Fjármálafréttir og spjall við Rafa

Liverpool er víst þrátt fyrir allt fyrirtæki.

Þess vegna hendi ég hér inn tveimur fréttum sem snúa að rekstri þess fyrirtækis og menn geta kommentað á. Annars vegar er það er frétt frá gærdeginum á opinberu síðunni þar sem tilkynnt er um ráðningu “Allsherjarframkvæmdastjóra” félagsins. Sá sem varð fyrir valinu heitir Christian Purslow (þó miðað við lookið á honum ætti hann að heita Newman, er viss um að hann er launsonur poppkornskóngsins heitins), maður sem hefur verið áskrifandi að ársmiða á Anfield um nokkurt skeið, með meistarapróf í hagfræði frá Harvard, altalandi á spænsku og á að baki árangursríkan feril hjá nokkrum öflugum breskum einkafyrirtækjum.

Hann verður yfirmaður allra deilda félagsins varðandi fjárhag og mun m.a. ráða eftirmann Parry. Þegar það gerist mun hann svo setjast í stjórn félagsins. Vonum að hann standi sig vel, allavega betur en fyrirrennarinn!

Í dag berast svo fréttir af því að amerísku eigendurnir séu búnir að endurfjármagna stóra lánið hjá Royal Bank of Scotland. Eigi bara eftir að fá samþykki Wachoviabankans bandaríska fyrir greiðsluáætlun þess. Wachovia er hinn stóri lánveitandinn í dæminu og þar er greiðsluáætlun í gangi.

Samkvæmt þessari frétt eru því fjármálin að verða komin í varanlegan farveg og því ættum við að losna við dómsdagsfréttir gulu pressunnar og óvandaðra Londonblaða þegar kemur að yfirvofandi gjaldþrotum víðsvegar í umgjörð LFC.

Ef fólk vill leikmannapunkta í bland má benda á að enn er beðið eftir endanlegri staðfestingu Glen Johnson, sem væntanlega kemur eftir læknisskoðun sem enn er ótímasett og enn er verið að velta Mascherano fyrir sér hjá gulu pressunni. Ekki þó hægt að finna áræðanlega heimild varðandi Javier í dag.

Uppfært

Rakst á þetta viðtal við Rafa í Liverpool Echo nú áðan.

Þarna lýsir hann því að hann hafi greitt meira fyrir Johnson en hann vildi þar sem markaðurinn einfaldlega sé á þann veg nú og hann talar líka um að hann geti keypt annan leikmann án þess að selja nokkurn. Í lok viðtalsins sýnist mér hann þó vera að búa okkur undir það að selja Arbeloa, þar sem hann á lítið eftir af samningi við félagið

60 Comments

 1. Ég fagna verðandi kaupum á Glen Johnson. Þar er á ferð klassa bakvörður sem nær vonandi að stimpla sig vel inn í Liverpool liðið á næstu leiktíð.
  En hins vegar þá finnst mér leitt að missa Arbeloa. Hann spilaði alla leiki á síðasta tímabili þegar hann var ekki meiddur sem hefur líklega haft ágætis áhrif á hversu mikið hann dalaði þegar leið á tímabilið.
  Ef að Arbeloa fer á 8 milljónir punda þá erum við að tala um ágætis gróða fyrir mann sem var lítt þekktur þegar hann kom til Liverpool. Þá vantar okkur sárlega mann í hægri bakvörðinn, best væri ef að við fengum ágætis hafsent, sem fjórða val í þá stöðu, sem gæti einnig leyst hægri bakvarðarstöðuna. Þá værum við með cover fyrir Glen Johnson til að hvíla hann og veita honum smá samkeppni.

 2. “We have a plan,” added Benitez. “We can sign one more player if necessary, but that’s without any players leaving.”

 3. Það er líka verið að tala um að Voronin, Leto og Dossena séu á leiðinni út. Það væri nú skemmtilegra að sjá slúðurblöðin full af fréttum um Voronin og brottför hans í stað Masch og Alonso – en það túlkast víst sem góðar fréttir fyrir Liverpool og það má nú ekki birta slíkt…

 4. Rétt Eyþór. Það er búið að flytja dómsdagsfréttir af fjárhagsstöðu Liverpool í allt sumar. Og svo þegar að liðið kemur og eyðir hárri upphæð á einn leikmann þá þarf Benitez að verja það. Það er erfitt að þóknast bresku pressunni.

 5. Hárrétt Eyþór og Einar Örn.

  Hef áður rætt það að pressan er ákveðin í að vera neikvæð út í Rafa, kanana og LFC. Veit ég er eins og rispuð plata, en það ER staðreynd!

 6. Og það mun ekki breytast fyrr en við verðum Englandsmeistarar aftur, s.s. næsta vor 🙂
  Því eins og allir vita er bannað að gagnrýna ríkjandi meistara.

 7. Hafliði nr 7,það mun ekki breita neinu þó LFC vinni deildina næsta vor.
  Ég er nú svo gamall og man vel eftir gullaldartímabili Liverpool og trúðu mér ,sum ensk blöð hafa aldrei þolað LFC,aðalega blöð frá London og þau munu halda áfram að gera sitt besta til að rakka klúbbinn niður alveg óháð því hvernig liðinu gengur.

 8. Það hefur oft verið þannig að Liverpool hefur ekki fengið það hrós sem liðið á skilið. Þegar Liverpool hefur verið að rúlla yfir andstæðingana segja ensku blöðin að það hafi verið vegna þess að mótherjinn átti svo dapran dag ( samanber Real madrid í vetur) en ekki stórleikur Liverpool.

  Þegar Liverpool rúllaði Newcastle upp í úrslitum bikarsins 1974 3-0 (gat endað 8-0) var það sama sagan . Allt í einu var Newcastle orðið skelfilega lélegt lið.
  Ekki einfaldlega að Liverpool var með frábært lið.

  Eins og í dag.

 9. Ágætt dæmi um þetta er hin oft ágæta Football365 síða, hún virðist vera að a.m.k. 50% leiti tileinkuð Liverpool. En það er líklega betra að vera í umræðunni heldur en ekki I guess þó ég væri alveg til í að vera án dómsdagsfrétta af fjárhagsstöðu klúbbsins.

  Þá er ég að meina eins og margir hafa bent á, það er betra að það sé verðið að orða leikmenn okkar í bílförmum við næst stærstu lið í heimi (Real, Barca, United, Chelsea, City o.sfrv.) heldur en að vera eins og Arsenal t.d. sem hálf vonast eftir því að ná að selja menn…

 10. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að Liverpool sigri á næsta ári.
  Rafa er slíkt sjéní að það hálfa væri nóg.

 11. Veit ekki hvort þetta er þráðarán en þá biðst ég fyrigefnigar á því 🙁

  En hvað fynnst mönnum að Alonso og Arbeloa séu orðaðir við Real Madrid? ég er mjög hræddur um að þeir séu að fara og við séum að fara leikmannaskipti. er með lúmskan grun að við séum að fá Van der vart eða Snejder veit vitlaust skrifað. og meidda gaurinn Robben :S og kannski smá pening á milli þar sem Alonso fer ekki ódýrt frá okkur. Gæti verið spennandi leikmannaskipti þó ég sé ekki spenntur fyrir þeim.

  Og svo er það hitt málið Macherano til barcelona það verður erfitt að kyngja því að Miðjan í frægu hryggjasúlunni okkar sé kannski að fara :S en Yaja Toure verður þá að koma til okkar plús money. ættum þá að eiga smá Cash til að landa okkar ástsæla syni honum Owen. en tek fram þetta eru bara mínar hugleiðingar af leikmannakaupum sem eru í gangi.

 12. Beggi það þarf ekki cash til að landa Owen enda er hann búin með samninginn sinn hjá Newcastle og fer því frítt til einhvers liðs.

 13. Heyrðu drengir ég var að spá er 165pund fyrir 1 miða á Liverpool – aston villa 22 ágúst ekki dálítið mikið? vitið þið hvar ég get leitað af miðum á þennan leik?

 14. Ef Alonso þarf endilega að fara, sem ég vil auðvitað alls ekki, þá væri hægt að gera margt verra, en að fá W.Sneijder + $ fyrir kappann.

  En því fer fjarri, að ég vilji sjá Yaja Toure í staðinn fyrir Argentínsku jarðýtuna okkar.

  Ég hef reyndar alltaf sagt það, og segi það enn, að ég tel lykilinn að árangri á næstu leiktíð vera að breyta sem minnstu, og bæta aðeins við leikmannahópinn. Glen J ásamt einum sterkum framliggjandi miðjumanni/sóknarmanni, og þá yrði ég sáttur.
  Ég er skíthræddur við það, ef Alonso, Masch, eða fleiri fara frá liðinu.. það yrði bara skelfilegt.
  Þetta voru nú mín 22 cent í þessa umræðu..

  Carl Berg

 15. Ég er algjörlega sammála síðasta ræðumanni. Liverpool liðið eins og það er í dag plús 2-3 sterkir leikmenn tel ég geta brúað þetta 4-5 stiga bil sem þarf upp á. En mínus 1-2 lykilleikmenn getur veikt liðið töluvert og þá er ég sérstaklega hræddur um að missa Alonso þar sem slíkir leikmenn liggja ekkert á lausu.

 16. Ég er alveg handviss um það að við eigum eftir að misa annaðhvort Alonso eða Mascherano í sumar ef ekki bara þá báða. Mér sýnist bara á þeim 2 að það er ekkert verið að koma fram og segja að þeir séu ekkert að fara.
  Kannski eru þeir að segja með þessu að þeir eigi skilið hærri laun annars fari þeir en mér finnst bara líklegt að þeir fari og þá verður vandamál að finna arftaka.
  En segjum að þeir fari ekki og að Benitez muni kaupa 1 klassa leikmann í viðbót, hvern viljiði fá eða í hvaða stöðu viljiði styrkja mest ?

 17. Eru þessi kaup á Johnson ekki dæmi um það að Rafa er kominn með full völd í leikmannakaupunum, en Parry hefði enn verið við völd hefði Johnson ekki komið á þennan pening.

 18. Merkileg umræða þetta um Mascherano, það er líkast því að sumir blaðamenn hreinlega nenni ekki að vinna vinnuna sína, nema að þeir séu bara lélegir í spænsku! Var að lesa þessa ágætu grein (http://www.belfasttelegraph.co.uk/sport/football/premiership/double-boost-for-liverpool-boss-benitez-14355987.html) þar sem vitnað er í þetta sama viðtal og allir fjölmiðlar voru að slá fram í dag. Ótrúlegt að sjá hvað menn laga hlutina að sýnum sannleika! Ekki hægt að lesa út úr þessu að hann vilji fara neitt. Það held ég að verði að teljast hrós að þessi tvö lið sem um ræðir sýni áhuga. Jafnframt er það til enn frekara vitnis um hversu góð síðasta leiktíð var há okkar liði. Góðir leikmenn vekja alltaf áhuga annarra liða!

 19. Hélt það, en Pétur geturu sagt mér nokkuð hvað eðlilegt verð er fyrir svona miða og hvar væri hugsanlega hægt að nálgast þá? Það var travel2football sem bauð mér miða á þessum prís… Biðst afsökunnar að vera troða þessu hér inn 🙂

 20. Trausti, ég myndi ráðleggja þér að fara í liðinn “Tickets” á official-síðunni og lesa þig til um hvernig er best að freista þess að ná í miða. T.d. er gott að byrja á því að panta sér Fan Card, sem kostar í kringum 5 pund, og svo að tékka reglulega á síðunni til að sjá hvenær verður byrjað að selja miða á þennan leik (er tilkynnt ca. mánuði fyrir leik). Þegar þú veist nákvæmlega hvaða dag er byrjað að selja miða þá ráðlegg ég þér að taka þann dag frá, þ.e.a.s. ekki vera í vinnu eða skóla eða neinu slíku, og leggjast í símann og vonast til að komast í gegn – best er að fá mömmu og pabba og vini og kunningja til að hringja fyrir sig líka til að hámarka möguleikana á að komast í gegn, því það er ekkert grín. Svo er að bara að krossleggja fingur.
  Verð á miða á leiki beint frá klúbbnum er í kringum 40 pund að ég held. Svo er auðvitað alltaf hægt að kaupa miða af svona okrurum eins og þessari síðu sem þú minntist á. Eða reyna að kaupa miða í gegnum einhver sambönd einhvers staðar. Í raun og veru er bölvað vesen að redda miðum á Liverpool leiki meðan liðið spilar á svona litlum velli. Það er frekar leiðinlegt. Vona að þetta gangi hjá þér.

 21. 20 hvernig á að ná inn aur til að kaupa Glen Johnson, safna dósum ? ? ?

  þú veist þetta er allt í gamni gert og ekkert illa meint….

 22. Til að svara þráðráninu: Trausti: ef þú ferð ekki leiðina sem Ásgeir bendir á þá eru 165 pund ekkert sérstakt rán, þú færð miðann hjá ÍT ferðum, Expressferðum og ÚÚ varla undir 50þús, voru að selja miðann á ca. 40þ. í fyrra og hitteðfyrra. Sem þýðir að það hefur ekki verið undir 250 pundum á þeim tíma.

  En að pistlinum, ég held við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu góðar fréttir þetta eru. Ég er búinn að vera nett stressaður yfir því að þetta myndi ekki ganga, eða að fjármagn til leikmannakaupa fengist ekki þetta sumarið. Mér sýnist sem Benítez geti í kjölfarið haldið áfram að einbeita sér að því að ná í þá leikmenn sem hann vill fá, geti jafnvel slegið félagsmetið í verði leikmanns. Og það gæti þurft til að vinna þessa blessuðu dollu á næsta ári.

 23. Babu þér getur ekki verið alvara með þessu commenti þínu, Messi að komast í Liverpool eftir 3-4 ár, ertu eitthvað verri?

  Það sér það hver heilvita maður að Dirk Kuyt á a.m.k. 5-6 ár eftir!

 24. Það er rétt að koma því að á þessum tímapunkti til að koma í veg fyrir algengan misskilning hér á þessum vettvangi, að síðustu fjögur til fimm ummæli eru sögð í gríni og eru uppfull af kaldhæðni.

 25. Ef menn sjá ekki kaldhæðnina í þessum síðustu svörum, þá sjá þeir hana hvergi.

 26. ‘Eg er farinn að skilja hvers vegna Real vilja fá Arbeloa,þessi Ramos gat alla vega ekki mikið í kvöld. En Silva virðist ekki komast í spænska landsliðið út af Riera,svo ég er ekki að fatta hvar á að nota hann á Anfield.
  Og svona í lokin þá finnst mér Reina miklu betri markmaður heldur en þessi hjá Real Madrid, og það meiddist enginn LFC maður í þessari keppni svo að þeir ættu allir að vera klárir í slaginn frá fyrsta degi á nýju sesoni.

 27. Spánn í skítnum gegn BNA. Ég sá ekki leikinn en skilst að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég hef ekki séð neitt frá þessari keppni en var farinn að hlakka til að sjá Spánverja í úrslitaleiknum. Það góða við þetta er að okkar menn eru náttúrulega loksins komnir í sumafrí.

  Arbeloa að fara fyrir aðeins 4,2 ,milljónir Punda. Mér finnst það ekki mikið. Hann er meira virði en það. En hann á bara eitt ár eftir af samningi og það skil ég ekki að klúbburinn hafi látið gerast. Mér finnst að það ætti að vera venjan að semja við eða selja menn sem eiga tvö ár eftir af samningi.

 28. Ánægjuleg úrslit, BNA-menn að sýna það enn og einu sinni að þeir eru langmestu íþróttamenn heimsins. Finnur hvergi meiri karakter en hjá vinum okkar í vestri.

 29. En BNA má alls ekki vinna! Þeir munu þá að sjálfssögðu krýna sig sigurvegara fótboltans á grundvelli þessarar B-Keppni.

 30. Tómas ; viltu ekki aðeins róa þig í yfirlýsingunum , svona rétt áður en þú brundar í augun á þér af spenningi……. !!!… lang mestu íþróttamenn heimsins !!! ????
  Það gerast óvænt úrslit í fótbolta, rétt eins og í öðrum íþróttagreinum og lítið við því að segja.

  Frá mínum bæjardyrum séð, þá voru bara ekki nógu margir Liverpool menn í þessu spænska liði 😉 Ég er sammála þeim sem minntist á það hér á undan, að fyrsti maðurinn sem ég myndi skipta út, er markmaðurinn !

  Carl Berg

 31. Hverjir eru meiri íþróttamenn en BNA Carl Berg? Ef þú nefnir mér eina þjóð sem eru BNA-mönnum fremri skal ég bakka með mín orð.

 32. Kínverjar, þeir unnu allavega ólympíuleikana 😉 Þar hefurðu það!!

  Hahahahaha hvurn fjandan eruð þið að þrátta um þetta á Liverpool spjalli!!?

 33. Gummi #34.

  Miðað við það sem Rafa sagði í gær liggur samningur á borðinu fyrir Arbeloa, en hann hefur ekki viljað skrifa undir.

  Held að nokkuð ljóst sé að hann vill aftur í sólina strákurinn…

 34. Sá allan leikinn. Spánn átti 18 hornspyrnur og var með boltann c.a. 80% tímans. BNA stilltu í 9 manna varnarvegg, treystu á skyndisóknir og áttu 2 skot á mark = 2mörk.
  Hinn ofmetni hægri bakvörður Sergio Ramos átti move leiksins þegar hann var að gaufast með boltann á markteig og gaf fáránlegt 2 mark leiksins. Frekar Spánn sem tapaði leiknum útaf áhugaleysi og hroka, (má segja að skrattinn hafi þar hitt ömmu sína í kvöld) heldur en að USA hafi unnið.

  Held það sé nú frekar dæmi um hvað USA er almennt heimskir að þeir skilja einmitt ekki fótbolta og hópvinnu. Hafa því aldrei og munu aldrei geta neitt í fótbolta.

  Eru Kínverjar ekki oftast með flestar medalíur á ÓL t.d.? Bandaríkjamenn eru bestir í körfubolta, og Frjálsum. Aðallega egótískum einstaklingsíþróttum. Haga sér síðan oft eins og holgóma smábörn þegar þeir vinna, ullandi á andstæðinganna. Njúka þetta land…

  Ég stórefast um að kaup á David Villa sé rétta leiðin uppávið fyrir Liverpool. Eins og sást í kvöld þá ná hann og Torres ekkert sérstaklega vel saman. Svo er Villa ekki að fara vera varaskeifa fyrir Torres, sérstaklega á c.a. 35-40m punda. Við þurfum mun fremur kreatíva og hraða kantmenn.
  Við missum annaðhvort Alonso eða Mascherano í sumar. Held að sjái það flestir. Spái að það verði Alonso í skiptum fyrir pening og sókndjarfari miðjumann. Svo er bara frábært að eigendur Liverpool eru að losa og selja aðrar eignir og ná að endursemja um þetta lán. Svo að fá nýjan stjórnanda í stað fyrir drusluna hann Rick Parry. Klúbburinn er orðinn mun straumlínulagaðri viðskiptalega og virkar þá betur í heild sem fótboltafélag. Allir eins og lest sem stefnir aðeins á 1 takmark. Að verða aftur mesta og besta félag Englands og Evrópu.

  • Babu þér getur ekki verið alvara með þessu commenti þínu, Messi að komast í Liverpool eftir 3-4 ár, ertu eitthvað verri?
   Það sér það hver heilvita maður að Dirk Kuyt á a.m.k. 5-6 ár eftir!

  Helgi J og Eyþór ég held að þið hafið ekki alveg lesið nógu vel til að sjá kaldhæðnina í þessu hjá Antoni, en það er auðvitað rétt….Messi yrði ca. 5-6 ár á bekknum 😉

  Varðandi Bandaríkjamenn þá er bara hlægilegt að segja þá bestu íþróttamenn í heimi, þeir kunna ekki fótbolta neitt sérstaklega þó að þeir sigri Spánverja í sumarfríinu og ef þú kannt ekki fótbolta vel þá ertu ekki mesta íþróttaþjóð í heimi, hverjum er ekki sama um hvort þeir kunni að skauta, henda körfubolta á milli sín eða geti eitthvað í frjálsum. Þegar valið er mestu íþróttaþjóðina þá er vægið Fótbolti 95% rest 5% (sem skipta sama og engu máli) og þjóð sem er svo heimsk að hún getur ekki einu sinni kallað fótbolta fótbolta á ekki brake………maður kallar ekki brenglaða týpu af handbolta, Football!!!

  og Sölvi, ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að Liverpool verði svo heimskir að leyfa Mascherano eða Alonso að fara í sumar, trúi því bara alls ekki og býst alls ekki við því.

 35. aguerro kemur um miðjan júli treystið mér ég hef sterka tilfiningu fyir þvi mascherano fer ekki neitt ne alonso þeir taka eina leiktið í viðbót

 36. Ef annað hvort Alonso eða Mascherano á að fara, vil ég frekar halda Alonso. Masche er mjög góður leikmaður, en hann hentar bara ekki í alla leiki. Td. á móti litlu liðunum er ekkert alt of gott að hafa hann inná. Þess vegna er fáránlegt að borga honum einhverjar risa upphæðir í vikulaun (sem hann heimtar) fyrir þá leiki sem hann spilar. Plús það, ef hann vill frekar vera hjá spánverjum.

  En mér finst svolítið skrítið að Xabi hafi viljað fara, einmitt þegar það gengur svona vel hjá Liverpool. Hann blómstraði svoleiðis á síðastliðnu tímabili! Vona bara að hvorugur fari.

 37. Annars, af þessum þrem aðillum sem bjóða í Tevez (City og Chelsea) er Liverpool þriðji klúbburinn? Veit einhver það?

 38. Ég vona og held að Elías hafi rétt fyrir sér. Væri frábært að halda þessum snillingum aðeins lengur.

 39. Þráðrán: Nú greinir mogginn frá því sem stórfrétt að Kristjana sé raunverulega Kristjana. París dömpaði henni allavega því hún hélt hann væri karlmaður en komst svo að því að hann væri kona.
  Kann annars ágætlega við svona léttan þráð sem er fullur af ránum.

 40. ‘Eg var að lesa að Liverpool væri að blanda sér alvarlega í baráttuna um Villa og ef það er rétt hljóta sögurnar um yfirvofandi gjaldþrot LFC að vera draugasögur. Hvort að Villa komi svo til með að passa í LFC er svo kanske 50/50 sjéns, en hann minnir mig samt um margt á Keven Keegan þegar hann var hjá LFC(ufh hvað maður er gamall) og það er nú ekki leiðum að líkjast ,því að Keegan er kanske sá besti sem hefur leikið í rauðu treyjunni.
  Það er alla vega eingin uppgjöf í Rafa og ég trúi því alls ekki sem sagt var á Spáni að hann hafi verið í viðræðum við Real Madrid um að fara þangað.

 41. Tommi henda kannski link inná þetta svona þegar að menn koma með svona fréttir með Villa.

 42. Held að hann Tommi sé að vitna í:
  http://www.footylatest.com , en þar var eh frétt um að Liverpool væri að undirbúa tilboð í Villa (haft eftir spænskri útvarpsstöð)

  Sem er “óáreiðanlegur miðill” svo að ekki sé meira sagt….
  Eins frábær leikmaður og Villa er þá væri ég ekki tilbúin að borga 40m punda eða svo fyrir 28 ára gamlan sóknarmann sem er spurningarmerki fyrir ensku deildina – þar að auki myndum við þurfa að breyta úr 4-5-1 (4-2-3-1) í 4-4-2 með Gerrard á miðjunni.

  Frábær leikmaður, einn sá besti í sinni stöðu í heiminum, en of mikill peningur fyrir leikmann á þessum aldri sem er óvanur deildinni. Ein slæm meiðsli og hann er orðin/að verða þrítugur þegar hann kemur til baka.

 43. Færum bara í 3-2-3-2 eða eitthvað skrítið- Kanski 4-3-3 með Gerrard frammi, en fyrir aftan. Spá í að vera með þrjá 20 marka menn! uss.. mundum rúlla öllu upp. United missa markaskorara og við fáum fleiri.. það væri ekki svo lélegt.

 44. Ég hef bæði alls enga trú á þessu þrátt fyri að það komi af einhverri útvarpsstöð og eins á ég erfitt með að sjá hvað við fittum honum inn! Leikmaður fyrir þennan pening þarf að spila og þar sem 4-4-2 er á undanhaldi sé ég ekki fyrir mér að breyta um leikkerfi til að hafa Torres og Villa saman frammi.

  Gæti trúað að einhver hafi séð sér leik á borði þar sem Torres vill spila með Villa og samið “frétt” um þetta….a la silly season

 45. Var að reyna að teikna inn liðið, með David Villa, og mér snérist hugur. Ef hann og Torres eiga að vera saman inná, og fjögurra manna vörn, verður annað hvort Alonso eða Mascherano á bekknum. En samt sem áður treysti ég Rafa fullkomlega í leikmanna kaupunum.

  Reina

  Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

  Kuyt – Gerrard – Alonso – Riera

  Torres – Villa

  kemst ekki nær réttu liði..

 46. Er það ekki einmitt málið, Sigmar? – Villa kemur inn og annað hvort Alonso eða Mascherano verður seldur

 47. Öll þekkjum við dálæti Rafa Benitez á AC Milan.
  Ætli það sé hans ætlun að stilla upp “Jólatrénu” þeirra 4-3-2-1?

  Torres fremstur, Villa og Gerrard frjálsir fyrir aftan, 3 manna miðja og síðan fá Insúa og Johnson frjálst run upp og niður kantana?

  Torres, Villa og Gerrard sóknartríó með vinnusama menn fyrir aftan sig er bara “mouthwatering” sóknarlína. Svo ekki sé dýpra tekið í árina. Held að vinnusemin í Gerrard og Kuyt ættu að opna meiri svæði fyrir Torres og Villa og láta þeirra samstarf ganga betur upp en það gerir hjá spænska landsliðinu.

  Eins og einhver minntist á þá minnir Villa ansi mikið á Kevin Keegan, Torres er nútíma Marco Van Basten og Gerrard nógu góður til að vera vera borinn saman við Kenny Dalglish. Þessir 3 menn gætu rústað hvaða vörn sem er á byggðu bóli.

 48. Talandi um eigendamál, þá er þetta líklega mjög viðeigandi frétt.
  http://www.guardian.co.uk/football/2009/jun/25/liverpool-robert-kraft-ownership
  Þarna talar Robert Kraft um það þegar hann “nearly bought Liverpool”.

  Það er því óhætt að segja að við misstum af einum besta eiganda í íþróttasögunni afþví að FIFA hefur ekki sett á launaþak. Hann gjörbreytti New England, þegar hann keypti liðið árið 2000 í eitt af leiðandi liðum NFL, byggði nýjan völl og lifir fyrir það eitt að reka íþróttafélög auk þess sem hann er Ameríkani sem bæði veit eitthvað um fótbolta og er mikill aðdáandi fótbolta (og Liverpool).
  Skelfilegt að hugsa um að við gátum fengið þennan Kana sem eiganda 🙁

 49. 58# Jebb, spáði í því en þá er Kuyt orðinn miðjumaður dreifandi spili sem er alls ekki hans sterkasta hlið.

  Í “Jólatrénu” væri hann að skipta reglulega við Gerrard um stöðu og sókndjarfari. Nei ætli 4-2-3-1 sé ekki áfram málið og David Villa of mikil áhætta fyrir 35-40m punda. Förum varla að stórbreyta leikstíl liðsins þegar við erum svo stutt frá Englandsmeistaratitli.

Erum að landa Johnson

Leto seldur til Panathinaikos skv. Echo