Tveir ungir kveðja

Í morgun var staðfest frétt sem hefur verið á leiðinni síðustu daga, sú að Sebastian Leto hefur verið seldur til Panathinaikos í Grikklandi.

Sú sala bætist svo við það sem tilkynnt var í gær um að vængmaðurinn ungi, Paul Anderson hafi verið seldur til Nottingham Forest.

Í báðum tilvikum eru kaupverðin “undisclosed” en á netmiðlum hefur verið talað um að Panthinaikos hafi greitt 3 milljónir punda fyrir Leto og kaupverð Anderson er nú sagt 250 þúsund pund, en áður hefur verið rætt um hærri upphæð.

Þessar sölur eru báðar eitthvað sem reikna mátti með. Leto karlinn átt í vanda með að fá leikheimild í Englandi og ljóst að Rafa treystir Anderson ekki til að leika með aðalliðinu. Þarna vonandi bættist bara í peningakistuna sem við eigum til að eyða uppúr á næstu dögum í menn sem eru tilbúnir í byrjunarlið.

Báðum þessum drengjum óskum við velfarnaðar, ég er ekki frá því að þeir nái báðir nokkuð langt í boltanum, þó ekki hafi þeir náð árangri á Anfield Road.

16 Comments

 1. Já það er frekar fúlt að Leto hafi ekki fengið atvinnuleyfi, og miðað við alla aðra sem fá þetta leyfi þá finnst mér eitthvað skrýtið þegar leikmaður sem að stórlið í Englandi er að reyna að fá fær ekki að vinna í landinu.
  Ég held að það hljóti að vera eitthvað annað sem býr að baki í þessu máli.
  En við fáum þarna tæpar 4 millur til þess að setja upp í stærri leikmann.

 2. Ég hefði viljað sjá meira út úr þessum drengjum, en vonandi gengur þeim vel. Soldið grátlegt að þarna voru tvo kant prospect að “klikka”, ef hægt er að nota svoleiðis orð.

 3. Afhverju í andskotanum ná Man Utd menn alltaf svona góðum samningum… búnir að fá allann peninginn (80 milljónir punda) fyrir Ronaldo! aumingjar sem eru að semja hjá okkar mönnum……

 4. Við skulum nú kannski ekki alveg missa okkur í því að bera Cristiano Ronaldo saman við Sebastian Leto og Paul Anderson 🙂 En þessi punktur hjá Guðmundi er alveg valid. Ekki sá maður að Real væri eitthvað að prútta og harka þegar þeir voru að kaupa Ronaldo og Kaka. Þá er bara feit summa á borðið og málið er dautt. Svo les maður svona fréttir, vissulega ekki á virðulegasta miðlinum en samt, eins og þessa þar sem Real ætlar að reyna að fá Mascherano og Arbeloa saman á 23 milljónir. Þvílík fyrra enda er það nú væntanlega ljóst að slíku tilboði yrði samstundis hafnað en svona umræða er samt alltaf til þess fallin að koma óróa á leikmennina og því vill maður ekki sjá svona bull í fjölmiðlum.

  Ef Ronaldo er 80 milljóna punda virði þá er Xabi Alonso alveg pottþétt 35 milljóna virði eins og maður hefur lesið að Benitez vilji fá.

 5. Já alveg rétt… en málið er ef einhver bíður 25. milljónir punda í Alonso þá má hann fara hvert sem hann vill!!!!!!! samningar hjá þessu félagi eru ömurlegir… t.d. er Man Utd að leita sér að miðju manni, ég yrði brjálaður ef hann færi í Man Utd.. sjáið Vidic stígur fram og segir að hann ætli ekki að fara frá Man Utd þó svo að konan hans vilji fara, þessi menn hafa það alltof gott til að fara fram á eitthvað svona, Mascheranao og Alsonso meiga taka hann til fyrirmyndar…..

 6. Guðmundur, hvar stendur það að Alonso megi fara ef 25 milljóna punda boð kemur í hann?

  Rafa metur hann á 35-40 milljón pund og mun örugglega ekki ræða lægri boð.

 7. Við þurfum að fara að setja niður svona peningatré eins og eru í Madrid. Maður hélt nú að menn réðu ekki við mikið meira en eina superstjörnu, nú eru þrír rándýrir menn komnir auk Albiol og samt eru þeir ennþá sterklega orðaðir við Alonso og kaupverðið á honum verður væntanlega e-ð í kringum 30 milljónum punda ef um semst. Síðan sá maður í dag óstaðfestar fregnir um að Liverpool og Madrid væru búin að ná samkomulagi um verðið á Arbeloa. Maður hefur bara aldrei séð annað eins á leikmannamarkaðnum

 8. Ef menn dást að Man Utd að selja Ronaldo á 80 mill. pund. þá er ég ekki í vafa að Liverpool myndi geta selt Torres á sambærilega upphæð. En það viljum við ekki!!!

 9. Jónsi ; hver segir að þeir ráði eitthvað við þennan gjörning sem þeir eru að framkvæma ? það eru margir sem spá því, að þetta fari allt til fjandans hjá þeim, og reyndar séu ansi mörg lið á Spáni á leiðinni þangað nú þegar.

  Við sjáum til.. við sjáum til..

  Carl Berg

 10. Liv með tilboð í kólumbískan famherja sem getur spilað í holuni, svo að Alonso er þá kanski að fara”snökt snökt” Gerrard þá aftar eða hvað, en hvað veit maður?

 11. Gerrard má ekki fara aftar! Holan er hanns staður. Auðvitað var hann góður á CM, en ekkert slær holuna hanns. Ef Alonso fer, kaupum við framherja (finnst mér) og þá getum við spilað í 4-4-2, en samt finnst mér ekki að það sé rétt. Gerrard var einn markahæsti maðurinn í deildinni í fyrra, og það er alt holuni að þakka. Væri fínt að kaupa/selja engan annan, og bara spila áfram í 4-2-3-1 nema núna höfum við Voronin á bekknum. Hver veit nema hann verði góð innskipting? Ég vona ekki að hvorki Alonso eða Mascherano fari. Við getum unnið deildina með þessu liði, sérstaklega þegar United selja alla markaskorarana!

 12. Ég held að sá kólumbíski sé ekki að fara spila eitthvað lykilhlutverk, sérstaklega ekki á sínu fyrsta tímabili. S-Ameríkumenn hafa oft á tíðum átt erfitt með að fóta sig í enska boltanum þannig maður gerir sér hóflegar væntingar. Klárlega hugsaður sem back-up fyrir Gerrard enda mikilvægt að hafa einhvern sem getur spilað þessa stöðu þegar hann er ekki.

 13. Einhvern til þess að spila þessa stöðu þegar að Gerrard er ekki segirðu ???
  Eigum við ekki mann að nafni Yossi Benayoun ? Sem spilar þessa stöðu vel ?

 14. Hvenær fáum við eiginlega myndir af Glen Johnson og Rafa Ben í stúkunni??

MB5

Miðvörður?