fá hann og þá er ekki hægt að vera væla neitt, fótbolti í dag sníst um peninga frekar en trigð við ákveðna klúbba, þó svo að það séu líka til leikmenn sem halda trigð við sitt lið en sú staða sem Owen var í er þess eðliðs að þetta er að ég held bara skinsamlegt af honum…

Miðvörður?

King Kenny